Lögberg - 16.11.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.11.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1933. Íogberg Oeflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um drið—Borgiat fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Manitoba PHONE8 Sfl 327—8fl 328 Hvar á Jesús heima? Ræða flutt í Dó’mkirkjunnl í Reykjavík 9. júlí 1933. Eftir séra Björn B. Jónsson, dr. theol En þeir sögðu við hann': “ Rabbí— sem útlagt þýðir meistari — hvar áttu heimaf” (Jóh. 1,39). Eg skal ekki dylja áheyrendur þess, að þetta er mér hátíðleg stund, þá er eg stend hér í fyrsta, og sennilega iíka síðasta sinn, í pré- dikunarstól í höfuð-kirkju íslands — þess lands, er eg hefi alla æfi elskað, þó allan aldur hafi eg alið í annari heimsált'u. Fyrir nokkrum dögum var eg staddur á Þingvöllum. Eg stóð þar íaein augnablik al- einn á Lögbergi. Á þeim helga stað hóf eg ósjálfrátt liendur til himins og bað almáttug- an Gnð að blessa þetta land og þessa þjóð. 1 þessitm helgidómi hef eg nú hendur og hjarta til himins í' dag og bið aimættið algóða að þlessa íslenzka þjóð, og umfram alt íslenzka kirkju. Við þetta tækifæri beiðist eg og leyfis til þess að flytja dómkirkjusöfnuðinum í Reykja- vík, og allri íslenzkri kristni á landi hér, bróð- urlega kveðju og blessunaróskir frá Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg. Nú skulum vér beina athygli vorri að því efni, sem fyrir oss liggur í þeim helga texta, sem nýskeð var hér á stólnum lesinn. Það er spurning sú, er hinir allra fyrstu lærisveinar lögðu fyrir Drottin Jesú: “Herra, hvar átt þú heima?” Eg get ekki hugsað mér neitt, sem íslenzkri þjóð, eða nokkurri annari þjóð, ríður jafnmikið á að vita með vissu eins og það, livar Jesús Kristur á heima. Eg hefi það fyrir satt, að út um alla ver- öldina séu ótal sálir að spyrjast fyrir um það um þessar mundir, hvar Jesús Kristur eigi heima. Mér skilst, að andlegt gjaldþrot yfir- standandi tíma hafi knúð afar-mikinn fjölda þeirra manna, sem leggjast djúpt eftir úr- lausnum á vandamálum samtíðarinnar, til þess að spyrja sjálfa sig og spyrja aðra að því, hvar hann nú eigi heima, sá hinn heilagi andi, sem bjó í fullkomnustu, helgustu og beztu mannverunni, sem lifað hefir á jörð- unni. Vér erum mennimir næsta ólíkir hverir öðrum, en inst og dýpst í sálum vorum þráum vér raunar allir eitt og hið sama — þráum Guð, og finnum að án hans fáum vér ekki lif- að. Og ósjálfrátt finnum vér það með sjálf- um oss, að ef vér getum komið þangað, sem Jesús Kristur á heima, þá er Guð þar að finna. Þekking vör allra á guðdómlegum hlutum er mjög takmörkuð, og vér gerum oss ólíkar myndir af hinum altskapanda, allsvald- anda eilífa anda, sem vér þráum eins og ung- barnið þráir brjóst móður sinnar; en allir höfum vér það á tilfinningunni, að ef oss auðnast að koma þangað, sem Jesús Kristur á heima, þá sé þar hjarta Guðs að finna; og ósjálfrátt finnum vér það einnig, að sérhvað gott og guðlegt, sem í oss hýr, fengi þá fyrst að njóta sín, ef vér gætum verulega flutt oss þangað, sem Jesús Kristur á heima. Með skýrskotun til Gnðs orðs og þess, er Jesús lét sjálfur um mælt, vil eg nú benda yður á þrjá staði, þar sem Jesús Kristur á áreiðanlega heima.