Lögberg - 28.09.1933, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.09.1933, Blaðsíða 7
LÖGHERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1933 Bls. 7 um og hélt hurðinni í hálfa gátt, eins og hún ætlaði að varna þeim inngangs með valdi. “Já, en það varðar mjög mikil- vægt málefni, ungfrú góð. Það varðar líf eða dauða. Eg verð, og eg skal tala við Jerome — aðeins sem allra snöggvast,’’ mælti Field- ing. “Það er ómögulegt, herra—það er alls ekki hægt, eg segi yður það al- veg satt,” svaraði unga 'stúlkan. “Frændi minn hefir verið mjög veikur alla nóttina. Hann hefir megnan hita og talar í óráði. Eg þori ekki að sleppa neinum inn til hans—hann þolir það ekki.” Stúlk- an horfði hræðsluaugum á lögmann- inn gegnum þrönga dyragættina. “Hafið þér sent eftir lækni?” spurði Fielding. “Nei, herra,—það þori eg ekki. Frændi hefir sagt, að það mætti ekki gera,” sagði stúlkan. “Hann vill alls ekki sjá neinn—hann hefir harðbannað mér að sleppa nokkrum inn.” Mennirnir tveir fyrir utan litu hvor á annan spyrjandi augum. “Það er alveg sama, við verðum að hafa tal af honum,” hvíslaði Fielding. Arthur Jamieson kinkaði kolli. “Hve lengi hefir Jerome verið veikur?” spurði Fielding. “í liðuga viku, herra. Og hon- um þyngir með hverjum degi. Kvöldið, sem hr. Belmont var tek- inn fastur, varð honum snögglega ilt, og síSan hefir hann legið rúm- fastur.” Unga stúlkan opnaði hurðina of- urlítið, meðan hún var að skýra frá þessu, og það var auðséð á öllu, að það var ekki með hennar góða vilja, að ltún varði þeim þannig dyrnar. En óttinn við sjúklinginn var aug- ljóslega yfirsterkari. Þetta var hávaxin og lagleg stúlka, með falleg dökk augu og rjóS í kinnum. Hún leit órólega og skelkuð út. Fielding lagði höndina á hand- legg hennar. “Eg verð að tala við frænda yðar„ það er bráðnauðsyn- legt, ’’ mælti hann í ákveðnum róm. “Ef hann er eins veikur og þér seg- ið, ættuð þér tafarlaust að senda eftir lækni.” “Já,—en hann hefir bannað mér það.” “Gerið þaS nú samt. Eg tek á mig ábrgðina.” Unga stúlkan fór að snögta. “Eg er svo hrædd, svo hrædd,” hvíslaði hún. “Eg þori bráðum ekki að vera hér lengur. Síðan þetta—þetta vildi til hérna í húsinu, hefir alt saman verið svo óskemtilegt. Og svo að heyra hann hrópa í óráði alla nótt- ina þarna inní—það er voðalegt. Eg vildi helzt hlaupa langt, langt burt, en svo lægi hann þá aleinn eftir og hefði engan til að sjá um sig. Hann er svo erfiður, og hann vill hvorki hafa meðul né lækni.” Fielding horfSi með samúð á ungu stúlkuna. “Það er heldur ekki vert, að þér séuð alein hjá frænda yðar, þegar hann er svona veikur. Hann verður að fá bæði lækni og meðul. Gerið nú eins og eg segi. Sendið eftir lækni. Eg skal svo taka á mig ábyrgðina.” Framh. N áttúrufrœðisrannsóknir Pálmi Hannesson rektor, Steindór Steindórsson kennari og Magnús Björnsson cand. phil. eru nýkomnir úr rannsóknarferð austan af öræf- um. Lögðu þeir upp frá Möðrudal 21. júlí og var Finnur Jónsson list- málari í för með þeim. Slóust þeir i för með öræfaflokki landmælinga- mannanna og höfðu altaf samflot með þeim. — Farið var um svæðið milli Jökulsár á Fjöllum og Jökuls- ár á Brú og upp að Vatnajökli. Lengst viðdvöl var i Hvannalind- um, 9 dara. — Fékst Pálmi rektor við jarðfræðisrannsóknir, Steindór við grasafræði, og Magnús við dýra- fræðirannsóknir, einkum fugla. — Lengst af ferðinni voru þeir hepnir með veður og gekk ferðalagið hið bezta. Til Möðrudals komu þeir aftur 19. þ. m. og höfðu þá lokið rannsókn svæðisins, en mælinga- mennirnir urðu eftir, áttu ólokið nokkurra daga starfi. ísl. 24. ág. Utþrá og örbirgð Bftir Jóhannes Friðlaugsson KAUPIÐ AVALT kennara frá Fjalli í Aðaldal. Eg ætla að segja ykkur sögu: Það voru einu sinni karl og kerl- ing í koti sínu, og áttu þau eina dóttur barna, sem orðin var nær þvi fulltíða heimasæta.