Lögberg - 26.10.1933, Qupperneq 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN .26. OKTÓBER, 1933.
BJs. 4
íogberg
OeflB út hvern fimtudag aí
THB OOLVMBIA PREBB LIMITED
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVK.
WINNIPEG, MAN.
Terrð IS.00 tt m áriS—Borgitt fvrirfram
rhe "Lögberg" is printed and published by The Columbia
jPress, Lámited, 695 Sargent Avs., Winnipeg. Manttoba.
PHONE8 80 327—80 328
I Ásbyrgi
Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta,
sá er gisfir t skugga hvns Almáttka,
sá er segir við Drottin: Hæli mitt og
háborg, Guð minn, er eg trúi á!
Sálm. 91, 1-2.
Trúarvitund manns og trúarsæla fá ef
til vill ekki sannari Ibúning í nokkuru fremur
en í táknmyndum skjóls og skýlis. Þær mynd-
ir minna á vernd þá og varSveizlu, þann
óhultleika, sem trúin á almáttugan Gruð veitir
manni.
Svo sem öllum er kunnugt notaði Kristur
öllum lærimeisturum fremur líkingar úr nátt-
úrunni og hversdagslegu lífi til þess að gera
kenningu sína ljósa. Þeim, sem í hans nafni
kenna enn í dag, ætti því ekki einungis að
vera heimilt, heldur og skyldugt, að nota þá
aðferÖ, svo sem þeir hafa þekkingu til, með
aðstoð þess heilaga anda, sem öllum þeim er
fyrirheitinn, sem þjóna vilja Jesú Kristi og
elska sannleikann eins og hann er frá Kristi
kominn.
Hafi maður opin augu, þá eru ótal myndir
í lífinu og nátúrunni, sem túlka fyrir manni
Guð og eiginleika hans; ekki sízt þá mynd
hans og eiginleika, sem lýst er í skáldlegu
máli þess fagra texta, sem vér böfum fyrir oss
nú, myndina af skjólinu og skugganum, þ. e.
af vernd og varðveizlu, hins eilífa Guðs.
Ein sú mynd skjóls og skugga og ímynd
guðlegrar verndar og varðveizlu, bar fyrir
augu mín í sumar heima á ættjörð vorri. Að
sumu leyti fanst mér það einkennilegasti og
merkilegasti staðurinn, sem eg sá á Islandi.
Það var Ásbyrgi í Kelduhverfi í Norður-
Þingeyjarsýslu. Eg hafði hugsað gott til að
koma á þann þjóðkunna stað. Þó reyndist
liann mér enn tilkomumeiri, en eg hafði gert
mér í hugarlund, enda var veður gott þann
dag, en náttúrudýrð Islands á alt sitt jafnan
undir veðrinu.
Upp frá hafinu í Axarfirði liggur lítil
slétta upp að hárri hæð. Þar inn í hæðina
gengur byrgið. Það er opið að framan á tvo
vegu beint af jafnsléttunni, en milli opanna
tveggja er hamar, breiður og í lagi sem
tunga, og gengur nær alla leið inn í byrgið, og
skerst þar nokkuð í odda inst. Er því ekki
unt að komast í byrgiÖ nema í opunum beggja
vegna þessarar hamar-tungu. Byrgið sjálft er
afarstórt, svo það er um þriggja klukku-
stunda ganga með fram veggjum þess að inn-
an, en byrgið er í lagi sem skeifa. Veggirnir
eru þráðbeinir upp eins og húsveggir og afar
háir. Fróður maður á Islandi sagði mér, að
eftir mælingu Þorvalds Thoroddsens væru
veggirnir sex hundruð feta háir, en veggir
tungunnar, eða eyjarinnar, sem liggur inn í
byrgiÖ, 450 feta háir. Svo er lögun byrgisins
reglubundin, að ætla mætti að það væri gert
eftir nákvæmri teikningu. Jarðarflöturinn
inni í byrginu er grasivaxinn og með blettum
vaxinn lágum en þykkum skógi. Inst í byrg-
inu er lítil vatnstjöm. Eitt af því, sem mað-
ur undrast yfir í Ásbyrgi, er bergmáliÖ. Við
skemtum okkur við að tala og kalla og láta
hamrana bera hljóðið um alt byrgið og skila
okkur því svo aftur að augnabliki liðnu með
margföldum krafti. Það var áreiðanlega
eitthvað í því byrgi, sem heyrði alt, sem við
hugsuðum og sögðum, að mér fanst. Ekki
síður fanst manni mikið til þess koma, hvílíkt
skjói var í byrginu, og hvílík vemd fyrir öll-
um voða. Þangað gátu engir stormar komist,
hve hvast sem úti var; og manni datt í hug
hvílíkt vígi þetta byrgi gæti veriÖ. Þúsundir
manna gætu hafst við í byrginu og fáeinir
menn gætu varið vígið í opur.um að framan
beggja megin tungunnar.
