Lögberg - 07.09.1933, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1933.
BIs. 3
ggg000c0000000»0000»00000000000000000»»»«000000000000»0»000000»<s»00»0>0cc00000000*
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
*>ocoooo»ooooooooooooooooooooooooooooooo*
Misvirtir vinir
Ef hægt væri að virða til pexíinga alt það
tjón, sem óvinir þeirra jurta, sem við ræktum
okkur tii lífsviðurværis, vinna á hverju ári,
þá mundi sá reikningur verða svo stór, að
við mundum varla trúa okkar eigin auguin.
Þar mundi ekki duga að nefna miljónir, held-
ur miljarða. Og það eru ekki aðeins jurtirn-
ar, sem við köllum illgresi, sem hérna koma
við sögu, heldur líka allskonar dýr, ekki sízt
smádýr—svo smá að mörg þeirra eru ósýni-
leg, eins og sóttkveikjurnar sem valda sjúk-
dómum mannanna—sem hér eiga hlut að máli.
Þessvegna hafa mennirnir varið of fjár til
þess að eyða þessum skaðræðis dýrum og
jurtum, en það má heita, að þó að manninum
hepnist sú barátta á einum stað, þá rís von
bráðar upp nýr óvinur á þeim næsta. Hér á
landi mun vera tiltölulega minná af skað-
sömum jurtum og dýrum en í öðrum löndum
og stafar þetta aí því, að landið er eyjá og
hægra að verjast en þar sem land liggur að
landi.
En svo eru á hinn bóginn ýmsar jurtir og
dýr til, sem hjálpa mönnum í baráttunni við
vágestina sem minst hefir verið á, en fá engar
þakkir fyrir vegna þess, að almenningur þekk-
ir ekki starf þessara vina sinna. Þeir eru
lítilsvirtir, þykja ljótir og börnin gera sér
stundum leik að því að drepa þá vegna þess
að þau halda að þau séu til ógagns, eða að
minsta kosti engum til góðs. Nú ætla eg að
segja ykkur frá nokkrum af þessum misvirtu
vinum. Af sumum þeirra hafið þið ef til vill
lítið að segja, vegna þess að þeir eru svo
sjaldgæfir hér á landi og sumir alls ekki til.
Mörg börn eru beinlínis hrædd við kóngu-
lóna. Þið munið eftir að liún er fræg fyrir
það, að spinna sér net til þess að veiða bráð
sína í. Og þetta þykir ykkur svo ljótt, að
ykkur er illa við kóngulóna. En sjálfum ykk-
ur þvkir ekkert ljótt að eignast net til þess að
veiða í það silung í lækjum og tjörnum, og
þó er þetta alveg það sama eins og kóngulóin
gerir. Þær eru ekki beinlínis fallegar ásýnd-
um, ekki sízt ef maður skoðar þær í stækkun-
arg'leri, framkroppurinn og afturkroppurinn
eru nærri því lausir sundur, því að kóngulóin
er svo mjó í mittið og svo er kroppurinn loð-
inn sumstaðar, lappirnar langar og klærnar,
sem hún hefir til að liirða bráðina eins og
ljótar tengur. Netið sitt spinnur liún úr slím-
kendu efni, sem hún geymir í kirtlum sínum
og spuninn er líkur eins og þear við þrýstum
tannáburði eða lími út úr skálp. En sá er
munurinn að þráðurinn er fínn og haldbetri
og kóngulóin hefir lag á að riða netið sitt
betur en þið munuð geta gert úr hvað góðu
garni sem væri. Þó að ykkur þyki kóngulóin
ljót þá hljótið þið að dáðst að hvað netið
hennar er fallega gert. — En svo segið þið ?ið
kóngulóin sé grimm, að veiða litlu kvikindin
í netið sitt. En hún verður þó að lifa eins og
þið, og verður að drepa ýmislegt lifandi til
þess að svelta ekki, alveg eins og mennirnir.
