Lögberg - 28.09.1933, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.09.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1933 Bls. 5 Leifs Eiríkssonar minnisvarðinn Eins og lesendur blaÖsins mun reka minni til, var farið fram á þaÖ meÖ ritgerðum er birtar voru í blöð- unum á síðastliÖnum vetri að íslend- ingar legðu fyrirtæki þcssu eitthvert lið. Tók Þjóðræknisfélagið að sér að fara með þessa málaleitun, að til- mælum fundar, er haldinn var 21. okt. f. á. að 910 Palmerston Ave. A fundinum var staddur hr. Árni Helgason, úr framkvæmdarnefnd íslendingafélagsins “Vísir” í Chi- cago, og flutti erindi minnisvarða- nefndarinnar. Var þá í ráði að minnisvarðanum yrði komið upp á þessu vori, svo afhjúpun gæti farið fram, samtímis við setningu alþjóða svningarinnar, “Century of Pro- grcss,’ ’ er opnuð var á þessu vori óg stendur enn yfir í Chidago. Fundarmenn skrifuðu sig allir fyrir ákveðnu tillagi í minnisvarða sjóðinn, en samþyktu jafnframt að fé því, er safnast kynni, skyldi haldið kyrru í vörzlum félagsins, þangað til vissa væri fengin fyrir því að minnisvarðinn yrði reistur og þá eftir samskotunum gengið, en yrði ekkert úr fyrirtækinu skyldu pen- ingarnir sendir til baka aftur til gef- endanna. Er því fé þetta er safn- ast hefir, og eigi nemur nema lítil- fjörlegri upphæð, enn i höndum stjórnarnefndar félagsins og fylgir hér á eftir skrá yfir gjafir og lof- orð er félaginu haía borist. Sökum f járhagserfiðleika varð ekkert úr framkvæmdum hjá minn- isvarðanefndinni á síðastliðnu vori, og ekki líkur til að neitt verði gert á þessu yfirstandandi ári, en frá fyr- irtækinu er þó ekki horfið, fáist seinna nægilegt fé til þess að ljúka við það. Hversu sakir standa má ráða af bréfi nýrituðu frá hr. Árna Helgasyni, er sjálfur er í minnis- varðanefndinni, til hr. J. J. Bíld- fells, forseta Þjóðræknisfélagsins, er spurnum hefir haldið uppi um gerðir og fyrirætlanir minnisvarða- nefndarinnar. Er þar tekið fram hvað nefndin hefir í hyggju, og er bréfið á þessa leið: Wilmette, Illinois. 6. sept. 1933. Kæri vinur, Jón Bíldfell: Það hefir dregist fyrir mér að svara bréfi þinu, og bið þig afsaka það. Þú mátt ekki halda, þrátt fyr- ir þenna drátt, að áhugi minn fyr- ir Leifs minnisvarðanum hafi dofn- að, en upp á síðkastið hefi eg orðið að vanrækja ýmislegt. Hanson fór til Noregs í vor og er kominn aftur fyrir all-löngu. Með- an hann var í Noregi var ákveðið að erfðaprinzinn kæmi hingað, í stað konungs, í haust til að vera við- staddur er horsteinn minnisvarðans væri lagður. Hanson segir að Há- kon konungur hafi spurt um, er hann færði konungi boðið, hvernig íslendingar og Danir myndu líta á þessa fyrirhuguðu þátttöku norsku hirðarinnar. Hanson kvaðst alt af hafa ætlast til að íslendingum yrði einnig boðið að taka þátt í athöfn- um þeim, sem haldnar verða í sam- bandi við minnisvarðann. Nú er svo komið að Ólafur prinz kemur ekki hingað í haust. Ástæð- an fyrir þeirri ákvörðun kvað vera uppskerubrestur í Noregi. Einnig er lítið útlit til að undir- staða minnisvarðans verði bygð í ár. Eitthvað hefir áunnist með fjár- framlög síðan þú varst hér og talaðir við Hanson, en nokkuð