----- Fyrsti staðurinn, er eg bendi á, þgr sem Jesús Kristur á heima, er guðleg dýrðin til föðursins hægri handar. Sjálfur hefir Jesús tilkynt það heimilisfang sitt. Þangað bauð hann þeim að beina bænum sínum. Þar sag'ð- ist hann mundu taka á móti þeim. Fyrir því syngur og öll Guðs kristni: “Vér horfum allir upp til þín , í eilíft ljósið Guði hjá, þar sem að dásöm dýrð þín skín, vor Drottinn Jesús himnugi á. ” En hvar er nú þessi bústaður dýrðarinn- arf Er hann langar leiðir héðan frá Reykja- vík? Oss hættir við að hugsa oss dýrðar- heima Drottins eins og í mikilli f jarlægð. Eg veit ekki nema það sé skaðlegasta villan, sem vér mennirnir höfum lent í, að flytja Guð og dýrð hans langt í burtu frá oss. Göfugustu og beztu sálir manna hafa þó komist út úr þeirri villu. Þeir hafa séð heim til Guðs hér á jörðu, komist að því, að Guðs “hægri hönd” er hér á jörðu, ekkert síður en á kimnum. Hve nálægt var t. d. hægri hönd og dýrðin Drottins sjáandi sálinni, sem orti Ijóðið mikla sem nefnt er 139. Sálmur Davíðs: ‘ ‘ Drottinn! Þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem eg sit eða stend, þá veiztu það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar. Hvort sem eg geng eða ligg, þá athugar þú það, og alla vegu mína gjörþekkir þú, því að eigi er ]>að orð á tungu minni, að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls. Þú umlykur mig á bak og brjóst, og hönd þírra hefir þú lagt á mig; það er undursamlegra en svo, að eg fái það skil- ið . . . Hvert get eg farið frá anda þínum? Og hvert flúið frá augliti þínuf Þótt eg stígi upp í himininn, þá ertu þar . . . þótt eg lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við liið yzta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.” Andans stórmennið mikla, sá er á efstum tindum situr meðal spekinga aldanna, postul- inn Páll, tók í sama streng um nálægð guðlegu dýrðarinnar. Við lærða menn við háskólann í Aþenuborg mælti hann af guðmóði: “Guð, sem gjörði heiminn og alt, sem í honum er, hann sem er herra himins og jarð- ar, býr ekki í musterum, sem með höndum eru gjörð . . . Hann lét út frá einum sérhverja þjóð manna byggja alt yfirborð jarðarinnar . . . svo að ]>ær skyldu leita Guðs, ef verða kynni, að þær mættu þreifa á lionum og hann finna; enda þótt hann sé eigi langt í burtu frá hverjum og einum af oss, því að í honum, lif- um, hrærumst og erum vér.” Frá hverju háfjalli hafa sjáendur og spekingar horft á dýrð Drottins og haldið í ha'gri hönd Guðs. Svo kvað Islands ódauð- lega skáld á yðar ástkæra, ylhýra máli uppi við fjallið fagra: „Drottins hönd þeim vörnum veldur, vittu, barn, sú hönd er sterk. Gat ei nema Gnð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk.” Og sá af spámönnum yðar, sem hæstum tónum náði af landsins sonum, vissi Guð og hans dýrð svo nærri, að hann fekk sagt: “Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann lieyrir barnsins andardrátt; hann heyrir sínum hirnni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á” Þetta hefi eg nýskeð sjálfur séð. Guðs hægri hönd og drottins dýrð duldist mér eigi Jónsmessunóttina albjörtu við Vestmanna- eyjar, nú er eg fyrir skemmstu í fyrsta sinn horfði Islandi í augu. Þér njótið oft mikillar náttúrudýrðar, Islands börn. Þér ættuð þá sízt að vera í vafa um það, hvar hægri hönd Guðs er að finna, og þá hvar Jesús Kristur á heima. Um Guð föður kendi Jesús oss þetta fyrst af öllu: “Guð er andi, og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja hann í anda. ’ ’ Fyrir því skynjum vér það, að Guð og öll hans dýrð sé andlegs eðlis og óstaðbundin. Öll fegurð, öll sýnileg dýrð, er svipur af ásjónu eilífa and- ans, sem alt hefir skapað. Það eru áreiðan- lega fleiri og fleiri menn víðsvegar um ver- öldina, sem nú snerta með lotningu klæðafald Guðs í náttúrunni og þreifa á hægri liönd hans í lífi mannanna hér á jörðu. Þá er vér temj- um oss andlega hyggju, andlega tilbeiðslu, andlega