Lögberg - 28.09.1933, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1933
Bls. 3
>0 »0 000o»ooooooooo<
>o>ocoooooooooo»ooo»oooooc»»»»>oooo»»oooo<
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
IIANS OG JAKOB
Mamma lians Hans litla var dáin fyrir
mörgum árum og nú var faðir hans horfinn
líka. Hann stóð algerlega einn uppi í heim-
inum og átti enga ættingja. Hann átti enn þá
heima í litla húsinu foreldra sinna, sem stóð
skamt fyrir utan allstóran bæ, en bæjarstjórn-
in liafði í hyggju að koma honum fyrir hjá
smiði, sem átti þarna heima, en þangað lang-
aði Hans sízt af öllu að fara. Hann var
fjórtán ára og þóttist geta séð fyrir sér sjálf-
ur.
Hans var nýkominn heim frá því að
fylgja föður sínum til grafar og nú sat hann
grátandi inni í stofu og liallaði höfðinu með
svörtu lokkunum upp að hundinum sínum,
honum Jakob, sem var alveg eins dökkur á
hárið og hann. Hundurinn gat ekki grátið,
en það leyndi sér ekki á augunum í honum að
hann var raunamæddur líka. En Hans var
þó miklu raunamæddari, því að ofan á sökn-
uðinn bættust áhyggjurnar fyrir þvl, að hann
mundi ekki geta haft ofan af fyrir sér og
Jakob—og hvað mundi þá verða af honum f
Hann gat ekkert haft upp úr því þó að
hann reyndi að selja húsgögnin, því að þau
voru svo lítilfjörleg að enginn mundi vilja
kaupa þau, en ein myndin, sem hann átti var
þó þannig, að hann gat selt nágranna sínum
liana fyrir 20 krónur. Hann mundi geta borð-
að sig saddan fyrir þá peninga í nokkra daga,
en hvað mundi þá taka við ? Þarna sat hann
0g var að brjóta heilann um þetta, þegar
liann heyrði hrópað úti á götunni: Kartöfl-
ur! Rófur! Blómkál!—Alt glænýtt. Og hann
heyrði livað salan gekk vel úti á götunni.
Jakob urraði, en þá mintist Hans þess
alt í einu; að grænmetissalinn mundi hafa
hund fyrir kerrunni sinni.
—Þú gætir, sem best dregið smákerru,
er það ekki ? hugsaði Hans og leit á liundinn,
en iiann veifaði rófunni einstaklega ánægju-
lega.
Og nú fór drengurinn að hugsa þetta mál
nánar. Hann fór snemma að hátta um kvöld-
ið og vaknaði í býtið um morguninn eftir og
labbaði langt upp í sveit til garðyrkjumanns,
sem hann þekti og keypti hjá lionum körfu
fulla af grænmeti fyrir, síðustu peningana
sem hann átti og tvær minni körfur fékk
hann líka og silaði þær upp og hengdi á liund-
inn. Svo héldu þeir samferða inn í bæ og fóru
að versla.
Fólki gast vel aið þessum röska dreng
og börnin þyrptust að honum, hvar sem hann
fór og keyptu af honum ávexti og þegar dag-
ur var að kveldi kominn hafði hann selt alt
grænmetið sitt og hafði talsvert meiri pen-
inga í buddunni en hann hafði haft um morg-
uninn.
Kunningjarnir tveir, hann Hans og hann
Jakob seldu nú dag eftir dag. Það var ósk
Hans að geta keypt sér fallega kerru, en liún
kostaði 150 krónur og það voru nú miklir pen-
ingar. En því varð Hans fegnastur að bæj-
arstjórinn hafði lofað honum að vera áfram
í gamla húsinu, því að hann liafði séð, að
hann gat séð fyrir sér sjálfur.
Svona leið lieilt ár, og hvort sem liann
snjóaði eða rigndi þá brást það ekki að þeir
Hans og Jakob héldu venjulega áætluninni
um bæinn og um vorið liafði hann eignast
þessar 150 krónur, sem hann þráði mest. Og
nú kepti liann kerruna og Jakob fékk splunkur
ný aktýgi. Hans var hróðugur á svipinn þeg-
ar hann ók fyrstu ferðina um götumar með
nýja vagninn sinn.
Svona liðu fimm ár. Jakob var alt af
jafn sprækur og Hans var orðinn nær full-
vaxta maður og nú hafði hann sparað sér
1800 krónur. Eþi þá komu erfiðir tímar lijá
þeim báðum. Hans var kvaddur í herinn og
á meðan hann væri þar varð hann að koma
Jakobi fyrir hjá bónda einum, sem átti dótt-
ur, er var 17 ára, og hafði hún lofað að vera
góð við hundinn og fara vel með liann. Hans
var meira en eitt ár í hernum, en honum var
það huggun að vita að hundinum liði vel.
