Lögberg - 28.09.1933, Page 8

Lögberg - 28.09.1933, Page 8
Bls. 8 L,ÖGBERX3. FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1933 ... — Úr bœnum og grendinni G. T. spil og dans á hverjum þriðju- og laugardegi í I.O.G.T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stund- víslega kl. 8.30 aÖ kvöldinu. $16.00 og $20.00 í verÖlaun. Gowler’s Or- chestra. Fimtudaginn þann 5. október næstkomandi, efnir kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar (eldri deildin) til samkomu í fundarsal kirkjunnar, kl. 3 síðdegis. Mrs. B. B. Jónsson, sem nýlega er heimkomin úr íslands- för, segir þar frá hinu og þessu, er fyrir augu og eyru bar á þessu skemtilega ferðalagi. Má þess ó- hætt vænta, að frúin hafi frá mörgu fróðlegu og skemtilegu að segja. I sambandi við mót þetta verður “Silver Tea” og eru allar íslenzkar konur boðnar og velkomnar þang- að. Sunnudaginn 1. október messar séra Sigurður Ólafsson í Árborg, kl. 2 e. h.—Ensk messa í Riverton, kl. 8 að kveldi þess sama dags. Heklufundur i kvöld, fimtudag. H. A. Bergman, K.C., leggur af stað austur til Ottawa á laugardag- inn kemur, til þess að flytja mál fyrir hæsta rétti Canada. Mun hann ekki verða nema nokkra daga að heiman. Mr. Kristinn Abrahamson frá Sinclair, Man., dvelur í borginni um þessar mundir. Mr. Dori Einarsson útgerðar- maSur, sem dvalið hefir um hrið í Sinclair bygðinni, kom til borgar- innar í vikunni, sem leið. Mr. Gunnar Guðmundsson frá Wýnyard, Sask., var staddur í borg- inni í fyrri viku. Fundnir peningar eru það vafa- laust fyrir alla, er senda gamla gull- bauga, nælur og brotasilfur til C. Thorlakson, 699 Sargent Ave. Pen- inga ávísanir sendar um hæl með pósti. Við kaupum og seljum allar teg- undir af saumavélum. Skrifið til 300 Notre Dame, Winnipeg. Ph. 22498. Séra Jóhann Friðriksson messar í Lúterssöfnuði sunnudaginn þ. 8. október kl. 11 f. h. og á Lundar e. h. sama dag. Vegna þess að séra H. Sigmar gat ekki messað í Brown, Man., sunnudaginn 24. sept., eins og áð- ur var auglýst, ráðgjörir hann aö messa þar sunnudaginn 1. október kl. 2 e. h. Sama dag verður líka ís- lenzk messa í kirkjunni á Mountain kl. 8 að kveldinu. Fólk á Gardar og í Péturssöfnuði er beðið að at- huga, að messum þeim, sem þar áttu að vera 1. okt. hefir verið frestað til sunnudagsins 8. október. Þá messar séra Haraldur á Gardar kl. 11 og í Péturskirkju kl. 2 e. h. Messan í Péturskirkju verður á ensku og helguð ungdóminutn. Fólk er beðið að athuga vel þetta messu- boð. Mr. O. G. Björnson, starfsmað- ur Royal Bank of Canada, hefir ver- ið kosinn forseti í Hockey félags- skap bankamanna hér i borginni. Gefin voru saman í hjónaband síðastl. föstudag, að heimili Mrs. S. Kristjánsson, austan við bæinn Wynyard, Sask., þau Miss K. A. B. Kristjánson og Mr. Jacob Guðna- son frá Glenboro, Man. — Rev. T. Currant, prestur við Wynyard United Church, framkvæmdi hjóna- vigsluna. Junior Ladies’ Aid Fyrstu lút- ersku kirkju, efnir til kveldverðar í samkomusal kirkjunnar á miðviku- dagskveldið þann 11. október næst- komandi. Frá tilhögun verður frek- ar skýrt í næsta blaði. Meðlimir Jóns Sigurðssonar fé- lagsins I.O.D.E., eru beðnir að mæta á heimili Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., 3. okt. kl. 8 e. h. Mr. Böðvar