Lögberg - 06.07.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚLf, 1933
Bls. 3
g»»OOOC»»0»0»»»0»»»C»»»»»0»»»»»»»»0»»»00>0»»»»»0»»»»»»»»»»»»»0»»»»»»»»»»»»»»»»»»>
Sólskin = »0000090 S OCOOO 000»&»00»00000»00000»»»»0»0000»0»S Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga
í»»»»»»0»0»»»»00»0»»»»»»»»0»»»»»
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
Þessháttar menn voru eflaust varkárir.
Það var auðvitað nauðsynleg't í þeirra grein.
En ef til vill gæti hún samt sem áður leikið á
þá. Hún hallaði sér upp að arinhyllunni og
braut heilann um, hvernig hún ætti að fara
að. Svo gekk hún fram að dyrunum. Þjónn-
inn, Lake, var í forstofunni, og hún kallaði á
hann.
“Eg býst við að eg geti fyllilega treyst
yður, Lake,” mælti hún rólega, og rödd henn-
ar lýsti vingjamlegu trúnaðartrausti.
Ungi maðurinn roðnaði af þessum virðing-
arvotti, er honum var sýndur.
“Það getið þér, ungfrú. Þér getið reitt
yður á mig. Eg vil með ánægju gera alt, er
þér biðjið mig um.”
“Þá ætla eg að biðja yður að hringja á
jþetta númer, ’ ’ mælti hún og ýtti símaskránni
til han.s. “Biðjið um að fá að tala við annað-
hvort Hawkson eða King og spyrjið hann,
hvort þeir hafi nokkra fregn til yðar. Þér
verðið að segja, að þér séuð Effington lá-
varÖur. Þér skiljið víst, að þér verðið að
liaga vður, eins og ]jér séuð Effington lávarð-
ur sjálfur, svo að skrifstofap trúi því, að þér
séuð hann. Þér getið breytt rödd yðar ofur-
lítið, hún er ekki óáþekk rödd greifans. Þér
skiljið mig víst, Lake?”
“Já, fullkomlega, ungfrú, ” svaraði hann.
‘ ‘ Þér verðið að tala í skipunarróm og yfir-
lætislega,” mælti hún, “vera mynduglegur
í málrómnum, eins og þér getið ímyndað
yður, að Effington lávarður mundi vera.”
“Já ungfrú, eg skal gera það. Hg skal
kappkosta að tala þannig, að þeir verði að
lialda, að það sé lierra greifinn. ”
“Það er ágætt. Spyrjið þá nú, hvort nokk-
urt boð sé til yðar, og segið mér svo, hverju
þeir svara. Þetta er ef til vill aÖeins mis-
skilningur,” bætti hún við, “en það held eg
nú samt ekki. Ef þér verðið þess var, að
þeir skilja ekki, hvað þér eigið við, skuluð þér
ekki reyna að skýra málið frekar fyrir þeim,
lieldur leggja rólega frá yÖur heyrnartækið.
Eg tek á mig alla ábyrgð af þessu, svo þér
þurfið ekki að óttast að lenda í nokkurri klípu
þess vegna.”
“Hamingjan góða, ungfrú, það er ekkert í
hættunni. Mér er það aðeins ánægja að geta
gert yður greiða.”
Hann gekk að símanum og bað um númer-
ið og fékk þegar samband.
“Er þetta hjá Hawkson and King? Þér
talið við Effington lávarð —” Elsa þrýsti
saman höndunum 0g hlustaði í ákefð og eft-
irvæntingu. “Já, þér talið við Effington
lávard, ” mælti Lake í hvössum róm. “Eg
hringdi til að spyrjast fyrir, hvort þér hafið
nokkur boð til mín;—Þér hafið það, segið
þérf Ágætt.” Svo varð stutt þögn. Unga
stúlkan hallaÖi sér áfram og hlustaÖi. “Já,
látið mig heyra það! Þér veittuð lienni eftir-
för í kvöld, — eins og aftalað var — alla leið
að húsi hinu megin við ána. — Nú, jæja, þér
sendið þá skriflega skýrslu — jæja, þér eruð
bwinn að senda hana af stað — ágætt,
jæja, það var þá ekki meira. Eg bíð þá eftir
skýr.slu yðar. Hún lilýtur að koma á hverri
stundu; það er ágætt. Jæja, eftir fáeinar
mínútur. Það er gott! ’ ’
Lake lagði frá sér heyrnartólið og sneri
sér að Elsu. Hún var alveg nábleik í framan.
Það var þá Giles, sem hér hafði hönd í bagga.
“Ejg' veit ekki, hvort þér áttið yður á þessu
ungfrú, ’ ’ sagði þjónninn. ‘ ‘ Eg endurtók það,
sem sagt,var í símanum, svo að þér skylduð
heyra það.”
