Lögberg


Lögberg - 08.06.1933, Qupperneq 8

Lögberg - 08.06.1933, Qupperneq 8
BIs. 8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ, 1933. RobinllHood FIiÖUR Þetta mjöl er fljótast og þœgi- legast að vinna úr, og er drýgra Or bœnum og grendinni BÓKBAND! BÓKBAND! Bækur lialda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, að þær séu vandlega bundnar inn.—Við leysum af hendi greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði. The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. UNGMENNI fermd í Fyrstu lútersku kirkju á hvítasunnudag 1933 af Dr. Birni B. Jónssyni. 1. Alda Sædal 2. Anna Guðrún Einarson 3. Anna Thorunn Anderson 4. Carol Joy Feldsted 5. Dorothy Grace Thordarson 6. Elsie Feller 7. Ethel Mary Harju 8. Emily Halldorson 9. Francis Gillies 10. Gladys Steinunn Gillies 11. Guðrún Audrey Henrickson 12. Guðrún Johanna Bjerring 13. Helga Grace Johnston 14. Irene Muriel Johnson 15. Lillian Baldwin 16. Lára Rósa Bjarnason 17. Margaret May Howardson 18. Marjorie Johnson 19. Norma Ferguson Í20. Olive Lindale Farmer 21. Olive Pottruff 22. Pearl Lily t'ymundson 23. Thelma Irene Hope 24. Thelma Guttormson 25. Ari Sigtryggur Dalman 26. Árni Jóhanneson 27. Arthur Paul Ingimar Anderson 28. Barney Stephen Benson 29. Bob August Sædal 30. Clarence Phipps 31. Frederick Carl Bernhard Benjamínsson 32. Harold David Jonasson 33. Hannibal Barney Paulson 34. James Kenneth McFarlane 35. Jolin Timothy Stone 36. John Albert Gray 37. Leonard Oscar Johannson 38. Norman Guðmundur Joseph Rosencrans. 39. Páll Vilsteinn Einarsson 40. Ronald Sigurður Hafliðason 41. Russell John Vernon Johnstone 42. Solberg Stefán Oddleifson 43. Stefán Douglas Pálmason 44. Thomas Isfjord 45. Thor Eyjólfur Stephenson. Gefin voru saman í hjónaband í Reykjavík, hinn 3. þ. m. Bjarni Gunnlaugsson og Alla Johnson. Hjónavígsluna framkvæmdi séra Friðrik Hallgrímsson dómkirkju- prestur. Alla Johnson er dóttir Mrs. B. E. Johnson, Ste. 8 Nova Villa Apts. hér í borginni. Er hún vel þekt meðal Vestur-Islendinga. Hún vann lengi við Winnipeg Free Press og tók mikinn og góðan þátt í félags- lífi íslendinga í Winnipeg. Fyrir tveimur árum fór hún til Reykja- víkur og hefir unnið þar við ríkis- útvarpið. Firth Bros. Júní viðburðir 300 karlm. fatnaðir $15 Kostuðu $25 til $40 Úrval af bláum og gráum föt- um, er ekki voru sótt, þó pönt- uð væru, C.O.D.’s o. s. frv. Þetta er FIRTH ár frá Halifax til Victoria. Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Mamger. 417% PORTAGE AVE. Sími 22 282 Heklufundur í kvöld, fimtudag. G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra- Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur: Mrs. Carr, Mrs. H. Johnstone, Mrs. Ericks; Mr. B. Burr, Mr. F. Shield, Mr. H. P. Peterson. Ungmenni fermd í Selkirk á hvíta- sunnu af séra N. S. Thorláksson Stúlkur— Beatrice Stefania Stefánson Ethel Ingibjörg Guðný Björnson Florence Magnúson Helga Guttormson Stefania Eleanor Benson Drengir— Vernon Björn Benson Árni Holberg Raymond Maxon Helgi Jón Johnson Wilfred Halldór Erickson Guðni Friðrik Magnússon Lárus Thorgrimur Indriðason Magnús Stefánsson Oscar Goodman Oscar Jóhannesson Röbert Jóhann Stevens Sigurður Goodman Stefán Árni Stefánsson 11. júni, Riverton kl. 8 siðd. Kvöldmessa. Safnaðarfundur eftir messu. 