Lögberg - 11.05.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.05.1933, Blaðsíða 1
/ 46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN ll.MAÍ 1933 NÚMER 19 At My Mother’s Grave (In Brookside Cemetery, near Winnipeg1) 1 1 I From the Icelandic of Einar P. Jonsson hy Watson Kirkconnell Here, i>y my mother’s grave, the dusk is still. Vague shapes are calling from the deeps of thought. And holy dews are falling slow and dhill, Upon the silent hillock I liave sought. The living and the dead alike may dream Here in the graveyard in the failing light; By the dim bourne of silence, earth may seem To riper minds a thing of nobler sight. White headstones, carved with Viking oharacters, In glimmering rows across the darkening plain Are guarding still th'e spirit that was hers— Our mother-land of saga o’er the main. The tears that joy may shed, or sorrow cast, Flow to the self-same sea when all is over; And every soul must slumber here at last Beneath the prairie rose and four-leafed clover. Short is tflie space between our dawn and dark. Pale lightning cleaves the night-olouds in the west. One sombre thought is lighted by that spark: A tired son must shortly turn to rest. Now in the silent night the rain is weeping Here where my songs’ dear inspiration lies; And here amid the dust of races sleeping The deepest roots of memory take their rise. Manitoba-þingið 3tubbs-málið Þinginu var slitiS á fimtudags- morguninn í vikunni sem leið. ÞaS er óhætt að segja, aS það gekk ekki orSalaust af aS ljúka viS þingstörf- in. Á þriðjudaginn var hingfundur settur kl. 3 e. h. og þeim fundi var ekki lokiS fyr en kl. 8 næsta morg- un. ÞingiS sat 17 klukkustundir í einni lotu. Þetta var alt út af þess- um 2% skatti, sem áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu. Andstöðu- ílokkar stjórnarinnar héldu hverja ræðuna á fætur annari og sumar þeirra svo langar að engu tali tók. Skattinum þessum var fundiS alt til foráttu og stjórninni var fundið alt til foráttu. Maður hefði getaS í- myndað sér að þessir ræðumenn héldu, að öll mein mannanna væru fylkisstjórninni í Manitoba að kenna. Stjórnin var sagnafá, en sat viS sinn keip og andstæðingarnir vissu mjög vel, að alt þetta tal var algerlega þýðingarlaust. Þeir voru að tala við þig og mig, “heiðraða kjósendur.” Þegar til atkvæða kom, voru margir þingmenn fjarverandi, farnir heim, en frumvarpið var sam- þykt með miklum atkvæðamun, eða 26 gegn 7. Einn af stuSningsmönn- um stjórnarinnar, J. W. Breakey, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Útgjöld stjórnarinnar á þessu fjárhagsári voru ákveðin $14,500,- 000 og með þessum nýja skatti er búist við að tekjurnar verði næj(i- legar til að mæta þeim, eða rúmlega það. Lög viðvíkjandi meðferð á fávit- um, voru afgreidd, en aðal atriðið í þeim var felt, sem var það, að gera fávita ófrjóva. Þetta þing byrjaði með fremur góðu samkomulagi milli þingflokk- anna og leit fyrst lengi vel út fyrir að samvinna mundi verða fremur góS. En það fór aít út um þúfur og þingið endaði meS háarifrildi. Jon Bjarnason Academy—Gjafir Skúli Sigfússon, M.L.A.....$25.00 A. P. Jóhannsson, Wpeg. .. 100.00 Áheit (per J. B.,—R.) .... 