Lögberg - 08.06.1933, Qupperneq 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ, 1933.
Pollyanna þroskaál
Eftir ELEANOR H. PORTER
II. KAPITULI.
I Bildingsville, hafði þetta kveld í ágúst-
mánuði, Mrs. Chilton beðið þangað til Polly-
anna var komin í rúmið, að segja manni sín-
um frá bréfi, sem hún hefði fengið með póst-
inum þá um daginn. Hún hefði nú að vísu
•orðið að bíða hvað sem Pollyanna leið, því
læknirinn hefði verið önnum kafinn fram eft-
ir öllu kveldi að sinna sínum lækisstörfum og
engan tíma hafði verið til þess að tala um
heimilismálin.
Klukkan var orðin hálf tíu um kveldið, þeg-
ar læknirinn loksins kom inn í stofuna til konu
sinnar. Það glaðnaði yfir hans þreytulega
andliti við að sjá hana, en hann tók strax eftir
því, að hún bjó yfir einhverju áhyggjuefni.
“Hvað er það, Polly mín, sem þú hefir nú
áhyggjur af!” spurði hann.
Kona hans'brosti raunalega.
“Það er bréf. Eg hélt ekki að þú mundir
strax vita að eg væri að hugsa um nokkuð,
sem eg væri í vandræðum með, þó þú litir á
mig.”
“Þá verður ]>ú að læra að dylja það sem þú
ert að hugsa um,” sagði hann brosandi. “En
hvað er það annars?”
Mrs. Cliilton hikaði dálítið og beit saman
vörunum. Síðan tók hún bréfið, sem var þar
rétt hjá henni. “Eg skal lesa það fyrir þig,”
sagði hún. “Það er frá Miss Della Wetlierby
á Dr. Ames heilsuhælinu. ”
“Láttu mig heyra hvað í bréfinu er,” sagði
læknirinn og lagðist á sófa, sem var þar rétt
hjá stólnum sem konan sat á.
En konan hans byrjaði ekki strax að lesa
bréfið. Hún stóð fyrst upp og breiddi ullar-
teppi vandlega yfir bónda sinn. Hún var nú
komin yfir fertugt og hafði ekki verið gift
nema í rúmt ár, en það var engu líkara en
hún á þessu eina 'ári hefði ætlað sér að bæta
manni sínum upp hve lengi hann hefði verið
einn sís liðs og ekki notið ástarinnar. Hann
var fjörutíu og fimm ára þegar hann giftist.
Þegar hún var viss um að eins vel færi um
mann sinn, eins og verða mátti, settist Mrs.
Chilton aftur á stólinn og tók til að lesa bréf-
ið upphátt.
Kæra Mrs. Chilton!
Sex sinnum hefi eg ibyrjað að skrifa yður
og altaf eyðilagt það sem eg hefi skrifað. Nú
hefi eg ráðið við mig að hafa engan formála
að bréfinu, en segja efnið hreint út strax og
umsvifalaust. Eig þarf að fá Pollyanna. Má
eg fá hana?
Eg kyntist yður og manni yðar í marz í vor
þegar þið komuð að sækja hana, en eg geri
ekki ráð fyrir að þið munið eftir mér. Eg
hefi beðið Dr. Ames að skrifa manninum yð-
ar, en Dr. Ames þekkir mig vel, og vona eg
iþegar þið fáið það bréf, að þér verðið ekki
hræddar við að treysta mér fvrir yðar litlu
og góðu frænku.
Mér skilst að þér viljið fara með manni
yðar til Þýskalands, en yður sé óljúft að
skilja við Pollyanna. Eg gerist því svo djörf
að fara fram á það, að við mættum hafa hana
á meðan. Eg er að biðja yður um ]>að, kæra
Mrs. Chilton, að lofa okkur að hafa hana, og
nú skal eg segja yður ástæðuna fyrir því.
Systir mín, Mrs. Carew, er kona, sem ekki
getur notið lífsgleði. Hún er ósköp óánægð
með lífið og lifir í þeim andlega heimi, sem
■enginn sólargeisli nær að lýsa og verma. Eg
trúi því, að ef það er nokkuð, sem getur fært
sólargeisla inn í líf hennar, þá sé það Polly-
ann frækna yðar. Yiljið þér ekki lofa henni
að reyna það? Eg vildi eg gæti sagt yður
hvað hún gerði fyrir heilsuhælið meðan hún
var hér, en það er ómögulégt að segja frá því.
