Lögberg - 07.09.1933, Side 7
LöGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1933.
Bls. 7
Hann hörfaði ofurlítið aftur á
bak og stóð og starði á hana.
“María!” kallaði hann með hásri
rödd. “Maria — hvað ertu að
segja?” jj i
“Sannleikann !” kallaði hún. “All-
an og hreinan sannleikann. Það var
hvorki þú eða eg, sem drap Austery
Barling. Nú skal eg segja þér hver
það var, Ralph. Það var ...”
“Hver?” kallaði hann. “Hver var
það Maria ?”
“Það var Arthur Jamieson.”
“María—er þetta satt?”
“Já, það er satt—það er sannleik-
urinn sjálfur.”
“Sástu það sjálf?”
Hún hristi höfuðið.
“Nei, eg sá það ekki. En eg vissi
að hann var þar. Þetta skeði kvöld-
ið, sem hann kom til þess að biðja
fjárráðamann minn þess, að við
mættum giftast. Eg vissi, að Barl-
ing myndi neita því. Eg var svo
voða hrædd og kvíðin, og illur grun-
ur lagðist yfir mig. Þú manst víst,
að herbergið mitt lá beint á móti
bókasafninu. Eg heyrði greinilega
til þeirra, hvert einasta orð, sem
þeir sögðu. Þeir voru báðir hávær-
ir og reiðir og þeir hótuðu hvor öðr-
um. Eg heyrði Barling urra að
Arthur, eins og grimman hund, og
eg vissi svo sem hver endirinn hlaut
að verða.
Loksins gat eg ekki þolað að
hlusta á þetta lengur. Eg fór á fæt-
ur og klæddi mig. Eg man að mér
var kalt, svo tennurnar glömruðu í
munninum á mér. Það var ekki
eingöngu af kulda, heldur líka af
ótta. Eg var gagntekin af ólýsan-
legri hræðslu.—Það var svo voða-
legt að vita til þess, að þarna inni
stóðu þessir tveir menn andspænis
hvor öðrum, eins og bitrustu óvinir.
Eg óttaðist, að eitthvað voðalegt
mundi koma fyrir.
Arthur hafði sagt mér, að hann
ætlaði að bjóða Barling byrginn,
eins langt og fært væri. Hann ætl-
aði ekki að taka neitt tillit til mót-
mæla hans né neitunar, og hann
kvaðst myndi koma vilja sínum
fram. Hann sagðist myndi berjast
fyrir því, að fá mig, hvað svo sem
það kostaði. Þá grunaði mig alls
ekki, hvað í þessum oröum fólst,
en nú alt í einu rann upp fyrir mér,
hvílík voða hótun þetta var.”
Hún þagnaði og faldi andlitið í
höndum sér, og hristist öll af niður-
bældum gráti.
Belmont gekk til hennar. Hann
tók gætilega utan um hana og dróg
hana með sér að Iitla veggfletinu,
sem var einasta sætið í klefanum!
Hann stóð við hliðina á henni og
strauk blíðlega yfir hárið á henni í
huggunarskyni, og svo hélt hún á-
fram að segja frá og hvíldi höfuð á
handlegg hans.
“Eg heyrði reiðiþrungnar raddir
þeirra, þeir voru komnir í háarifr-
ildi, og alt í einu heyrði eg högg—
eg heyrði óp, hvort það var kvala-
óp eða af reiði, vissi eg ekki, en
svo var hurðin rifin upp og skelt
aftur harkalega. Það ætlaði alveg
að líða yfir mig. Eg er voða
bleygða, Ralph, eg var svo hrædd,
svo hrædd. Eg þorði ekki að fara
ofan og gá að, hvað um *væri að
vera. Eg hnipraði mig saman uppi
á þrepinu, skjálfandi af hræöslu.
Eg var svo lömuð, að eg gat hvorki
hrært legg né lið.
Mér virtist eg heyra eitthvað
þungt detta þarna inni, en það var
ef til vill aðeins ímyndun mín. Það
var alveg hljótt þar inni. Eg vissi
að Arthur var farinn. Eg var viss
um, að það var hann, sem eg heyrði
skella hurðinni, og mér fanst einnig
að eg heyrði fótatak hans fyrir
utan. Smásaman óx mér svo kjark-
ur, að eg gat staulast ofan þrepin.
Og þá sé eg Barling liggja endi-
langan á gólfinu i bókasafninu. Við
hliðina á honum lá lítil járnstöng,
sem hafði verið rifin út úr arin-
grindinni.” Hún þagnaði augnablik.
