Lögberg - 28.09.1933, Blaðsíða 2
Bis. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1933
Frá liðnum tímum
Eftir Loft Jónsson frá Geldingalœk
Handritið að þessum endur-
minningum Lofts Jónssonar,
sendi hann Gísla sýslumanni
Sveinssyni í Vík skönunu áður
en hann dó, og hefir Lesbókin
fengið handritið hjá honum.
Endurminningar pessar bregða
upp Ijósi yfir pá erfiðleika, sem
sveitafólk hefir átt við að stríða
fram á seinustu ár, vegna órð-
ugra samgangna. Varla mundi
sumum unglingunum nú hent
að feta í fótspor jafnaldra
sinna, sem uppi voru fyrir ein-
um mannsaldri eða svo. En pótt
ekki sé lengra umliðið, mun
ýmsum finnast pað ótrúlegt
hvað unglingum var pá boðið.
Farið úr veri.
HöfSum viÖ yeriÖ H/z klukkutíma
aÖ vaða klakavatn.
Mjög var nú úr þessu stutt til
bæja, að Háfi og Hala, og þar var
okkur tekið með kostum og kynj-
um; háttaðir niður í ágæt rúm, und-
in föt okkar, og veittur allur sá
beini, sem hægt var, einnig gerðir
handa mér skór. Sváfum við þar
síðan um tíma, og er við urðum til-
búnir síðla dagsins, og komnir i
okkar blautu, en þó vel undnu föt,
lögðum við af stað, í sama bálviðri
næstum á móti, en fljótt fór að rífa
svo af sumum, að þeir urðu ekki
gangfærir, og lentu svo hingað og
þangað á bæjum, þar sem þeir hitt-
ust. Við, sem lengst komumst geng-
um þenna dag til enda og næstu
nótt. Þá var heldur farið að slota
veðrinu, og rétt eftir fótaferð kom-
um við bræðurnir að hinu góðkunna
heimili Árbæ í Holtum, þar sem
bjuggu gæðahjónin Helgi og Helga,
móðurforeldrar Helga læknis á Stór-
ólfshvoli. En svo vildi til rétt fyrir
Eitt sinn sem oftar vorum við
bræður (þ. e. Einar bróðir minn og
eg) sjómenn á Stokkseyri í sama 1 vestan Árbæ, að við settumst niður
skifti. Um vorið upp úr sumar- ; í skjól og tókum okkur bita, en þeg-
málum sagði formaðurinn við okk- ar við, að lokinni máltíð, ætluðum
ur hásetana, að hann væri hættur að standa upp aftur, gat eg hvorki
að róa, þvi að það væri fiskilaust, hreyft legg né lið, eg var almállaus
og mættum við allir fara heim. Það ' og gat varla látið skilja mig, og þar
voru margir Rangæingar á þessu , hefði eg orðið til, ef einn hefði ver-
skipi og áttu yfir Þjórsá að sækja, ið, en Einar bróðir minn, sem var
sem þá var óbrúuð. I því að þetta karlmenni, tók á sig báða burðar-
1 pokana og gekk undir mér heim að
gerðist gekk veður í norðangarð
með ofsafrosti, svo að allir vildu
komast sem fyrst af stað til að ná
yfir Þjórsá, og yfir 20 manns lögðu
upp fyrsta bálveðurdaginn. En þeg-
ar veðrið var búið að standa í 3 daga
og ekkert farið að linna, leggjum
við bræðurnir af stað snemma morg-
uns frá Stokkseyri og komum aust-
ur að Þjórsá um fótaferðatima. Þá