—Þá greip hana útþráin. — Fólkið, sem hún talaði við, bækurnar sem hún las, lýstu fyrir henni lífinu út um heiminn og drógu upp í huga hennar glæsi- legar myndir, fullar af æfintýrum og lífsgleði. — Farfuglarnir fluttu henni kveðju frá fjarlægum lönd- um og sungu henni kvæði um alla þá dýrð, sem þar ætti heima. Áður, á meðan hún var barn og unglingur, hafði hun haldið, aS eng- inn blettur á jörðinni væri jafn- fallegur sem heimahagarnir. Litla kotið með græna þakinu og lágu, vindopnuðu þiljunum, sem sneru fram á hlaðið, litla, þýfða túnið í kring og móarnir og engið útfrá á allar hliðar, fjallið fyrir ofan bæ- inn með skógivöxnum hlíðunum og áin silfurtær og hrein, sem rann hæg og niðandi út eftir dalnum og til sjávar. — Þetta fanst henni þá aö hlyti að vera fallegasti bletturinn i heiminum. En þegar útþráin greip hana, breyttist alt Jjetta í einum svip. —Nú var alt svo ljótt og leiðinlegt heima. Bærinn þröngur og dimm- ur. Sveitin sviplítil og ljót, og jafn- vel blómin fanst henni missa litfeg- urð sína og angan, og himininn var ekki jafn heiðríkur og bládjúpur sem fyr.—Henni fanst sér ómögu- legt að una þarna ltngur.—Svo lagði hún á stað út í heiminn. Leið hennar lá til höfuðstaðarins. En sá munur. Þarna var alt á ferð og flugi. Skemtilegt fólk að tala við, nógar skemtanir og falleg föt. Þarna var alt, sem augun og hug- urinn girntist. — Þarna lærði unga stúlkan að ganga á hælaháum skóm, staðinn fyrir sauðskinnsskóna heima. Þarna lærði hún að ganga á silkisokkum og í silkikjólum — ermalausum, sem náðu niður á hnén, Jiað var þó munur eða vaðmálsfötin, sem hún hafði vanist áður. Þarna lærði hún að ganga út á kvöldin, dansa á nóttunni og sofa á daginn. Þvílík himnaríkissæla hafði henni aldrei dottið í hug að til væri. — Tíminn leið og hún naut gleðinn- ar og skemtananna í fylsta mæli. En undir niðri vakti útþráin og eirðar- leysið í sál hennar. — Þegar til lengdar lét, undi hún ekki lengur i borginni. Hún vildi njóta lífsins betur og í ókunnum löndum, þar sem enn meiri gleði og lífsnautnir væri að finna. Og hún sigldi til ókunnugra landa. Hún dvaldi í höfuðborgum stórþjóðanna, þar gat hún heimsótt sönghallirnar, leikhús- in, dýragarðana og notið allra þeirra skemtana, sem glæsilegustu stórborgirnar hafa að bjóða. Þar sem manngrúinn óteljandi líður eft- ir steinlögðum strætunum sem þung- ur, niðandi straumur stórfljótanna, J>ar sem öll tungumál heimsins blandast saman í eina óskiljanlega suðu umferðalífsins, þar sem himin- há skrauthýsin gnæfa við loftið, svart og draugalegt af verksmiðju- reyk stórborgarinnar. — Þarna var margt að sjá og heyra. En leiðin lá lengra — borg úr borg, land úr landi. Og að lokum kom hún til Suðurhafseyjanna. Þar var hug- næmt að vera. Þar vögguðu pálm- arnir laufrikum blaðkrónum sínum í kveldblænum. Þar stóðu brauð- aldintrén há og beinvaxin og báru fullþroskaða ávexti. En á milli glitruðu þúsundir litblóma með öll- um litum regnbogans eins og gim- steina- og perlublæja væri lögð yfir jörðina. Og þvert yfir himininn, beint yfir höfðum manna, gekk sólin og stráði brennheitum