Lögberg - 11.05.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.05.1933, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTlíDAGINN u. MAÍ, 1933 Macklin kapteinn — Endurminningar hans. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. Eg man eftir því fyrsta kveldið, sem eg var heima og var að segja Beatrice frá ein- víginu, að 'þá leiðrétti hún frásögn mína. “Voruð þið ekki miklu nær hvor öðrum heldur en þú segir!” spurði hún. “Það mun hafa verið,” sagði eg. “En hvernig í ósköpunum veist þú þetta!” “Mr. Lowell sagði okkur það,” svaraði hún. “Lowell!” hrópaði eg, “hefir liann komið hingað ?’ ’ “Já, hann færði okkur sverðið þitt,” sagði Beatrice. “Hefirðu ekki séð hvar eg lét það?” og bún stóð upp og gekk áð eldstæðinu og benti á hvar sverðið hékk yfir því. “Mr. Lowell hefir verið einstaklega við- feldinn,” sagði móðursystir mín. “Hann hefir oft komið hingað út og spurt hvort við höfum nokkuð frétt af þér. Hann er við her- skipastöðvarnar í Brooklyn. Okkur fellur svo dæmalaust vel við hann. ’ ’ “Mig furðar ekki þó ykkur líki vel við hann,” svaraði eg. “Þetta er annars merki- legt, að hann skuli vera hér rétt í nágrenninu, 0g vera þegar orðinn vinur ykkar. Við verð- um að fá hann til að koma hingað á morgun. Eigum við ekki að gera það, Beatrice?” Hún hafði tekið niður sverðið og rétti mér það. “Lowell er skemtilegasti maður,” sagði hún, “0g lionum þykir fjarska mikið í þig varið. Eg held þú eigir ekki betri vin en hann er.” Þrátt fyrir alla gleðina, sem glataði son- urinn vekur, þegar hann kemur aftur heim, þá getur vel svo farið að heimafólkið verði hálf leitt á honum þegar til lengdar lætur. Svo er líka um sögurnar, þó þær þyki kannske skemtilegar í fyrstu, þá verða flestir leiðir á þeim þegar þær eru sagðar aftur og aftur. Jafnvel glataði sonurinn getur orðið leiður á öllu, dekrinu við liann, þegar til lengdar lætur- Mér varð því á að segja eitt kveldið, að nú ætlaði eg næsta dag að fara til New York til að leita mér að einhverri vinnu. Eg sagði þetta bara út í loftið án þess méjc hefði eigin- lega dottið í hug að gera nokkuð í þessa átt. En mæðgumar tóku þessu með svo miklum áhuga, að mér fanst eg ekki geta snúið aftur, en verða nú að halda áfram með þetta. Eg sá ekki hversvegna eg eiginlega ætti að vera að braska í því að útvega mér vinnu. Eg hafði tvö þúsund dollara tekjur á ári, sem afi minn hafði eftirskilið mér, svo mér bar ekki nein nauðsyu til að vinna fyrir kaupi. En mér skildist að mæðgunum findist það nauðsjm- legt, að eg tæki eitthvað fyrir, fengi einhverja fasta vinnu og settist að eins og þeir kölluðu það. Ekkert okkar sýndist hafa nokkra verulega hugmynd um það, hvað eg ætti að gera, eða hvert það væri nokkuð sem eg gæti gert. Lowell, sem nú kemur svo oft til okkar, sagði að það sem helzt mælti með mér í augum kaup- manna og iðjuhölda, væri tungumálaþekking mín. Hann hélt hið bezta væri fyrir mig að reyna að fá vinnu hjá einhverju félagi, sem gerði mikil viðskifti við önnur lönd. Sú upp- ástunga hans féll mér mjög illa. Eg gerði ekkert úr minni tungumálaþekkingu, en setti alla mína von á hermenskuna 0g þá hæfileika sem eg hafði til að stjóra öðrum mönnum. Hann sagði mér að hernaðarþekking mín kæmi mér ekki að meira haldi í viðskiftalífinu, heldur en háskólamentun kæmi íþróttamann- inum. “Þið sýnist ekki skilja þetta,” sagði eg við mæðgurnar 0g Lowell, þar sem við vorum að tala um okkar hagi. “Eg vil ekkert eiga við þetta viðskiftabrask; mér leiðist alt þesskon- ar.” “Þú verður einhvernveginn að lifa, Royal,” sagði Mary