Lögberg - 06.07.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JIJLÍ, 1933
Frá Churchill, Man.
Eftir Sm. Sigurdson.
Fyrir nokkru síðan auglýsti ráð-
gjafi náttúruauðæfa Manitobafylkis
að nú væri hverjum sem vildi heim-
ilt að fá sér bústað í Churchill bæj-
arstæði. Stærð bæjarlóöanna er 50
fet á breidd og 100 fet á lengd.
Leigu á lóðum þessum er fyrir ár
hvert skift niður í þrjá prísa $25.00
$50.00 og $100.00 kosta lóðir á
Hudson Square, aðalstræti bæjar-
ins, beint í Norðaustur frá járn-
brautarstöðinni. Eg festi mér lóð,
26. Hudson Square og fór að búa
mig til að flytja til Churchill. Þeg-
ar nágrannar okkar fréttu það tóku
þeir sig til og stofnuðu til kveðju-
samsætis fyrir okkur hjónin og
þrjár dætur okkar. Var okkur svo
boðið á það samsæti, sem haldið var
í Goodtemplara húsi bindindisfélags-
ins í Árborg Nr. 37, 11 april 1933,
kl. 8 síðdegis. Margt fólk var þar
samankomið.
Byrjuðu þá ræðuhöld, æðsti templ-
ar stúkunnar nr. 37, í Árborg, talaði
fyrst, J. B. Johannesson, og bauð
okkur velkomin ; gat þess að eg væri
búinn að vera féhirðir síðan stúk-
an var endurreist. Sagði hann að
sér væri ánægja að fá tækifæri að
kveðja okkur hér í kveld og afhenda
mér litla gjöf frá stúkunni, sem var
mjög falleg og vönduð handtaska.
North Star smjörgerðarbúið í Ár-
borg hafði stofnað til þessa skilnað-
arsamsætis með stúkunni og lút-
erska kvenfélagið í Árborg, þar eð
við vorum nú að yfirgefa þessa
bygð, sem við værum búin að vera
svo lengi í. Hans tala var af hlý-
hug til okkar; hann er maður vel
máli'farinn. Hann vinnur i bænda-
búðinni Arborg Co-op.
Næst talaði kona séra Sigurðar
Ólafssonar í Árborg. Tala hennar
var aðallega fyrir hönd lúterska
kvenfélagsins .í Árborg til konu
minnar — þakklæti frá þeim fyrir
góða samvinnu eftir mörg ár í þeim
félagsskap. Fyldi þvi söknuður að
missa hana úr bygðinni og félags-
skapnum. Heillaóskir fyrir framtíð-
ina og vandaða peningabuddu með
peningum í, færði hún konu minni
sem gjöf frá kvenfélagskonunum og
fleirum. Sagðist henni vel að
vanda. Maður hennar þjónar
Norður Nýja-lslandi með mesta
dugnaði, og er það mikið verk.
Þar næst talaði B. S. Sigvalda-
son, fyrrum oddviti Bifröst sveitar,
með nákvæmni og skilningi, eins og
honum er lagið. Hann mintist á að
eg hefði verið frumkvöðull að stofn-
un smjörgerðarfélagsins Norður
Stjarnan í Árborg fyrripart apríl-
mánaðar 1907. Mr. Sigvaldason var
fysti skrifari North Star Cream-
ery félagsins og tók mjög góðan
þátt í þeim félagsskap, svo honum
var vel kunnugt um byrjun þess og
örðugleikana, sem við var að stríða,
bæði af mannavöldum og öðru.
Hann var líka sá, sem fór með mér
,til Winnipeg með það fyrsta af
smjörinu, sem búið var til að rjóma
búinu og fékk af því reynslu í að
selja vörur frá óþektu smjörgerð-
arverkstæði, sem reyndist vel.
(Hans kaup sem skrifari og fé-
hirðir félagsins var $25.00 yfir ár-
ið.).
G. Oddleifsson, Árborg, þakkaði
fyrir hönd North Star félagsins
það sem eg hefði gert fyrir það.
