Lögberg - 06.07.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR j| WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. JÚLl 1933 | NÚMER 27
SÉRA HJÖRTUR J. LEÓ
ENDURMINNINGAR OG ÆFISÖGUSLITUR
Eftir Guttorm Guttormsson.
KIRKJAN
| Rev. TJieodore S. Rees prédikar í Fyrstu lút-
ersku kirkju, kl. 11 næsta sunnudagsmorgun.
UmræÖuefnið verður “Ohristians as Salt. ”
Til kaupenda Lögbergs
Vér höfum á þessu ári skýrt lesendum Lögbergs svo nákvæm-
lega og rétt frá fjárhag blaðsins, að ætla má að flestum þeirra sé
það mál nú nokkurnvegin kunnugt. Vestur-íslendingar yfirleitt,
skilja það vafalaust, að því aðeins getur Lögberg haldið áfram
að komá út, að þeir kaupi það og borgi það skilvíslega.
Eins og allir munu skilja, kostar það mikla peninga árlega,
að gefa Lögberg út. Hjá því verður ómögulega komist, hvað
sparlega, sem á er haldið. Tekjurnar þurfa því að vera töluvert
miklar til að mæta kostnaðinum. Til þess hafa þær á undanförn-
um árum ekki verið nærri nógu miklar. Félagið, sem blaðið gefur
út, hefir árlega tapað á útgáfunni. Nú má það ómögulega við þvi
tapi. Eins og gefur að skilja, hefir kreppan komið við hjá The
Columbia Press Ltd., engu síður en annarsstaðar. Prentun er nú
ekki ábatasamt verk frekar en annað og þar er ekki mikið að gera.
Lögberg hefir lengi haft æSimiklar tekjur af auglýsingum.
Nú auglýsa menn ekki. Það er eitt af því, sem sparað er í krepp-
unni. Tekjulindir blaðsins eru því afar litlar, aðrar en áskriftar-
gjöldin. Má því nærri geta, að blaðinu ríður á að fá þau skilvís-
lega borguð. Án þess getur það ekki haldið áfram að vera til.
Tilmælum vorum um að borga blaðið, hefir yfirleitt verið vel
tekiS» Fjölda af bréfum höfum vér fengið, sem bera þess ljósan
vott, að fólk getur ekki til þess hugsað, að Lögberg hætti að koma
út. En þeir eru enn alt of margir, sem ekki virðast gera sér ljósa
grein fyrir því, hve afar áríðandi blaðinu er það, einmitt nú—ekki
bara einhverntíma, heldur nú—að fá áskriftargjöld sín reglulega
borguð og eins mikið af eldri skuldum eins og mögulegt er.
Síðustu vikurnar hefir heldur lítið komið inn fyrir blaðið.
Það má ekki svo vera. Vér þurfum á miklum peningum að halda
vikulega til að mæta útgjöldunum. Vér viljum því enn á ný, ein-
læglega og alvarlega, fara fram á það við alla, sem skulda oss fyrir
blaðið, að þeir greiði oss eins mikið af þeim skuldum eins og þeir
mögulega geta, nú sem allra fyrst.
THE COLUMBIA PRESS, LTD.
Frá London
VIII. Á prestaskólanum
Haustið 1907, seint í september-
mánuði, tókum við Hjörtur vist á
lúterska guðfræðiskólanutn í Chi-
cago. Skólinn vat'þá húsaður í kyr-
látu hverfi borgarinnar, á Sheffield
Avenue norSur undir Evanston,
spölkorn frá Michigan vatni. Stofn-
unin var ekki mikil að vallarsýn.
Húsin voru skólabyggingin sjálf,
með þremur kenslustofum og kap-
ellu á neðsta gólfi, og herbergjum
nemenda á tveim loftum fyrir ofan;
auk þess íbúðarhús fyrir kennar-
ana tveim megin við aðalbygging-
una. Meiri hluti nemenda bjó i
skólanum.
Þrír aðrir íslendingar voru þar
við nám á þessum vetri: Jóhann
Bjarnason, Runólfur Fjeldsted og
Sigurður Christopherson. Fjeldsted
útskrifaðist vorið eftir, en á öðru
hausti komu tveir nýir í hópinn, þeir
Haraldur Sigmar og Carl Olson.
