Lögberg - 28.12.1933, Qupperneq 1
46. 4RGANGUR |j > WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. DES. 1933 | ,NÚMER 52
I
KIRKJAN
Áramóta guðsþjónustur í Fyrstu lút. kirtcju
sunnudaginn 31. desember.
v1
£ 1. Hádegis-gnðsþjónusta (ensk) kl. 11 f. h.
2. SíSdegis-guðsþjónusta (íslenzk) kl. 7 e. h. $
vá lolonrli
Heima hjá Birni
og Svövu
“Hvert handtak verður venju fremur
hlýtt;
þá vaknar barnið gðða’ i hverjum
manni."
Guðm. Guðmundsson
ÞaÖ var ekki hávaðasamt að 173
College götu í t. James, föstudag-
inn 15. desember. Þar var enginn
lúðraþytur; engin húrra-hróp; eng-
inn glasalaugumur.
En gle'Öin var þar samt sálræn og
sýnileg í allri sinni dýrð; hin klökk-
sæla, kyrláta gleði, sem ekki sofnar
né deyr að svipstundu liðinni, held-
ur festir dýpri og dýpri rætur í akri
hins andlega manns.
Þau hjón, Björn og Svava Líndal
höfðu verið gefin saman í hjónaband
Um þetta leyti árs fyrir hálfri öld;
og til þess að minnast þess viðburð-
ar heimsóttu þau nokkrir vinir og
nánasta vandafólk. Hefði ekki
staðið þannig á að gullbrúðguminn
hefir verið veikur að undanförnu,
hefði þeim hjónum sjálfsagt verið
haldið fjölment og veglegt samsæti.
En við þetta tækifæri veit eg að
margir hafa verið staddir í anda,
sem ekki gátu mætt sýnilega.
Heimsókninni stýrði A. S. Bar-
dal; las hann upp einkar hlýtt og
vinsamlegt ávarp til gullbrúðhjón-
anna frá sér og konu sinni; verður
það sjálfsagt prentað síðar. Séra
B. B. Jónsson flutti sérlega fagra
og hjartnæma ræðu og sjálfur tal-
aði gullbrúðguminn vel og sköru-
lega—kendi þar glögt hins mikla
vits og hinnar óbilandi karlmensku,
sem hann hefir verið gæddur, og
heldur enn, þrátt fyrir háan aldur
og heilsubilun.
Um leið og A. S. Bardal afhenti
gullbrúðhjónunum mörg ávörp og
heillaóskir, sem honum höfðu borist
til þeirra, afhenti hann þeim bréf
með lítilli gjöí frá heimsækjendum
og fjarstöddum vinum.
Sá er þessar línur ritar, flutti
þeim hjónum fáeinar ferskeytlur,
sem hér birtast.
Til Björns og Svövu Líndal
9. nóv. 1933
“Björn og Svava” hlið við hlið
sé eg glögt í anda:
Inn á lokað sjónarsvið
handabundin standa.
Friðarboði!—framundan
fagrir geislar skína
þegar saman hún og hann
hef ja göngu sína.
/
Þau sér skópu hugarheim
himnaríki fegri;
fyr né siðar fundust þeim
fáir tignarlegri.
Vel þau hafa veginn sinn,
varðað, tengdum mundum,
þó að heiðan himininn
hyldu skuggar stundum.
Okkar landnáms lífi hér
lyfti í hærra veldi;
löngu starfi lokið er;
launin? — þökk að kveldi.
Meðan drenglynd dáum við
dygðir Norðurlanda.
“Björn og Svava” hlið við hlið
hér á verði standa.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Blíðviðri á Fróni
Eftir símfregnum, er birtust í
dagblöðum Winnipegborgar þann
20. þ. m. að dæma voru um þær
mundir slíkir hitar í Reykjavík að
jurtagarðar stóðu þar í blóma, sem
um hásumar væri.