Þér yrðuð að sjá það sjálfar. Eg hefi skilið
þáð fyrir löngu, að það er ekki hægt að lýsa
Pollyanna eins og hún er. Þegar maður reyn-
ir það, finnur maður strax, að það sem mað-
ur getur sagt lýsir henni alls ekki. En þér og
eg þekkjum hana báðar og ef maður þekkir
hana, þá veit maður hvað hún getur gert.
Þessvegna vil eg taka hana til systur minnar
og gefa henni tækifæri til að gera það sem
hún getur gert. Auðvitað gengur hún á skóla,
en í frítímum sínum mundi hún græða hjarta-
sár systur minnar, eða eg trúi því fastlega.
Eg veit ekki hvernig eg á að Ijúka við þetta
bréf. Mér finst það vera erfiðara heldur en
að byrja það. Mér finst eg helst ekki vilja
hætta. Eg vil helst halda ófram og skrifa
meira og meira, því ef eg hætti, þá gefur það
yður tækifæri að neita mér um það sem eg er
áð biðja um. Svo ef það er næst skapi yðar,
að neita mér um þetta, þá hugsið yður að eg
sé enn að tala og útskýra fyrir yður hvað
okkur sé það nauðsynlegt að fá Pollyanna.
Eg geri mér góðar vonir.
Yðar einla'g
Della Wetherby.
“Þetta er þáð nú,” sagði Mrs. Chilton um
leið og hún lagði frá sér bréTið.“ Eg hefi
aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu eins og
þetta.”
“Eg er nú ekki svo viss um það,” sagði
læknirinn 0g brosti. “Mér finst það ekki
neitt skrítið þó hún vilji fá Pollyanna. ”
“Hugsaðu um hvernig hún segir þetta—
að græða hjartasár systur sinnar. Maður
skyldi halda að Pollyanna væri eitthvert
heilsulyf.”
Læknirinn skellihló.
“Eg er nú ekki viss um nemá hún sé það,
Polly. Eg liefi oft sagt, að eg vildi að eg gæti
ráðlagt hana eins og meðal eða keypt hana
eins og öskjur af pillum. Og Charlie Ames
segir að alt árið sem hún var á heilsuhælinu,
hafi læknarnir alt af verið að seg-ja þegar nýr
sjúklingur kom, að það fyrsta sem þeir þyrftu
að gera við hann væri að gefa honum inntöku
af Pollyanna.”
“Inntöku, skárra er það nú,” sagði Mrs.
Chilton heldur kuldaleg’a.
“Svo þú heldur að þú viljir þá ekki láta
hana fara?”
“Láta hana fara! Nei, auðvitað ekki. Þú
getur ekki látið þér detta í hug að eg láti
krakkann til fólks sem eg þekki ekki nokkurn
skapaðan lilut. Nei, Thomas, og það þessa
fólks. Eg gæti búist við að þessi hjúkrunar-
kona væri búin að gera úr henni meðalaflösku
þegar við kæmum aftur frá Þýskalandi og
líma á hana miða með forskrift hvernig ætti
að nota meðalið.”
Læknirinn hló aftur hjartanlega, en sá hlát-
ur varaði ekki lengi. Hann fór ofan í vasa
sinn 0g tók þaðan sendibréf.
“Eg fékk bréf frá Dr. Ames í morgun,”
sagði hann, og hann sagði það þannið, að
auðséð var að konu hans þótti það eitthvað
grunsamlegt. Eg býst við að það væri rétt
að eg læsi líka mitt bréf.
Kæri Tom!
Miss Della Wetherby hefir beðið mig að
gefa sér og systur sinni vitnisburð eða segja
þér hverskonar fólk þær séu, gg það er mér
ánægjuefni að gera. Eg hefi þekt þessar syst-
ur síðan þær voru smábörn. Eg veit að þær
eru af ágætis fólki komnar svo þar er ekki
neitt að óttast. Það voru þrjár systur, Doris
Kuth 0g Della. Doris giftist manni sem hét
John Kent 0g var það mjög á móti vilja fólks
hennar. Kent var af góðu fólki kominn, en
það var ekki mikið varið í hann, eða ekki held
eg að það hafi verið, og hann var mjög erfið-
ur í lund ofur ilt að komast af við hann. Hann
var fjarska gramur við fólk konu sinnar og
það var langt frá að gott væri á milli hans og
tengdafólksins og lítið samband milli fjöl-
skyldanna þangað til ungu hjónin eignuðust
son. James hét hann 0g var kallaður Jamie.