Mr. Oddleifsson var einn með
fyrstu meðlimum North Star fé-
lagsins og hjálpaði, ásamt fleirum
góðum drengjum, að hlaða ís í
fyrsta íshús félagsins, sem bygt var
jafnóðum og ísinn var tekinn af Is-
lendingafljóti. Þegar íshúsið var
fult sprakk ísinn og áin fór með
hann, en ís North Star félagsins,
sem við vorum búnir að taka upp,
varð-'eftir á bakkanum, þar sem þá
var byrjað að byggja smjörgerðar-
húsið.
Mr. Oddleifsson afhenti mér
mjög vandaða og sterka kistu, sem
vinagjöf frá North Star félaginu
til mín.
Næst talaði Magnús Sigurðsson
bóndi á Hofi nálægt Árborg, og
gat þess að hann hefði margt lært af
mér. Eitt sinn, til dæmis, á fyrri
árum, hefði eg og hann verið að'
KAUPIÐ ÁVAXjT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WTNNIPEG, MAN.
búa til skurð í gegnum fljótsbakk-
ann, því Nýja-ísland var annálað
fyrir vatnsflóð á þeim tímum; oft
ekki hægt að byrja að heyja fyr en
seint, þegar sólin hafði þurkað upp
vatnið, en þá varð hey ekki eins
gott til fóðurs. Þetta sinn gekk
verkið seint með skurðinn, þar til
alt stóð fast, menn, uxar, sem drógu
plóginn og plógurinn. Sagöist hann
þá hafa mist þolinmæðina og hann
hefði eflaust sagt eitthvað ljótt, því
eg hefði kallað i hann og sagt,
“Mac, hættu að blóta.’’ Þegar illa
gengur er bezt að hugsa upp ráð til
að komast úr vandræðunum; það
hepnast alt af, ef tekinn er tími til
þess. Það reyndist satt. Um kveld-
ið var skurðurinn búinn. Vatnið
rann af enginu og við byrjuðum
heyskap fyr en hægt hefði verið að
gera, ef skurðurinn hefði ekki ver-
ið. Síðan hefi eg alt af viljað láta
kalla mig Mac en ekki Mike.
Bændaöldungurinn Stefán P.
Guðmundsson í Árborg mintist á
baráttu þá, sem bændur urðu að
heyja í frumskógum Árdals-bygðar
um og eftir aldamótin síðustu. Hann
sagðist ætla að heimsækja mig í
Churchill þegar hann væri orðinn
gamall.
Eg bað mér hljóðs og þakkaði
fyrir þetta ánægjulega samsæti, sem
mér og konu og dætrum væri hald-
ið, og eg færi frá bygðinni og fólk-
inu með söknuði, eftir margra ára
samvinnu og kynningu og eg og min
fjölskylda mundi aldrei gleyma
þeirri velvild og hlýhug, sem lýsti
sér við kveðjusamsæti þetta. Eg
og konan þökkuðum innilega fyrir
þær höfðinglegu gjafir er okkur
væri hér gefnar og afhentar.
Var svo sezt að borðum, sem að
vanda svignuðu undir fínustu mat-
artegundum, sem kvenfólkið okkar
kann svo vel að búa til og fram-
reiða. Allir gengu frá borðum með
ánægju og fór svo hver heim til sín.
Næst var að fá far til Winnipeg.
Eg þurfti að koma til Gimli að sjá
Margréti dóttur mína, sem býr þar.
Hún er gift Sigurði Torfasyni;
hann er steinleggjari, og eiga þau
4 börn. Eg fékk Kalla Einarsson í
Árborg til að flytja okkur til Gimli
og Winnipeg í bíl. Kalli á bílastöð
í Árborg í félagi með M. Daníels-
son og hafa þeir gott upp úr því.
Við fórum frá Árborg 1. maí kl. 8
f. h. og komum til Winnipeg kl. 12
á hádegi, eftir nokkra viðstöðu á
Gimli.
I Winnipeg kom Páll sonur minn
og vildi hann að við kæmum til sín.