vantar til að hægt sé að byrja á að reisa varðann. Úr því ekki tókst að koma málinu nægilega langt svo að minnisvarð- inn væri bygður áður en sýningin byrjaði, má ekki búast við að skrið komist á málið fyr en sýningunni er lokið. Nú um tíma mun aðal starfið verða fjársöfnun svo að byrja megi á undirstöðunni, þá má búast við að fleiri taki þátt í málinu, og varðinn verður hér aldrei lengi hálfgerður. Eg er að vona að íslendingar taki nokkurn þátt i þessu máli og að þessi dráttur á framkvæmd verksins gefi þeim tækifæri til að styrkja fyrirtækið. Þátttaka okkar, hvað f járframlög snertir, verður auðvitað lítil, en æskilegt væri að ísland gæti tekið þátt í þeim athöfnum, sem i þessu sambandi verða. Fyrst verð- ur varðinn að vera bygður og við allir að hjálpa þar til, en þar á eftir langar mig til að Island verði þátt- takandi í afhjúpunar athöfninni, og njóti þá þeirrar virðingar og viður- kenningar, sem það réttilega á sem fæðingarstaður Leifs. En eg sé líka að við Vestur-Islendingar verðum að sjá um þessa þátttöku, hún verður fúslega veitt. Það er óþarfi fyrir mig að tala um þetta við þig, þú veist hvernig málið liggur við síðan þú talaðir við Hanson. Mér finst hann líta rétt- um augum á afstöðu íslands til þessa máls og liann er einn af þeim möi;gu vinum, sem það hefir heillað. Vinsamlegast, Árni Helgason.” Eftir bréfi þessu að dæma er bú- ist við að áfram verði haldið með fjársöfnun unz útséð verður um það hvort minnisvarðanum verði komið upp. Á stjórnarnefndarfundi Þjóðræknisfélagsins 23. þ. m. var því ákveðið að stjórnarnefndin héldi áfram að taka á móti gjöfum í minnisvarðasjóðinn ef einhverjar kynnu að verða, en jafnframt gera fólki ofanritaða grein fyrir viðhorfi þessa máls. Loforð og gjafir, er félagsstjórnin hefir þegar veitt mót- töku eru þessi: Áskriftir óborgaðar á fundi 21 okt. 1932. Finnur Johnson, Columbia Press Ltd. B. B. Jónsson, 774 Virtor St. H. J. Stephenson, Columbia Press, Ltd. Ragnar E. Kvaran, 796 Banning St. J ónas Thordarson, 696 Sargent Ave. O. Björnson, 764 Victor St. P. H. T. Thorlakson, 74 Queenstön St. Árni Eggertson, 766 Victor St. Einar P. Jónsson, 524 Langside St. M. B. Halldórsson, 46 AlloÓay Ave. Ölafur Pétursson, 123 Home St. Rögnv. Pétursson, 45 Home St. Jónas Jónasson, 663 Pacific Ave. T. E. Thorsteinson, 140 Garfield St. Guðjón F. Fredrickson, 518 Sher- brooke St. H. Pétursson, 608 Toronto General Trust Bldg. G. S. Thorvaldson, 702 Confedera- tion Life Bldg. Pétur Anderson, 109 Grain Ex- change Bldg. J. J. Bíldfell, 1025 Downing St. Peningar borgaðir inn til féhirðis Þjóðrœknisfélagsins t sambandi við Leifs Eiríkssonar myndastyttuna. Guðm. Ólafsson frá Firði, Tantallon, Sask. ........$ 2.50 Wm. Anderson, Vancouver. 2.50 S. Anderson, Piney, Man... 2.50 Magnús Hinriksson, Church- bridge, Sask........., ... 10.00 J. K. Einarsson, Cavalier, N. D....................... 5.00 Halldór Hermansson, Ithaca, N. Y............... 8.55 Ketill Valgarðson, Gimli, Man........................ 5.00 Deildin “ísland,” Brown, P. O., Man................ 10.00 Dr. Jón Stefánsson, Winni- peg, Man................... 2.50 A. P. Jóhannsson, Winnipeg, Man. ...................... 