Lögberg - 21.12.1933, Síða 3

Lögberg - 21.12.1933, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER, 1933 3 « * Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga <(©&©©©S»&S«‘©«©©$í«e©^e©«^©©««í*©©««*-V-SisVl»,S* Til Bethlehem, til barns- ins vil eg fara Jólahugleiðingar eftir séra Bjarna Jónsson, dómkirkjuprest. Nú er jólum fagnað um allan kristinn heim. En hugurinn leitar ávalt til minna fyrstu jó'la, er fjárhirðarnir tóku á móti jóla- boðskapnum, og þeir trúðu því, sem við þá var talað, og sögðu: “Vér skulum fara rak- leiðis til Bethlehem og sjá þennan atburð, sem orðinn er og Drottinn hefir kunngjört oss.” Þeir ,sáu þá sjón, sem þeir vegsömuðu Guð fyrir. Þeir sáu, að “fátæk móðir vafði’ hinn blíða helgri í sælu að hjarta sér.” Hirð- arnir eru hinir fyrstu, sem koma á þann stað, þar sem frelsarinn fæddist. En á eftir þeim koma miljónir manna úr öllum áttum heims. 1 Bethlehem er elsta kirkja kristninnar. Konstantínus keisari og Helena móðir lians lét byggja hana. Allar kirkjur frá þeim tím- um (í byrjun 4. aldar) eru horfnar, en kirkj- an í Bethlehem hefir staðist stormana. Oft hefir litið svo út, að nú væru dagar hennar taldir, en alt af hefir henni verið bjargað, þó að henni hafi verið búið tjón og hótað ger- eyðingu. Á 7. öld fóru Persar herskildi um landið helga, rændu og brendu kirkjur. Mörg hundruð kirkjur eyddust, en fæðingarkirkj- unni í Betlilehem var hlíft. Sagan segir, að þegar ræningjarnir persnesku komu að kirkj- unni, hafi þeir yfir dyrunum séð mynd af vitringunum frá Austurlöndum, en vitring- arnir voru í persneskum búningum. Þá hættu Persar við áform sitt. Þeir vildu ekki brenna það hús, þar sem persneskir menn voru látnir gæta dyranna. Sama ár sem kristni var lög*tekin á Is- landi, gaf kalífinn E!1 Hakim þá skipun, að allar kristnar kirkjur í ríki hans skyldu eyði- leggjast. En kirkjan í Bethlehem komst und- an eyðingunni. Á krossferðartímunum lögðu Arabar fjölda margar kirkjur í rústir, og höfðu ákveðið, að Bethlehemskirkjuna skyldi rífa niður. En þá leituðu íbúar Bethlehem á náðir Glotfreds frá Bouillon, og hann sendi Tanered riddara og með honum hersveit kirkjunni tli verndar. Kirkjunni var bjarg- að. Fáni Tancreds blakti yfir kirkjunni, munkarnir sungu lofsönginn (Te deum), og fögnuður var meðal bæjarbúa. Margar öldur hafa skollið á kirkjunni, en hún stendur enn í dag. Þar hafa margir komið, fagpiandi og grátandi. Þar hefir mörghátíðin verið haldin. Árið 1101, á sjálfri jólahátíðinni, var Baldvin, einn hinna merk- ustu krossfarenda, krýndur konungur yfir Jerúsalem. Fór sú athöfn fram í fæðingar- kirkjunni. Það geymast margar sögur, er segja frá árásum á þessa kirkju, en nú í dag fyllist hún af lofsyngjandi söfnuði. Þar eru nú haldnar * jólaguðsþjónustur, og margir ganga nú niður í hellinn undir háaltarinu, og þar má í einu horninu líta silfurstjörnu, sem fest er við gólfið, og þar sézt áletranin: ‘ ‘ Hic de virgine Maria Jesus Christus natus est.” — “Hér fæddi María mey Jesúm Krist.” Þeir eru margir pílagrímarnir, sem kom- ið ihafa á þennan stað og í auðmýkt og með þakklætji hugsað um (fagnaðarboðskap jól- anna: “ Yður er í dag frelsari fæddur.” Lít- um á þennan fjölda, sem kom til þess að beygja sig í lotningu fyrir barninu. En barn- ið óx, og sagan um hann, sem fæddist í Betlehem, breiddist út um heiminn, eins og dagsbirtan frá austri til vesturs. Á heilagri jólanótt er sem eg heyri fótatak kynslóðanna. Fyrst ganga hirðarnir, og á eftir þeim hinir fátæku og ríku, margir brosandi, margir með tár í augum, mæður með börn í fanginu, öld- ungar og röskir sveinar, sorgbitnar ekkjur og fagnandi yngismeyjar. Eg heyri fótatakið, og eg heyri heilaga hljóma, liver kynslóðin á eftir annari tekur undir englasönginn og á mörgum tungumálum, einnig á íslenzku er sunginn jólalofsöngurinn. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu æfigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. Kirkjan í Betlehem sézt enn í sinni feg- urð. Eú margar aðrar hafa bæst við. Nú eru jólin haldin í hinum veglegustu musterum, þar sem tugir þúsunda kirkjugesta geta kom- ist inn, og jólin eru haldin í litlu kirkjunni, þar sem geta setið 100 manns, og jólasálm-' arnir eru sungnir þar sem hátt er til lofts- ins og ríkmannlegt um að litast, en þeir eru einnig sunghir í litla herberginu, þar sem lágt er undir loftið, og jólasagan heyrist í upp- ljómuðum kirkjum, en hún er einnig lesin fvrir sjúklinginn í fátæklegu herberginu. Hún vekur gleði hjá þeim, sem þrá fögnuð og frið. og hún er dýrmæt gjöf særðu lijarta. Hátíðin er komin, og ómurinn af jólalag- inu berst land úr landi. Eg minnist á jóla- lagið. P’,á sönglög eiga meiri töframátt. Skólakennari í Tyrol bjó lagið til á jólunum 1818, og nú er það sungið um allan heim, og vér syngjum það í kirkjunni og heimahús- um: “Heims um ból, helg eru jól.” Veittu börnunum eftirtekt, er þau syngja, og taktu eftir því valdi, sem hinir heilögu hljómar eiga yfi rhjörtum vorum. Eg liugsa um það, sem skáldið segár: Yetrarnótt geta í vormorgun brevtt vöggubarnanna draumar. Eins geta hugann til himins leitt hreinu tónanna straumar. Hinir hreinu jólatónar leiða hugann til himins, en þeir leiða einmg hugann til ástvina vorra, sem fvrst sögðu oss frá jólunum. Vér vorum börn heima, er vér fyrst sáum jóla- ljósið, og endurminningarnar um jólin eru ná- tengdar minningum um kærleika elskandi vina. Eg sé þetta alt eins og það væri að ger- ast nú. Það var hægt að finna, að jólin voru að koma, og það var heiiagur friður í Reykja- vík á jólanótt. Eg man svo vel eftir hinni liá- tíðlegu gleði. Þegar eg hugsa um heilög jól, þá sé eg birtuna frá hinum eilífa lampa. Þeir, sem fyrst töluðu við mig um jólin, eru farnir liéðan, og svo mega margir segja, sem nú halda jól. En eitt er eftir. Eg held á nýja testamentinu í liendi mér, og les hið heilaga jólaguðspjall, og enn er hin sama gleðifregn flutt, enn í dag heyrum vér jóla- prédikun engilsins: “Óttist ekki, því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Da- víðs. ’ ’ Þessi boðskapur berst víða um löndin. Það er víða hringt klukkum á heilögum jólum. En mér finst eg heyra silfurskæra klukku, sem liringir, og eg veit, að það er verið að kalla á mig. Það eru ekki aðeins jól handa f jöldanum, það er jólagleði boðin hverri einstakri sál. Hér er sá boðskapur, sem nær til fjöldans, og hér er sá boðskapur, sem ætlaður er hinum eina. Eg hefi minst á sögu frá liðnum tímum, bent oss öllum á hina elstu kirkju. Eg hefi bent oss á, hvernig jólasagan og jólalagið berst víða um lieiminn, og hvemig liið hrein- asta og helgasta í hjörtum vorum er í ætt við bjartar jólaminningar. En nú koma jólin til þín. Fjárhirðum fluttu fyrst þann söng Guðs englar, unaðssöng, er aldrei þver; friður á foldu, fagna >ú maður, frelsari lxeimsins fæddur er. Nú er sagt við þig og mig: “Fagna þú maður. ” — Þetta er sagt við þá, sem nú gleðjast, við þá er sagt: Gleðjist í Drotni.— Eitt ber öllum saman um: Jólin eru komin. En sú er tilætlunin með heilögum jólaboðskap, að þetta sé gleði vor: Drottinn kemur. Jólin koma til þeirra, sem brosa. En þau koma einnig til þeirra, sem gráta. Þeir eru margir, sem nú em áhyggjufullir, með sorg 0g kvíða í hjarta. En hugsum um hin fyrstu jól. Hverjum var fregnin flutt ? Hirðunum, sem um nóttina gættu hjarðar sinnar. Hjá þeim stóð engillinn og dýrð Drottins ljómaði • í kringum þá. Enn í dag eru jólin send til þeirra, sem þekkja erfiði næturvökunnar. Jólin hverfa eftir nokkrar stundir. En hin sönnu jól verða eftir, Drottinn sjálfur verður eftir ihjá oss, og þá tölum vér við hann um alt hið erfiða, biðjum fyrir hinum mörgu, sem bágt eiga, biðjum, að aftur megi birta og lít- um á það sem heilagt jólastarf, að bera birt- una til þeirra. Nú er skammdegi, og myrkur grúfir yfir þjóðunum. En jólin koma, og þá fer aftur að birta. Höldum jól með því að biðja, að brátt megi birta yfir landi og Þjóð, yfir atvinnuveg- um, yfir heimilum, yfir öllum landsins börn- um. Treystum Drotni, vel þá fer. Geymum því jólagleðina í hjarta xoru. Það er svo margt, sem vill taka frá oss kjark og gleði En munum eftir því, hvernig næturdimman breytist í dýrðarbirtu. Treystum því, að svo muni enn verða. Tökum á móti honum, sem fæddist á lieilagri jólanótt, horfum á ung- barnið reifað og liggjandi í jötu. Hlustum á lofsöng hinna liimnesku hersveita og segjum: Vér undir tökum englasöng, og nú finst oss ein nóttin löng. Guð gefi öllum, er þetta