Lögberg - 08.06.1933, Síða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. JÚNI, 1933.
Bls. 5
U.L.C.A. nema yfirgnæfandi meiri-
hluti allra meÖlima kirkjufélagsins
sé slíkri inngöngu samþykkur. Það
getur því ekki undir nokkrum
kringumstæðum komið til mála, að
næsta kirkjuþing geti lagalega eða
siðferðislega samþykt að kirkjufé-
lagið gangi inn í U.L.C.A.
Séra Kristinn skýrir frá því að
ársgjald það, sem ákveðið verður að
kirkjufélaginu beri að borga U.L.
C.A., sé urn $7,000.00. Hann tekur
það fram, að ársgjaldið sé miðað við
tölu altarisgesta og að þessi upp-
hæð sé miðuð við 2,440 altarisgesti.
Eg hefi ekki tölu altarisgesta í
Fyrsta lúterska söfnuði árið 1932,
en árið 1931 var talan 420, eða rúm-
ur sjötti hluti allra altarisgesta í
kirkjufélaginu. Ársgjald Fyrsta
lúterska safnaðar yrði því um
$1,200.00 ef staðið verður fyllilega
í skilum.
Eg get ekki verið séra Kristni
sammála um, að kirkjufélaginu sé
það vansalaust þó litið eSa ekkert
af þessu ársgjaldi sé borgað. Séra
Kristinn lætur sér sæma að kalla
þetta óheilbrigðan peningahroka.
Mér aftur á móti finst það bera vott
um skort á ráðvendni að lofast til
þess að borga það, sem maður veit
fyrirfram að maður getur ekki
borgað og ætlar ekki einu sinni að
reyna. að borga. Eg veit, að þeir,
sem fastast berjast með þessari inn-
göngu, eru of skynsamir til þess aS
láta sér detta í hug, að það gangi
greitt að safna upp í þetta gjald eða
að upphæðin, sem safnast, verði
annað en nafnið tómt.
Ef það er óheilbrigður peninga-
hroki að vilja, að söfnuður sá, og
kirkjufélag það, sem maður tilheyr-
ir, standi við loforð sín ekki siSur en
einstaklingar, þá verð eg að játa,
að eg er fullur af slikum hroka. En
ef þetta er peningahroki, hvað verð-
ur þá sagt um þá afstöðu að gefa
slík loforð i þeirri von að upp úr
því loforði hafist margfalt meira fé
í aðra hbnd en það, sem borgað
verður upp í ársgjaldið. Væri ekki
að minsta kosti eins sanngjarnt aS
kalla það peningagræðgi. Það er lát-
ið i veðri vaka að með því að ganga
inn í U.L.C.A. sé fjárhag kirkju-
félagsins borgið. Þá er talið víst,
að nægilegt fé verði lagt frant af
U.L.C.A. til þess að sjá Jóns
Bjarnasonar skóla borgið, til þess að
mæta öllum þörfurh heimatrúboðs
og heiðingjatrúboSs og til þess að
tryggja prestunum eftirlaun. Eg vil
leyfa mér að benda á, að U.L.C.A.
hefir aldrei lofað neinu af þessu, og
það er engin ástæða til þess að ætla,
að það félag leggi kirkjufélaginu til
lengdar rneira fé tii en kirkjufélagið
borgar sem ársgjald, eða einu sinni
það. En þó um slíkt loforð væri að
ræða, þá væri það U.L.C.A. alveg
vansalaust að svikja það loforS, ef
það er kirkjufélaginu vansalaust að
gefa það loforð, sem það hugsár sér
ekki að standa við. Það sæti illa á
okkur að kvarta, þó aðrir breyti við
okkur eins og við breytum við þá.
En setjum nú sem svo að hægt
verði að safna myndarlegri upphæS
upp í þetta ársgjald til U.L.C.A., þá
mundi sú upphæð nægja til þess að
sjá heimatrúboðsstarfi kirkjufélags-
ins borgið. Séra Jóhann Bjarnason
gerir ráð fyrir, að til þess aS byrja
með, ættum við að geta borgað
fjórðapart til þriðjungs, af þessu
ákveðna gjaldi, og hann virðist ala
þá von i brjósti, að viS gerurn bet-
ur seinna meir. Ef háegt er að safna
jafnvel $2,000.00 á ári til að borga
U.L.C.A., þá er enginn vafi á þvi
að hægt verður að safna eins miklu
eða meiru í heimatrúboðssjóð. Hvað
er þá grætt, eftir alt saman, jafnvel
i peningalegu tilliti?