2.50 W. J. Jóhannsson, Winnipeg, Man........................ 2.50 G. L. Jóhannsson, Winni- peg, Man................... 2.50 Brúarfoss bjargar þremur mönnum í Themsármynni. í Lundúnablaði frá 17. þ. m. er frá því sagt, að Brúarfoss hafi að- faranótt 16. þ. m. bjargað þrem mönnum. Þeir höfðu verið á segl- skipi “Faith Robey” frá London, sem var að flytja sand. Skyndilega kom leki að skipinu og sökk það á svipstundu. Þeir höfðu smábát meðferðis og fóru í hann, en voru í 8 tíma að velkjast í bátnum og voru mjög þjakaðir þegar Brúarfoss hitti þá. Samtal við 2. stýrimann á Brúarfossi Mbl. hefir snúið sér til 2. stýri- manns á Brúarfossi og fékk hjá honum nánari upplýsingar um þessa bjorgun. Honum fórust orð á þessa leið: Það var kl. 1.40 aðfaranótt 16. ágúst. Brúarfoss var á‘ leið frá Leith til London og kominn inn í Themsármynnið. Sjór var úfinn og mikill straumur frá landi. Þegar Brúarfoss var staddur ca. 3 sjómálur frá Mousse vitaskipi sást ljósleiftur á. stjórnborða. Við nánari athugun kom í ljós, að þetta var mjög litið bátkrili með þrem mönnum i, sem voru frá skipi er sokkið hafði fyrir 8 klukkustundum, en mennirnir velktust í bátnum ailan ?ennan tíma. Skipbrotsmennirnir voru teknir um borð í Brúarfoss. Svo þjakaðir voru þeir af kulda og vosbúð, að þeir gátu naumast komist upp stig- ann í Brúarfossi. Báturinn var hálffullur af sjó og svo illa útlítandi, að furðu gegnir, að mennirnir skyldu geta haldist lifandi í honum þennan tima. Var bátnum slept, því menn töldu hann einskisvirði. Þegar skipbrotsmenn voru komn- ír um borð í Brúarfoss, og þeir fengið þar föt og hressing, tóku þeir smám saman að ná sér eftir volkið. Skipstjóri þeirra skýrði frá, að skipið, sem þeir voru á, hafi ver- ið lítil seglskúta og var hún lestuð með sandi. Kom snögglega leki á skútunni svo mikill, að þeir höfðu ekki við að dæla. Neyddust skips- menn því til að yfirgefa skipið úti rúmsjó og fara i þennan smábát, sem var svo lítill, að hann naumast gat borið þá alla. Brúarfoss flutti skipbrotsmennina til London. Skipstjóri á Brúarfossi er, sem kunnugt er, Júlíus Júlíusson. Mbl. 31. ág. $61.05 —Winnipeg 25. sept. 1933. JÓ11 J. Bíldfell, Forseti Þjóðræknisfélagsins. Rögnvaldur Pétursson, Skrifari Þjóðræknisfélagsins. Árni Eggertson, Féhirðir Þjóðræknisfélagsins. ySokílómctra flug til þess að sœkja veika Lappakonu. Snemma í þessum mánuði fór sænskur flugmaður, Gunnerfeldt, frá Boden til Kabanejaur, sem er lítið Lappaþorp hjá landamærum Svíþjóðar og Finnlands, til þess að sækja þangað sjúka Lappakonu og koma henni undir læknishendur. Honum gekk ferðin vel og flutti hann sjúklinginn til sjúkrahússins í Gallivare. Hafði hann þá flogið um 750 km., til þess að bjarga lífi þessarar fátæku konu. Ekkert var þá að hjá honum, enda sæmilegt veður. “Skallagrímur” finnur rckald Miðvikudaginn 30. ágúst sendi togarinn “Skallagrímur” Slysavarna félaginu svohljóðandi skeyti: “Sið- astliðinn sunnudag flaut mikið af þurkuðum fiskbeinum 7 mílur ANA af Amdrupsboða.”