Doris, móðir has dó þegar hann var f jögurra
ára gamall. Wetherby-fólkið reyndi alt sem
það gat að fá að haf’a drenginn hjá sér alveg
og ala hann upp, en alt í einu hvarf Kent og
tók drenginn með sér. Það hefir aldrei neitt
heyrst af þeim síðan og má þó heita að leitað
hafi verið að þeim um víða veröld.
Það var haldið að þetta hefði riðið gömlu
hjónunum að fullu, því þau dóu bæði skömmu
eftir þetta. Rutli var þá gift og búin að missa
manninn. Maður hennar hét Carew og var
afar auðugur og miklu eldri en hún. Hann
lifði ekki nema ár eða svo, eftir að þau gift-
ust. Þau eignuðust einn son, en hann dó á
fyrsta árinu.
Eftir að Jamie litli hvarf, sýndist það vera
bara eitt, sem þær Ruth og Della höfðu allan
hugann við, og það var að finna drenginn
aftur. Til þess hafa þær ekkert látið ógert
og til þess hafa þær eytt ógrynni af pening-
um. En öll sú fyrirhöfn og ailur sá kostnað-
ur hefir ekki komið fyrir neitt. Della lærði
svo hjúkrunarfræði og er ágæt hjúkunarkona
og hún er dugleg og lífsglöð og hefir ekki lát-
ið söknuðinn yfirbuga sig, þó hún hafi hins-
vegar alls ekki gleymt frænda sínum, og altaf
hefir hún sterkan huga á að finna hann.
En það er alt öðruvísi með Mrs. Carew.
Eftir að hún hafði mist sinn eigin dreng,
sýndist hún un ekkert geta hugsað annað en
son systur sinnar. Síðan eru átta ár og þau
hafa áreiðanlega öll verið gleðisnauð ár fyrir
hana og hún virðist með engu móti geta
hrundið af sér söknuðinum og ógleðinni. Hún
hefir alla skapaða hluti, sem hægt er að kaupa
fyrir peninga, en hún er Öánægð með alt og
hefir ekki áhuga á neinu. Della heldur að það
sé alveg nauðsynlegt að gera nú eitthvað til
að vekja hana upp af þessu móki og hún held-
ur að litla frænka konu þinnar, Pollyanna,
hafi þann undramátt, að geta vakið aftur lífs-
gleði hennar og áhuga. Þar sem þessu er nú
svona varið, þá vona eg að þið sjáið ykkur
fært að gera það, sem Della hefir farið fram
á við ykkur. Eg skal bæta því við, að mér
þætti líka mjög vænt um ef þið gætuð gert
þetta og skyldi vera ykkur mjög þakklátur
fyrir. Ruth Carew og sytir hennar eru, og
hafa lengi verið, góðar vinkonur konu minn-
ar og mín. Það sem kemur Við þær, kemur
líka við okkur.
Þinn ávalt,
Charlie.
Eftir að hann liafði lesið bréfið varð löng
þögn. Loksins sagði læknirinn mjög hæglát-
lega: “Jæja, Polly?”
Það var enn löng þögn. Læknirinn liorfði
stöðugt á konu sína og þótt hún væri vanalega
ókveðin og vissi hvað hún vildi, þá var henni
nú um og ó. Hún átti erfitt með að ráða við
sig hvað gera skyldi. Hann sagði ekki orð, en
beið þess að kona hans tæki til máls.
“Hvað fljótt, lieldurðu að þær vilji fá
hana?” sagði hún loksins.
Það var eins og Dr. Chilton yrði dálítið
hverft við að heyra þetta.
“Attu við að þú, að þú ætlir að láta hana
fara til þeirra ? ’ ’
Það var auðfundið að kona hans átti ekki
von á þessari spurningu.
“Þetta er skrítin spurning, Thomas Chil-
ton. Hvað annað gæti eg svo sem gert, eftir
að við höfum fengið þessi bréf, sem við höf-
um verið að lesa? Dr. Ames biður okkur
meira að segja sjálfur að láta liana fara. Eift-
ir alt sem sá maður hefir gert fyrir Polly-
anna, gæti ekki komið til mála að eg neiti
honum um nokkuð, sem hann biður okkur um,
hvað svo sem það kann að vera.”
“Hamingjan góða! Það vona eg að lækn-
inum detti ekki í hug að biðja um þig, góða
mín,” sagði læknirinn og brosti gletnislega.
