Lögberg - 21.12.1933, Page 1
46. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. DES. 1933
NÚMER 51
GLEDILEG JÖL!
EKKJAN í ÁSl
^VsiNN, sem bærinn hallar sér upp að, er ekki nema stein-
snar frá sjónum.
Þar á ásnum hafa systkini þrjú átt sér leikvöll í þúsutid
ár. Þau heita Vindur, Fönn og Dimma.
Norðan úr heimkynnum eilífra ísa kemur Vindur til fund-
ar við systur sínar. Hann æðir inn fjörðinn og kveður við
raust hersöngva Dauða konungs að gamni sínu. Upp brekkuna
fer hann á handahlaupum. Þegar hann kemur að bænum, tekur
hann til að lemja bæinn utan alla vegu ineð jökulköldum dreka-
sporðum. Þar á ásnum er Fönn systir hans fyrir. Hann tekur
hana í fang sér og dansar með hana. Hann sveiflar henni svo
hart og hátt, að klæðin hennar hvítu vef jast utan um bæinn og
hylja hann. í því kemur Dimma, systir þeirra ofan af fjöll-
unum og slæst í leikinn. Hún gerir sér það til gamans, að
vefja heðni að höfði systkyna sinna beggja og láta þau ólmast
og öskra i myrkrinu dægrunum saman.
Þetta er skemtun þeirra systkina í skammdeginu að Ási.
NNI í bænum er ekkjan ein með börnin sín fjögur. Hún
hlustar hreld á hamgang systkinanna úti. Nú gagnar það, að
íslenzkur torfbær er traustur.
Hún hefir búið ein í Ási með barnahópinn, ávalt síðan hún
misti manninn sinn, óvænt og sviplega, fyrir fimm árum. Þá
var drengurinn, elzta barnið, níu vetra, þegar faðirinn féll frá.
Ekkjan í Ási hefir barist ein og haft með höndum sínum
ofan af fyrir sér og börnunum.
Aldrei hefir hún þegið af sveit.
Það eru enn til kvenhetiur með íslenzkri þjóð, sem, þó
fátækar séu sumar, svipar til Helgu Haraldsdóttur, Hafðar
konu Grímkellssonar.
Vitanlega er ekki ávalt dimt og kalt í Ási. Það var bjart
og hlýtt þar daginn, sem eg kom þangað, í iúli. Bkkjan var
úti á túni með barnahópinn sinn. Móðir og börn hjálpuðust
að við heyskapinn. Lif þeirra lá við, að ná heim töðunni;
annars yrði ekki haldið lífi i kúnni og kindunum, þegar langi
veturinn kæmi.
Hún sýndi okkur bæinn sinn, ekkjan. Lágur var hann og
ógistlegur utan, mjó voru göng og lágt undir bita; en hreinn var
bærinn innan og þriflegt í baðstofunni. Litlu rúmin stóðu út
við þilin beggja vegna. Meðan við stóðum viS, sátu börnin
undur siðprúð á koffortum hvert hjá öðru og létu hvorkí á
sér bera feimni né frekju. Hún hafði sýnilega aliö vel upp
börnin sín, fátæka ekkjan í Ási.
Bóndinn á næsta bæ sagði mér frá efnalegri afkomu ekkj-
unnar í Ási. Innlegg hennar í kaupstaðinn hafði numið f jórum
til fimm hundruðum króna á ári. Það er sem næst eitt hundrað
dollarar hjá oss. Af þessu varð hún að greiða landsskuldina,
og kaupamanni varð hún að borga einhverja daga um sláttinn.
Matvæli sín og barnanna, klæði þeirra og skæði, varð ekkj-
an aö afla sér með handvinnu sjálfrar sín heima fyrir.
Það er furða hvað hendurnar orka þegar lundin er styrk.
Aldrei, aldrei skyldi hún á sveitina fara.
A
LEIÐ yfir Reykjaheiði nóttina á eftir hvarflaði hugur
minn þrásinnis til ekkjunnar og barnanna í Ási.
Eg var í huga mínum að mála myndir af stríðinu, sem þessi
kona hefði háð árum saman,—myndir af hræðslunni, þegar
stormurinn barði bæinn; af örvæntingunni, þegar sá í botn á
mjöltunnunni; af tárunum, þegar börnin voru veik.
