Lögberg - 27.07.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.07.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLl, 1933 Högíjerg Gefið út hvern íimtudag af T B E C O LU M B I A P R E 8 S L I M I T E D 69» Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 urn árið—Borgist fyrirfram rhe "Lögberg’’ is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avs, Winnipeg, Manitoba. PHONEB 86 327—86 328 St j ór nmálaf lokkur inn nýi Hann heitir fullu nafni Co-operative Com monwealth Federation hinn nýi stjórnmála- flokkuFf sem nú er myndaður í Canada, en vanalega er hann táknaður og nefndur með stöfunum C.C.F. Varla getur heitið að hann hafi verið fullmyndaður, þó hann liafi að ví§u verið til í ár eða svo. fyr en í vikunni, sem leið, að hann hélt þing mikið í Regina, Sask., og kom sér niður á stefnuskrá og kaus sér foringja og ýmsa aðra embættismenn. Foringi flokksins hefir frá byrjun veíið J. S. Woodsworth, sambandsþingmaður frá Winnipeg og var liann nú kosinn foringi flokksins í einu hljóði. Auk foringjans er nokkurskonar flokksráð og mynda það þrír fulltrúar í hverju fylki af sex fylkjunum í sambandinu. Eru þeir sem hér segJr: British Columbia—Angus Mclnnis, M.P., Vancouver; George Williams, Kamloops og W. A. Pritch- ard, Vancouver. Alberta—William Irvine, M.P., Wetaski- win; Robert Gardiner, M.P., Acadia og Elmer Roper, Edmonton. Saskatchewan—George Wiliiams, Semans; M. J. Coldwell, Regina og Mrs. Sophia Dixon, Unity. Manitoba—Miss Beatrice Brigden, Bran- don, John Queen, M.L.A., Winnipeg og S. J. Farmer, M.L.A., Winnipeg. Ontario—Miss Agnes McPhail, M.P., South East Grey; Capt. Elmore Philpott, Toronto og Thomas Cruden, Toronto. Quebec—J. L. Whitty, Alderman Shubert og Lloyd Hammond, allir í Montreal. Þó .sumt sá kannske ekki sem ljósast í stefnuskrá þessa nýja stjórnmálaflokks, þá er það þó engum vafa bundið, að aðal stefna hans er stefna socialistanna svo nefndu, og sem allir þekkja að nafninu til að minsta kosti. Gætir þessarar stjórnmálastefnu all- mikið í mörgum löndum, en hér hefir ekki mikið borið á henni til þessa. Hér hefir ver- ið verkamannaflokkur, bændaflokkur og kommúnistar nú síðustu árin. Verkamanna- flokkurinn virðist hafa að miklu leyti gengið inn í þennan nýja flokk og mikill hluti af bændaflokknum, sem einu sinni var töluvert fjölmennur á sambandsþinginu. Ivommún- istar eru hér ekki með, að því er séð verður. Yfirleitt eru hér samtök meðal þeirra manna, sem ekki hafa trú á því, að hægt sé að bæta það neyðarástand, sem nú á sér stað í þessu landi, og víða um heim, meðan það fyrirkomulag er ríkjandi, sem þjóðfélags- skipulag þessa lands og flestra annara landa er bygt á. Er hér átt við séreignarstefnuna, sem stundum er kölluð auðvaldsstefna. Plér er því um breytingu á grundvallaratriðum að ræða. Stefna hins nýja flokks er aðallega í því falin, að þjóðfélagið taki í sínar' hend- ur sem flestar þeirra stofnana, sem einstak- ir menn og félög reka nú. Eru þar á meðal, og fyrst og fremst peningastofnanirnar, bankarnir, þá samgöngutækin, járnbrautir sérstaklega og svo iðhaðarfyrirtækin hvert af öðru, einkum hin stærri. Br hér um stórfeld- ar og róttækar breytingar að ræða og fólkið í landinu þarf að gera sér grein fyrir þeim áður en það styður þennan flokk til valda, eða þá hafnar stefnu hans. Hér