Lögberg - 08.06.1933, Page 4

Lögberg - 08.06.1933, Page 4
Bls. 4 LÖGRERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ, 1933. Högberg OeflS út hvern fimtudag af THE COLTJMBIA PRE8B LIMITXD 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans. EDXTOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð {3.00 um árið—Borgist fyrirfram rhe "Lögberg” is printed and published by The Columbla Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 86 327—86 328 Um inngöngu kirkjufélagsins í United Lutheran Church in America 1 ársskýrslu sinni á síðasta kirkjuþingi minnist forseti kirkjufélagsins, séra Krist- inn K. Ólafson, á fyrirhugað samband kirkj'u- félagsins við önnur lútersk kirkjufélög og seg- ir: “Málinu var frestað í fyrra til næsta kirkjuþings til frekarí undirbúnings.” Þegar málið kom til umræðu á síðasta kirkjuþingi varð það fljótt ljóst að á milli 'þinga hafði enginn frekari undirbúningur málsins átt sér stað. Menn *voru því engu nær hvað upplýsingar snerti en þeir voru ár- inu áður. Þeir, sem fastast mæltu með inn- göngu, voru svo innantómir þegar til kast- anna kom, að þeir gátu ekki svarað einföld- ustu spumingum um þetta efni. Þegar þeir, sem inngöng-u voru mótfallnir, bentu á grund- vallarlaga ákvæði U.L.C.A. er gerðu inngöngu óaðgengilega, var kvartað yfir því af með- haldsmönnum U.L.C.A. að aðeins önnur hlið- in væri undirbúin. Tóku þeir því það ráð að g>era tillögu um, að málið væri falið fram- kvæmdarnefnd kirkjufélagsin.s “til rækilegs undirbúnings fyrir næsta kirkjuþing. ” Var sú tillaga samþykt með dálitlum meirihluta. Það er helzt að sjá, að framkvæmdamefnd- in hafi verið algerlega aðgerðalaus í þessu máli á árinu, því um alis engar upplýsingar frá hennar hálfu er að ræða. í Sameiningunni fyrir nóvember 1932 er sagt frá því að “í næsta blaði Sam. birtist ágrip af samþyktum framkv'æmdamefndar kirkjufélagsins frá skrifara þess, séra .Jó- hanni Bjarnasyni. ’ ’ En þegar það ágæip birt- ist í desember blaði Sameiningarinnar var ekkert af því, sem gerðist á fundi nefndar- innar talið þess vert að geta um það í mál- gagni kirkjufélagsins nema aðeins það, að séra Jónas A. Sigurðsson hafi verið kosinn ritstjóri Sameiningarinnar, í stað dr. B. B. Jónssonar. 1 grein eftir séra Jóhann Bjarna- son, sem birtist í Lögibergi 1. desember 1932, er sagt frá því, að á þessum sama fundi fram- kvæmdarnefndarinnar, sem haldinn var 11. nóvember 1932, hafi nefndin slegið því föstu, að láta útkljáyinngöngumálið eitt skifti fvrir öll á næsta kirkjuþingi. Þessi samþykt var ekki talin þess verð af framkvæmdarnefnd- inni að segja frá henni í ágripi því af sam- þyktum nefndarinnar, sem birtist í málgagni kirkjufélagsins, og getur því undir kringum- stæðunum ekki tekist til greina. Að fram- kvæmdarnefndin hefir ekkert vald til þess að gera slíka samþykt, er víst öllum ljóst nema nefndinni sjálfri. A síðasta kirkjuþingi benti eg á hættuna, sem kirkjufélaginu gæti stafað af því að halda þessu máli á lofti nema fyrirsjáanlegt væri að nokkurn veginn allir gætu orðið sammála um að innganga í U.L.C.A. væri hið eina rétta. Að ganga inn í U.L.C.A. er svo alvarlegt og örlagaþrungið spor, að enginn hugsandi mað- ur innan kirkjufélagsins getur 3átið sér standa á sama hvemig þetta mál verður útkljáð. Eg hefi, frá því að þessu máli var fyrst hreyft, ekki séð neina von til þess að menn gætu