Eg hugsaði vestur um haf. Eg óskaði að hún væri komin
vestur, ekkjan í Ási, svo konur, og karlmenn líka, gætu gengið
i skóla til hennar og lært af henni þrautseigju og sjálfstæði,
þegar erfiðlega árar.
Og eg fór að velta því fyrir mér í huganum, hvaðan kon-
unni væri þessi styrkur kominn. Mér gat ekki dulist það, að
einhver hulin öfl hafa staðið á verði yfir torfbænum þar á ásn-
uín inn af Axarfirði.
Einhver vitsmuna vera, óumræðilega góð, óumræðilega
máttug, hefir vakað yfir ekkjunni í Ási og börnum hennar.
Er það ekki sá hinn sami, sem allstaðar vakir yfir börnum
jarðarinnar og aðstoðar alla, sem reyna að bjarga sjálfum sér?
Eg gæti bezt trúað, að hún kynni betur faðirvor en eg,
fátæka ekkjan í Ási.
)
U:
M þetta var eg að hugsa annað veifið nóttina á Reykja-
heiði.
Og nú í skammdeginu hefi eg stundum hugsað heim til
ekkjunnar og barnanna í Ási.
Ætli nú sé ósköp dimt í torfbænum þeirra?
Ætli stormurinn og fönnin og myrkrið geri þeim nú ófært
milli húss og bæjar?
Hvað skyldi taðan, sem þau voru að hirða í sumar, endast
lengi handa skepnunum?
Skyldi ekkjan í Ási geta gefið börnum sínum nokkurar
jólagjafir?— ,
Nú skil eg það: Jesús fæddist í jötu.
Fari svo, að mér verði dimt fyrir augum um jólaleytið, þá
skal eg hugsa um ekkjuna í Ási og börnin i torfbænum.
Og um Jesúrn, sem fæddist í jötunni.
—B. B. J. ■
u
i
i
Jólaóður
Eftir Richard Beck
Sem f'ógur Ijósey mitt í húmsins hafi
oss hlmja’ að npju blítt við sjónuni jól.
Með stjörnukrónu, kærleiks geislastafi,
þau koma eins og langþráð morgunsól.
Þau fm.ra birtu’ og yl í bœinn kalda,
og berar merkur hörgar þeirra skin;
þau vekja’ og glæða vonarneistann falda
í veikum brjóstum, — yngja gamlan hlyn.
í klukkna-hringing sigursöngvar óma;
frá sce að tind þeir boða nýjan dag;
þar heyrast sjálfar raddir himins hljóma,
og hjörtun vermir þetta dýrðarlag.
Þar tala-r hami, sem herra lífs og dauða
var hér á jörð, í ástarblíðum róm;
hann kennir enn um konungstign hins snauða,
um konunglegrar sálar ríkidóm.
IJans lífsorð hljómar hátt í klukknaslögum
um helgiþögla, stjörnubjarta nátt;
liann býður heim, að lúta kærleiks lögum
og lifa undir merki hans, i sátt.
Hans lausnarorð sem leiftur-viti beudir
til lands, úr sævarhrakning, mæddri þjóð;
hans máttarorð þá morgungeisla sendir,
sem myrkrið flýr; þeir kveíkja andans glóð.
íslenzkt vor
Sé eg rísa vorsins veldi,
Vötn og jökla i Ijóssins eldi,
Vakna undan vetrarfeldi
Viljasterkt og hlýtt
Kveður hljómsveit hlýrra dala
Hljóðar raddir hvísla, tala.
Er sem heyri eg ungbarn hjala
Ástar-milt og þýtt.
Vorsins andi vœnn og gður
Vakir yfir þreyttri móður
Einnar nætur gamall gróður
Gægist upp mót sól.
FjaUaloftið fyllist tárum
FeUur dögg á jörð í sárum
Svífur geisli á silfurbárum
Sveipar dal og hól.
Bráðum verða grænar grundir
Gengur sól ei lengur undir,
Verða að nýju feginsfundir,
Fagnar land og þjóð.
Jörðin djúpan dregur anda
Dagur skin til beggja hamda
Elfur kveða um ós og sanda
Upprisunnar Ijóð!