Lögberg - 06.07.1933, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.07.1933, Blaðsíða 5
< LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. JÚU, 1933 Bls. 5 Kirkjuvígsla í Silver Bay Sunnudaginn 2. júlí þ. á. vígSi eg kirkju Betel-safnaðar í Silver Bay, Man., við guSsþjónustu, sem haldin var þar kl. 2 e. h. Fjölmenni var viðstatt, svo að naumast komust fleiri inn í kirkj- una. Kirkjan, sem söfnuðurinn keypti af þýsk-lúterskum söfnuði þar i grend, er lítil en mjög snotur og smekkleg, og allur umgang- ur hinn bezti. Mun söfnuðinum þykja mjög vænt um þessa kirkju sína og njóta hennar hið bezta. Offur lagði söfnuðurinn fram við guðsþjónustuna til heimatrúboðs kirkjufélagsins, og nam það $18.00. Á laugardaginn 1. júlí lagði eg af stað þangað “bílleiðis” frá Winnipeg. Komum við að kveldi dags til Mr. og Mrs. B. Th. Jónasson við Sifver Bay, og yfir helgina dvöldum við í gistivin- áttu þeirra góðu hjóna. Nutum við hinnar mestu ástúðar hjón- anna og hinna myndarlegu og mannvænlegu barna þeirra. Var dæmalaust skemtilegt að dvelja þar og njóta íslenzkrar gestrisni eins og hún getur bezt verið og vera auk þess við hið fagra Mani- tobavatn á þeim fagra stað. Á heimleiðinni stönsuðum viÖ í Ashern og nutum kærleiks og góðgjörða hjá Mr. og Mrs. Helga- son, Mr. og Mrs. B. Methusalemsson og Mr. og Mrs. J. T. Clemens. Hittum viö þar einnig á sunudaginn, bændaöldunginn Sigurgeir Pétursson og konu hans, okkur til mikillar ánægju. Munum við lengi minnast þessarar ánægjulegu ferðar. H. Sigmar. Af eigin reynslu Aukakosningar til sambandsþings fara fram í McKenzie kjördæminu í Saskatchewan í septembermánuði. I því kjördæmi eiga atkvæði all- margir íslendingar. Vegna þess áð eg þekki flesta i þeim íslenzku bygðum langar mig til að segja fáein orð um þessar kosningar. Samvinnuflokkurinn (C.C.F.), undir forustu hins mæta manns J. S. Woodsworths, hefir útnefnt þingmannsefni, sem flestum öðrum mönnum er betur kunnur hér í landi frá hafi til hafs. Það er Stubbs, fyrverandi dómari í Winnipeg. Eg hefi átt tal við nokkra menn til og frá úr kjördæminu og þeim ber öllum saman um það, hvaða pólitík sem þeir fylgja, að Stubbs sé viss að ná kosningu. Er álitið að íhaldsflokkurinn muni tæpast vilja tefla fram nokkrum sveina sinna út í sjáanlegan ósigur; sam- eignaflokkurinn (commúnstar) hafa þegar útnefnt mann, en líklegt er talið að hann hætti við framboð sitt. Er þá aðeins um frjálslynda flokk- inn að ræða. Hefir því verið fleygt að hann telji engan líklegan til þess að vinna gegn Stubbs, nema ef það væri Dunning, fyrverandi fjármála- ráðherra, sem auðvitað hefði þá lika stuðning íhaldsmanna, þar sem hann er nú i þeirra þjónustu—hann vinn- ur fyrir C.P.R. félagið. En síðustu fréttir segja að hann muni ekki fást til þess að sækja, því jafnvel hann treysti sér ekki að vinna gegn Stubbs, en vilji ógjarna bíða ósigur fyrir honum. Eins og allir aðrir borgarar þessa lands hafa íslendingar í Vatnabygð- um fylgst með málaferlum þeim, sem Stubbs átti i, og þeir vita fyrir hvaða ástæður hann var sviftur em- bætti. Þeir vita það að verði hann fulltrúi þeirra á þingi, þá eiga þeir þar vel skipaö sæti; þeir vita að þeir þurfa ekki að efast um hæfi- leika hans, einurð né einlægni. En þeir þekkja manninn ekki enn sem komiÖ er persónulega, og þess vegna langar mig til þess aÖ segja frá einu dæmi af mörgum, sem eg veit um af eigin reynslu, er sýnir hvers kon- ar maður þessi Stubbs er. DæmiÖ er sem hér segir: I Winnpieg er fjörgömul islenzk kona; hún hefir ávalt verið meðal íslendinga og kann því ekki vel ensku. Hún er bláfátæk og þurfti því aÖ fá ellistyrk. Frændi hennar fór til ágæts lögmanns hér i bæn- um og