Hún drepur ekki af drápsgirni, heldur af
sulti. Og livað er það sem liún drepur? Það
eru einmitt slæmir óvinir mannanna, flugur,
< sem bera sóttkveikjur mann frá manni, þessi
leiðu kvikindi, sem þið sjáið setjast á allskon-
ar óþverra og fljúga svo þaðan—ef til vill
beint á sykurmolann, sem þið ætlið að fara
að borða. Þið sjáið engin óhreinindi á syk-
urmolanum eftir fluguna, en ef þið hefðuð
góða smásjá og kynnuð að þekkja sóttkveikj-
urnar munduð þið ef til vill alls ekki þora að
láta molann upp í vkkur, heldur munduð ])ið
fleyja, honum, og jafnvel ekki vilja taka á
honum með berum höndunum. En sjálf ger-
ir kóngulóin ykkur ekki mein, hún sest aldrei
á svkurmolann ykkar eða veður ofan í matinn
ykkar.
Maríuhænan á miklu meiri vinsældum að
fagna en kóngulóin, líklega af því að hún þyk-
ir fallegri. En ef að bömin vissu hvað mik-
ið gagn hún gerir mundi hún þó verða miklu
vinsælli en hún er.
Allir blómavinir eiga slæman óvin, sem
heitir blaðlúsin. Hún getur staðið blómunum
fyrir þrifum og jafnvel gert út af við þau á
stuttum tíma. Hvernig sem reynt er að
hlynna að gluggablómunum þá verða þau alt
af ljót ef ekki er gert út af við blaðlúsina og
henni haldið í skef jum. En maríuhænan kann
tökin á blaítlúsinni (og kemur henni fyrir
kattarnef, og þó einkum hvítvoðungarnir
hennar, lirfan eða maðkurinn. Maríuliænu-
lirfan er besti blaðlúsaveiðari sem til er og
svo ótrúlega gráðug, að þess eru dæmi, að ein
lirfa hefir étið 244 blaðlýs á 9i/2 klukkustund.
Þessvegna hafa menn í þeim löndum, sem
rækta ávexti komist upp á, að hafa sérstakar
klakstöðvar fyrir maríuhænur, og þar er
ungað út miljónum af maríuhænum, sem svo
er dreift um aldingarðana til þess að ganga á
milli bols og höfuðs á blaðlúsinni.
Eiðrildalirfur, kálormar og fleiri smákvik-
indi gera oft stórtjón í görðum og grasmaðk-
urinn getur eyðilagt engjar og tún, svo að
þau séu ekki ljáberandi. Erlendis eiga þessir
vondu gestir engan óvin verri en sníkjugeit-
unginn. Hann er ljómandi fallegur á litinn
og léttur í hreifingum þegar hann flýgur um
kálgarðana til þess að leita uppi kálorma á
grænmetisblöðunum—ekki til þess að éta þá,
heldur til þess að verpa í þá eggjum sínum.
Eftir nokkurn tíma skríða lirfurnar út úr
kálorminum og borga honum húsaskjólið með
því að éta hann upp til agna.
Ánamaðkinn þekkið þið öll, en ef til vill
gerið þið lítið úr honum og farið stundum ver
með hann en hann á skilið. Hænsnin éta hann
og drepa hvar sem þau hitta hann og vond
börn leika sér stundum að því að kvelja hann,
en fullorðnir nota hann fyrir beitu, þegar þeir
veiða silung éða lax á öngul. En ef ána-
maðkurinn væri ekki til, þá væri erfitt að
rækta garðana. Því að maðkurinn nagar og
étur gamlar og dauðar jurtarætur og gerir úr
þeim frjósama og feita mold, grefuí holur í
jarðveginn og gerir hann lausan og mjúkan,
svo að jurtirnar sem eru að vaxa þroskist
fljótar.