er aðeins vejúð að segja frá stefnu flokksins í nokkrum aðalatriðum. Hitt er annað mál, hvernig honum kann að ganga, að koma hugsjónum sínum í framkvæmd, jafn- vel þó hann næði völdum. Má búast við að báðir gömlu flokkarnir leggist hér fast á móti, bæði frjálslyndi flokkurinn og íhaldsflokkur- inn og þyki hér alt of langt gengið, en báðir hafa þeir flokkar mikið fylgi og öflugt, eins og öllum er kunnugt. Bftir því, sem vér vit- um bezt, hefir jafnaðarstefnan haft heldur lítið fylgi í Canada alt til þessa. íílá að vísu búast við að hún hafi meira fylgi nú, heldur en nokkurntíma áður, kannske miklu meira. Kjör fólksins eru svo erfið, að það þráir breytingu og einmitt á slíkum tímum er afar hætt við, að fólk gleypi við nýjum hugmynd- um án þess að gæta þess vandlega hve heil- brigðar þær eru, eða á góðum rökum bygðar. Þegar manni líður illa, vill maður, sem von er, breyta til. En því aðeins er til nokkurs gagns að breyta, til að þær breytingar séu til bóta. Annars er ver farið en heima setið. Sumarið 1930 var skift um stjórn í Canada. Ihaldsmenn komust til valda, en frjálslyndu stjórninni var hrundið af stóli. Þá var at- vinnuleysið byrjað og fjárhagsörðugleikar. Ileyrði maður þá kveða við úr öllum áttum: “Það er bezt að breyta til; það getur aldrei orðið verra en það er.” Síðan má heita að ástandið hafi stöðugt farið liríðversnandi, alt til þessa. Hafa menn nú fyrir löng"u séð. að ástandið gat orðið miklu verra heldur en það var 1930. Oss dettur ekki í hug að kenna það alt íhaldsflokknum, síem þá komst til valda. En það er sannfæring vor, að fóikinu í Canada, og þá sérstaklega í Vestur-Canada liði miklu betur nú, heldur en því líður, ef ekki hefði vefið skift um stjórn við kosning- arnar 1930. En það er ekkí ætlun vor að fara hér út í þá sálma. Vér vildum aðeins benda á, að það er varasamt að breyta til af þeim ástæðum, að ástandið sé slæmt. Það kemur því aðeins að haldi, að breytt sé til liins betra, en ekki lakara. Enginn skyldi því þjóta til og styðja liinn nýja flokk, af þeim ástæðum einum, að ástandið sé vont og í þéirri trú, að það geti ekki Versnað. ‘ ‘ Lengi getur vont versnað,” segir máltækið, og á það ekki síður við hér en annarsstaðar. Ef þessi svokallaða jafnaðarstefna kæmist á í raun og veru, eins og leiðtog'ar liennar hugsa sér hana, þá skyldi enginn ætla að ein- staklingsfrelsið yrði meira eftir en áður. Það yrði miklu minna. Þeir, sem völdin hefðu í það og' það skiftið, hefðu miklu meira vald yfir fólkinu, heldur en stjórnin hefir nú. Hjá því yrði ekki komist. Nokkurnveginn alt fólk yrði vinnufólk stjórnarinnar. Vér erum ekki að fortaka að mörgu fólki kynni þá að líða töluvert betur en því líður nú. En afburða hæfileikar gætu ekki notið sín með því móti, og það, sem menn hafa talið svo dýrmætt hnoss, einstaklingsfrelsið, hlyti að verða stór- lega skert. Fullkominn jöfnuður meðal mann- anna getur ómögulega miðast við hærra mark heldur en meðalmenskuna, og varla það. Enn er það að athuga við stefnu þessa nýja flokks, að það er afarmiklum erfiðleikum bundið, að koma henni á. Ríkismaðurinn lætur ekki gera sig jafnan fátæklingnum, nema hann megi til. Það verður að neyða hann til þess. Mr. Woodsworth hefir að vísu hvað eftir annað sagt, að hann vildi ekkert ofbeldi nota- Mn hvernig hann hugsar sér að koma á hinum