orðið sammála um það. Eg lét því þá skoðun í ljós, að kirkjuþingsmenn ættu ekki að taka þá ábyrgð á sínar herðar að vísa þessu máli til safnaðanna að svo stöddu, því það yrði að eins til þess að skapa deilur og sundurlyndi og vinna kirkjufélaginu tjón. Eg var tekinn rækilega í hnakkann fyrir að halda nokkru slíku fram, og það hitnaði jafnvel í sumum prestunum að hugsa til þess að nokkur skildi láta sér detta í hug, að allir væru ekki því vaxnir að tala um þetta mál hitalaust hvar og hvenær sem er. Hefði mér ekki verið það ljóst áður, þá varð mér það Ijóst þá, að það er orðið prestunum verulegt kappsmál að kirkju- félagið gangi inn í U.L.C.A. og, að það verður sótt svo hart af þeim og fylgismönnum þeirra, að þeim gengur illa að sætta sig við úrslitin ef ekki verður af inngöngu. A hinn bóginn ter eg fyllilega sannfærður um, að verði samþykt á næsta kirkjuþingi, að ganga inn í U.L.C.A. þá klofnar kirkjufélagið. Hver sem úrslitin verða, er það því sannfæring mín, að kirkju- félagið hafi einungis ilt af því að þessu máli var hreyft. Það er því gott að fólk átti sig á því og hafi það hugfast, hverir það eru, sem bera ábyrgð á því að hafa innleitt þetta mál og eru nú að halda 'því til streitu. Þetta inngöngumál er þess eðlis að það krefst þess, að það sé rætt alvarlega. En það krefst þess einnig að það sé rætt með fullri einurð, og mér finst veruleg þörf að það sé gert. Það ætla eg að gera. Séra Kristinn hefir nýlega ritað langa grein um þetta mál þar sem hann mælir fast- lega með inngöngu. (I reiniu var birt í Lög- bergi 18. maí og gengur aðallega út á það að reyna að sanna, að um algert samræmi í trú- arlegu tilliti sé að ræða á milli meðlima kirkjufélagsins og U.L.C.A. Eg er honum þakklátur fyrir að hafa rætt þessa hlið máls- ins, því mér finst að allir ættu að skilja, að það er óvit að tala um inngöngu í U.L.C.A. nema full vissa sé fyrst fengin fyrir því að um slíkt samræmi í trúarskoðunum sé að ræða. Það að U.L.C.A. telur sig lúterskt er ekki nægileg trygging fyrir því að slíkt sam- ræmi eigi sér stað. Það viðurkennir séra Kristinn óbeinlínis. Eþi liann heldur því fram að slíkt samræmi eigi sér stað og færir fyrir •því ýms rök. Eg veit ekki hvað mönnum yfir- leitt sýnist um þessa röksemdaleiðslu, en eg er séra Kristni ósammála í öllum aðalatriðum í þessari grein lians. Eg ætla því að leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við þessa grein hans og um leið benda á annað, sem mér finst mæla á móti því, að kirkjufélagið gang'i inn í U.L.C.A. Það fyrsta, sem séra Kristinn bendir á til þess að sýna trúarlegt samræmi kirkjufélags- ins og U.L.C.A., er það, að flestir af prestum kirkjufélagsins hafi fengið guðfræðismentuii sína í prestaskólanum í Chicago, sem þá til- heyrði General Council en nú tilheyrir U.L. C.A. En hann gleymir að taka það fram, að Vestur-lslendingum var þá með öllu ókunn stefna lútersku kirkjunnar í Ameríku og', að þegar íslenzkir guðfræðisnemar fóru að sækja prestaskólann í Chicago, var íslenzkum leik- mönnum með öllu ókunnugt um þá t.