frænka. “Þú liefir ekki nóga pen- inga til að lifa í iðjuleysi.” “Eg er viss um að Royal gæti ekki ur^að sér, án þess að hafa eitthvað fyrir stafni,” sagði Beatrice. “Nei, hann getur ekki talið okkur trú nm það, að hann hafi ekki áhuga á, að komast eitthvað áfram,” saigði Lowell. Þú ætlar á- reiðanlega að láta eitthvað verða úr þér, eg veit það, og þú getur ekki byrjað of snemma úr þessu.” ‘ ‘ Lowell hafði verið hækkaður í tigninni og talaði nú rétt eins og hann væri afi minn. “Heyrðu, ungi maður,” sagði eg, “þess er ekki langt að minnast, að þú varst ekki mjög hátt settur í heiminum, en eg var hermálaráð- herra, og þér bar að sýna mér mikla virðingu. Auðvitað er eg framgjam og ein sönnunin fyrir því að svo sé, er sú að eg vil ekki vera lokaður inni í fuglabúri alla mína æfi, til að telja þar peninga, sem einhverjir aðrir eiga. Mary frænka varð áhyggjufull á svipinn og hristi höfúðið. ‘ ‘ Þú verður að muna það, Royal, að þú átt sjálfur ekki mikið til og einhverntíma kemur að því, að þig langar til að giftast og þá sérðu að þú hefir ekki gert það, sem þú hefðir átt að gera. Eg veit ekki hversvegna, það sem Mary frænka sagði, hefði átt að hafa nokkur áhrif á nokkurn annan en sjálfan mig, en þetta sýndist taka alt líf úr samtalinu, og Beatrice mundi nú alt í einu að hún þurfti að skrifa nokkur bréf 0g Lowell þurfti nú endilega að fara til að gegna skyldustörfum sínum, þó hann hefði sagt okkur þegar hann kom, að hann hefði fengið annan mann til að gera það sem hann átti að gera. Einhvemveginn gat eg ekki varist því, að mér datt í hug, að Mary væri að hngsa um Beatrice. Skömmu eftir að eg kom heim, sagði hún mér einu sinni, þegar við vorum tvö ein, að hún hefði verið hrædd um að hún mundi deyja áður en eg kæmi og þá yrði Beatrice skilin eftir ein- sömul. Bg hló að henni og sagði að hún mundi lifa í hundrað ár og bætti svo við, án þess að meina eiginlega nokkuð með því: “Hún verð- ur ekki einsömul. Eg verð hér. ” Mary frænka leit til mín með raunasvip, að mér fanst, og sagði: ‘ ‘ Eg væri svo ánægð með að deyja, ef eg vissi að ykkur báðum liði vel og þið væruð ánægð. ” Hún beið við eins og hún væri að búast við, að eg mundi segja eitthvað, en mér datt ekkert í hug að segja, og steinþagði. Svo breytti hún umtalsefninu og sagði: “Hefir þú tekið eftir því, Roval, að Mr. Lowell þykir fjarska mikið til Beatrice koma?” “Auðvitað þykir honum það,” svaraði eg, “eg skyldi aldrei fyrirgefa hon- um, ef honum þætti það ekki.” Mér fanst svipur hennar slíkur, að hún hefði meðaumk- un með mér. Hún var eitthvað svo raunaleg en samt rejmdi hún að brosa. Þau virtust öll vera á einu máli um það, að eg hefði nú haft nóg af æfintýralífi, 0g eg ætti nú að fara að gefa mig við einhverju á- kvæðnu verki og líklega staðfesta ráð mitt. Eg var þar altaf sjálfur í minnihluta, og þeg- ar eitt þeirra hætti að tala um þetta, þá byrj- aði eitthvert hinna. Svo loksins lét eg tilleið- ast og réði við mig að fara að leita mér að einhverri vinnu. Samt gerði eg enn eina til- raun til að komast hjá því að 'binda mig á klafa vinnunnar og ófrelsisins. , Þegar eg var í Honduras hafði Laguerre sagt mér, að bréf, sem sér væru skrifuð til Crédit Lyonnais í París, mundu ávalt komast til sín. Eg vissi að þar sem hann hafði kom- ist til San Francisco, þá hefði hann haft nóg- an tíma til að komast til París og ef hann væri þar, þá hlyti hann að vita hvort nokkuð 'væri hæft í því, að Frakkar væru að hefja einhvern leiðangur gegn Kínum í Tonkin, og eins hvort það væru nokkrar óeirðir í Súdaii. Eg var