Lögberg


Lögberg - 26.10.1933, Qupperneq 6

Lögberg - 26.10.1933, Qupperneq 6
BIs fi LÖGBERG, FIMTLDAGINN 26. OKTÓBER, 1933. Daníel á banasœnginni v. Daníei lá vakandi þegar eg kom inn í baðstofuna eftir samtalið við Moniku. Bg sá að hann var eitthvað órólegur og spurði, hvort honum liði mjög illa. —Eg er svo hræddur—fjarskalega hrædd- ur.— Hann starði í hómið, óttaslegnum augum, eins og hann gæti búist við, að einhver skelf- ing dyndi yfir þá og þegar. Og hendurnar fólmuðu eirðarlausar um brekánið. —Eg þori ekki að sofna, Norrni—aldrei framar þori eg að sofna . . . Því að þá koma þeir— —Hverjir koma! —Ólafur og drengturíinn, — feðgarnir, sem urðu úti—feðgarnir, sem eg yfirgaf á heiðinui. Hann rís upp á olnbogann óg þrífur í öxlina á mér— —Við vorum þrír saman. — Drengurinn uppgafst og karlinn tók hann á bakið;---- Og svö gekk eg þá af mér.---Heyrirðu það, Nonni—eg gekk þá af mér — og þeir urðu úti á heiðinni.----Og nú kemur Ólafur til mín —allur fann barinn — með drenginn á bak- inu . . . Hann kemur, ef eg sofna . . . Hann er vís til að ákæra mig fyrir guði—og þá verð eg rekinn á dyr.—Eg þori ekki að deyja—þori ekki að deyja .... —Ekki er mark að draumum, segi eg með mikilli alvörugefni og halla sjúklingnum út af á koddann. —E|g get víst ekki lifað. — — Svona þreyttur aumingi lifir ekki lengi . . . .Og kval- irnar .... kvalirnar....eins og verið sé að sarga með biflausum Imíf.... —Mér skildist á lækninum, að þú mundir hressast, sagði eg. —Eg er hræddur, Nonni. — Syngdu eitt- hvað fallegt—einhvem sálm. — Mig langar til að sofna... Bg raulaði sálmsvers og Daníel féll þeg- ar í einhverskonar mók. En litlu síðar hrökk hann upp með fáti og kvað sig hafa dreymt hryllilega. —Mér fanst rúmið mitt alt brotið niður .... Það var sokkið niður í moldina--það hélt áfram að sökkva—dýpra—dýpra — og moldin lagðist að mér og yfir mig .... þung og köld. — Eg vissi að nú átti eg að deyja —deyja. — Eg þóttist kalla á hjálp, en eng- inn ansaði—engin mannleg vera neinstaðar —engin ljósglæta—ekkert nema myrkrið og náköld moldin.---- Hann rykkir sér upp með erfiðismunum og rær fram í gráðið drykklanga stund. Þá fara kippir um hrörlegan líkamann 0g tárin streyma niður vangana. — Hann tekur að biðja fyrir sér með miklum ákafa, ákalla guð í neyð sinni—biður hann að gefa sér heilsu og langa lífdaga. — Og svona liður góð stund. Eg sit á kistli við rúmið og þori varla að draga andann. —Kveiktu, Nonni. — Mér stendur ógn af þessu brúnamyrkri. —Lampinn er frammi. Eg ætla að skreppa eftir honum. —Vertu fljótur, góði.—E'g þori ekki að vera einn.— —'Gruð er hjá öllum sem þjást, sagði eg með mikilli alvörugefni. Eg hafði heyrt pró- fastinn segja þetta einhverntíma. —Hví skyldi hann muna eftir mér, sagði Daníel með kvíða í röddinni.----Eg hefi aldrei munað eftir honum eða hugsað um hann í alvöru.... —Eg ætla að sækja lampann.— —Já—já—gerðu það. Og taktu svo bless- aða postilluna og lestu .... . Monika situr við hlóðirnar, bakar -hnaus- þykkar lummur -og kyrjar mergjaðar ásta- vísur. Hún syngur með stórkostlegum rykkj- um og hávaða, en stundum dregur hún dill- andi seiminn, einkum þar sem fastast er að orði kveðið. —Þú kemur eins og þú værir kallaður. —Eg hefi sungið mig heita og rjóða og hugs- að fast um afdalaprinsinn. —Daníel er mikið veikur. Eg er að sækja lampann. Hann langar til að eg lesi eitthvað gott. —Þá er hann feigur—guði sé lof, liggur mér við að segja.