égund lútersku, sem þar var kend. Enda völdu þessir guðfræðisnemar sjálfir prestaskólann, sem þeir gengu á, og leikmenn kirkjufélagsins höfðu ekkert um það að segja. Séra Kristinn talar um, að prestaskólinn í Chicago liafi verið viðurkendur af kirkjufé- laginu, en hann gleymir að benda á það, að þegar pnestarnir reyndu að leiða kirkjufélag- ið inn. í General Council, þá aftóku leikmenn kirkjufélagsins að það yrði gert. Hann gleym- ir einnig að taka það fram, að það var guð- fræði prestaskólans í Ohicago, sem reyndist svo ógeðfeld, að hún klauf kirkjufélagið órið 1909. Séra Kristinn staðhæfir, að það hafi verið “samkvæmt sameiginlegum ráðum séra Jóns og séra Friðriks”, að íslenzk prestsefni fengu guðfra>ðismentun ' sína í prestaskólanum í Chicag'o. Fyrst séra Kristni hefir fundist til- hlýðilegt að vitna í skoðanir séra Friðriks heitins Bergmanns á prestaskólanum í Chi- cago máli síriu til stuðnings, hefði hann átt að finna til þess, að sannleikanum er misboð- ið ef sú saga er að eins hálfsögð. Enginn veit það betur en séra Kristinn, að mörg síðustu ár æfi sinnar var séra Friðrik fyllilega sann- færður um, að það hefði leitt ógæfu yfir kirkjufélagið að svo margir af prestum þess hefðu fengið guðfræðismentun sína í presta- skólanum í Ohicago. Til þess að fólk geti áttað sig á því, hver okkar séra Kristins fer hér með rétt mál, fer bezt á því að tilfæra orð séra Friðriks sjálfs. Þau eru að finna í Trú og Þekking, bls. 105 og 106. Um guðfræðismentuu presta kirkju- félagsins segir hann: “Kirkjufélagið hefir frá upphafi orðið að vera upp á aðra komið að þessu leyti. Það hefir aldrei neinn prestaskóla átt og verður sjálfsagt aldrei þess um komið. Til þess er það ekki nógu stórt og öflugt. Reynslan gerði menn hrædda við prestaskóla Missouri-sýnód- unnar og norsku sýnódunnar. Þess vegna brauzt só, sem þetta ritar, til Noregs, þegar honum kom til hugar, að fara að lesa guð- fræði. Hið sama átti sér stað um séra Stein- grím Þorláksson. Þegar eg af ýmsum ástæð- um varð til þess neyddur að hverfa vestur aftur og lesa guðfræði eitt ár við einhVern prestaskóla í Ameríku, leitaði eg til Phila- deljihia, af því það var lengst frá Missouri og eg' hélt að þar væri andrúmsloft frjálsara með hinumsvo nefiulu General Council-mönn- um. Þegar þangað kom fann eg, að þeir voru að sumu leyti fremri. Dómsýkin var þar ögn minni og horn höfðu þeir í síðu Missouri- manna fyrir rétt-trúnaðarhrokann, þó ekki væri þar mikið að munum. En óheyrilega var guðfræði þeirra gamaldags. Hið eina, sem eg liafði upp úr verunni þar, var að eins að þekkja rétt-trúnaðarguðfræði 17. aldar enn betur en áður. Þetta General Council er eins konar allsherjar félag, sem margar sýnódur eða smærri kirkjufélög heyra til; eru sumar þeirra stórar og mann- margar. Allar eru þær af þýzkum uppruna........Enda fanst mér eina hugsjónin vera að standa í stað í andlegum efnum og vera rétt-trúað; með því var alt fengið. Samt sem áður fanst mér andrúmsloftið þarna ekki vera eins herfilegt eins og vest- ur í rikjunum, þar sem eg hafði ver- ið með Norðmönnum. Og sú tegund lúterskunnar, sem þarna var haldið fram, einkum í hópi þeirra, sem enska tungu töluðu, vera þó dálítið aðgengilegri en sú, er eg hafði kynst með þeim Norðmönnum, sem til- heyrðu norsku sýnódunni. Og eg hafði þá von, að hinn frjálshugsandi enski umheimur þarna í Austurrikj- unum myndi á tiltölulega skömmum tíma hafa svo heppileg áhrif á fólk þetta, að það einnig í trúarefnum færi að hugsa eins og nútíma menn. Þá von ól eg einlægt í brjósti, þang- að til biblíurannsóknir þessaræ tíma komu til sögu og tekið var að ræða þær alment. Þá fóru þessir General Council menn að keppast við