Johnson frá Lang- ruth, Man., var staddur í borginni um miðja fyrri viku. Mr. C. Eyvindson frá Westbourne Man., kom til borgarinnar snöggva ferð í vikunni sem leið. Mr. Freemann Helgason frá Langruth hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Þeir séra Haraldur Sigmar, Har- ald sonur hans, Gilsi Halldórsson, Stefán Hallgrímsson og Steinþór Hermann frá Mountain, N. Dak., voru staddir i borginni fyrir síðustu helgi. Séra E. H. Fáfnis, frá Glenboro, kom til borgarinnar seinni part fyrri viku. Hr. Halldór Johnson fasteigna- sali og Margrét frú hans héðan úr borg, eru nýverið komin heim úr ís- landsför. Fóru þau til íslands i síðastliðnum maímánuði. EXTRA!! Fatnaðir, Kjólar, Yfirhafnir hreinsaðir og pressaðír 60c Sótt 0g flutt heim Smá-aðgerðir ókeypis Sími 42 368 FORT ROUCE CLEANERS _______ Mr. og Mrs. S. B. Olson og Mr. Guðni Thorleifson frá Langruth, Man., voru stödd í borginni í byrj- un vikunnar. Leikhúsbúnaður til sölu, svo sem búningar leiktjöld, hárkollur, leikrit og margt fleira. Frekari upplýsing- ar veitir Ásbjörn Eggertsson, 614 Toronto St., talsimi 86 828, Winni- Peg- Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur fund á fimtudaginn þann 28. þ. m., kl. 3 síðdegis, i fund- arsal kirkjunnar. Miss Maria Hermann flytur þar erindi. Vænst er eftir góðri aðsókn. Mr. Andrés Skagfeld, innheimtu- maður Lögbergs frá Oak Point, Man., kom til borgarinnar síðastlið- inn þriðjudag. Thorsteinn G. Ingimundsson og Sigrún Árna Árnason, bæði frá Langruth, Man., voru gefin saman í hjónaband af séra Birni B. Jóns- syni, mánudagskvöldið 25. sept. Kárlakór íslendinga í Winnipeg skorar hér með á alla meðlimi sína, sem og meðlimi kvennakórsins, að mæta á fundi í Sambandskirkjunni á sunnudaginn kemur kl. 3 síðdegis. Afar mikilsvarðandi mál liggur fyr- ir fundinum, og þar af leiðandi velt- ur mikið á að meðlimir flokkanna mæti allir, og það stundvislega. Félagsskapur. sá, er Kiwanis Club nefnist, stofnar til eplasölu (Apple Day) á laugardaginn kemur þann 30. þ. m. Öllum ágóðanum af fyrir- tæki þessu, verður varið til líknar- þarfa. Á þriðjudagsmorguninn þann 26. þ. m. lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni David Ingvar Thor- leifur Johnson, 20 ára að aldri, eftir hálfsmánaðarlegu í taugaveiki. Hann var sonur Margrétar og Sig- urðar Johnson að Stony Hill, Man. Auk foreldra sinna lætur þessi frá- fallni ungi sveinn eftir sig eina syst- ur og þrjá bræður. Líkið var flutt til Stony Hill á miðvikudaginn frá útfararstofu A. S. Bardals. Mr. S. D. B. Stephenson, kaup- maður á Ericksdale, Man., kom til borgarinnar síðastliðinn þriðjudag. Dr. Tweed verður á Gimli á fimtu- daginn þann 5. október næstkom- andi, og verður að hitta á heimili B. Thordarson. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli pretsakalli næsta sunnudag, þ. 1. okt., og á þeim tíma dags, er hér segir: I gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., og í Minerva Hall kl. 3 e. h.—Til þess er mælst að fólk fjölmenni.— Til leigu 10 herbergja hús að 724 Beverley St., $30 um mánuðinn. Rúmgott. Eldhúsvír á miðlofti; bakstigi úr eldhúsi. Þægilegt fyrir 2 eða 3 f jölskyldur.