Lögberg - 28.09.1933, Page 1
46. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. SEPT. 1933
4NÚMER 39
I
KIRKJAN
FVRSTA LÚTERSKA IvlRKJA
Sunnudag’, 1. októher, 1933
Kl. 11 f. h.—
English service—subject: ln Westminster
Abbey.
Kl. 12.15 e. h.—Sunnudasskóli.
Kl. 7 e. h.—
Islenzk g'uðsþjónusta—Efni: I'vV)' Gullfoss.
Frá Minneapolis
Heiðurssamsæti hélt kvenfélagið
“Hekla” þann 22. þ. m. elsta með-
limi félagsins, Rósu Kristjánsdótt-
ur Ausman, hún varð níræð þann
dag.
Samsætið var haldið á heimili
Mrs.- G. B. Björnson að viðstöddum
27 konum félagsins.
Mrs. C. T. Erstad, forseti félags-
ins, stýrði samsætinu, er fór fram
á íslenzku. Vottaði Mrs. Erstad af-
mælisbarninu hugheilar árnaðarósk-
ir kvenfélagsins og Minneapolis ís-
lendinga yfirleitt. Mintist hennar
löngu dvalar hér í álfu með vel völd-
um orðum, og á meðal annars gat
hún þess, að enginn þyrfti annað en
að koma í hús Rósu og sjá hennar
stóra íslenzka bókasafn til þess að
átta sig á því, að þarna væri fvrir
sannmentuð íslenzk kona. Hún
skildi eftir hjá okkur þann arf, sem
um leið væri ógleymanlegur.
Afmælisbarnið þakkaði fyrir
þessi hlýheit með velvöldum orðum.
Fregnritari blaðsins Minneapolis
Stár, ásamt ljósmyndasmið þess
blaðs voru þarna viðstaddir. Mynd-
ir voru teknar af afmælisbarinu, er
birtar verða í þvi blaði með fréttinni
af samsætinu.
Á einni myndinni sézt afmælis-
konan með 90 logandi kertum. Sam-
sæti þetta var alíslenzkt, eins' og
huldar dísir íslands væru þar á
sveimi og héldu yfir því verndar-
hendi. Það var glaðasólskin og
blíða allan daginn, en bliðast var
sólskinið á andliti afmælisbarnsins.
Rósa er dóttir Kristjáns Jónsson-
ar í Stóradal i Skagafirði, bjó hann
þvi rausnarbúi er átt hefir fá eftir-
dæmi á ættjörðinni. Við hann
munu allflestir eldri fslendingar
kannast, beggja megin hafsins.
Heimili hans var jafnan orðlagt fyr-
ir rausn og gestrisni, og um heiniili
Rósu dóttur hans má það segja að
sú saga endurtekur sig. Hús hennar
hefir æfinlega verið sönn mynd af
islenzkri gestrisni.
Við kvenfélagskonurnar árnum
henni allrar blessunar, því allar
minnumst við svo margra ánægju-
stunda á heimili hennar og við von-
um að hún eigi mörg ár að baki enn
þá, því þegar lífsbók þessarar mætu
konu verður lokað, þá verður líf
okkar fátækara.
Helga Johnson.
Vísindamaður látinn
Dr. D. B. Marsh, einn af nafn-
kendustu stjörnufræðingum þessa
lands, lézt að heimili sínu í borginni
Hamilton í Ontario, þann 23. þ. m.
Sigurður Vídal látínn
Sunnudaginn þann 24. þ. m., lézt
að heimili sinu í grend við Hnausa-
þorp í íslenzka landnáminu við
Winnipegvatn, Sigurður Vídal frá
Kambhóli í Viðidal i Húnaþingi,
freklega áttræður að aldri, fæddur
6. maí, árið 1853.
Sigurður heitinn fluttist vestur
um haf árið 1887. Fyrstu búskap-
arár sin á íslandi, átti hann heima
á Torfustöðum í Fremri Torfustaða
hreppi í Miðfirði, og þaðan kom
hann hingað til lands.
Eftir að hingað kom, settist Sig-
urður að með sifjaliði sínu í Nýja
íslandi, og bjó lengst af í grend við
Hnausa. Auk ekkju sinnar, Krist-
inar Grímsdóttur, lætur Sigurður
eftir sig fimm börn, Sigvalda, Rögn-
vald, Gest, Sigurrós og Steinunni.
