Lögberg - 11.05.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.05.1933, Blaðsíða 8
BJs. 8 LÖGBERG. FJMTUDAGINN u. MAÍ, 1933 Robin'Hood FI/OUR Þetta mjöl eykur starfsþrótinn og byggir upp líkamann +■ + -—.—-—— ------------------—+ Ur bœnum og grendinni ...- ------- —.——— ....—-——,—>. Skuldarfundur á hverju föstu- dagskvöldi. Heklufundur í kvöld, fimtudag. Dr. A. V. Johnson, tannlæknir, verÖur staddur í Riverton á þriðju- daginn þann 16. J>. m. og veitir þar viðtöku sjúklingum. Kvennakórinn hefir sína næstu söngæfingu í Jóns Bjarnasonar skóla á miÖvikudaginn, hinn 17. þ. m. kl. 8. mjög áríÖandi aÖ allar konurnar komi á þessa æfingu. GuÖjón H. Hjaltalín og Minnie Campbell voru gefin saman í hjóna- band miðvikudaginn 3. þ. m. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi vígsluna að 774 Victor St. Næsta dag lögðu brúðhjónin á stað í skemtiferð vestur á Kyrrahafs- strönd og búast við að verða í þvi feröalagi í tvo mánuði. Valdimar Ragnar Johnson 6g Margaret Erlendina Thordarson, bæði frá Bay End, Manitoba, voru gefin saman í hjónaband af dr. Birni B. Jónssyni þann 2. þ. m. Guðmundur August Peterson, til heimilis í Winnipeg, og Ingibjörg Dominia Benjaminson frá Arborg, voru gefin saman í hjónaband af dr. Birni B. Jónssyni þann 6. þ. m. Ólafur Daði Thorlacius, frá Oak View, og Sigurveig Sigurðsson frá Silver Bay, voru gefin saman i hjónaband af dr. Birni B. Jónssyni þann 6. þ. m. Sunnudaginn 14. maí messar séra Sigurður Ólafsson í Árborg, fer þar fram ferming ungmenna og altaris- ganga. Messan byrjar kl. 2 e. h. Að kveldi sama dags messað í Víðir Hall kl. 8.45 síðdegis.—Fólk vinsamlega beðið að sækja þessar messur eins vel og auðið er. Snorri Pálsson lagði af stað til íslands á mánudaginn í þessari viku. Hann er frá Akureyri, en hefir ver- ið á ýmsum stöðum í Bandaríkjun- um síðastliðin átta ár. I vetur var hann að Hnausa, Man. Séra Jóhann Friðriksson messar í eftirfylgjandi söfnuðum í mai mánuði: Lundar kl. 11 f. h. sunnu- daginn 14. maí og í Luthers söfn. kl. 2.30 e. h. sama dag. Lundar, sunnu- daginn 21. maí, kl. 2.30 e. h.. Lang- ruth, sunnudaginn 28. maí kl. 2. e. h. G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi i G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra- Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur þessa viku: Mrs. G. Allford, Mrs. M. Hart; Mrs. E. Michelson; Mr. F. Frampton, Mr. H. C. Irwin, Mr. A. Guðjohnsen, Mr. C. Finnbogason. Látinn á heimili Mr. og Mrs. Th. L. Hallgrímsson í Riverton, þann 28. .april, Þuriður Þor.leifsdóttir, móðir Mr. Hallgrímsson; hún var fullra 86 ára að aldri, ættuð úr Dala- sýslu. Hún var jarðsungin frá lút- ersku kirkjunni af sóknarprestinum, 2. maí, ao mörgu fólki viðstöddu. Hin látna var göfug og góð kona, mun hennar verða nánar minst síð- ar. Mr. S. M. Sigurðsson frá Ár- borg, Man. er nýlagður af stað til Churchill. Með honum fór kona hans og þrjár dætur. Tveir synir þeirra hjóna eru nú í Churchill. éEtlar Mr. Sigurðsson að setjast að í Churchill og byrja þar verzlun. Mun hér vera fyrsta íslenzka fjöl- skyldan, sem þar tekur sér bólfestu. Hefir Mr. Sigurðssón lengi rekið verzlun í Árborg. Var