—S. Sigurjónsson, 738 Banning St. Mussolini hefir látið byrja á að grafa upp hið fræga hof í Sýra- kúsa, sem reist var Appollo til dýrð- ar. Sýrakúsa var stærsta borg Hellen, stofnuð 834 árum fyrir Krist. Samkoma sú, er fulltrúar Fyrsta lúterska safnaðar stofnuðu til og haldin var í samkomusal kirkjunnar, síðastliðið þriðjudags kvöld, var á- gætlega sótt, og að öllu leyti hin á- nægjulegasta. Tilgangur samkvæmisins var sá, að bjóða presthjónin, þau Dr. Björn B. Jónsson og frú hans, velkomin heim úr íslandsför, sem og að veita fólki kost á að mætast eftir sumar- fríið. Þakkaði Dr. Jónson hlýhug yann í garð þeirra hjóna, er manna- mót þetta bæri vott um. Walter J. Lindal, K.C., hefir ver- ið kosinn forseti spilafélags þess, er Manitoba Bridge Association nefnist. Ring Lardner eitt nafnkunnasta kýmnisskáld Bandaríkjanna á hinum siðari árum, er nýlátinn. Hann var aðeins f jöru- tíu og átta ára að aldri. Lofthernaður í þýskum tímaritum eru nú prent- uð landabréf, sem jafnframt sýna hve margar þúsundir flugvéla ná- grannaþjóðir Þjóðverja eiga, og með strykum er sýnt hve langt þær lcomast í einum áfanga, og benda u öll inn að hjarta Þýskalands. í Munchen fór nýlega fram æf- ing um að verjast loftárásum. Og skömmu seinna fór samkonar æf- ing fram í Tokio. Á borgina var “ráðist af óvini,” sem var við suð- usturströnd Japans. Flugherferðir voru farnar bæði að degi og nóttu. Á daginn voru send reykský yfir borgina til að hylja hana. Á nótt- unni voru öll ljós slökt. íbúunum voru fegnar gasgrímur. Sérstakar varðliðssveitir, hj úkrunarliðssveitir og slökkviliðssveitir voru æfðar hver í sínu starfi. Að nokkru leyti er þetta gert til :ss að vekja athygli. í Þýskalandi er það gert til þess að vekja athygli á því hvað þjóðin er varnarlaus gegn hinum al-hervæddu þjóðum sem um- kringja hana og hafa yfir að ráða hinum hættulegustu vopnum. Það er enn fremur gert til þess að styðja kröfur þýsku stjórnarinnar um jafnrétti í herbúnaði. I Japan, þar sem hernaður og á- sælnisandinn ríkir, er þetta gert til þess að sanna þjóðinni að hún verði að leggja á sig enn þyngri byrðar til hernaðarþarfa. KOL - COKE - VIÐUR Ef það brennur—böfum við það Midland Drumheller — Pembina PeeHess Jasper Hard Coal CITY COAL COMPANY OOK. ANNABELLA og SUTHERLAND Phone 57 341 H. B. IRVING, Manager Phone 57 341 En það er annað eftirtektarvert, sem kemur til greina um þessar æf- ingar, og það er að þær þjóðir, sem hægt er að ráðast á i loftinu, búast við miskunnarlausum árásum á frið- sama borgara. Það er ekki aðeins í Munchen, sem er alveg varnarlaus, að menn hafa áhyggjur út af þessu, heldur einnig í Tokio, sem þó er stranglega varin af herskipum og stórum loftflota, og er auk þess að- skilin óvinaþjóð af úthafi, sem er þúsundir mílna á breidd. Þetta sýnir að öflugustu hervarn- ir eru ófullnægjandi gegn flugvéla- árásum. I sjóorustu, þar sem jafn mörg herskip eru á hvora hlið, vinn- ur sigur sá flotinn, sem traustari skip á. En í lofthernaði er öðru máli að gegna. Það hefir enga þýðingu þótt einhver þjóð eigi miklu fleiri hern- aðarflugvélar en önnur, borgir henn- ar geta orðið fyrir árásum úr lofti fyrir því. Lofthernaður verður kepni um það hvort geti gert öðrum meira tjón, og þar munu báðir vinna stórsigra jöfnum höndum. Sigrandi þjóð og sigruð þjóð munu leggja eins mikið í auðn hvor fyrir annari eins og þær geta, og