eru þeir þar allir fyrir, sem áður
fóru, teftir við ófæra ána og telja
að við fáum líka að hvíla okkur
þar. Við bræður héldum, að við
hefðum þá ekki annað að gera en
Arbæ; sýndist eg þá rétt með lífí,
en þar mættum við vanalegri gest-
risni, svo að endirinn varð, að eg
hrestist brátt. Eftir nokkra viðdvöl
varð eg aftur ferðafær, og þá héld-
um við sem leið liggur að ferju-
' staðnum á Rangá hjá Geldingalæk
undir kvöld, en faðir okkar kom að
ferja okkur yfir. Eg minnist þess,
hvað gamli maðurinn reri knálega
yfir ána, móti stormi, ísskriði og
straumi, en eg man einnig, hvað okk-
ur á bakkanum brá í brún, er í sund-
ur hrökk árin önnur hjá honum úti
að skoða ána, hvort hún væri hvergi á ánni miðri, því að alt var hel-
á ís, og það varð að samkomulagi, | frosið, og sneri þá bátnum i sama
að allur hópurinn—milli 20 og 30 j vetfangi undan þungum straumi og
manns — leggur af stað. — Þannig hentist stjórnlaust fram úr, en skamt
hagar til, að framan við Sandhóla- 1 fyrir framan er foss, sem enginn
ferju er stór hólmi úti í ánni, sem f bátur kemst yfir. En eigi var ræð-
mig minnir að heiti Freysteinshólmi, arinn lengi að hugsa sig um, stend-
og þar datt okkur í hug að leita á ur upp og sprengir aðra þóftuna úr
ána. Við fundum sæmilega sterkan ' bátnum og rær með henni á annað
ís út í hólmann, en svo fyrir austan borðið; hafði hann með því til
hólmann var fyrst að sjá ís eða ís- Tands. Var þá og tekið á móti af
skrið og vatn, því að lítið sást fyrir j mætti, er hann kom. Varð honum
moldryki og veðri; vildu þá margir ^ þá að orði, er hann hafði heilsað
snúa aftur, en við héldum óhætt að j drengjum sínum: “Við skulum nú
halda áfram meðan ís var. Var svo , hafa þrjár árar í bátnum þeim arna
kominn heim og kominn í hús. Mér
dettur í hug að finna þenna kunn-
ingja minn og bið Jón kennara minn
að lofa mér að skreppa út á Eyrar-
bakka kvöld eitt að keslu lokinni;
kvaðst eg mundu reyna að “skila”
næsta morgun fyrir því. Fékk eg
leyfiö þegar og beið nú ekki frekari
boða, því að alt rak á eftir, myrk-
fælni og annað. Hitti eg Árna og
nefni að fá hestinn og var það auð-
sótt. En sá galli var á, að hestur-
inn var járnalaus og fyrir því varð
eg að sjá. Þar í plássinu var skeifu-
smiður, þaut eg til hans og spyr
hvort hann hafi skeifur; kvað hann
nei við, en sagðist geta bráðlega
smíðað þær. Manninum leist víst
ekki mjög stórmannlega á mig, lít-
inn dreng innan við fermingu, en eg
bar mig mannalega og sagðist endi-
lega þurfa að fá skeifurnar á morg-
un og hestinn járnaðan. Spurði
hann þá, hvort eg gæti borgað þær,
en það var nú verra, því að eg átti
aðeins 85 aura í buddunni. Kom
nú fyrst hik á mig, en segi samt:
“Nei, eg get ekki borgað þær, en eg
