Lögberg - 16.11.1933, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1933.
Bls. 3
!>»»»»»»»»»o»»»o»»»»»o»»o»»»»o»oo»o«>o»»oo»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»<y
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
>»oooooooo»ooooooooooooooooooooooooeooo»»oooo»oo»»oo»>poo»o»ooooooooo»eo»oooooo^
MOZART
Það var sumardag einn, árið 1762, að
munkarnir í smábænum Ips við Dóná sátu í
matsal klaustursins ásamt nokrkum gestum.
Klaustrið var aftast við hina miklu og fögru
dómkirkju, en þar var um þessar mundir
hljótt og enginn maður þar. Þá lagði príorinn
alt í einu frá sér liníf og matkvísl og sagði:
“Heyrið þið, hvað er þetta? Það er ein-
hver að leika á orgelið. ”
Hinir hlustuðu—veikir orgeltónar bárust
til eyrna þeirra.
“Hver er það, sem dirfist að blanda sér
í starf mitt ? ” spurði organleikarinn. “Leyfið,
æruverðugi faðir, að eg bregði mér yfir í
kirkjuna og grenslist eftir hvernig á þessu
stendur.”
“Eg ætla sjálfur að fara með yður,”
svaraði príorinn, og í samfylgd allra hinna
flýttu þeir sér inn í kirkjuna.
Skýrar og skýrar hljómuðu orgeltónarn-
ir í eyrum þeirra, en þegar þeir voru allir
komnir inn í kirkjuna staðnæmdust þeir undr-
andi. Þeir sáu engan við hljóðfærið, en samt
streymdi tónaflóðið yfir þá svo yndislegt, að
gamli organleikarinn krossaði sig og sagði:
“Þetta er ekki leikið með mannlegum
höndum!”
Að lokum hertu munkarnir upp hugann,
og með príorinn í broddi fylkingar, liættu þeir
sér upp að orgelinu.
Hn hvað sáu þeir þar ?
Lítinn dreng, fimm eða sex ára gamlan,
sitja við orgelið—það var barn, sem lék á
hljóðfœrið.
Fullorðinn maður gekk nú fram, hjálpaði
drengnum úr sætinu og heilsaði príornum
virðulega. Hann bað príorinn að fyrirgefa
sér, að hann hefði í leyfisleysi gert þetta.
“Hann Wolfgang litli sonur minn, hefir
eigi áður leikið á orgel,” sagði liann, “en eg
hefi sagt honum hvernig þau eru, og svo lék
hann undir eins á það eins og það væri litla
flygelið hans.”
“Ef eg hefði ekki heyrt þetta og séð með
mínum eigin augum og eyrum, þá hefði eg
ekki trúað á það, ” mælti príorinn undrandi.
En gamli organleikarinn lagði skjálfandi
liönd sína á höfuð Wolfgangs litla og sagði:
“Barn, þú munt einhverntíma gera stór-
virki, Guði til dýrðar. Hann haldi yerndar-
liendi sinni yfir þér, hvar sem þú fer.”
* #
Myndin breytist. Við hverfum frá kirkj-
unni og komum í mjög skreyttan sal með
silkiveggfóðri, stórum gyltum speglum, þykk-
um flauels gluggatjöldum og gljáfægðu gólfi
—hljómleikasalinn í höllinni Schönbrunn við
Wien. I miðjum salnum situr prúðbúin kona;
það er Maria Theresa drotning. Við hlið
hennar stendur maður hennar, Franz keisari,
og börn þeirra. Umhverfis þau eru æðstu
menn hirðarinnar, klæddir pelli og purpura,
og kvenfólk skreytt lýsandi eðalsteinum.
Fyrir framan keisarafjölskylduna situr
heldur illa búinn drenghnokki við slaghörpu.
Hann er svo smávaxinn, að litlu fæturnir
hans standa beint út af stólnum, en undan
litlu, grönnu fingrunum hans fyllist salurinn
tónaflóði, svo dásamlega undurfögru, að hin-
ir háttsettu áheyrendur hlýða á fullir undr-
unar. Þegar drengurinn hættir að leika,
brst aðdáun þeirra út; gamli hljómlistar-
kennari drotningarinnar lofar hástöfum
Wolfgang litla.