frænd- ur sína i Missouri með fordæming- ar og óskaplega áfellisdóma, er þeir hugðust að kveða þann nýja draug niður með. Þá skildi esr til fulls, að hér var í rauninni nákvæmlega sama skilningsleysið,—sama andlega stein- gjörfings-eðlið og orðið sýnódu- guðfræði ávalt hafði táknað i huga mínum. Hún á heima alls staðar jafnt í lútersku kirkjunni í Ame- ríku, með ofurlitlum smálitbreyting- um, svo munurinn er sama sem eng- inn,—hvað lengi sem það verður. Auk prestaskólans í Philadelphia hafa þessir General Council menn annan prestaskóla í Chicago. Sá prestaskóli er þeim mun meira gam- aldags en sá i Philadephia, sem hann liggur fleiri milum vestar á hnettinum. A þann skóla hafa allir hinir yngri prestar kirkjufélagsins gengið.” Séra Friðrik endar þessi ummæli sín um prestaskólann í Chicago með því að tilfæra orð prófessor Harald- ar Níelssonar um sama efni. Hann segir: "Þegar leitast verður við í fram- tíðinni að skýra íyrir sér, hvernig það atvikaðist, að kirkjufélagið vestur-íslenzka hefir svo fullkom- lega látið sýnódu-guðfræðina renna niður hjá sér, mun ávalt verða kom- ist að sömu niðurstöðu og gert er í þessum ummælum: ‘Að svona illa fór á kirkjuþinginu 1909 mun aðal- lega eiga orsök sina í því, að marg- ir prestar kirkjufélagsins hafa feng- ið guðfræðismentun sína í þröng- sýnum prestaskóla í Chicago, þar sem fáránlegri innblásturskenningu hefir verið haldið fram, að því er virðist, og fastheldni við trúarjátn- ingar kirkjudeildanna talin t afar- nauðsynleg, en þekking nútímans ekki sýnd jafnmikil virðing. Og úngir prestar mótast eðlilega af því sem ‘í þá er látið’, því á hitt mun sjaldnast lögð áherzla á prestaskól- um : að kenna prestaefnum að hugsa sjálfir og hugsa frjálst.” Ef séra Kristinn telur þetta með- mæli með prestaskólanum í Chicago, þá verð eg að játa, að við höfum mjög ólíkan skilning á því, hvað meðmæli eru. I áminstri grein segir séra Kristinn enn fremur: “Mér finst það vera að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í, að hefjast nú fyrst handa að standa gegn á- hrifum úr þessari átt.” Eg get fullvissað séra Kristinn um það, að eg er eitt af börnunum, sem enn eru ekki dottin ofan í U.L.C.A. brunninn og, að eg ætla að reyna að sneiða hjá honum. Eg get ekki hugsað mér meiri fjar- stæðu en að segja að nú fyrst sé verið að hefjast handa að standa gegn áhrifum úr þessari átt. Það' var svo greinilega hafist handa að standa gegn áhrifum úr þessari átt, að þriðji hluti meðlima kirkjufé- lagsins sagði alveg skilið við það árið 1909. Eg get ekki hugsað mér ákveðnari né kröftugri mótmæli en þá komu fram. Ef klofningur kirkjufélagsins og illdeilurnar og málaferlin, sem upp úr þeim klofn- ingi risu, eru séra Kristni ekki nægi- leg sönnun þess að verið var að hefjast handa að standa gegn áhrif- um úr þessari átt, þá krefst hann sannana, sem ekki er hægt að veita honum án þess að gjöreyðileggja kirkjufélagið. Eg hefi flestum íslenzkum leik- mönnum fremur átt kost á að kynn- ast anda og stefnu lútersku kirkj- unnar í Ameríku, og það er sann- færing min, að við eigum helzt ekk- ert sameiginlegt með U.L.C.A. ann- að en lúterska nafnið. Eg undanskil prestana. Að þeir geti flestir átt sam- leið með U.L.C.A. efast eg ekki um. Það sézt bezt á 10. spurning séra Kristins til dr. Knubel, sem er á þessa leið : “Mundi nægja að prest- ar kirkjufélagsins viðurkendu