stórfeldu breytingum, án þess að nota eitthvað af því, sem kallað er ofbeldi, er að minsta kosti ekki auðskilið. Vér gerum naumast ráð fvrir að C.C.F. flokkurinn nái völdum í Canada fyrst um sinn. En það er ekki ástæða til að gera lítið úr honum og það er líklegt að hann hafi æði mikið fylgi við næstu kosningar og væntanlega heggur hann stærra skarð í frjálslynda flokkinn, heldur en íhaldsflokkinn. En þeir, sem honum vilja fylgja verða að gera sér grein fyrir því, að hér er um hreina og beina jafnaðarstefnu að ræða og milli hennar og kommúnisma er ekki löng leið. Islendingadagurinn 1 síðasta blaði var auglýst Islendingadags- hald á þremur stöðum, Gimli, Hnausa og Seattle (Silver Lake). 1 þessu blaði er aug- lýstur Islendingadagur í Wynyard. Það lítur því ekki út fyrir annað, en Islendingar hér í landi vilji enn halda þeim góða sið, að piinn- ast ættlands síns og alls þess, sem íslenzkt er og gott. með því að halda Islendingadag einu sinni á ári. íslendingarnir í Seattle segja ekki mikið um það hvað um hönd verði haft á þeim íslendingadegi, en vafalaust er alveg óhætt að gera ráð fyrir, að til hans verði vel vandað nú eins og áður og mun Seattle- búum hafa jafnan hepnast vel sitt Islendinga- dagshald. í Wynyard verður Islendingadagur haldinn nú eins og að undanförnu. Er þessi Islend- ingadagur sá tuttugasti og fimti í samfeldri röð, sem haldinn er í Vatnabygðunum. Munu landar vorir í hinum stóru og blómlegu Vatnabygðum í Saskatchewan ekki láta þann góða sið niður leggjast. Þá halda Islendingar í norðanverðu Nýja íslandi sinn Islendingadag, nú eins og að und- anförnu að Hnausum. Hafa þeir ágætan samkomustað við vatnið, sem mikið hefir ver- ið gert til að fegra og er sérlega fallegur. Ber skemtiskrá dagsins það með sér, að mjög vel hefir verið til hennar vandað. Þó það séu menn í norðanverðri bygðinni, sem fyrir þessu hátíðahaldi gangast, þá efum vér ekki að þessi íslendingadagur verði vel sóttur af fólki úr allri bygðinni og einnig frá Selkirk og Winnipeg og kannske víðar að. Það virðist dálítið skrítið, að ís- letldingar í Manitoba halda nú tvo Islendingadaga, ár eftir ár, og rétt um sama leyti, meira að segja sama daginn í fyrra, og á stöðum, sem eru nærri hvor öðrum. Ekki nema svo sem tuttugu mílur á milli, eða þar um bil. Það sýnist ekki að mjög miklir örðugleikar ættu að vera á því) að sameina þessi tvö hátíðahöld og hafa einn íslendingadag fyrir alt Manitobafylki og þá helzt á Gimli, eða Hnausa, eða þá sitt árið á hvor- um staðnum. Væri þá þangað vit- anlega allir íslendingar boðnir og velkomnir, hvar sem þeir eiga heima. Það sýnist nægilegt, að hafa einn íslendingadag í Nýja íslandi og þar með einn íslendingadag í Manitoba. Meðan Islendingadagur var haldinn i Winnipeg, var öðru máli að gegna. Það getur verið, að þeir yrðu færri, sem • með þessu móti gætu sótt íslendingadaginn, en hann ætti að geta orðið betri og fullkomnari, ef aðeins einn íslendingadagur væri haldinn í Manitoba. Oss finst að þetta sé vel þess vert að um það sé hugsað. Gullbrúðkaup Það var sunnudaginn 18. júni, að fólk safnaðist úr öllum áttum að heimili Mr. og Mrs. Johnson að Otto, P.O., Man. í tilefni af því, að fimtíu ára giftingarafmæli þeirra hjóna var þann dag. Á íslandi í Þistilf irði í Þingeyjarsýslu árið 1883 gaf séra Guttormur Vigfússon saman