þeim hjónum og börnum þeirra haldið fjölment skilnaðarsamsæti i Árborg, áður en þau fóru þaðan og sýnd mikil virð- ing og vinsemd. Mrs. Vilhelmína Pálína Sigurðs- son frá Eriksdale, 74 ára að aldri, andaðist hinn 7 þ. m. að heimili dótt- ur sinnar, Mrs. T. Stone, 719 Wil- liam Ave., hér í borginni. Líkið var flutt til Eriksdale til greftrunar. TIL LEIGU nú þegar, 5 herbergi, án húsgagna, á aðalgólfi í húsinu 668 Alverstone Street. Ágætur kjallari undir öllu húsinu. Leiga $20.00 um mánuðinn.—Sími 30 292. Mr. Lýður Jónsson frá Hnausa, Man. var staddur í borginni á þriðjudaginn. Gjafir til fíetcl í'apríl Mr. Guðmundur Borgf jörð, Win- nipeg Beach, 32 pd. ull. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, Winni- þeg, vörur keyptar fyrir heimilið $67.45.—Innilega þakkað, /. Jóhannesson, féhirðir... 675 McDermot Ave. Winnipeg. SJONLEIKUR “ The Manacled Man ” Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar lætur sýna þenna ágæta leik í GOOD TEMPLAR HALL fimtudagskvöld og föstu- dagskv. ii. og 12. maí. Leikurinn byrjar kl. 8 30. Aðgangur 35C Leikendur: Caroline (negro servant)...................Dora Henrickson Gailya (an adopted daughter)............Henryetta Thompson Reeta (a two-faced friend)..................Rannveig Bardal Burt Wade (Reeta’s brother)....................Thor Melsted Mrs. Barry (Gailya’s fostermother).......Sigrid Thorsteinson E>ora_ (a lively housemaid).....................Alice Bardal Clark (a busy butler) ..........................Kari Bardal Judge Barry (Gailya’s fosterfather)........G. Finnbogason Roýal Manton (Burt’s rival)...............Harald Stephenson Jim Rankin (The Manacled Man).............C. B. Howden . ......— ■— Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni í Árborg þann 4. maí, Kristen Winther, frá Víðir, Man., og Edith Marjorie Foster sama staðar. Giftingin fór fram á heimili prestsins í Árborg, Man. Séra Friðrik A. Friðriksson er nýlega lagður af stað til íslands. Kom til Winnipeg skömmu fyrir mánaðamótin og lagði af stað héðan hinn 1. þ. m. jileiðis til New York. Þaðan fer hann til Kaupmannahafn- ar og svo til íslands. Hann ætlar að verða prestur á íslandi og sækir nú um Húsavíkurprestakall. Séra Frik- rik mun hafa verið hér vestra tíu ár eða ellefu. Þjónaði hann fyrst all- mörg ár Sambandssöfnuðum í Vatnabygðunum i Saskatchewan og nú síðustu árin Sambandssöfnuðin- um í Blaine, Wash. John J. Arklie, R.O., sérfræðing- ur í að reyna sjón manna og velja þeim gleraugu, verður í Como Hotel, Gimli, mánudaginn 15. maí; River- ton Hotel þriðjudaginn 16. maí; Ár- borg Hotel miðvikudaginn 17. maí; Eriksdale Hotel, fimtudagskveldið, 18. maí og Lundar Hotel föstudag- inn, 19. maí. Hin góðkunnu merkishjón Mr. og Mrs. L. J. Hallgrímsson, sem í mörg ár hafa búið að 548 Agnes St. hér í borginni eru nýflutt á bújörð sína í Argyle bygð. Þeirra er saknað af f jölda vina í Winnieg og með burt- för þeirra er stórt skarð höggvið í íslenzkan félagskap hér. En hér er skaði Winnipeg-manna ágóði Ar- gyle-búa. Næsta sunnudag kl. 3 verður guðsþjónusta haldin í City Audi- torium hér í borginni. Þetta er al- menn “mæðradags” guðsþjónusta, og