Sigurður heitinn var hinn mesti
skýrleiksmaður ; honum lánaðist vel
löng æfi og vinsældir hans urðu þvi
meiri, er lengra á daginn leið. Jarð-
arför hans fór fram frá heimilinu á
fimtudaginn þann 28. Dr. Rögn-
valdur Pétursson jarðsöng.
Ákveðinn liberal
Maður nokkur af Úkraníu þjóð-
flokki, kom nýlega fyrir héraðsrétt
hér í borginni til þess að afla sér
brezkra þegnréttinda. Dómarinn
var Joseph Bernier. Maður þessi
var spurður hinna venjulegu spurn-
inga, og þar á meðal hve gamall
hann væri. Við þeirri sþurningu var
svarið á þessa leið : “Eg er liberal.”
Komst dómarinn þá þannig að orði:
“Skrifaðu Mr. Mackenzie King og
skýrðu honum frá, að við höfum
nýlega veitt einum af stuðnings-
mönnum hans brezk þegnréttindi.”
Kosinn í sextánda sinn
Á ársþingi verkamannasamtak-
anna í Canada, er haldið var í borg-
inni Windsor í Ontariofylki siðast-
liðna viku, var Tom Moore, endur-
kosinn til forseta í sextánda sinn.
Til samtaka þessara teljast freklega
hundrað þúsundir verkamanna.
Tekur sér alræðisvald
Símað er frá Vínarborg þann 20.
þ. m., að ríkiskanzlari Austurríkis,
Engelbert Dollfuss, hafi skipað
ráðuneyti sitt gersamlega nýjum
ráðgjöfum, og tekið sér alræðisvald
í hendur. Hefir hann ákveðið að
mæta sjálfur fyrir hönd þjóðar sinn-
ar á vopnatakmörkunarstefnu þeirri,
er innan skamms kemur saman í
Geneva.
Bættar markaðshorfur
Dr. W. W. Swanson, prófessor í
hagfræði við háskólann í Sask-
atchewan, telur markaðshorfur fyr-
ir canadiskt hveiti vera mjög að
breytast til hins betra. Valdi þar
einkum tvent um, aukin gæði hveit-
isins, og rýr uppskera víða með
öðrum þjóðum.
Væntanlegur til borgar-
ínnar
Hon. R. B. Bennett, forsætisráð-
gjafi sambandsstjórnarinnar, er
væntanlegur til Winnipeg að morgni
þess 10. október nætkomandi. Stend-
ur hann við hér í þetta skifti aðeins
þenna eina dag, en á samt sem áður
að flytja þrjár ræður.
Hon. W. E. Raney
Síðastliðinn sunnudag lézt í To-
ronto, Hon. W;. E. Raney, dómari í
háyfirrétti Ontariofylkis, sjötíu og
fjögra ára að aldri. Mr. Raney
gegndi <um hríð dómsmálaráðgjafa
embætti í framsóknarmanna ráðu-
neyti því, er Hon. F. C. Denny
veitti forustu í Ontario. Þótti Mr.
Raney mælskumaður með ágætum
og fylginn sér vel.
MISCHA ELMAN
fiðluleikarinn heimsfrægi, er efnir
til hljómleika í Winnipeg Audito-
rium þann 12. október að kveldi.
Fyr og nú
“Ósköp er langt til jólanna!”
segja börnin. Þau hlakka til þeirrar
dýrðar, sem jólunum erti samfara.
Þeim finst yfirstandandi timi líða
seint. Þeim leiðist, þau eru bráðlát
og óþreyjufull.
Eins er því varið með fullorðna
fólkið að vissu leyti. Allir þeir, sem
einhverjar hugsjónir eiga, bíða með
óþreyju þeirra stunda, sem takmarki
þeirra hugsjóna verði náð. Þeim
finnast allar umbætur hægfara —
finst stundum efns og alt standi í
stað eða jafnvel þokist aftur á bak.