“Þú manst þetta víst—alt hitt þekk-
irðu sjálfur.” Rödd hennar varð
alveg að hvísli.
Skömmu seinna hélt hún áfram
tilbreytingarlaust:
“Það hlýtur að hafa liðið yfir mig
þegar eg sá þessa voðasjón. Þegar
eg rankaði við mér aftur, lá eg í
rúmi mínu, og þú stóðst hjá mér.
Þú vissir ekki, að eg var röknuð
við, og eg gerði þér ekki aðvart um
þaö, því eg vildi fyrst reyna að átta
mig á því, sem íyrir hafði komið.
Svo gerði eg það svívirðilegasta,
sem eg yfirleitt gat gert, það versta
og síngjarnasta. Eg vildi um fram
alt hlífa honum — manninum, sem
eg elskaði. Enginn mátti komast að
því, sem eg vissi—að það var hann,
sem hafði drepið Austery Barling.
Engan mátti gruna, að Arthur
lamieson væri nokkuð við þetta
riðinn. Hann var mitt eitt og alt,
það kærasta, sem eg átti hér í heimi.
Mig hafði dreymt sæluríka framtíð
við hans hlið, eg hafði þráð að verða
eiginkona hans og losna burt úr því
voðahúsi, þar sem mér hafði liðið
svo voða illa og átt svo bágt álveg
frá barnæsku. Hann átti. að loka
því víti að baki mér og opna nýjan
heim, sem yrði okkur báðum himna-
ríki, þess vegna varð að hlífa hon-
um. Eg gat ekki þolað að missa
liann, Ralph. Og svo var það, að
þú—þú, sem hélst, að eg hefði myrt
Austery Barling—þú bauðst til að
fórna lífi þínu til að frelsa líf mitt.
A þann hátt fann eg leið til þess að
bjarga honum. Eg lét þig lifa í
þeirri trú, að eg hefði gert þetta.
Ó, Ralph, líttu ekki á mig—rektu
mig heldur frá þér, eg hefi ekki
verðskuldað neitt annað. Eg veit,
að þetta var voðalegt af mér, það
var miskunnarlaust gagnvart þér og
svivirðilegt. Eg get ekki húgsað
mér að nokkur kona hafi nokkurn-
tíma farið svona andstyggilega að
ráði sínu, ogveg skil þig svo vel, ef
þú segir, að þú hatir mig. Eg lét
þig fara—flýja af landi burt eins
og hundeltan glæpamann. Eg Jét
viðgangast, að þú hagaðir því þann-
ig, að öll sporin bentu i áttina 'til
þín sem morðingjans. Eg festi sjálf
á þig morðingjanafnið. En á þann
hátt bjargaði eg honum. Og sam-
stundis trygði eg mína eigin ham-
ingju. Ralph—Ralph—hvað hlýt-
urðu annars að hugsa um mig?”
“María!”
Hún svaraði engu. Hann lyfti
henni gætilega upp og horfði fram-
an í litla andlitið bleika, sem var
svo þrungið af angri og kvölum,
og svipurinn svo vonlaus og örvænt-
ingarfullur. Hann kysti blíðlega á
ennið á henni, og það var eins og
koss hans vekti hana aftur til lífs-
ins. Hún þrýsti sér upp að honum
og leit alveg undrandi framan í
hann.
“Lífið er mér svo dýrmætt,”
mælti hann hægt. “Eg hefi barist
svo hart fyrir því, og í öðrum kring-
umstæðum myndi eg ef til vill halda
baráttunni áfram. En eg veit ekki,
hvort eg vil gera mér frekari fyrir-
höfn núna. Þú elskar hann, og það
sem hann gerði, gerði hann af ást
til þín—af þvi að hann var knúður
til örvæntingar. Þið bæði saman
getið fundið mikla gleði í lífinu—
þið elskið hvort annað. Með mig
er- öðru máli að gegna. Eg hefi
ekkert að lifa fyrir. Lífið er mér
svo afskaplega lítils virði, Maria
litla, svo að fórn mín er sannarlega
ekki svo stór. Eg get ekki séð,
hvers vegna eg ætti ekki að gera
þetta.”
“Ralph—hvað áttu við?” Hún
stökk upp og stóð fyrir framan
hann og starði á hann. “Er það
ætlun þín, að þú ætlir enn þá að
inna þessa fórn af hendi, núna eftir
að þú hefir fengið sannleikann að
vita? Nei, nei, það getur alls ekki
komið til mála. Það máttu ekki
gera, það leyfi eg þér aldrei—og
auk þess er það of seint. Eg banna
þér að gera það. Eg hefi sagt þér
sannleikann, en þú ert ekki sá eini,
sem veizt þetta. Áður en eg fór
hingað skrifaði eg málaflutnings-
manni þínum bréf og sagði honum
alt það, sem eg hefi nú sagt þér.