fyrir henni gengst félagið Fra- ternal Order of Eagles. Koma þar fram konur margra landa, hver í þjóðbúningi síns lands. Þar á meðal Miss Ida Swainson, sem kemur þar fram i íslenzkum þjóðbúningi. Hið níunda ársþing Bandalags lúterskra kvenna, verður haldið i lútersku kirkjunni á Gimli dagana 7. og 8. júlí n. k. Félög þau, sem tilheyra Banda- laginu og önnur félög, sem máske ætla sér að ganga inn í Bandalagið á þessu þingi eru beðin um að at- huga þetta, svo þau geti í tíma út- búið skýrslur sínar og kosið erind- reka á þingið. Nánar auglýst síðar. Messur, sem séra H. Sigmar flyt- ur Mothers’ Day, sunnudaginn 14. maí: í Vídalíns kirkju kl. 11; í Péturs kirkju kl. 2 (á ensku) og í Mountain kl. 8 að kveldi. Þ. 29. apríl s. 1. voru gefin saman í hjónaband þau Mr. Frank Bole- fahr og Miss Alma Heidinger, bæði til heimilis í grend við Gimli. Séra Jóhann Iíjarnason gifti og fór hjónavísgslan fram að heimili hans á Gimli.— Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 14. maí, eru fyrirhug- aðar sem hér segir: Morgunmessa í gamalmennaheimilinu, Betel, kl. 9.30 f. h. Séra Jóhann Bjarnason prédik- ar. Síðdegis messa í kirkju Víðines- safnaðar, kl. 2 e. h. B. A. Bjarna- son, stúd. Theol. prédikar. Sömu- leiðis er búist við að hann prédiki við kvöldmessu kl. 7, í kirkju Gimli- safnaðar.—Þess er vænst að fólk fjölmenni við messurnar. . Ein deild af Kvenfél. Sambands- safnaðar er að hafa skemtisamkomu 12. þ. m. i samkomusal kirkjunnar á horninu á Sargent og Banning kl. 8 að kveldinu. Skemtiskráin verður fjölbreytt, smá-leikur leikinn af deildinni sjálfri og svo verður söng- ur og hljóðfærasláttur. Tíu stúlk- ur frá Selkirk skemta með vikivaka dans. Líka verða Úkraníu stúlkur að skemta með þeirrar þjóðar dansi. Nefndin lofar góðri skemtun. Að- gangur 25C. Árni Árnason, fyrrum bóndi 1 grend við Hensel, N. Dakota, er fyrir skömmu látinn. Árið 1882 settist hann að fjórar mílur vestur frá Hensel og bjó þar jafnan síðan, þangað til fyrir 12 árurn, að hann flutti til Grand Forks og var þar það sem eftir var æfinnar. Kona hans er á lífi og þrjú börn þeirra hjóna. Lóa, hjúkrunarkona í St. Paul, Richard B., að Hensel og Al- bert, kennari í Bottineau, N. Dak. Árni Árnason gaf sig mikið við al- mennum málum í héraði sínu og naut mikils trausts og vinsælda. Jarðarförin fór fram frá Vidalíns kirkju. Séra H. Sigmar jarðsöng. Á öðrum stað i blaðinu auglýsir kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, að undir þess umsjón, verði sjón- leikurinn “The Manacled Man” leik- inn í Goodtemplarahúsinu á fimtu- dagskveldið og föstudagskveldið í þessari viku. Þéssi leikur hefir áð- ur verið sýndur af íslendingum hér í borginni og þótti þá mikið til hans koma, og varð hann vinsæll mjög. Má óhætt gera ráð fyrir, að leikur- inn verði nú vel leikinn, eins og hann var þá og að fólk hafi mikla ánægju af að sjá hann. Kvenfélag- ið hefir ávalt gott að bjóða og aldrei annað. Albert Sigursteinsson, Hnausa, Man. andaðist að heimili sinu hinn 9. þ. m. Jarðarförin fer fram frá heimilinu á föstudaginn kl. 1 e. h. undir umsjón A. S. Bardal. Hljómleikar Miss Björg Frederickson píanó- kennari efndi til hljómleika