er sonur Jóns á Geidingalæk á Rang-
árvöllum, svo að þér er alt af óhætt
að lána mér þær.” “Nú, ert þú
sonur hans, jú, þú ert nokkuð líkur
honum, drengur minn. Þarf þetta
aS vera til á morgun, segir þú ?” “Já,
já,” segi eg, “því að hesturinn fer
að Stokkseyri annað kvöld.” “Jæja,
eg skal gera þetta fyrir þig,” segir
smiður, og þakka eg honum fyrir
og kveð. — Nú átti eg, eins og fyr
segir, 85 aura í buddunni, því að
fyrir aðra aura var eg búinn að
kaupa eitthvað til að fara með heim
Stökk eg þá inn í búð, sem ekki var
búið að loka, og biö um eina flösku
af brennivíni, hún kostaði einmitt
85 aura. Búðarmennirnir settu upp
stór augu, þegar svona patti biður
um brennivín, og segir einn: “Ert
þú þá svona, drengur úr sveit?” Eg
sagðist ekki drekka sjálfur, en vildi
þó fá það og þóttist meira að segja
hafa fullan rétt á að fá það, þar
lagt upp úr hólmanum og höfðum
við ís 3—400 faöma út frá honum,
og þá vissum við líka af kunnugleik,
að dýpsta vatnið var búið, en vatn
og ís var yfir öllum leirunum alt
fram í Hálshverfi, sem er löng leið,
að við gerðum ráð fyrir að vera að
vaða það á annan klukkutíma. Við
bræður erum einlægir meö að reyna
þetta. 4 eða 6 menn óhraustir sneru
aftur, en flokkurinn (um 20 manns)
leggur út í það. — Það sem við
kviðum mest, var að djúpur áll
væri við austurbakkann, og hefði
hann reynst óvæður, býst eg við, að
enginn okkar hefði haft til sama
lands. Nú byrjum við að vaða, og
er vatnið frá í kné og upp í mitti,
með svo þykku ísskriði, að við urð-
um að ýta því frá okkur á köflum
með göngustaf okkar. Eg, sem þetta
skrifa, var það ver settur en hinir,
að auk malpoka míns fylgdi mér
hundur, sem aldrei skildi við mig,
og hann varð eg að bera, því að eg
vildi eitt yfir okkur láta ganga; var
eg þá 17 ára gamall. — Vöðum við
svo áfram og viö bræður á undan,
sem maklegt var, því að ofdirfskan
var öll frá okkur komin. Segir nú
ekki af ferðum okkar fyr en við
komum að landálnum og var hann
þá ekki dýpri en í hendur. Eg man
það, að eg varð fyrstur upp á bakk-
ann, og gerði það vist mest, hvað eg
var orðinn þreyttur að bera hund-
inn; en þá hygni höfðum við bræð-
ur, aö við vorum með langt snæri í
poka okkar og það höfðum við á
milli okkar, meðan eg óð yfir ál-
inn, til þess að þeir björguðu mér,
ef eg flyti. Þegar eg kom upp úr
álnum, varð mér litið á fæturna á
mér, og vantaði á þá báða skóna, en
svo var eg orðinn dofinn í fótum,
að eg fann eigi, er eg tapaði þeim;
var eg og yngstur þessara manna
og hefi líklega þolað ver vosiö.
héðan af, því að það er ekki víst, aS
allir nái þóftunni úrÞ’—Austuryfir
rerum við bræður hvor á sitt borð,
og var það ekkert þrekvirki, því að
þá var undan að halda.
Heim fyrir jólin.