Dvölin reyndist okkur löndum
einkar friðsæl og notaleg í þessum
skóla. Hún var líkafi vist á íslenzku
sveitarheimili, heldur en bækistöð
námsmanna í annari stærstu borg
þessa meginlands. Þó bárust þang-
að dunur og dynkir frá straum-
röstum borgarlífsins; en þessi litla
sveit í skólanum, lét það ekki trufla
sig; hún var nokkurn veginn af-
skektur hópur mitt í fjölmenninu,
og kennarar og nemendur umgeng-
ust hverjir aðra eins og heimamenn.
Þetta voru þau kynni, sem við
Hjörtur höfðum af heimilisbrag
þeirrar stofnunar á meðan við
dvöldum þar.
Skólastjóri var doktor R. F.
Weidner, en þrír prófessorar önn-
uðust aðal kensluna með honum,—
Krauss, Ramsay og Geberding,
prestvígðir allir og doktorar að
nafnbót. Weidner var þeirra nafn-
kunnastur. Skólinn hafði að miklu
leyti tekið sinn svip af honum; enda
koma þeir tveir, hann og doktor
Gerberding, mest við sögu hér. Var
þó Weidner aldurhniginn og lam-
aður þegar við komum í skólann;
hann hafði fengið snert af “slagi”
fyrir ári eða svo; fór samt ferða
sinna með herkjum, en hugurinn og
skapið létu sig ekki.
Weidner var raunar mikill á vöxt,
bæði hár og þrekinn; dökkur á brún
og brá, síðskeggjaður, skeggið
hæruskotið og fór honum vel. Hann
var djúpraddaður; mér fanst eg
heyra brimhljóð í röddinni, einkum
þegar honum rann í skap. Það var
eitthvað stórfelt við manninn. Öll
hans einkenni báru vott um þrek og
þolgæði fremur en “fínar taugar.”
Það var eins og Elías eða Natan
eða einhver hinna stærri spámanna
væri kominn þar lifandi, stíginn
beint út úr gamla testamentinu.
Lærdómsmaður var Weidner heil-
mikill á sína vísu; hann var víðles-
inn og hafði samið allmargar
kenslubækur. Hann hlífðist ekki við
að segja frá afrekum sínum á ment-
unarsviðinu, okkur skólasveinum til
eftirdæmis og uppörvunar. Meðal
annars bar hann sjálfum sér þann
vitnisburð, að hann vissi deili á tíu
þúsund bókum—ekki svo, að hann
hefði lesið þær allar; en hann gæti
sagt um hverja einstaka, jafnóðum
og þær væri nefndar, hvort hún væri
ómaksins verð eða ekki. Og kunn-
ugir báru honum það, að þetta
myndi varla vera ofsögum sagt.
Frækleikur mannsins var þó mest-
ur í guðfræðinni, einkum í Iúterskri
“dogmatík” frá fyrri ölduin. Sú
fræðigrein var honum eins og Mím-
isbrunnur; hann sótti þangað alt
sitt vit, alla sína trúarhugsun. Eða
svo mátti virðast. En í þeim erind-
um fór hann þó ekki helzt til sjálfra
brautryðjendanna, Lúters og Mel-
anktons. Lúter var ekki nógu stöð-
ugúr í rásinni; það mátti vitna í
bækur hans báðum hliðum til stuðn-
ings í hverju máli, sagði Weidner.
Og Melankton hafði stundum sýnt
á sér bilbug og viljað semja frið.
En eftirmenn þessara leiðtoga, guð-
fræðingarnir miklu í þýzk-lútersk-
um sið á 16. og 17. öldinni, eins og
þeir Chemnitz, Gerhard og Quen-
stedt, eða sporgöngumenn þeirra í
nálægari fortíð, voru honum úrslita-
heimild í flestum trúaratriðum.
Slóð þeirra manna rakti Weidner,
og veik ekki þar út af um hárs-
breidd, hvorki til hægri né vinstri.