Sigurgeir Pétursson
látinn
Á fimtudaginn þann 21. þessa
mánaðar, lézt á heimili dóttur sinn-
ar að Ashern, Man., Sigurgeir Pét-
ursson frá Reykjahlíð, freklega
áttræður að aldri. Var hann tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
Hólmfríður Jónasdóttir frá Græna-
vatni við Mývatn. Börn þeirra á
lífi: Geirfinnur, bóndi við Hayland
og Kristjana, gift Birni Jónassyni
við Silver Bay. Seinni kona Sig-
urgeirs heitins lifir mann sinn, María
Jónsdóttir frá Þverá í Laxárdal.
Tvær dætur þeirra hjóna eru á lífi:
Hólmfríður, gift Hermanni Helga-
syni í Ashern, og Bergljót, gift
Birni Methúsalemssyni i sama bæ.
Sigurgeir heitinn var glæsilegur
maður og mikill að vallarsýn; hann
var manna skemtilegastur og dreng-
ur hinn bezti. Er með honum á-
gætur íslendingur vestan hafs geng-
inn grafarveg.
Lík Sigurgeirs heitins verður
ekki jarSsett fyr en seinna í vetur,
en á meðan er það geymt í íslenzku
kirkjunni við Silver Bay.
Tvö kvœði
Eftir M. Markússon.
GAMLA ÁRIÐ
í kvöld er klukkum hringt
og kvatt hið gamla ár,
og alt hið liðna yngt
með unað lífs og tár.
1 kvöld er skráð vor skuld
í skýrri lífsins bók,
því reikning heldur huld
sú hönd er gaf og tók.
í kvöld er stundin kær
með kveðju hlýrri þökk.
Hið farna færist nær.
þar faðmar minning klökk.
Vort líf er lögum fest
og leiðin mæld af náð,
en list og lánið mest
að lofa hulið ráð.
Við aftansöngsins óm
og orðin þakkar blíð,
skal hefja gleðihljóm
og heilsa nýrri tið.
Með endurnýjað afl
og ást og bræðra lag,
að leika lífsins tafl
við ljós og sælli dag.
ENNÞA ER HRNGURINN
EAGUR
Eg sá hana unga á árdegis stund
með eldinn af lífsvonum björtum,
svo festum við trygðir með ljósið í
lund
á leið sem að brosti við hjörtum.
Eg gaf henni hring, þar var tengd
okkar trygð
með tállausri gleði á vegi,
en dauðinn kom bitur með húmið og
hrygð
og hamlaði samveru degi.
Með henni eg sælustu sólgeisla naut
þá sumarsins brosti mér dagur.
Eg elska þær stundir unz endar mín
braut,
og ennþá er hringurinn fagur.
Fegurð
(Ensk fyrirmynd)
Fegurð er háreysti fjarskyld:
fallandi lognmjöll ásvörð;
fjaðrir af sviffráum svönum
svífandi hljóðlaust að jörð.
Blöðin af rósanna bikar
berast í kyrþey að mold;
lj ósgeislar—þögulir—leysa
lífið úr hlekkjum á fold.
Ricliard Beck.
Frá Islandi
Frá Fljótsdalshéraði
Heyskapur var þar ágætur og
hey góð. Fé til slátrunar var með
lakasta móti þar eins og víðast
annarsstaðar. Bráðapestar í fé
hefir lítið sem ekkert orðið vart
þar. Þakka menn það aðallega
tvennu, ágæti hins íslenzka bólu-
efnis og að farið er að bólusetja
miklu fyr en áður var !gert. Haust-
ið hefir verið gott.
Drengur fær slag og deyr
Drengur að nafni Ragnar B.
