Lögberg - 28.09.1933, Page 6

Lögberg - 28.09.1933, Page 6
Bls fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1933 Orlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER (Framh.) “Það er satt. Líttu á bréfið það arna, frændi. Ralph Belmont sendi mér það til að gera mér aðvart um, að það væri njósnað um mig. Lestu það, þá geturðu dæmt um það sjálf- ur. Honum var kunnugt um kaup- in á milli okkar Giles, og hann mót- mælti því harðlega að vera aðili í þessháttar verzlun. Hann vissi, hvilík bleyða og ódrengur Giles er, og hann vildi ekki bjarga lífi sinu með því að leggja framtíð mina og hamingju í sölurnar. Hann hafði látist sætta sig við þetta, af því Giles hafði þegar neytt mig til að heita þessu. Ralph Belmont hélt því fram, að hann vildi heldur gefa sjálfan sig á vald lögreglunnar, og það var það, sem hann gerði, þeg- ar hann fór heim til Shuttlefields, þar sem hann vissi, að menn mundu þegar kannast við hann. Það gerði hann til þess að frelsa mig frá því að verða kona Giles.” Sir John tók við bréfinu og las það hægt og gaumgæfilega. Svo fékk hann henni það aftur. “Nú held eg, að eg sé farinn að skilja, hvernig í öllu liggur,” mælti hann. “Giles kom rétt áðan. Hann bað mig að miðla málum milli ykk- ar. Hann óttast hneyksli það, er alment mundi verða, ef trúlofun ykkar færi út um þúfur alt i einu. Það mundi nú heldur ekki ganga hljóðalaust af. Nöfn ykkar Giles hafa verið tengd náið saman upp á síðkastið, í tilefni af dvöl ykkar á eyjunni. Og eg verð að játa það, að það hefir ekki verið mér gleði- efni að hugsa til þess, hve mikla eft- irtekt það mundi vekja, ef þið slit- KLAÐI, RISPUR og aðrir húðsjúkdómar Lœknaál fljótt með Zam-Buk Ointment 50c — Medicinal Soap 25c uð skyndilega trúlofun ykkar. Eg hafði óskað þess, að þið giftust sem fyrst, og eg hét Giles því, að eg skyldi gera alt sem eg gæti, til þess að sætta ykkur aítur. Og nú* er hann kominn hingað, til þess að heyra málalokin.” “Eg vil aldrei giftast honum,” mælti Elsa í föstum róm. “Eg vil ekki lítillækka mig til að taka í höndina á honum og eg vil ekki sjá hann fyrir mínum augum, svo fram- arlega sem hjá því verður komist Eg get ekki sagt þér, frændi, hve mjög eg fyrirlít hann. Það var sví- virðilegt af honum, að neyða mig til að gefa mér drengskaparorð sitt um það, að hann skyldi ekki segja til Ralphs Belmonts, en hann braut það óðar, er hann kom til Lundúna. j Með því hefir hann leyst mig frá heiti mínu. Eg er frjálsP’ Sir John kinkaði kolli. Hann gekk að símanum óg tók taltækið. Hann rétti höndina eftir bréfinu, sem Elsa.hélt ennþá á, bréfinu, sem Ralph Belmont hafði skrifað henni. Síðan bað hann um símanúmer og fékk samband. “Er þetta hjá Hawkins og King? Þér talið við Sir John Ventor — dómsmálaráðherra. Fyrir viku síð- an var gerð húsrannsókn í húsi nokkru í Burgess stræti, þar sem 1 menn héldu, að Ralph Belmont hefði j falið sig—maðurinn, sem núna sit- ur í fangelsi,sakaður um Shuttle- fields-morðið. Eftir því sem mér er kunnugast var það skrifstofa yð- ar, sem gaf tilefni til þessarar hús- rannsóknar, eða er það ekki svo?