ekki í miklum vafa um það, að ef ein- hverjar óeirðir væru í Kína eða Egyptalandi, þá mundi Laguerre vera eitthvað við það rið- inn. Eg sendi honum því símskeyti: “Líður yður vel? Ef þér eruð í nokkrum lierferðum, vildi eg gjarna vera með.” Eg beið með ó- þolinmæði í þrjár vikur eftir svari, en þegar það kom ekki, þá hætti eg að liugsa um þetta og lét gömlu hermannafötin mín afsíðis þar sem eg gat ekki séð þau og sverðið mitt aftan við stóru klukkuna, þar sem enginn gat séð það. Beatriee leit upp úr bókinni og horfði á mig. “Hversvegna gerurðu þetta?” spurði hún. “Eg tek það nærri mér,” svaraði eg. Hún lagði frá sér bókina og horfði lengi á mig án þess að segja nokkuð. “Eg vissi ekki að þér félli það svona illa. Kannske við höfum öll rangt fyrir okkur. En samt sýnist þetta ekki mjög óálitlegt, að hafa eitt'hvert verk að vinna, og geta verið heima hjá sér, og þáð á þessu kæra, gamla heimili, - nærri sórborginni, rétt við ána og í þessari fallegu og víðlendu sveit. Það vir*ðist miklu betra heldur en að deyja af sárum í einhverj- um fúaflóum, eða þá úr hitasótt á spítala. “Bg er ekki að kvarta yfir neinu,” sagði eg. “Eg veit að þið munduð ekki öll ætlast til þessa af mér, ef þið hélduð ekki að það væri mér fyrir beztu. ’ ’ Eg sat gagnvart henni framan við eldstæðið og eg snéri í sífellu festinni, sem hún hafði gefið mér, um úlnlið- inn á mér. Svo tók eg hana af mér og hélt henni milli fingranna upp við ljósið. “Það var gott,” sagði eg, “að vera ridd- arinn þinn og berjast þín vegna, og ganga gegn um margar hættur, en hafa þetta til minningar um þig og til að halda mér á réttri leið.” Eg sá ekki að þetta gæti haft mikið að þýða, en mér duldist ekki að þetta hafði afar undarleg áhrif á hana. Það er ótrúlegt, en eg get með sanni sagt, að eg sá ekki betur en hún væri hrædd. Hún kafröðnaði og augun fyltust tárum. Eg vissi ekki hvað eg átti af mér að gera. Hvernig gat hún verið hrædd við mig? Mér varð of mikið um þetta til að gæta stillingar og spyrja hana blátt áfram h.vað gengi að henni, svo eg sagði í mesta flýti: ‘ ‘ En nú hefi eg þig alt af hjá mér, til að halda mér á réttri leið.” “Svo nú þarftu ekki á festinn að halda lengur?” sagði hún og reyndi að brosa. “Jú, eg þarf festina og það skal aldrei henda mig, að láta hana af hendi.” “Heldurðu ekki að þú mundir gefa mér hana aftur? Það lítur út—” bætti hún við og þagnaði svo. “ Nú sé eg hvað þú átt við, ’ ’ sagði eg. Þér finst það heldur illa viðeigandi að karlmaður brúki nokkurs konar armband. Er það ekki það, sem þú ert að liugsa um?” “Það er líklegast,” sagði hún. “Gefðu mér festina, Royal. Þú þarft ekki að bera á þér neitt kvenskraut til að halda þér á réttri leið.” Eg lét festina liggja í lófa mínum og horfði á hana. “Er þér alvara með að vilja fá hana?” sagði eg. “ Já, ef þér stendur á sama,” sagði hún. Eg rétti henni festina, en um leið og eg snéri mér að eldstæðinu gaf eg frá mér eitt- hvert hljóð, sem líktist_stunu. Hún heyrði til mín og hallaði sér áfram. Eg gat rétt séð andlitið á henni, sem var eins fallegt eins og ávalt áður, en nú var raunasvipur á því. “Eg ætla að fá þér festina aftur Royal, þegar þú ferð eitthvað út í heiminn til að berjast. ” “Það er óhætt að lofa því,” sagði eg held- ur stuttlega. “Þú veizt að það kemur aldrei fyrir. Þið þrjú eruð /búin að taka þá löngun frá mér. Eg er ekki lengur neinn riddari. Eg á bara að stunda einhverja borgarlega at- vinnu. Eg má ekki einu sinni hugsa um nokk- ur æf intýri; þau eiga ekkert skylt við atvinnu- málin. Ef eg hefði festina, þá gæti