trú, þá þreifum vér á hægri hönd hins alvalda og eilífa Guðs. Og þar á Jesús heima, og með honum allir þeir, sem hans anda til- einka sér og verða í andanum’bræður hans og synir Guðs. Annar staðar, þar sem Jesús á áreiðan- lega heima, er samfélag lœrisveina hans. Það heimilisfang sitt hefir hann tekið skýrt fram: “Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar mun eg vera mitt á meðal þeirra. ’ ’ Hér er ekki um heimilisfang að vill- ast. Þar sem menn eru hver hjá öðrum um- gangast hverir annan og breyta liver við ann- an í Jesú nafni, þ. e. láta stjómast af þeim kærleiksríka bróðuranda,- sem bjó í jesú Kristi, þar er hann sjálfur með, þessi himn- eski, heilagi bróðir, leiðtogi og lausnari vor mannanna. Þegar oss er innanbrjósts líkt og Jesú ávalt var innanbrjósts, þegar hugarfar vort er hreint og sál vor stígur í Jesú nafni upp í dýrðina til G<uðs, þá er Jesús í förinni með. Því eru engin takmörk sett, því yndis- lega samfélagi við Drottin Jesú, sem trú- uðum sálum má veitast á helgum bænastund- um. “Þér munuð sjá mína dýrð,’.’ sagði Jesús við lærisveinana, og þeir sáu hana ber- um augum. Á þeim sama stað á hann ennþá heima. Ef vér gerum samfundi vora við Guð heilaga og hjartanlega, þá mun hinn lifandi Jesú ekki dyljast oss. E|n svo samfundirnir við Guð, eða guðsþjónustur vorar, séu í Jesú nafni, þá þarf söfnuðurinn, stór eða smár, að koma í sitt Guðs hús með lifandi sál og heitri þrá eftir Guðs dýrð. Þá verðum vér að úti- loka alt, sem er hégómlegt, alt, sem er kalt, öll dauð form og veraldlegt prjál og tildur. Vér verðum að koma beim í hús vors himn- eska foður eins og börn hans og hvert annars systkini. Áður en vér “göngum í Guðs hús inn,” þurfum vér ávalt að fara með fimtu bænina í “Faðir vor” og fyrir- gefa vorum skuldunautum, svo sem vér óskum þess, að nú fyrirgefi oss góður Guð skuldir vorar. Kærleik- ur til allra manna er frumskilyrði þess, að vér í sannleika njótum ná- lægðar Guðs á bænafundum vorum. Þá þurfa og augu vor að horfa beint á Jesú, og engar skýlur gamallar venju mega þar blinda oss. Alt á að vera frjálslegt, óþvingað, barnslegt og elskulegt. Þá mun engum dyljast það, hvar Jesús Kristur á heima. “Vér leitum að Jesú, en hann er hér í húsi síns föður kæra. í helgidóm beint oss hingað er með hljóminum klukkna skæra. Hér lýsir hans orð, hans blessað borð hér blessun oss hefir að færa.” En þó talað hafi verið hér um tvo eða þrjá eða fleiri menn, sem eru saman hver með öðrum á viðtals- fundi við Guð í nafni Jesú, þá er og á sama hátt einveran heimili Jesú, þegar þar er trú og bæn. Jesús mintist einnig í.svefnherbergið, þar sem sála mannsins má sækja Guð sinn heim í heilagri ró og kyrð. Jesús á heima á hverjum þeim stað, þar sem vér biðjum Guð. Hvað er bænin? Hún er það fyrst og fremst að vér opnum hjörtu vor fyrir Guðs dýrð. Ef vér aðeinum opnum hús í sálar vorrar, þá flytur Guð hásæti dýrðar sinnar þangað inn, og þar sit- j ur Jesús í hásætinu við Guðs hægri | hönd—í sjálfs vor hjarta—þar, já, I þar um fram alt á Jesús heima. Þriðji staðurinn þar sem Jesús i Kristur á heima, er hver sá staður, \ þar sem eihhver mannvera á bágt og önnur mannvcra líknar henni í Jesú nafni. Það heimilisfang sitt hefir Jesús markað skýru letri í guðspjöllunum: “Sannlega segi eg yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum af mínum minstu bræðrum, þá hafið þér gjört mér það.” Jesús á heima þar, sem fátæk ekkja grætur út af hungri og klæð- leysi elskaðra barna sinna, og ein- hver Dorkas-hönd strýkur tárin burt og saumar föt og býr til mat handa