bað hann að útvega henni borgarabréf, því án þess gat hún ekki fengiÖ ellistyrkinn. Lögmaðurinn kvaðst skyldi íhuga málið og sagði manninum aÖ koma aftur eftir nokkra daga. Þegar hann kom aftur sagÖi lög- maðurinn honum að ómögulegt væri að fá borgarabréfið. í fyrsta lagi kynni gamla konan ekki nógu vel ensku en aðalþröskuldurinn væri þó sá að hún yrði að mæta fyrir rétti, en til þess væri hún of lasburða; henni væri því ekki til neins að hugsa um að fá borgarabréf—og þar af leiÖandi gæti liún ekki fengið ellistyrkinn. Maðurinn sagði mér frá þessu af tilviljun. Eg stakk upp á því að við færum á fund Stubbs dómara. Við hittum hann að máli, skýrðum hon- um frá ástæðum þessarar gömlu konu og spurðum hvort hann vissi nokkur ráð, sem dygðu. . “Ekkert er auðveldara!” svaraði hann, “lögmaðurinn sagði það al- veg satt að gamla konan verður að mæta fyrrr réttj; en lögin ákveða ekkert um það hvar sá réttur skuli settur eða haldinn; hann getur al- veg eins verið í svefnherbergi gömlu konunnar eins og á nokkr- um öðrum stað. Eg skal senda rétt- arskrifarann heim til gömlu konunn- ar; þar svarar hún öllum spurning- um, skjalið hangir uppi ákveSinn tíma og að honum liðnum fer eg sjálfur heim til hennar, set réttinn í herberginu hjá henni og veiti henni borgaraskilyrðin.” Við létum í ljósi undrun okkar og þakklæti fyrir þetta: “Það er ekkert að þakka,” sagði Stubbs, “þetta er partur af embættisskyld- um mínum.” Þetta dæmi og mörg önnur lýsa manninum eins og hann er. Það er satt, aÖ hann hneigir sig ekki æfinlega djúpt fyrir auði né yfir- völdum; það er líka satt að hann metur oft litils blindan bókstaf og skoplega skriffinsku; það er enn- fremur satt að hann hagar ekki ætíð orðum sínum sem hagkvæmast fyr- ir sjálfan sig, en af eigin reynslu þekki eg hann aö því að hann lætur hvorki höft né hótanir hrekja sig af þeirri braut, er hann sjálfur tel- ur rétta. Á það má reiða sig að honum verður aldrei mútað—hann er ekki til kaups né sölu hvað sem i boði er, og það er mikill kostur þegar mið- að er við suma aðra. Vitfirring hefði það verið talin fyrir nokkrum árum, hefði einhver spáð því að McDonald yrði forsæt- isráðherra á Englandi — þó hefir þetta skeð. Álíka vitfirring mundi það talin nú—alls ekki meiri—ef einhver spáÖi því að Wloodsworth yrði í náinni framtíð forsætisráð- herra í Canada. — Þó getur þetta auðveldlega skeð. Hvað er það, sem ekki getur skeð nú á dögum? En ef svo yrði, þá væri Stubbs sjálf- sagður dómsmálaráðherra. — Það hljóta allir að skilja.— Eg veit að ekki þarf að brýna það fyrir íslendingum í Vatnabygðum, að eigin hagsmuna vegna, sé þeim sjálfsagt að greiða Stubbs atkvæði sitt. Eg veit að þeir muna eftir litlu sögunni um Stubbs og gömlu kon- una íslenzku, þegar þeir ganga aÖ atkvæðaborðinu. Sig. Júl. Jóhannesson. Fyr má nú rota en dauðrota Bara ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi.” Hannes Hafstein. Hr. Sigurður Skagfield dvelur í borginni um þessar mundir og syng- ur; hann syngur jafnvel utanborgar líka. Hann söng hérna í Sambands- kirkjunni á dögunum. Ekki hlust- aði eg á hann í þaÖ skiftiÖ; fann heldur enga verulega hvöt hjá mér til þess; hlustaði á hann oftar en einu sinni veturinn sem hann kom frá Þjóðverjalandi og skildist á hon- um þá og hrifnustu aðdáendum hans líka, að hann væri, frá listrænu sjónarmiði, fulltentur, ef ekki frek- lega það. Eg mintist Sigurðar Skag- fields lítillega þá, og að því er eg enn held, af fylstu sanngirni; eg fór í enga launkofa með þá nolckru kosti, er mér virtist hann, sem söng- maður, hafa til brunns að bera, og fjarri er mér það enn, að gera til þess nokkra minstu tilraun að ræna hann þeim fjöðrum, er hann