En kona hans leit til hans nokkuð alvarlega
og sagði:
“Þú getur skrifað Dr. Ames og sagt hon-
um að við skulum senda Pollyanna og segðu
honum að biðja Miss Wetherbv að láta okkur
vita alt þessu viðvíkjandi, sem við þurfum
að vita. Þetta verður auðvitað að vera gert
fyrir tíunda næsta mánaðar, því þá siglir þú.
Auðvitað get eg ekki farið fyr en búið er að
koma barninu þangað sem það á að vera og
eg verð að vera vis^ um að það sé alt í góðu
lagi. ’ ’
“Hvenær ætlarðu að segja Pollyanna frá
þessu?”
“Líklegast á morgun. ”
“Hvað ætlarðu að segja henni?”
“Það er eg nú ekki alveg viss um, en á-
reiðanlega ekki meira en eg má til. Hvað sem
fyrir kánn að koma, Thomas, verðum við að
forðast alt sem getur gert Pollyamia nokkuð
ilt. Qg það mundi áreiðanlega spilla Polly-
anna, ef það kæmist inn í höfuðið á henni, að
hún væri nokkurs konar—”
“Meðalagias með álímdri forskrift, hvernig
nota ætti meðalið, ’ ’ skaut læknirinn brosandi
inn.
“Já,” sagði Mrs. Chilton, “það er alt und-
ir því komið, að liún þekki ekki sjálf livaða
áhrif liún hefir á aðra. Þú veist það, góði
minn. ’ ’
“Já, eg veit það,” sagði maður hennar.
“Hún veit náttúrlega að þú og eg erum að
leika með henni hennar leiki og helmingurinn
af fólkinu í bæum er að gera hið sama, og
fyrir það líður okkur öllum miklu betur. En
liún má ekki sjálf fara að hugsa það, að hún
sé nokkurs konar læknislyf, þegar liún er að
leika þá leiki, sem faðir hennar kendi henni,
því þá hættir hún að vera eins og henni er
eðlilegt að vera. Svo hvað sem eg kann að
segja lienni, þá segi eg henni það aldrei, að
hún sé að fara til Mrs. Carew til að lækna
hana af þunglyndi og hugarangri.”
“Eg held þú gerir alveg rétt í því,” sagði
læknirinn.
Daginn eftir var Pollyanna sagt hvað til
stæði.
“Heyrðu góða mín,” sagði frænka hennar,
þegar þær voru tvær einar, “hvernig held-
urðu að þér líkaði að vera í Boston í vetur?”
“Með þér?”
“Nei, eg ætla að fara til Þýskalands með
manninum mínum. Eh Mrs. Carew, sem er
vinkona Dr. Ames, hefir beðið um að mega
hafa þig í vetur, og eg held það væri rétt af
mér að gera það.”
Það var auðséð að Pollyanna leist ekki vel
á þetta.
“En í Boston hefir eg engan Jimmy, eða
Mr. Pendleton eða Mrs. Snow, eða nokkurn
annan, sem eg þekki, frænka mín.”
“Nei, góða mín, en þú liafðir ekki heldur
þetta fólk, þegar þú komst hér, ekki þangað
til þu kyntist því.”
Það færðist gleðibros yfir andlitið á Polly-
anna.
“Nei, frænka mín, það hafði eg nú ekki.
Kannske það sé einhver Jimmy og Mr.
Pendleton og Mrs. Snow, sem bíða eftir mér
í Boston. Heldurðu, ekki að það geti vel ver-
ið?”
“ Jú, góða mín.”
Þá get eg látið mér þykja vænt um.það. Eg
held annars, að þú kunnir betur að leika minn
leik, lieldur én eg kann. Eg hefi aldrei hugsað
um það, að það væri fólk í Boston, sem væri
að híða eftir að það kyntist mér. Og þar er
mesti f jöldi af fólki. Eg ,sá sumt af því þegar
eg kom þar fyrir tveimur árum með Mrs.
Gray. E(g var þar í heila tvo klukkutíma þeg-
ar eg var á leið hingað að vestan.
Það var maður á járnbrautarstöðinni, ein-
staklega viðfeldinn maður, sem vah svo væmi
að segja mér hvar eg gæti fengið vatn að
drekka. Heldurðu að hann sé þar enn ? Mér
þætti vænt um að mega kynnast honum. Þar
var líka ósköp falleg kona með lítið bam.
Hún á heirna í Boston, hún sagðist eiga þar
heima. Litla stúlkan hennar hét Susie Smith.
Kannske eg sjái hana aftur; heldurðu ekki að
það geti verið. Þar var líka drengur og önnur
kona með ósköp lítið bam, én þau áttu heima í
Honolulu, svo eg líklega sé þau ekki En hver
er Mrs. Carew? Er hún frænka okkar?”
