Lögberg - 07.09.1933, Side 2

Lögberg - 07.09.1933, Side 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1933. Fertugaála og níunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Veáturheimi Haldið í Argylebygð í Manitoba frá 23. til 27. júni 1933 Ungmennafélög Þrjú ungmennafélög hafi verið stofnuð á þessu ári, eitt í prestakalli séra E. H. Fáfnis og tvö í prestakalli séra Gutt- orms Guttormssonar. Ungmennafélög eru nú alls 14, og með- limatala 796, eða 58 fleiri en var í fyrra. Þessi' skýrsla ber með sér að þessi félagsskapur er að glæðast þótt hægt fari. Nefndin vill draga athygli þingsins í heild sinni að þessu áhugdmáli—ungmennafélags starfseminni. Ungmennin þrá félagsskap, þarfnast félagsskapar og vilja leggja mikið í söl- urnar til að starfa. Það ríður mikið á, og framtíðarheill yngra fólksins er undir því komin að því só> leiðbeint í holt andrúmsloft af þroskuðum og reyndum leiðtogum. Nefndin vill benda þinginu á hvort ekki sé æskilegt að ungmennafé- lögin haldi með sér stefnu á þessu sumri, á heppilegum stað, til að ræða ungmennastarfsemi og áhugamál. Á kirkjuþingi í Baldur 26. júní, 1933. E. H. Fáfnis Jóhann Friðriksson Dora Benson. Urðu allmiklar umræður um málið. Tóku ýmsir til máls. Héldu umræður áfram þar til kl. 12 á hádegi. Var þá samþykt að slíta fundi. Sungið var versið 46, “Til þín, ó Jesú minn, lát þú mig langa.” Næsti fundur ákveðinn kl. 1.30 e. h. sama dag.— TÍUNDI FUNDUR Kl. 1.30 e. h. sama dag. Sunginn var sálmurinn 317, “Eg stend til brautar búinn, mín bæn til þín og trúin, er einka-athvarf mitt.” — Fyrir lá 8. mál á dagsskrá: Snnnudagsskólar og Vngmennnfélög Höfðu tvær skýrslur í því máli áður verið lagðar fram. S. O. Bjerring gerði þá tillögu, en C. B. Jónsson studdi, að málið um Ungmennafélög sé falið 3. manna milliþinga- nefnd. Urðu umræður nokkrar um tillöguna og málið í heild sinni. Loks var tillagan borin undir atkvæði og samþykt. Var og samþykt, að þingnefndin í málinu, þau séra E. H. Fáfnis, Dóra Benson og séra Jóhann Friðriksson, sé sú milli- þinganefnd er fari með málið til næsta þings. Var sú sam- þykt gerð ( e. hlj.— Þá var tekin fyrir skýrsla þingnefndar um sunnudags- skólamál, er áður hafði verið lögð fram. Samþykt var að taka skýrsluna fyrir, lið fyrir lið. 1. liður var ræddur um stund, en síðan samþyktur. 2. liður samþyktur með því að allir stóðu á fætur. 3. liður samþyktur. 4. liður ræddur nokkuð, en síðan samþyktur.—Nefnd- arálitið síðan í heild sinni samþykt. Málið þar með afgreitt af þinginu. Forseti las upp skýrslu um námsskeið í kristilegri fræðslu ungmenna, ( bygðum fslendinga við Manitobavatn, síðastliðið sumar, er stofnað hafði verið til undir umsjón Bandalags lúterskra kvenna. Kennarar höfðu verið þær Miss Ellen Frederickson og Miss Thóra Oliver. Samþykt var að skrifari birti þessa mikilsverðu skýrslu á prenti. Næst tók dr. Richard Beck til máls. Flutti hann vin- gjarnleg og fögur kveðjuorð til þingsins, um leið og hann þakkaði fyrir frábæra rausn, er hann, meðal annara, hefði notið á þessu kirkjuþingi. Var ræðan þökkuð af forseta, um leið og hann árnaði dr. Beck heilla og hamingju í starfi hans. Gunnl. Jóhannsson mintist á þá yfirgnæfandi þörf, er væri á því að efla áhuga fyrir bindindi. Öllum væri kunnugt um hið mikla böl, er stafaði af nautn áfengis um allan heim. Vildi hann að prestar legðu í vana sinn, að styðja bindindis starfið í ræðum sínum, og jafnvel að prédika beint um það að minnsta kosti tvisvar á ári. Var þessu máli, að þv( er virtist, vel tekið af þingmönnum. Þá lá fyrir að ákveða föst útgjöld safnaða í kirkjufélags- sjóð. Var samþykt, að sú upphæð sé $600.00; sama upphæð og í fyrra.