Eg færði honum sjálf bréfið, áður
en eg fór hingað, og eg bað hann
að bíða í klukkustund með að opna
það og lesa. Nú er sá tími liðinn,
og nú veit hann hvernig í öllu ligg-
ur. Hann veit, að þú ert saklaus
um morðið á Austery Barling, og
hann veit líka, hver hefir framið
það.”
“Það gerir ekkert til,” svaraði
Belmont og gekk nokkur skref fram
og aftur í klefanum. “Fielding get-
ur ekki tekið í fullri alvöru það sem
ung stúlka segir í örvæntingu sinni.
Hann getur með fullum rétti talið,
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
' HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WJLNNIPKG, HAH.
að það sé hreinasti tilbúningur úr
þér. Honum er kunnugt alt, sem
þú hefir orðið að líða. Og auk þess,
svo er orð þitt eitt ekki fullnægj-
andi. Allar sannanir vantar. Þetta
er alt saman aðeins fullyrðingar
þínar.. Lögfræðingur getur alls ekki
bygt neitt á því. Það þarf vissu-
lega aðrar og ábyggilegri sannanir
en þetta. En þær eru hvergi til.”
“Hann skal fá sannanir!” mælti
unga stúlkan með ákafa. “Arthur
meðgengur auðvitað sjálfur. Hann
mun aldrei láta það viðgangast, að
þú látir lifið fyrir það, ‘sem hann
hefir gert. Hann er alt of góður
drengur og hreinlyndur til þess að
geta gert annað eins. Væri hann
hér á landi, myndi hann hafa gefið
sig fram, undir eins og hann frétti
að þú varst tekinn fastur.” Hún leit
upp og horfði framan í hann með
stolti og trúnaðartrau^ti í svip sín-
um. “En hann er ekki hér—hann
er farinn til útlanda.”
“Nei, hann er hér á landi—hérna
á Englandi,” mælti Belmont. “Ég
veit það af þvi eg sá bréf með hans
hönd á í herbergi Jeromes gamla.
Það bréf var ekki nema 2—3 daga
gamalt, og á póststimplinum sá eg,
að það var sent frá Howbridge i
Norfolk.”
“Það er þar, sem bróðir hans á
heima,” mælti hún. “Þá hefir hann
auðvitað farið til hans. Því betra.
Þegar í dag skal eg sjá til, að Field-
ing nái til hans—ef hann hefir ekki
þegar gert það. Hann hefir ef til
vill simað eftir honum nú þegar.”
“Hann kemur ekki—og þó hann
kynni að koma, þá neitar hann.”
“Nei, hann neitar ekki,” svaraði
hún með stolti. “Undir eins og hann
fær að vita, að líf þitt er í vegi,
mun hann sjálfur gefa sig fram og
játa það, sem hann hefir gert. Hann
hefir þagað svona lengi aðeins með
það fyrir aúgum, að bíða, þangað
til hin rétta stund væri komin. Hann
vissi ekki, að þú hafðir flúið, fyr
en þú varst kominn af landi burt.
Svo hefir hann haldið, að þú værir
dáinri—það héldu allir, og þá hefir
hann, mín vegna, ekki viljað gera
þá játningu, sem hann vissi að
mundi eyðileggja einnig mitt Hf.
Það var ekki sjálfs síns vegna, að
hann þagði, það var min vegna—
eins og það var hans vegna, að eg
þagði og lét þig taka sökina á þig.
Nú er tíminn kominn fyrir hann að
tala og játa, og það gerir hann líka.”
Framh.
konu, móður, ömmu og ástvin á
sunnudagsmorguninn síðasta, 30. ap.
Í933-—Þeir báru harm sinn í hljóði,
og fyrir Guðs náð, vel.—En and-
varpið “Elskan tnín” eins og það
var borið fram í eyrað, sem ávalt
hafði reynt að heyra og bæta þarfir,
var mér stór prédikun. Þau orð
sögðu mér langa sögu fórna og kær-
leika. Eg horfði á deyjandi mynd
konu, sem áður stóð fremst kvenna
í sínum hóp að fegurð. Eg sá aug
un hálfbrostin er áður hlógu við
allri dýrð eins hins fegursta héraðs
á íslandi, Skagafirðinum og sáu þar
Guð í laut og lind, í laufgum dal í
snjófgum tind. Eg sá þegar harð-
indi ættjarðarinnar slitu hana, með
svo mörgum upp með rótum og hún
fluttist hingað fyrir 45 árum, 1888.