börnunum. Jesús á heima þar, sem sjúkur maður þjáist á sóttarsæng og náungi hans kemur, tilkvaddur af mannást einni, til þess að líkna hon- um. Jesús á heima þar, sem sekur maður gnístir tönnum út af þung- um dómum bræðra sinna, en einhver göfug sál verður til þess að hlífa honum við grjótkastinu, með þvi að láta steinana skella á sjálfs síns brjósti. Jesús á heima þar sem lítil stúlka les í bók fyrir hlindan afa sinn. Jesús á heima þar, sem hug- prúður yngismaður ver yngri sveina og meyjar fyrir freistingum víns og óskírlífis. Jesús á heima þar, sem drenglyndir skapmenn taka höndum saman til sátta og segja hver við annan: “Við skulum vera menn.” Jesús á heima hvar sem guðseðli mannsins fær að nióta sín. Eg hefi nú bent á þrjá staði þar sem enginn vafi er á því, að Jesús Kristur á heima: Eg hefi bent á dýrðina við hægri hönd Guðs, þá hægri hönd Guðs, sem er alstaðar nálæg; bænastaðinn, hvort sem er í kirkju eða svefnhúsi; og á blóma- lund kærleikans í sálu mannsins sjálfs. Við nánari athugun fæ eg þó ekki betur séð, en að í raun réttri sé allir þeir þrír staðir einn og sami staður. Eg sé það á því, að ef vér komum á einn þessara staða, þá komum vér á þá alla. Komum vér í anda í dýrð Guðs og tökum um hans hægri hönd í skrautsölum nátt- úrunnar og lífsins, þá komum vér og í bænahús Drottins og lofum hann og biðjum. Og hafi augu sál- ar vorrar opnast fyrir Guðs dýrð og hiarta vort varpað sér biðjandi að fótum Drottins í Jesú nafni, þá megum vér ekki annað né getum, en að fara út í mannlífið til þess að svala trú vorri og bæn með góð- um verkum. í rauninni má nefna alla þá staði, þar sem Jesús Kristur á heima, einu nafni: Kærlcika. Heimilisfang Jesú er kærleikurinn. Jesús Kristur á heima í fallegasta húsinu í Reykjavík, fallegasta hús- inu í heiminum. Hann á heima í húsi kærleikans. “Guð er kærleik- ur, og sá sem er stöðugur í kærleik- anum, er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.” Æðstu Guðs dýrð er að finna í kærleikanum: “Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” í þeim frels- andi kærleika birtist hægri hönd Guðs föður allra dýrlegast. Inni- legasta bæn mannshjartans er sú bænin, sem beðin er í helgidómi kærleikans. Fögnuður lífsins mesti stafar frá þeim góðverkum, sem manni auðnast að vinna. Alt sam- félagið við Guð er í insta eðli ekki annað en kærleikurinn. Alt það, er vér köllum trú, er í insta eðli ekki annað en meðvitund þess, að nú hvílum vér í friðsælum kærleika við hjarta Guðs. Ef þú því, maður, vilt koma og sjá, hvar Jesús Kristur á heima, þá kom þú með hjarta þitt inn í hús kærieikans. Nei, segjum það á aðra leið: Reis þú kærleikanum hús í hjarta þínu, þá veizt þú það, hvar Jesús á heima. Nú vildi eg óska þess af heilum hug, að.allir þeir, sem orð mín heyra, fái lagt hönd á sjálfs síns brjóst og sagt: Nú veit eg hvar frelsari minn Jesús Kristur á heima. Hér á hann heima. “Húsið bæði og hjartað mitt heimili veri, Jesú þitt, hjá mér þigg hvíld hentuga. Þó þú komir með krossinn þinn, kom þú blessaður til mín inn, fagna’ eg þér fegins huga.” Fyrir nokkrum dögum var eg staddur ásamt allmörgum bræðrum uppi í Reykholti, þeim fornhelga stað. Meðal annars, er þar snart hjarta mitt, voru orðin, sem einn inikilsmetinn fræðimaður þessa lands bar fram sem bæn að loknu fróðlegu erindi. Orðin voru aðeins þessi þrjú: “Kom, Drottinn Jesús.” Eg á enga ósk á þessu augnabliki aðra en þá, að mega fyrir sjálfs míns hönd og í nafni þeirra íslend- inga, sem í Ameríku búa, sameina veika rödd mína við raddir ætt- bræðra minna bér á minu kæra föð- urlandi og