Ekki eru froskarnir í hávegum hafðir. Þeir
þykja allra kvikinda ljótastir, og því skal
heldur ekki neitað, að þegar maJður lítur á
myndina, þá er ekki hægt að segja að þeir séu
fríðir. En taktu eftir augunum í veslings
frosknum og segðu svo, að ekkert sé fallegt,
sem forsjónin liefir gefið honum. En hann
er hvorki rennilega vaxinn og ekki er hann
heldur liðlegur í hreifingum, en eigi að síður
er hann eins þarfur og mörg dýr, sem eru
hærri í loftinu og þykja, fallegri en hann.
Englendingar flytja kynstrin öll af honum til
sín og hafa hann í vermiræktarhúsum til þess
að láta hann eyða þar ýmsum skordýrum. En
skyldi það ekki þykja óþarfi að flytja froska
hingað ?
Þá er ekki mikið gert úr moldvörpunni.
Þegar menn vilja lýsa rógi eða bakmælgi þá
kalla þeir það moldvörpuiðju. En hér á landi
þekkjum við ekki livað moldvarpan er, því
að hún er ekki til á íslandi. En ef hún stund-
aði ekki iðju sína eins og hún gerir, þá mundi
ekki vera eins góð þrif í mörgum garðinum
eins og er. Hún gerir það í stórum stíl, sem
ánamaðkurinn gerir í smáum. Að vísu kem-
ur fyrir, að liún skemmir í görðum en það
vegur ekki á móti því, sem hún bætir.
Þið liafið víst aldrei séð leðurblöku nema
á mynd. Hún er algeng í nálægum löndum,
en ekki svo fim á fluginu, að hún hafi getað
komist liingað sjálf eins og fuglamir. Leður-
blakan rekur á flótta ýms rándýr, sem gætu
orðið hættuleg atvinnu manna, ef þau fengi
að vera óáreitt fyrir henni.
1 dýraríkinu er ávalt samfeld barátta milli
dýrategundanna. Ef ein verður of sterk þá
stafar ótti af lienni. Hlutverk náttúrunnar
er að halda uppi jafnvægi milli þess sem lifir
í ríkjum náttúrunnar, hvort heldur er í dýra-
ríkinu eða jurtaríkinu. En raskist það jafn-
vægi um stund þá er hætta búin.
Tóta frænka.
—Fálkinn.
Dauði krónprinsins
Litli krónprinsinn er veikur. Hann á að
fara að deyja. t öllum kirkjum ríkisins er
hið heilaga sakramenti haft um hönd dag og
nótt og stór kerti brend, til þess að þetta
konungborna barn megi fá lieilsu. 1 götum
fornu höfuðborgarinnar ríkir hrygð og þögn,
bjöllum er ekki hringt og strætisvagnamir
fara hægt og hljóðlega. Forvitnir borgarar
gægjast í gegnum járngrindurnar umhverfis
liöllina og virða fyrir sér borðalagða þjóna,
sem tala saman í hallargarðinum með mjög
alvarlegu yfirbragði.
Öll höllin er milli vonar og ótta. Hirð-
meistarar og herbergisþjónar skunda upp og
niður marmarastigana. Salirnir eru fullir af
silkiklæddum sveinum og hirðmönnum, sem
ganga frá einum hóp til annars og spyrja
frétta í hálfum hljóðum. Grátandi hirðmeyj-
ar heilsast með lágri hneigingu í stigaþrep-
unum og þurka augun með fagurlega ísaum-
uðum klútum. .
f gulleplagarðinum er stór hópur af síð-
klæddum læknum. Gegnum gluggana sjást
þeir sveifla síðum, svörtum ermunum og hár-
kollur þeirra sveigjast á virðulegan hátt.
Kennari litla krónprinsins og hestastjóri
ganga fram og aftur fyrir framan dyrnar og
bíða eftir ákvörðunum læknanna. Matsvein-
ar ganga framhjá, án þess að heilsa þeim.