Mér fanst eg átta mig á sársauka
hinna útlendu í frumbýlingslífi
þeirra i hálfgerðri óbygð og ýmsum
þrengingum, einkum þeirra er séð
höfðu sinn fífil fegri í fegurð átt-
haganna á Islandi.—Og ekki þurfa
syrgjendur né tilheyrendur mínir að
halda að hugsanir mínar hafi num-
ið hér staðar,—ekki séð annað eða
fleira af hinum ýmsu margþættu
æfiþráðum stríðandi og líðandi
manna, bæði lifandi og deyjandi.—
En allar hugsanir sameinast í eitt
andvarp syndugs manns, sem á það
eftir eitt enn þá, að deyja. Þetta:
Úr djúpinu kalla eg, Drottinn, til
þín.
Húsfrú Engilráð Jónsdóttir Sig-
urdur var fædd á Reykjarvöllum í
Skagafirði. Foreldrar hennar Jón
Pálson og Margrét Halldórsdóttir,
bjuggu þá þar, en áður og síðar á
Álfgeirsvöllum, og enn síðar á Mið-
vatni í Seiluhreppi. Alt eru þetta
höfuðból Skagfirðinga. Sagt er mér
að þau systkini hennar hafi verið
sex. Eru tveir bræður hennar enn
á lífi, báðir hér vestra, Þorgrímur á
Akri við íslendingafljót—Riverton
—og Páll, frá Geysir, nú í Selkirk,
og faðir Mrs. Indriðason. Auk
þeirra vil eg geta bróðursonar, Bald-
vins Halldórsson við Riverton, mest
vegna skáldskapargáfu hans, því sú
mikla gjöf hefir jafnan verið rík í
Frú Engilráð Sigurður
Or djúpinu ákalla eg þig, Drottinn,
herra, heyr þú raust mína, hjá
þér er fyrirgefning.—
—Davíðs sálmur, 130.
Það er sonur að kveðja hjart-
fólgna- móður. Hann krýpur á leiði
hennar og kveður:
“Svo eg laut að leiði þín—grúfði
mig í grasið skæra, grét þar æsku
mína kæra, og þig,— bezta móðir
mín.
“Glötuð eru gullin mín, týndir
leikar æsku allir, orðnar rústir
bernsku hallir, alt týnt nema ástin
þín; hún mér enn í hjarta skín, ljós-
ið bezta í lífi mínu, líknin flest í
auga þínu, brosti ætíð móðir mín.
“Þó eg fengi allan auð, völd og
frægð og vinahylli, veittist skáld-
frægð heims og snilli, samt væri
æfin auð og snauð, ef eg mætti ei
muna þig, hlúa að þér í hjarta mínu,
hlynna að öllu minni þínu, móðir,
elska, elska þig. —
Um þetta var eg að hugsa, þegar J
nánustu ástvinirnir voru að kveðja:
ætt hinnar látnu langt aftur í aldir,
enda leyndi það sér ekki að Engil-
ráð var bæði ljóðelsk og sjálf skáld-
mælt.—Og þó kyntist eg henni fyrst
í hárri elli og sjúkri. Mér fanst
skilningur hennar óvanalegur og
sömuleiðis svipur hennar og útlit
alt. Eg átti tal við réttorða nákunn-
uga Skagfirðinga, einkum einn kær-
an öldung, sem sjálfur er við for-
dyri eilífðarinnar. Lét hann mikið af
kostum ættar hennar. Um Engilráð
sál. sagði hann að hún hefði verið
afburðakona til munns og handa.
“Mér fanst hún ein af gyðjunum,”
bætti hann við. Sálargöfgi leyndi
sér ekki í svip hennar. Það gat
tæplega hjá því farið, að gamalt og
gott höfðingjablóð rynni í 'æðum
þessarar konu er gerst hafði útlend
í frumbygð f jarlægs lands. Og við
sögulega eftirgrenslan fann eg að
hún var 10 maður frá Marteini
Skálholts-biskupi, sem var sonur
Einars, er nefndur var Ölduhryggjar
skáld, gáfaðs manns. Marteinn
biskup var sá er mest biskupanna
gerði fyrir sigur lútersktrúar á Is-
landi og sá er Jón biskup Arason
hélt sem fánga. Er margs að minn-
ast í því efni er söfnuður lúterskra
manna ætti að leggja rækt við. Það-
an er föðurætt Engilráðar. I móð-
urtt sína var hún einnig 10. maður
frá Magnúsi sýslumanni í ögri við
ísafjörð, auknefndur hinn prúði.