5.00 Ónefndur vinur í Minneota 10.00 Með alúðar þakklæti, ■ S. IV. Melsted, gjaldkeri skólans. LTm það hefir ekkert heyrst nú í nokkrar vikur, þangað til í vikunni sem leið, að Winnipeg dagblöðin fluttu þá fregn, að Ford dómari, sem rannsakaði málið hér í Winnipeg, muni hafa látiS þá skoðun sína í ljós, í skýrslu sinni til dómsmála- ráSuneytisins í Ottawa, að ekki væri rétt að Stubbs væri látinn halda á- fram að vera dómari. Skapsmunir hans væru slíkir, aS hann væri ekki til þess fallinn að vera dórnari. Fréttin segir líka að Hon. C. H. Cahan, ráðherrá, sem hefir verið að athuga skýrslu Fords dómara og málið í heild, rnuni vera á sama rnáli, og niðurstaðan muni verða sú, að Stubbs dómari verði að hætta við sitt embætti, en verði kannske gefið tækifæri að segja af sér, sem þýSir að hann fær eftirlaun, ef hann gerir það. Þega.r þessi frétt kom út lýsti Bennett yfir því, að þessi fregn væri óábyggileg. Það væri enn ekki á- kvéSið hvað gert yrði við þetta mál og það hefði ekki enn komið fyrir ráðuneytið. Smáþjófnaður Fyrir fáum dögum var maður að nafni Lewis Pluta í Hamilton On- tario, dæmdur í 30 daga einfalt fangelsi fyrir að Stela tveimur cent- um af standi þar sem seld voru blöð og tímarit. Þeir hljóta að taka hart á óráÖvendnin í Hamilton, því ef þetta er þjófnaSur, þá er þetta aS minsta kosti smáþjófnaður. Efnið O'j andinn EfniS sem í eina vísu fer er ekki stærra, eh lítið krækiber; og þó að til þess þjóðin ekki finni þá er andinn hundrað sinnum minni. Aths.—Þetta sanna nýjustu vísinda legar rannsóknir. Og svo er nú það Svo er nú það, og svo er nú það, ekki er því að leyna. Þú veizt hvað, og þú veizt hvað, þú veizt hvað eg meina. K. N. JÓNS BJARNASONAR SKÓLl 1 KIRKJAN DK. FRANK BUCHMAN Hér í borginni verður staddur um næstu helgi Oxford-flokkurinn, seni svo mikið orð fer af víða um lönd um þessar mundir. Stofn- andi flokksins og leiðtogi, Dr. Buchman, verð- ur í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskvöld- ið og flytur þar erindi kl. 7. Með því að gera má ráð fyrir, að meiri fjöldi sæki þá samkomu en rúmast í kirkjunni, er safnaðarfólk og ann- að íslenzkt fólk aðvarað um að koma snemma. I ÚTVARP Útvarpað verður Lslenzkri guðsþjónustu 'i frá Fyrstu lútersku kirkju sunnudagskvöldið 21. maí, kl. 7. Margar fyrirspumir hafa bor- v ist um það, hvenær næst verði útvarpað, og er nú þetta kunngert íslenzkum almenningi í víðsvegar. Oxford flokkurinn Fregnir berast nú að úr ýmsum áttum, að nokkuð sé að glaðna yfir viSskiftalífinu, að verksmiðjur séu að hefja starf að nýju, að hveiti sé að hækka í verði, að meira korn sé flutt burt úr landinu en í fyrra, að vöruflutningar hafi aukist. Má vera, að sumum sé nú háttað eitthvað svipað því sem ástand manna var þegar styrjöldin mikla var komin að því að hætta. Menn þorðu varla að trúa því, að slikt gæti átt sér stað. Sá fögnuöur fanst þeim of mikill til þess að hann gæti orðið að veru- leik; en stríÖið leið undir lok, og eins fer með kreppuna, hvort sem þess verður langt 'eða skamt að bíða. Má vera, að þá verði eitthvað hjarta þakklátt honum “er sveipar myrkrum sólu frá og sendir geilsa um láð.” Sagt er aS Guð hafi gefið mönn- unum minni til þess að rósirnar geti blómstrað í desember ekki siður en í júní. Það mátti þá segja, að Guð hafi gefið okkur vonina til þess sumarylurinn geti vermt mann