En undradrengurinn er barnslegri og
frjálslegri en börn alment. Hann ségir drotn-
ingunni blátt áfram, að honum falli hún mjög
vel í geð, og er hiín í gamni spyr hann að, á
hvern hátt hann vilji sýna það, svarar hann
hvatlega:
“Með því að kyssa yður-”
Áður en nokkur gæti komið í veg fvrir
það, hefir litli, lágtsetti hljóðfæraleikarinn
klifrað upp í kjöltu hinnar stoltu og tignu
drotningar, vafið örmunum um háls henni og
rekið'að henni rembingskoss.
Og undarlegt var það, að höllin hristist
ekki og jörðin laukst ekki upp, til þess að
gleypa þennan freka snáða, eins og sumu
hirðfólkinu hefir sjálfsagt dottið í hug. Drotn-
ingin hló hjartanlegar en hún hafði gert um
langan tíma, og keisarinn hló og prinsarnir
og prinsessurnar hlóu—>og hvað var þá að
gera fyrir blessað hirðfólkið, sem var sem
þrumu lostið yfir dirfsku snáðans, en að hlæja
líka!
# #
Enn þá ný mynd. Átta ár eru liðin. Að
þessu sinni er það á liinni fögru Italíu. 1
hinum fræga hljómlistarskóla í Bologna,
Academica filarmonica, sem -stjórnað var af
Franciskusar-munkinum, föður Martini, og
vini hans, söngvaranum Farinelli, var ráðs-
fundur.
í stóra hljómleikasalnum var háskóla-
ráðið saman komið. Sumir gengu órólegir
um gólf, aðrir sátu og voru að lesa, en aðrir
pískruðu .sín á milli, en allir voru órólegir af
eftirvæntingu.
“Það var alt of erfitt viðfangsefni, sem
þú lézt hann fá, ” sagði Farinelli við Martini.
“Gættu að því, að hann er ekki nema fjórtán
ára—hann er barn. Jafnvel duglegustu tón-
skáld mundu varla geta leyst jafn erfitt við-
fangsefni sæmilega af hendi. ’ ’
“Heiður háskólans krefst þess,” svaraði
Martini. “Þó að hann geti ekki leyst við-
fangsefnið, þá er hann þó undraverður slag-
hörpuleikari. En að liann verði meðlimur
“Filharmóníunnar”—það getur varla komið
til mála. Þá verður hann að láta sér nægja
það, að páfinn hefir slegið hann til riddara
“gullna sporans.”
Alt í einu opnaðist hurðin, og háskóla-
þjónninn kom í gættina, utan við sig af undr-
un.
“Er eitthvað að þarna inni?” spurði
Martini.
“Nei. — En ungi maðurinn hefir gefið
merki um, að hann sé tilbúinn—?” svaraði þá
þjónninn og leit út eins og stórt, undrandi
spurningarmerki.
“Tilbúinn! Er drengurinn genginn af
göflunum!” varð Martini gamla að orði.
“Það er aðeins liðinn hálftími, en hann hefir
þrjár stundir til umráða, til að semja fjór-
leikinn.”
“Já, þessvegna held eg einnig, að hann
sé eitthvað lasinn í höfðinu,” sagði gamli
þjónninn, er varð uppburðarmeiri, er hann
sá að fleiri voru á sama máli og hann.
“Háskóli vor hefir starfað í rúm liundr-
að ár, en aldrei hefir úrlausnarefni verið
leyst af hendi á jafn skömmum tíma og í þetta
skifti,” hélt Martini áfram. “Við skulum
fara inn til tónsillingsins litla.”
Þögulir gengu hinir lærðu dómarar til
herbergis þess, er hið fjórtán ára tónskáld
var lokað inni í, til þess að starfa í næði.
Þegar þeir luku upp hurðinni, stóð drengur-
inn við borðið, og brosti áhyggjulaus við rann-
sakandi augnaráði aðkomumannanna. Hann
hneigði sig og rétti Martini verk sitt.
Með athygli las dómarinn fyrstu síðum-
ar, leit svo lauslega yfir hinar og snéri sér
svo að meðdómurum sínum.