kalla að það sé gert til að koma á friði. Eitthvað á þessa leið farast “Man- chester Guardian” orð nýlega í rit- stjórnargrein. Er það ekki glæsileg mynd af “heimsfriðnum,” sem hér er brugðið upp í fáum dráttum? Mbl. 5. sept. Skandinaviski þjóð- flokkurinn í enska blaðinu “The Listener” ritar E. E. Kelett í ritdómi um bók eftir Charles Marshall “Our North- ern Ancestors,” á þessa leið: “Einn sá merkilegasti þjóðflokkur, sem sem uppi hefir verið, er hinn skandi- naviski þjóðflokkur, sá þjóðflokkur sem á rúmri öld stofnaði nýlendur á íslandi og Grænlandi, fann Ame- ríku, stofnaði konungsríki í Rúss- landi, írlandi og Sikiley, og hertoga- dæmi í Normandi, hjálpaði til að reka Tyrki úr Konstantínópel, og fór krossferðir um Miðjarðarhafs- löndin, svo að sjóræningjar urðu að hafa sig á brott þaðan. Á sumrin fóru kapparnir í vík- ing. Og þeir létu sér ekki nægja að marka spor í söguna, þeir færðu hana og i letur. Hin löngu vetrar- kvöld styttu menn sér stundir við að rifja upp og segja frá því, er á dagana hafði drifið á sumrin. Þess- ar frásagnir urðu síðar að dýrmæt- um fjársjóði, fornsögunum. Þessir kappar, eru þó forfeður vorir. Hversvegna eru svo margir sem láta sig það engu máli skifta? Við ættum að vera stoltir af Leifi heppna, eins og af Drake, af Eddu, engu síður en Shakespeare, af Njáls- sögu, engu síður en “Hinni horfnu Paradís. ’’ Á seinni árum hefir þó áhuginn fyrir fornsögunum farið vaxandi, og flestar hafa þær verið þýddar á ensku og margar lesnar í skólum.” Að lokum fer Kelett mjög lof- samlegum orðum um bókina og væntir hann þess, að sem flestir lesi hana. Segir hann, að mönnum gef- ist þarna ágætt tækifri til þess að kynnast fornsögunum, frá dögum Ragnars Loðbrókar til enda Víkinga aldarinnar. Mbl. 3. sept. Kaflar úr sögu Eftir Birkirein. Framh. Þuríður, yngsta bóndadóttirin á bænum varð uppáhald Borghildar. Hún var aðeins ellefu ára. Hún var bráðþroska, dugleg og aðlaðandi. Þær Borghildur fóru eftir hestunum á laugardaginn á undan fyrirhugaðri kirkjuferð. Elín hafði beðið hús- freyjuna á Eyri um söðul og reið- föt handa Borghildi með hestinum, og húsfreyjan varð við þeirri bón og setti ekkert fyrir. Drengur átti að sækja hestana á sunnudagsmorgun- inn, svo Borghildur hafði engar á- hyggjur út af hestláninu eða öðru, er hana vanhagaði til ferðarinnar, nema því að hún gat ekki borgað sextíu auraná að fullú. Það var alt af að gægjast upp í huga hennar einhver sársauki út af tíu aurunum sem eftir voru. Það var eitthvað svo hræðilega aumingja- legt að geta ekki borgað þessa tíu aura. Það var ennþá dýpri sárs- auki heldur en yfir því, að fötin hennar, sparifötin, voru alls ekki eins falleg og hún óskaði. Svo van- hagaði hana um nokkuð af fatnaði, sem ungar stúlkur telja nauðsyn- legt og Borghildi fanst erfitt að vera án. En nú var hún langt frá kaupstað. Þangað var ekki farið frá Nesi nema tvisvar á ári, um það leyti sem Borghildur og annað sumar-vinnufólk kom í þá vinnu og fór úr henni. Og þó aukaferð hefði fallið, þá var Borghildur fémunalaus til þess að eignast þessa hluti, því eins og hún sagði vinstúlku sinni í bréfinu, fékk hún ekkert af sumarkaupi sinu, en árskaupið var henni goldið heimafyrir. Alt þetta vissi Borghildur vel, en samt var fataleysið henni