Það er ekki að furða þó skáldleg þjóðtrú
Islendinga hafi g>ert sér mikið efni úr þessu
landsins einu mesta furðuverki. Frá aldaöðli
hefir þjóðin séð eitthvað guðdómlegt við Ás-
byrgi. Fyrir því varð þá til sú úrlausn á
myndun byrgisins þegar í forneskju, að hinn
æðsti guð, Óðinn, hefði farið loftförum yfir
landið, ríðandi hestinum Sleipni, og er hann
bar þar yfir hæðina, þá hafi Sleipnir spyrnt
einum fæti í byrgið og sé Ásbyrgi hófspor
Sleipnis, enda verður byrginu ekki við annað
betur líkt en hestshóf, að því er lögun þess
snertir, en svo djúpt spor sézt ekki nema þar
sem guðdómurinn sjálfur hefir farið um.
Þessa snjöllu þjóðsögn tekur Einar skáld
Benediktsson upp í sitt tröllaukna, ágæta
kvæði um Ásbýrgi.
Margt fleira hafa skáld og listamenn les-
ið út úr Ásbyrgi. Enda hefir einn hinna
yngstu listmálara íslenzkra, ásamt konu sinni
danskri, sem og er listmálari, nú gert sér bæ
rétt fyrir utan mynnið á Ásbyrgi. Þar hafa
þau verkstöð sína, með Ásbyrgi fyrir augum
hvern sólskinsdag, og mála þar myndir sínar
af handaverkum Guðs eins og þau sýna sig
víða í íslenzkri náttúru.
Þá má heldur ekki gleyma “Bergkonunni
í Ásbyrgi,” sem Knútur Arngrímsson hefir
nýlega gert ódauðlega með listfengri ritgerð
um hana. Það er upp á hamarsbrún á einum
stað, að í berginu myndast líkneski, sem af
konu, er krýpur á bæn, fórnar höndum upp til
himjins og lofar Drottiin. Segir höfundur
þeirrar fögru ritsmíðar, að þar hafi hún
kropið frá aldaöðli og beðið fyrir börnum
landsins, og þó allar tungur þagni og í engri
kirkju verði lofsungið Guði, þá muni berg-
konan í Ásbyrgi halda áfram meðan heimur
stendur, að lofa Drottin skapara og föður alls
sem er.
Eg hefi þegar vikið aÖ því, að þetta hið
einkennilega byrgi, sem náttúran hefir tilbú-
ið á norðanverðu Islandi, geti verið manni
ímynd trúarinnar á almáttugan Guð. Trúin
er ef til vill um fram alt byrgi, andlegt skjól
og skýli. Trúin er meðvitund um það, að til
séu háir og óvinnanlegir verndarmúrar um-
hverfis mann á alla vegu; að guðdómlegur
máttur og guðdómleg náð byrgi mann alt um
kring. Við sjáum ekki þessa bergveggi guð-
legrar verndar með augum líkamaas, því köll-
um við það trú, en ekki sjón. Trúin er þó
sjón sálarinnar, augu andans. Því miður er
sjón andans, trúin, döpur mjög hjá mörgum,
svo þeir sjá ekki vemdarmúra þá, er Drottinn
hefir gera látið kring um alla menn. Um það
má finna dæmi í GyÖinga-sögunni, í einu rit-
inu í gamla testamentinu, (II. Kon. 6). Það
var á dögum spámannsins Elísa. Þá herjuðu
Sýrlendingar á Israelsmenn. Fyrirsátr Sýr-
lendinga fór forgörðum fyrir þá sök, að guðs-
maÖurinn Elíza sá alla ráðagerð Sýrlendinga
og gerði ísraels konungi aÖvart, svo hann
fékk jafnan um flúið fyrirsát óvinanna. AS
þessu komst Sýrlands konungur og sendi her-
sveit mikla til þorpsins, þar sem Elíza hafðist
við, til þess að handtaka hann og ráða af
dögum. Hafði herlnn slegið hring um þorp-
ið, með hestum og vögnum, er Elíza kom út
um morguninn. Ekki var annað manna með
Elíza, en þjónustusveinn hans einn saman.