“Komið í hljómleikasalinn, ” sagði hann.
“Það lítur út fyrir að drengurinn, þrátt fyrir
alt, sé með fullu ráði, en verk hans verður að
reyna. ”
Aftur gengu þessir lærðu menn eftir
ganginum, og heil klukkustund leið. Þá opn-
aðist hurðin á litla herberginu, og með tárin
í augunum faðmaði Martini unga tónskáldið.
“Það voru aðeins hvítar kúlur í atkvæða-
kassanum; allir hafa viðurkent verk þitt,”
sagði hann. “Komdu nú með mér.”
En þegar þeir komu inn í háskólasalinn,
stóðu allir meðlimirnir upp, og gegnum lófa-
klappið hljómaði:
“Lifi hinn ungi meistari — Wolfgang
Amadéo Mozart!”
* *
A jólunum er sunginn sálmur, sem hann
hefir samið lag við. Það er sálmurinn: “1
dag er glatt í döprum hjörtum.” Það er meira
fjör og gleði í því lagi, en e. t. v. nokkru öðru
sálmalagi, sem sungið er hér á Iandi.
Lausl. þýtt úr “Meistarar tónlistarinnar.”
—Heimilisblaðið.
NAMUFANGELSIÐ
Hinn 13. september árið 1769 kl. milli 3
og 4 gekk enskur skipstjóri, Spearling að
nafni, frá heimili sínu í Glasgow út í smáskóg,
sem var þar í grendinni. Hann tók sér þessa
skemtigöngu sér til uppléttingar og til þess
meðfram, að tína liezlihnetur, sem þar óx
mikið af.
Er liann hafði gengið um skóginn í fimtán
mínútur, vissi liann ekki af, fyr en hann féll
ofan í kolanámu, sem var 27 álnir á dýpt.
Hann misti meðvitundina í bili, en er
hann kom aftur til sín sjálfs, þá sat liann upp
við dogg og blóðið rann úr munni hans. Þó
var það ekki hættulegt,—hann hafði aðeins
bitið sig í tunguna. Og sér til ósegjanlegrar
gleði komst hann að raun um, að hann hafði
ekki orðið fyrir neinum verulegum meiðslum.
Hann var þess fullviss, að næsta dag myndu
menn verða sín varir, því þangað komu marg-
ir daglega á haustin, til þess að tína hezli-
lmetur.
Um nóttina rigndi mikið, en er dagur
rann, létti Searling mjög, því að fagur fugla-
söngur ómaði honum að eyrum. Og litli fugl-
inn, som söng svo unaðslega þennan morgun
uppi á námubarminum, söng þar livern morg-
un upp frá því, meðan Spearling var þar.
Nokkur hundruð fet frá mámunni var
vatnsmylla og þar skamt frá bústaður mvllu-
eigandans og lá þangað heim vegur, allnærri
námunni. Spearling heyrði mannamál, er
menn fóru um veginn, en enginn heyrði þó,
þegar hann kallaði. Hann leið ekki mikið af
sulti, en þorstinn kvaldi hann. En það sem
hjálpaði honum þá, var það, að af regninu
höfðu myndast dálitlir pollar á námubotninn.
Hinn 16. september heyrði hann drengi
vera að syngja, allnærri námunni. Þá kallaði
hann í sífellu, svo hátt sem hann gat, og þeir
höfðu heyrt til hans, en þeir höfðu heyrt sögur
um tröllkarl, sem byggi þarna í skóginum og
náman var víst bústaður lians, og því urðu
þeir hræddir og hlupu í burtu.
Hinn 17. september var fæðingardagur
Spearlings, og var hann ekki neitt skemti-
legur, þarna niðri í svartri kolanámunni.
Hann hrópaði og kallaði stöðugt á hjálp, en
árangurslaust.
Hinn þ8. september sendu ættingjar hans
og vinir menn út í skóginn, til þess að rann-
saka, hvort hann kynni ekki að hafa fallið í
námuna. En þá rigndi svo mikið að þeir kom-
ust aðeins að húsi myllueigandans og leituðu
ekki neitt, en sögðu, er þeir komu heim aftur,
að þeir hefðu leitað af sér allan grun.
m
Margir mynclu nú hafa mist alla von og
örvinglast. En svo var ekki með Spearling.