segja af öllu hjarta: Kom Drottinn Jesús. Eg er sannfærður um það, að gæfa þessarar þjóðar er undir því komin, að hún sannarlega komist að raun um það, hvar Jesús Kristur á heima, að lán hennar og líf sé undir því komið, að Jesús Kristur eigi heima hjá henni. Kom, Drottinn Jesús, og dvel hjá þes'sari þjóð, “meðan þín náð læt- ur vort láð lýði og bygðum halda.” —Amen. —Prestafélagsritið. Hvað hefir græðst? Hvað hefir tapast? (Erindi flutt á Frónsfundi) “Hátt ber áð stefna von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna.” —Hannes Hafstein. Það er eftirtektarvert og aðdá- unar hversu skáldkonungum þjóðar vorrar heima—og einum hér vestra —hefir tekist að koma miklu efni í eina eða tvær ljóðlínur, þegar and- inn hefir snortið þá. Hafið þið nokkurntíma brotið til mergjar Aldamótakvæðið hans Hannesar Hafsteins? Mér finst það 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. vera óblandin speki svo að segja orð fyrir orð frá upphafi til enda. Eg hefi valið tvær ljóðlínur úr þessu kvæði sem einkunnarorð þess, sem eg ætla að segja hér í kvöld. Ljóð- línurnar eru þannig: “Hátt ber að steína; von og traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna.” Þegar talað er um vesturflutn- inga frá íslandi fmst mér þessi orð einkar vel viðeigandi Þar er i raun og sannleika sagður allur kjarninn úr sögu vesturfaranna—landnáms- mannanna. Það var ekki að gamni sínu gert að taka sig upp og flytja yfir hálf- an hnöttinn; koma á ajóþektan stað standa uppi með tvær hendur tómar í ókunnu landi hjá ókunnu fólki,— Nei, það var ekki gert að gamni sínu. En í þá daga voru skórnir svo þröngir heima að ekki var viðun- andi. Þeir einir, sem þektu skort- inn og skókreppuna á íslandi fyrir síðustu aldamót og muna eftir þvi, eins og við gerum mörg, sem hér erum stödd í kvöld, geta gert sér grein fyrir því að menn skyldu dirf- ast að leggja út í þessa óvissu— vesturflutningana. Annaðhvort var að láta fyrirberast, leggja árar í bát, taka því með þrællyndri þolinmæði við tilviljunina að börn þeirra eldust upp við sult og seyru eins og þeir höfðu gert sjálfir, eða skapa sér kjark, svifta tjöldum og leita fyrir sér einhversstaðar úti í óþektri víð- áttunni. En eins og vér vitum að þetta er sannleikur þannig er oss það einnig ljóst að það er breytt nú. Þeir, sem að heiman fóru, hefðu líklega fæst- ir farið hefðu þeir verið svo miklir spámenn að sjá i anda allar þær framfarir, sem fyrir íslandi áttu að liggja; öll þau lífsskilyrði, sem þar hafa sprottið upp síðan. Hver sá, er rétt og satt lýsti öllu heima á íslandi fyrir aldamótin, og héldi því fram að það væri alt eins enn, hann væri annaðhvort bersynd- ugur lygari eða skynlaus skepna, sem með engu fylgdist og ekkert læsi. Sumt ykkar man eftir Nýja ís- landi þegar allar plágurnar geysuðu þar: bólan, allsleysið, hungrið, sorg- irnar og barnadauðinn. Ef einhver lýsti nú rétt Nýja íslandi, eins og það var þá og héldi því fram að það væri eins enn þann dag í dag, þá drýgði hann sömu syndina og sá, er lýsti ættjörð vorri eins og hún var fyrir aldamótin og sæi þar engar breytingar. Sá, sem ekki hefði séð ísland í 25—30 ár og kæmi nú heim, þekti það ekki fremur fyrir sama land og það var en maður frá tungl- inu þekti þessa jörð, sem sín upp- haflegu heimkynni. ÖKEYPIS . . . Innleiðsla á vatnshitara upp að $15 virði á heimili hvers Hydro viðskiftavinar. Þér greiðið aðeins ick á mánuði aukreitis hins vanalega raforkureiknings. Símið 848 132 eftir upplýsingum WúiníppQHijdro, 55-59 lÉf PRINCESSSI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.