Árið áður en eg var fermdur, kom
faðir minn mér í barnaskóla út á
Stokkseyri. Þá var þar kennari Jón
Pálsson organisti, síðar bankagjald-
keri í Reykjavík. Mér var komið
fyrir á fámennu, góðu heimili, en
leiddist þar ákaflega. Var óyndiS
svo magnað, að eg grét oft nætur
og daga, en eina huggunin var það,
að eg átti að fá að fara heim um
jólin, og var eg fyrir löngu búinn
að ráða fyrir samferðamann, gaml-
an Rangæing, sem bjó á Eyrar-
bakka, mjög duglegan mann. Nú
viðraði svo vel á jólaföstu, að alt af
var heiðríkja og frost og vötn voru
á gaddís (enda alt óbrúað þá). Nú
leið mér mikiö betur, því að eg taldi
víst, að við fengjum gott gangfæri
heim; kensla átti ekki að hætta fyr
en daginn fyrir Þorláksmessu. En
fáum dögum fyrir jól gengur í asa-
landsynnings hláku, alla ísa leysir
og alt verður vitlaust í vatnavöxt-
um. Fór mér þá ekki að lítast á
blikuna og sagði hver maður, að
ekki kæmi til mála, að eg færi, enda
fanst víst engum það gera mikið
til, nema mér. — Húsbóndi minn,
eða öllu heldur sonur hans, sem var
mér mjög góður, áttu rauðblesóttan
hest, sem hann var farinn aö hýsa;
spyr eg hann, hvort hann vilji lána
mér klárinn, ef á þurfi að halda, og
kveður hann það velkomið. En eigi
var þetta nóg, því að nú vantaði
hest handa fylgdarmanninum. Þá
bjó úti á Eyrarbakka góðkunningi
foreldra minna, Árni í Mundakoti,
sem átti jarptoppóttan hest, er
Neisti hét og var ávalt til göngu hjá
föður mínum á haustum, en var nú
sem það væri selt hér. Kaupi svo
flöskuna og fer. Fór eg síðan að
hitta samferðamanninn og greini
honum frá, hvernig alt sé undirbúið,
og bið hann aö koma að Stokkseyri
daginn eftir, til þess að geta lagt
nógu snemma af stað næsta dag;
þetta gerði hann og.
Þá rann upp dagurinn fyrir Þor-
láksmessu og kl. 4 um morguninn
leggjum við upp. Fórum fyrst sem
leið liggur austur með sjó að Þjórsá,
og mátti nú alt heita illfært af leys-
ingu og vatnavexti. Við riðum sem
við þorðum að leggja á hestana, því
að dagur var stuttur og dimt i lofti,
og við vissum, að ekki kom til mála
aö komast yfir Þjársá, fyr en upp á
Króki, á ferju, sem þar var, en það
var afarlöng leið. — Krókur er
nokkru ofar en brúin er nú.—Rétt
um dimmumótin erum við á móts
við ferjustaðinn, vestan við ána, en
ferjan var hinum megin og land-
synningsrok á. Köllum við nú og
hrópum sem mest við máttuin á
ferjumanninn. Sjáum við- og brátt
mann koma og hrindir hann fram
báti og rær knálega yfir, en svo var
mikill vöxtur í ánni og öldugangur,
að hann hafði varla við að verja
bátinn. Kom nú ferjumaður yfir og
heilsum við honum. Þetta var Ól-
afur, hinn alkunni ferjumaður þar;
var hann til aö byrja með hálfsnúinn
og segir að það þýði lítið að heimta
ferju i vitlausu veðri og ófærri ánni.
Kveður hann viðlit að ferja okkur
lausa yfir, en með hestana sé ekki
tiltök, þeir verði að vera eftir. Ekki
vildi eg samþykkja það og kvað okk-
ur ekki geta við hestana skilið, en
haföi þar þó fá orð um, tók töskuna
frá hnakk mínum og þar úr flösk-
una, sem áður getur; rétti eg hana
að Ólafi og segi honum að smakka
á þessu, hvernig sem svo fari Kom
nú annað hljóð í ferjumann og kom
okkur saman um það, að reynandi
væri að leggja hestana í ána. Taldi
Ólafur verst, að ekki væri duglegur
maður að halda í hestana, því að
þeir, hann og fylgdarmaður, yrðu
báðir að róa; sagSist eg óhræddur
að halda i þá og héldum við svo út
í ána. Reru þeir rösklega, eftir því
sem hestarnir höfðu þol til að synda.
Eg hélt af öllum lífs- og sálarkröft-
um hausunum á hestunum upp úr
holskeflunni, og komst alt slysalaust
yfir ána, hestar, menn og bátur heilu
og höldnu. Settum við bátinn í hróf
og fórum heim að Króki, fengum
hús og hey handa hestunum og kaffi
handa okkur. Er við höfðum dval-
ist þar um stund og orðnir vel hress-
ir, lögðum við af stað af nýju, aust-
ur yfir Holt, á algerðri vegleysu, en
komið náttmyrkur. — Eg skal taka
þaö fram, að flaskan átti ekki “er-
indi” lengur að vera með i förinni,
því að nú var hún tóm, en við sam-
ferðamennirnir töldum, að hún hefði
komið að tilætluðum notum.
