Lögberg - 26.10.1933, Síða 8
Bls. 8
LOGBERjG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1933.
Ur bœnum og grendinni
G. T. sjiil og dans á hverjum
þriÖju- og föstudegi í I.O.G.T.
húsinu, Saigent Ave. Byrjar stund-
víslega kl. 8.30 að kvöldinu. $20.00
og $23.00 i verÖlaun. Gowler’s Or-
chestra.
Séra Jóhann Bjarnason býst við
að messa i Piney, sunnudaginn þ.
5. nóv., kí 2 e. h. Fólk þar í bygð
er beðið að láta fregn þessa berast
um bygðina og að fjölmenna við
messuna.
Messur í Gimli prestakalli, næsta
sunnudag, þ. 29. október, eru fyrir-
hugaðar þannig, að morgunmessa
, verður í gamalmennaheimilinu Betel
kl. 9.30 f. h., síðdegismessa í kirkju
Árnessafnaðar kl. 2 e. h., og kvöld-
messa í kirkju Gimlihafnaðar kl. 7.
Um þetta hefir áður verið getið.
Fólk er beðið að veita þessu athygli
og að fjölmenna við messurnar. —
Það borgar sig fyrir ykkur að
finna Halldór Svvan á vinnustofu
sinni áður en þið setjið ytri glugg-
ana á hús ykkar.
Heklufundur í kvöld, fimtudag.
Gefin saman í hjónaband, af sr.
Sigurði Ólafssyni í Árborg, Man.,
þann 18. þ. m., Einar B. Einarsson,
frá Selkirk, Man., og Ingibjörg
Júlíana Sigurdur, frá Winnipeg.
Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs.
Thorsteinn J. Sigurdur í Höfn, við
Camp Morton, Man., en brúðgum-
inn er sonur Báröar Einarssonar,
er fyr bjó í Árnes-bygð norðan-
verðri, eii'nú er búsettur í Selkirk,
Man., og Guðrúnar Þorleifsdóttur,
eiginkonu hans, sem nú er löngu
látin. Framtíðarheimili ungu hjón-
anna verður við Camp Morton,
Man.
Mr. Fred Friðgeirsson frá Los
Angeles, Cal., var staddur í borg-
inni í vikunni sem leið. Er hann
sonur Mr. og Mrs. Ásgeir FriS-
geirsson, er alllengi hafa verið bú-
sett þar syðra.
Islendingar í Norður-Dakota eru
beðnir að muna eftir samsöng Karla-
kórs íslendinga í Winnipeg, undir
stjórn Brynjólfs Þorlákssonar að
Mountain, N. Dak., sunnudaginn
29 okt., næstkomandi, kl. 3 e. h. Á
þessari samkomu gefst Norður-
Dakota búum tækifæri að kveðja
hinn ágæta söngstjóra Karlakórsins,
Brynjólf Þorláksson, áður en hann
leggur á stað til Islands upp úr
næstu mánaðarmótum.
Á samkomu þessari skemtir einn-
ig P. S. Pálsson með gamanvísum.
Til almennings
Eins og áður var auglýst, heldur
kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar sam-
komu í dag, fimtudaginn 26. þ. m.
í fundarsal kirkjunnar til arðs fyrir
söfnuðinn. Félagið hefir þar margt
ágæti til sölu, svo íem kaffi og
heimatilbúinn mat, rúllupylsu, lifr-
arpylsu og alls konar kökur og
brauð, sætt og ósætt. Allskonar sæt-
indi (candy) fyrir unglingana. Einn-
j ig verða þar ýmsir munir seldir við
J mjög vægu verði. I mörg undanfar-
| in ár hefir þetta félag haft um þetta
leyti á haustin “Bazaar” og hefir
fólk alment hlakkað til þeirrar
stundar. Það er æfinlega ánægja að
koma á slíka staði, því þar á maður
Guðsþjónusta boðast í kirkju
Konkordíu safnaðar sunnudaginn þ.