geislum sín- um niður yfir jörðina og sefgrænan sjóinn. Þarna var gott að vera. Þarna þyrfti enginn að vinna. Það var nóg að við fæðingu hvers barns væri gróðursett eitt brauðaldintré. Á- vextir þess voru nægilegir til þess að ala önn fyrir einum manni á með- an hann lifði — hvað fæði snerti. Um klæðnaðinn var ekki þörf að ræða á þessum slóðum. Þarna gátu íbúarnir notið lífsins í næði. Þeir LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WUfNIPEQ, MAN. þurftu ekki annað að gjöra en leika sér—hvíla sig—og sofa. En leið dalamærinnar lá lengra. Hún kom til Indlandanna, þar sem hrisgrjónaekrurnar J>öktu landið eins langt og augað eygði, og gáfu hundraðfalda uppskeru tvisvar og jafnvel þrisvar á ári.—Þarna þurfti lítið að hafa fyrir lífinu. En hún festi ekki yndi þarna. Einhver þrá og ókyrleiki vakti í sál hennar — þrá eftir einhverju marki að keppa að, þrá eftir einhverju starfi, sem hún gæti helgað krafta sína og starfslöngun og sqm gæti friðað huga hennar. Henni fanst hún sjálf vera að minka, og sál sín að sljóvgast fyrir öllum áhrifum. Og eirðarleysið rak hana áfram, land úr landi, borg úr borg. Loksins lagði stúlkan á stað heim- á leið. Pleitan sólskinsdag kom hún heim i sveitina sína. Hún var örmögnuð af ]>reytu. Henni fanst hún ekki þekkja sig. Henni fanst alt vera orSið breytt frá því sem áður var. En þó fanst henni einhver sælutil- finning streyma um sig alla, þegar hún vissi að hún var komin heim.— Hún leit í kringum sig til að vita, hvort hún sæi ekki einhvern mann, sem hún gæti talað við.—Jú, þarna rétt hjá henni var maður að verki, og leit helst út fyrir að hann væri að leggja undirstöðustein að ein- hverri byggingu. Hún gekk til hans og heilsaði honum, þetta var ungur maður og knálegur. Var hann að strita við stóran stein, sem sýnilega var ætlaður fyrir hornstein í bygg- inguna. Svitinn rann niSur sól- brenda vangana, og var auðséð að hann vann af kappi og með áhuga að byggingunni. — “Á eg ekki að hjálpa þér við steininn?” spurði stúlkan, þegar hún var búin að virða manninn fyrir sér um stund. Og henni fanst nýr lifsstraumur fara um sig alla. Maðurinn leit upp frá vinnu sinni og strauk moldugri hendinni um sveitt enni sér. Hann starði undrandi augum á stúlkuna. Þarna stóð hún velvaxin og fríð, en þó var andlitiö veiklulegt og dökkir blettir fyrir neðan augun. En í augunum fanst honum þó bregða fyrir geisla af innibyrgðum eldi. En búningurinn. Slíkan búning hafði hann aldrei séð. Hún hlaut að vera annarar þjóðar kona. Nei, ekki gat það verið, því hún talaði til hans á móðurmáli hans — “móðurmálinu miúka og hreina.” “Ætli þú getir mikiö,” sagði hann brosandi og leit niður á silkisokk- ana og hælaháu gljáskóna, sem hún haföi á fótunum. “Við skulum vita til.” sagði hún og kastaði frá sér sól- hlífinni, sem hún hafði haldið á, og tók tveim höndum á steininum. — Hann gjörði hið sama. — Eftir litla stund var steinninn kominn á sinn stað. Dagurinn leið. Steinunum fjölg- aði óðfluga í undirstöðu hússins. Þau unnu í sameiningu. Hana sveið í lófana og hana verkjaöi í bakið, en hún hugsaði ekki um það. Henni fanst nýr þróttur færast um sig við hvert átak, sem hún gerði.