Leið þessa hafði fylgdarmaður
minn oft farið, þótt vegleysa væri,
en hann var duglegur og vanur
ferðamaður. Setti hann vel á sig
vindstöSu, sem virtist óskeikul, og
náttstaðurinn var ákvarðaður í
Austurvaðsholti á Landi, hjá vini
föður mins, Ólafi hreppstjóra, og
þangað náðum við kl. 1 eftir mið-
nætti. Höfðuin við ekki getað far-
ið nema fót fyrir fót í svarta myrkr-
inu og þeim ófæruvegi, er yfir var
að fara. Gistum við þarna í bezta
yfirlæti, og var svo um alla, en þar
bar að garSi. En er komið var fram
á hinn næsta dag, Þorláksmessudag,
var veður orðið gott. Lögðum við
síðan á síðasta áfangann, er okkur
þótti tími til kominn, því að nú var
orðið stutt að Geldingalæk, en Ytri-
Rangá þó á milli. Ætluðum við að
ríða hana á svonefndu Heiöarvaði,
en þegar við komum þar að, var hún
langt yfir ófær. Riðum við þá nið-
ur með henni og að Snjallsteins-
höfða og kom eg þar fyrir hestun-
um á gjöf, en við fengum ferju yfir
ána á Geldingslæk, fyrir okkur
sjálfa; get eg fullyrt, að þá voru öll
“leiðindi’’ gleymd og að engu orðin,
því að nú var eg kominn heim til
mömmu og pabba heill á húfi—og
jólin í nánd.
E yrarbak kaferð
Af þeim ferSum, sem eg í ung-
dæmi mínu fór til Eyrarbakka (eða
eins og það var kallað “út á
Bakka”), var ein til þess að sækja
timbur. Var eg þá með á 12 hestum
dráttartimbur og hafði ófermdan
dreng til hjálpar, til aö reka hest-
ana (en þá varð að reka einmitt af
því, að þetta var dráttartimbur). Var
eins og kunnugt er yfir Þjórsá að
fara, sem þá var óbrúuð, og ætlaði
eg á ferju við Sandhóla. Þá voru
þar ferjumenn Eyjólfur stóri Ólafs-
son frá Sólheimum og Ólafur, álíka
stór og sterkur. Þá var áin lítil, sem
kallað var; en svo hagaði til viö ána,
að hamar var austan við hana og
mjög aðdjúpt, en vestan megin (þar
sem eg kom að með timbrið) voru
grynningar og eyrar, svo að varð að
taka af “á vatni” með því að bátur-
inn flaut illa og flutningur mikill.