með nemendum sínum í samkomusal Fyrstú lútersku kirkju síðastliðið mánudagskveld, við ágæta aðsókn. Samkoma þessi var fyrir margra hluta sakir, næsta athyglisverð. Nemendur komu meðal annars fram í dularbúningum, er vörpuðu á kvöldstundina æfintýrablæ. Hitt var þó að sjálfsögðu megin atriðið, hve góð skil nemendur gerðu hlutverk- um sínum; einkendi það leik þeirra öllu fremur, hve hljómfall var á- kveðið, túlkan ómenguð og laus við öfgar. Bar slíkt ótvírætt vitni um vandvirkni kennarans. Miss Frederickson hefir álitlegan nemendahóp, eigi aðeins hér í borg- inni, heldur og vestur í Cypress River, þar sem hún hefir undanfar- in ár stundað kenslu jafnframt list- arstarfi sínu hér. Hefir hún fvrir löngu getið sér hinn ágætasta orðs- tír fyrir kenslustarfsemi sína, og það að fylstu makleikum. “ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR” (Framh. frá bls. 5) seinni síðri, sem og lítið kgrla- kórlag, sem tekur við af honum. Er það hið prýðilegasta, og skörulegt framhald af hinum gullfagrg einsöng. “Vér erum þjóð” er einkar yndislegur partur. Mun hann hafa tekist einna síst hjá kórn- um, enda varasamur og við- kvæmur í meðferð. “V’akið, Vakið! Tímans kröf- ur kalla” hefst ineð yndislegri tenór-sóló. Tekur þá við karla- kór, en síðan kór ósamkynja radda. Er sá kafli allur hinn tigulegasti. Þá er kórinn, “Vér börn þín fsland blessum þig í dag.” Sá kór er heilagt listaverk. Eg held því hiklaust fram að ekki muni islenzkt tónverk til, svipaðs eðlis, er jafnast get á við þann kór. Kemur þar fram í undirspilinu “motivið” úr forleik kantötunn- ar, þungt, ramgert og alvaríegt. Er yfir því verki hátíðlegur blær og heiður svipur hreinnar snilld- ar. Þá er síðasti kórinn, “Rís fs- lands fáni,” kraftmikið, hress- andi og skörulegt lag, og skilur höfundurinn við þetta stórverk með hinni mestu rausn, svo sem vera ber. Kantatan er heilsteypt verk. Hún er raddsett af mikilli snilli og kunnáttu. Hún ber sérstak- lega vott um næman skilning höfundarins á texta skáldsins. Hún er enginn nýtízku saman- barningur. Yfir henni er bjart- ur heildarsvipur. Hún grípur sal manns góðum tökum og ger- ir manni lilýtt um hjartarætur. Hefir það mikið að segja um stór- TVEIR SAMSONGVAR Karlakór íslendinga í Winnipeg heldur samsöng í Sambandskirkjunni i Winnipeg Mánudagskveldið þann 15 Þ.m. kl. 8.15 Hljóðfærasveit þeirra Pálmasons systkina aðstoðar flokkinn Aðgangur 25C Hinn samsöngur flokksins verður í samkomuhúsinu að Gimli Föstudagskveldið þann 19 Þ.m. kl. 8.15 Dansað verður að söngskránni lokinni Aðgangur fyrir fullorðna 50C, en fyrir börn 25C BÓKBAND! BÓKBAND! Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, aS þær séu vandlega hundnar inn.—ViS leysum af hendi greiSlega, vandaS bókband viS sanngjörnu verSi. The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. verk.verk, sem maður hefir ekki tækifæri til að heyra nema til- tölulega sjaldan, því \ “þá nær til jarðar himnaeldsins ylur er andinn finnur til—og hjartað skilur.” Dagur Sv. B.