—Þarna settist hún svo að. Þarna voru nóg störf óunnin, sem biðu eftir vinn- andi höndum. Erfiðið gaf löneun eftir hvíld að afloknu dagsverki. Og hvíldin gaf orku til áframhaldandi erfiðis næsta dag. Þarna fann dalamærin fyrst sjálfa sig. Og þarna undi hún hag sin- um. Síðan giftu þau sig. Þanr.ig eiga allar sögur að enda. f raun og veru er það óhemju orka. sem ungur maður — karl eða kona — á vfir aS ráða, andleea og líkamlega. þegar við lítum yfir jiau störf, sem ungur og hraustur mað- ur getur leyst af höndrtr, þá r'vlst i bkkur ekki, að það er meira en lítil orka, sem þarf til þess. Þegar eg tala um orku, þá á eg ekki við lík- amlega krafta, því þeir vinna ekki ætíð meiri, sem eru sterkari,—heldur á eg við J)að magn mannsins, sem er meginjiáttur, eða aðalstyrkur allra verka hans. Það sem gjörir lífs- starf hans að stórvirki. — Þegar við lítum yfir störf manna alment, þá dylst okkur það ekki, að það er geysimikill munur á verkunum, sem þeir leysa af höndum, — þó svo viröist sem allir hafi unnið vel. Og við vitum líka, að þeim farnast ekki æfinlega bezt, sem vinna mest. Tveir menn, sem standa jafnt að vígi, þeg- ar þeir byrja, uppskera ekki æfin- lega jafnt. Annar vinnur máske eins og hamhleypa, en hvernig sem hann vinnur eignast hann aldrei neitt umfram daglegra þarfa. Hinn vinnur máske mun minna, en eftir lítinn tíma fer hann að safna fé og heldur þvi áfram þar til hann er orðinn efnaður maður.—Og þó var afstaðan jöfn hjá báðum. Þarna kom fram mismunandi hagsýni. Og )>að er ]>essi hagsýni, sem oftast ræður hvort manni farnast vel eða illa—efnalega. Það hefir oft verið sagt um okkur íslendinga, að við værum ekki hagsýnir, og eg held þaö sé rétt. Og þó er það undar- legt. Við eigum heima i erfiðu landi og eigum að jafnaði við erfið lífskjör að búa. -Etti því náttúran að vera búin að kenna okkur hag- sýni gegnum aldraðir. En það virð- ist svo, sem við séum tornæmir á þau lífsfræði. Að minsta kosti nú á seinustu árum. Enda hefi eg heyrt suma greinda menn og hagsýna halda því fram, að alment séö, þá væri hagsýni að minka hjá þjóðinni. Þeir segja að við séum að verða meiri augnabliksmenn en við vorum áður, og að hagsýni og framsýni virðist vera mun minni, en hún hafi verið hér áður fyr.—Þetta er íhug- unarvert, ef satt er. Eg skal engan dóm leggja á álit þessara manna, en það dylst mér ekki, að okkur vantar tilfinnanlega almenna hagsýni. Og þó hefir okkur sjaldan legið meira á henni en einmitt nú á þessum tíma. ÞaS er venjulega erfitt fyrir æsk- una að taka við störfum af þeim eldri. En eg held samt, að sjaldan hafi það verið erfiðara en einmitt á þessum yfirstandandi tíma. Við skulum aðeins renna augun- um yfir sveitirnar okkar, og verja til þess fáeinum augnablikum að at- huga þau kjör, sem unglingarnir eiga við að búa, sem nú eru að taka við, og eiga að taka við á næstu árum. Á næstu 10 — 20 árum er óhjá- j kvæmilegt að byggja upp meiri hlut- ann af bændabýlum landsins, aö mestu eða öllu leyti. Til þess þarf óhemju mikið fjármagn. í tún- rækt og girðingar þarf líka að leggja stórfé, ef vel á að fara. Þvi eins og vinnuaflið er dýrt nú, hljóta menn að leggja mikla áherslu á það á næstu árum að auka ræktunina. Þarna er geysimikið verkefni fyrir höndum. En alt þetta er nú samt fram- kvæmanlegt. Það er ekki erfiðast að byggja bæina eða stækka túnin. Það, sem er langerfiðast er aö greiða skuldirnar, sem nú hvíla eins og mara á allri þjóðinni—bæði ein- staklingum og þjóðinni allri.—Það þarf dugnað og hagsýni til að vinna bug á öllum þessum erfiðleikum, J)ó vona eg að það takist á endanum. —Menn mega ekki taka orð mín svo, að eg sé að draga kjark úr æsk- unni. En hitt vildi eg benda mönn- um á—þeim eldri og yngri—að þaö er ekki glæsilegt fyrir æskuna í sveitunum að taka við óðali feðra sinna,—Óðalið er að vísu gott, og hefir marga framtíðarmöguleika.