Við Hjörtur vissum ekki betur,
þegar við komum í skólann, en að
við værum í hjartans alvöru fylgj-
andi sögulegum og evangeliskum
kristindómi, og þar með lúterskri
kenningu, í öllum aðal-atriðum. En
hér var nokkuð, sem við höfðum
ekki tekið með í reikninginn; það
varð okkur undir eins ljóst, þegar
við fengum góðan forsmekk af
fræðum Weidners. Hér var alt
klappað og klárt í sambandi við
tfúna, og enginn vegur að bœta
neinu við; alt bundið og neglt og
rígskorðað í ríkjum vonarinnar,
bæði smátt og stórt. Ritningarorðin
voru skilin og úflistuð eins og stærð-
fræðilegar meginreglur, og hverju
atriði með vísindalegri nákvæmni.
Hjörtur hafði miklar mætur á
stærðfræði, og rökfastri hugsun yfir
höfuð að tala. En hann gat með
engu móti samið sig að þessari ó-
skaplegu reikningsfestu í sambandi
við eilifðarmálin — að fara með
heilagan og dularfullan sannleika
kristinnar trúar eins og það væri
margföldunartaflan, og ætla sér þá
dul, að kveða upp óhagganlegt Urð-
ar-orð yfir sérhverri mannssál eftir
þeim útreikningi. Hann var of al-
vörugefinn og viðkvæmur til þess,
að hann gæti tekið við þeim fræð-
um íhugunarlaust eða látið þau
liggja á milli hluta. Fór þvi Hjört-
ur til skólastjóra og bað um frekari
greinargjörð á atriðum, sem honum
voru óaðgengilegust. Weidner tók
honum vel og veitti honum greið
svör, en skýringin bætti lítið úr
skák. Eg veit ekki hvernig hefði
farið um skólavist Hjartar, ef hann
hefði ekki fljótlega komist eftir því,
að einn eða tveir af hinum kennur-
unum fóru með miklu meiri þýð-
leika og mildi í sakir þessar, heldur
en Weidner gjörði.
Einkum vandist hann á það, og
við báðir, að leita með sérstök vand-
kvæði til doktor Gerberdings. Dokt-
orinn var ekki mikill fyrir mann að
sjá, aldurhniginn, gráhærður, hold-
skarpur og varla meðalmaður á
vöxt. En nemendurnir hændust að
honum flestir — eða svo var það,
þegar við vorum í skólanum. Ihalds-
maður var hann í guðfræðinni, að
sjálfsögðu; en hann hélt því ekki
til streitu, að í “dogmatíkinni”
gömlu væri óyggjandi úrlausn á öll-
um þeim ráðgátum sem hún tók til
meðferðar. Hann kendi okkur að
fara varlega í dómum, og að leggja
meiri alúð við hjartamál kristinnar
trúar og kristilegs lífs, heldur en
kenninga-bókstafinn; enda var það
hans hlutverk sérstaklega, að leið-
beina okkur í “praktískum” kristin-
dómi. Svo mikla stund lagði hann
á þetta starf sitt, að nemendur köll-
uðu hann stundum í gamni: “Pro-
fessor of Application.”
Þótt guðfræðin, sem Weidner
kendi væri nokkuð ströng í ýmsum
atriðum, þá get eg ekki annað sagt,
(Framh. á bls. 7)
Valdina J. Condie,
Fjögra ára gömul, tók nýlega fyrsta
próf í piano spili við Toronto Con-
servatory of Music. Hún hlaut
I heiðurseinkunn (sjötiu og sjö
mörk), og ágætis ummæli. Þessi
litla islenzka stúlka er nemandi
Mrs. Helgasonar og ein af barna-
börnum Sigvalda Nordals i Selkirk.
Um þessa litlu stúlku, hefir próf-
dómarinn, Donald Haines, meðal
annars þetta að segja: .
“A very talented child, of great
promise. The mark represents per-
formance, but in no way does justice
to this amazing child of four years.”