— Gott og vel. Sömu nótt var áður- nefndur Belmont handtekinn nálægt Barbridge i Yorkshire — i húsinu sem morðið var framið í. Er það ekki rétt? Nú vildi eg gjarnan vita, hver það er, sem hefir" skýrt yður frá, að Belmont væri hér í Lundún- um, og hvar hann héldi til?” Sir John hlustaði gaumgæfilega eftir svarinu. I Iann kinkaði kolli hvað eftir annað. “Nei, eg skil það svo vel—þér getið ekki brugðist viðskiftavinum yðar—auðvitað—það er ekki nema sjálfsagt.” Sir John brosti harðneskjulega. “En þér hafið samt fengið til- kynningu frá einum viðskiftavini yðar,” mælti hann. “Það var að- eins það, sem eg vildi vita. Eg er sammála yður um það, að þér eigið ekki að ljósta upp nafni hans. Eg þekki vel skrifstofu yðar og veit, að hún nýtur verðugs trausts. Þakka yður fyrir—jæja, þá hefi eg fengið þær upplýsingar, sem eg óskaði eft- ir.” Hann lét heyrnartækið aftur á símann. “Nú held eg, að við ættum að biðja Effington að koma hingað inn,” sagði hann við Elsu. “Eg skil vel, að þú vilt helzt komast hjá að sjá hann, góða mín, en eg held samt, að það sé bezt að þú sért viðstödd, t þegar eg tala nú við hann.” Elsa kinkaði kolli. “Eg skal gjarnan gera það frændi minn, en eg segi þér fyrir fram, að það er ekki að tala um neinar sætt- ir. Eg veit ekki, hvað Giles kann áð detta í hug að segja, en eg veit, að hann mun ekki hika við að ljúga sig frá öllu saman. Eg þekki hann og veit, að það er sannleikur, sem eg hefi sagt, og eg neita ákveðið að giftast honum.” “Eg óska þess ákveðið, að þú bregðir heiti þínu við hann, barnið mitt,’’ mælti Sir John alvarlega. Hann gekk fram að hurðinni og hringdi. “Biðjið Effington lávarð að koma hingað upp,” mælti hann við þjón- inn, sem þegar hafði komið. Giles kom að vörmu spori og ljómaði sjálfstraust og ánægja af andliti hans, er hann stóð frammi fyrir þeim Sir John og Elsu. “Þakka yður fyrir, Sir John,” mælti hann með sinni venjulegu há- værð og sjálfbyrgingshætti. “Eg þykist vita, að þér séuð búinn að greiða úr þessum smávægilega mis- skilningi. Þér hafið eflaust getað sannfært Elsu um, að hún hafi gert mér rangt til, og svo er það alt í lagi.” “Þér hafið rétt,” mælti Sir John. “Eg er búinn að tala við frænku rnína, og málið er útkljáð.” “Það er ágætt,” sagði Giles hróð- ugur. Svo sneri hann sér að Elsu. “Jæja þá, þú ert þá búinn að átta þig,” mælti hann. “Það gleður mig. Eg þóttist viss um það, að þú mynd- ir átta þig og sjá, hve hlægilega þú hagaðir þér. Þú kærir þig líklega heldur ekki um að útsetja nafn þitt fyrir þvaður og hneyksli.’’ “Eg verð að biðja yður um að snúa yður til mín með athugasemdir yðar,” mælti Sir John í ströngum málróm. “Það er við mig sem þér eigið að ræða málið, Effington.” Giles glápti á hann undrandi. “Já, já, auðvitað,” sagði hann. “En eg hugsaði mér ...” Hann þagnaði og var vandræða- legur. í svip Sir Johns var eitt- hvað, sem honum geðjaðist ekki að. “í dag hefi eg í fyrsta sinn feng- ið að heyra sannleikann — allan sannleikann,” mælti Sir John. “Nú veit eg, hvað fram hefir farið á eynni, eg veit, hver það var, sem lék hetjuna og hver lék bleyðuna. Nú er mér ljóst, hverjum eg á það að þakka, að frænka mín komst heilu og höldnu úr þeim voðastað, og eg veit, að .það eruð ekki þér, Ef fington. Eg hefi einnig frétt af mjög furðuleg- um samningi, sem þér höfðuð gert við frænku mína,” bætti Sir John við, “þar sem þér höfðuð skuld- bundið yður til að varðveita leynd- armál viðvíkjandi manni þeim, sem þér og frænka mín standið í stærstu þakklætisskuld við. Samkvæmt samningi þessum hafði frænka mín skuldbundið sig til að verða kona yðar gegn því, að þér aftur á móti hélduð hið hátíðlega loforð yðar. Auk þess, hve ósæmilegt það var að bera fram þessháttar kröfu af yðar hálfu, hafið þér á ódrengilegasta hátt brotið loforð yðar. Þér hafið látið njósna um frænku mína, þang- að til þér komust á snoðir um, að hún heimsótti gömlu fóstru sína. Því næst hafið þér beðið leynilög- regluskrifstofu nokkra um að til- kynna lögreglunni hvar Ralph Bel- mbont héldi til. Þér hafið hlaðið hverri svívirðingunni ofan á hina, Effington, og sýnt af yður ekki að- eins megnasta vanþakklæti, heldur hafið þér einnjg hagað yður eins og ærulaus maður.” “Það—það eru ósannindi,” stam- aði Giles náfölur. “Þetta eru ósann- indi frá upphafi til enda . . .’’ “Það sem eg hefi sagt yður, er sannleikurinn bláber,” mælti Sir John með kaldri ró. “Neitun yðar er tilgangslaus. Frænka mín af- þakkar heiðurinn—þann mjög vafa- sama heiður—að verða konan yðar, og eg er henni fyllilega sammála um það atriði.” “Þér ætlið þá . . . ” “Eg á við að trúlofun ykkar frænku minnar sé hér með lokið. Fyrir hönd frænku minnar lýsi eg hér með yfir, að trúlofun þessari er slitið,” mælti Sir John. “Og eg leyfi mér að biðja yður að fara þeg- ar úr mínum húsum og komið hing- að aldrei framar.” Giles glápti á hann. “Já en—já, en—” stamaði hann. Sir John hringdi á ný. “Vísið Effington lávarði á dyr, og sjáið um, að hann fái hér ekki aðgang framar,” mælti Sir John við þjóninn. 39. KAPÍTULI. Játningin. “Þér getið ekki fengið að koma inn, herra. — Þér getið ómögulega fengið að koma inn. Frændi minn er mjög veikur, hann þolir alls ekki heimsóknir eða að tala við nokkurn mann. Eg þori ekki að sleppa yður mn . . . Unga stúlkan var Fanny, frænka Jerome gamla. Hún stóð í dyrun- POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR II. PORTER “Þetta virtist alt saman fara fyrir ofan og neðan garð hjá Pollyönnu; hún starði út í geirninn hljóðlát 0g undrandi, eins og hún væri að telja stjömurnar með sjálfri sér. “Ætti eg aðeins yfir hagkvæmum hæfi- leikum að ráða, væri öðru máli að gegna; ef það væri eitthvað, sem eg gæti leyst betur af hendi í heiminum en allir aðrir, mundi eg ekki kveinka mér,” sagði Pollyanna og varp öndinni mæðilega. “Eg get sungið, og leik- ið dálítið á hljóðfæri; eg kann vitund til út- saums og get stoppað í sokka, en því miður kann eg ekkert af þessu nándar nærri nógu vel; jafnvel ekki það vel, að ætlast megi til launa fyrir. Eg held jafnvel að matreiðsla og hússtjórn félli mr einna bezt í geð.. Þú manst eftir því vetuma, sem við höfðumst við í Þýzkalandi hvað mikla ánægju eg hafði af því, að Gréta litla þernan o'kkar kom það seint heim að eg gæti snúist eitthvað í eldhúsinu. Þó hefi eg það einhvernveginn á meðvitund- inni að er til lengdar léti myndi eg tæpast sætta mig við undirtyllustöðu í eldhúsi, þar sem aðrir réðu yfir. ” “Elg myndi aldrei fall- ast á að þú tækir slíka stöðu á hendur, ’ ’ svar- aði Mrs. Chilton með alvöraþranginni rödd. Svo varð þögn, löng þögn. Nú varð það Pollyanna er þögnina rauf. “ Að hugsa sér annað eins og það, frænka, að eg skuli í raun og veru vera ósjálfbjarga og eiga þess engan kost, að verða þér að liði. Mig hlýtur að skorta þau hyggindi, er í hag koma. Er það ekki átakanlegt, að hæfileik- um mínum skuli vera þannig farið, að ekki sé viðlit að koma þeim í peninga.” “Talaðu ekki svona, harnið mitt,” mælti Mrs. Chilton. “Alt hefði verið á annan veg, ef læknirinn hefði lifað.” Pollyanna rauk upp úr sætinu. “Talaðu ekki um þetta, frænka. Hver veit nema eg búi yfir einhverjum þeim hæfileikum, er komi mannkyninu til þess að standa á öndinni. Stundum finst mér það hreint og beint á- na'gjuleg tilhugsun að þurfa að fara margs á mis; stundum finst mér það hljóti að vera afar innihaldssnautt líf, að geta gripið hendinni til hvers sem vera vill gersamlega fyrirhafn- arlaust; mér finst það stundum blátt áfram hlægilegt,” sagði