Um nokkurn gróða af andlegu
samneyti við U.L.C.A. er ekki hægt
að ræða, þó enginn árekstur ætti sér
stað hvað trúarskoðanir snertir. Það
heldur kirkjuþing sín aS eins ann-
aðhvort ár. Kirkjufélögum, sem til-
heyra U.L.C.A., er leyfilegt að senda
sem erindreka á þessi kirkjuþing
einn prest og einn leikmann fyrir
hver tíu prestaköll. Þar sem presta-
köllin eru færri en tíu, eins og í
kirkjufélaginu, er leyfilegt að senda
einn prest og einn leikmann. Það er
því augljóst, að við hefðum ekkert
að segja á þessum kirkjuþingum, þó
við notuðum okkur þau hlunnindi
að senda erindreka á þing. Einnig er
það augljóst, að undir þessu fyrir-
komulagi hefði einn prestur jafn
mikið að segja eins og allir leik-
menn kirkjufélagsiris. Eg furða mig
því ekkert á þvi, að slíkur félags-
skapur sé aðgengilegur fyrir prest-
ana, þegar einn prestur hefir jafn
mikið að segja eins og tíu presta-
köll og jafnvel hed kirkjufélög.
Eitt enn, sem eg vil leyfa mér að
benda á, er það, að það er ekkert á-
kvæði í grundvallarlögum U.L.C.A.,
sem gefur nokkuru kirkjufélagi rétt
til þess að segja sig úr U.L.C.A.
eftir að það er einu sinni gengið
þar inn. Séra Jóhann Bjarnason
heldur því fram, að ef við verðum
óánægðir með U.L C.A. eftir að inn
er gengið, “þá getum vér alveg vaf a-
laust fengiS því sambandi slitið.”
En mér skilst, að þessi staðhæfing
sé bygð á þeirri von að kirkjufélag-
inu verði góðfúslega leyft að segja
sig úr,'ef til þess kemur, en alls ekki
að það hafi rétt til þess að segja sig
úr. Mér finst, að þetta sé stórvægi-
legt atriði og mér er það ekki full-
nægjandi, að séra Jóhann Bjarnason
hafi von um að leyfi muni fást til
að slíta sambandinu ef til þess kæmi.
Og það get eg fullyrt, að ekkert
slíkt leyfi er að finna í grundvallar-
lögurn U.L.C.A.
Um eitt er eg sammála séra
Kristni. Hann segir: “Þegar að því
kernur að islenzka taugin slitni,
hverfur sjálfsagt kirkjufélag vort
úr sögunni.” Sú taug er enn mjög
sterk. Mér finst að þrátt fyrir alt,
sem út á það má setja, sé kirkjufé-
lagið sá þarfasti félagsskapur sem
Vestur-lslendingar eiga. Það er
sannfæring mín, að þegar það hættir
að vera til, þá hætti Vestur-íslend-
ingar að vera til. Mér er þvi ant um
að það lifi sem lengst og vinni sent
þarfast verk. Á meðan það heldur á-
frant að vera félagsskapur, sem
Vestur-íslendingar sjálfir eiga og
sjálfir ráða yfir að öllu leyti, láta
þeir sér ant urn það og verða fúsir
að leggja eitthvað í sölurnar fyrir
það. En þegar það gengur inn í
stærri heild eins og U.L.C.A., sem
Vestur-íslendingar bera ekki full-
komið traust til, og afsalar
sjálfstæði sínu, hættir það í
þeirra augunt að vera til. Þeir
hætta að hafa áhuga fyrir þvi og
hætta að starfa, og þeir láta sér
standa á sama hvernig starfið geng-
ur. Félagsskapurinn verður andlaus
og dauður, því sálina vantar. Það
er sannfæring min, að með inngöngu
í U.L.C.A. væri ísfenzka taugin al-
veg skorin og þess verði þá ekki
lengi að bíöa að kirkjufélagið hverfi
alveg úr sögunni. Eg vona, að þeirri
ógæfu verði afstýrt.
Hjálmar A. Bergman.