Þegar farið er yfir íslenzkar bók-
mentir að fornu og nýju og þær
bornar saman, þá birtist tíðarandinn
og hugsunarhátturinn í ýmsum
myndum bæði frá þátíð og nútíð;
rithöfundar og skáld þjóðanna
bregða oftast upp nokkurs konar
spegli af þjóðlífinu—sýna þjóðar-
sálina eins og hún er á þeim tíma,
sem þeir rita og yrkja.
Okkur Islendingum hættir stund-
um við því að saka þjóðina fyrir
skort á framförum og sumir telja
fortiðina yfir höfuð glæsilegri en
yfirstandandi tíma.
Það mun þó sönnu nær að aldrei
hafi þjóðlíf Islendinga verið dýrð-
legra, þegar alls er gætt, en einmitt
nú, hvort sem dæmt er um það frá
verklegu eða andlegu sjónarmiði.
Eg var að lesa fornan, íslenzkan
skáldskap nýlega; ljóð eftir séra
Jón Magnússon í Laufási; hann var
uppi á 17. öldinni og talinn býsna
mikið skáld. Sýna ljóð hans tvent í
senn: takmarkalausa undirgefni og
þrællyndi í hugsunarhætti og frá-
bæra óvandvirkni á því, sem þá
var kallaður skáldskapur. Hér birt-
ast nokkur erindi eftir hann:
“Lýðurinn má ei leggja dóm
á lofðanna breytni, hvort vond er
eða fróm;
því undirgefinn hefir þar ei umboð
til,
eru það réttu guðs lögskil;
óskipað setjast í annars embætti er
apaspil.
Þó láti sér höfðingjar leyfast það,
sem landsins alþýði er forbannað,
og þó oss þegnum þyki það strangt,
þá er ómögulegt að kalla það rangt,
því margur hefir fyrir minni sakir
höggvist og hangt.
Hver kann að segja við hilmi það:
“Hvað er það, gramur, sem þú hefst
að ?”
Klerkdæmi er herranna kennifaðer,
en kóngarnir hafa guð yfir sér.
reikning standa af ráðsmenskunni
regentum ber.
Þau þykja stundum bágborin
kvæðin, sem íslenzku blöðin flytja
hér vestra, en bókmentaleg gullkorn
held eg þau megi teljast samanborin
við þetta ljóð, þessa mentaða ís-
lenzka skálds, bæði að því er efni,
mál og búning snertir.
Annað kvæði orti þetta sama skáld
er hann nefndi “Hústöflu.” Þar er
bálkur eða kafli um barnauppeldi,
sem flytur þetta meðal annars:
“Umvöndunarorðin snörp
og vandarins hirting skörp
þriðji hluti agans er
áður en lundin verður þver;
fáir eða engir finnast ungir full-
gerðer.
Frá æskutíð með allan sann
til ills vill hneigjast náttúran,
í ungdómshuganum bernskan býr,
burt hún undan vendi flýr,
en agalaus í vömmum vex sem villi-
dýr.
Að barna þinna brekum skalt
brosa ei, né skemtun halt,
óvanda þeim engan líð,
í æskunni þau lem og hýð,
annars hefir Jni angur af þeim ár
og sið.
Kenningum þeim, sem séra Jón
heldur fram í þessuin ljóðum, tók
þjóðin þá með þökkum, virti og veg-
samaði manninn, sem þær flutti og
dáðist að honum sem væri hann
skáld af guðs náð.
Nú væri hver sá maður hleginn í
hel sem byði þjóðinni annan eins
'iamsetning og þessi ljóð eru.
Þegar þess er gætt hversu hugs-
anirnar hafa göfgast og mildast frá
þeim tíma þegar æðsta skylda for-
elclranna var sú að lemja börn sín
og hýða og fram á vora daga, og
þegar það er einnig athugað hversu
miklum stakkaskiftum rím, mál og
búningur hafa tekið, þá er ómögu-
legt að neita framför og henni mik-
illi. Ihugum hið mikla djúp milli
lamninga og hýðinga kenninga séra
Jóns Magnússonar og kærleiks-
kenninga Matthíasar; eða búnings-
mismun hugsananna á ljóðum
þeirra, sem að ofan eru birt og hinni
alfullkomnu rímsnild Þorsteins Erl-
ingssonar.—
Já, börnunum finst langt að bíða
jólanna og tíminn líða seint; full-
orðnu hugsjónafólki finst umbæt-
urnar hægfara og þeirra jóla langt
að bíða, sem skapa himin á jörð, en
óvilhallur samanburður sýnir hvað
unnist hefir og spáir jafnframt um
það hvað vinnast muní.