Varð sveinninn afar-hræddur, er hann sá alt
það óvinalið og sagði við spámanninn: “Ó,
herra minn! hvað eigum við nú til bragðs að
taka?” Elíza svaraði rólegur: “Óttast þú
ekki, því fleiri eru þeir, sem með okkur eru,
en þeir, sem með þeim eru.” Og Elíza gerði
bæn sína til Drottins og bað: “Drottinn,
opna þú augu sveinsins.” Sá sveinninn þá,
að fjallið var alþakið hestum og eldlegum
vögnum hringinn í kring um Elíza.—Enda
fengu ekki óvinirnir sótt hann.
Þetta er rétt og sönn dæmisaga um ósýni-
lega varðveizlu Guðs, þó vér, sjóndaprir, ekki
ætíð sjáum hana.
Munum vér ekki margir vera í sporum
hins sjóndapra sveins, og öllum vera þess
þörf, að helgir andar og spámenn Guðs biðji
fyrir oss, að augu vor opnist og vér sjáum
þær varnir, sem Guð hefir hlaðið hringinn í
kring um oss?
Þegar eg var staddur í Ásbyrgi fór sú
fjarstæða um huga minn, að eg óskaði, að
allir Islendingar væri komnir til mín þar í
byrgiÖ og eg mætti blessa þar yfir þá ofan af
hamrinum. E|n þetta var hvorki villa né fjar-
stæða. Guð hefir t. d. safnað oss hér í miklu
veglegra og traustara byrgi en- Ásbyrgi-
Kirkjan okkar er ennþá dýrlegra byrgi. Hún
er ekki hóffar hestsins Sleipnis, heldur handa-
verk Jesú Krists. Kirkjan okkar er byrgi
trúarinnar á Drottins náð.
Það víkur nú mörgu við á þá leið, að fáir
streystast til að vera úti um þessar mundir
án skjóls eða skýlis. Það er farið að verða
næðingasamt tíðarfarið um þessar mundir.
Vér verðum að leita skjóls í stormum, sem nú
ganga. Guð hefir gefið oss skjól, byrgi trú-
arinnar, til að hafast við í, og við ættum nú
að geta metið byrgið og verið þakklát fyrir
það.
Eg mintist á, hve vel heyrðist í Asbyrgi
og bergmálið væri dásamlegt þar. Þó heyrist
miklu betur hér í byrgi trúarinnar og hér fær
andvarp sérhvers hjarta bergmál. Guð heyrir
alt sem sagt er og Guð bænheyrir oss í byrg-
inu. Það ætti sannarlega að vera þá um fram
alt, þegar vinir Jesú safnast saman í byrgi
heilagrar kirkju hans, að þau orð um Guð
himnanna reynast sönn:
“Hann heyrir stormsins hörpuslátt,
hann heyrir barnsins andardrátt,
hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.”
Er sá nokkur hlutur, sem vér
þörfnumst jafn mjög, nú þegar
haustar, á margan hátt haustar, eins
og að flytja oss í anda inn í byrgi—
inn í byrgi lifandi trúar á náð og
aðstoð hins eilifa Guðs?
Trúin er Ásbyrgi Guðs.
Drottinn vor Jesús Kristúr flutti
oftar en einu sinni ræðu um byrgið.
Einu sinni mintist hann sérstaklega
á byrgið sem sauðabyrgi. Hann
hugsaði sér alla 'njörð sína saman-
komna í eitt og sama skjól, eitt og
sama byrgi, þar sem ekkert grandaði
henni að eilífu. Og byrgið það var
“Faðir vor, þú sem ert á himnum,
helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki,
verði þinn vilji.” Hann gat þess um
leið, að dyrnar að þessu örugga og
unaðsríka byrgi trúarinnar væri
sjálfur hann. Hann hefir gert anda
sinn að opnum dyrum að byrgi hins
eilífa hjálpræðis. Einungis í Jesú
nafni fáum vér gengið inn í byrgið.