Þegar han kom heim úr herþjónustunni
hafði hann með sér fallegt sjal, sem hann
hafði keypt lianda stúlkunni. Hún tók hon-
um vingjarnlega þegar liann kom að sækja
hann Jakob sinn. Hann var orðinn fallegur
og strokinn eftir alla hvíldina.
—Hvernig á eg að komast af án hansf
sagði stúlkan og klappaði hundinum.
—Það verður víst ekki létt, en við þrjú
gætum orðið saman áfram, sagði Hans.
Þetta fanst stúlkunni viturlega mælt, og
foreldmm hennar gast líka vel að lionum
Hans því að þetta var mesti efnismaður. Og
það var ómögulegt að segja, að hún fengi
slæma giftingu. Hans keypti sér hest og
vagn og gat nú annað miklu meiru en áður,
en Jakob fékk náðuga daga. Nú þurfti hann
ekki lengur að draga kerruna sína, en gat
hlaupið laus og liðugur með Hans þegar hann
ók inn í bæinn, sömu leiðin, sem Jakob hafði
áður lijálpað honum. Og síðar gat Hans
komið sér upp svolítilli verslun, sem konan
sá um þegar Hans var í götuferðunum.--------
Jæja, nú er Hans orðinn efnaður maður,
sem á bæði peninga og mörg börn. En þetta
stafar af því, að hann lét ekki hugfallast en
spýtti í lófana þegar sem verst leit út fyrir
honum. Tóta frœnka.
—Fálkinn.
GERÐA LITLA.
Gerða litla sat alein í köldu herberginu
sínu og var að gráta. Pabbi var farinn á
skrifstofuna og Elsa sagðist ætla í búð. Og
nú voru margir mánuðir síðan Gerða hafði
séð mömmu sína. Þau höfðu reiðst hvort
öðru svo herfilega pabbi og mamma, og liún
hafði sagt, að hún vildi ekki vera hjá honum
lengur, því að hann væri svo vondur við sig.
Og svo hafði hún faðmað Gerðu að sér og
hlaupið svo leiðar sinnar.
Og síðan var pabbi alt af svo hryggur,
það gat maður séð þó að ekki hefði hann orð
á neinu. Á kvöldin sat hann lengstum graf-
kyr í stóra stólnum sínum og starði fram á
gólfið. Og hann var steinhættur að segja
litlu stúlkunni sinni æfintýri. Nei, Gerðu
fanst lífið orðið ómögulegt. Hver var á gangi
frammi í göngunum? Augun í Gerðu spent-
ust upp og sortnuðu af liræðslu, þegar liún
leit til dyranna.
Hurðin laukst upp hægt og varlega . . .
það var mamma, elsku mamma hennar! Hún
rak upp gleðióp og fleygði sér um hálsinn á
henni og lienni lá við að kafna, því að mamma
hennar faðmaði hana svo fast að sér. — En
livað marnma var föl og með stór tár í aug-
unum, en svo falleg, falleg eins og álfkona í
æfintýri.
Og mama lék sér við litlu stúlkuiia sína
og sagði henni æfintýri. Svo sagði liún henni
að Elsa vissi að hún væri hér, og hefði lofað
að segja ekki pabba hennar frá því, því að
þá mundi hann fela hana Gerðu litlu ein-
liversstaðar þar sem mamma hennar findi
hana ekki. Og Gerða lofaði að segja ekki til
móður sinnar.
Nokkrar vikur liðu og næstum daglega
kom mamma til litlu telpunnar sinnar. Hún
var föl og ósköp sorgmædd, en þegar þær
höfðu leikið sér saman um stund, gleymdi
Gerða fölu kinnunum og sorgmæddu augun-
um hennar mömmu.
Einu sinni kom pabbi keim af skrifstof-
unni fyr en von var á honum—Gerða hafði
verið í rúminu nokkra daga í kvefi og hann
hafði alt í einu orðið svo liræddur um hana.
Hann hafði séð fyrir sér barnsaugun, sem
voru alveg eins og þau vantaði eittlivað, og
liann óskaði að liann gæti brotið odd af oflæti
sínu og beðið konuna sína að koma aftur.
Hann fór stigann í þremur skrefum, opn-
aði og kom stikandi inn í barnakerbergið . . .
En hver sat á rúmstokknum hjá Gerðu f Það
var mamma, sjálf mamma með fölu kinnarn-
ar, og þarna lá Gerða og brosti til hans.