“Eg skyldi það alt saman, Lake. Þakka
yður ka'rlega fyrir. Eg skal muna yður
þetta. Beztu þakkir!”
XXXV.
Reikningsshil
Effington lávarður sat á skrifstofu sinni.
Hann var kjólklæddur og albúinn til að fara
út. Við dyrnar stóð sendill, og GUes sat í
skrifborðsstól sínum og las með ákefð
skýrslu, er lmnnvar nýbúinn að fá.
“Ungfrú Elsa Ventorr fór að heiman kl.
tíu mínútur yfir sjö. Hún var í dökkum kjól
0g dökkum frakka og með svartan hatt. Hún
kallaði á bíl og ók á stað, og maður vor hélt
á eftir henni í öðrum bíl. Ungfrúin ók til nr.ll
Burges Street, S.El Stóð við í húsinu lið-
uga liálfa stund. Húsið er lítiÖ og stendur í
liúsaröð. Roskin kona, frú Graoe, býr í því.
Seinustu dagana hefir ókunnur maður hald-
ið þar til, að líkindum sem leigjandi. Þegar
nngfrú Ventor fór þaðan, ók hún beint
heim aftur til nr. 12 í Downford Street.”
Frú Graoe! Hvílík heimska, að honum
skyldi ekki hafa dottiÖ það í hug fyrri. Hann
hafði einu sinni séÖ frú Grace, og hann vissi,
að hún var gamla fóstra Elsu, og þessvegna
einmitt sú manneskja, sem Elsa gat leitað
til í svona erindum.
Jæja, en nú liafði hann þó fengið vitneskju
um, hvar Ralph Belmont, morðinginn, var
(niðurkominn. Nú vissi hann þá það sem hann
hafði viljað vita. Það gat enginn vafi leik-
ið á því, að maðurinn, sem hélt til hjá frú
GraCe, væri Ralph Belmont.
Giles stóð upp, lokaði dyrunum á eftir
sendlingnum og greip talsímann. Hann
hringdi nú á sama númer og Lake liafði talað
við skömmu áður.
“Er þetta Hawkson? Bg er búinn að fá
skýrslu yðar og hefi lesið hana. Eg hefi
ofurlitla nýjung handa yður, sem yður getur
eflaust. orðið eitthvað úr, ’ ’ mælti hann. ‘ ‘ En
yður verður að vera það ljóst — það er von-
andi lir. HaAvkson sjálfur, sem eg tala við?”
“ Já.”
“Þér munið eflaust eftir Shuttlefields-
morðinu, “Morðinginn, Ralph Belmont,
flúði og náðist aftur í Suður-Ameríku og var
fluttur um borð í Albertha. Þér munið
þetta eflaust altsaman?”
“Já maðurinn fórst með Albertha,” mælti
hr. Hawkson.
“Nei, það gerði hann ekki. Hann er á lífi
og í bezta gengþ og er sem stendur hér í
Lundúnum. Það er einmitt maðurinn, sem
loigir í því húsi því sem ungfrú Ventor heim-
sótti í kvöld. Það sem eg nú hefi sagt yður,
er sannleikur, skiljið þér, en eg vil með engu
móti láta blanda mínu nafni inn í þetta. Eg
vil ekkert vera við það riðinn, og þér megið
með engu móti nefna mitt nafn í því sam-
bandi.”
“Eg skil það svo vel, yðar liágöfgi, þér
getið alveg öruggur lagt þetta mál í vorar
hendur; við skulum reka það með fullkomu-
ustu nærgætni.”
“Það er líka skilyrðið.”
“YÖar hágöfgi getur verið aKeg öruggur
um það. Bn yðar hágöfgi er vonandi alveg
sannfæbður um, að þetta sé rétt? Hér getur
líklega ekki verið um neinn misskilning að
ræða.”
“Alls ekki. Bg er alveg viss um þetta.
Maðurinn kallar sig Smith. Það var hann,
sem dvaldi ásamt mér 0g ungfrú Ventor á
Suðurliafs-eyjunni, svo að þór skiljið víst að
eg veit, hvað eg syng. Eg komst af til-
viljun að því, að hann hét Ralþh Belmont, en
af sérstökum ástæðum gat eg ekki skýrt frá
þessu fyrr en nú. Þegar við fórum af skip-
inu,sem flutti okkur hingað,reyndi eg að kom-
ast að, hvert maðurinn hefði farið og hvar
hann mvndi fela sig. Nú hafið þér fundið
það út og nú legg eg málið í ýðar hendur. Þér
gerið nú það, sem yður sjúlfum lízt. Eff eg
man rétt, er lieitið verðlaunum fyrir að hafa
upp á honum—a. m. k. var það áður. Só
um einhver verðlaun að ræða, falla þau til
yðar —ásamt lreiðrinum.