—(Amd- rupsboði er ca. 19 sjómílur SA af Horni). Eru allar líkur til þess, að þarna hafi verið farmur “Gunnars,” og þar sem ekkert hefir til bátsins spurst síðan “Skaftfellingur” mætti honum á laugardagskvöld, má telja víst að báturinn hafi farist með alrli áhöfn í ofviðrinu aðfaranótt sunnu- dags, 27. ágúst. Árangurslaus leit. Bæjarfógetinn á Isafirði simaði til stjórnarráðsins og óskaði þess að hafin yrði leit að bátnum. Var það gert og var varðskipið Óðinn beð- inn að leita. I gær (fimtudag) fékk dómsmálaráðuneytið svohljóð- andi skeyti frá Óðni: “Höfum leitað árangurslaust frá Siglunesi að Isafjarðardjúpi, grunt og djúpt og inn allan Húnaflóa.” Skipshöfnin. Á bátnum voru þessir 5 menn, allir til heimilis á Isafirði: Sigurður Samúelsson, skipstjóri, kvæntur Sigriði Gísladóttur; áttu eitt barn. Kristján Siggeirsson, stýrimaður, trúlofaður Halldóru Hafliðadóttur og áttu þau 2 börn. Sigurvin Pálmason, vélstjóri, trúlofaður Kristínu Þórðardóttur og áttu þau eitt barn. Guðmundur Bjarnason frá Skála- vík í Mjóafirði, einhleypur. Hafsteinn Halldórsson, unglings piltur um tvitugt; hann var mat- sveinn á bátnum, ókvæntur. Allir voru menn þessir dugnaðar sjógarpar og bráðefnilegir. Mbl. 1. sept. skýra . . . .” Komu leiðangursmenn að landi í Austfjörðum (Berufirði) og fóru nokkrir þeirra landveg þaðan til Ak- ureyrar. Því næst var haldið suður á boginn, farinn Vatnhjallavegur og Kjalvegur, og sem leið liggur til Reykjavíkur. Eftir nokkura viðdvöl hér syðra var lagt af stað vestur í höfn. Lenti skipið í miklu ofviðri og hrakning- um og birtir Jón læknir kafla úr riti Zeilau’s, er skýrir greinilega frá því volki öllu saman. Greininni lýkur í þessu hefti, áður en komið er að minnisgreinum séra Arnljóts, og mun ýmsum leika hugur á að kynn- ast athugasemdum og frásögnum þessa gáfaða, • skemtilega og orð- kringa höfundar. . Síðast í heftinu er framhald af æfisöguþáttum séra Friðriks Frið- rikssonar. Segir hann að þessu sinni frá ferðum um Austf jörðu ár- ið 1905. Hafði hann fengið tilmæli um að takast “ferð á hendur til Austfjarða, til þess að halda sam- komur fyrir norska sjómenn, sem væru á víð og dreif um firðina. “Er þessi kafli frásögunnar skemtilegur og hispurslaus, eins og hinir fyrri, og segir frá því, sem á dagana dreif, alla leið úr Reykjavik austur utn land og norður til Sigluf jarðar. Talsvert er af bundnu tnáli í þessu hefti Óðins, svo sem venja er til í því riti. — Þar er m. a. þessi fagra vísa, er Stefán skáld frá Hvítadal orti skömmu fyrir andlát sitt: Siglan feld og fallinn byr; feigðarveldin toga. Glaðir eldar, eins og fyr, undir kveldin loga. —Vísir. Annar ferðamannaflokkur kom til sæluhússins um nón þennan dag. Voru fjórir þaulvanir fylgdarmenn með honum. Leist þeim illa á f erða- dag stúdentanna, því að komin var þoka á Piz Roseg og þótti þeim stú- dentunum seinka. Lögðu þeir þá á stað allir f jórir að leita þeirra, og eftir langa leit fundu þeir lík þeirra allra bundin saman með reipi. Höfðu stúdentarnir hrapað í fjallinu. Fundust líkin um 900 fetum neðar heldur en f jallstindurinn er. Foringi leitarmanna sagði, að þetta væri gamla sagan, Englend- ingar vöruðu sig aldrei á sólbráðinni á daginn. Vegna þess að snjórinn í fjöllunum væri harður og gott að ganga hann á nóttu, þætti þeim