“Vera!” kallaði haim 0g féll á kné 0g kuldi
liöfuðið í örmum liennar.
Þegar Gerða hrestist aftur, fanst henni
hún aldrei liafa séð pabba og mömmu eins
hamingjusöm og nú.
—Fálkinn.
ELLINOR GLYN OG ÆSKAN.
Enskt blað hefir átt tal við fjölda full-
orðins fólks, sem er óvenjulega unglegt í sjón
og spurt hvaða ráð það hafi til þess að varð-
veita útlit sitt. Meðal þessa fólks er enska
skáldkonan Ellinor Glyn, fræg um allan lieim
fyrir bækur sínar, er flestar eru skrifaðar
fyrir 0g um ungar stúlkur.
Ellinor Glyn segist búast við að geta
varðveitt núverandi útlit sitt þó hún verði
níræð.—Um eitt skeið hugsaði eg ekkert um
útlit mitt, segir hún,—eins og fólk á þeim
aldri sjaldnast gerir. En svo settist eg við
spegilinn einn dag og fór að skoða mig. Og
það var alt annað en skemtileg sjón. Andlit-
ið var gamallegt, þreytulegt og líkamsvöxt-
urinn ólánlegur. Og þá hugsaði eg mér:
Engum þykir gaman að sjá gamla og ljóta
kerlingu, sem minnir á forgengileik mann-
anna. Og á sömu stundu strengdi eg þess
heit, að verða aldrei ellilegri í útliti, en eg
væri í huga.
Ellinor Glyn hefir fagurt og hraustlegt
hörund og nota þó engin fegurðarlyf. Hend-
urnar á henni eru eins og á 17 ára stúlku.
Þegar hún er spurð að því, hvernig hún fari
að þessu svarar hún því, að hún viðhaldi útliti
sínu með hugbeitingu. Ennfremur gæti liún
þess að vera jafnan með fólki, sem sér líði
vel innan um og sé glaðlegt, og vera í skemti-
legum húsakynnum. Hún safnar smámun-
um, sem glaðlegar endurminningar eru tengd-
ar við og hef ir þá með sér á ferðalagi. ‘ ‘ Þeir
gleðja mig og halda mér ungri,” segir hún.
Meðal annars segist hún ávalt liafa með sér I
mynd af ungum manni, sem hún hefir aldrei
séð og veit ekki livað heitir. E‘n þessi mynd
er eitt af fegurðarlyfjum hennar.
Ellinor Glyn minnist ekkert á mataræði,
fimleika eða íþróttir í sambandi við varðveit-
ing æskunnar. Hún hefir engan áhuga fyrir
íþróttum og borðar það sem hana langar í.
Það eina, sem hún leggur áherzlu á, umfram
það sem nefnt var áður er hreinlæti, 0g hreinn
og vandaður matur.
—Fálkinn.
STÚLKAN SEM IIJÚKRAÐI A
ORUSTUVELLINUM.
Eftir Mary Ilart
Florence Nightingale fæddist í Florence
á ítalíu, árið 1820. í’loreldrar hennar voru
enskir., en nefndu hennar fyrsta nafn eftir
fæðingarstaðnum. Hún var ekki einung'is
greind 0g skynsöm stúlka, heldur átti hún líka
frá barnæsku gott hjarta, fult meðaumkunar
til allra, sem bágt áttu, eða liðu á einn eða
annan hátt.—Fyrsta ferð Florence til þeirra
bágstöddu, var að hún fór, lítil stúlka, að
heimsækja fátækan og heilsuveilan mann, sem
bjó rétt við landareign föður hennar í Eng-
landi. Hún tamdi sér snemma að lesa bæk-
ur, sem hljóðuðu um sjúkdóma og lækningar
við þeim, svo hún gæti sagt þeim veiku hvar
þeir ættu að vera svo þeir hrestust. Fyrsti
sjúklingurinn, sem hún læknaði sjálf, var
hundur, sem kallhður var “Cap.” ’Einn dag
var hjarðmaður þar í grendinni við heimili
F’lorence, að reka hjörð sína heim til húsa,
og “Cap” var með við reksturinn, en varð
fyrir áfalli af hlaupum; meiddist mikið á
öðrum lærleggnum, svo að húsbóndi hans taldi
víst að leggurinn væri brotinn, og það yrði
að drepa hundinn, til að gera endir á kvölum
hans. En Florence var stödd á heimili þessa
manns, þegar slysið vildi til og hann kom
heim með hundinn; tekur hún sig þá til, og
þreifar með hinni mestu gætni á hinum veika
legg og segist halda að hann sé ekki brotinn,
en mikið særður um lið. Biður hún þá um
volgt vatn og þvær legg hundsins úr því, með
allri þeirri varúð og handlægni, sem hún átti
y.fir að ráða, og eftir fáar mínútur fór seppi
að sleikja hendina á Florence og dilla skott-
inu með hýru uppliti til síns litla lífgjafa,
eins og hann hefði viljað votta henni, með
berum orðum, þetta: “Bg er mikið betri,
þakka þér fyrir.”—Með hvíld og góðri um-