játn- ingargrundvöll U.L.C.A. ?” Spurn- ingin felur það í sér að ekki mundi standa á þeim. Það er alveg þýðingarlaust að vera að leggja slíkar spurningar fyr- ir dr. Knubel. Hann hefir ekkert vald til þess að breyta grundvallar- lögum-félagsins, og þau taka það fram tvímælalaust, að öll kirkjufé- lög, sem ganga inn í U.L.C.A., verði að samþykkja grundvallarlög þess og öll játningaritin, sem þar eru nefnd. Þar stendur (Art. 4, sec. 2) : “Any Evangelical Lutheran Syn- od applying for admission which has accepted this Constitution with its Doctrinal Basis as set forth in Ar- ticle II, and whose Constitution has been approved by the Executive Board, may be received into mem- bership by a majority vote at any regular Convention.” Reynt hefir veriö af þeim séra Kristni og séra Jóhanni Bjarnasyni að draga úr því, að það sé meira en að eins form að samþykkja játning- agrundvöll U.L-C.A. Ef eg skil séra Jóhann rétt, þá er hann jafnvel að gefa í skyn að með því að sam- þykkja auka^tningar U.L.C.A. sé verið að rýmka til. Eg er alt annar- ar skoðunar. Eg álit að með því væri stigið stórt spor aftur á bak. Út í það ætla eg ekki að fara hér, hvort hægt sé að samrýma auka- játningar U.L.C.A. og játningarit kirkjufélagsins í þeim þremur atriö- um, sem dr. Björn B. Jónsson hefir sérstaklega bent á. En mér þykir vænt um að hafa það svart á hvítu frá þeim séra Kristni og séra Jó- hanni að kenningar þessar séu ekki kenningar kirkjufélagsins. B^itt veit eg af eigin reynslu að okkur séra Kristni var báðum kent það á skóla norsku sýnódunnar í Decorah, að nauðsynlegt sé að trúa því að óskírð börn verði ekki hólpin, að i altaris- sakramentinu veitist líkami og blóð Krists í bókstaflegum skilningi á- samt brauðinu og víninu og, að páf- inn sé hinn mikli And-Kristur, sem spáð er um. Eg veit af eigin reynslu, hvað þröngsýniö var þar mikið, og hvað laust var við alt umburðar- lyndi. Eg veit einnig af eigin reynslu, hve óheilnæmt slíkt and- rúmsloft er fyrir óþroskaða ungl- inga og hvaða átak það er að hrista af sér þá trúarlegu og andlegu fjötra, sem á menn eru lagðir með sliku trúarlegu uppeldi. Eg veit hvaða afleiðingar þetta hafði í för meö sér fyrir mig og hve nærri lá, að eg biði álgert skipbrot á minni trú upp úr öllu saman. Inn í slíkt andrúmsloft fer eg ekki aftur, og eg vildi reyna að afstýra því að nokkur, sem mér er kær, lendi þar inn. Ef um þaö er að velja, hvort kirkjufélagið hverfi úr sögunni eða lengi líf sitt með þvi að leiða Islend- inga inn í slíkan félagsskap, þá kýs eg fyrir mitt leyti heldur að sjá kirkjufélagið deyja. Eg veit því verður haldið frarn, að norska sýnódan sé íhaldssamari en UX.C.A. Það má vera að það sé að einhverju leyti satt. En játn- ingargrundvöllurinn er sá sami, og mér er ekki kunnugt um neinn veru- legan mun. Þá skoðun, að munur- inn sé sama sem enginn, byggi eg á ummælum séra Friðriks heitins Bergmanns, á eiðfestum fram- buröi presta kirkjufélagsins og á eig- in reynslu og þeim beztu upplýsing- um, sem eg hefi getað aflað mér annarsstaðar. Sé um nokkurn mun í nokkrum aðalatriðum að ræða, þá væri þörf á því að skvra fyrir al- menningi í hverju sá munur er fólg- inn. Það er ekki nóg, eins og séra Kristinn gerir, að fegra U.L.C.A. DODDS KIDNEY PILLS _xís t//,, r 1 llj 1lKidneX°'$ ssií ÍPOER TROpP, ..'HX t meir en þriBjung aldar hafa Oodd'e Kidney Pills veriB vtðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdömum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. með því að segja, að sú kirkjudeild sé “minna íhaldssöm” en hinar tvær aðaldeildir lútersku kirkjunnar í Ameríku. Hún getur verið það, en samt verið svo íhaldssöm, að íslend- ingar eigi ekkert erindi þangað inn. Eg fyrir mitt leyti er ekki í nokkrum minsta vafa að svo sé. Það er ýmislegt annað í sambandi við þetta inngöngumál, sem mér finst athugavert, og eg var búinn að hugsa mér að ræða. En þetta er orðið svo langt mál hjá mér, að eg verð að láta það nægja að drepa stuttlega á sum helztu atriðin. Eg vil leyfa mér að benda for- seta kirkjufélagsins og framkvæind- arnefndinni á það, að þaö er ekkert ákvæði í grundvallarlögum kirkju- félagsins, sem gefur þvi vald til þess að ganga inn í önnur félög. Ef þeir standa í þeirri meiningu að hægt sé að útkljá þetta mál að fullu með at- kvæðagreiðslu á næsta kirkjuþingi, þá eiga þeir eftir að reka sig herfi- lega á. En hvað sem því líður, þá vil eg mótmæla því opinberlega hvernig fyrirhugað er að atkvæðagreiðsla um þetta mál fari fram. Málið hef- ir aldrei verið lagt formlega fyrir söfnuöina. Að minsta kosti hefir Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg ekki verið tilkynt að mál þetta komi fyrir á næsta kirkjuþingi. Það væri þvi blátt áfram ofbeldisverk, ef næsta kirkjuþing færi að samþykkja að kirkjufélagið gangi inn í U.L. C.A. Eg vil einnig benda á það, að það nær engri átt að prestar kirkjufé- lagsins hafi atkvæðisrétt um þetta mál nema sem safnaðarlimir á safn- aðarfundi. Þeir ættu að sjá sóma sinn i því að greiða alls ekki at- kvæði um þetta mál. Þaö er komið svo nú, að kirkjufélagið er alveg að sligast af prestavaldinu. Ef þeir leggjast allir á eina sveifina geta þeir alveg ráðið úrslitum á kirkju- þingum. Til dæmis, má benda á það, að á síðasta kirkjuþingi voru mættir tólf prestar. Einnig voru mættir kandídat Jóhann Friðriksson (nú orðinn séra Jóhann Friðriksson) og guðfræðisstúdent B. A. Bjarnason, og voru þeim veitt “full þingrétt- indi”, sem vitaskuld var lagabrot. í fylking prestanna voru því fjórtán alls. Erindrekar safnaðanna voru að eins 48, og í þeirri tölu var einn guðfræðisstúdent (Theodore Sig- urösson). Það þarf ekki annað en að benda á þessar tölur til þess að öllum ætti að vera það ljóst, að það nær engri átt að gengið sé inn í U.L.C.A. ef prestunum tekst að sáfna nógu miklu liði til þess að hafa meirihluta allra atkvæða á kirkjuþingi, að sinum efgin atkvæð- um meðtöldum. Til þess að það geti orðið, þarf hver prestur að eins að ganga með einn erindreka upp á vasann, og það veit eg þeir telja ekki ókleift verk. Ef nokkuð er að marka fréttir þær, sem hingað berast, þá eru að minsta kosti sumir prestarnir að vinna að því dyggilega nú að reyna að fá þá eina kosna á næsta kirkjuþing, sem fara vel í vasa. Við slíka atkvæðagreiðslu hefði einn prestur eins mikið að segja eins og 220 fermdir meðlimir Fyrsta lút- erska safnaðar í Winnipeg. Við slíka atkvæðagreiðslu gæti hæglega farið svo að samþykt yrði með meirihluta atkvæði á kirkjuþingi að ganga inn í U.L.C.A., þó meirihluti allra safnaða og meirihluti allra meðlima kirkjufélagsins væri því mótfallinn. Það er ekki hægt með nokkurri skynsemi eða sanngirni að hugsa til þess að gengið sé inn í I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.