Ferjumennirnir hjálpuðu mér að
taka af hestunum og bera á bátinn,
og gekk það alt vel. Er nú svo stóö
á, varð að ríða á eftir hestunum,
meðan þeir óðu, þangað til þeir
gripu sund, en þá sneri sá, sem rak,
aftur að bátnum og hafði hestinn
þann á eftir yfir ána.—Eg reið í
þetta sinn 5 vetra gömlum fola illa
tömdum og f jörugum, og þegar hest-
arnir gripu sundið og eg ætlaði að
snúa aftur, ærist folinn og vill ekki
aftur fara, svo að eigi var annað
fyrir hendi en að setja á eftir á
sundi, því aS eg var orðinn á svo
djúpu vatni að ófært var að kasta
sér af honum og vaða að bátnum. Er
nú ferjumenn sjá þetta, róa þeir líf-
róður fram úr á, til þess að reyna
að komast á vettvang, ef illa færi,
því að sundið var breitt, þótt áin
væri eigi mikil. Það stóðst á end-
um, að er folinn kendi grunns, voru
eigi upp úr vatni á honum nema eyr-
un aðeins og vatnið bullaði upp á
háls á mér, enda stóð folinn varla,
þegar hann kom á land. Er vel er
komiö upp úr ánni, taka við mýrar-
flákar austur öll Holt, en hestum
var kalt og hentust þeir í áttina
heimleiðis; austur í Holtunum er
stórt stöðuvatn, er Hrútavatn heitir,
og er eða var ferðamannavegurinn
þar milli vatnsins annars vegar og
hamars hins vegar, svo að hestarn-
ir komust hvergi fram hjá vatninu
nema þá leið. Var nú um að gera
að komast á undan þeim á þenna
stað, til þess að stöðva þá. Dugði
hér ekkert hik. Eg var alblautur og
gangandi, en tók það upp að kasta
af mér því af fötum, er eg gat við
mig losað og streittist síöan við að
ná þessu sundi, því að ella mátti gera
ráð fyrir, að hestarnir hefðust ekki,
en hlypu alla leið austur á Rangár-
völl. Þetta hafðist með erfiðismun-
um og náði eg einum til að ríða,
rak því næst alla hina út að ferju-
staðnum.—Þá voru ferjumenn bún-
ir að bera alt úr bátnum, en hjálp-
uðu mér ótrauðlega til að búa upp
á hestana; hélt eg svo leiðar minnar
og heim að Geldingalæk. Var þetta
engin þrekraun talin og ekkert nýtt,
því að það var alls ekki í sögur fært,
þótt menn yrðu að feröast alblautir,
upp úr sundánum. En oft dettur
mér þetta í hug nú, þegar eg þýt
yfir Þjórsá, á brú og bil; sá mikli
munur!
Eg rita þetta ekki af því, að eg
vilji láta halda að eg hafi gert þetta
öðrum fremur, sem í slíku gátu lent;
nei, síður en svo: eg geri það aÖeins
til þess að minna menn á, nú er
bættar eru samgöngur, að einu sinni
var það svona og það ekki alls fyrir
löngu, því að síðan eru ekki meira
en 30 — 40 ár. Og þaö vil eg og
segja þeim, sem nú lifa, að oftast
höfðum við ferðamenn vín með
okkur (þ. e. hreint brennivín) í
þessar ferðir, sjaldnast til að drekka
það í óhófi, heldur til að bragða á
því og verja okkur ofkælingu. Og
það gerði eg í þetta sinn. Eg setti
vín í mig og líka í folann, því aS
báðir skulfu mjög, enda hrestust
báðir brátt.
Sóttur skógarviður.
Faðir okkar lét sækja skóg og
höggva í Næfurholtsskógi (þar á
Geldingalækur skógaritak). Segir
hér af því, er við Einar bróðir minn
fórum þangaÖ eitt sinn í þeim erind-
um.—Full dagleið er í skóginn,
hvora leiðina, og einn dagur fór í að
höggva skóginn og búa upp á hest-
ana, svo að 3 dagar fóru í ferðina.
ViS lágum í tjaldi í skóginum fyrstu
nóttina, og byrjuðum snemma næsta
dag að höggva við, á 8 hesta; kom-
um að Næfurholti um kvöldið og
gistum þar. Um nóttina gekk í land-
nyrðingsveður og þar við fjallið er
fádæma slagbyljótt, og svo var hvast
í byljum þeim, að lítt var stætt og
fuku viðarbaggar til og frá Var nú
komið svo margt skógarmanna aS
Næfurholti (sem voru bæði að koma
og fara), að eigi var rúm í húsum
nema til að standa þar inni; var því
eigi viðlit fyrir alla að gista þar
næstu nótt, en ekkert útlit fyrir að
mundi lygna.—Við bræður réðum þá
ráðum okkar, og kom okkur saman
um aö komast á burt. Kveðjum við
síðan heimamenn og gesti, en heyrð-
um á eftir okkur hlátur og sköll
þeirra; sögðust þeir hlakka til að
sjá, þegar við værum komnir með
viðarhesta okkar fram fyrir Bjól-
fell (svo heitið f jallið) í þessu veðri.