— Séra N. S. Thorláksson lagði fram þessa skýrslu, sem fulltrúi kirkjufélagsins í kristniboðsnefnd United Lutheran Church in America: Þegar eg var kosinn á þing í fyrra ráðgefandi fulltrúi trúboðsráðs U.L.C.A. fyrir hönd kirkjufélagsins, ásetti eg mér að sækja einn fund ráðsins á árinu. Eru aðalfundir þess nú 4 á ári. En þegar eg af gjörðabókum funda er mér ávalt vöru sendar, sá hve erfiður fjárhagur ráðsins var, þá gat eg ekki fengið mig til að auka því kostnað með því að fara svo langa leið, þar sem það borgar ferðakostnað fulltrúa sinna, en hvorki eg né kirkjufélag mitt þess umkomið að gera það. Eg sótti þv( engan fund ráðsins. Eg tilkynti Dr. Koller, aðalritara þess ástæður þess, að eg sækti ekki fund þann, sem eg var búinn að láta hann vita að eg byggist við að vera á. Skrifaði hann mér aftur mjög bróðurlegt bréf og sagði mér að ráðið hefði metið ástæður mínar en vænti þess að eg kæmi, þegar fjárhagurinn batnaði. Það hefir svo krept að fjárhagslega, að trúboða suma, sem í Ameríku voru í heimfararleyfi sínu, var ekki hægt að senda aftur á trúboðs- stöðvarnar. N. S. Thorláksson. J S. O. Bjerring gerði þessa tillögu til þingsályktunar: Þingið vottar þakklæti sitt yfirskoðunarmönnum kirkju- félagsins, þeim T. E. Thorsteinson og F. Thórdarson, fyrir hið vandaða verk þeirra í sambandi við yfirskoðun reikninga og bóka kirkjufélagsins.— Þá lá fyrir að taka á móti tilboðum um þingstað næsta ár. Fyrir hönd Selkirksafnaðar lagði Klemens Jónasson fram endurnýjað boð þess safnaðar, er ( fyrra hafði gert tilboð um þingstað hjá sér 1034. Var hið endurnýjaða boð þakkað og samþykt í e. hlj. Þá var lögð fram þessi tillaga til þingsályktunar, frá séra G. Guttormsyni: Kirkjuþingið vottar söfnuðunum, prestinum og fólkinu í Argylebygð alúðarþakkir fyrir frábæra gestrisni og ástúð alla, sem erindsrekar og aðrir gestir hafa notið hér enn einu sinni; og vér biðjum góðan Guð að auðsýna kennimanni og gjörvöllum lýð þessara bygða ríkulega blessun sína i bráð og lengd. Þingsályktunar tillagan var samþykt í e, hlj. me því að allir risu úr sætum. Samþykt var að þóknun til féhirðis, ráðsmanns Sam- einingarinnar, og skrifara kirkjufélagsins sé $50.00 til hvers þeirra. Séra E. H. Fáfnis bauð þingmönnum og gestum ti! kaffi- veitinga í fundarsal kirkjunnar kl. 4 e. h. Þá var lesin gjörðabók 9. og 10 fundar og staðfest.— Var að því búnu samþykt að fresta niðurlagi fundar og þingsslitum þar til eftir samkomu unga fólksins, sem fyrir- huguð er í fundarsal Oddfellow-reglunnar kl. 8 e. h. sama dag. Sunginn var sálmurinn 44, “Þú Jesús, ert vegur til him- insins heim,” og fundi síðan frestað til kl. 3 e. h. Áframhald fundar í fundarsal Oddfellow-reglunnar kl. 8 e. h. sama dag. Sunginn var sálmurinn No. 18, “ó Drott- inn, minnar sálar sól.” Forseti las 19. sálm Davíðs og flutti bæn. Að því loknu var sunginn sálmurinn No. 34, “Sérhvert ljós um lífsins nótt.”—1 Tilkynti þá forseti, að samkoma þessi væri aðallega helg- uð starfi unga fólksins. Þrjár ræður voru fluttar. Fluttu þær þrír skólamenn, þeir B. Theodore Sigurðsson, Tryggvi Oleson og B. A. Bjarna- son. Ræðumenn hér taldir í þeirri röð er þeir töluðu. Tvær voru ræðurnar á ensku, en ein á slenzku. Var sú ræðan höfð milli hinna tveggja. Allar þóttu ræðurnar hafa tekist mjög vel. Einsöngva sungu þær Miss Esther Arason og Miss Agnes Nordal. Sungu þær báðar af list og voru báðar heimtar fram aftur.— Aðsókn að samkomunni var feikna mikil, og þótti hún hafa tekist frábærlega vel. Þá er skemtiskrá var lokið flutti forseti stutta tölu um afstöðu og starf unga fólksins í kirkju og nágrenni. Mintist og á ásigkomulag kirkjufélagsins, í heild sinni, er væri betra en ýmsir hefðu búist við.