hugraun, en skorturinn á tíeyringnum til hest- gjaldsins var henni þó enn meiri raun. Þær ungu stúlkurnar tifuðu fram dalinn, leiddust og töluðu. Þuriður hélt á uppgerðum snærisspotta í hendinni. “Og þú þorir að taka hestana svona úti á víðavangi,” sagði Borg- hildur og leit spyrjandi á Þuríði. “Já, því ekki það?” Það fór geigur um Borghildi. Brúnka, Kúfa, Gils-Bleik, Tyrfings- Bleikur og Ara-Gráni stigu fram í huga hennar, frá barnsárunum, bít- andi og berjandi. “Eru þeir ekki slægir, þessir hest- ar?” spurði hún Þuríði og horfði á stóðið í dalnum. “Sumir,” sagði Þuríður, og virtist kæra sig kollótta. Pianokensla Mrs. Ragnar Gíslason (átiur Blma Árnason, er nú byrjuð á piano- kenslu að heimili sínu, 763 Mc- Gee Street hér I borg—og æskir íslenzkra viðskifta. “Og bíta?” inti Borghildur. “Sumir gera það nú líka,” svaraði Þuríður, jafn stóisk og áður. Borghildur leit aðdáunar augum á ellefu ára telpuna, með tindrandi, dökkbrún augu og hrafnsvart, þykt hár, og rjótt, hraustlegt og broshýrt andlit, sem lífsgleðin og öryggið skein út úr. “Ertu hrædd við hesta?” spurði hún Borghildi. “Mér er ekkert um að ganga í stóð og taka hesta þar,” ansaði Borghildur brosandi. “Þú stóðst þig svo vel í æfintýr- inu, sem þú komst í á Öldu hans Árna í vor,” sagði Þuríður. “Það var alt annað,” anzaði Borghildur. “Eg get riðið söðluðum hesti full- vel, býst eg við.” Framh. Albert Stephensen " A.T.C.M.—L.A.B. (Pract.) Piano-kennarl Nemandi Eva Clare Heimili—417 FERRY RD. Sfmi 62 337 CARL THORLAKSON úrsmiður Peningar fyrir gamla gull- og silfurmuni, sendir með pðsti um hæl. 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasími 24 141 Steini Vigfússon STE. 14 ALLOWAT COURT Annast um alt, er að aðgerðum á Radios lttur. Airials komið upp fyrir $2.60. Vandað verk. Sann- gjant verð. Sími 39 526. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um aJt, lem a8 flutningum lýtur, sm&um eða atðr- I um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET I Sími 22 780 Distinguished Citizens Judgea, Former Mayora, Noted Educationiata, Editora, Leading Lawyera, Doctors, and many l'rominent Men o1 Affaira—send their Sons and Daughters to the DOMINION BUSINESS COLLEGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after fuli and painstaking enquiry and investigation, select the Dominion Business College as the schooi in which their own sons and daughters are to receive their training for a business career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. The DOMINION BUSINBSS COLLEGE today offers you the best business courses money can buy, and that at a cost that brings it easily within your reach. An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- minion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good investment to secure a Dominion Train- ing—but today, more than ever, it is important that you secure the best obtainable in order to compete worthily in the years to come. Onr Schools arc Located 1. ON THE MAIjIv. 2. ST. JAMES—Corner College and Portage. 3. ST. JOHNS—1308 Main St. 4. ELMWOOD—Comer Kelvin and Mclntosh. JOIN NOW Day and Evening Classes You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect Confidence.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.