liyggju batnaði “ Cap” bráðlega, og varð ást-
fólginn vinur síns htla læknis upp frá því.—
Þegar Florence Nightingale var orðin full-
tíða stúlka, hófst grimmúðlegt stríð milli
Englands og Iiússlands; þúsnndir hermanna
lágu særðir 0g veikir, við orustuvellina og án
líknar, langt frá heimilum sínum. Safnaði
Florence þá til sín nokkrum hraustum og vel
völdum konum og hélt af stað með þeim til
orustuvallanna til að hjúkra hinum særðu og
bágstöddu hermönnum. Allir lofuðu hana
og blessuðu fyrir komu liennar þangað, og
alla hennar hjálp og líkn, er hún veitti þar
hinum særðu og örmagna mönnum. Var hún
oft kölluð í hernum “stúlkan með ljósið”,
því hún gekk jafnan með lampaljós um næt-
ur til að huga að þeim þjáðú og hjálparþurfa.
Þegar stríðið var á enda var hún af Eng-
lands konungi sæmd heiðursmerki, sem engin
kona liafði öðlast áður, 0g mjög fáar síðan,
“Tlie Order of Merit,” og nokkru eftir heim-
komuna, var hún sæmd stórri peningagjöf af
Englandsstjórn, 50,000 sterlings pund, en
þeim peningum varði hún til að koma upp
heimili fyrir sjúka og öreiga, og þar sem
hjúkrunarkonur fengu fulla æfingu og þekk-
ingu á að líkna sjúkum.—Florence Nightin-
gale varð 90 ára gömul, og minning hennar
er heiðruð um heim allan fyrir hennar frá-
bæru hjartagæsku og kærleika til manna 0g
málleysingja í þrautum þeirra.
PROfESSIONAL CARÐS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offlce tlmar 2-1 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnlpeg, Manitoba CARLTON ELECTRIC PHONE 80 753 641 SARGENT Raf-aðgerðir af öllum tegundum, ásamt vírlagningu. Raf-stðr yðar "disconnected" ÖKEYPIS. Alt Verk Ábyrgst H. A. BERGMAN, K.C. talenakur ISofrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 062 og 89 043
DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 546 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenatkir XöofrœOinoar 326 MAIN ST. (á öCru gðlfi) Talslmi 97 621 Hafa elnnig skrlfstofur aO Lundar og Gimli og er þar aO hltta fyrata miCvlkudag I hverjum mánuöl.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy 8ts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: E ST. JAMES PLACB Winnlpeg, Manltoba Dr. A. B. Ingimundson Tannleeknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimilis 46 064 J. T. THORSON, K.C. talenxkur löotrceOingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ajúkdðma.—Er aC hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVB. Talsiml 42 691 DR. A. V. JOHNSON lalenakur Tannlceknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). ialenzkur löomaOur 405 DEVON COURT Phone 21459
Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá beztl. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvarOa og legstelna. Skrifstofu talsiml: 86 607 Helmilis talslmi 601 562 G. S. THORVALDSON B A, LL.B. LöofrceOinour Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Matn St., gegnt City Hall Phone 97 024
DR. A. BLONDAL A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Life Bldg. E. G. Baldwinson, LL.B.
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvenna og Annast um fasteignlr manna. lalenzkur JöofrceOinour
barna sjúkdóma. Er aO hitta Tekur a0 sér aC ávarta sparlfé
fr& kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. fðlks. Selur eldsá.byrgC og bif- Residence Phone 24 206
Office Phone 22 296 reiða ábyrgOir. Skriflegum íyrir-
Heimili: 806 VICTOR 8T. spurnum svaraO samstundis. 729 SHERBROOKE ST.
Slmi 28 180 Skrifst.s. 96 767—Heimas. 38 328
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
Nuddlœknir 601 PARI8 BLDG., WINNIPBO
ViOtalstlml 3—6 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja húa. Ot-
Phone 36137 vega peningalén og eldaábyrgö af
632 SHERBURN ST.-SImi 30 8T7 lUu tagi.
StmiC og semjlC um s&mtalaUma I lone 94 281