Lögberg - 21.12.1933, Side 6
r>
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER, 1933
Hallgerður Höskulds-
dóttir
Otvarpserindi eftir séra Ólaf Ólafs-
son, fyrverandi fríkirkjuprest.
Öllum er kunnugt að þessar kon-
ur fara eftir siðalögmáli sinnar tíð-
ar og eftir því eru þær dæmdar, og
fá línkind í dómi. Hví má ekki
Hallgerður dæmast hinum sama
dómi ? Það er í dómum um konurn-
ar, sem eg nefndi, grafist eftir hvöt-
unum, sem stýrðu athöfnum þeirra.
En hjá Hallgerði er það ekki gert,
hvorki af höfundi Njálu né seinni
tíma mönnum. Fyrir svipaðar at-
hafnir eru þær taldar höfðingjar og
hetjur; en Hallgerður “skass” eða
“forað.” Með siðalögmál blóðhefnd-
arinnar í hjartanu og með hinar stór
brotnu lyndiseikunnir og skaphörku
feðra sinna gengur Hallgeröur út í
lífið, og henni er á hálfgerðum
barnsaldri hiundið inn á þá braut,
sem henni er þvernauðugt að ganga.
Hún virðist aldrei hafa eignast
verulegan vin alla æfi sína, nema
ef telja skyldi Þjóstólf, sem var ó-
fyrirleitinn ofstopamaður; og hún
virðist ganga ein og óstudd alla sína
æfibraut, og eins og oft er háttur
geðmikilla manna, að harðna við
hveria pláguna. Iiún eignast þrjá
eiginmenn, og þeir reyndust henni
allir illa, Gunnar á Hlíðarenda líka.
—Hún lagar sig ekki eftir þeim,
og þeir laga sig ekki eftir henni.
Vinir Gunnars sýna henni f jandskap
þegar hún kemur í Rangárþing.
Það voru ekkert óeðlileg orö eftir
því, sem á undan var gengið, er hún
sagði við Gunnar: “Tröll hafi þína
vini.” — Þrátt fyrir mikla kosti,
ættgöfgi og fríðleik, verður alt líf
hennar ömurlegt, gœfusnautt og
gleðilaust; það verður hjá henni,
sem fleirum “annað gæfa og annað
gjörfuleiki.” Hvernig var ekki t. d.
um hetjurnar Grettir Ásmundsson
og Gísla Súrsson?
Við skulum líta frekar á æfiferii
Hallgerðar. — Hún var fædd 940.
Þegar hún er 15 vetra, þá biður
hennar Þorvaldur Ósvífsson undir
Felli á Meðalfellsströnd; þaö heitir
nú Staðarfell. — Hann hafði fátt
sér til ágætis annað en auðlegðina.
Höskuldur faðir Hallgerðar rekur
hana nauðuga til að eiga þenna
mann. — Þá sagði Hailgerður, þó
ung væri, þessi viturlegu orð við
föður sinn: “Mikill er metnaður
yövarra frænda, ok er þat eigi und-
arlegt, at ek hafi nokkvarn.”—Hún
fann þá að sér mundi kippa í kynið,
og sú varð raunin á. — Hallgerður
fer þá, nauðug þó, til bús með manni
þessum. En hún er þá barn að aldri
og vizku, og húsmóðurstörfin fara
henni ekki sem bezt úr hendi; og
þykir mér sem virða hefði mátt það
til vorkunar og færa á betri veg; en
höfundi Njálu hefir fundist annað.
—Það verður búsvelta á þessu
mauraheimili; þá verður Þorvaldur
illur og ber Hallgerði, svo aö stór-
sér á henni. Þá tekur Þjóstólfur
ÚPP þykkjuna fyrir Hallgerði, og
vegur Þorvald.