Hann á heima við Seven Sisters
Falls:—sótti hann okkur svo á laug-
ardaginn 6. maí, 1933, í bíl. Vega-
lengdin er um 60 mílur; er vegurinn
mjög góður og fórum við það á
1I/2 klt. Landslagið er slétt fyrst,
með skógarrunnum, svo koma smá-
hæðir, sandur og grjót. Þó er ver-
ið að taka land þetta til búskapár,
og nýbyggja hús komin víða á milli
þessara hóla eru mosa-mýrar, hafa
verið undir vatni, en skurðirnir
meðfram veginum hafa þurkað þær
upp. Á þessari leið liggur vegur-
inn í austur frá St. Andrews Locks
til Winnipeg áarinnar. Það er fari^
í gegnum þorpið Tyndall. Þar eru
marmara námur og hefir Winnipeg
borg fengið þar mikið af góðum
byggingarsteini í sumt af stærstu
byggingum sínum. Þegar til White-
mouth áarinnar kemur er land gott,
slétt og grjótlaust, með mikið af
litlum tamrack skógi, sem vaxið
hefir upp úr mosa mýrum, sem nú
er búið að þurka upp. Þar búa
>ýskir alla leið til Winnipeg áar-
innar. Þeir hafa æði mikið af kind-
um, og er þar að sjá góður búskap-
ur. Mosann úr mýrunum hafa þeir
irent niður í mold, síðan sá þeir
grasfræi í flagið og eftir 2 til 3 ár
fá þeir mikið hey af því; svo sá
?eir korni og fá góða uppskeru.
Við Seven Sisters Falls eru 2
eldri synir mínir, Sigurður, elstur
barna minna, um fertugt, ógiftur;
Páll, næstur að aldri til, hann á
konu og 3 börn. Þeir bræður eru
búnir að vera þar 3 ár, hafa þar
sögunarmyllu og 35 — 40 menn í
vinnu hjá sér árið um kring. Tóku
þeir yfir 3 miljón fet af borðvið úr
skóginum í vetur — 25,000 viðar-
kubba fyrir C.P.R. járnbrautarfé-
lagið og mikið af tamrack eldiviði í
vetur, og var hann sendur til Win-
nipeg. Þeir voru að byrja að saga
harðvið þegar eg var þar. Áður voru
þeir með myllu sína í mörg ár á
Hnausum og þar áður mörg ár
fyrir vestan Árborg í Nýja-íslandi.
Þeir byrjuðu að saga með lítilli sög-
unarmyllu 1907, þá mjög ungir, og
hafa haldið því starfi áfrarn síðan,
ásamt fleiri störfum framan af, svo
sem þreskingu á haustin og plæg-
ingu á vorin og sumrin með 3 24
þumlunga stálplógum, dregnum af
gufukatli. Allur útbúnaður við
myllu þeirra nú er orðinn hagan-
legur. Allur úrgangur er bútaður
niður strax og settur í járnbrautar-
vagn, sem stendur við hliðina á
myllunni öðrum megin, hinum meg-
in stendur annar járnbrautarvagn,
og er alt sag látið renna inn í hann
um leið og sagað er og vagnar tekn-
ir frá jafnóðum og þeir fyllast og
sendir þangað sem þeir eiga að fara.
Úrgangurinn er notaður til eldivið-
ar, en sagið er sent út á sléttur, sett
þar saman við úrsigti úr hveitikorni
og eitrað svo fyrir engisprettur.
Borðviðnum er hlaðið upp og hann
látinn þorna til haustsins og svo
hefir mest af honum verið selt til
Bandaríkjanna, eða svo hefir verið
undanfarin ár. Sögunarmylla þeirra
fræðra er knúð af rafmagni, einn-
ig vagn, sem rennur á stuttri járn-
braut inn að C.P.R. járnbrautinni,
þar sem hún kemur að austan. Svo
lýsir rafstöðin þorpið, að öðru leyti
er sú stóra raforkustöð iðjulaus.
