Lögberg - 13.07.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 13.07.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1933 Ur bœnum og grendinni 4.............- - —--------------+ G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. Þrenn verðlaun fyrir konur og J>renn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur: Mr. B. Alford, Mr. Frank Lowe, Mr. Arthur Johnson, Mrs. A. Clifton, Mrs. A. Williams, Mrs. S. Beck. Mrs. C. O. L. Chiswell biður Lögberg að flytja Bandalagi lút- erskra kvenna, sem ársþing sitt hélt að Gimli hinn 7. og 8. þ. m., kærar þakkir fyrir komuna til Gimli og fyrir þau ágætu erindi, sem þar voru flutt, og fyrir alt annað gott, sem þetta félag befir lagt til and- legs lífs Vestur-íslendinga. Séra S. S- Christopherson fór eftir kirkjuþingið til Langruth og Amaranth og fleiri stöðva þar vest- an við- Manitobavatnið. Kom hann til borgarinnar þaðan að vestan, um miðja vikuna sem leið og fór heim- leiðis til Bredenbury, Sask., á föstu- dagskveldið. > Mr. J. T. Bergman, frá Medi- cine Hat, Alta., kom til borgarinnar í vikunni sem leið, Gerir hann ráð fyrir að vera hér í borginni og ná- grenninu nokkrar vikur. Með hon- um eru dætur hans þrjár. The English Lutheran Church will again meet with First Lutheran Church, Victor at Sargent, on Sun- day in 11 :oo a.m. joint English Ser- vices. Rev. Theodore S. Rees will conduct the service taking as his sermon topic: “Plans — or Living With a Purpose.” We need the Lord and His bles- sings and His Salvation in hot weather the same as we do in cooler weather. Let’s noc forget to wor- ship. ÁætlaSar messur í norðurhluta Nýja íslands síðari hluta júlímán- aðar: 16. júlí, Víðir, kl. 2 síðd.; 16. júlí, Framnes, kl. 8.30 siðd.; 23. júlí, Árborg, kl. 11 árd.; 23. júlí, Riverton, kl. 8 síðd.; 30. júlí Geysir, kl. 11 áfd.; 30. júlí, Hnausa, kl. 2 síðd.; 30. júlí, Víðir, kl. 8.30 síðd. Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Laugardagskvöldið þ. 1. júlí voru þau Alvin F. Engelsen og Miss Mar- vel Hermanson gefin saman í hjóna- band. Athöfnin fór fram í kirkju Hallgrímssafnaðar i Seattle, Wash. Séra Kolbeinn Sæmundsson fram- kvæmdi hjónavígsluna í fjarveru sóknarprestsins. Brúðguminn er af norskum ætt- um, en brúðurin er dóttir Sam Her mansonar ,sem heima á í Tonasket, Wash., í Okanagan dalnum austan Cascade fjallanna. Hann er sonur Kristins Hermansonar frá Milton, N. D. Athöfnin fór mjög vel og mynd- arlega fram og var hin ánægjuleg- asta í alla staði. Kirkjan var mjög smekklega prýdd blómum og alskip- uð vinum og vandamönnum brúð- hjónanna. Miss Þóra Matthíason söng tvo söngva og Miss Kristín Sumarliðasön spilaði undir á hörpu. Það jók og ei lítið á fegurfi at- hafnarinnar, að Miss Sumarliðason sló hörpu sína undur þýðlega meðan sjálf hjónavígslan fór fram. Að hjónavígsluathöfninni afstað- inni fóru fram veitingar i samkomu- sal kirkjunnar og var fjöldi gesta þar viðstaddur. Heimili ungu hjónanna verður í Seattle, Wash. Hugheilar heillaóskir hinna mörgu vina þeirra fylgja þeim á framtíðar brautinni. Séra N. S. og Mrs. Thorlákson eru nú sem stendur að heimsækja son sinn og tengdadóttur i Edmon- ton, Alberta. Utanáskrift þeirra er 9748-106 Str. Edmonton, Alberta. Laugardagirín 8. júlí, voru þau George Frederick Garbutt og Ólavía Aðalbjörg Anderson, bæði til heim- ilis i Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni. Hjónavígslan fór fram á heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Carl Andersons, 921 Ban- ning St., að viðstöddum nokkrum hóp skyldmenna og annara vina. Brúðhjónin fara skemtiferð suður um Bandariki, en heimili þeirra verður í Winnipeg. SIGIRD 8KAÖNCLD CONCERTS WINNIPEGOSIS FIMTUDAGINN, þann 20. júlí. Hefst kl. 8 e. h. Accompanist R. H. RAGNAR. “Rödd slguröar Skagfields er stimpluö glæsimensku og hetjubrag.’ —Einar Páll Jönsson, ÍJTV, ritstj. Lögbergs. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg,' hefir ákveðið að heimsækja Betel á miðvikudaginn, hinn 19. þ. m., eins og það félag hefir gert flest undanfarin ár, síð- an elliheimilið var stofnað. Flestar konurnar sem taka þátt í þessari för, munu fara með járnbrautarlest- inni, sem leggur af stað frá C.P.R. járnbrautarstöðinni kl. 9 að morgni. "Oss hœttir til að lita vora eigin galla í firðsjá, en skoða annara í stœkkunargleri.” Firth Bros. Firth Bros. tilkynna að I júlí- mánuði láti peir fylgja ökeypis buxur með hverjum handsniðnum alfatnaði, sem pantaður er. C.O.D. föt, sem skilað hefir verið aftur, og verksmiðju gerðir fatn- aðir, seljast nú á $14.75 Engir tveir fatnaðir eins. Vana- verð $20.00 til $35.00 Firth Bros. Ltd. ROT TOBEY, Manager 417J4 PORTAGE AVE. Sími 22 282 Dr. A. V. Johnson, tannlæknir, verður í Riverton þriðjudaginn hinn 18. þ. m. --------- ÁRDÍS Ársrit Bandalags lúterskra kvenna. Rit þetta fæst hjá félagskonum víðs- vegar í Canada og Bandaríkjunum, en hver sem ekki nær til þess í sínu nágrenni þarf ekki annað en senda Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave, Winnipeg, 35 cents og verður ritið þá sent tafarlaust. Riti þessu ætti að vera vel tekið og það ætti að seljast bæði fljótt og vel, því rit- ið á það meir en vel skilið. Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustur í Vatnabygðunum í Sas- katchewan sunnudaginn 16. júlí, sem fylgir: í Mozart á íslenzku kl. 11 f. h.; í Wynyard á íslenzku kl. 3 e. h.; í Kandahar á ensku kl. 7.30 að kvöldinu.—Islenzk guðsþjónusta verður flutt að Elfros, mánudags- kvöldið 17. júli, kl. 8. Guðsþjónustur við Tantallon og Gerald, boðast sunnudaginn 23. júlí. Á Hólaskóla klukkan ellefu fyrir miðdag og á Valla skóla klukk- an þrjú eftir miðdag. Þess er óskað að rnenn fjölmenni við þessar athafnir. S-. 5. C. Mr. B. A. Bjarnason, stud. theol. messar væntanlega í Piney næsta sunnudag, þ. 16. júlí, og á þeim tíma dags sem þar er venjulegur og aug- lýst verður heima fyrir. Fólk þar í bygð er beSið að láta sem flesta vita, sem til verður náð, og að fjöl- menna við messuna. Messur i Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 16. júli, eru áætlaðar þannig, að * morgunmessa verður i gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 Siðdegismessa í kirkju Víðinessafn- aðar kl. 2 e. h., og kvöldmessa, kl. 7, í kirkju Gimlisafnaðar. Séra Jó- hann Bjarnason prédikar. Til þess er mælst að fólk fjölmenni við messurnar. Séra H. Sigmar messar sunnu- daginn 16. júlí í Péturssöfnuði kl. 11 f. h. í Fjallasöfnuði kí. 3 og í Mountain kl. 8 að kveldi. Séra Jóhann Bjarnason býst við að hafa messu í kirkju Mikleyjar- safnaðar sunnudaginn þann 23. þ. m. (júlí). Ferming ungmenna og altarisganga um leið. Fólk á Mikl- ey er beðið að láta fregn þessa ber- ast um eyna og að fjölmenna við messuna. Vér viljum draga athygli Islend- inga að hinu mikla “gleðimóti”, sem stendur til á Gimli næsta sunnudag, (16. júlí). Mun skemtiskráin eiga’ að byrja kl. 2 e. h., í Gimli Park, og þar flytur erindi, vor góðkunni mælsku og mentamaður prófessor Richard Beck, frá Grand Forks. Búist er við að allstór hópur ungra manna frá Selkirk, Winnipeg og víðar að, taki þátt í íþróttum þar á staðnum. Dr. Tweed verður i Árborg á fimtudaginn 27. þ. m. Dómurinn í Grœnlands- málinu (Framh. frá 1. bls.) Auk þess höfðu þeir sína eigin lög- fræðinga við sókn málsins og vörn, Norðmenn m. a. málafærslum. Pér Rygh og Danir Steglich-Petersen. Auk þess var fjöldi sérfræðinga kvaddur til aðstoðar af báðum máls- aðilum; meðal þeirra voru af Dana hálfu Grænlandskönnuðurnir dr. Rasmussen, dr. Lauge Koch og Einar Mikkelssen, en af Norð- mannahálfu Adolf Hoel. Og 16 mánuðum eftir landhelgunina, 21. nóvember í vetur sem leið hófst munnlegi