Guð hefir af náð sinni, þrátt fyr-
ir syndir okkar, safnað okkur í byrgi
kirkju sinnar. Vort byrgi er ekki
eina byrgið. Kristur segir: “Eg á
aðra sauði, sem ekki eru af þessu
sauðabyrgi, þá ber mér og að leiða.”
Og um síðir mun (á himnum) verða
ein hjörð og einn hirðir.
Það er þakkarefni mikið, að vér
svo mörg megum hafast við í þessu
byrgi hvert með öðru; í sameigin-
legri trú njóta hér verndar og bless-
unar Drottins og hvert meS öðru í
lífi og dauða huggast og styrkjast af
orði Guðs og sakramentum. í þess-
ari kirkju skulum vér láta bænir
vorar berast út um byrgið og berg-
mála upp í himin Guðs. Sérstak-
lega ættum vér öllað kosta kapps um
það, meðan vér dveljum hér í jarð-
nesku sauðabyrgi guðlegrar náðar-
innar, að við verðum aldrei hvert
öðru til ama eða óyndis, heldur leit-
umst við í öllu að aðstoða hvert ann-
að og vera hvert öðru til gleði, eins
'Og við erum öll skirð sömu skírn til
lifandi vonar fyrir upprisu Krists
frá dauðum, og til trúar á einn Guð
og föður, sem er yfir öllu, um alt,
og í öllum.
Vér skulum þá öll á ný halda, í
sönnum anda Drottins Jesú, heim-
komu-hátíð í voru kæra safnaðar-
byrgi, koma með nýjum eSa aukn-
um fögnuði, mitt 1 erfiðleikum vor-
um og stríði, inn í byrgi barnslegrar
trúar á vernd Guðs og varðveizlu.
Vitandi það, að Drottinn er hæli
vort og háborg, skulum vér hvila
hér sæl í skjóli hins hæsta og skugga
hins almáttka, og í byrginu því bera
fram allar vorar óskir og bænir eins
og barn við föðurkné. Það heyrist
svo vel í byrginu.
“Bjargið alda, borgin mín,
byrg þú mig í skjóli þín.”
—B. B. J.
Systkina-myndir
í blaðinu “Kveldroði” sem gefið
hefir verið út í stúkunni “Skuld”
hafa birst tíu (io) ritgerðir með
þessafi yfirskrift. Er þaS lýsing á
nokkrum stúkusystkinum. Hér
birtist dálítill partur úr einni rit-
gerðinni: þeirri sem lýsir Gunnlaugi
Jóhannssyni.
Bróðir Gunnlaugur Jóhannsson
Þegar eg kom frá íslandi—siðan
eru 34 ár,—þá hélt eg fyrst til á
Ross Ave., hjá Erlendi Gíslasyni og
konu hans. Fyrsta morguninn, sem
eg var þar, sá eg hvar maður kom á
hjóli að dyrunum. Hann steig nið-
ur af hjólinu og reisti það upp við
girðinguna; síðan gekk hann rak-
leiðis inn í hús og beint inn í eldhús-
ið til húsfreyjunnar:
“Komdu blessuð, góða!” sagði
hann: “Hvað get eg gert fyrir þig
i morgun?”
Og um leiö og hann sagði þetta
tók hann bók upp úr vasa sínum
og ritblý, sem hann geymdi á bak
við eyrað:
“Svo þij geymir þarna blýantinn !”
sagði Erlendur; hann var líka í eld-
húsinu.
“Já, eg hefi venjuíega eitthvað á
bak við eyrað þegar eg kem að
finna húsmóðurina hérna!” svaraði
maðurinn: “Jæja, hvað vantar þig
nú í morgun, heillin. góð?” Svo
hélt hann áfram og svaraði sjálfum
sér með því að geta til: “Þig vant-
ar sápu, brauð, sykur, kaffi, grjón?”
Eg sat á stól í næsta herbergi,
dyrnar voru opnar og eg horfði og
hlustaði á manninn. Mér fanst hann
eitthvað einkennilegur: óvenjulega
mikið sólskin í andlitinu; einkenni-
leg gletni í augunum.
Svo gekk eg inn í eldhúsið og liús-
móðirin kynti mig þessum manni.
Hann hét Gunnlaugur Jóhannsson
og vann við það að fara hús úr húsi
til þess að finna allar húsmæður á
hverjum degi og fá hjá þeim pant-
anir fyrir matvælum og öðrum nauð-
synjum.