5. nóvember á vanalegum tíma dags.
víst að hitta kunningja sína. Þessi
samkoma verður nú haldin í stað-
inn fyrir hinn árlega haust “Bazaar”
og verður í líku formi. Það verður
reynt að láta fólk, sem kemur, ekki
verða fyrir vonbrigðum. Skemtanir
af ýmsu tægi fara þar fram, eftir
kl. 4 seinni part dagsins, og eftir kl.
9 að kveldinu. Byrjað verður að
taka á móti gestum kl. 3 eftir há-
degi og kl. 8 að kveldinu. Komið
allir og fáið kaffi og hlýtt handtak
og skemtið ykkur.
Dr. A. V. Johnson verður stadd-
ur í Riverton á þriðjudaginn þann
31- >• m.
Notið Swan súgræmur.
Skák og Bridge
Þriðjudagskvöldið þann 17. þessa
mánaðar var ánægjulega fjölment i
Jóns Bjarnasonar skóla. Yfir fjöru-
tíu taflmenn voru mættir þar til að
skemta sér við skák. Áður en sezt
var niður að tefla, voru skákþrautir
settar upp fyrir skákmennina að
glíma við og var það góð tilbreytni
og ágæt skemtun. Skólinn verður
opinn til skák-iðkana á hverju
þriðjudagskvöldi í allan vetur, og
þeir, sem 'hafa ánægju af skák og
vilja verja tímanum vel, ættu ekki
að gleyma þessu kvöldi. Allir vel-
komnir, hvort sem þeir kunna mik-
ið eða lítið. Á fimtudagskvöldum
verður spilað “contract bridge.”
Gleymið ekki! Komið og skemtið
ykkur við “bridge” og skák; þeirri
stund er vel varið.
Mr. og Mrs. J. J. Bíldfell, Mrs.
J. McRae og sonur hennar, lögðu af
stað suður til Detroit síðastliðinn
mánudag, og dvelja þar vetrarlangt.
Yngri deild kvenfélags Fyrsta
lúterska safnaðar efnir til spila-
kvelds, Bridge, í Goodtemplarahús-
inu aðra vikuna í nóvembermánuði
næstkomandi. Nánar auglýst í næsta
blaði. --------
Mrs. C. O. L. Chiswell frá Gimli,
var stödd í borginni í vikunni sem
leið. -------
Síðastliðinn fimtudag kom Mr.
A. S. Bardal útfararstjóri heim úr
Norðurálfuför. Sat hann hástúku-
þing Goodtemplara, er háð var í
Hollandi. Þaðan fór hann til Is-
lands og dvaldi heima um hríð, fór
í fjallgöngur í sínu forna bygðar-
lagi og heimsótti fjölda vina. Mr.
Bardal lét hið bezta af förinni.
Dr. Tweed verður í Árborg á
fimtudaginn þann 2. nóvember
næstkomandi, en á Gimli þann 3.
Mrs. Ása Kristjánson frá Wyn-
yard, Sask., var stödd í borginni
fyrri part yfirstandandi viku. Kom
hún sunnan frá Chicago, þar sem
hún hafði dvalið um hríð hjá syni
sínum.
Dr. B. J. Brandson, kom heim
sunnan frá Chicago síðari part vik-
unnar sem leið, ásamt frú sinni.
Hafði Dr. Brandson setið fjölment
læknaþing, er háð var þar í borg-
inni.
Erindi það, “íslenzkt þjóðlíf—
eins og það kom mér fyrir sjónir,”
er Dr. Björn B. Jónsson flutti í
Fyrstu lútersku kirkju síðastliðið
þriðjudagskveld var snildarlega
samið og þrungið af margskonar
fróðleik. Var þvi skift í fjóra
kafla: Hinn fyrsti um íslenzkt
stjórnarfar, annar um f járhag þjóð-
arinnar, þriðji um menning hennar
og sá fjórði um andlegt líf hennar.