með- an marz-næðingarnir blása. Þvi þá ekki að gleðja sig við von um komandi betri tíðir? Jóns Bjarnasonar skóli er nú á 20. árinu. Iæiðin hefir verið fjall- ganga en ótrúlega vel hefir hepnast aS ná upp á einn hjallann eftir ann- an. Margsinnis hefir sýnst fram- undan ekkert annað en veggur, sem með engu móti yrði yfir komist, en á sínum tima hefir, fram að þessu, ætíð vegur opnast. Eitt sinn er eg var að ferðast um íslenzka hygð, í erindum skólans. hitti eg gildan íslenzkan bónda í vegavinnu. Með undurmikilli hægð, eins og mér er eðliiegt sagði eg hon- um frá erindinu. Hann brá önug- lega við: “Til hvers er að hjálpa skólanum? Hann er alt af að fara aftur á bak.” Eg kvaddi manninn meS hæversku. Hann er auðvitaÖ ekki sá eini, sem hefir talið skólann deyjandi. Sumir hafa talað um hann þannig frá byrjun vega. Skólinn hefir satt að segja aldrei verið eins lifandi í meðvitund Vestur-íslendinga eins og meðan hann var ekki til. Þegar hann varð að veruleika komu fram ýms óþægindi, sem ekki létu á sér bera, meðan hann var aÖeins draum- ur, sem líklega aldrei rættist. í rit- gjörð eftir séra Carl Olson, er hann starfaði fyrir skólann, 1926, segir hann frá því að allmargir telji skól- ann dauöan, en “sjá, hann lifir samt.” Guð hefir leitt hann fram á tvítugsaldurinn. Þessi hugmynd vegastjórans um afturför í skólanum minnir á sann- leikann í því efni. Það dofnaði yfir aðsókninni um tíma en siðan hefir aðsóknin farið vaxandi með hverju ári. Árið 1926-27 var hún 33, næsta ár 36, og svo árin eftir það, 44, 49, 82, 87, og þetta ár 106. Að sama skapi hafa tekjurnar aukist af námsgjaldi nemendanna. Á sama hátt hefir álit skólans meðal mentamanna og almennings í Win- nipeg-borg farið vaxandi. Eg vona að vinur minn bóndinn, sannfærist ni'i um, að hann hafi fengið alveg skakka fræðslu viðvíkjandi skól- anum. Tekjur skólans á þessu ári eru allmikið meiri en þær hafa nokk- urn tíma áður verið. Kemur það bæði af því, að aldrei hafa verið eins margir nemendur og nú, og svo lika að gjaldið er hærra í sumum bekkj- unum. Samt þarf skólinn á allmikilli hjálp vina sinna að halda. Stafar það einna mest af erfiðleikum und- anfarinna ára. Þakkir séu öllum þeim, sem þegar hafa sent skólanum vinargjafir á þessu skólaári. Ekki sízt unaðslegt að minnast þeirra, sem í hvað mestri f jarlægð búa, eins og vinanna i Minneota í Minnesota- ríki en hafa þó sent skólanum drengilega hjálp. Ekki má gleyma ■ þeim kvenfélögum, öðrum félögum, og einstaklingum þar og annarstaðar er styrkt hafa skólann ár eftir Jir, vinum, sem aldrei hafa brugðist. Sumum verður það ef til vill hvöt að styrkja skólann, að leitast er við af skólaráðinu, á allan hátt, að tak- marka útgjöldin. Áður en skólaár- ið hófst var kaup kennaranna allra fært niður. Var þar farið eftir kauplækkun kennara í alþýðuskólum Winnipeg borgar. Ekki er nema sanngjarnt að geta þess, að þegar kaup kennara vorra var ákveðið í fyrstu, var ekki miðað við kaup annara miðskólakennara í borginni. Kennarar vorir hafa ávalt haft all- mikið minna kaup en kennarar í samskonar stöðum í borgarskólun- um. En á þessum krepputimum er ekki nema sjálfsagt, að allir þeir er fyrir almenning starfa, kennarar, prestár, stjórnarþjónar og aðrir, sæti kauplækkun. Þeir, sem fyrir almenning