“Góða Pollyanna mín!” sagði Mrs. Chil-
ton ofurlítið óþolinmóðlega en þó góðlátlega.
“Heldurðu að nokkur lifandi maður geti
svarað öllum þínum spumingum, eða fylgst
með því sem þú ert að hugsa. En Mrs. Carew
er ekkert skyld okkur, en Della Wetherby er
systir hennar. Manstu eftir Miss Wetherby
á heilsuhælinu ? ”
Pollyanna klappaði saman höndunum.
“Systir Miss Wetherby. Þá er eg viss um
að hún er ágæt kona. Mér þykir fjarska vænt
um Miss Wetherby. Hún brosti svo fjarska-
lega fallega og hún kunni svo margar fallegar
sögur. Hún stundaði mig samt ekki nema tvo
mánuði, því eg fór skömmu eftir að hún kom.
Fyrst þótti mér slæmt að eg skyldi ekki alt af
hafa liaft hana, en svo fór eg að liugsa um að
það hefði líklega verið gott, ]>ví annars mundi
eg hafa tekið svo nærri mér að skilja við
hana, ef hún liefði stundað mig allan tímann.
Og nú þykir mér vænt um að mega vera hjá
systur hennar.”
“E111 þú mátt ekki búast við því, Pollyanna
mín, að þessi kona sé alveg eins og systir
liennar.”
“Þær eru systur,” sagði Pollyanna og
/ sýndist ekki skilja þetta sem bezt. “Eg hélt
að systur væru æfinlega líkar, eða nærri því
eins. Það voru tvær systur í kvenfélaginu;
þær voru tvíburar, og þær voru svo líkar, að
það var ómögulegt að segja hver var Mrs.
Peck og live var Mrs. Jones, þangað til að
varta fór að vaxa á nefinu á Mrs. Jones. Eft-
ir ]>að var það hægt, því maður gætti alt af
fyrst að vörtunni. Eg sagði lienni það einu
sinni, þegar hún var að kvarta um, að hún
væri svo oft kölluð Mrs. Peck, að ef tolk bara
gætti að vörtunni á nefinu á henni, eins og
eg gerði æfinlega, þá gæti það hæglega þekt
liana undir eins. En hún varð eitthvað ergi-
, leg og óánægð út af þessu. Eg veit samt ekki
hversvegna liún varð það. Eg hélt henni þætti
vænt um að hægt væri að þekkja hana frá
systur hennar á einhverju, sérstaklega vegna
]>ess, að hún var forseti og eg vissi fullvel,
að hún vildi ekki að fólk gleymdi því, að hún
væri forsetinn og liún lét töluvert mikið á
því bera. En það var langt frá að henni þætti
vænt um þetta einkenni. Eg heyrði síðar Mrs.
Wliite segja Mrs. Rawson, að Mrs. Jones
hefði gert alt sem henni hefði getað dottið í
hug til að ná af sér vörtunni, jafnvel að strá
salti á fuglsstél. Eg skil nú samt ekki hvaða
gagn það gat gert. Eða er það, frænka mín.
getur það náð vörtu af nefinu á manni, að
strá salti á fuglsstél?”
“ Auðvitað ekki, barnið gott. En ósköp get-
urðu talað mikið, sérstaklega þegar þú ferð
að tala um kvenfélagið; þá tekst þér fyrst
upp fyrir alvöru.”
“Geri eg það, frænka mín?” spurði litla
stúlkan og var nú í hálfgerðum vandræðum.
“Leiðist þér það ósköp mikið? Eg vil ekki
vera leiðinleg. En þó þetta sé leiðinlegt, og
þó eg hugsi kannske heldur mikið um kvenfé-
lagið, þá er -það bara vegna þess, að mér þyk-
ir svo fjarskalega vænt um að það hefir ekk-
ert meira með mig að gera, en eg á svo góða
frænku, sem eg get verið hjá. Eg er viss um
að þér þykir vænt um það, frænka mín góð.”
” Jó, auðvitað, bamið gott, mér þykir ósköp
vænt um að geta haft þig lijá mér og að þú
þurfir ekki að vera hjá vandalausum.
Næstu daga skrifuðu læknishjónin mörg
bréf viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu veru
Pollyanna í 'Boston. Og Pollyanna hafði líka
sjálf nóg að gera, að heimsækja vini sína í
Beldingsville, áður en hún færi þaðan.