Vel bar Dr. Björn þjóðinni söguna,
án þess þó að draga f jöður yfir það,
er honum þótti ábótavant.
Væntir Lögberg þess að geta birt
erindi þetta við fyrstu hentugleika.
Með söng og hljóðfæraslætti
skemtu þeir Mr. Paul Bardal og Mr.
Frank Thorolfson. Mr. Fred
Bjarnason þakkaði Dr. Birni fyrir
hönd karlaklúbbs safnaðarins þetta
ágæta erindi. ------
Gjafir til Betel
Gudmund S. Peterson, Minne-
ota, Minn...................$5-°°
Mrs. Gus. Anderson,
Pikes Peak.................. 3.00
Innilega þakkað,
/. Jóhannesson, féh.
675 McDermot Ave., Wpg.
Fimtudaginn þ. 19. þ. m. lést að
heimili sonar síns, séra S. S. Christo-
pherssonar, konan Helga J. Christo-
phersson. Likið verður flutt til
Argylebygðar til greftrunar.
Sparið peninga
með því að nota
Lignite Coal
Dominion Lump ...$6.25
Dominion Cobble..$6.25
McCurdy Supply
Company Limited
49 NOTRE DAME E.
Phones: 94 309—94 300
Leikflokkur, er samanstendur af
fólki úr Framnesbygð, hefir nýlega
leikið þar “Dóttir Fangans” við góð-
an orðstír, og hefir góðfúslega gef-
ið kost á sér að sýna nefndan leik,
til arðs fyrir Árdalssöfnuð í Ár-
borg, þann 27. okt. í Goodtemplara-
húsinu þar.
“Sjálfsvernd er ýmsum í brjóst
lagin, er ekki verðskulda hana.”
Firth Bros.
Yflrhafnir, nýjar f Winnipeg,
$19.50, $21.50
og yíir
hver um sig frá 45.00 til $10.00
meira virði. Kostar ekkert að
skoða þær.
ósótt föt og yfij-hafnir $2 5.00 til
$35.00 vjrðj fyrir
$15.00
Reynið Firth Bros. handsaumuð
Budget alfatnaði á
$18.50
Firth Bros. Ltd.
ROY TOBEY, Manager
417 % PORTAGE AVE.
Sími 22 282
Akjósanlegt eldsneyti í kvaða veðri sem er
MONOGRAM COAL
Lump or Cobble $5.50
Stove...............$4.75
Ekkert aukreytis fyrir kol þó þau sé í pokum
WOOD’S COAL COMPANY, LTD.
590 Pembina Highway
45 262 - PHONE - 49 192
West End Order Office:
W. Morris, 679 Sargent Avenue
PHONE 29 277
KOL 0G VIÐUR
Allar tegundir af kolum og við. Beztu tegundir hugsanlegar,
og hvergi betra verð. Margra ára reynsla hefir fært fólki heim
sanninn um gæðin.
HALLIDAY BROS., LIMITED
342 PORTAGE AVE.—PHONE 25 337
JOHN OLAFSSON, umboðsmaður
Heimili: 250 Garfield St.—Sími 31 783
Swan Weatherstrip
fyrir hurðir og glugga
Swan Manufacturing Co.
637 SARGENT Ave., Vinnustofa 579 ELLICE AVE.
Phone: 80 667
Kveðjuhljómleikar
Brynjólfs Þorlákssonar
í Fyrstu lútersku kirkju
MIÐVIKUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1933
Klukkan 8.15 e. h.