— Séra E. H. Fáfnis bar fram kveðjuorð og þakkir til þingsins. Þakkaði fyrir samfélagið er kirkjuþing hefði veitt bæði sér persónulega og svo söfnuðum sínum. Einnig bar hann fram þakkir til safnaða sinna, fyrir dugnað og góða samvinnu, er þeir hefðu lagt fram við það að taka á móti þinginu. Séra H. Sigmar gerði þá tillögu, að ræðumönnum og öðrum er skemtu á samkomunni, sé þakkað fyrir ágæta frammistöðu. Var það samþykt með því að allir risu úr sætum. > Þá mælti forseti nokkrum kveðjuorðum til þingsins. Að því búnu var sunginn sálmurinn No. 22, “Þín kirkja, góði Guð, þú gef að standi.” Las forseti þá Matt. 5:3-16 og flutti bæn. Var “Faðirvor” síðan lesið sameiginlega af öllum. Lýsti forseti þá hinni postullegu blessan, og sagði svo slitið hinu 49. ársþingi Hins ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vest- urheimi, kl. 10 e. h.—Samkoman endaði með því að áheyr endur sungu rösklega alla þjóðsöngvana þrjá: íslands, Banda- ríkjanna og Bretaveldis.— Skýrsla yfir kristindómsnámskeið, sem haldið var á þremur stöð- um norður við Manitobavatn í júlímánuði 1932 af Miss Ellen Fredrickson og Miss Thoru Oliver frá Baldur, Man. Samkvæmt beiðni hins sameinaða lúterska kvenfélags, lögðum við stallsystur á stað frá Baldur, Manitoza, 15. júlí, á leið norður að Manitobavatni til að halda þar námskeið fyrir börn í kristnum fræðum, eins og hefir verið gjört undanfarin sumur undir umsjón þessa félags. Við vorum dálítið kvíð- andi, en þó ánægðar yfir þvi að hafa fengið tækifæri til að leggja fram okkar skerf þessu nauðsynjamáli til styrktar. Við komum til Winnipeg sama dag og gistum hjá Mrs. Björgu Johnson. Daginn eftir, 16. júlí, lögðum við á stað frá “Westside” járnbrautarstöðinni í Winnipeg á leið norður. Mrs. H. G, Henrickson, sem hafði gefið okkur allar upplýs- ingar um starfið, og Mrs. Finnur Johnson voru þar til að kveðja okkur og óska okkur heilla. Þegar við komum til Eriksdale var þar enginn til að mæta okkur eins og við höfð- um búist við, svo við fórum á gistihús og fengum okkur að borða. Okkur til mikillar ánægju kom þar maður, sem Björn Johnson heitir og sagðist vera á leið til Sigluness, og bauð okkur far í bílnum sínum. Þessi góði maður fór með okkur heim til Mr. og Mrs. Ásmundur Freeman, sem tóku á móti okkur með mikilli alúð og gestrisni. Seinna fréttum við að Mr. Ingvar Sveistrup hefði lagt á stað til að mæta okkur á brautarstöðinni, en billinn hefði bilað á miðri leið, svo hann, af þeim ástæðum, gat ekki komist í tíma til að mæta okkur. 17. júlí byrjuðum við á kenslunni með 14 nemend- um. Við skiftum börnunum í tvær deildir, yngri og eldri deild, og virtist okkur þau heldur vilja njóta kenslunnar á íslenzku. Miss Vigdís Sigurðsson, sem hefir verið skóla- kennari á Siglunesi hafði kent börnunum kristindóm einu sinni í viku alt skólaárið, sem börnunum veittist létt að læra sem þeim var sett fyrir, og leystu verkið vel af hendi. Við kendum á þessum stað til 20. júlí og enduðum námskeiðið með því að fara yfir lexíurnar í áheyrn fullorðna fólksins, sem heimsótti skólann þennan dag. Þessi kristindómskensla er á Siglunesi mjög mikils metin, og við erum sannfærðar um, að það er einlæg ósk barnanna og aðstandenda að kensl- unni verði þarna haldið áfram næsta ár. Frá Siglunesi fórum við til Oak View. Mrs. Freeman, sem alt vildi fyrir okkur gera og sem okkur hafði liðið svo ágætlega hjá, og sonur hennar Adolf fóru með okkur í bíl. Við komum þangað kl. 4.30 síðdegis. Þarna á Oak View er langt á milli bæja og erfitt með samgöngur svo við gátum ekki boðað komu okkar fyrirfram með því að næsti talsími þaðan sem við vorum, var 8 mílur í burtu. Þetta var um heyskapartímann og allir í önn- um og flest af eldri börnunum voru á engjum, sem i sumum tilfellum voru 12 mílur frá heimilinu. Hjálpsemi Mrs. Free- man munum við seint gleyma, því hún hjálpaði okkur til að koma boðum á milli heimilanna, svo við gátum byrjað þarna á kenslunni 21. júlí. Þrettán börn sóttu þetta námskeið, og gátum við ekki undir kringumstæðunum búist við fleirum. Miss Ástrós Johnson er skólakennari .