18. júni, Árborg, kl. 11 árdegis. Sameiginleg guðsþjónusta sunnu- dagaskóla og eldra Jólks. 18. júní, Víðir kl. 2 e. h. (altaris- ganga). Safnaðarfundur eftir messu. Fólk vinsamlegast beðið að sækja eins alment og unt er. , S. Ó. Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á miðvikudagskvöldið 14. júni, í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju á Victor St. Vegna þ.ess að þetta er síðasti fundur félagsins fyrir Sum- arfríið, verður það opinn fundur, og meðlimum því velkomið að koma með vini sína, sem áhuga kynnu að hafa fyrir starfi deildarinnar. Whist Drive and Dance hefir í- þróttafélagið Fálkarnir í Good- templarahúsinu á laugardagskveldið. Er til þeirra skemtana vandað sem bezt má vera. Betty Eyólfson hljóð- færasveitin spilar fyrir dansinum. Leikur Esther McLeod þar á fiðlu. Dánarfregri Fimtudaginn 2. febr. þ. á., andað- ist hér á spítala ung íslenzk kona, Mrs. Thora Jenny Frasier, eftir langvinnan sjúkdóm. Hún var ættuð úr Reykjavík, Jónsdóttir og Arndísar Þorsteins- dóttur;—faðir hennar löngu dáinn, en móðir og systkini á lífi, búsett á Islandi. Kveðjuathöfn fór fram 7. febr., að viðstöddum talsvert fjölmehnum hóp íslenzkra vina. Séra A. E. Kristjánsson flutti afbragðs ræðu, og Gunnar Matthíasson söng tvo söngva. Hin framliðna var fríð og við- mótsglöð kona, mjög góðum gáfum gædd og víða heima. Allir, sem kyntust henni dáðust að hennar framúrskarandi hugrekki í þjáning- um, og þrekinu til að lesa og læra, alt til síðustu stundar. Hún fylgdi guðspekisstefnunni af hug og sál. Jakobína Jolmson. Seattle, Wash., 23. febr. 1933. Andcrson — Christopherson Heimilið Grund í iVrgylebygð í öllu sínu vorskrúði bergmálaði gleði og framtíðarvonir síðastliðinn mánudag þann 29. maí, þegar gift- ing ungfrú Láru Ingu Anderson og John William Christopherson fór fram að viðstöddum ættingjum og vinum. Foreldrar brúðarinnar eru Hannes Anderson og kona hans Mar grét Egilson við Wynyard, Sask., en brúðguminn, er sonur W. C. Christo- pherson og Kristínar Jónsdóttur konu hans, er um langt skeið haía búið á ættaróöali Christophersons ættarinnar. Að giftingunni lokinni voru framreiddar veitingar að ís- lenzkum stíl og rausn, en síðan tóku ungu hjónin sér skemtiferð, en að henni endaðri munu þau setjast að á hinu fagra heimili Grund. Hug- heilar hamingjuóskir allra er ungu hjónin þekkja, fylgja þeim inn á vonríka og fagra framtíðarbraut. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 11. júní, eru fyrirhug- aðar þannig, að morgunmessa verð- ur í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h.; síðdegismessa kl. 2 í kirkju Víðinesssafnaðar, og kvöld- messa, kl. 7, í kirkju Gimli safn- aðar. — Safnaðarfundur í Gimli- söfnuði miðvikudagskvöldið þ. 14. júní, til að kjósa fultrúa á kirkju- þing og til þess að ræða inngöngu- mál kirkjufélagsins í United Lutli- eran Church. Byrjar kl. 8 e. h. Þess er vænst að fólk fjölmenni bæði við messurnar og á fundinum.— Sömuleiðis er búist við að fundur verði eftir messu í Víðinessöfnuði á sunnudaginn, bæði til að kjósa kirkjuþing fultrúa og til að ræða inngöngumálið.