Við fórum yfir stíflugarðinn, og er
vatnið 90 fetum hærra fyrir ofan
brúna heldur en fyrir neðan. Við
fórum inn í vélahúsið, 5 gólf nið-
ur, og er þar margt að sjá af marg-
brotnum og stórkostlegum vélum,
og er slæmt til þess að vita að það
ógnar afl, sem þar er tilbúið og ekki
þarf nema að styðja á takka til að
hleypa öllu á stað, skuli vera að-
gerðarlaust að heita má og stórtap
fyrir hluthafa og margir fest al-
eigu sína í því fvrirtæki, sumt af
því fátækt fólk.
Sunnudaginn 14. maí kom eg með
konu mína og 3 dætur, Svönu, Helgu
og Sigrúnu til Churchill. Þar komu
synir okkar tveir, sem hér hafa ver-
ið við ýmisleg störf— fiski og dýra
veiðar, ferðalög á sjó og landi o. s.
frv., síðan snemma í júní 1932.
Þeir höfðu útvegað lítið hús, sem
við fluttum í og verðum við þar um
tíma. Flutningurinn, sem við höfð-
um meðferðis að heiman og það
sem við var bætt í Winnipeg, varð
okkur samferða hingað. ' Kemur
lestin með fólk og flutning fr.á Pas
einu sinni á viku hverri, sunnudag,
og tekur það ferðalag 3 daga og 2
nætur. Um nætur heldur lestin
kyrru fyrir, en frá Winnipeg til
Pas fer lestin á minna en sólar-
hring, lítið eitt styttri veg. Það eru
482 mílur frá Winnipeg til Pas, en
frá Pas til Churchill 510 mílur. Á
lestinni, sem eg var með voru 45
verkamenn stjórnarinnar, sem eiga
að vinna hér—2 íslendingar voru í
þeim hóp, báðir frá Winnipeg. Hér
munu nú vera um 120 menn, sem
vinna við mismunandi verk, sem
sambandsstjórnin hefir umráð yfir.
Einnig munu nokkrir menn vinna á
járnbrautinni Pas og Churchill.
Smá aðgerðir þarf að gera á
brautinni, annars hefir hún haldið
sér vel síðan hún var bygð. Braut-
in liggur eftir sléttu landi, og er
víða lögð á marmara hellum, sem
nú yfir margar ferhyrningsmílur af
landi. Á því svæði sem Hudsonflóa
brautin liggur yfir, á einum stað, er
farið að vinna marmara og hefir
hann reynst vel og fengið orð fyrir
að vera með því bezta byggingar-
efni, sem fundist hefir.
16. maí—Hér er enn snjór nokk-
ur. Áin og höfnin íslögð, og sjór-
inn frosinn um 2/2 mílu undan
landi. Sumstaðar meðfram strönd-
inni er ísspildan mikið breiðari og
liggur selur við ísinn. Veiðimenn
reyna að ná honum til fæðu fyrir
hunda sina. Veiðin gengur misjafnt.
Selurinn er var um sig og er fljót-
ur að stinga sér 1 sjóinn, ef hætta
er á ferðum. ísabirnir hafa veiðst
með meira móti í vetur, annars hef-
ir dýraveiði verið með bezta móti/í
vetur og loðskinn fengist að tölu
og gæðum meira en vanalega. Verð-
ið hefir verið líkt og síðastliðið ár,
lágt, ef borið er saman við það sem
það var til dæmis 1928-29; samt
munu veiðimenn flestir hafa
haft með bezta móti upp úr vinnu
sinni við dýraveiðar þennan liðna
vetur. Veður hefir verið kalt hér
t vor, en í vetur var frost minna
heldur en í suður Manitoba. Snjó-
að hefir hér nokkuð likt og til dæmis
í kring um Winnipeg. Heitt má
kallast að hafi verið þrjá siðustu
daga 20., 21., 22. maí, svo snjór er
nú farinn og holur komnar í isinn á
höfninni hér.
Frá Churchill bæ er lítið að frétta
enn sem komið er. Nú er farið að
taka upp mosa hér suður með braut-
inni. Hann er þurkaður og fluttur
hingað til bæjarins og notaður ofan
á vatnsleiðslupípur bæjarins, 6 til 8
fet á þykt; á mosinn að varna frosti
að komast að pípunum á vetrum.
Nokkur hluti vatnsleiðslunnar var
lagður i fyrra og mosinn þá notaður
á þennan hátt og reyndist vel.