Hestastjórinn krossbölvar og kennarinn hef-
ir yfir kafla úr IJoras, en utan úr hesthúsinu
heyrist langt og óþolinmóðlegt hnegg. Það
er hestur litla krónprinsins, sem hneggjar
sorgbitinn yfir tómri jötunni.
En konungTirinn? Hvar er hans hátign,
konungurinn? Konungurinn er aleinn í her-
bergi í útkjálka hallarinnar. Konungum
þóknast ekki að láta sjá sig gráta. Hvað við
kemur drotningunni, þá er öðru máli að
gegna.' Hún situr við höfðalag litla krón-
prinsins, með andlitið baðað í tárum og græt-
ur upphátt í áheym allra, eins og kona lér-
eftasalans hefði getað gert.
Litli krónprinsinn hvílir nú með lokuð augu
í kniplingaþöktu rúminu og er fölari en svæfl-
arnir, sem liann liggur á. Þau halda að hann ’
sé sofandi, en hann er það ekki. Hann snýr
sér að móður sinni, sér að hún grætur, og
segir:
“Drotning, hversvegna ertu að gráta? Er
það af því, að þú heldur að eg eigi að fara að
deyja?”
Drotningin reynir að svara, en gráthljóð í
hálsi hennar varnar henni máls.
“Gerðu það fyrir mig, að gráta ekki, drotn-
ing. Þú gleymir því, að eg er krónprinsinn,
og krónprinsar geta ekki dáið svona.”
Drotningin grætur enn þá meira en áður
og litli krónprinsinn fer að verða skelkaður.
“Heyrðu,” segir hann, “eg vil-ekki að
Dauðinn komi og taki mig, og eg ætla að finna
ráð til þess, að koma í veg fvrir það. Látið
þið strax senda fjörutíu öfluga riddara, til
þess að vera á verði umhverfis herbergi mitt.
Látið þið hundrað stórar byssur vera tilbún-
ar dag og nótt fyrir neðan gluggana. Og vei
dauðanum, ef hann dirfist að nálgast!”
Til þess að þóknast barninu, gefur drotn-
ingin strax merki. Eftir nokkur augnablik
heyrist byssuglamur niðri í garðinum, og
fjörutíu sterklegir riddarar, með sverð í
hönd, eru settir á vörð umhverfis herbergið.
Það er alt saman gamlir hermenn með grá
yfirskegg. Litli krónprinsinn klappar sam-
an höndunum, þegar hann sér þá. Hann þekk-
ir einn þeirra og kallar:
“Lorrain! Loirrain!”
Hermaður gengur að rúminu.
“Mér þykir mjög vænt um þig Loirrain
minn. Lofaðu mér að sjá stóra sverðið þitt.
Ef Dauðinn ætlar að taka mig, þá verður þú
að drepa hann, ætlarðu að gera það?”
“ Já, herra minn,” svarar Lorrain og tvö
stór tár renna niður koparlita vanga hans.
1 sama bili kemur hirðpresturinn til litla
krónprinsins og talar lengi við hann í kálfum
hljóðum 0g sýnir honum krossmark. Litli
krónprinsinn hlustar á hann undrandi og
skyndilega grípur hann fram í fyrir honum
og segir:
“Eg skil hvað þér segið, herra prestur, en
segið mér, gæti ekki Beppo litli, vinur minn,
dáið í staðinn fýrir mig, ef eg gæfi honum
mikla peninga til þess?”