Guðmundur Finnbogason
var hyltur á sextugsafmæli sínu í
fyrrakvöld af fjölmennu samsæti í
Oddfellow-húsinu. Prófessor Sig-
urður Nordal flutti aðalræðuna fvr-
ir minni heiðursgestsins, Ásg. Ás-
geirsson forsætisráðherra mælti fyr-
ir minni frú Laufeyjar Vilhjálms-
dóttur, og Matthías Þórðarson
þjóðminjavörður, sem stjórnaði
samkvæminu, fyrir minni barna
þeirra hjóna. Auk þeirra töluðu
fyrir minni G. F., prófessor Árni
Pálsson, Fontenay sendiherra,
Holmgreen ræðismaður Svía, pró-
fessor Guðmundur Hannesson, séra
Bjarni Jónsson, Benedikt Sveinsson
bókavörður, próf. Ágúst H. Bjarna-
áon, Kristján Albertson rithöfundur
o. fl. Heiðursgesturinn svaraði með
tveimur afburða snjöllum ræðum,
og hreif alla viðstadda með fjöri
sínu og fnydni. Eftir borðhald var
dans stiginn. Samkvæmið var með
afbrigðum glaðvært og auðfundið á
ræðum manna og skapi veislugesta,
að hér var ekki einasta hyltur snjall
og mikilvirkur rithöfundur, heldur
jafnframt óvenju vinsæll dreng-
skaparmaður.
Frá Siglufirði
Siglufirði, 6. júní.
Öndvegistíð hefir verið hér slík
frá sumarbyrjun, að elstu menn
muna ekki aðra eins. Þorskafli
mikill undanfarnar þrjár vikur, en
nú í rénun, þó sæmilegur.—Atvinna
er mikil í bænum. Bæði lætur bær-
inn vinna að gatnagerð, holræsa-
lagningu og byggingu nýrrar vatns-
þróar, vatnsæðalagningu, grjót-
mulningi, steypu ofan á hafnar-
bryggjuna o. fl. en auk þess láta
einstakir menn vinna að ýmsum
framkvæmdum, og mikil atvinna við
útgerðina nú um skeið.
Byrjað er á byggingu Sauðanes-
vitans. Yfirsmiður er Jónas Snæ-
björnsson. Verður það dýr og vand-
aður hljóð- og ljósviti. Sjómenn
eru fegnir þvi, að þessi viti kemst
nú upp.
Halldór Guðmundsson útgerðar-
maður er að láta byggja gríðar stórt
sjóhús ofan í síldarþró þá, sem
Bakkevig lét bvggja fyrir löngu síð-
an. Mun það ætlað til geymslu
síldar, sem verkuð verður fyrir
markaði í Þýskalandi og Póllandi.
Bryggjur ýmsar er verið að endur-
bæta eða byggja um.
Uppmokstrarskipið Ida er að
byrja að moka upp við hafnar-
bryggjuna. Timburskip og saltskip
losa hér í dag.
Sjálfstæðisfélögin hér hafa stofn-
að fánasveit. Félögin höfðu úti-
fund í gær og sýndi sveitin sig þar
i fyrsta sinn í búningum.
Konur héldu skemtun í gær-
kvöldi til ágóða fyrir slysavarna-
deildina. Húsrúm lét Thorarensen
af hendi í Bíó, án endurgjalds. Hús-
fyllir var á skemtuninni.
Þrjátíu börn voru fermd í kirkj-
unni á hvítasunnudag.
Snjór er nú svo tekinn úr f jöllum
og jörð svo gróin, að oft hefir eigi
betur verið í byriun júlímánaðar.
—Mbl.
ítalir fljúga til Chicago
Hinn 1. þ. m. lögðu 24 flugbát-
ar af stað frá ítalíu áleiðis til heims-
sýningarinnar í Chicago. Fer þessi
mikli floti norður flugleiðina, um
ísland, Grænland og Labrador og
svo yfir Austur-Canada til Chicago.
Foringi fararinnar er Balbo hers-
höfðingi 'og flugmálaráðherra á
ítalíu. Vonandi hepnast þessi flug-
ferð vel og verður hún þá ekki smá-
ræðis auglýsing fyrir norðurleiðina
yfir Atlantshafið. Þessi flugfloti
kom með heilu og höldnu til írlands
á mánudaginn. Næsti viðkomu-
staðurinn er Reykjavík.