Sig. Júl. Jghanncsson.
Áátandið í Harbin
Hér í borg eru 80,000 Rússar og
hafa flestir þeirra miklar áhyggjur
út af framtíðinni, því að þeir óttast,
að Japanar muni flæma þá á brott.
—Japanar flykkjast nú hingað unn-
vörpum og þegar hafa tíu þúsundir
Japana sest hér að. Rússneskum
smákaupmönnum hér gengur þegar
mjög erfiðlega í samkepninni við
Japana og hafa sumir rússnesku
kaupmannanna þegar orðið gjald-
þrota. Hér við bætist, að flestir
Rússa þeirra, sem hér eru, eru Hvít-
Rússar og eiga ekki afturkvæmt til
ráðstjórnarríkjanna. Rússnesku
starfsmennirnir við austur-kín-
versku járnbrautina, en þeir eru
15,000, óttast og mjög, að verða
sviítir atvinnu sinni, því að í ráði er,
að Japanar taki við járnbrautinni.
Verði af því, að Japanar kaupi járn -
jbrautina, verður þessum starfsmönn-
um án efa öllum sagt upp. Þessir
menn eru ráðstjórnarrikjaborgarar,
en fæstir þeirra munu fúsir til þess,
að fara heim til Rússlands, enda
veið lengi hér eystra. Þá koma og
hingað stöðugt flóttamenn frá ráð-
stjórnarríkjunum. Flóttafólk þetta
á við mikla erfiðleika að stríða,
hefst viö á viðavangi í nánd við
borgina, og getur enga atvinnu feng-
ið. Hefir fólkið ekki annað sér til
lífsviðurværis en það, sem íbúarnir
miðla því.
Senator Poirier
Látinn er í Ottawa, senator
Poirier, gáfumaður mikill, snjall rit-
höfundur og áhugasamur um mann-
félagsmál. Er með honum fallinn í
valinn hinn síðasti þingmaður öld-
ungadeildarinnar, er Sir John A.
Macdonald skipaði.
Annie Besant látín
Þann 20. þ. m., lézt í borginni
Madras á Indlandi, Annie Besant,
fræg um allan hinn mentaða heim
fyrir forustustarf sitt á sviði guð-
spekinnar, því nær áttatíu og sex
ára að aldri. Hafði hún ferðast
víða um lönd og fylgt fram kenn-
ingum sínum i ræðu og riti af mikl-
um eldmóði.
Dánarfregn
Síðastliðinn þriðjudag lézt á Al-
menna sjúkrahúsinu hér í borg,
Friðrik Johnson, frá Víðirhóli á
Fjöllum í Þingeyjar þingi, maður
hniginn að aldri. Hann lætur eftir
sig eina dóttur, Báru að nafni,
hjúkrunarkonu í New York, er
hingað kom í gær til þess að vera
við jarðarförina. Hann á á lífi tvo
bræður, Árna við Wynyard, Bene-
dikt i Mozart, og eina systur GuS-
björgu, einnig í Mozart, Sask.—Út-
för Friðriks heitins var ekki að fullu
ráðstafað, er blaðið var búið til
prentunar.
Lík Þorsteins á Drumboddsstöðuin
fundið rekið við Hvítá
Eins og sagt var frá hér í blað-
inu fór Þorsteinn bóndi Þórarinsson
á Drumboddsstöðum, miðvikudag-
inn 26. júlí að heiman frá sér og
fylgdi ferðamanni að Efsta-Dal i
Laugardal.
Þorsteinn skildi við samferðamann
sinn að Efsta-Dal og hélt síðan
heimleiðis, en kom ekki heim. Fór
margt manna að leita hans og fund-
ust þá tveir hestar hans og var ann-
ar með reiðtýgjum, en Þorsteinn
fanst hvergi. Var því talið víst, að
hann hefði druknað í Brúará.
Á föstudaginn var fanst lík Þor-
steins við Hvitá, skamt fyrir norð-
an Oddgeirshóla.
Mbl. 4. sept.