—Eg hefi beðið þess hátt og í hljóði, að góður guð legði ekki á hann lang- vinnar þjánngar.—Lampann skaltu fá—það er ekki nema sjálfsagt—og koss í ofan á lag. —-Og áður en varði hafði hún smelt ægilegum skessu-kossi á vanga minn. Eg beið nú ekki boðanna, þreif lampann og snaraðist inn í boðstofu. Eln húsfreyjan “trallaði” og söng og sendi mér tóninn. —Ógnar-hávaði er þetta, segir Daníel. Eg fæ hjartslátt og titring, ef eg heyri eitt- hvað óvenjulegt. Heyrðir þú ekki einhver læti? —Það er víst tíkin, sagði eg og lét lamp- ann á borðið. Hún situr á öskuhaugnum og spangólar. —Jæja—er það bara tíkin.—Reyndu nú að finna postilluna, Nonni minn. Skömmu síðar vindur Jósías sér inn úr dyrunum. Hann er ærið gustmikill, kastar á okkur kveðju, en dregur því næst pottflösku úr buru-vasa sínum og réttir Daníel. —Drektu nú, frændi! — Þetta er ósvik- ið.—Jósi ábyrgist! VI. Daníel lifnaði allur, -er hann handlék hina miklu flösku. Kvað hann leggjast í sig, að þarna kæmi frelsunin. —Enginn efi, sagði Jósías.—Og súptu nú á pytlunni í herrans nafni. Daníel fékk sér vænan sopa og lét þess getið, að hann legði sig ekki niður við þann hégóma, að telja meðulin -ofan í sig í dropum. Eg leit á miðann og þar stóð, að sjúkling- urinn ætti að taka væna matskeið eða staup þrisvar á dag, og lét á mér skilja, að réttara mundi, að hlýðnast fyrirmælunum. • —Alveg hárrétt og út úr mínu lijarta tal- að, segir Jósías, þrífur flöskuna og skoðar hana í krók og kring.----Skrifað stendur— látum okkur nú sjá.—Jú—það er ekki um að villast. Það er nákvæmlega eins og Jón litli segir. —Taktu nú nauthyrninginn undan sperr- unni, góði minn, segir Daníel, og gefðu mér eins og í honum getur tollað.—Þetta er inn- dælis meðal, líkist einna helzt einiberja- brennivíni, eða einhverju svoleiðis—hitar og mýkir og steindrepur verkina. Hann kemst ekki af með minna en tvo spæni—kveðst ætla að drepa öll smákvikindin í einum rykk.-—Og á morgun fer eg á fætur. —Daníel Enoksson liggur ekki í bælinu leng- ur en hann þarf. Mig hafði -grunað, að meðalið væri mest- megnis áfengi.—Og nú var ekki um það að villast, að karlinn var að verða drukkinn. Afonika kom nú með vel útilátinn mat handa Jósíasi, en hann tók hraustlega á móti og gleypti alt á svipstundu. Því næst ropaði hann furðulega hátt og sletti sér værðarlega upp í rúm. Húsfreyja leit til hans hýru auga, tók matar-ílátin og gekk til dyra. —Ertu saddur, frænd, spurði Daníel. Hann var allur annar maður, sat uppi 0g rabbaði, kvartaði um ónota-fiðring og kláða undan mykju-bakstrinum, en stundum tók hann í nefið. —Það hangir í því, segir Jósías—og þó ekki. — Eiginlega er eg glor-hungraður. —Hniptu í kerlingar-álkuna, frændi. Segðu að Daníel Enoksson skipi svo fyrir, að þú eigir að fá nægju þína.-------Sú skal nú fá að dansa eftir nýju lagi, þegar eg er kom- inn á kreik.— Jósías gekk þegjandi á fund húsfreyju og dvaldist þeim góða stund frammi, en við Daníel ræddumst við á meðan. Bar þá margt á góma. Meðal annars kvaðst hann nú sann- færður um, að sér mundi batna.—Eg ætti bara að vita, hvemig ylurinn og notalegheitin færi um sig allan og eins og réðist á smákvikindin. Það væri eins og pöddumar vissi ekki sitt rjúkandi ráð eða hvað þær ætti af sér að gera. —Þær þyti úr einum staðnum í annan, en alt af kæmi meðalið á móti þeim og ræki þær á flótta. Sér væri engin launung á því, að bráð- lega kæmi þar, að allur þessi aragrúi ætti ekki nema um tvent að velja: annað hvort að skjót- ast niður af sér í hvellinum eða þá að láta króa sig af 0g drepast bara hreinlega.