— En það er niðurnítt og á því hvíla skuldir. Og ef það á að rísa úr rústum þarf hagsýnn hugur og vinnugefnar hendur að hjálpast að við þaö endurreisnarverk. Og nú flýgur mér í hug sagan af ungu hjónunum, sem eg las ný- lega. Þegar þau giftu sig, tóku þau eyðikot til ábúðar. Efnin voru lít- il. En þau voru vinnugefin og sam- hent. Árin liðu. Þau reistu bæinn úr rústum. Snotran og traustan sveitabæ. Túnið var sléttað, stækk- að og girt. Vatni veitt á engjarnar og þær girtar. — Börnin komu hvert af öðru. Og efnin jukust ár frá ári. Og eftir 20 ár voru þau, ungu hjón- in, sem byrjuðu á eyðikotinu, talin vel efnuð, og kotið talið með betri jörðuin í sveitinni. Þarna hefir verið leyst af hönd- um kraftaverk. — Og svona krafta- verk þarf unga fólkiö, sem nú tekur við óðali feðra sinna, að leysa af höndum í framtíðinni, ef vel á að fara. — Þá mun óðalið forna rísa úr rústum og verða að fallegri og traustri höll. — Heilbrigðri æsku er að jafnaði gefin bjartsýni í FINNIÐ ÞÉR TIL ÞREYTU? Ef svo er, ættuð þér að nota gott hress- ingarlyf, sem eykur matarlystina, skerpir meltinguna, og kemur þvl til vegar, að fæöan nær tilgangi sfnum til fulls. Sérfræðingur ft. sviði læknavísindanna fann upp samsetningu mikilvægra lyfja, er langt gengur í þft. ft.tt, að vernda heilsuna, og gera lífið viðunanlegra. Þetta meðal heitir Nuga-Tone, selt og ábyrgst 1 lyfjabúðum. Mánaðar skerfur kostar einn dollar. Ef þér eruð ekki ft.nægð eftir notkun meðalsins í 20 daga, verður andvirðinu skilað aftur. vöggugjöf. Sú bjartsýni, sem er hitagjafi og orkulind starfsamra fullorðinsára. Bjartsýni, sem dreg- ur úr ölluin erfiðleikum, og gefur byr undir báða vængi til fram- kvæmda og dáSaríkra verka. Það er þessi bjartsýni, sem enn mun— eins og fyr—leiða æskuna yfir tor- færurnar, sem verða á vegi hennar, og gefa vonir um gott dagsverk að lokum. Það er enginn vinningur fyrir æskuna að hafa enga erfiðleika við að stríða. Baráttan styrkir bg eyk- ur orku mannsins, bæði andlega og líkamlega. Þeir sem hafa alt af öllu, verða að jafnaði miðlungsmenn og ekki meira. Stærstu og þörfustu verkin, sem unnin hafa verið í heim- inum, hafa oftast verið unnin af fátækum mönnum og þeirn, sem hafa haft viö marga erfiðleika að stríða. Þessvegna skuluð þið, unga fólk- ið, sem nú standið með tvær hend- ur tómar, og eigið að fara að byrja á dagsverkinu, horfa vonglöðum og djörfum augum fram á veginn—því framundan liggur framtíðarlandið bjart og sólríkt. Hafnsögumaður í 50 ár hefir Jóhannes Jörundsson í Hrísey nú veriS og aldrei hlekkst á við það starf, aldrei brotið neitt í bryggj- um og komið öllum skipum heilu og höldnu til ákvörðunarstaðar, þeim sem hann hefir átt að stýra. Hann er nú fullra 75 ára gamall, fæddur 27. maí 1858, að Grýtu- bakka i Höfðahverfi, en hinn ern- asti að öllu, sjón, heyrn og f jör eins og hjá unglingum. Ekki hefir hann verið bindindismaður um dagana, en aldrei hefir hann neytt áfengis, frá því hann hefir tekið við stýris- stjórn og þar til skipið var komið þangað, sem hann átti að skila þvi —og aldrei hefir hann bragöað “landa” og kveðst aldrei ætla að gera, hvernig sem fari með afnám bannsins! Islendingur 16. ág. Þegar þér þarfniál Prentunar þá lítið inn eða skrifið til The Golumbia Press Ltd. sem mun fullnægja þörfum yðar \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.