Presturinn heldur á'fram að tala í hálfum
hljóðum og litli krónprinsinn verður ennþá
meira undrandi. Þegar presturinn hættir að
tala, segir litli krónprinsinn og andvarpar
djúpt:
“Alt, sem þér segið mér, er mjög sorglegt,
herra prestur. En eg hugga mig þó við eitt,
og það er, að þarna uppi í Paradís held eg
áfram að verða krónprins. Eg veit að Guð er
frændi minn og það fer ekki hjá því, að hann
breyti við mig eins og tign minni er samboð-
ið.” Síðan bætir hann við og snýr sér að
móður sinni:
“Láttu sækja beztu fötin mín, hreysikattar-
skinnskápuna mína og flauelsskóna! Eg vil
að englarnir sjái að eg lít vel út, og eg vil
fara inn í Paradís í krónprinsklæðum. ”
Presturinn hallar sér nú í þriðja skifti nið-
ur að krúnprinsinum og talar lengi við hann
í hálfum hljóðum. 1 miðri ræðunni grípur
konungborna barnið fram í með reiðiþrung-
inni rödd:
“Hvað er þetta, það er þá einskis virði að
vera krónprins! ”
Nú vill hann ekki hlusta á meira og snýr
sér upp að vegg og grætur beizklega.
—Perlur.
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone 21 814 — Offlce tlmar 1-8
Heimili 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Wlnnlpeg, Manltoba
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
DR. B. H. OLSON
218-220 Medical Arts Blds-
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6
Helmili: 6 ST. JAMES PLACBl
Wlnnlpeg, Manltoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Talsími 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdóma.—Er aO hitta
kl. 2.30 tii 6.30 e. h.
HelmiU: 638 McMILLAN AVB.
Talslmi 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
206 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phones 21 213—21 144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 571
DR. A. BLONDAL
602 Medical Arts Bullding
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma. Er a8 hltta
frá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h.
Office Phone 22 296
Heimili: 806 VICTOR 8T.
Slml 28 180
Dr. S. J. Johannesson
ViBtalstlml 1—6 e. h.
632 8HERBURN ST,—fflml 18 (TT
CARLTON ELECTRIC
PHONE 80 753 641 SARGENT
Raf-aðgerSir af öllum tegundum,
ásamt vlrlagningu. Raf-stór yðar
"disconnected'’ ÓKEYPIS.
Alt Verk Ábyrgst
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
TannUeknar
406 TORONTO GENERAL
TRUST BUILDINO
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 26 645 WINNIPEG
\
Dr. A. B. Ingimundson
TannUeknir
r
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Slml 22 296 HelmlUs 46 054
DR. A. V. JOHNSON
hlenakur Tannlœkntr
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúslnu
Slmi 96 210 Heimilis 33 328
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur s& beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvarCa og legsteina.
Skrifstofu talslml: 86 607
Heimilis talsíml 501 562
A. C. JOHNSON
907 Confederatlon Life Bldg.
Winnipeg
Annast um fasteignlr manna.
Tekur a8 sér a8 ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og blf-
reiSa ábyrgSir. Skrlflegum fyrir-
spurnum svara8 samstundis.
Skrlfst.s. 96 757—Heimas. 38 828
G. W. MAGNUSSON
NvddUckntr
41‘FURBY STRBIBrr
Phone 16187
8Imi8 og semj!8 um samtalattma
H. A. BERGMAN, K.C.
lalenakur lögfrœtHnffur
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
Bulldlng, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 19 048
W. J. LINDAL, K.C. og
BJORN STEFANSSON
talemkW löofrasOinffar
326 MAIN ST. (& öBru gólfl)
Talsíml 97 621
Hafa elnnlg skrifstofur aO Lundar
og GimU og er þar aO hltta fyrsta
miSvlkudag I hverjum m&nuOL
J. T. THORSON, K.C.
talenmkur IðofrœOlngur
S01 Great Weat Perm. Bldg.
Phone 92 755
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv).
lalenzkur lögmaBur
ste. 1 BARTELLA CRT.
Helmaslmi 71 768
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
LöofrœOinffur
Skrlfst.: 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Maln St.. gegnt City HaU
Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
talenzkur löofraOinaur
Residence Phone 24 206
729 SHERBROOKE ST.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPBO
Fastelgnaaaiar. Lelgja húa. Ot-
vega peningalán og eida&byrgO af
ÖUu tagl.
i hone 94 281