“Þú ert nýkominn frá íslandi,
góði?” sagði maðurinn við mig.—
Eg játti því.
“Eg heyri sagt að þú hafir verið
í Goodtemplarafélaginu heima. Við
Iiöfum Goomtemplarafélagsskap
hérna. Það er fundur á morgun, eg
skal bera þig upp.”
“Hvað heitir stúkan hérna?”
spurði eg.
“Hún heitir Skuld. Eg skal bera
þig upp; þú heldur til hérna, ekki
satt? Eg skal sækja þig og vísa
þér leiðina. Þú ert ókunnugur. Það
er nú reyndar önnur stúka hérna
líka, hún heitir Hekla, en mín stúka
heitir Skuld, og eg vona að þú kom-
ir i hana.”
“Getur vel skeð,” svaraði eg.
Svo kvaddi maðurinn. Hann tók
svo þétt í hendina á mér að hann
dauðmeiddi mig og horfði svo fast
framan i mig, að eg varð feiminn.
“Vertu blessaður á meðan,” sagði
hann. Eg kem og tek þig með mér
annað kveld; það er afgert!”—Og
svo fór hann út, snaraði sér upp á
hjólhestinn og þaut af stað.
Hann var skrítinn, þessi maður:
lágur og gildur, hálsstuttur og herða-
mikill, gullhærður og dálítið gys-
hærður með gult yfirvararskegg all-
mikið. Hörundið var hreint og lit-
fagurt, eins og á ungri stúlku; enn-
ið rnikiö og kollvikin stór, tennurn-
ar hvítar eins og íílabein, nefið hátt
og fremur stórt; augun blágrá og
gletnisleg.
Eg virti manninn fyrir mér í hug-
anum eftir að hann var farinn. Mér
fanst það alveg áreiðanlegt að hann
hlyti að geta dáleitt konurnar til þess
að panta hjá sér vörur, hvort sem
þær þyrftu þeirra eða ekki, tvo
tungumjúkur var hann og talliðug-
ur. Eg mintist þess að eg hafði ein-
hversstaðar lesið það aö engill kom
til jarðarinnar um hávetur og þíddi
alt með brosi hvar sem hann fór.
Þannig fanst mér þessi maður vera.
Og Gunnlaugur kom næsta kvöld
eins og hann hafði sagt og sótti
mig. Eg gekk inn í stúkuna og hefi
verið þar síðan.
Þrjátíu og f jögur ár! Það er
langur tími. Á þeim tíma hefir
margt skeð og margt breyzt. Gleði-
gyðjan hefir stundum leitt inn í
stúkuna heila hópa nýrra systkina,
sem miklum fögnuði hafa valdið.
Og áreiöanlega hefir enginn borið
upp fleiri en bróðir Jóhannsson.
Stundum hefir, á þessum tíma, bróð-
ir eða systir fallið í valinn, eftir
langa og dygga starfstíð. Stund-
um hafa menn brugðist heitum sín-
um og gengið í her óvinanna. Stund-
um hefir í félaginu ríkt friður og
eining; stundum styrjöld og stríð.
En eitt er það, sem aldrei hefir
breyzt: það er stefna, starf og á-
hugi Gunnlaugs Jóhannssonar í
stúkunni Skuld. Þar er ekkert em-
bætti til, sem hann hefir ekki skip-
að. Þar hefir aldrei verið mál til
umræðu, sem hann hefir ekki tekið
þátt í.
Gunnlaugur Jóhannsson er áreiö-
anlega einkennilegasti maður, sem
íslendingar eiga hér í álfu að ýmsu
leyti. Þegar maður horfir á hann
áður en maður þekkir hann, hlýtur
manni að detta í hug óráðið veður.
Ómöuglegt að láta sér detta í hug
hvernig hann sé í raun og veru.
Andlega birtan, sem breiðist yfir
ásjónu hans. Þessi einkar-vingjarn-
legi málrómur minnir mann á verm-
andi vor og sólbjart sumar ; en at-
rennurnar þegar hann hamast bind-
indismálinu til stuðnings bregður
upp mynd hins norræna Þórs í ham-
förum. Þetta kont bezt fram þegar
byrjað var á byggingu Goodtempl-
arahússins. Þá fór hann margar
| ferðir á hjólinu sínu til fjársöfn-
unar.