rétti- lega kann að geta tileinkað sér. Á hinn bóginn virðist mér það helzti snemt, að hann sé tekinn i dýrlinga- tölu. Eg hefði leitt hjá mér að minn- ast Sigurðar Skagfields í þetta sinn, ef ekki væri fyrir þá sök, hve fim- lega, eins og vænta mátti, að góð- kunningja mínum, ritstjóra Heims- kringlu, tekst til um það, að hefja hann til skýjanna i nýs'tárlegri rit- stjórnargrein, með fyrirsögninni “Söngvarinn mikli,” er í blaði hans birtist þann 21. júní siðastliðinn. Ætla mætti, að í jafnlangri grein sem þeirri, er hér um ræðir, væri að rrtinsta kosti einhver lítilsháttar tilraun til þess ger, að benda með rökum á kosti, eða vankosti Sig- urðar Skagfields, sem söngvara, en því miður er engu sliku að heilsa; nasapúðrið ber alt annað ofurliði; Skagfield á að verða hetjan, hvað sem tautar, og fólkið á að segja já og amen. Og hvað ætti svo sem að vera því til fyrirstöðu, þar sem rit- stjóri Heimskringlu hefir óhikað skorið úr málinu og lýst manninn söngvara af “guðsnáð.” “Mikið leggur þú á þig fyrir hann Jón, gæzkan mín, er haft eftir bónda einum á Fróni. Mikið leggur þú á þig fyrir hann Sigurð, og Hstræna viðleitni meðal Islendinga í Vestur- heimi, Stefán minn! í gömlu Þjóðvinafélags almanaki, skrítludálkinum, ef mig minnir rétt, er sögn, eitthvað á þessa leið.— Tvær rosknar, danskar konur, ekki ósennilega i kóngsins Kaup- mannahöfn, gengu til helgra tíða, einn góðan sunnudagsmorgun. Á leiðinni heim rauf önnur þeirra þögnina með þessum orðum: “Vel sagðist blessuðum prestinum mínum í dag; mikil himnaríkisræða var það; “já, þaö hefir hún sennilega veriÖ, þó eg ekkert orðið skildi, því hún var á þýzku.” “Var hún á þýzku?. Ekki tók eg nú eftir því.” Þessi smásögn flaug mér í hug, eftir að hafa lesið hina háu krítík Stefáns um “söngvarann mikla.” Herra Ragnar H. Ragnar lék undirleik með Sigurði á þessari á- minstu samkomu. Um hann, og starf hans í því sambandi, hefir hin liáa krítík þetta að segja: “Ragnar H. Ragnar lék undir á hljóðfæri. Um meðspil hans er þaÖ yfirleitt að segja, að það er aldrei þetta algenga kattarmjálm, sem tízk- an gerir svo látlausar kröfur til að rekið sé upp viö hverja þögn söngv- arans, og sem ekkert létt væri á mænukerfinu, ef menn væru ekki orÖnir eins vanir því og raun er á.” Þeir, sem þannig rita fela ekki ljós sitt undir mælikeri, og meðan þeirra nýtur við, er að sjálfsögðu ástæðulaust að óttast um listrænan þroska okkar á meðal. Einar P. Jónson. Guðmundur Finnboga- son landsbókavörður sextugur. Á þriðjudaginn kemur er sextugs afmæli Guðmundar Finnbogasonar. Eða svo segir hann, en hann er maður sannorður, enda munu kirkjubækur herma slíkt hið sama. En á manninum sjálfum verður aldurinn ekki markaður. Sá, sem þessar línur ritar, kyntist Guðmundi Finnbogasyni fyrir rúm- lega 30 árum. Á því tímabili hefir hann ekkert breyst. Söm er hans glaðværð, sama útlit, söm hug- kvæmni, áhugi og starfsgleði. Þegar eg fyrst sá Guömund, var hann nýkominn frá útlöndum. Þá var alþýðufræðslan málefni hans. Hann kom með ný áhrif og nýjar hugmyndir inn á svið fræðslumála vorra, rakti nýjar leiðir og starfs- aðfeéðir. 'Sjálfur hafði hann lifað æskuár sín við smalamensku á Fjöll- um við mentaþrá og bókasult. Vekjandi og fræðandi skyldi hann vera þjóð sinni, úr því honum sjálf- um tókst að brjótast áfram, úr fá- sinninu á Fjöllum. Atvikin viku honum frá forystu í alþýðufræðslunni.