— Á sunnudaginn kemur, hinn 11. júní, vígir varaforseti kirkjufélags- ins, séra Haraldur Sigmar, nýja kirkju, sem íslendingar hafa reist í grend við Silver Bay pósthús við Manitoba-vatn. Áætlaðar mesur í norður hluta Nýja Islands: 11. júní, Hnausa kl. 2 e. h. (ferm- ing og altarisganga). Safnaðar- fundur eftir messu. Ungmenni fermd í Geysis-kirkju sunnudaginn 28. maí af séra Sig- urði Ólafssyni: Sigfús Björgvin Svanbergsson, Páll Pálsson. Islenzkir Goodtemplarar víðsveg- ar, er oss sagt að séu að undirbúa stórt “Picnic” sem á að haldast 16. júlí, á Gimli og þar muni próf. Richard Beck frá Grand Forks há- skólanum flytja erindi. I undirbúningi er samkoma til minningar Jóns Sigurðssonar, sem haldin verður líkt og í fyrra, og stúkurnar Hekla og Skuld standa fyrir. Mr. og Mrs. H. Jónasson, 376 Tache Ave., leggja á stað- með C.P.R. lestinni á fimtudaginn 8. þ.m. austur til Toronto. Þau búast við að verða í burtu um mánaðar tíma. Athygli skal hér með leidd að auglýsingu þeirri frá Firth Bros. Ltd., er nú birtist í fyrsta sinn í þessu blaði. Eigendur þessa klæð- skurðar og fata verslunar, Firth bræðurnir eru skozkir að ætt, fædd- ir i Orkneyjum. Starfrækja þeir 1201 fatabúð í Canada og njóta hins bezta trausts. Winnipeg búð þeirra er að 417^/2 Portage Ave., þar sem Scanlan and McComb áður versl- uðu. Giftinga leyfisbréf selur nú Carl Thorláksson úrsmiður að 699 Sar- gent Ave., Winnipeg. Gjafir til Betel í maí Miss Friða Johnson, Wpeg. .$1.00 Vinur (í minningu 16. maí) 2 Ferne in Jardinieres. S. F. Olafsson, Wpeg.........$10.00 Innilega þakkað. /. Jóhanneson, féhirðir. 675 McDermot Ave. Winnipeg. Fréttir frá Betel Heimsókn mjög ánægjuleg veitt- ist Betel frá kvenfélaginu "Sigur- von," í \ríðinesbygð, þ. 1. júní s.l. Komu konur i bilum um kl. 2.30 e. h. Var fyrst slegið upp veizlu með afbragðs veitingum, eins og ís- lenskar konur kunna svo vel, ef til vill allra kvenna bezt.— Aö því búnu las séra Jóhann Bjarnason biblíukafla og flutti fram bænarorð, er endaði með því að faðir vor var lesið sameiginlega af öllum. Þá flutti Mrs. Elin Thiðriksson, er lengi var forseti félagsins, ávarp til Betel, til forstöðukonu og heima- fólks. Var ávarp það einkar ’nlýtt og fallegt. Mrs. Thiðriksson er há- öldruð kona, en er frábærlega ern. Er hún ein af hinum stórmerkilegu landnámskonum Nýja Islands. Þá er Mrs. Thiðriksson hafði lokið við ræðu sína, voru sugnir sálmar og valdir íslenzkir söngvar. Sálmarnir er konurnar völdu og létu syngja voru: “Á hendur fel þú hon- um,” og “Ó, hversu sæll er hópur sá, sem herrann kannast við.” Var organisti Víðinessafnaðar, Kristján Sigurðsson við orgelið. Mun og mest af söngflokk safnaðarins hafa verið þarna viðstaddur. Söngurinn mikill og góður. Hópur þarna af góðum aðkomnum söngkonum. Karlmannaraddir voru færri að- komnar, aðallega þeir Kristján Sig- urðson, organistir.n, og Tryggvi Arason. Náðist jaínvægið þó ágæt- lega með því, að dágóðir söngmenn úr vistmannahóp, og aðrir, bættu við sinum röddum. Var sungið af áhuga og list. Þótti þetta hafa tek- ist hið bezta. Með samstiltu fiðluspili skemtu þær ungfrúrnar Björg Guttormsson og Þorsteina Sveinsson. Spila þær báðar ágætlega. Hafa báðar lært hjá Óla Þorsteinssyni, listamannin- um alkunna hér, sem búinn er að kenna fjölda fólks að spila á fiðlu og önnur hljóðfæri.