Þegar hann kom einhversstaðar í
þeim erindum að fá pantanir fyrir
vörur, endaði hann æfinlega með
því að draga skjal upp úr vasa sín-
umogsegja: “Hefir þú séð þetta?
Kannske einhver hafi sýnt þér það?
ef ekki þá væri eins gott fyrir þig
að setja nafnið þitt hérna—þó það
væri ekki nema fyrir $2 eða $3, þá
er hjálp að því. Kornið fyllir mælir-
inn og eg sé marga.”
Og það var ekki ofsögum sagt;
hann sá marga og gleymdi aldrei að
sýna skjalið. Hann safnaði afar-
miklu fé fyrir húsbygginguna.
Starf Gunnlaugs í Goodtemplara-
félaginu hefir verið stöðugt og mik-
ið; hann hefir helgað því mikla
krafta; stúkan Skuld á honum mik.
ið að þakka.
En svo er nú líka þess að gæta
að hann hefir fengið starfið býsna
vel borgað. Eins og þið vitið er
hann kvæntur. Hér í fyrri daga
þegar eg þekti hann var hann konu-
laus, en Skuld launaði honum starf-
iö og staðfestuna með því að gefa
honum dóttur sína—og ekki þá lök-
ustu.—Guðrún Jóhannsson er ein
hinna allra trúustu meðal systranna.
Gunnlaugur fór ekki að eins og
margir aðrir, sem staðf esta ráð sitt;
sumir þeirra sýndust hafa komið
þangað aðeins til þess að fá sér
konuefni, farið svo burt með þær,
og komið aldrei aftur—þau hjónin
sitja svo að segja hvern einasta
fund.
Hefði Gunnlaugur Jóhannsson
aldrei veriö í félaginu hefði saga
þess verið alt önnur en hún er; þar
hefðu þá verið færri fjörkippirnir.
Þessar stökur voru einu sinni gerð-
ar um hann:
lnn í sál og anda manns
eins og neistar flóu,
ótal fyndin orðin hans,
allir skellihlógu.
Inn í salinn birtu bar
—býsna glettinn stundum;
ef hann kæmi aldrei þar
yrði dauft á fundum.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Bókaútgáfa
Eevin og Munksgaards
I ár gefur E. Munksgaard í Kaup-
mannahöfn út bækur á eigi færri en
tíu tungumálum: dönsku, íslenzku,
noviölsku, ensku, frönsku, þýsku,
latinu, fornfrönsku, grisku og he-
bresku.
Af íslenzku bókunum má nefna
Ijósmyndaútgáfu af Guðspjallabók
Ólafs biskups Hjaltasonar. Sér dr.
Sigurður prófessor Nordal um út-
gáfuna, en dr. Halldór Hermanns-
son ritar formála að henni. Þá kem-
ur ljósmyndaútgáfa af handriti
Möðruvallabókar og ritar dr. Einar
Ólafur Sveinsson formála fyrir
henni á ensku. Þá er ný íslenzk
bókmentasaga eftir dr. Jón prófessor
Helgason. Og svo kemur útgáfa
af Flora of Iceland and the Færoes,
sem prófessor C. E. H. Ostenfeld
hafði ritað. Sér magister Johs.
Gröntved um þá útgáfu. Ennfrem-
ur gefur Munksgaard út nokkur
hefti með myndum af íslenzkum út-
saum ( kross-saum ).
30.000 Gyðingar hafa yfirgcfið
Þýskaland.
Á Gyðingafundi þeim, er hald-
inn var í Prag, kom það í Jjós, að
um 30,000 Gyðingar heföu farið frá
Þýskalandi. Af þeim hafa 2,500
flúið til Belgíu, 700—800 til Dan-
merkur, 2,500 til Englands, 5,000
til Frakklands, 3,000 til Hollands,
100 til Italíu, 5,000 til Luxemburg,
750 til Austurríkis, 4,000 til Pól-
lands, 1,000 til Tjekkóslóvakíu.
Drengur í Stokkhólmi hefir búið
til fiðlu úr eldspýtum, sem hann
límdi saman. Hann notaði 3,966
eldspýtur í fiðluna og var hálfan
annan mánuð að búa hana til. Fiðl-
an kvað hafa hreinan og fallegan
tón.