Margt af beztu ættum íslands eru
hér runnar saman. Og ekki er þetta
einskisvirði.
I þessu sambandi fór eg að hugsa
um, hve marga þeirra er liðin 45
ár umgengust konuna erlendu, hefði
dreymt um ættartré hennar, skrúð-
græn af kostum fyrirmensku og
frægðar, er réttu lauf sitt alla leið
inn í samtíð vora—og það i fjar-
lægu landi.—Get eg þess mest til að
vekja heilbrigðan skilning, ef unt
er, á ýmsu í samtíð og samferða-
fólki. Ef til vill verður skilningur
sumra á hinni látnu, lífi hennar og
eðli, eitthvað ljósari eftir en áður.
Eg, í hið minsta, skil hana bétur.
Eg sé að í ýmsu kipti henni í kyn.
Eg skil betur ríka lund er oft gerði
henni æfistöðuna örðuga. Eg átta
mig á fyrirmensku og kostum, sem
svo margir hér minnast. En ekki
get eg talið fram sem skyldi, alt það
sem mér hefir verið sagt um svöng
börn er hún saddi, um fáklædda og
berfætta er hún hjúkraði. Henni
var ljúft að líkna. Hún rétti marg-
an svaladrykkinn.—Hún féll hik-
ERUÐ ÞÉR LYSTARLITLIR—
EÐA ÞREYTTIR?
Nuga-Tone er bfliti tll samkvæmt sérfræB-
ings forskrlft og stuBlar aB þvt aB byggja
upp tugakerfiB. YBur IiBur fljótt betur. o*
svefninn verBur værari.
FinniB lyfsalann og kaupiB mánaSarskert
af meBali þessu fyrir etnn dollar^ NotlB
töflurnar t tuttugu daga, og séuB þér ekkl
ánægCir, verfcur andvirBinu skilaB aitur.
laust aö fótum kærleikans. Iðrun
hennar og trú hennar var einlæg.—
Það var alt gert sem hún gerði—
eins og E. Ben. kveður um móður
sina: “Hún vissi ei hik né efa. Hún
spurði ekki um hve miklu hún f órn-
aði. Heldur var hitt efst í huga
hennar nú--—svipað hinum unga efn-
ismanni, er leitaði á fund Jesú.
Hvað á eg að gera til að erfa eilíft
líf? Knéfall hennar var auðmjúkt
eins og í guðspjallinu. Þvi varð
hún vinamörg og svaladrykkir henn-
ar gleymast seint og verða ekki ó-
launaðir.
Hún var tvígift. Fyrri maður
hennar hét Ólafur Helgason, er dó
hér 1901, vel kyntur maður. Lifa
börn þeirra þrjú: Eirikur, í Kanda-
har, Sask., Edmund, í Ontario og
Margrét, gift Murdoch Smith í Sel-
kirk.
Síðari maður hennar er Capt. Jó-
haann Jóhannsson, Sigurdur frá
Grenivik við Eyjaf jörð. Ötull dugn-
aðarmaður, er virtist hafa það
augnamið fyrst og seinast að gera
að óskum konunnar. Þetta: hvað
get eg gert fyrir þig og þína. iMeira
verður tæplega heimtað.
Andlátsdagur Engilráðar var 25
ára giftingarafmæli dóttur hennar,
Mrs. Smith. Fagnaði hún því ein-
læglega, er fornir vinir mintust sam-
búðar hennar við dýrmæta ástvini.
Við fráfall hennar tökum við
eftirlifandi ástvinir undir með
Kristjáni Jónssyni og syngjum:
“Mér himneskt ljós í hjarta skín,
í hvert sinn er eg græt,
því drottinn telur tárin mín,
eg trúi’ og huggast læt.
J.A.S.-
I Strassburg er verið að smiða
kirkjuúr fyrir dómkirkjuna í Mess-
ina. Úrskífan verður 30 metrar i
þvermál.
Lítt læsileg handrit eru nú lesin
á þann hátt, að teknar eru myndir
af þeim með “infra”-rauðum geisl-
um. Þá kemur letrið í ljós.
Þegar þér þarfniál
Prentunar
þá lítið inn eða skrifið til
The Golumbia Press Ltd.
sem mun fullnægja
þörfum yðar