ó- þarfi að höggva spor í hann. En þegar þeir ætti svo að ganga niður hjarnið í sólbráð, væri það flug- hált, og ekki þyrfti nema einum þeirra að verða fótaskortur til þess að hann kipti öllum hinum með sér niður snarbrattann. Mbl. Bátur hefir farist með 5 mönnum Fjórir stúdentar hrapa til bana í Alpafjöllum Kl. um 11 laugardagsmorgun (26. ág.) lagði flutningabáturinn “Gunnar” (skrásettur á ísafirði) frá Hrísey í Eeyjafirði og var ferð- inni heitið til ísafjarðar. Þetta var gufubátur, 50—60 smál. að stærð. Var hann hlaðinn fiskbeinum og hafði mikið háfermi; farminum var staflað langt upp eftir siglunni, eins og títt er við slika flutninga. Fimm skipsmenn voru á bátnum, allir frá ísafirði. Haldið var, að farþegar hefðu einnig verið með, en svo mun ekki hafa verið, sam- ið hefir fengið frá stöðvarstjóranum kvæmt upplýsingum þeim, sem blað- í Hrísey. Slysavarnafélaginu gert aðvart Svo sem kunnugt er gerði aftaka- veður aðfaranótt sunnudags 27. ág.) Og þar sem báturinn var ekki kom- inn til Isafjarðar á mánudag (28. ág.) fóru menn aS óttast um hann. Gerði þá formaður Slysavarnadeild- arinnar á Isafirði stjórn Slysavarna- félagsins hér aðvart um bátinn og óskaði eftir, að haldið yrði spurnutn um hann. Þetta var svo gert hvað eftir annað í útvarpinu. “SkaftfelUngur rncetir “Gunnari” við Horn á laugardagskvöld. Vélbáturinn “Skaftfellingur” hef- ir um tíma verið að flytja síld hingað suður, norðan frá Sauðár- króki. Frá skipsmönnum hans barst Slysavarnafélaginu tilkynning um það, að kl. um 9 á laugardagskvöld (26. ág.) hafi þeir mætt flutninga- bátnum “Gunnari'’ út af Horni. Öðinn Janúar—júní hefti Óðins þ. á. er nú komið út fyrir skömmu og flyt- ur að vanda minningargreinar (með myndum) um ýmsa menn og konur. En auk þess er grein um “Hópflug ítala vestur um Atlantshaf” og fylgja myndir, m. a. af Balbo, “er hann lítur yfir liS sitt, áður en lagt er af stað frá Rómaborg.” Jón Jónsson læknir birtir upphaf langrar ritgerðar um “Grænlands- för Arnljóts Ólafssonar alþm. sum- arið 1860.’’—“Þann 29. júní 1860,” segir í greininni, “voru þeir herra löjtenant Th. Zeilau, præmier- löjtenant i Infanteriet, og alþm. Arnljótur Ólafsson, sem þá var í Kaupmannahöfn, útnefndir að f jár- málaráðuneytinu til þess að vera fulltrúar dönsku stjórnarinnar í leiðangri þeim, er ofursti Tal. P. Shaffner, frá fríríkjum Norður- Ameríku, ætlaði að fara á eimskip- inu Fox, skipstjóri Allan Young, til að rannsaka hvort framkvæmanlegt mundi vera, að leggja simalinu frá Norður Ameríku um Grænland, ís- land, Færeyjar og Hjaltland til Evrópu. En Shaffner hafði áður, 16. ágúst 1854, fengið kgl. leyfis- bréf til að leggja síma þessa leið fyrir eigin reikning og áhættu, yfir þau lönd og höf, sem heyrðu til Danaveldi. Er þeir félagar höfðu fengið þetta skipunarbréf, lögðu þeir af stað frá Kaupmannahöfn þegar næsta dag, 30. júní 1860, suður um þýskaland og Frakkland til Lundúna. . . . Arnljótur Ólafsson hafði sér til minnis skrifað í hefti helstu at- burði á sjóferðinni, og er það hefti enn til og verður prentað hér (þ. e. í ÓSni), en áður þykir rétt að skýra nokkuð frá tildrögum fararinnar og undirbúningi, og er