16 ára kemur Hallgerður heim í
föðurhúsin aftur, orðin ekkja. En
áður en hún fór frá Felli, lauk hún
upp kistum sínum og gaf öllum
heimilismönnum gjafir; Hörmuðu
þeir hana allir,” segir Njála; en
þarna kom fram höfðingslund Hall-
gerðar. — Höskuldur faðir hennar
játaði, að þetta hefði alt farið að
vonum.—Ekkert bendir til í Njálu,
og því síður sannar, að Hallgerður
hafi látið drepa Þorvald. Þjóstólfur
tók það upp hjá sjálfum sér, eins og
fleira. En þegar Hallgerður kemur
austur í Rangárþing, þá fylgja
henni, eða þó líklega öllu fremur
myndast þar þegar um hana þvætt-
ingssögur um, að Hallgerður hafi
ráðið Þorvaldi manni sínum bana,
og að móðurfrændur hennar norð-
ur á Hornströndum séu þeir römm-
ustu galdramenn, sem enginn fái
yfirstigið.—Þessar illgjörnu þvætt-
ingssögur, Hallgerði til ósóma, fær-
ir höfundur Njálu í letur, og ó-
hróðurinn um Hallgerði rennur eins
og nýmjólk eða brætt smér ofan í
hverja kynslóðina eftir aðra.—Þeir
eru ekki kröfuharðir um sönnunar-
gögnin og sannleikann, sem taka
og fleira þessu líkt i garð Ilallgerð-
ar fyrir góða og gilda vöru.
Þorvaldur, fyrsti maður Hallgerð-
ar, var veginn 955. Siðan líða 4 ár ;
þá biður hennar mætur maður,
Glúmur, sonur Óleifs hjalta á
Varmalæk í Borgarfirði. — Þess-
um manni tekur Hallgerður sjálf,
og þenna mann elskar hún og hjú-
skapur þeirra fer yfirleitt vel. Miss-
irin, sem hún var með Glúmi, eru
líka einu sólskinsblettirnir í lífi Hall-
gerðar, eftir bernskuárin í .föður-
húsum. En svo kemur ólánið, sem
einlægt eltir hana í einhverri mynd.
Þau hjónin deila út af Þjóstólfi.
Glúmur rekur henni kinnhest og fer
síðan burt, en Hallgerður er eftir
grátandi. “Hón unni honum mik-
it,” segir Njála, “mátti eigi stilla
sig og grét hástöfum.” — Þá kem-
ur Þjóstólfur enn til sögunnar; en
Hallgerðuf biður hann að láta þetta
mál afskiftalaust. — En Þjóstólfur
fer sínu fram og vegur Glúm. En
THIS IS THE “Success College” 1933-34 STAFF
ONE EFFICIENT COLLEGE
AN ACCREDITED SCHOOL
The “Success” has been ac-
crédited by the Business
Educators’ Association of
Canada.
“The Success” is best known
for its thoroughness. We
operate one efficient college;
we have no branches.
J. C. WAY,
Penmanship Dept.
G. H. LAUGHTOX.
Assistant Principal
H V FERfíURON,
Prpsident and Principal
M. W. THTERRY, M A.
S#*crf>tar1al Dcpt.
C. L. NEWTON,
Accountancy Dept
This Success Col-
lece group of day
School students was
photographed dur-
ing the morning ses-
sion of Friday. Nov
24th. 1933
This group of Success College students, photographed on Friday, Nov. 24, 1933,
is the largest body of students in actual attendance in any Business College in
Canada. They are assembled in the Auditorium of the College, enjoying a lecture
delivered by Mr. H. C. M. Jenkins, an official of the Winnipeg Post Office. This group
includes young men and women from Ontario, Saskatchewan, Alberta, Manitoba
and U.S.A.
LOA EYRIKSON,
Typewritlng Dept.
RITA GOOD, B. A
P.C.T..
Shorthand Dcpt.
When Employment is a Consideration
—The Success College Leads
In our office is a list of 237 “Success” young men and
women who accepted positions in offices since July 1, 1933. We
do not claim to have directly placed all of these, but all were
trained at the Success College, practically all were registered
in our Employment Department since June 30, 1933, and all
have secured either permanent or temporary employment since
July 1, 1933. We ask you, “Is any other Business College in
VVinnipeg, doing for its graduates, what the Success College is
doing for its graduates—in locating positions?” We sincereiy
work for the employment interests of our Graduates—and this,
combined with the general preference for “Success-trained”
office help, means much to "Success” students.
OLIVE G. ST.ATER,
B.Sc.
English Dept.
MABEL ANDERSON,
B.A.,
Shorthand Dept.
New Term, Tuesday, January 2nd
TUITION RATES
ENROLL EARLY
Full I>ay Scssions S 15.00 per
Month.
Half-Day Sessions 810.00 per
Month.