Við létum það gott heita, en tökum
hesta okkar og leggjum á þá reiö-
ingana. Höfðum við lítið af bönd-
um, nema reipin á böggunum, en
tókum það ráð, að jafnóðum og við
létum upp á hestana tókum við beisli
af þeim og svínbundum þeim undir
kvið ; festum þannig baggana, svo að
eigi gat slegið yfir um á hestunum,
nema þeir færu um líka. En svo
var hvast fram með fjallinu (þang-
að til við náðum fram á sléttan
sandinn, því að þar var jafnvindi)
að tveim hestum sló á hliðina og
urðum við að leysa af þeim og rétta
þá við.—Þetta gekk þó vonum
framar hjá okkur, að komast út úr
ofsanum; sjá þeir nú þetta, er eftir
voru, og munu hafa haldið, að ekki
væri rokið eins miiéið og manni
virtist, vildu því reyna líka og fóru
að taka sig upp. En svo fóru leik-
ar, að alt af sló yfir um hjá þeim,
jafnótt og þeir létu upp (þeir bundu
ekki undir kvið) , og allir gistu þeir
í Næfurholti um nóttina, sem þar
höfðu verið, nema við bræður, við
gistum heima á Geldingalæk, heilu
og höldnu.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man.....................B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson
Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.............................. G. Sölvason
Baldur, Man..........................O. Anderson
Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash............................Thorgeir Símonarson
Belmont, Man..........................O. Anderson
Blaine, Wash................................Thorgeir Símonarson
Bredenbury, Sask........................S. Loptson
Brown, Man..............................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dak*ta..............B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask......................S. Loptson
Cypress River, Man....................O. Anderson
Dafoe, Sask ..........................J. Stefánsson
Edinburg, N. Dakota................Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs. J. Hi
GarSar, N. Dakota..................Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask......................................C. Paulson
Geysir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man............................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man....................F. S. Fredrickson
Hallson, N. Dakota.......................J. J. Myres
Hecla, Man.......................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota.......................John Norman
Hnausa, Man...................................... G. Sölvason
Hbve, Man...........................A. J. Skagfeld
Húsavík, Man............................ G. Sölvason
Ivanhoe, Minn.............................Bu Jones
Kandahar, Sask........................J. Stefánsson
Langruth, Man.....................John Valdimarson
Leslie, Sask...........................Jón ólafson
Lundar, Man............................S. Einarson
Markerville, Alta.....................O. Sigurdson
Minneota, Minn.............................B. Jones
Mountain, N. Dakota......................J. J. Myres
Mozart, Súsk....................................Jens Eliason
Narrows, Man........................Kr. Pjetursson
Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld
Oakview, Man........................Búi Thorlacius
Otto, Man........................................S. Einarson
Pembina, N. Dakota....................G. V. Leifur
Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta........................O. Sigurdson
Reykjavík, Man........................Árni Paulson
Riverton, Man....................................G. Sölvason
Seattle, Wash..........................J. J. Middal
Selkirk, Man.............................G. Nordal
Siglunes, Man........................Kr. Pjetursson
Silver Bay, Man.....................Búi Thorlacius
Svold, N. Dakota.................B. S. Thorvardson
Swan River, Man.........................A. J. Vopni
Tantallon, Sask..................... J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð
Vancouver, B.C......................Mrs. A. Hhrvey
Víðir, Man.......................Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man.....................Guðmundur Jónsson
Westbourne, Man...................Jón Valdimarsson
Winnipeg Beach, Man..................G. Sölvason
Winnipegosis, Man..........................Finnbogi Hjálmarsson
Wynyard, Sask...................Gunnar Johannsson