Hann bygði öruggur von sína um frelsi á
Guði. Hann söng sálma þarna niðri í myrkr-
inu og lofaði Drottinn og fól honum sig á
hendur.
Hinn 20. september rann upp, unaðslega
fagur; það var frelsisdagur Spearlings; og
ætíð síðar mintist hann þessa dags með inni-
legu þakklæti til Drottins.
Litli fuglinn söng, eins og vant var,
morgunljóðið sitt á námubarminum. Þá heyrði
Spearling alt í einu mannamál skamt í burtu
og hrópaði hann þá af öllum mætti. Menn-
irnir heyrðu strax til hans og þektu rödd
hans, því þetta voru vinir hans, þar á meðal
unnusta hans; höfðu þau verið að fá sér
morgungöngu þarna úti í skóginum, til þess
að dreifa sorgum sínum. Varð nú heldur en
ekki fagn’aðarfundur. Nú var reipi látið síga
niður og hann dreginn upp, leið hann þá í
ómegin og var fluttur heim til bústaðar
mvllueigandans. Þar naut liann læknishjálp-
ar og nákvæmrar hjúkrunar unnustu sinnar í
nokkra daga, unz liann var alheill og vék aftur
heim til heimilis síns, lofsyngjandi Guð fyrir
vernd og frelsi, síminnugur þess ætíð síðan,
að: “Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp
í nauðum” (Sálm. 46, 2.).
—Heimilisblaðið.
3 PROfESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Oraham og Kennedy Bta.
Phone 21114 — Oífloe tlmar 2-1
Heimili 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnlpeg, Manltoba
DR. T. GREENBERG
Dentiat
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONE 26 645 WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. lalemtkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 29 048
Dr. A. B. Ingimundson Tannlasknir DR. A. V. JOHNSON talenakur Tannlaknir
602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Helmllis 46 054 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Helmllis 88 328
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Qraham og Kennedy Bta.
Phone 21 834—Office tímar 4.30-6
Helmlll: 6 8T. JAME8 PLACJS
Wlnnlpeg, Manltoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy 8U.
Talsími 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka ajúkdóma.—Er aO hltU
kl. 2.30 til 5.30 e. h.
Heimili: 628 McMILLAN AVE.
Talalml 42 691
Send Your
Printing Orders
to
Columbia Press Ltd.
First Class Work
Reasonable Prices
J. T. THORSON, K.C.
talenxkur lögfrceðlncrur
801 Great West Perm. Bldg.
Phone 92 755
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv).
UlenMkur lögmaOur
405 DEVON COURT
Phone 21459
Dr. P. H.T. Thorlakson
206 Medical Arts Bldg.
Cor. Qraham og Kennedy 8U.
Phones 21 218—21 144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur ötbúnaOur s& besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslml: 86 607
HeimUis talslmi 501 562
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
L,öo1rœöin<rur
Skrlfst.: 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Maln St., gegnt City HaU
Phone 97 024
DRi A. BLONDAL
602 Medical ArU Buildlng
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma. Er aC hitU
frfL kl. 10-12 f. h. og 8-5 e. h.
Offlce Phone 22 296
Heimili: 806 VICTOR 8T.
Slmi 28 180
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
Winnipeg
Annast um fasteignir manna.
Tekur aC sér aC ávaxta sparlfé
fólks. Selur eldsábyrgO og bif-
reiCa ábyrgOir. Skrlflegum fyrir-
spurnum svaraC samstundis.
Skrifst.s. 96 757—Helmas. 32 828
E. G. Baldwinson, LL.B.
ltlentkur lögfrœOincur
Resldence Phone 24 206
729 SHERBROOKE ST.
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
Nuddlœknir 601 PARI8 BLDG., WINNIPBO
ViCtalstlmi 3—6 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hús. ttt-
Phone 36187 vega peningalftn og eidsAbyrgO at
632 SHERBURN 8T.~Blmi 80 «77 "llu Ugl.
SlmiC og semjlO um eamtaletlma i »one 94 221 ....