það vel komið fyrir, að eg kæmi auga á hana, þegar eg væri að leggja saman einhverja reiknings- dálka eða telja peninga, og gleymdi svo því sem eg ætti að gera. Þegar eg svaf undir beru lofti þá var festin það síðasta sem eg sá og mér fanst þá eins og þú halda um hendina á mér og stundum halda mér aftur, en stund- um eggja mig áfram. Við daglega vinnu má maður ekki hugsa um neitt þesskonar. Það er alt slíkt stranglega útilokað. Þar sem eg fyrst leitaði fyrir mér, að fá vinnu, varð mér ekkert ágengt, maðurinn sem eg fór að finna hafði verið kennari í Harvard háskólanum þegar maður Mary frænku minn- ar var þar prófessor og sagði hún mér að hann hefði verið mikill vinur mannsins síns. Hann fann upp eitthvað nýtt og fékk einka- leyfi á því. Þetta gerði hann stórríkan. Nú var hann forseti félags, sem bjó til þetta sem hann hafði fundið upp—eg man nú ekki í svipinn hvað það var—og hafði aðalstöðvar í New York, og útibú í öllum áttum. Mary frænka skrifaði honum sjálf og hélt að það mundi hafa þau áhrif, að hann gæfi mér vinnu í deildinn, sem höndlaði viðskiftin við önnur lönd. Hann lét mig bíða í ytri skrifstofunni í full- an klukkutíma. Fyrri hálftímann var eg í illu skapi, en síðari hálftímann skemti eg mér vel. Eg sá og heyrði svo margt sem mér þótti svo skrítið. Þegar hinn mikli maður loksins sagði að eg mætti koma, sat hann í hægindastól aftan við stórt og ofar vandað skrifborð. Hann tók bréfið frá frænku minni úr fjölda annara brófa, sem voru fyrir framan liann, og sagði: “Eruð þér Mr. Macklin, sem getið er um í þessu bréfi? Hvað get eg gert fyrir yður?” . “Ekki nokkurn skapaðan hlut,” sagði eg mjög kæruleysislega. “Eg er búinn að bíða í heilan klukkutíma til að segja yður það. Þegar frænka mín, Mrs. Endicott sýnir ein- hverjum þann heiður að skrifa bonum, þá er enginn skapaður hlutur í New York, sem er meira áríðandi, heldur en að sinna bréfsefn- inu. Eg hefi verið að liugsa um að verða fé- lagi ýðar, en nú dettur mér ekki í hug að gera það. Þér eruð dónalegur ístrumagi og lítil- menni. Verið þér sælir. ” Eg fór til Brooklyn herskipastöðvanna og sagði, Lowell og félögum hans frá minni fyrstu reynslu í því, að útvega mér atvinnu. Þeir hlóu að mér, rétt eins og þeir væru gengnir af vitinu. “Hver haldið þér eiginlega að þér séuð, ” sögðu þeir, “að ráðast á miljónaeigendur og hella yfir þá skömmum og stóryrðum. ” Bftir að eg fór þaðan, var eg í svo vondu skapi, að ðg hefði getað kastað mér í ána. Þarna voru rétt fyrir augunum á mér nafn- spjöld marga línufélaga, sem urðu til þess að æsa löngun mína að komast eitthvað út í heiminn. Þama var skip að koma að landi og það kom frá La Guayra, og eg fór út í skip- ið þegar það kom að. Eg fann skipstjórann. Eg sagði honum að mig hefði bara langað til að koma út á skipið og frétta hvort alt væri eins og áður þarna suður frá. Skipstjórinn virtist skilja mig og Qiann gaf mér Jamaica romm og einn af þessum vindlum, sem eru nærri svartir, og þegar þjónninn kom með þetta talaði eg við hann á spönsku, rétt til að lieyra hvernig hún hljómaði. I svo sem hálf- an klukkutíma fanst mér eg vera suður í heimi og New York þrjú þúsund mílur burtu frá mér. Þegar eg fór gaf skipstjórinn mér bréfpoka fullan af suðræðnum ávöxtum til að taka með mér heim og eg lofaði að færa honum eitthvað skemtilegt til að lesa daginn eftir. Eg lét það samt ekki bíða næsta dag, heldur sendi hon- um heilmikið til að lesa frá New York strax um kveldið. Næsta dag var eg ekki í nærri góðu skapi, en engu að síður lagði eg af stað til að reyna að