hún 0g skelti ósjálfrátt upp úr um leið. Mrs. Chilton var engan veginn hlátur í hug. “Mikill dæmalaus einfeldningur ertu, Pollyanna mín, þegar öllu er á botninn hvolft,” sagði hún eins og út í hött. XVIII. Fyrstu dagarnir í Beldingsville eftir kom- una heim, voru þeim Mrs. Chilton og Polly- önnu alt annað en áhyggjulitlir; það var margt, sem laga þurfti til, margt sem kippa þurfti í lið. Það er engan veginn fyrirhafnarlaust fyrir fólk, sem vanist hefir gildaskálalífi ferðalaganna, að sætta sig á svipstundu við dvnta slátrarans, eða gera sér rellu yfir verði smjörpunds. Allmargir úr nágrenninu litu inn við og við; Pollyanna fagnaði þeim öllum með sama vingjarnlega brosinu. Mrs. Chil- ton var jafnaðarlegast fámál. “Þetta fólk kemur hingað af tómri forvitni, til þess að hnýsast eftir því hvernig Harrington fjöl- skyldan beri sig í fátæktinni,” sagði hún í hálfum hljóðum við sjálfa sig. Mrs. Chilton minnist sjaldan á manninn sinn sáluga. Þó var Pollyanna sér þess glögg- lega meðvitandi, að jafnvel i dýpstu þögn- inni, snerust flestar hugsanir frúarinnar um hann. Pollyanna hitti Jimma Pendleton þó nokkrum sinnum fyrsta mánuðinn, sem hún var heima. Hann hafði litið inn ásamt vin- um sín-um til þess að bjóða Mrs. Chilton vel- komna heim; viðtökurnar höfðu verið með ýmsum hætti; það var engu líkara, en alt yrði innilokað í ramma, þegar Mrs. Chilton var viðstödd. Stundum kom Jimmy þangað ým- ist með blóm eða bækur handa Pollyönnu, er henni þótti sérlega vænt um. Mrs. Chilton var þar þá sjaldan viðstödd. Yfir höfuð að tala var Pollyanna fátöluð um hagi sína og frænku sinnar. Með Jimmy var þó nokkuð öðru máli að gegna; hún sagði honum alt af létta um hvernig sér' væri inn- anbrjósts. Jafnaðarlega bar alt að einum og sama brunni, eða sem sé því hvernig hún ætti að afla sér peninga. “Stundum finst mér eg vera aumust allra,” sagði hún þráfaldlega við Jimmy; mér finst eg ekki geta um annað hugsað en dollara; jafnvel ekki nema dollars fjórðung eða kopar cent. Þú verður að láta þér skiljast hve févana frænka mín er.” “Það veldur mér sárrar sorgar,” stam- aði Jimmy út úr sér. “Eg veit hún er fátæk; þó get eg með köflum ekki varist þeirri hugsun, að hún finni í rauninni meira til fátæktar sinnar, en veruleg ástæða sé til; það er þunglyndið, er virðist ætla að gera út af við hana með öllu.” Jimmy horfði lengi og alvarlega í hin töfrandi skæru augu Pollyönnu. “Hvað er það helzt er þér leikur hugur á að gera, ef þú ættir þess kost,” spurði hann hálf feimnislega. “Hverju á eg að svara til? Eins og til hagar myndi eg einkis fremur æskja en þess að gefa mig við matreiðslu og liússtjórn. Mér finst eg stundum njóta við það ósegjanlegs yndis að grauta saman hráeggjum og sykri, að eg nú ekki tali um að haka sætabrauð, eða reyndar hvaða annað brauð sem er. Ekki er það þó arðvænleg atvinna; ef maður vinn- ur fyrir aðra veitist manni ofurlítið í aðra hönd fyrir slíka vinnu; þó finst mér það eng- an veginn eftirsóknarverð atvinnugrein. ” Ungi maðurinn virti Pollyönnu grand- gaTilega fyrir sér frá hvirfli til ilja; hann varð stokkrjóður í framan, 0g sagði eins og í leiðslu: “Þú giftir þig að líkindum, Pollyanna; hefirðu aldrei liugsað um það.” “Eg að gifta mig; ekki nema það þó. Til að byrja með, er eg nú engin sérleg fríð- leiks persóna, eins og þér hlýtur að vera ljóst. I öðru lagi getur ekki hjá því farið að það verði lífsköllun mín að dvelja hjá frænku minni og auðsýna henni þá umönnun, er eg frekast fæ látið í té.” “Engin fríðleiks persóna,” hafði