Less than half-day sessions may
be arranged.
Evening Sessdons $5.00 per
Month.
Our office will be open every
day diiring Christmas week he-
tween 8.30 a.m. and 6 p.m. En-
roll early for the Ncw Year term.
Phone 25 843 for an appoint-
ment. Visitors welcome.
MARY RAE,
Shorthand Dept.
ELLEN BRADLEY,
Typewrlting Dept.
J. G. GRANT, C.A
Higher Accountancv
Dept.
ELFIE EYRIKSON
Shorthand T>**pt.
R. G. FERGUSON,
Employment Dept.
>N BLOCK 385 PORTAGE AVENUE
Cor. Edmonton St. and Portage Ave. (Opposite Boyd Block)
Vér óskum öllum vorum íslenzlm vinum
Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýárs
PHONE 23 455
The Sargent Pharmacy Ltd.
Prescription Specialists
K. G. HARMAN R. L. HARMAN
Cor. Sargent & Toronto, Winnipeg, Man.
I
þá sendir Hallgerður Þjóstólf í
dauðann. — Á þessum sorglegu at-
burðum virðist Hallgerður enga sök
éiga; var það satt, sem Höskuldur
sagði við Þórarinn, bróður Glúms,
enda kannaðist Þórarinn drengilega
við það: “Eigi drap ek bróður þinn,
og eigi réð dóttir mín honum bana.”
—Vorið eftir virðist Hallgerður
hafa farið að Laugarnesi, en ekki
heim til föður síns.
Geta iná nærri, að ekki hafa þess-
ir atburðir í lífi Hallgerðar haft
bætandi eða mýkjandi áhrif á lund-
arfar hennar og skapsmuni. Eina
dóttur eignaðist Hallgerður með
Glúmi, hét hún Þorgerður; hún var
fædd 960 og ólst upp hjá móður
sinni. Fara nú engar sögur af Hall-
gerði, þangað til mærin er um það
bil 14 vetra, sumarið 974.
Þá hefst nýr og um leið viðburða-
ríkasti kaflinn í lífi Hallgerðar.
Það sumar kemur Gunnar Há-
mundarson á Hliðarenda úr utanför
sinni, og það snemma, að hann ríður
til þings. Gunnar hefir farið hina
mestu frægðarför, hlotið bæði fé og
frama, og er manna glæsilegastur i
allri framgöngu. — Hallgerður er
líka á þessu þingi, og auðséð, að hún
hefir verið engu óglæsilegri en
Gunnar. Hún er þá hálf fertug, en
hann er þrítugur; hafa þau að lík-
indum verið allra glæsilegasta “par-
ið,” er þá var á Alþingi. — Einn
daginn hittast þau af hendingu, og
var það örlagarík stund í lífi þeirra
beggja. Njála lýsir þeim báðum
rækilega að þessu sinni og segir ljós-
lega frá fundi þeirra. Gunnar verð-
ur þegar ástfanginn í Hallgerði og
mælir þegar til samfara við hana.
En hún er það hreinskilin, að hún
fremur varar Gunnar við, að leggja
hug á hana. “Er þat ekki margra at
hætta á þat,” segir hún; mannvönd
kveðst hún líka vera; en að öðru
leyti vísar hún þessum málum til
föður sins; það er síður en svo,
að hún troði sér upp á Gunnar, og
hún er hreinskilin í öllum svörum
sínum við Gunnar. En Gunnar lét
ekki letjast. Hann gekk þegar til
búða Dalamanna; hittir hann þar
þegar bræðurna Hrút og Höskuld
og ber þegar upp bónorðið. Þeir
bræður eru jafn hreinlyndir og segja
Gunnari ófregit bæði kost og löst á
Hallgerði. Verður það samt úr, að
Gunnar fastnar sér Hallgerði og
skal boð vera að Hlíðarenda. Þeg-
ar af þingi kemur, segir Gunnar
Njáli vini sínum af þessum fyrir-
hugaða ráðahag: en Njáll verður
fár við og spáir Gunnari og vinum
hans mestu hrakspám af völdum
Hallgerðar. En auðvitað verða orð
Njáls til að veikja elsku og traust
Gunnars á konuefni hans og læða
inn í huga hans þeirri hugsun,, að
eins megi búast við, að líklega sé nú
konuefnið allra mesti gallagripur,
þrátt fyrir töfravald fríðleikans.