útvega mér atvinnu. Eg ásetti mér að byrja við fertugasta og annað stræti og halda niður eftir borginni þangað til eg kæmi að einhverri byggingu, þar sem út liti fyrir að gerð væru viðskifti við útlönd. Eg var kom- inn nokkuð langt og hafði engan stað séð þar sem mér þótti álitlegt að reyna fyrir mér, þegar alt í einu kom til mín einhver náungi í einstaklega tekrítnum eánlþennisbúningi, að mér fanst, og hann heilsaði mér eins og her- maður og eg gerði houm sömu skil, en iðrað- ist strax eftir að eg skyldi gera það, því eg vissi fullvel að það var ekki viðeigandi og eg ætlaði aldrei framar að nota þessa hermanna- kveðjn. “Miss Fiske langar til að tala við yður,” sagði hann. Ilann hljóp svo burt þangað sem stór og fallegur vagn stóð á strætinu skamt frá mér, og opnaði dyrnar. Þegar eg kom þangað, sat Miss Fiske þar og 'hallaði sér fram í opnar vagndyrnar iog brosti ‘ ‘ Eg gat ómögulega stilt mig um að kalla á yður, Macklin kapteinn, þegar eg sá yður,” og hún rétti mér hendina. Þegar eg tók í hqndina á henni, brosti hún aftur. “Er þetta ekki eitthvað líkt og þegar við hittumst síðast?” sagði hún. “Munið þér ekki að eg rétti yður hendina út úr vagn- inum? Munurinn er bara sá að þá var óskap- leg þrumuveður og úrhellis rigning, en nú er bara kafalds hríð og þá var eg að komast undan kúlnahríðinni frá yður og yðar mönn- um, en nú er eg bara að kaupa það sem eg þarf, eða að minsta kosti móðir mín er að gera það.” Hún sagði þetta einstaklega vin- samlega og glaðlega. “Móðir mín er hérna inni og eg er að bíða eftir henni. • “Þér megið ekki segja að kúlurnar hafi komið frá mér, Miss Fiske,” sagði eg. “Það getur kannske komið fyrir mig, að eg sýni konu ekki hæfilega kurteisi, ef mér finst liún fara of langt í *því að halda hlífiskildi yfir bróður sínum, en spúengikúlum kasta eg aldrei að konum.” Nú fanst mér ekki nema bara gaman að hugsa um það, sem hún hafði áður sagt við mig og sem mér þá fanst svo óskaplegt. Það var bara dálítill jiáttur í leik, sem við höfðum bæði tekið þátt í, hún og eg. Hverjum hefði getað dottið það í hug að ungur maður, sem nú var að ganga um strætin í New York að leita sér að vinnu, hefði einu sinni sem vara- forseti Honduras, undirskrifað vegabréf fyr- ir Joseph Fiske og fólk hans. Heldur hefði maður naumast ímyndað sér, að þessi fagra fínleiks stúlka, hefði einu sinni svo að segja lent í blóðugum bardaga, þó hún hefði nú sjálf ekki beinlínis tekið þátt í honum. Það var eins og við bæði hugsuðum, að þetta hefði ekki í raun og veru getað komið fyrir og við sögð- um eitthvað á þá leið. “Eg skal segja yður nokkuð, sem kom fyr- ir,” sagði hún, “en þér vitið það nú kannske Hafið þér heyrt hvað faðir minn gerði?” Bg* sagði henni að eg vissi það ekki, En eg gætti þess að segja ekki það sem eg hugsaði, að eg gæti trúað lionum til livers sem vera skyldi. “Þá er eg sú fyrsta, sem segi yður frétt- irnar, en fréttirnar eru þær að faðir minn borgaði þessa peninga. Hann skuldaði þessa peninga og þetta var réttmæt krafa.” “Það eru engarnýjar fréttir,” sagði eg. Hún roðnaði töluvert og liló. “Þér megið ekki halda, að þetta hafi verið föður mínum að kenna,” sagði hún með á- herzlu. “Þeir sögðu honum herfilega ósatt. En þegar hann kom lieim fór liann að grensl- ast betur eftir þessu og fann þá, að lionum bar að borga peningana og hann gerði það. Ekki til þessa Alvarez, heldur einhvernveginn þannig að aumingja fólkið fær þá. Eig skil ekki fullkomlega hvernig það er.” ‘ ‘ Það er ágætt, ’ ’ sagði eg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.