—Þá hvarf hann aftur að heiman, út af troðinni mentaslóð íslendinga m. a. til París- ar, þess höfuðbóls heimsmenningar, er fáir íslendingar gistu á þeim dög- um. Þegar hann kom úr þeirri ferð minnist eg þess að mér fanst hann í orði og verki liafa tekið sér til eftirbreytni orð Jóhanns Gunnars, þar sem hann segir: Eg vil fljúga fugla hæstur, fara dýpst og höfin kannji, eg vil alla ánauð sigra, allar lífsins gátur sanna. Siðan ritaði Guðmundur doktors- ritgerð sína, “Den sympatiske For- staaelse” og hélt fyrirlestra i Bár- unni, vikulega í langan tima fyrir svo troðfullu húsi, að annað eins hafði hér ekki þekst, og mun vist aldrei fyr né siðar hafa verið hér önnur eins aðsókn að vísindalegum fyrirlestrum. Þvi þó Guðmundur væri vísindamaður og doktorsefni, var hann fyrst og fremst alþýðu- fræðarinn, sem klæddi hverja hugs- un, hugmynd, kenningu og sannindi í svo alþýðlegan búning, að hver maður gat haft gagn af. Svo tók hann vinnuvísindin. Þ. e. a. s. vinnuvísindin tóku hann. — Það varð Guðmundi hjartfólgið á- hugamál, að tengja vinnuna, hin daglegu störf þjóðarinnar og at- vinnu hennar, við vísindalegar rannsóknir. Tökum vísindin í þjón- ustu okkar, sagði hann, í smáu sem stóru, frá morgni til kvölds, frá vöggu til grafar. Það sýndi sig, að eigi dugði eins manns rödd, til aÖ vekja þjóðina i þessum efnum, þá þjóð, sem öldum saman hafði talið sér trú um önn- ur eins .öfugmæli og heimsku, að bókvit “yrði ekki látið í askana.” Það var ekki Guðmundar sök, þó hann væri á undan sínum tíma, er hann vildi koma vísindum að við atvinnulif þjóðarinnar. Alþjóð manna sér brátt hve við- leitni hans þar var þörf og yéttmæt. Alla stund, síðan um aldamót, hefir Guðmundur verið sístarfandi, ýmist samið bækur um ýmis konar efni, eða þýtt úrvalsrit. Og því heldur hann áfram með sama áhuga, sömu elju og áður. Við stjórn Landsbókasaínsins tók svo Guðmundur eftir Jón Jacobson. Aðal lífsstefna hans nýtur sín þar vel: Að vekja menn til umhugsunar um nytsöm efni og fræða um þaÖ, sem getur komiÖ þjóð vorri að gagni í baráttu hennar iyrir velgengni ís- lenskrar menningar og til viðreisnar íslenzku atvinnulífi. Verði Guðmundur Finnbogason sem lengst húsbóndi á þessu höfuð- bóli íslenzkrar menningar og bók- fræða! Þar nýtur hann sín, sem leiðbeinandi og fræðari. Þar nýtur þjóðin starfs hans, þekkingar hans og áhuga á þjóðnytjamálum. Mbl. 4. júní. Islendingadagurinn Hún lætur ekki neit mikið yfir sér íslendingadagsnefndin, en hún er að vinna það verk, engu að síður, sem hún hefir tekiö að sér að vinna og hefir henni nú þegar orðið mikið ágengt og skal hér drepið á sumt af því, sem þegar er fastráðið. Flestir munu á einu máli um það, að til skemtiskrárinnar hafi verið sérstaklega vel vandað í þetta sinn. Fjallkonan verður Mrs. W. J. Lin- dal. Ræðumennirnir verða séra Ragnar E. Kvaran (ísland) og Dr. B. J. Brandson (Canada), og frum- ort kvæði um sama efni flytja þeir Þ. Þ. Þorsteinsson og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Söngflokkar tveir, karlar og konur, undir stjórn Brynj- ólfs Þorlákssonar skemta meÖ söng. Nokkrar íslenzkar stúlkur frá Sel- kirk, í þjóðbúningum, skemta þar einnig með þjóðsöngvum og viki- vakadans. Forseti nefndarinnar, Dr. A. Blondal, veröur forseti samkom- unnar. Ræðupallurinn verður nú eins og í fyrra, mjög fallega og • smekklega skreyttur, en þó með töluvert öðrum hætti. Hátalarar verða settir upp, svo allir geti vel heyrt það sem fram fer á ræÖupall- inum, hvað margt sem fólkið kann að verða. . Auk alls þessa fara þarna fram í- þróttir margskonar og ýmsar fleiri skemtanir. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að i þetta sinn halda Win- nipegbúar sinn Islendingadag á Gimli, mánudaginn hinn 7. ágúst. Verður nú eins og í fyrra fólki séð fyrir mjög ódýru fari milli Winni- peg og Gimli og verður nánar skýrt frá því siðar og mörgu öðru við- víkjandi íslendingadeginum. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man.................... B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man........................... G. Sölvason Baldur, Man. ........................O. Anderson Bantry, N. Dakota........;.....Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..............Thorgeir Símonarson Belmont, Man.........................O. Anderson Blaine, Wash..................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask......................S. Loptson Brown, Man.............................J. S. Gillis Cavalier, N. Dak®ta.............B. S- Thorvardson Churchbridge, Sask....................S. Loptson Cypress River, Man..............F. S. Frederickson Dafoe, Sask ........................J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson Garöar, N. Dakota..............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask..........................C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota....................J. J. Myres Hecla, Man......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota............................John Norman Hnausa, Man..................................... G. Sölvason Hbve, Man...........................A. J. SSkagfeld Húsavík, Man...................................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kandahar, Sask......................J. Stefánsson Langruth, Man...................John Valdimarson Leslie, Sask.........................Jón Ólafson Lundar, Man..........................S. Einarson Markerville, Alta....................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Tones Mountain, N. Dakota.....................J. J. Myres Mozart, S&sk...................................jens Eliason Narrows, Man........................Kr. Pjetursson Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man........................Búi Thorlacius Otto, Man..............................S. Einarson Pembina, N. Dakota...................G. V. Leifur Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Reykjavík, Man......................Árni Paulson Riverton, Man..................................G. Sölvason Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man............................G. Nordal Siglunes, Man..................... Kr. Pjetursson Silver Bay, Man....................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man........................A. J. Vopni Tantallon, Sask................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota..............Einar J. Breiöfjörð Vancouver, B.C.....................Mrs. A. Harvey Víðir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man....................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man...............................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man............................G. Sölvason Winnipegosis, Man...........Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask................................Gunnar Johannsson FOR THE ANGLER ! Rods—Reels — Bait—That Make Sure of the Fisherman’s Luck RODS Vim Steel Rod, 4 ft. and 5 ft., 95c Cork-handled Steel Rod, $1.95 Telescope Rod, 6 ft., Agatine guides, cork handle $2.25 Solid Steel 2-Piece Rod, offset handle, cork grip, $5.00 “Stubby” Rod and Reel, $3.95 REELS Trolling Lines—84 ft. long, 20c and 25c Flax Line—50-yard spool—45c, 65, 75c Silk Lines—$1.00 and $1.95 BAITS Royal Brand Lures, 20c to $1.25 Pfleuger and Heddon Baits, 95c to $1.50 Spoon Baits, copper, nickel and brass finish 20c to 95c Preserved Baits, full assortment, 20c bottle Gut Hooks, 6 011 card, 20c and 25c. Sporting Goods Section, Thir-1 Floor, Hargrave. T. EATON C°

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.