Lögberg - 16.11.1933, Side 1

Lögberg - 16.11.1933, Side 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. NÓV. 1933 NÚMER 46 Frú Jakobína Johnson í hinni undurfögru borg, Seattle, vestur vi'ð Kyrrahafsströnd, býr einn af útvörðum íslenzkrar menningar. Þetta er kona, Jakobína Johnson aÖ nafni, og á hún fimtugs afmæli í dag. Frú Jakobína Johnson er fædd að HólmavaÖi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 24. okt. 1883. FaÖir hennar var Sigurbjörn skáld Jóhannesson frá Fótaskinni og móðir María Jónsdóttir. Til Vesturheims flutt- ist hún á 6, aldursári 1889 og hlaut þar gott uppeldi. Gekk hún meðal annars á kennaraskóla og útskrif- aðist þaðan. Átti hún fyrst heima í Argylebygð, en síðan í Seattle, Wash. Hún giftist ísak Jónssyni húsameistara, bróður þeirra Gísla og Einars Páls Jónssonar, og átti við honum 7 sonu. Hún hefir þvi átt ærið erfitt um dagana, bæði sem móðir og húsmóðir. En frú Jakobína er ein af þeim konum, sem lifir ekki á einu saman brauði. Þrátt fyrir annríkið milli búrs og eldhúss og við barnsvögg- una, hefir henni unnist tími til að fara eldi um lönd íslenzkra bók- menta og snúa bæði ljóðum og leik- ritum á enska tungu, auk þess sem hún hefir ort nokkur kvæði á ís- lenzku. (Sbr. “Vestan um haf.”). Það er auðkenni á flestu þvi, sem frú Jakobína hefir látið frá sér fara og birst hefir á prenti, að það er vandað að öllum frágangi, og verð- ur ekki hið sama sagt um nærri alt af því tæi, er birst hefir frá löndum vorum vestra. Frú Jakobína hefir einkennilega næmt eyra fyrir ljóð- rænni fegurð, göfgi og þrótt í hugs- un, þótt blíðunnar kenni mest i henn- ar eigin ljóSum. Þó er eins og meiri þróttur sé að færast yfir ljóð henn- ar á síðari árum, en snildarhand- bragðið engu minna en áður. Við og við hafa birst í blöðum og tímaritum yestan hafs þýðingar á kvæðum íslenzkra skálda, einkum Matthíasar Jochumssonar, eftir hana, en af íslenzkum leikritum hef- ir hún þýtt—til afnota fyrir unga fólkið í Seattle — Nýársnóttina, nokkuð stytt, Lénharð fógeta og Galdra-Loft. Hún hefir jafnan tek- ið rnikinn þátt í íslenzku félagslífi vestra, en þó jafnan sneytt hjá deil- um manna í kirkjumálum og pólitík og staðið stuggur af þeim. Því bet- ur hefir hún notað bókasöfnin og lestrarfélögin og leitað sálufélags við þá menn, er henni fanst mikið til um, eins og t. d. Stephan G. Stephanson. Þegar við hjónin fórum vestur undir Klettafjöll 1923, til þess að heimsækja Stephan G. Stephanson, gátum við ekki látið undir höfuð leggjast að þiggja gott boð frú Jakobínu og annara og fara alla leið vestur yfir fjöllin, til Vancouver, Blaine og Seattle, og gistum við þá nokkra daga á heimili frú Jakobínu. Þá kyntist eg henni persónulega og komst að raun um, að kvæði hennar báru henni rétt vitni. Ástúð, hlýja og nærgætni lýsti sér í öllu dagfari hennar. f samkvæmi einu, sem okkur var haldið, fanst mér eg þurfa að minn- ast þessara nágranna á skáldvangin- um vestra, Stephans G. og frú Jakobínu. Líkti eg Stephani G. við klettaörninn austan til í fjöllunum, en frú Jakobínu við heiðlóuna í hin- um gróðursælu hjöllum vestanvert í f jöllunum. Þótti mér þá sú samlík- ing ekki f jarri sanni. En nú er eklci örgrant um að mér finnist, að eg hefði alt eins vel mátt líkja frú Jakobínu við ljóðsvaninn, sbr. þá fáorðu, en fögru íslendingadags- ræðu, er hún flutti í ljóðuðu máli á íslendingadeginum í Seattle, 