—Þá lét hann þess getið, að rétt í þessu hefði því verið eins og hvíslað að sér—líklega af æðri veru —að nú yrði hann að skilja við kerlinguna strax eftir áramót.—Og væntanlega yrði þess þá -ekki langt að bíða, að hann fengi eitthvað yngra o-g notalegra í holuna sína. —Eg væri nú kominn á þann aldurinn, að eg hlyti að skilja, að það væri svona eins og ofurlítill munur á því, að hafa einhvern blessaðan sak- leysingjann fyrir ofan sig í rúminu eða kerl- ingar-varginn hana Moniku.------Og þá þætti mér eitthvað undarlegt við það, -ef Einok litli kæmi ekki til skila á sínum tíma.-------Þú manst hvað eg sagði við lækninn.------ í þessum svifum gengu þau í baðstofuna Jósías og húsfreyjan og féll þá talið niður.— Raulaði Monika fjöruga ástavísu, en Jósías stýfði úr hnefa þykka pottbrauðs-sneið — Þau litu hýrlega hvort til annars, drápu titl- inga og kankuðust á. Þótti mér það góðs viti og vonaði, að nú væri Jósías genginn í gildr- una. —Jæja, kona góð—þá er nú líklega útséð um það í bráðina, að þú komist í ekkjustand- ið. Eg kenni mér ekki nokkurs meins.—Jafn- vel þreytan er á förum. —Guði sé lof og þ-ökk, sagði Monika. Eg ihefi líka alt a-f fundið á mér, að þú mundir hafa það af. — Og svo vissi eg, að blessaður himnafaðirinn mundi ekki vilja taka þig frá mér.------ —Við sjáum nú til, heilla-skjóðan. En eitt ætla eg að láta þig vita strax: Það er ekki alveg áreiðanlegt, að eg kjassi þig til muna eða hátti hjá þér, um það leyti sem nýja árið heilsar í bæinn. (Framh.) Stúlkan frá Klondyke 11. Loks staðnæmdumst við hjá kofa einum Bjamaveiðarak-ofinn hét hann. Þar var eyði- legt umhverfis, risafurur gráar af elli á stangli -og alt sundurgrafið af djúpum gjám. “ Jæja, þá læt eg yður hér eftir um sinn! Þér finnið vistir í kofanum þarna,” sagði förunautur minn. “Eg verð að halda á- fram.” Eg var þrjá daga í kofanum. Fann ríkar kvartsæðar í ýmsum gjánum og sá, að hér voru miklir möguleikar. Merkilegt að þessi staður skyldi ekki hafa verið rannsakaður áður. En Kingsley og Co. mundi varna öðrum að koma þangað. 1 þjónustu þessa félags væri eintómir þorparar, hugsaði eg. Eg hlakk- aði til að fá að standa augliti til auglitis við Kingsley—þennan samvizkulausa hrotta, er stjórnaði hinu ríka félagi. Og svo hugsaði egi til Grace. Hugsaði víst meira til hennar en mér var holt, 0g því gat eg ekki leynt undr- un minni, er hún kom alt í einu fram á sjón- arsviðið. Eg sat og var að íhuga uppdrátt John Smith. Þennan dag hafði eg sigið niður í djúpu gjána rétt hjá k?ofanum 0g hafði fund- ið gang inn í f jallið, sem myndast hafði eftir veðrun af kalki, og í þessari gjá voru kvarts- molar og hreint giull. Sumir gullmolarnir voru eins stórir og hænuegg. Þetta var mesti gullí’undurinn, sem eg hefi nokkru sinni séð. Nú var um að g-era að komast sem fyrst suður í Ríki og tryggja sér eignarréttinn og svo gæti eg eftir á skemt mér við æði þorp- aranna. Þegar Grace kom inn leit hún kringum sig. “Hefir yður orðið nokkuð ágengt!” spurði hún. Svo gekk hún að borðinu og tók blaðið með kortrissinu. Hún leit á það og lagði það svo á borðið aftur. “ Útr-eikningar yðar, er ekki svof” Eg