Séra Jónas A. Sigurðs-
son
—Kveð j a—
Fækkar forvígsmönnum!
Feyskjast landnáms stofnar;
Leiðarljós, sem Vestra
Logað hafa skærast.
Blakta á brunnu skari,
—Bræðrafylking klofnar.—
Hér i ysi og önnum
Þarf ótal márgt að lærast.
Þó Einn þar fram úr skari,
Gýn feigð, ef heildin sofnar.
Við annan Jónas*) áttum,
Sem íslands tungu skreytti;
Sem gimsteinn fegri er gleri,
Hann gullöld málsins reisti.
Vár skáld að Guðs náð gerður,
í glóð þeim neistum breytti.
Þó sumum fyndist fátt um,
Hans frumljóð drómann leysti.
Hann öllum ástkær verður
•Um eilífð háflug þreytti.
Við þökkunt einn og allir
Þér íslands trygð sem honum,
Og skulum ljóð þin læra
Og lengi nafn þitt geyma;
Að þjórækt þinni hlúa,
Og þínum sigurvonum,
Og reisa á rústum hallir,
En rifrildinu gleyma,
Af ást á ísland trúa
Með ættlands dánu sonum.
*)Jónas Hallgrímsson.
Þórðnr Kr. Kristjánsson.
Ocean Falls, B.C. 27. mai, 1933.
“Tímarnir breytast og
mennirnir með ”
Hann er spakmæli málshátturinn
sá, eins og svo margir aðrir. Um
það getum við borið gömlu menn-
irnir, sem ólumst upp fyrir 60—70
árunt.
Þá var vinnutími hjá bændum
heima á gamla landinu 14—18 tím-
ar á sumrum, og til skamms tíma
mun hann hafa verið likur hjá bænd-
unr hér í landi, meðan annir voru
mestar. Nú er almennur vinnutími
hér í bæjum 8 tímar, og varla yfir
10 tímar hjá bændum alment; og þó
þykir hann of langur.
Það er rnikið ritað og rætt um
kreppuna, nú á dögum, enda mun
hún nú vandasamasta úrlausnarefn-
ið í heimi þessum. Lærðu mennirnir
eru að kenna ýms ráð til endurbóta,
en ekkert þeirra mun enn hafa unnið
samhuga fylgi. Þeir verða ekki 'á
eitt sáttir nteð bjargráðin, og við ó-
mentuðu mennirnir skiljum þau
ekki.
Eitt af því, sem þeir kenna er, að
ef enginn verkamaður ynni lengur
en 4 stundir á dag, þá mundi nægi-
legt verkefni handa öllum sem nú
eru vinnulausir. Raddir í þessa átt
berast nú úr ýmsum áttum. Eg las
nýlega ritgjörð um þetta í Iðunni,
eftir Bertrand Russell, um “Ágæti
hóglífis”. Nafnið er ljómandi fall-
egt, enda er mörgum fögrum orð-
um farið um vellíðan þá og frelsi
sem slik breyting mundi færa mann-
kyninu. Enginn mun efast um það,
að nægilegt verkefni væri handa öll-
um sem nú eru vinnulausir með 4
stunda vinnu, því tæplega mun
helmingur af verkamönnum vera
vinnulaus nú. En þeim gleymist öll-
um að gjöra grein fyrir því, hvernig
sú breyting geti komist á, án-þess
að raska viðskiftalífi þvi og vinnu-
brögðum, sern.nú eru í heiminum.
Þetta gæti nú máske hepnast í
stórum verksmiðjum, þar sem fram-
leiðslan má vera hægfara, svo ekki
þarf að vinna lengur en 4 stundir á
dag. En það verður verra viðfangs
hjá einstaklingum, en verst hjá
bændum.
Eitt verður þó sameiginlegt hjá
öllum, og það er, að eins hátt
kaup, eða hærra verðifr að borga
fyrir þessa 4 stunda vinnu, eins og
áður var borgað fyrir 8—40 stunda
vinnu. Kaupið verður að vera svo
hátt að lífvænlegt sé fyrir meðal
fjölskyldu. En verkið sem rnenn
leystu af hendi yrði hálfu minna en
með 8 stunda vinnu.' Hvernig ættu
nú vinnuveitendur að vinna upp
þennan halla? Mundi ekki iðnaður
allur og framleiðsla verða þeim mun
dýrari, og þar af leiðandi hærra verð
á nauðsynjum manna. Þar af leiddi
aftur að verkamenn þyrftu hærra
kaup fyrir 4 tíma en þeir höfðu áð-
ur fyrir 8 tima.