6. ágúst í sumar. Ræðan var á þessa leið: JOHN QUEEN, M.L-Á. sá, er af hálfu hins óháða verka- mannaflokks, býður sig fratn til borgarstjóra í Winnipeg. Þú minninga munblíðust drotning, þú móðir i norðljósa höll— ljúk upp þinu háhvelfda hliði, því heim koma börnin þín öll, —koma hugfangin börnin þín öll! Lát fornskáldin fágna og hvetja —þá farnjenn og einvalalið. Með skjöldum er skarað—til minja, og skartlitum tjaldað hvert svið. —Skarti tjaldað hvert minninga svið. Setn áhrif frá ódáins veigum berst ómanna djúpúðga sál. Það drepur úr nútimans dróma hið dáðreynda norræna stál,— skáldsins dáðreynda norræna stál. Heyr karlmensku hreiminn í kveðju, heyr kempuna fornu að Borg; þó harmur sé hjartanu búinn, skal hugur ei bugast af sorg. —Norrænn hugur ei bugast af sorg. Heyr Kormák og Gunnlaug í kveðju —þó kvæðið sé vonbrigðum skygt. Vér hyllum þá hetju, sem tapar, ef hjartað er göfugt og trygt.— Norrænt hjarta er göfugt og trygt. Frú Vestfjörðum viðkvæmt er rómað, hve vonlaus er útlegð og ströng. Þar útlaginn draumspakur orti og úthelti þránni í söng— andans djúprættu heimþrá í söng. En Þormóður strýkur um strenginn —í styrjöld er spakur og skygn. Hann helstríðsins hugraunir skoðar með hóglátri norrænni tign,— deyr í hóglátri norrænni tign. Bér geymum þau áhrif og óma, —það auðsafn vort, minningum fest. I hafróti’ er hugsjón og stilling og hugrekki sannast og bezt. —Norrænt hugrekki er sannast og bezt. Hver skyldi trúa, að það væri kona, sem hefði ort þetta, og að hún hefði alið um hálfan fimta tug ára meðal enskumælandi þjóða? Og ber kvæðið ekki vott um, að höf- undur þess muni vera all-kunnugur íslendingasögum? Enda er það svo. Frú Jakobína er það hið mesta yndi, að lesa einhverja íslendingasöguna við og við, og oft hefir hún látið í ljós, að gaman væri að mega fara um helstu sögustaðina heima. En hún hefir aldrei haft tíma né tæki- færi til þess. Og það grunar mig, að hana hafi sárlangað heim 1930. F,n það fer enginn frá mannmörgu heimili með börnum á ýmsum aldri, nema hann hafi því betri ástæður. En hvort sem nú sú von frú Jakobínu rætist, að komast heim einhvern tíma og líta ættlandið marg- þráða eða ekki, þá óskum við kunn- ingjar hennar henni og ástvinum hennar til hamingju á hálfrar aldar afmæli hennar, og vonum, að hún láti ekki þá venju sína niður falla að svala— “andans djúprættu heimþrá í söng.” Ágúst H. Bjarnason. Mbl. 24. okt. iVinnur sér til frægðar Unglingspiltur, Mr. Ingi Stefáns- son, Teller-Accountant við útibú Royal bankans, Sargent og Arling- ton, lauk í síðastliðnum júnímánuði, prófi í Associated Course in Bank- ing, með ágætiseinkunn, 85 stigum, i sex námsgreinum. Tímarit það, er Tournal of the Canadian Bankers Association nefnist, lætur þess getið, að Mr. Stefánsson hafi orðið næst hæstur allra þeirra nemenda í Can- ada, er undir próf gengu á þessu sviði, og hafi sakir frábærra hæfi- leika verið gerður að félaga í The Canadian Bankers Association. Þessi ungi og efnilegi piltur, er sonur Mr. og Mrs. K. Stefánsson- ar að 581 Alverstone Street hér í horginni. Mr. Paul Bardal Tvö undanfarin ár, hefir Mr. Paul Bardal átt sæti í bæjarstjórn- inni í Winnipeg, sem fulltrúi gjald- enda í 2. kjördeild, og leitar endur- kosningar til sömu sýslanar þann 24. þ. m. Á síðasta kjörtimabili átti Mr. Bardal sæti i eftirgreindum nefnd- um: Health and Licencing, Publip Improvement, General