svaraði ^kki en brauí saman blaðið og stakk því í vasann. Hún settist við arin- inn 0g hnepti frá sér loðkápunni. “Bg vildi gjarnan biðja yður að segja mér hvað yður hefir áunnist,” sag'ði hún. “Nú verður afráðið hvort þér haldið stöðunni eða ekki. Eg stóð upp og fór í kápuna. “Eg er reiðubúinn,” sagði eg. Svo sýndi eg henni umhverfis og hún kinkaði kolli ánægjulega. “Eg' skal skrifa hér með hvað þér hafið gert,” sagði hún. Svo rétti hún mér höndina—eins og með sem- ingi. “Verið þér sælir!” Eg starði eftir þessari undarlegu stúlku, sem gekk niður stiginn að ánni. Hún leit | aldrei við. Vaskleg var hún og rösk. Hún var með skauta í ól á handleggnum og setti þá upp þegar á ísinn kom. Svo hélt eg áfram rannsókninni. Batt kaðal um trjárót við gjána og las mig niður. Eg grúskaði jiarna tvo klukkutíma og undrað- ist sífelt meir og meir hve auðug gullnáman var. Bg tók upp stóran kvartsmola. Hann var þungur, því að hann var allur morandi í gulli. Svo klifraði eg með erfiðismunum upp aftur. Eg þrýsti molanum dýrmæta fast að mér með annari hendinni. Bg var kominn langleiðina upp þegar eg heyrði skæra rödd kalla: “Ef þér komið alin ofar þá sker eg á kaðalinn. ” Eg leit upp og liorfði beint í augu Grace. I>au voru hörð. Hún sat við trjárótina og var með hníf í hendinni. Egginni var miðað á kaðalinn. Ekki þurfti nema litla hreyfingu og þá var eg hrapaður. Hún laut fram á brúnina: Fáið mér það sem þér eruð með undir heiulinni.” Röddin var liörð 0g skipandi og eg hlýddi. Hún tók við molanum og horfði á hann. “Þér ætluðuð að veiða vel,” sagði hún. “Kingsley og Co. athuga alt sitt fólk. Þér eruð ekki fyrsti þorparinn, sem hefir ætlað að leika á okkur. Og þér eruð ekki heldur sá kænasti. Mér lá við að halda að þér væruð ærlegur, en þegar eg sá uppdráttinn skildi eg hverriig í öllu lá. Hvernig komst John Smith undan?” Eg gat okki dulið undrun mína: ‘ ‘ Hann slapp og það ætti yður að vera nóg. Og hann er dáinn, svo er f jögra daga kvölunum þarna í gjánni fyrir að þakka.” 0g hann seldi yður uppdráttinn og nú ætluðuð þér að ná í arfinn. Allir karlmenn verða I>ófar þegar gullið er annarsv-egar. “Röddin var hörð og bitur. “Hlustið þér nú á,” sagði eg. “ Við John Smith þektumst í gamla daga og hann sagði mér söguna um Kingsley og Co. Eín hún hljóðaði dálítið öðru vísi en þér segið hana. ” “Þér hafið náð í stöðu hjá félagi undir fölskum för'sendum og eigið sjálfur sök á því hver örlög yðar verða. Ef þér klifrið -ekki niður sker eg á kaðalinn. ’ ’ “Hugsið þér yður betur um” sagði eg. “Eg heyrði það sem fram fór á skrifstofunni, 1 milli yðar og Johnsons þorparans. Hann hef- | ir neytt yður til þessa. Eg heyrði að þér sögðust aldr-ei skylduð gera það.” Hún fór að hlæja. Dillandi hlátur, sem alls ekki hæfði þama. “Skelfing eruð þið karlmennirnir vit- lausir!” kallaði hún. “Haldið þér að John- son hafi yfir mér að segjaf Kingsley og Co. lætur ekki þorpara eins og hann hafa stjórn- ina. Meira að segja þorpara, sem ekki er fullkominn þorpari. En 'það kemur ekki mál- inu við.” Hún bandaði hnífnum. “Jæja, snáfið þér nú niður!” Eg var örvinglaður. Þessi fallega unga stúlka, með svona steinhjarta. Nei, mér datt ekki í liug að lilýða. Síðar hefir mig undrað, að eg gerði það sem eg gerði. Því að hefði hún notað hnífinn var úti um mig. Sg sá hníf- inn í hendi hennar. Hann blikaði í sólinni, en það var eins og