“Ágætt, yðar hágöfgi. Vér skulum þegar
gera allar nauðsynlegar ráðstafanir.”
Giles lagði frá sér símatækið og brosti
ánægjulega. 1 dag hafði hann svei mér unnið
stórvirki. Loksins fékk hann nú hefnd fyrir
alla þá smán, er Belmont hafði valdið honum.
Nú losnaði hann loksins aúS þenna morÖingja
—fyrir fult og alt. Og Giles þóttist hafa
farið kænlega að ráði sínu. Elsu grunaði
ekki neitt, liægt og gætilega hafði liann lagt
ólina um lióls Ralpli Belmonts, án þess nokk-
ur, vissi af.
Nokkrum mínútum síðar sat Giles í bíl
á leiÖ til Downing Street nr. 12.
“Er ungfrú Ventor heima?” spurði hann
þjóninn.
“Ungfrúin er heima, lir. lávarður,” svar-
aði Lake.
Hann rétti lionum liattinn og staf og gekk
upp forstofuþrepin. Elsa sat inni í stóra
salnum alein. Ilún hafði farið aftur í svarta
kjólinn.
“Gott kvöld!” lieilsaði Giles kankvíslega.
“Hvaða jarðarför er nú þetta hérna?”
Hún leit upp og var mjög bleik.
‘ ‘ Eg veit ekki við livað þú átt, ’ ’ mælti hún.
Hann leití spurningaraugum á svarta
kjólinn og snerti hann.
‘ ‘ Þessi hérna er með svona jarðarfarar-
svip,” mælti Giles. “En skollin hafi það
liann fer þér annars skrambi vel. Stúlka
verður að vera falleg, til þess að svart fari
kenni vel, en þér fer það.” Hann hló hátt og
glannalega.
“Það er ef til vill eitthvað í því, sem þú
segir, “mælti hún svo, “Það er sannarlega
jarðarför.” Hún leit á hann.
Hann glápti forviða á hana.
“Hvað áttu við? Eg skil ekki almennilega
spaugiÖ.”
“Það er heldur ekkert spaug, sem eg er
að segja,“ svaraði liún. “Það sem eg á við,
er svo ódrengilegt verk og svívirðileg svik
að eg hefði aldrei getað trúað þér til þess. Þú
hefir látið njósna um mig.”
Giles varð alt í einu eins og steingerfingur
í framan.
“Bull og slúður!” sagði hann illhryssings-
lega. “Njósna um þig? Hvers vegna í
heiminum ætti eg að gera það. Eg skil ekkert
í, hverrnig þér gétur dottið önnur eins vit-
leysa í hug. Það er sannarlega móðg-
andi—” Hann setti upp mesta þykkjusvip.
“Þú þarft ekki að vera með rieinum leik-
araskap við mig,” mælti Elsa kuidalega.
“Þú hefir enga ánægju af því. Þú hefir
leigt leynilögreglumenn, til þess að vera á
hælum mér. Og nú í kvöld hefirðu fengið
skriflega skýrslu um, hvað eg hefi hafst að í
dag. ”
“ Já, en — hvernig í ósköpunum—f ” Giles
glápti á hana alveg steinhissa. Hann vissi
hvorki upp né niÖur.
“Áttu við, hvernig eg viti þetta? Vertu
ekki að brjóta heilann um það. Það sem
mestu varöar er, að eg veit það, en það er
ekki skrifstofan, sem hefir slúðrað, það ætla
eg að segja þér.. Þeir hafa ekki gengið á
bak við þig. En það hefir þú gert við mig.
Þú hefir hegðað þér ódrengilega og ósæmilega
gagnvart mér. Þú hefir látið njósna um mig,
til þess að komast að, hvar Belmont væri
niður kominn. ’ ’
“Þessu neita eg fastlega,” mælti Giles.
“Neita því alveg eindregið!”
“Það er ekkert annað, en að þú hætir
einni lýginni við allar hinar. Þú mátt ekki
gleyma því að eg þekki þig. Eg veit, hvílíkur
ódrengur ])ú- ert, live skapgerð þín er lág-
skreið og lítilmannleg. Það var um að gera
fyrir þig að liafa upp á Ralph BelmonU-svo
að þú gætir gert honum eitthvað til meins.
Þú ert búinn að gleyma því, að hann bjargaði
þínu auma lífi ekki aðeins einu sinni, heldur
mörgum sinnum. Þú hefir gleymt öllu nema
smásálarlegu hatri þínu til hans.”
“Þú—T-þú ert dauðskotin í þessum bófa!”
æpti Giles þá og horfði æÖisgengnum augum
á hana.