1. O Canada
Ó Guð vors lands
2. Ávarp frá vestur-íslenzkri æsku.....E. P. Johnson
flutt af Lilju Johnson
3. Kvennakór—
(a) Hið blíða vor .....................Schulz
(b) Þegar blómin brosa.........Luise Reichardt
(c) Sofðu vært mín væna............Wetterling
(d) Evening Shadows.....................Ricchi
4. Violin Solo—
Lament from Esther ..............Handel-Flesch
Scherzo Tarantelle..................Wieniawski
Miss Pearl Palmason
5. Karlakór—
(a) Þú álfu vorrar yngsta land....S. Einarsson
(b) Flyt mig heim (sóló og kór).....F. Backer
(c) Tárið..............................R. Bay
(d) Landsýn (sóló og kór) ............E. Grieg
Sólórnar syiigur Mr. P. Bardal
6. Vocal Solo—
(a) “One Fine Day”—From Madame Butterfly. ...
...............................Puccini
(b) All Soul’s Day ...................Strauss
(c) Dedication ......................Schumann
Mrs. B. H. Olson
7- Instrumental Quintette—
Quintette (ist movement) — Ant. Dvorák, op. 81
for piano, 2 violins, viola and violoncello. s
Snjólaug Sigurdson, Pálmi Pálmason, Pearl Pálmason
Michael Batenchuch, Henri Benoist.
8. Blandaður kór—
(a) Ó fögur er vor fósturjörð
(b) Morgunsöngur ....................... Gade
Aðgangur 40C fyrir fullorðna, 25C fyrir börn.
ELDGAMLA ÍSAFOLD GOD S4VE THE KING
EF VIÐ BREGÐ
UMST ÞEIM
Hvað tekur þá við ?
Gleymið ekki grímudansinum í
G. T. húsinu á “Halloween,” þriðju-
daginn 31. þ. m.—Sérstök peninga-
verðlaun veitt fyrir búninga, auk
venjulegra spilaverðlauna. Fyrirtaks
skemtun!
Sunnudaginn 29. október messar
séra H. Sigmar í Péturskirkju kl.
11 f. h.
Mr. og Mrs. M. M. Jónasson og
Miss Ingveldur Kristjánsson frá
Árborg, voru stödd i borginni á
þriðjudaginn.
HEMSTITCHING
leyst af hendi flótt og vel. Pant-
anir utan af landi afgreiddar með
mjög litlum fyrirvara. 5c | yardið
Helga Goodman
809 ST. PAUL AVE., Winnipeg
(áður við Rose Hemstitching)
CARL THORLAKSON
úrsmiður
Peningar fyrir gamla gull- og
silfurmuni, sendir með pósti um
hæl.
699 Sargent Ave., Winnipeg
Heimaslmi 24 141
Steini Vigfússon
STE. 14 ALLOWAY COURT
Annast um alt, er að aðgerðum
á Radios lltur. Airials komið upp
fyrir $2.50. Vandað verk. Sann-
gjant verð. Slmi 39 526.
Jakob F ■ Bj arnason
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða atór-
um. Hvergi sanngjarnara verð.
Heimili: 762 VICTOR STREET
Slmi: 24 500
Distinguishcd Citizens
Judges, Former Mayors, Noted Educattonists, Editors, Leading
La-.cyers, Doctors, and many I'rominent Men of Affairs—send their
8ons and Daughters to the
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
When men and womén of keen discernment and sound judgement,
after 'full and painstaking énquiry and investigation, select the
Dominion Business College as the school in which their own sons
and daughters are to receive their trai.ning for a businehs career,
it can be taken for granted that they considered the many ad-
vantages offered by the Dominion were too important to be over-
looked. '
The DOMINION BUSINESS COLLEGE
today offers you the best business courses money can buy, and that
at a cost that brings it easily within your reach.
An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It
is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do-
minion Training that singles one out for promotion in any modern
business office.
It has always been a good investment to secure a Dominion Train-
ing—but today, more than ever, it is important that you secure
the best obtainable in order to compete worthily in the years to
come.
Oar Schools are Located
1. ON TIIE MAiiD.
2. ST. JAMES—Corner
Coilege and Portage.
3. ST. JOHNS—1308 Main St.
4. ELMWOOD—Comer
Kelvin and Mclntosh.
JOIN NOW
Day and Evening Classes
You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect
Confidence.