neistafiug af honum. Eg sá að höndin skalf. Svo slepti eg takinu með vinstri liend- inni og greip skammbyssuna mína. Eg liélt um hlaupið og rétti henni skeftið. “Takið hana,” sagði eg harkal-ega, og þegar liún gegndi ekki fleygði eg byssunni til hennar. Svo klifraði eg áfram upp á leið. Hún bandaði hendinni. Augun urðu hörð en eg hve-ssti augun á móti og komst upp að brúninni. Hún stóð upp. Hún stóð hnarreist eitt augnablik, en augun leiptruðu. Svo fleygði hún hnífnum og sneri sér undan. Eg tók um báðar hendur hennar og dró hana að mér. “Grace,” sagði eg, “þetta líf er ekki fyrir þig. Þú ert alt of góð til að vera verk- færi í höndum þorparanna Kingsley og Co. Eg kæri mig ekekrt um gullið þarna niðri, þó að það sé auðugasta náman, sem til er. Og þú átt ekki að vera háð þessu félagi. Þú ferð með mér suður í Ríki undir eins í dag. Hver veit nema John Smith hafi verið óþokki líka.” “Það var hann,” sagði hún hægt. “Hann skaut einn af okkar 'beztu mönnum niður aftan frá, þegar þeir höfðu fundið námuna hérna saman. Hann slapp, en eg hefi alt af vonað, að hann reyndi að ná undir sig námunni. ’ ’ Hún rétti mér h-öndina: “Eigum við ekki að láta John Smith vera gleymdan,” sagði hún, “og þetta atvik, sem gerst hefir hérna okkar á milli.” “Jú, ef þú vilt fara með mér héðan!” ‘ ‘ Máske! ’ ’ svaraði hún og svo sneri hún sér frá og gekk niður að ánni. Eg heyrði marrið í skautunum hennar og sá hana hverfa fyrir hól. Eg gerðji kort af námusvæðinu, gerði efnarannsóknir 0g skrifaði skýrslu og eftir viku fór eg til Wolf City og afhenti plöggin. Johnson gaut til mín augunum en það var eins konar fruntaleg alúð í andlitinu á honum, þegar hann rétti mér höndina. “Eg -heyri að þér séuð að fara,” sagði hann. “Já,” sagði eg. “Helzt í dag.” Mér fanst engin ástæða til að svara hon- um nánar. En mér gramdist bara, að Grace skyldi hafa sagt honum frá, að eg ætlaði að hætta. Hann brosti: “Eg hefi verið skipaður framkvæmdastjóri félagsins og þessvegna er- um við ekki skildir að skiftum. E|g skal reyna að gera mitt bezta. ” Það kom eins og hlý- indasvipur á harða andlitið með breiðu hök- unni. Það lá illa á mér er eg gekk niður að gisti- liúsinu. Eg tók saman farangur minn. Eg gat fengið sleða niður að árósnum og þangað átti strandferðaskipið að koma eftir nokkra daga. Egt kallaði á gestgjafann og ætlaði að borga reikninginn, en í sama bili heyrði eg rödd fyr- ir aftan mig: “Má eg ekki koma líka?” Þar stóð Grace í dýrri loðkápu. Eg undr- aðist hve ríkmannlega hún var klædd: ‘ ‘ Far- angurinn minn er á sleðanum þarna,” sagði hún. “Eg hélt að þetta væri aftalað mál, að eg kæmi líka.” “ Auðvitað vil eg hafa yður—þig—með.” Sv-o skellihló hún. Eg sneri mér að -gest- gjafanum og fékk honum peningana, en hann liristi höfuðið: “Það er Kingsley og Co., sem eiga gistihúsið og starfsmenn félagsins eru hér á þess kostnað.” “Eg er ekki starfsmaður félagsins leng- ur,” svaraði eg. “Nei, þér eruð æðsti maðurinn,” svaraði gestgjafinn og brosti. Eg horfði á hann og botnaði ekki í neinu: “Hver er Kingsleyf” “ Hann er dáinn fyrir sex árum. Kingsley og Co., það er Grace Kingsley.” Eg svaraði engu. Gladdist yfir, að eg hafði boðið henni ‘ ‘ samvinnu ’ ’ meðan eg hélt að hún væri skrifstofustúlka. Og það gladdi hana líka, sagði hún mér sjálf á leiðinni suð- ur. —Fálkinn.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.