17. júní. í nótt sprakk isinn hér,
og Churchill-áin flutti hann til sjáv-
ar. Er það tíu dögum síðar en í
fyrra. Þá leysti af ánni og höfn-
inni 7. júní. Fiskur er hér mikill
nú, nokkuð af laxi, en markaður
er enn ekki fyrir hann, enda er hér
ekki ís eða önnur tæki að geyma
hann, sem þó ier nauðsynlegt ef
hann á að geta orðið verzlunarvara.
Hvalur er kominn hér enn að vanda
og selur liggur við land-isinn, sem er
hér enn meðfram ströndinni. Frá
Pas koma nú tvær lestir á viku—
byrjaði það fyrirkomulag 17. júní.
Nokkrir landar vinna hér mest við
aðgerðir á bátum og fleiru, sem til-
heyrir stjórninni. Einn landi,
Skarphéðinn Friðriksson frá Win-
nipegosis er búinn að setja upp
þvottahús í félagi við annan mann.
Fleiri hafa þvottahús, svo sem Kín-
verjar og Indíánar, sem hingað eru
komnir frá Nelson. Konur þeirra
taka að sér þvott og alla vinnu, sem
þær fá. Hér var íslenzkur járn-
brautar stöðvarstjóri Bjarni Bjarna-
son, ættaður frá Manitobavatni.
Hann var fluttur héðan til Malachi á
C.N.R. brautinni, 99 mílur austur af
Winnipeg. Plann átti skozka konu;
hún dó í haust. Þau áttu dreng sex
ára gamlan.
Að endingu biðja dætur mínar,
Svana, Helga og Sigrún að senda
kæra kveðju sína til skólasytra
þeirra í Árborg; þakklæti fyrir
kveðjusamsætið er þær héldu þeim
og indælu gjafirnar, er þær gáfu
þeim að skilnaði, er þær fluttu til
Churchill. Þær segjast ekki muna
skemtilegri stund en það kvökl í
Goodtemplarahúsinu í Árborg. Þar
voru líka pabbi og mamma. Þar
voru ágætar veitingar og smáleikir
og dans á eftir.
Churchill, 26. júní, 1933.
—Hvernig heldurðu að hefði
farið fyrir mér, drengur minn, ef
eg hefði spurt jafn margs og þú
þegar eg var á þínum aldri?
—Þá hefðirðu ef til vill getað
svarað spurningum mínum.
—Það er mælt a,ð ljóshærðar
konur séu miklu geðbetri heldur en
dökkhærðar.
—En sú vitleysa. Fyrst var kon-
an mín dökkhærð og nú er hún ljós-
hærð, en eg finn engan mun á skap-
lyndi hennar.
Feigð-—Slysav arnir
Eftir Steingrím Matthíasson lœkni.
Niðurlag.
Slysin hjá okkur, sem annars
staðar, eru mjög margháttuð : Menn
drukkna ekki einungis í sjó, heldur
í straumvöjtnum og stöðuvötnum,
menn hrapa, menn kell, menn verða
úti, menn verða undir snjóflóðum
og skriðum, undir húsum við bruna
og jarðskjálfta. Menn meiða sig
við allskonar iðnað og atvinnu,
merja sig, beinbrjóta og brenna.
Brenna sig á eldi, vatni, lút og sýr-
um, taka í ógáti eitur og síðast en
ekki sízt, laskast menn og limlest-
ast í vélum og undir vögnum og
ekki mingt undir bifreiðarhjólum.
í útlendum verksmiðjum þar sem
góð regla er komin á, er strangt
eftirlit haft með því, að vélar allar
séu settar þannig niður að hjól
þeirra og ásar þannig varin grind-
um, að sem allra minst hætta geti af
þeim stafað fyrir þá sem nærri þeim
koma. Hér á landi er þessu ennþá
altof lítill gaumur gefinn, þó við að
vísu höfum fengið lög (frá 7. maí
1928), sem skipa fyrir um eftirlit
með vélum og verksmiðjum. Hér
er algengt í verksmiðjum, vinnu-
stofum og vélrúmum skipa, að sjá
hraðvirkar vélar í fullum gangi svo
að segja varnaðarlausar og reiðu-
búnar að valda beinbroti eða bana
þeirra er nærri þeim koma.