málaflutningurinn í Haag. Lætur nærri að hvor aðili um sig hafi haft undir tuttugu manna sendisveit á meðaa á honum stóð. Fæstir spáðu nokkru um úrslitin fyrirfram. Sóknin fyrir dómstóln- um var svo snörp frá báðum hlið- um að yfirleitt voru menn í nokkr- um vafa um hvernig fara mundi. Margir giskuðu á, að dómurinn yrði einskonar málamiðlun milli að- ilanna. En þetta fór á aðra leið. Dómurinn varð skýlausari en nokk- urn gat grunað og fyrir þá sök vakti hann afar mikla athygli um heim allan. Landhelgunin 10. júlí 1931 var dæmd ólögleg og ógild, en aðil- ar dæmdir til að greiða málskostn- að í sameiningu, eins og venja er til samkvæmt 65. gr. reglugerðar dóm- stólsins. Dómurinn var kveðinn upp bæði á frönsku og ensku, en enski textinn gildir. I dómsforsendunum er rakin stjórnarfarsleg saga Grænlands og ber það yfirlit með sér, að dómur- unum hafði verið allmikil fræðsla að kynnast þeim þætti þessa máls, sem að Islandi veit. En þó undar- legt megi virðast er ísland varla nefnt, og virðist það vera hið eina, sem aðilar hafi verið sammála um, að ekki tæki að minnast Islands í sambandi við málið. Þess er getið að Grænland hafi fundist 900 og bygst um 1000, að landið hafi orð- ið skattskylt Noregskonungum á 13. öld, og að norrænu bygðirnar hafi verið liðnar undir lok fyrir 1500. En eigi hafi fullveldi konungs yfir nýlendunum orðið ógilt þessvegna. Árið 1721 hafi svo Þlans Egede numið land á ný í Grænlandi og konungur gefið lög og fyrirskip- anir, sumpart varðandi landið og sumpart bygðirnar og veitt sérrétt- indi í Grænlandi. Og 1814 hafi Danakonungur látið Noreg af hendi við Svía, en haldið eftir Grænlandi, Færeyjum og íslandi. Er þetta ein aðalástæðan fyrir dómsniðurstöð- unum. Grænland hafði yverið með öllu órannsakað fram eftir 19. öldinni, segir i forsendunum. Þá er minst á að Danir hafi stofnað nýlendu í Angmasalik og 1925 í Scoresby- sundi, norðar á ströndinni og í byrj- un 20. aldar hafi Danir sett lög, sem giltu fyrir alt Grænland, en á 19. öld hafi oft verið tekið fram í lög- um, að þau giltu ekki alt landið. Þá kemur yfirlit yfir veiðimensku og veru Dana og Norðmanna á “Eiríks landi rauða” á þessari öld. —Danska stjórnin hafi jafnan á síðari árum 'talið Dani eiga Græn- land alt, en einstakir menn hafi lát- ið i ljós vafa um þetta og því hafi Danir á árunum 1915-21 leitað eftir viðurkenningu annara þjóða á um- ráðarétti sínum yfir öjlu Grænlandi. Hafi Bandaríkin tekið málaleitun þessari vel og norski utanríkisráð- herrann, sem þá var Ihlen, hafi svarað mjög vinsamlega. Hefir svar hans, sem þó var aðeins munn- legt, orðið til þess að veikja mjög málstað Norðmanna. Ennfremur hafði málaleituninni verið tekið vel af stjórnum Frakklands, Bretlands, Italiu og Japan. I ársbyrjun 1921 bættust Svíar í við og sama árið sneri Danastjórn sér enn til Norð- manna, sem nú neituðu viðurkenn- ingunni, nema því aðeins að þeir fengi ýmsar tryggingar og rétt til fiskiveiða og dýraveiða á Austur- Grænlandi. Danir vildu ékki semja um þetta og sögðust halda sér við svar Ihlens frá 1919 og gáfu út til- kynningu um, að þeir lokuðu Aust- ur-Grænlandi. Varð þetta til þess að Danir og Norðmenn hófu samn- inga um landið 1923 og lauk þeim ineð 20 ára samningi árið eftir. Varðaði sá samningur aðeins at- vinnumál, en bæði ríkin áskildu sér frjálsar hendur um álit sitt á rétt- arstöðu landsins, livort það væri danskt eða drotnaralaust (no man’s land). Árið 1931 voru Norðmenn farnir að gerast athafnamiklir í Austur- Grænlandi og sama vorið byrjuðu Danir á þriggja ára áætlun sinni um rannsókn þessa lands, undir stjórn Lauge Koch. Er þetta stærsti vísindaleiðangur sem komið hefir til Grænlands og búinn ágætum tækjum. Ákváðu Norðmenn því að láta til skarar skríða og gerðu það með landhelguninni. Settu þeir þar lögreglustjórn en Danir fólu