á Darwin skóla á Oak View. Hún hefir undanfarna tvo vetur kent börnunum krist- indóm einu sinni í viku, fyrir tilstilli Sameinaða lúterska kvenfélagsins, og heldur hún því væntanlega áfram næstu skólaár. Þarna eins og á Siglunesi höfðum við mikla ánægju af því hvað börnin voru námfús og næm. Þarna kendum við í sex daga, og seinasta daginn fórum við yfir lexíurnar að viðstöddum mæðrum og eldri systrum barnanna. Að þvi loknu var veizla haldin, sem allir höfðu mjög mikla ánægju af, og allir skildu glaðir og ánægðir. Á Oalc View vorum við til heimilis hjá Mrs. Sigríði Gíslason, hafði hún sérstakt lag á því að láta okkur finnast að hennar heimili væri okkar heimili og þeirri innilegu gestrisni, sem hún sýndi okkur í hvívetna, munum við seint gleyma. Við mælum hiklaust með því að félagið sendi aftur kenn- ara á þessar sömu slóðir næsta sumar. Við erum sannfærð- ar um að verkið er mikils metið og ber blessunarríkan ávöxt. Mr. og Mrs. Kjerneted keyrðu með okkur 26. júlí til Silver Bay. Þar tóku á móti okkur með miklum hlýleik, Mr. og Mrs. Friðlundur Johnson. Þar byrjuðum við daginn eftir að kenna og voru 27 börn viðstödd. Á þessum stað<hefir sunnudagaskólakenslu verið haldið uppi, og hafa þær Miss Bína Johnson og Mrs. Barnes verið kennarar, hefir sú kensla farið fram á ensku, sökum þess að þær hafa notið aðstoðar frá ensku trúboðsfélagi. Miss Johnson dvaldi um tíma á enskri tr'úboðsstöð nálægt Gimli, Manitoba, og fékk þar til- sögn í því að kenna sunnudagaskóla. Miss Bína Johnson kom þrisvar og Mrs. Barnes einu sinni í okkar kenslustundir; þær voru mjög þakklátar fyrir þá litlu hjálp, sem við gátum þeitt þeim. Seinustu kenslu- stundirnar voru mjög fjölbreyttar. öll börnin höfðu hvert sitt verk að vinna. Það var nokkurs konar samkepni í fram- sögn, þótt engin verðlaun væru veitt, og margt fólk kom að hlusta á þau og var það almanna rómur að börnunum hefði tekist vel. Að endingu var öllum veitt kaffi og annað sælgæti af mikilli rausn, og höfðum við þá gott tækifæri til að kynn- ast mæðrum barnanna. Þegar við svo að lokum kvöddumst beiddu börnin okkur um fram alt að koma aftur næsta ár. öll höfðu börnin sótt þessar kenslustundir með heilum hug og fúsum vilja og sýndu það með því að læra vel lexíurnar og koma í tímana reglulega. Að endingu langar okkur til að þakka Lúterska sameinaða kvenfélaginu fyrir að hafa veitt okkur þann heiður og ánægju að gefa okkur tækifæri til að taka þátt í þessu göfuga og áríðandi starfi, sem félagið hefir nú í nokkur ár haldið uppi. Því næst viljum við af heilum hug tjá fólkinu sem hýsti okkur og gerðu á annan hátt alt, sem það gat til að okkur liði sem bezt, okkar hjartans þakklæti. í ágúst, 1932. Thora Oliver og Ellen Fredrickson. Grein þessi er hér birt að tilmælum skrifara hins sam- einaða lúterska kvenfélags.—Ritstj. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man ! Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis : ! Cavalier, N. Dak®ta... . ! Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sa&k J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota... Elfros, Sask ... Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask GarCar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota.... Hecla, Man Hensel, N. Dakota ! Hnausa, Man Hove, Man Húsavík, Man Ivanhoe, Minn......... Kandahar, Sask J. Stefánsson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn ! Mountain, N. Dakota.. Mozart, S&sk ■ Narrows, Man . Oak Point, Man ! Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dakota. ... G. V. Leifur Point Roberts, Wash.... ! , Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash Selkirk, Man Siglunes, Man Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man.. Winnipegosis, Man Wynyard, Sask 1 / < < < <

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.