Nú hagar svo til að fjöldinn all-
ur af bæjarmönnum þarf að hafa
vinnufólk allan daginn. Kaupmað-
urinn mundi litla verslun gera á 4
tímum. Seinlegt mundi að koma
upp byggingum með 4 tíma vinnu.
Óþægilegt mundi húsfreyjunni
þykja að þurfa að halda 3 eldhús-
stúlkur og 3 barnfóstrur á dag; og
svo mundi fara um ótal fleiri. Og
öllu þessu fólki mundi þurfa að
gjalda full laun fyrir 4 tíma vinnu.
Þó mundu bændurnir verða harð-
ast úti. Mundi þeint ekki þykja ak-
urvinna ganga nokkuð seint, með 4
tíma vinnudegi? Eða ættu þeir að
hafa 2 eða 3 hópa af verkamönnum
á degi hverjum, og fæða þá alla
borgunarlaust ?
Ekki mundu gripabændur betur
settir. Fyrsti hópurinn gjörði ekk-
ert betur en að mjólka kýrnar i bæði
mál, svo þyrfti annan til súninga og
smávika. Seint mundi heyskapurinn
ganga með 4 tíma vinnu; og mörg
yrðu þau aukaverkin, sem þyrfti að
fá sérstaka menn til að vinna.
Það er því auðsætt að með þess-
ari tilhögun kostaði öll heimilis-
vinna hjá bændum tvöfalt, og í
mörgum tilfellum þrefalt, við það
sem áður var, og að verkið yrði ver
af hendi leyst, þegar margir væru
um sama verkið daglega.
Til þess að slík verkaskipun gæti
staðist, þyrfti að hækka urn helm-
ing eða meira, verð á öllum afurð-
um búanna, og samt yrðu slík vinnu-
brögð ætíð óhentug.
Eg get búist við að þessu yrði
svarað þannig að bændur mundu
geta haft hjúahald og vinnutíma á
líkan hátt eins og áður; þessi breyt-
ing mundi aðeins verða á stóriðn-
aði. Þá þekki eg illa hugsunarhátt
unga fólksins, ef það mundi ekki
vilja hafa sarna frelsi og sarna
vinnutíma hjá bændum, eins og i
stórbæjunum, enda er það eðlilegt;
það er líka hægra að nota frítim-
ann til að skemta sér i bæjunum en
úti á landi. Það væri líka ótrúleg
breyting frá því sem nú er, þegar
unga fólkið vill heldur betla sér mat
hjá bæjarstjórninni, en að vinna
fyrir sæmilegu kaupi úti á landi.
Eg fæ því ekki betur séð en að
fræðimenn þeir, sem boða þennan
fagnaðarboðskap, byrji á öfugum
enda. Þeir þyrftu fyrst að lagfæra
stóriðnaðinn, og verslunarólagið,
áður en þeir koma á 4 stunda vinnu.
—Annars er hætt við að þeim fari
líkt og smiðnum, sem átti að smíða
skip, og byrjaði á neglunni. En
þegar ’skipið var búið, þa var negl-
an of digur, svo hann klauf skipið
að endilöngu þegar hann rak hana i.
Guðm. Jónsson,
(frá Húsey).
Nýr Sæmundur Fróði
Eftir Jón Einarsson
Foam Lake.
Svo langt hefir vantrúin teygt
anga sína í liðinni tíð, einkum hinni
seinni, að æðimargir hafa efast um
sanngildi gömlu sögunnar í þjóð-
sögum Jóns Árnasonar um Sæmund
prest hinn fróða, þegar hann slapp
úr Svarta Skóla frá töfranáminu
og “synti á sel” yíir hafsins heljar
bárur alla leið til fslands. Sagt var
mér þó og fleirum í æsku, að sög-
unni væri óhætt að trúa, ella myndi
hún ekki hafa prentuð verið.