—' Þá tilbreytni við svona heim- sóknir hefir forstöðukonan nýja, Miss Inga Johnson, innleitt, að Iáta einhvern úr vistmannahóp heimilis- ins bera fram þakkir fyrir heim- sóknina, i staðinn fyrir að það hefir vanalega orðið hlutskifti forstöðu- konú. éða prests, ef hann hefir ver- ið viðstaddur. Sýnist þetta vera mjög vel til fallið, því heimilið er til vegna vistfóflksins og annara ekki. Við næstu heimsókn á undan þess- ari tilnefndi Miss Johnson, blindan, greindan, hagorðan mann, Lárus Árnason, til að bera fram þakkar- orðin. Tókst honum það hið bezta. 1 þetta sinn valdi forstöðukonan Mrs. Guðrúnu Goodman, sem eins er ástatt með og Lárus að þvi leyti, að hún er blind, ágætlega greind og hagorð. Flutti Mrs. Goodman snjalla tölu, í kristilegum anda, enda er hún trúuð kona, með bjargfasta sannfæring fyrir fagnaðarerindi Drottins. Tókst þakklætisræðan mæta vel.— Endaði fagnaðarmót þetta með þvi að allir sungu “Eldgamla ísa- fold” og “God Save the King.”— Hinum mörgu vinum Jakobs Briem verður fréttaritari yðar að flytja þær miður velkomnu fréttir, að hann liggur rúmfastur. Er tals- vert þjáður með köflum. Mun gall- ið vera eitthvað í ólagi. Þó talin góð von að úr þessu rætist bráðlega. Vigerð og endurnýjun eldri parts byggingarinnar heldur stöðugt á- fram, eins og um var getið í næsta fréttabréfi á undan þessu. Altarsáhöld, mjög vönduð, með smábikurum, hefir forstöðukonan nýja gefið heimilinu. Voru þau not- uð í fyrsta sinn við altarisgöngu, í stofnaninni, við messuna á livíta- sunnudag.— Fyrir hönd íþróttafélagsins Fálk- arnir, hafa þessir vel þektu íþrótta- menn, Óli Björnson, Ben. Baldwin og Björgvin Guðmundson tekið að sér að æfa úti íþróttir i Sargent Park á miðvikudagskveldin kl. 7 Byrjar 14. júní. Þeir, sem taka vilja þátt í þessu mæti þar. Jón Bjarnason Academy Gjafir Mrs. Helga Sumarliðason, Seattle, Wash..............$ 5.00 íslenzka kvenfélagið, Baldur, Man................ 10.00 Samskot við ársloka samkomu skólans ................... 22.69 Arður af samkomu er haldin var í Selkirk, Man. þ. 5. maí, (Irene Erlendson, treas.).. 12.90 ísleifur Helgason, Árnes, Man. 2.00 Mrs. Oddný Magnússon, Lundar, Man................ 2.00 M. M. Jonasson, Árborg .... 5.00 E. Johannson, Árborg ......... 5.00 Kvenfélag Frelsissafnaðar, Glenboro, Man.............. 5.00 P. V. Peterson, Ivanhoe, Minn. (í minningu um tengdason hans, Nels J. Hanson, sem -dó í vor)..........*..... 5.00 B. Thorbergson, Church- bridg, Sask................ 5.00 Mrs. C. P. Paulson, Gimli .. 5.00 Jón og Guðrún Halldórson, Langruth...................10.00 St. Gilbertson, Minneota, .. . 