lesa eða heyra gleðileg jól. — Amen. —Vísir. Ó, talc oss alveg að þér nú; lijá englum þínum vist oss bú. Þú vinur manna allra ert, þótt engir þakki sem er vert. Lát veröld ei fá vald á oss svo víkjum burt frá þínum kross. Nei, lát oss alla ætíð þrá, í engla þinna dýrð að ná. Vor leið má verða bráð sem löng; vor bæn, að fáum þér, með söng, að flytja ástar-óð og prís, á engla vísu’ í Paradís. Vér stöndum hér, í hóp og röð, vor hjörtu til þín vona glöð, að síðar frammi fyrir þér í friði’ og gleði söfnumst vér. Páll Jónsson. KONUNGUR JÓLANNA JÓLA-SALMUR FYRIR BÖRN Eigið lag eða: Ó, guð þér hrós og heiður ber. Hér koma bljúgu börnin smá, sinn bróður litla’ í jötu’ að sjá. Ó, fræddu svo, hvers sál og sinn, að sjái veginn til þín inn. Vér komum fram með kæti og þor, og krjúpum við þín helgu spor. Ó, blessuð kvöldstund, guðs um geim, er góða barnið kom í heim. Þú komst frá háum himnasal, í heimsins lága táradal.— Þar sem þín ekki annað beið en auður stallur, kross og neyð. Ó, guð, hve fáir að því gá, og ekki vilja skilja, sjá, þá kærleiks-fórn að koma hér að kenna’ og reyna’ að bjarga mér. Þín hátíð, Kristur, er lialdin enn, þótt lieimur í sárum flaki. Og við erum kallaðir kristnir menn, þótt kvíði og þjáning vaki með heiðninnar tungutaki. En að því kemur, að sál hver sér, að sorgin að fullu’ ei víkur fyrir tilbeiðslu á þér,—að ónýtt er alt, nema að verða ríkur af vizku, — og verða þér líkur. Við -vandaspurningum vitrust svör þú veitir, og þeim skal sinna, ef mannkynið á að flýta för til framtíðarlanda þinna, og hamingju’ og frið að finna. En fáir kjósa til fylgdar þig og fjallvegu þína kanna miklu færri en signa sig og syngja þér “hósíanna,” þú Meistari engla og manna. Grétar Fells. PROfESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Ofíice timar 2-3 Heimili 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Wlnnipeg, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED TannUeknar 4 06 TORONTO GKNERAL TRUST BUILDING ' Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 546 WINNIPEO H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur lögfrœOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 062 og 39 043 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Dr. A. B. Ingimundson Tannkeknir 602 MEDICAL ARTS. BLDO. Slmi 22 296 Helmllia 46 064 DR. A. V. JOHNSON tslenekur Tannlœkntr 212 CURRY BLDG., WINNIPEO Gegnt pðsthúsinu Simi 96 210 Heimllis 33 338 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Or&ham og Kennedy 8t*. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Helmlll: 6 8T. JAME8 PLACH Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Sts. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Kr aC hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVK. Talslml 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Kr aC hitta frá. kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR 8T. Simi 28 180 Dr. S. J. Johannesson ViCtalstimi 3—6 e. h. 532 SHKRBURN ST.--81ml 30 177 Send Your Printing Orders to Columbia Press Ltd. First Class Work Reasonable Prices A. S. BARDAL 848 SHKRBROOKK ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá bezti. Knnfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talsimi 501 562 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur a6 sér a6 ávaxta sparlfé fðlks. Selur elds&byrgð og blf- rei8a ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svara8 samstundis. Skrifst.8. 96 757—Heimas. 38 838 G. W. MAGNUSSON Nuddlœkntr 41 FURBT STRKET Phone 36 137 81mi6 og semjlC um aamtalHtima J. T. THORSON, K.C. ttlcntkur löofrœOlngur 801 Great West Perm. Bld*. Phone 92 765 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (H&rr). itlenzkur IðgmaOur 405 DEVON COURT Phone 21 459 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LögfrœOlngur Skrifst.: 702 CONFEDKRATION LIFE BUILDINO Maln St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. ttientkur lögfrœOimgur Residence Phorie 24 296 729 SHERBROOKE ST. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDQ., WINNIPBO Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningal&n og eldeftbyrgfl af . ’Mlu tagl. i jone 94 321 f

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.