Nú hefi eg fyrir framan mig nýtt
mjög merkilegt vikublað, kanadiskt,
sem segir meðal annars fylgjaridi
tiðindi:
Maður að nafni Roy Wilson var
að baða sig i sundvík einni að Bris-
bane í Ástraliu. Veit hann þá ei
fyrri til en þrír stórir hákarlar
synda þar inn á pollinn, auðvitað í
mesta grarrdleysi. En á hinn bóg-
inn eru þessir forfeður Darwinist-
anna taldir að vera stundum æði
nærgöngulir afkomendum sinum,
mannskepnunum og hætti til að vilja
helzt éta þá með húð og hári. En
hvort sem þessir þrir hákarlar höfðu
nokkur keksnisáfornt eða eigi, þá
tók Mr. Wilson þeim frekar gletnis-
lega og óvinsamlega. Þó hann vopn-
laus væri synti hann til móts við einn
hákarlinn, rykti sér upp á bak hans,
krækti fótum sarnan undir kvið hans
og ók svo hvað aftök um pollinn.
Gráni var þessum “komplimentum”
óvanur og átti sér auðvitað einskis
ills von, og vildi losna við kunn-
ingja af þessu tægi. Segir ekki
nánar af raunum hans fyr en hann
að lokum hljóp á land upp og var þá
alveg örmagna af þreytu. En ekki
lét Wilson hér við sitja, heldur
veitti hann hinum tveimur hákörl-
um sömu skil og gekk að lokum af
þeim öllum þreniur dauðum, án
allra vopna.
Þessi saga hlýtur að vera sönn
því hún var prentuð. Það er ekkert
undarlegt þótt Mr. Wilson rynni
þannig blóðið til skyldunnar, á sinn
hátt, þótt ekki hefði hann þurft að
vera svona harðleikinn.
Nú mun einhver segja að þetta sé
ekki svipað því eins ótrúlegt atvik
eins og hitt að séra Sæmundur hefði
“synt á sel” alla leið vfir heilt haf.
En slikt er bara hættuleg vantrú.
Fyrst og fremst er selurinn einn af
ættingjum Darwinista, þótt ekki sé
hann þar jafn frægur sem hákarl-
inn; svo var þessi sundskjóti Sæ-
rnundar, eins og “lærðir” menn
muna, sérstakt selakyn. En þetta
eitt út af fyrir sis* að sá er selnurn
synti var “landi”, ætti að vera full
sönnun fyrir áreiðanleik þessarar
stórmerkilegu frásögu. Og máltæk-
ið segir að sannleikurinn sé jafnan
ólíklegri en ósannindin.
Druknun Helgu Jóns-
dóttir
Akureyri 5. maí
Kviksögur og réttarrannsókn.
í gær bárust hingað fréttir um
það frá Akureyri, að grunur léki
á þvi, að Helga Jónsdóttir, sem fanst
örend í fræðarmálinu skamt frá
samkomuhúsi bæjarins kl. 5I/, á
mánudagsmorguninn var, hafi verið
ráðin af dögum—eða að líkur bentu
til þess að svo hefði verið.
Morgunblaðið átti í gær tal við
Akureyri til að spyrjast fyrir um
rannsókn ntálsins.
Var frásögnin þaðan í stuttu máli
þessi:
Læknisskoðun leiddi ótvirætt í
ljós, að dauðaorsökin hafi verið
druknun.
Kvjj<sögur um það, að áverkar
hafi sést á líkinu eru að mestu leyti
gripnar úr lausu lofti, að minsta
kosti mjög orðum auknar.
Réttarhöld hafa staðið yfir und-
anfarna daga, og hafa átta manns
verið yfirheyrðir.
Helga heitin Jónsdóttir fór í
skemtiferð á sunnudagskvöld í bíl
fram i Fjörð. I bílnum var einn
karlmaður og þrjár stúlkur, auk
bílstjóra. KL rúmlega 1, um nótt-
ina komu þau aftur til bæjarins. Er
þau voru komin út á móts við sam-
komuhús bæjarins kyaðst Helga
heitin ekki vilja fara lengra, en ætl-
aði að ganga heim til sín. Hún átti
heima suður í Fjöru.
Kl. 5I/) á mánudagsmorguninn
fanst lík hennar í flæðarmálinu sem
fyr segir.
Hvort rannsókn hefir leitt i ljós
vitneskju um hvar Helga heitin hafi
verið, eftir að hún skildi við sam-
ferðafólk sitt, vissi tíðindamaður
blaðsins ekki.