Njála her þess engan vott, að Gunn-
ar hafi reynst Hallgerði góður eig-
inmaður. Vvert á móti ; við hvert
einasta tækifæri gengur hann í flokk
andstæðinga hennar. ,
Eftir brúðkaupsveizluna á Hlíð-
arenda tekur Hallgerður við bús-
forráðum á Hlíðarenda; segir Njála,
að hún hafi verið “fengsöm ok at-
kvæðamikil.” Sagan mundi ekki
draga fjöður yfir það, ef húsmóð-
urstörfin hefðu farið HallgerSi illa
úr hendi.
Þegar Hallgerður er komin austur
í Rangárþing, þá er einu orði að
segja eins og allir snúist móti henni.
Rannveig Sigmundsdóttir, móðir
Gunnars, er henni frá upphafi afar
þung í skauti; þær eru auðvitað of
lyndislíkar til þess, að þeim geti lynt
saman. Kjaftakerlingar héraðsins
gera sér þegar mikinn mat úr þessari
nýkomnu konu; hún var hvalreki á
þeirra fjöru.
Svo kemur þetta óheilla heimboð
á Bergþórshvoli, og þar brýtur
'Bergþóra á Hallgerði allar sjálf-
sagðar kurteisisregiur, og sjálfsagða
mannasiði þátíðarinnar, eins og eg
henti á í upphafi. — Þær veröa upp
úr því grimmustu óvinir, og átti
Bergþóra á því alla sökina, en Hall-
gerður ekki. En hún var svo skapi
farin, að hún vildi ekki vera horn-
kerling eða hornreka fyrir neinum;
en svo var um flest stórmenni i forn-
öld, og sæta þau venjulega engum
lastmælum fyrir. Hví má ekki Hall-
gerður koma fyrir hinn sama dóm?
Það er fljótt yfir sögu að fara, að
]>egar Hallgerður er komin austur á
Rangárþing, þá er hún ein á móti
öllum, og hún er hvergi hrædd.
Báðir mennirnir, sem hún átti áð-
ur. höfðu barið hana; Gunnar gerði
það líka. En skapsmunir Hallgerð-
ar, eins stórbrotinnar konu, hlutu að
æsast við alla þessa baráttu, sem
hörðust var austur í Rangárþingi.
—Njáll spáði þegar illgjörnum hrak-
spám í garð Hallgerðar; hún myndi
austur þar miklu illu af stað koma.
En Njáll spááði engu um hitt, að
Bergþóra, hans eigin kona, mundi
I verða upphafsmaðurinn að Hjaðn-
ingavígunum miklu, milli Bergþórs-
hvols og Hlíðarenda, sem hann þótt-
ist sjá í anda bak við skuggatjöld
framtíðarinnar; ef hann hefir þá
nokkru sinni um nokkuð af þessu
spáð.
Það er sem sé auðsjáanlegt, að
margt af spádómum Njáls í Njálu
er ekkert annað en þjóðsagnir, sem
myndast hafa þar austur frá eftir
daga Njáls, eða eru tilbúningur af
söguritaranum sjálfum, Njáli til
lofs og dýrðar. En höfundur Njálu
er í mínum augum hlutdrægari eii
söguritara en leyfilegt að vera, og
er það mikill galli á eins merkilegri
bók eins og njála er. En hún verður
að þola það, að hún sé gagnrýnd,
sem hver önnur saga. Framsetning
og málfar Njálu er afbragð; fyrir
það er hún bókmentagimsteinn; en
sagan sjálf er með götum og glomp-
um, og það svo, að sumt er lítt skilj-
anlegt. Hefir því fyrir löngu
myndast sú skoðun, að Njála sé sam-
steypa tveggja sagna og vanti þó inn
i frumorsakirnar að sumum við-
burðunum.
Framh.
Oss þætti gaman að vita, ef þér vissuð um betri mjólk
eða framleiðslu en hjá
MODERN
MJÓLK, RJÓMI OG SMJÖR
Eftir hinni vaxandi tölu viðskiftavina vorra,
þá erum vér vissir um að það er ekki
Sími 201 101
Modern Dalries Limited
Þér getið þeytt rjómann en hvergi fengið betri mjólk