starfa eiga að líða súrt og sætt með almenningi. Brátt líður á skóla-árið. Allir vinir eru því beðnir að láta hjálp- ina koma sem fyrst. Féhirðir skól- ans er hr. S. W. Melsted, 673 Bannatyne Ave., Winnipeg, Man. Þegar eg nú læt þessa beiðni ber- ast frá mér, er tvent sterkt í huga mínum: Þakklæti til margra ára drengilegra vina og tilfinning þess hve eg hefi vanrækt að fræða menn um skólann. Eitt sinn kom það til orða, að eg væri beðinn að segja eitthvað á sam- komu þar sem eg var staddur. Þá varð konu einni að orði: “Nei bless- aður biddu hann ekki að tala. Hann er altaf að tala um skólann. Hann spillir fyrir sér með því.” Eftir þessu væri það dygð fyrir mann, sem kallaður er til einhvers starfs, að vanrækja það, sómi fyrir mann að svíkjast um verk sitt, en vansæmd að vaka yfir starfi sínu með trú- mensku. Nei, eg bið engan afsökun- ar á því, að eg hafi talað eða ritað of mikið um skólann, en við þá á- viröingu skal kannast, að eg hefi ekki talað nógu mikið um skólann og ekki sagt það nógu vel, sem eg hefi talað. Að minsta kosti eitt fyrirtæki skólaráðsins á þessu ári, hefir or- sakað allmörg hlýleg ummæli, en það er útgáfa ársritsins, “The Year Book.” Ummælin eru frá mönnurn í. Canada og 1 Bandaríkjunum, ís- lendingum og annara þjóða mönn- um. Getið um bókina mjög hlýlega í blaðinu “Free Press” af manninum sem skrifar undir nafninu, “The Book Man.” Eg vil nú leyfa mér að birta hér tvö bréfin, annað á is- lenzku, hitt áensku: 7. febr. 1933. Rev. Rúnólfur Marteinsson, Winnipeg, Man. Kæri vin! Það hefir dregist fyrir mér að þakka þér fyrir ársrit Jóns Bjarna- sonar skóla; það er hið vandaðasta að öllum frágangi og drjúgt að efni, í einu orði sagt ykkur til sóma; auðvitað felli eg ekki þar með dóm á mína eigin ritgerð þar; en segja má eg þaÖ í fullri einlægni, að eg taldi mér sæmdarauka að vera i þeim góða hóp, sem þar eiga hlut að máli. Eg er nýbúinn að lesa með athygli grein þína um skólann í síðustu “Sam.” og virðist mér orð þín hæfa markið; er leitt til þess að vita, að íslendingar 'skuli sneyða hjá hon- um að óþörfu, að því er séð verður. Mr. Melsted hefir verið svo vænn að senda mér allmörg eintök af árs- ritinu, talsvert fleiri en eg bað um; vona eg aðeins, að hann hafi ekki (Framh. á 7. bls. Það er trúbobsflokkur, þessi svo- nefndi Oxford flokkur og fer mikið orð af honum víða um lönd. Þessir trúboðar ferðast ekki fótgangandi, tveir og tveir, eins og postularnir forðum. I þessum flokk, sem nú er að ferðast um Canada eru yfir fim- tiu manns, karlar og konur. Ferðast flokkurinn borg úr borg og gistir á beztu gistihúsunum og heldur sig vel. Flest af þessu fólki er vel ment- að fólk. Hvernig á Oxford nafninu stend- ur í þessu sambandi er ekki ljóst. En það sýnist ekki ólíkleg tilgáta, að það sé til orðið af svipuðum á- stæöum eins og nafnið á landnámi Eiríks rauða, hafi þótt fagurt og líklegt til að draga að sér. Hér er eklci um neinn sértrúar- flokk að ræða, að því er vér bezt vitum. Þessi flokkur er bara að boða fólkinu lifandi kristindóm, reyna að vekja það til meira trúarlífs. Starf- semi þessa flokks fær mjög mis- jafna dóma. Sumir segja að flokk- urinn sé að vinna framúrskarandi gott verk, en aðrir láta miður vél af því. Halda að hér sé um ofsatrúar fólk að