það gert eftir ferðabók præmier-löjtenants Th Zeilau’s, sem ritaði ítarlega um ferð- ina og kom bók hans út í Kaup mannahöfn 1861. — Er ferðasaga Zeilau’s að mörgu leyti mjög merki leg, því að hún skýrir greinilega frá jafnvel því, sem aðrir munu telja smámuni, og er hann þá nokkuð langorður, en með þessu tekst hon- um einmitt að gera lýsingu sína Fjórir enskir stúdentar frá Eton háskólanum, fórust nýlega í fjall- göngu í Ölpunum. Þeir lögðu á stað frá Samaden í Sviss ög var ferðinni fyrst heitið til sæluhúss í fjöllunum, sem heitir Tscierva. Fengu þeir ágætt veður og náðu sæluhúsinu fyrir sólarlag. I ferðabók, sem þar er, höfðu þeir skrifað að þeir legðu á stað þaðan klukkan 4 um nóttina og ætluðu sér að ganga á f jallstindinn Piz Roseg, sem er 11,000 feta hár. Góður gestur Hér er nú á ferð Mrs. Dora Lewis frá Seattle. Hennar fulla nafn er Halldóra Sumarliðadóttir, Sumarliðasonar írá Æðey. Það kannast margir við Sumarliða gull- smið, sem var á sínum tíma nafn- kunnur maður um land alt. Hann fluttist til Norður-Dakota með f jöl- skyldu sinni og seinna þaðan til Seattle, þar sem ekkja hans, Helga Kristjánsdóttir, er enn á lífi. Frú Lewis misti mann sinn í stríðinu, Hún hélt þó áfram námi, því eins og svo margir afkomendur Islend- inga vestra, er hún framúrskarandi námskona. Árið 1926 var henni veitt meistaratign við Columbia há- skólann í New York. Síðan hefir hún verið í þjónustu Washington ríkisins og hefir starf hennar verið umsjón með skólum og foreldra- fræðsla meðal almennings. Sökum dugnaðar í hvívetna hefir frú Lewis verið veittur eins árs styrkur úr sjóði Rockefellers til framhalds- náms i sálarfræði og öðrum upp- eldisfræðum. Hún er hér aðallega í þeim erindum að sjá skyldmenni sin og feðrafold. Þó hún sé fædd og uppalin vestra, talar hún og skil- ur móðurmál sitt mjög vel. H. Á. Visir 4. sept. uí»ísssu.-> ' ' veai THE GIRL WHO IS HAPPY This girl who is really happy is the one who is useful, inde- pendent, self-reliant, self-supporting—and the ability to be self- supporting is the result of training—always. The mastery of stenography furnishes a sure means of self- support—and the mastery may be quickly attained. A few months in our shorthand department will qualify the average young lady having a High Sehool education, some native ability, and the inclination to work, for a good position where pro- motion will be certaln. Stenography will give her a respectable place among respect- able people who appreciate worth and accomplishment. You should write, call or telephone for free, valuable informa- tion concerning our work. TUITION RATES Day School (full day). $15.00 amonth Day School (half day). $10.00 amonth Night School $ 5.00 a month Mr. Ferguson’s policy of providing “Better Teachers and Better Employment Service” has attracted more than 40,000 students to this College during the past twenty years. In fact, it is quite impossible to secure better value in business education than is available at “The Success.” ENROLL NOW Phone 25 843 D. F. FERGUSON, President and Principal PORTAGE AVE. at Edmonton St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.