Jimmy upp fyrir sér, undrandi 0g alvarlegur í senn. Hefir þú aldrei heyrt getið um máltækið að blindur sé hver í sjálfs sín sök?” Pollyanna hristi höfuðið. “Þetta á ekki heima um mig; eg hefi spegil við hendina, er aldrei fer með ósann- indi,” sagði hún glettnislega. Hjá öllum öðrum stúlkum fanst Jimmy að svar Pollyönnu hefði að minsta kosti bor- ið þó ekki væri nema örlítinn vott um ást- leitni; en með hana var samt öðru máli að gegna. Honum var það fyrir löngu ljóst, að Pollyanna hugsaði mjög á annan veg, en við gekst með stúlkur á hennar reki. Stundum tók hún alla hluti í bókstaflegum skilningi, og varð þá að jafnaði engu um þokjð. “Eg hefi aldrei verið falleg, og verð það heldur ekki,” sagði hin unga stúlka með milt bros á vör; “það átti ekki fyrir mér að liggja. Þú minnist þess ef til vill, þó nokkuð sé nú langt um liðið, er eg var að spauga við þig um það, að eg óskaði einkis fremur en þess, að geta eignast þykt, tinnudökt hár.” “Er þetta enn ein af megin óskiun þín- um?” spurði Jimmy, eins og í hálfgerðum vandræðum. “Ef til vill, 0g ef til vill ekki,” svaraði Pollyanna; “þó kysi eg fremur að sú ósk mín uppfyltist, en það gagnstæða. Þú hefir veitt því eftirtekt, að augnahár mín eru mikið styttri, en þau í raun og veru ætti að vera; og þá er nefið; hvorki er það með grískri né rómverskri lögiun, heldur aðeins algengt nef. Andlitið er annaðhvort of langt, eða þá of stutt; hvort heldur er, get eg ekki kveðið á um með vissu; mér er samt ljóst, að það er öðru vísi en það á að vera. Eg er ekki í nokkrum minsta vafa um það, að á hinn stranga mælikvarða sannrar fegurðar, hlyti eg að mælast illa.” “Það er dáendis lagleg mynd, sem þú bregður upp af sjálfri þér,” sagði Jimmy hlæjandi, um leið og liann-virti fyrir sér það úthaf af geðshræringu, er spegl- aðist í andlitsdráttum stúlkunnar. ‘ ‘ Hefirðu nokkurn tíma litið í spegil, þegar þú varst að tala,” spurði Jimmy. “Það hefi eg aldrei gert, og því ætti eg að gera það?” “Það væri samt engan veg- inn óhugsanlegt að þú kynnir að skifta um skoðun, ef til þess kæmi.” “En sú dómadags vitleysa,” sagði Polly- anna skellihlæjandi. “Hvað á eg helzt að hugsa eða segja? A eg að segja að það sé þó skömminni skárra að liafa augnaliár og nef, þó augnahárin séu of stutt, og nefið hvorki grískt né rómverskt?” Jimmy gat ekki varist hlátri. “Þú ert alveg eins og í fyrri daga, Pollyanna; fáirðu á annað boi’ð einhverja flugu inn í liöfuðið, er ekki viðlit að ná lienni þaðan aftur.” Pollyanna leit rannsakandi augmm á Jimma; það var eins og yfir þau færðist smátt og smátt mildur glampi; hún skifti lit- um hvað ofan í annað. . “Bg hefi lært það síðustu sex mánuðina að geyma ein leyndar- mál mín, og halda fast við mínar fyrri stefn- ur. Fólk nú á döguin vill ekki láta segja sér fyrir verkum, verði það á annað borð um- flúið.” “Eg hefi hugboð um það,” svaraði Jimmy, og kinkaði vingjarnlega kolli um leið. “Eg hefi þráfaldlega hugsað um það Pollyanna, hvort þú í raun og veru skildir sjálfa þig niður í kjölinn, livort þér væri ljóst hvert stefndi.” “Engoim er kunnugra en sjálfri mér um áform mín, og hvernig þeim hefir reitt af,” sagði Pollyanna með titrandi rödd, 0g leit undan. “Asetningurinn getur oft og einatt flutt fjöll, sé hann eindreginn, ákafur og óhikandi; hann getur gerbreytt lífi og umhverfi ein- staklinga og heildar svo að segja yfir nótt- ina; hann verður, þegar öll kurl koma til graf- ar, hinn ósigrandi máttur á þessari jörð.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.