“Já, eg elskaði hann,” mælti hún og leit
djarfmannlega beint framan í hann. “Eg
elskaði hann, það er satt, og eg elska hann
ennþá—eg elska hann jafn innilega og eg
fyrirlít þig. Þú spurðir áðan, hvaða jarðar-
för þetta væri í dag. Það skal eg segja þér.
Það er jarðarförin trúlofunar okkar. Skil-
urðu það?”
“Þú átt við----f ” hikstaði hann.
“Eg á við, að eg giftist þér aldrei. Þú
hefi rofið heit þitt, og með því leyst mig frá
mínu heiti. Eg er frjáls og frí, og eg þakka
hamingjunni fyrir það.” Hún sneri sér að
bjölluknappinum og þrýsti á hann.
“Elsa!” Hann þaut fáein skref áfram,
til þess að aftra henni, en það var of seint. “1
hamingjunnar bænum — áttaðu þig stúlka.
Eg get svariÖ, að eg—”
“Þú getur sparað þér alla svardaga. Þú
býst þó ekki við að eg trúi eiðum þínum og
orðum. ’ ’
“Upp á æru 0g trú—”
“Æru!” Hún lrió biturt og liorfði á liann.
‘ ‘ Hvaða hugmynd hefir þú um æru ? Þú hefir
aldrei þekt merkingu þess orðs.” Hún sneri
sér að dyrunum í því Lake kom inn.
“Lake, viljið þér fylgja lians hágöfgi til
dyra,” sagði hún í myndugum róm.
Giles stóð stundarkorn forviða og glápti
eins og óviti á Elsu og þjóninn ó víxl.
“Blsa,” sagði liann, “þú verður að heyra
það sem eg segi. Hamingjan góða, Elsa—!”
“Eg óska ekki að heyra meira. Þú ert
a^rulaus maður—smásólarlegur þorpari. Héð-
an þekkjumst við ekki framar, Effington lá-
varður. Lake, þér lieyrðuð livað eg sagði?”
“í hamingju bænum,” hrópaði Effington
lávarður. Þú íilýtur að vera gengin af göfl-
unum, Elsa! Þér—” hann snéri sér að þjón-
inum, som stóð grafkyr og beið. ‘ ‘ Þér getiÖ
farið út. ”
“Nei, þér verÖiÖ kyr, Lake. Gerið nú
svo vel, að fylgja hans hágöfgi út,” mælti
Blsa. “Og munið eftir framvegis, að eg er
ekki heima, ef hans hágöfgi skyldi koma aftur
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON 218-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». Phone 21824 — Offlce tlmar 2-8 Helmili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Símið oantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilesrir lyfsalar Fyrsta flokks aftrreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur löofrœtHncrur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 96 062 og 3» 043
DR. T. CREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 64 6 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lslenxkir löolrœöingar 326 MAIN ST. (& ööru gólfi) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrlfstofur aö Lundar og Glmli og er þar aö hltta fjrrata miövikudag I hverjum m&nuOL
DR. B. -H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACB Winnlpeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson TannlœknW 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Simi 22 296 Heimilis 46 064 J. T. THORSON, K.C. tslenxkur lögfrœöinour 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 765
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 224 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aO hitta kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsiml 42 691 DR. A. V. JOHNSON Islenekur TannlceknW 212 CURRY BLpG., WINNIPEG Gegnt trosthúsinu Slmi 96 210 Heimllis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harr). islenzkur lögmaöur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslmi 71 761
Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy SU. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62-571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sfl beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skriístoíu talsimi: 86 607 Heimilis talsími 601 662 C. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Löofrœöingvr \ Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St., gegnt City Hall Phone 97 024
DR. A. BLONDAL A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Life Bldg. E. G. Baldwinson, LL.B.
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvenna og Annast um fasteignlr manna. tslenxkur lögfrœöingur
barna sjúkdöma. Er aC hitta Tekur aö sér að Svaxta sparlfé »
fr& kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. fólks. Solur elds&byrgö og bif- Residence Phone 24 206
Ofíice Phone 22 296 reiöa ábyrgöir. Skriflegum fyrir-
Heimili: 806 VICTOR ST. spurnum svaraö samstundis. 729 SHERBROOKE ST.
Simi 28 180 Skrifst.s. 96 767—Heimas. 33 828
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
Nuddkeknir 601 PARIS BLDG., WINNIPEXJ
ViÖtalstimi 3—6 e. h. 41 FURBT STREET Fasteignasalar. Lelgja húa. Ot-
Phone 36 137 vega peningal&n og elda&byrgfi af
632 8HERBURN ST,—Simi 30 877 ’Sllu tagi.
SlmiÖ og semjlö um samtalatlma ihone 94 211