leið- angursmönnum sínum samskonar völd og hafa því “tvöföld” yfirvöld verið í Austur-Grænlandi undan- farið. Norðmenn höfðu einnig helgað sér annað stórt landsvæði, sunnar í Austur-Grænlandi. Því máli var ekki skotið til dómstólsins vegna þess að það er alveg hliðstætt hinu fyrra og er því landhelgun þessi sjálfkrafa orðin ógild eftir dóm- inn. Norska stjórnin gerði þegar ráð- stafanir til að nema úr gildi þau fyrirmæli, sem hún hafði sett um Sótthreinsið _ gripa hús I MEÐ §M ROYAL CROWN FLAKED LYE !00% PURE Sigurdson, Thorvaldson Co., Ltd. GENERAL MERCHANTS Three ^Star Imperial Gasoline, Distillate Mobile Oils, Marvelube and Polarine Riverton Arborg Hnausa Phone 1 Phone 1 5I_I4 MANITOBA BÓKBAND! BÓKBAND! Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, að þær séu vandlega bundnar inn.—Við Jeysum af hendi greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði. The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. Tanu Beach IVinnipeg’s Newest Summer Playground 4)4 Miles Straight West of Headingly on No. 1 Highway IDEAL CAMPING AND PICNIC GROUNDS Tables, Benches, Hot and Cold Water, Cabins, Swimming Bathing DANCING Wednesdaýs, Saturdays and Holidays to the Captivating Strains of JACK HUNTER and His Rhythm Rascals You’ll Have a Jolly Time at Tanu Beach Parking Privileges 25 cents per Car “Get Your Tan at TANU” Eiríksland rauða, eftir löghelgun- ina. Sýslumaður og löggæslumað- ur voru kvaddir heim og yfirleitt alt það afnumið, sem sýndi full- veldi Norðmanna yfir landinu. Og Danir skírðu landið upp þegar í stað og heitir það nú “Kristjáns- land tíunda.” Danir tóku úrslitunum með mik- illi gleði, eins og vænta mátti. Eþi Norðmenn hafa sýnt hið mesta jafnaðargeð, þó auðsætt sé að þá svíði. Þeir viðurkenna hvorki Kielarsamninginn gamla, né.heldur gildi yfirlýsingar Ihlens, en halda fast við þá skoðun, að Danir hafi aldrei eignast fullveldi yfir Austur- Grænlandi.—Aðstaða þeirra í. Aust- ur-Grænlandi verður óbreytt fram- vegis, eins og hún hefir verið, þang- að til samningurinn frá 1924 renn- ur út eftir 11 ár. —Fálkinn. Ritstjóraskifti Ólafur Friðriksson lætur nú af ritstjórn Alþýðublaðsins, líklega á morgun, en við tekur Einar Magn- ússon, kennari, til bráðabirgða, að ROYAL Y0RK CAFE 629 SARGENT AVE. Beztu máltlðir sem hugsast get- ur, við ðviðjafnanlega sanngjörnu verði. FISH and CHIPS, bezta tegund til þess að taka með sér heim, fyrir 15c og þar yfir. BED PLANTS ROSES, CARNATIONS, TULIPS, ETC. VARIOUS POT PLANTS Verð lægra en niðri í bæ Sargent Florists 678 SARGENT (at Victor) Phone 35 676 því er sagt er. Það er mál manna, að þessi skifti seu einn þátturinn í tilraunum Héðins Valdimarssonar til þess að verða einvaldur í Al- þýðuflokknum. Vísir 16. júní. Frakkar og skuldamálin Samkv. áreiðanlegri heimild hefir franska stjórnin sent Bandaríkja- stjórn varfærnislega orðaða orð- sendingu til Roosevelts, um skulda- málin. í orðsendingunni mótmælir stjórnin þvi, að Frakkland hafi nokkurn tíma ætlað sér að neita að standa við skuldbindingar sínar. Jafnframt lýsir stjórnin því yfir, að hún geri sér vonir um, að innan langs tíma verði málið til lykta leitt. —Vísir. CARLTON ELECTRIC PHONE 80 753 641 SARGENT Raf-aðgerðir af öllum tegamdum, ásamt vlrlagningu. Raf-stór yðar “disconnected” ÓKEYPIS. Alt Verk Ábyrgst TIL SÖLU íslenska matsöluhúsið Par sem Islendlngar I Wlnnipeg og utanbæjarmenn fá sér máltlðlr og kaffl. WEVELCAFE 692 SARQENT AVE. Slml: 27 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandl. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat greiðlega um alt, aem aS ■ flutningum lýtur, smáum eða atör- um. Hvergi sanngjarnara verB. HeimiU: 762 VICTOR STREET Slml: 24 500 CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimaslmi 24 141

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.