.................. /
Vélstjórafélagið á Akureyri hefir
nýlega látið prenta skýrar viðvör-
unarreglur til að festa upp á vegg
þar sem vélar eru i gangi. Er þar
sérstaklega bent á hættuna af flak-
andi klæðnaði, klútum og treflum,
þar eð hjól og ásar geta snögglega
náð tökum á slíku og hrifið menn
heljargreipuni.—Þetta tel eg góða
fyrirmynd pðrum vélstjórafélögum
og ættu slysavarnasveitir annars
staðar um land, að vekja máls á slík-
um öryggisráðum, bæði á vinnu-
stofum og vélrúmum skipa. í öðrum
löndum er farið að tiðkast að vara
menn við slysum með veggmynd-
um, er með skýrum dráttum og
sterkum litum sýna greinilega og
stundum spaugilega hvernig ýmis
slys verða til, oftast fyrir klaufa-
skap og vanþekkingu. Fulltrúi
Slysvarnafélagsins, Jón Bergsveins-
son, hefir prentað sýnishorn af slik-
um myndum frá Þýskalandi og hef-
ir hann verið svo vænn, að senda
mér þær. til athugunar og umsagn-
ar. Margar þessar myndir eru á-
gætar, en venjulega áletraðar með
þýsku letri og gerðar eftir þýsk-
um staðháttum og þarf því að
breyta þeim, til þess að þær komi
vel að gagni hér á landi. Hér er
verkefni fyrir okkar mörgu lista-
menn og gott tækifæri til að vinna
að slysavörnum með því að gera
nýjar myndir alislenzkar.
—Það er að eins stutt (eða varla
meira en 100 ár) siðan farið var
að hugsa um slysavarnir, hvað þá
að skipuleggja þær. Þessi grein
heilsufræðinnar er enn í bernsku.
En alveg eins og heilsufræðin yfir-
leitt hefir tekið feiknar framförum
á síðasta mannsaldri, svo að nú má
takast að verjast og koma í veg fyr-
ir ýmsa sjúkdóma, sem áður voru
óviðkomanlegir, eins og mun mega
takast með góðum ráðum, að koma
í veg fyrir ótal hættuleg og banvæn
slys í framtíðinni pegar að því kem-
ur, að skipulagðar verði slysavarnir
við hinar ýmsu atvinnugreinar og i
iðuskriði daglega lífsins.
♦
Það er í allra roksinna manna
minnum, að á meðan sjósókn var
stunduð á opnum bátum hér við
land var lítið eða ekkert hugsað um
slysavarnir áður lagt væri á djúpið,
nema máske það að gæta þess, að
neglan væri í bátnum og helst í
neglugatinu og þar næst það, að
formaður las sjómannabæn meðan
bátshöfnin hlýddi á berhöfðuð.
Þessi siður þótti góður og guði
þókanlegur, en misjafnlega munu
menn hafa treyst árangri bænarinn-
ar og þess vegna mun siður þessi
hafa lagst niður eins hér á landi
sem annarsstaðar, að árangurinn
reyndist lítill a. m. k. hérna megin
—hinum megin kannske betri—um
það þori eg ekki að dæma.
Sú skoðun hefir orðið ofan á
meðal mentaðra manna að guð láti
náttúruöflin afskiftalaus þó þau
ólmist í jötunham og brjóti báta og
týni lífi dauðlegra manna. En hitt
er öllum ljóst, að við höfum fengið
í vöggugjöf skynsemi og góðan vilja
til að hjálpa hvef öðrum og reyna að
beisla náttúruöflin til að ráða yfir
þeim og sjá við ofbeldi þeirra. Sem
betur fer hefir með vaxandi viti og
mannkærleika tekist að sjá við feigð
manna, alveg furðanlega, hjá því
sem áður var. Þeir sem fyr á öld-
um máttu teljast bráðfeigir væru
það ekki lengur ef þeir lifðu nú, því
að það hefir tekist að koma i veg
fyrir fjölda sjúkdóma og slysa, sem
áður sviftu menn lífi unnvörpum
fyrir örlög fram. Að meðalæfi okk-
ar íslendinga er nú orðin nálægt
tvöfalt lengri en hún var á fyrri
öldum, sýnir að við höfum lært
furðu vel að sjá við feigðinni, en
við eigum þó eftir að gera enn bet-
ur, sérstaklega í því að sjá við
slysafeigðinni.