Hospital Commission og Social Welfare Com- mission. I starfi sínu öllu í bæjar- stjórninni, hefir Mr. Bardal komið gætnislega fram og með fullri ein- urð ; hann hefir reynst tillögugóður, samvinnulipur og skyldurækinn bæjarfulltrúi, og komið fram hinu íslenzka þjóðarbroti til sæmdar. Mr. Bardal er laus með öllu við þann fiysjungshátt, er einkennir marga þá menn, er við opinber mál fást um þessar mundir; hann er enginn há- vaðamaður, þó hann sé söngmaður; hann er þéttur á velli og þéttur í lund, og slíkir menn eru ávalt lík- legastir til nytja. íslendingar hér í borg voru prýði- lega samtaka í síðustu kosningum, að því er Paul Bardal snerti. Hann hefir með drengilegri framkomu í bæjarmálum reynst þannig, að ætla má að þjóðbræður hans veiti honum einhuga fulltingi við kosningar þær, er nú fara i hönd. Einokunar samtök Nefnd sú, er frá því í vor hefir verið að rannsaka fyrir hönd fylk- isstjórnarinnar í Manitoba, ásig- komulag fiskiframleiðslunnar og af- stöðu fiskikaupmanna til framleið- enda, hefir nú skilað frá sér bráða- birgða áliti. Hefir nefndin. að því er ráða má af fregnum í dagblöð- um Winnipegborgar síðastliðinn þriðjudag, komist að þeirri niður- stöðu, að um einokunarsamtök sé að ræða, fiskimönnum í óhag, og að fiskikaupmenn hér sé umboðsmenn voldugra amerískra verslunarsam- taka á þessu sviði. í rannsóknarnefnd þessari áttu tveir íslendingar sæti, þeir Skúli Sigfússon, þingmaður St. George kjördæmis og Einar S. Jónasson, þingmaður Gimli kjördæmis, sem því miður hefir lengi verið veikur. Var það hann, er á þingi í fyrra vakti athygli á því í ágætri þing- ræðu, að tímabært myndi vera að sett yrði rannsóknarnefnd í þetta mikilvæga mál. Rúnaáteinn fundinn Dagblöð Winnipegborgar fluttu þá frfegn á mánudaginn að fundist hefði í grend við Sandy Hook við Winnipegvatn, rúnasteinn, er ef til vill gæti til þess leitt, að sannað yrði að norrænir víkingar hafi átt dvöl á þessum stöðvum hálfri annari öld áður en Columbus er sagður að hafa fundið Ameriku. íslendingur látinn á Skotlandi “Aberdeen . Evening Express” segir frá því 21. sept. að daginn áð- ur hafi andast þar í borginni Helgi Jónsson frá Eyrarbakka. Dó hann eftir uppskurð, sem á honum var gerður. Helgi heitinn fluttist til Aberdeen fyrir 25 árum, ráðinn sem flatn- ingsmaður hjá útgerðarfélaginu Williamson og Co. En skömmu eft- ir að hann kom þangað komst félag- ið að því að hann var þjóðhagasmið- ur og lagöi gjörva hönd á alt. Var hann því látinn fást við smíðar upp frá því og á striðsárunum vann hann á skipasmíðastöð. Helgi var drengur hinn besti og í miklu áliti hjá húsbændum sínum, samverkamönnum og öllum, sem honum kyntust. Fyrir mörgum árum fékk hann enskan borgararétt. En hann hélt fullkominni trygð við Island, þrátt fyrir það og heimili hans í Aber- deen stóð jafnan opið öllum þeim íslendingum sem þangað komu. Fór hann jafnaðarlega um borð í öll skip frá íslandi og Færeyjúm, sem komu til Aberdeen, boðinn og búinn til að veita hverja þá aðstoð er þau þörfn- uðust. Helgi var sonur Jóns Arnasonar kaupmanns og útgerðarmanns í Þorlákshöfn. — Hann var kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur frá Hlíðar- endakoti og fifir hún mann sinn á- samt tveimur dætrum þeirra. —Mbl. Tvítugur piltur fann upp flugkúl- una, sem setti met í háflugi. Sú fregn kemur frá Rússlandi, að sá, sem fann upp flugkúluna, sem nýlega komst i 20,200 metra hæð, sé tvítugur unglingur, Levitan að nafni. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hann útskrifaðist af verkfræðingaháskólanum í Moskva. í viðurkenningarskyni fyrir upp- götvun hans gaf ríkið honum 50 þús. rúblur og heiðursmerki rauða fánans. Einn af samverkamönnum hans var pólitískur fangi, sein G. P. U. hafði sett í fangelsi. Hann fékk nú rauðu orðuna, var náðaður og hátiðlega tekinn í Kommúnistaflokk- inn. Kosningar á Þýzkalandi Síðastliðinn sunnudag fóru fram þingkosningar á Þýskalandi, og má svo að orði kveða að þær félli Hitler stjórninni einhliða í vil. Samkvæmt siðustu fregnum, greiddu fjörutíu og fjórar miljónir manna atkvæði með stefnu Hitlers í utanríkismál- unum, eða einkum og sér í lagi af- stöðu þeirri, er stjórn hans tók á vopnatakmörkunarstefnunni í Gen- eva. JOHN WATERHOUSE who is concertmaster of the Winni- peg Symphony Orchestra which be- gins a new series of symphony con- certs on Sunday, November 26, with Bernard Naylor conducting. Minningarorð Guðfinna Kristín Þorsteinsdóttir, eiginkona Jóns Konráðssonar Kár- dal, andaðist að heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Magnús Einarsson i Árnes, Man., þann 30. okt. s. 1. eftir þjáningar er vöruðu nærri tvö ár.—Hin látna var fædd 14. april 1877, í Stóruhlíð i Víðidalstungusókn í Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Sigurðsson og Guðrún Finn- bogadóttir. Ólst hún upp hjá for- eldrum sinum í fyrstu æsku, en fór ung að vinna fyrir sér sjálf. Ung giftist hún eftirlifandi manni sin- um Jóni Konráðssyni. Bjuggu þau i Kárdalstungu i Vatnsdal. Þau fluttu vestur um haf frá Reykjavík 9. júní 1923.—Dvöldu þau um hrið hjá Finnboga Finnhogasyni og Agnesi konu hans á Finnbogastöð- uml Hnausabygð, er Finnbogi móð- urbróðir hinnar látnu. Síðar bjuggu þau á Landamóti í sömu sveit unz þau vorið 1932, brugðu búi og flutt- ust til Gimli. — Af 12 börnum þeirra lifa þessi: Elinborg Lilja, gift kona, búsett í Reykjavík. Þorsteinn, kvæntur Lilju Johnson, búandi í Árnesbygð; Sumarliði, kvæntur Sigurlaugu R. Bjarnason, búa þau á Landamóti.; Guðrún Margrét, gift Sigurði Þor- steinssyni í Árborg, Man.; Jónína, gift Magnúsi Einarssyni frá Ein- arsstöðum ; Ólafur, Finnbogi og Páll eru heima hjá föður sínum. Hin látna var trúuð kona, tápmikil, söng- hneigð og glöð í lund. Stóð hún styrk og þróttmikil við hlið eigin- manns síns í fátækt lífsins og bar- áttu þess. Sjúkdóm sinn bar hún einnig sem hetja. Síðustu mánuði æfinnar naut hún ágætrar hjúkrun- ar Jónínu dóttur sinnar og Magnús- ar manns hennar. Hjá þeim and- aðist hún, sem áður er frá sagt. Jarðarför hennar fór fram frá heimili þeirra og frá Hnausa kirkju þann 4. nóv. að viðstöddu mörgu fólki. Ástvinir geyma minningu hennar sem helgan auð. Sigurður Ólafsson. ísland í ítölskum blöðum I blaðinu “La Stampa” í Torino birtist um þessar mundir greina- flokkur um ísland eftir dr. Curio Mortari, sem kom hingað i sumar sem leið í tilefni ítalska hópflugs- ins. Dvaldi hann hér lengst ítalskra lilaðamanna og öllum þeim stund- um, sem hann mátti missa frá skyldustörfum sínum, sem frétta- ritari, varöi hann í að kynnast landi og þjóð. Gekk hann mjög ötullega fram í því og gegnir furðu, hve glöggan skilning hann hefir öðlast í þeim efnum, á ekki lengri tíma. Náttúrlega eru greinar ])essar ekki lausar við missagnir, en þó er margt gott og rétt í þeim, og