ræða. Stofnandi og leiðtogi flokksins er Dr. Frank Buchman. Hann er Bandaríkjamaður af þýzkum ætt- um, fæddur í Pennsburg, Pennsyl- vania árið 1878. Þegar hann var ungur maður, var hann prestur í lútersku kirkjunni, en hætti fljót- lega að þjóna söfnuði og hefir hann síðan farið víða um heim og gert ýmislegt, en aðallega það, að vekja fólk til meiri trúaráhuga. Dr. Buchman og flokkur hans hefir nú undanfarna mánuði verið i Canada og heimsótt flestar helstu borgir í landinu, svo sem Montreal, Ottawa, Toronto, Vancouver, Vic- toria, Calgary og Edmonton. Al- staðar hefir þessum mönnum verið vel tekið og kirkjurnar hafa staðið þeim opnar til að- prédika í þeim og alstaðar hefir fjöldi fólks komið að hlusta á þá. Sjálfir láta þeir hið bezta yfir viðtökunum í Canada og árangri komu sinnar til þessa lands. Þó mishepnaðist þeim alveg með tvo menn, sem þeir revndu að “um- venda.” Var annar þeirra Sir Her- bert Holt, forseti Royal bankans. Hinn var hagfræðingurinn og hjúmoristinn Stephen Eeacock. Ox- ford mennirnir gátu ekkert við þá átt. Nú koma Oxford mennirnir til Winnipeg á morgun og veröa hér í viku að minsta kosti. Halda þeir hér margar vakninga samkomur og prédika í mörgum kirkjum borgar- innar á sunnudaginn. Foringi flokksins. Dr. Buchman flvtur út- varps prédikun kl. 11 að morgni, sem margir innan Winnipeg og ut- an eiga kost á að hlusta á, og kl. 7 að kveldi prédikar hann í Fyrstu lútersku kirkju, eins og auglýst er á öðrum stað i blaðinu. Ástæðulaust er.að efa, að þessir menn hafi eitt- hvað það fram að bera, sem er vel þess vert að hlusta á það. Spellvirki ÞaS er líkt með Gyðingana i Win- nipeg og annarsstaðar, að þeir eru töluvert út af fyrir sig, lifandi og dauðir. Þeir hafa sina eigin graf- reiti, þar sem Gyðingar einir eru jarðsettir. Var grafreitur þeirra gerður 1882 og eru þar margir Gyð- ingar jarðaðir. Nú fyrir skömmu höfðu einhverjir spellvirkjar farið inn i grafreitinn og brotið þar yfir fimtíu legsteina og unnið enn fleiri skemdarverk. Ekki hefir enn kom- ist upp hverjir þetta hafa gert. Lögreglumenn særðir og drepnir .. Á mánudaginn urðu óeirðir mikl- ar meSal atvinnuleysingja, þar sem þeir héldu til í grend við Saskatoon. Lögreglumenn, sem reyndu að skakka leikinn urðu fyrir meiðing- um og einn þeirra misti lífið í þess- ari viðureign. Féll hann af hestbaki og var dreginn langa leið og meidd- ist svo að hann dó rétt á eftir. Aðrir lögreglumenn voru barðir og sumir mikið meiddir áður en þeim hepnað- ist að koma á friði. Hafa allmargir rnenn verið teknir fastir út af þessu, en ekki hefir mál þeirra enn veriö rannsakað. Vorið kemur Harpa mjallar veldið við vermir hjalla og drangann. Vratnafalla kynnir klið, kyssir alla á vangann. Geisla bráin heilög hlær, hníga snjáa tröllin, hjalar láin, hauðrið grær, hýrna bláu f jöllin. Fróns um hreppa f jóla og hvönn fram með keppa vegi.— Gróður sveppa glóir önn. —Guðs er “kreppan” eigi. Hregg ef blakar bjarg og foss, blóms á akri þjálum.— Kærleiks vakan verði oss vor ví sakamálum. Þráin skorar alla á, æskuþorið glæðist. Endurborið utan írá innra vorið fæðist. Væri’ ei tálma regin rögn. Roðna pálma bogar. Himinsálna glymja gögn. Geisla-hjálmar loga. Jósef S. Húnfjörð —Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.