U ppskeruhorf ur
Það er enn ekki mikið hægt um
það að segja, hvernig uppskeran
muni verSa hér i Sléttufylkjunum í
haust, en útlitið er víða ekki nærri
gott. Hitar hafa nú æði lengi ver-
ið afar miklir, en regn lítið víðast
hvar, og mun hveiti nú víða vera
farið að skemmast töluvert af of-
miklum hita og þurk. Þó hefir
nokkurt regn fallið nú síðustu dag-
ana á ýmsum stöðum hér í Mani-
toba, en víða ekkert. Hér í Winni-
peg rigndi töluvert á laugardags-
kveldið og aftur á aðfaranótt
þriðjudagsins. Kom sú rigning
einnig viða nokkuS hér vestur um
fylkið og hefir sjálfsagt hjálpað
töluvert. Hér suður iindir landa-
mærunum rigndi ekkert á laugar-
dagskveldið og heldur ekki í is-
lenzku bygðinni í N. Dakota. Er
þar, eins og hér fyrir norðan, mikil
þörf á regni, en þó getur þar orðið
sæmileg uppskera ef bráðum rignir.
Töluvert ber á engisprettum í suð-
urhluta Manitobafylkis og einnig í
N. Dakota, en varla munu þær hafa
unnið mikið tjón enn sem komið er.
Martin látinn laus
William Martin, tformaður miðl-
arafélagsins, Clarke, Martin Co.
Ltd., var áföstudaginn í vikunni sem
leið, látinn laus úr fangahúsinu i
Headingly, Man., þar sem hann hef-
ir veriS í síðastliðna 11 mánuði. Var
hann dæmdur til 18 mánaða fanga-
vistar fyrir óráðvandlega meðferð á
fé viðskiftavina sinna. Hefir hann
nú verið látinn laus. Sjö mánuðum
áður en fangavistin var útrunnin.
Frá hinu mikla alheimsþingi, sem
nú er verið að halda í London, er
ekki margt að segja, enn sem kom-
ið er. En þó er hitt lakara, að þær
fréttir sem þaðan berast eru langt
frá að vera góSar fréttir. Það verð-
ur ekki sagt, að full trúar þeirra
þjóða, sem hér eiga hlut að máli,
hafi enn komið sér saman um nokk-
urn skapaðan hlut, og hvað eftir
annað hefir verið rétt að þvi komið,
að þinginu yrði slitið, eða þá að
minsta kosti frestað. ÞaS lítur ekki
út fyrir annað, en hver þjóð vilji
fara sinna ferða eins og áður og ein-
blína á eigin hag, en vilji ekkert til-
lit taka til hagsmuna annara þjóða.
Virðist hér sækja mjög í sama horf-
ið, eins og áður. En þrátt fyrir
þetta er þó ekki vonlaust enn, að
eitthvað gott geti af þessu þingi
leitt. ------------------
þingmannsefni
S. H. Edgar, Buchanan, Sask.,
var á mánudaginn útnefndur af
hálfu íhaldsflokksins til að sækja
um þingmensku við aukakosningar
til sambandsþingsins, sem fram
fara í MacKenzie í Saskatchewan í
september í haust.
Nýtt lán
Fylkisstjórnin í Manitoba er að
taka nýtt lán $3,500,000 til að standa
straum af þeim miklu útgjöldum,
sem fylkið og sveitafélögin og bæja-
félögin verða að mæta vegna at-
vinnuleysisins. Var reynt að fá
sambandsstjórnina til að lána þetta
fé, þvi hún getur tengið peningalán
með betri kjörum heldur en fylkið,
en það gat með engu móti gengið.
Mbl. 8. júní.
NIGHT-MAGIC
RICHARD BECK
Tramslated from the Icelandic hy Gudmund J. Gislason
I
Like gold shields hangs the moon among the branches,
Within the forest. reigns the hush of night,
In underbrusli, like torches, flies are gleaming
And standing guard are oaks of giant height.
Thru canopy of leaves the stars are peeping
With smiling eyes down from their azure fold.
The dew upon the grass is all aglitter
Like virgin pearls set in a ring of gold.
Beneatli a drape of darkness eartli reposes,
Night’s peace has stilled the clamor of the day;
The sylvan nymphs on leaves are lightly treading
About the birchesr feet in merry play.
I hear the sounds of myriad gentle voices
Which noiSy day submerged beneath its din,
And flowers fast asleep in earth’s embraces
Are wonder-worlds that I may look within.