fleira, en hefði mátt vænta. Mortari er einn af þeim, sem ber íslandi yfir- leitt vel söguna. — Hann undir- strykar það, að bæði hann og aðrir ítalir, er hingað komu, hafi órðið hissa að sjá ekki hér ísfláka og fisk- stafla, hvítabirni og Eskimóa’, en í þess stað nýtísku borg, sem ómar af vélaskrölti, hús með gas- og raf- magnslögnum og jafnvel laugar. vatnshitun, kátt og skemtilegt fólk, sí-starfandi. Velmegun hjá öllum og nógir peningar, segir hann. Kaffihús og gistihús með nýjasta sniði alt af fulj^af gestum, er sitja við át og drykkju langt fram á næt- ur, reykja og dansa. Reykingar finst honum keyra hér langt úr hófi, einkum meðal kvenfólks, einnig drykkjuskapur. Einkennilegt þykir honum að sjá whisky og aðra brenda drykki hafða um hönd í bannlandi, en finna aftur ámóti ekkert af sín- um ítölsku uppáhaldsvínum á vín- RALPH H. WEBB núverandi borgarstjóri í Winnipeg, er einn þeirra þriggja, er um borg- arstjóra stöðu sækja í kosningum þeim til borgarráðs, er fram fara á föstudaginn þann 24. þessa mánaðar. lista þess eina gistihúss, sem leyft er að veita vín með mat. Hann leitar árangurslaust að Barolo, Barbera, Asti freyðivínum, Chianti, Recchi- otto o. s. frv., en þau eru þó ekki sterkari drykkir en spönsku vínin, sem nóg er af. Vermouth er það eina, sem minnir á ítalíu. — Og svo er verðið. — Einn peli af allra lé- legasta dordóvíni kostar 18 lírur! Þetta telur hann að verði að lagast, og skellir allri skuldinni á bannlögin. Hann er ákveðinn andbanningur. En hann þarf ekki að vera það til að sjá, að úr því að flutt eru inn létt vín á annað borð, hversvegna eru þau þá ekki heldur keypt frá ítalíu, sem kaupir af okkur fyrir 20 miljón- ir lírur á ári, heldur en frá Frakk- landi, sem ekkert kaupir af okkur sem um muni? í grein, sem heitir “La banca degli aþissi” lýsir Mortari íslenzka sjáv- arútveginum og fiskimiðunum, þeim banka í djúpum liafsins, sem veitir óþrjótandi peningastraum inn yfir landið og verið hefir uppistaðan í öllum verklegum framkvæmdum með þjóðinni. Þá minoist hann á Eimskipafélagið, stjórnarfarslega og efnahagslega sjálfstæðisbaráttu Is- lendinga og sambandið við Dani. I annari grein segir hann ýtarlega frá söfnum þeim, er hann skoðaði, eink- anlega Landsbókasafninu, sem hon- um þótti mikið til koma, og lýsir af mikilli hrifningu bókmentum íslend- inga bæði nú og til forna. Enn fleiri greinar hafa þegar birst eftir Mortari í “La Stampa” og aðrár koma síðar, að því er hann segir, uns safnast hefir nægilegt efni í heila bók. Verður henni án efa veitt mikil athygli í ítalíu, bæði vegna þess, að hún fjallar um ný- stárlegt efni, sem mörgum þar syðra leikur forvitni á að heyra eitthvað um, og svo vegna þess, að Mortari er mjög vel metinn rithöLindur. —Mbl. Ur bænum í dánarfregn í síðasta blaði Lög- bergs er rangt farið með nafn; á að vera Jón Þorkelsson fyrir Jón Þor- leifsson. --------- Mr og Mrs. Óskar Erlendsson, Gimli, Man., urðu fyrir þeirri sorg að missa einkar efnilegt stúlkubarn þann 4. nóv., Elizabet Ingu, að nafni, nærri fjögra mánaða gamla. Hún var jarðsungin á Gimli, þann 7. nóv. ------ Séra K. K. Ólafsson, forseti kirkju- félagsins kom til borgarinnar á mið- vikudagsmorguninn vestan frá Seattle. Látin er hér í borginni Mrs. Her- bert Sellers, tengdamóðir J. Ragnars Johnson, lögfræðings, hin mætasta kona.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.