í hjónaband Gu,leifu Jóns- dóttur og ísleif Guðjónsson John- son. Fluttu þau sama ár til Ame- ríku og hafa búið mest af í Grunna- vatnsbygð. , Það er ekki oft að hjón lifa sam- an í friði og einingu svo mörg ár, og er því skemtilegt og tilhlýðilegt að minnast þess. Fólk var svo margt samankomið að húspláss reyndist heldur litið svo tekið var það ráð að reisa borð úti í fögrum skógarunni þar sem skuggar trjánna skýldu þessum vinahóp frá brennandi sólarhitanum. Mr. Guðm. Breckman, mágur gullbrúðgumans stýrði þessu fagn- aðarmóti. Hann talaði fáein hlý- leg orð /og afhenti hjónunum tvo stóla sem gjöf frá gestunum. Var svo tekið að snæða ljúffengar og margbreyttar veitingar, sem kon- ur bygðarinnar lögðu á borð með mestu snild, og mátti með sanni segja að enginn þurfti svangur frá borðum að fara. Fáeinir skemtu með stuttum en fallegum ræðum og þar á milli voru sungin íslenzk lög. Þegar kvelda tók fóru gestirnir að smá tínast í burtu með gleði í hjarta og innilegustu blessunarósk- um til gull-brúðhjónanna. Einn af gestum. Nýr doktor.—Þorkell Jóhannes- son magister varði nýlega doktors- ritgerð við heimspekisdeild Hafnar- háskóla, og fjallar hún um kjör frjálsra verkamanna á íslandi fram að miðri sextándu öld. í frétt frá sendiherra Dana hér segir að blað- ið “Berlingske Tidende” hafi átt tal við Þorkel um doktorspróf hans og hafi hann sagt svo frá efni doktors- ritgerðarinnar í stuttu máli: Rit- gerðin lýsir því að í fornöld var á íslandi sérstök stétt frjálsra verka- manna, jafnframt þrælasölunni. Ekki voru þá greidd daglaun, en fólk var ráðið í vist eitt misseri eða ár í senn hjá bændum, og fékk kaup sitt goldið í fríðu. Þessir frjálsu menn fylgdu höfðingjum til víga.” Séra Björn B. Jónsson prestur Fyrsta lúterska safnaðar í Wínni- peg, og frú hans, komu hingað um síðustu helgi. Kornungur fluttist hann vestur um haf, og hefir aldrei komið hingað síðan, fyr en nú. Um síðustu helgi átti hann 40 ára prest- skaparafmæli. Hann hefir verið prestur sama safnaðar síðan 1914, kom þangað sem eftirmaður sr. Jóns Bjarnasonar. Hann er meðal kunn- ustu og merkustu íslendinga vestan hafs. Þau hjónin fara héðan norð- ur í land um miðjan júlí. Mbls. 30. júní. A Local School With a National Reputation For many years the Dominion Business College, with which is allied the Cooper Institute of Accountancy, has heen doing a great work—not only in Winnipeg and Manitoba—but through- out the length and breadth of this great Dominion with the result that to day The DOMINION BUSINESS COLLEGE is the largest school of its kind west of Toronto It, has students in every one of the nine provinces and at the time this appears in print these provinces are not represented by merely one or two, but by a substantial number of students actually engaged on one or other of the schools many courses. NOTE: Students in attendance or studying by mail, July 1933: Manitoba 394 Ontario ............................148 Quebec 68 Saskatchewan 45 British Columbia 30 Nova Scotia 26 Alberta 23 New Brunswick 14 Prince Edward Island 5 It will pay you well to train at a College that has had its courses recognized in every province. DOMINION BUSINESS COLLEGE THE MALL •• •• WINNIPEG Branches: St. James; St. John’s and Elmwood

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.