Það er gömul hjátrú, að Óðinn
eða Alfaðir kjósi feigð á menn. Þá
hjátrú þarf að_ bannfæra. “Ólög
fæðast heirna’’ og má heimfæra það
upp á slysafeigðina. Sú feigð er
afar oft sjálfskaparvíti, hún er oft
vanþekking, stundum kæruleysi,
stundum ölæði—brennivín brjálar
minni—menn eru illa fyrirkallaðir,
eitthvað lasnir, magi pg taugar í ó-
lagi, menn eru ofþreyttir og svefn-
lausir. Eða—feigðin er skipinu að
kenna. Það er fúið og lekt. Vélin í
ólagi, brothætt, ryðguð. Kompás-
inn vitlaus, því sprittið af honum er
drukkið o. s. frv.
Feigðin er víðtæk fræðigrein,
girnileg til fróðleiks og ganglegt að
sem flestir vildi kynna sér þessi
vísindi daglega lífsins og sannfær-
ast um hér sem víðar “að Guðs
vegir eru ekki órannsakanlegir’’ þó
hið gagnstæða sé sagt í fornum rit-
um.
Eg vil að endmgu gera þá játn-
ingu, hræsnislaust að eg hefi miklar
mætur á Útvarpi íslands, Það hefir
marga kvöldstund dillað mér með
söng og tónleikum ágætra lista-
manna, flutt mér fréttir líkt og
Huginn og Muninn Óðni forðum og
oft skemt mér og frætt mig með
snjöllum erindum góðra skálda og
fræðimanna. En mest er eg þakk-
látur fyrir ágætan þátt, sem Út-
varpið tekur í slysavörnum sjó-
manna vorra með veðurskeytum og
viðvörunum.—Ekkert guðsorð, sem
Útvarpið flytur hefir hrært mig inst
í hjarta eins og þegar eg heyri blæ-
þýða rödd þulunnar á kvöldvökunni
ávarpa sjófarendur víðs vegar út
um sollinn sjó íslands-ála, með til-
mælum um að lita eftir og liðsinna
vélbát frá Patreksfirði eða Bolung-
arvík eða Fáskrúðsfirði, veslings
vélbát, sem hrakist hefir fyrir vindi
og sjó langt frá landi með nokkra
aðframkomna vonlausa menn inn-
anborðs.
Þegar eg hlusta á þessa vinsam-
legu orðsendingu frá Slysavarnafé-
lagi íslands senda út yfir lönd og
höf til að kalla á hjálp handa óþekt-
um meðbræðrum í neyð, þá gleðst
eg í hjarta og huga: Sannarlega lif-
um við ekki á hinum síðustu og
verstu tímum. Tíminn fer þatnandi.
Og líka dettur mér í hug: “Ekki
er drottinn ennþá dauður,” eins og
presturinn sagði í gamni.
Blessuð veri þessi rödd mildi og
miskunnar. Það er rödd náunga-
kærleikans. Það er rödd guðspjalls-
ins sem segir: “Elskið hver annan,”
og “það sem þér viljið að mennirnir
geri yður, það skulið þér og þeim
gera.” Það er rödd hins miskunn-
sama Samverja, sem kemur óbeðinn
til að hugga, líkna og lækna. Rödd-
in boðar það, að fyrir samvinnu
vísinda og mannkærleika er guðleg
forsjón stigin fram á meðal vor,
forsjón, sem ekki er neitt trúarat-
riði heldur forsjón i raun og sann-
leika, til að hrifa menn úr dauðans
greipum, færa þá heila heim til
konu, barna og ástvina og þar með
fækka sorg og tárum.