10.90 Með vinsamlegu þakklæti, S. IV. Melsted, gjaldkeri skólans. Dánarfregnir Mrs. Stefanía Rannveig Oddson, Lundar, Man., andaðist þ. 18. mai eftir langvarandi sjúkdóm, 64 ára gömul Stefanía heitin misti eiginmann sinn, Helga Valdimar Oddson árið 1924. Þau hjónin áttu fjórtán börn. Átta af þeim lifa foreldra sína, flest búsett á Lundar. Stefanía heitin hafði brennandi áhuga fyrir öllu kristilegu starfi. Áhrif hennar utan og innan heim- ilis, voru blessunarrík. Guð blessi minningu hennar. Jarðarförin fór fram á Lundar, Man. þ. 20 maí. Séra Jóhann Frið- riksson jarðsöng, að miklu fjöl- menni viðstöddu. Páll Jakobsson, sonur Péturs Jak- obssonar, Langruth, Man. andaðist þ. 20. maí. Hans verður getið nán- ar síðar. Jarðarförin fór fram frá kirkjunni i Langruth þ. 22 maí. 100,000 verndargripir. Buddhatrúarmunkur í Shanghai hefir sent kinversku hermönnunum, sem berjast gegn Tapönum, 100,000 litla silkipoka, sem eiga að vera verndargripir. Segir munkurinn að hermennirnir eigi að sauma þessa poka innan í skyrtur sínar, svo að þeir hylji hjartastað. Og hverjum hermanni, sem þannig sé útbúinn, sé óhætt að vaða í gegn um hið ægi- legasta kúlnaregn—hann muni ekki saka. —Mbl. ROYAL YORK CAFE 629 SARGENT, AVE. Beztu_máltíðir sem hugsast get- ur, við ðviðjafnanlega sanngjörnu verðl. FISH and CHIPS, bezta tegund til þess að taka með sér heim, fyrir 15c og þar yfir. BED PLANTS ROSES, CARNATIONS, TULIPS, ETC. VARIOUS POT PLANTS Verð lægra en niðri í bæ Sargent Florists 678 SARGENT (at Victor) Phone 35 676 Róstur á Akureyri Akureyri 8. maí. Kommúnistar gerðu tilraun til þess í morgun að stöðva uppskipun á fiski við fiskverkunarstöð Einars Malmquist á Oddeyrartanga, en til- raunin misheppnaðist og urðu kom- múnistar frá að hverfa. Á fiskverk- unarstöðinni er unnið samkvæmt kauptaxta Verkalýðsfélags Akur- eyrar, sem er hærri en gildandi taxti í fyrrasumar, en nokkru lægri en kauptaxti Verkakvennafélagsins Eining, er samþyktur var eftir að hinn var kominn fram. Ráða kom- múnistar F.iningunni. Nokkrar skærur urðu í morgun og gekk einn foringi kommúnista úr þeirri viðureign með brákað nef og blóði drifinn. —Mbl. Vor Röðulsins geislar örmum foldu falda, fegurðin endurris úr vetrar böndum, aftur er jörð í helgra goða höndum, Herjan og Freyr, um tíma, sköpum valda. 1 Baldursheimi töfra-ómar titra. Nú talast alt á þroskans máttar- tungu. Nú fagna vori blóniin endurungu— í unaðssælu ljóssins perlur glitra. Nú myrka hjúpinn röðull rofið hefur, það rísa geislar hátt á tindum f jalla, og jötnar láta sverð að síðum falla, er sólarveldið öllu lífskraft gefur. Ó, Fagrahvel! Eg fagna komu þinni, því fegurð mína lífsþrá endurvekur, og kviðann burt úr huga mínum lirekur, og harmsins þunga léttir á sálu minni. Sem upprisunnar undrakraft eg finni, og unaðsfanginn bergi á lífsins veig- um, og dásemd þess eg drekk í stórum teigum, sú dýrð sig speglar inst í sálu minni. S. B. Benedictsson. TILKYNNING Nýja verzlunin PIE QUICK SHOP 702 SARGENT AVE. (gegnt Columbia Press, Ltd. er nýtekin til starfa. Allar teg- undir af pies, tertum, brauðum, mjólk, rjóma, og kaffibrauði. K. L. HANNESSON Eigandi. íslenska matsöluhúsið Par sem lslendlngar I Winnipeg o* utanbæjarmenr, fá sér máltlðlr og: kaffi. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandl. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat greiðlega um alt, sem að • ílutningum lýtur, smáum eða atór- um. Hvergi sanngjarnara verð. HelmiU: 762 VICTOR STREET Slml: 24 500 CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasimi 24 141

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.