— Frá Islandi Vík í Mýrdal, 19. apríl. Fé bænda í Austur-Mýrdal og Skaftártungu var komið á heiðar áður en fannfergið kom á dögunum. Fór að snjóa upp úr pálmasunnu- degi og var hriðarveður næstu tvo daga. Miðvikudag 12. apríl, daginn fyrir skírdag, var fankyngi svo mik- ið um sýsluna, að samgöngur tept- ust, en menn komust að eins fót- gangandi milli bæja. Eftir hríðar- veðrið fanst margt fé aðfram kom- ið, sumt í fönn og sumt bjargar- laust á heiðum. Vegna ófærðar varð fénu ekki komið til húsa, né unt að flytja hey til þess. Varð að skilja það eftir, þar sem helst þótti bjargar von fyrir það. Óvíst er enn hve mikið fjártjón er, en margt fé vantar á sumum bæjum. —Vísir, Norskar loftskeytafregnir Oslo, 15. apríl. Hvarvetna i Noregi var veður hagstætt og gott færi skírdag og föstudaginn langa. Ferðalög þessa tvo daga almennari en í fyrra. Sam- kvæmt tilkynningu frá skrifstofum járnbrautanna ferðuðust fleiri menn Mœðradagurinn 14 Maí Gleðjið mömmu með blómum ROSBS, CARNATIONS, TULIPS, ETC. VARIOUS POT PLANTS Sargent Florists 678 SARGENT (at Victor) Phone 35 676 FALCON CLEANERS &DYERS 680 Sargent Ave. Dresses, Coats, Men’s Suits Dry Cleafied and Pressed 85c Hats Cleancd and Blockcd Phone 39 877 með járnbrautunum í gær og.fyrra dag en nokkru sinni þessa tvo daga. Frá Hongkong er símað að Björgvinarskipið Fjorden, á leið frá Bankok með hrísgrjónafarm, hafi strandað og sokkið 10 sjómilur suð- austúr af Hongkong. AJlir, sem á skipinu voru björguðust. Samkomulag hefir nú náðst mijli Norðmanna og Breta í aðalatriðum um framtiðarviðskifti. Lykke, ræð- ismaður, formaður sendinefndar Norðmanna, kom til Oslo í gær, með tilbúið samningsuppkast, er verður lagt fyrir ríkistjórnina í dag, af utanríkismálaráðuneytinu. Þegar ríkisstjórnin hefir tekið af- stöðu sjna til uppkastsins annast Voigt ráðherra að leiða samningana formlega til lykta og þegar þar að kemúr, að undirskrifa þá, fyrir Noregs hönd. Samningurinn verð- ur lagður fyrir Stórþingið til fulln- aðarsamþyktar, áður en hann geng- ur í gildi. Samið er til þriggja ára. —Lykke ræðismaður hefir svarað fyrirspurn um þetta efni á þá leið, að Norðmenn hafi ástæður til þess að vera ánægðir með þann árangur, sem náðst hafi. Á honum sé hægt að byggja öruþg viðskifti næstu þrjú ár í mikilvægum útflutnings- greinum.—Vísir. Dr. Pickering í Engfandi liefir undanfarið verið að rannsaka or- sakir höfuðverksins. Hann hejir komist að því að til eru um 20 mis- munandi höfuðverkir mannanna, allir af mismunandi orsökum. Hon- um hefir tekist að búa til meðal, sem hann kallar “histamine acid Phosphate.” Því dælir hann inn i æðar mansins og fær hann þá ó- skaplegan höfuðverk í 40 mínútur. Áformið er vitanlega síðan að finna meðal við þessum höfúðverk. íslenska matsöluhúsið pax sem Islencllngar I Winnlpeg og utanbæjarmenr. fá. sér m&ltlBlr og kaffl. Pönnukókur, skyr, hangtkjö* og röllupylsa á taktelnum. WEVEL CAFE 692 SARQENT AVE. Slml: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandl. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sern a8 flutningum iýtur, smáum e8a »tór- um. Hvergi sanngjarnara verB. HeimlU: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 500 CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg fleimasimi 24 141

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.