í gærkvöldi átti Morgunblaðið tal
við bæjarfógetann á Akureyri.
Sagði hann að rannsókninni væri
ekki að fullu lokið enn, þvi að ekki
væri upplýst um það, hvernig stúlk-
an hefði druknað. En menn hefði
séð til hennar á leið heim til sín
nokkru eftir að hún skildi við sam-
ferðafólkið og var hún þá komin
suður undir bæjarbryggjuna.
—Mbl.
Deilan um Jan Mayen
Fyrir nokkrum árum helgaði
norska stjórnin sér eyna Jan Mayen,
sem liggur i Norðurhafi um 70 sjó-
mílur norður af Langanesi. En
þegar þetta var gert hafði norskur
maður, Birgir Jakobsen að nafni
numð þar land á eiðinu milli jök-
ulsins Bjarnarfjalls og hins höfð-
ans. Hafði hann ræktað það nokk-
urt land og afgirt. En þegar norska
stjórriin sló eign sinni á landið fór
Birgir Jakobsen í mál við hana út
af því. Mun hann hafa haldið því
fram, að einstakir menn mætti eins
vel nema lönd og þjóðir, og að þjóð-
ir hefði ekki rétt til að ganga á rétt
einstaklinga og áskilja sér lönd, sem
þeir hefði numið áður.
Nú er dómur í málinu nýlega fall-
inn í hæstarétti í Osló, og var hann
á þá leið, “að norska stjórnin hefði
engan rétt til eignarumráða á land-
svæði þvi, sem Birgir Jakobsen
helgaði sér.”
Voru svo Birgir Jakobsen til-
dæmdar 2000 krónur í málskostn-
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man.................... B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson
Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.................................... G. Sölvason
Baldur, Mam.........................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.............Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson
Belmont, Man.........................O. Anderson
Blaine, Wash..................Thorgeir Simonarson
Bredenbury, Sask...............................S. Loptson
Brown, Man...........................J- S. Gillis
Cavalier, N. Dak®ta.............B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask..............................S. Loptson
Cypress River, Man..............F. S. Frederickson
Dafoe, Sask ........................J- Stefánsson
Edinburg, N. Dakota............Jónas S- Bergmann
Elfros, Sask.............Goodmundson, Mrs. J. H.
Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson
Garðar, N. Dakota..............Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask........................... C. Paulson
Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson
Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson
Hecla, Man......................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota.............................John Norman
Hnausa, Man................................... G. Sölvason
Hove, Man..........................A. J. Skagfeld
Húsavík, Man..........................G. Sölvason
Ivanhoe, Minn............................B. Jones
Kandahar, Sask......................J. Stefánsson
Langruth, Man...................John Valdimarson
Leslie, Sask..........................Jón Ólafson
Lundar, Man...........................S. Einarson
Markerville, Alta...............................O. Sigurdson
Minneota, Minn............................B. Jones
Mountain, N. Dakota..............Col. Paul Johnson
Mozart, Sask..................................Jens Eliason
Narrows, Man.......................Kr. Pjetursson
Oak Point, Man.....................A. J. Skagfeld
Oakview, Man.......................Búi Thorlacius
Otto, Man.............................S. Einarson
Pembina, N. Dakota..................G. V. Lei-fur
Póint Roberts, Wash..................S. T. Mýrdal
Red Deer, Alta......................O. Sigurdson
Reykjavík, Man......................Arni Paulson
Riverton, Man........................G. Sölvason
Seattle.‘Wash........................J- J. Middal
gelkirk, Man............................G. Nordal
Siglunes, Man......................Kr. Pjetursson
Silver Bay, Man....................Búi Thorlacius
Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson
Swan River, Man.......................A. J. Vopni
Tantallon, Sask................... ]■ Kr. Johnson
Upham, N. Dakota..............Einar J. Breiðfjörð
Vancouver, B.C......................Mrs. A. Harvey
Víðir, Man.................................Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man...............................Guðmundur Jónsson
Westbourne. Man................................Jón Valdimarsson
Winnipeg Beach, Man..................G. Sölvason
Winnipegosis, Man...........Finnbogi Hjálmarsson
Wynyard, Sask................. .Gunnar Johannsson