Bjarnason, til heimilis á Vega-
mótastíg 9 hér í bæ, var í gær að
fara í sundlaugina í Austurbæjar-
skólanum, þegar hann hneig nið-
ur á gólfið. Lö!gregluþjónn, sem
var þar skamt fré, tók drenginn
og bar hann inn í lækningastofu
skólans, og dó hann skömmu síðar,
Óskar Þórðarson læknir var kall-
aður til drengsins og áleit hann
og hjúkrunarkonan, að dregnurinn
hefði dáið af slagi. Drengurinn
var í 7. bekk. Bjó hann hjá ömmu
sinni, því foreldrar hans eru bæði
dáin.—JMýja Dagbl. 27. nóv.
Slátrað var með flestu móti hér
í haust. Slátrað hefir verið um
50,000 fjár hjá Sláturfélagi Suð-
urlands í Reykjavík, Hafnarfirði
og Akranesi. Féð hefir verið með
rýrasta móti o!g mun það hvað
mest stafa af ormaveiki í fénu,
sem hefir verið mjög útbreidd hér
sunnanlands.
Frá Akureyri
Hátíðakantata Björgvins Gu$-
mundssonar við Alþingishátíðai-
l'jóð Davíðs Stefánssonar var
sunginn 21. og 22. nóv. fyrir fullu
húsi og við góðan orðstír.
Margt utanbæjarfólk kom til þess
að hlusta á kantötuna.—Afli hefir
verið dágóður undanfarið, en
skort hefir nýja beitu, því lítil síld
hefir veiðst. —- Skarphéðinn Ás-
geirsson, ungur maður, hefir um
hríð stundað leikfangagerð hér o'g
þykja leikföng þessi smekkleg og
ódýr.—Þessar bækur eru nýkomn-
ar út hjá Þorsteini -Jónssyni bók-
sala: Gríirta, 9. hefti; Kristrún í
Hamravík, eftir Guðmund Haga-
lín; Fótatak manna, eftir Halldór
Kiljan Laxness; og Nýjar kvold-
vökur, síðasta ársfjórðungshefti.
Ennfremur fullprentuð ljóð “Þú
hlustar Vör,” eftir Huldu, útgefin
sem handrit í fáum eintökum.—
F.Ú.
Hraðfrystistöð Ingólfs Espholins
Ný útflutningsvara
Það hefir verið áður sagt frá
því í Morgunblaðinu1, að gert hafi
verið tilraun með að selja íslenzkt
skyr í Lundúnum. Þá var aðeins
að ræða uirí lítilfjörlega tilraun,
en skyrið rann út og þótti ágætis-
matur. Það voru því talsverð lík-
indi til þess, að vandað skyr gæti
orðið þýðingarmikil útflutnings-
vara, ef vel væri haldið á. Skyr
þetta var þó sent blátt áfram í
kvartili, en var auðvitað glænýtt
«r það fór héðan.
Nú er verið að gera aðra tilraun
stærri og vandaðri. Hugvitsmað-
urinn Ingólfur Espholin hefir gert
rækilegar tilraunir með hraðfryst-
ingu á skýri og kom það í Ijós
að slíka hörkufrystingu þoldi skyr-
ið vel, þó hitt hafi verið gömul
búmannsreynsla, að skyr þyldi
ekki að frjósa. Þó var sá hængur
á þessu, að hraðfrystiaðferð sú,
sem hér er notuð (sænska frysti-
húsið) hentaði ekki alls kostar við
skyrið, svo að Espholin varð að
láta smíða sérstaka frystivél eftir
sinni fyrirsögn og frystir hún vör-
urnar í snotrum umbúðum. Skyr-
ið er til dæmis mótað í ferhyrndar
plötur eða skökur, gagnsæ, gljá-
himna er lögð utan um plötuna,
og hún fryst þanga ðtil hún er
beingödduð.—Skökurnar eru af
ýmsum stærðum, svo að þær henti
í eina máltíð handa heimili.
En hvernig á svo að geyma þetta
gaddaða skyr og flytja það langa
leið, án þess að það þiðni? Fram
úr þessu hefir A. E. ráðið þannig,
að skökunum er raðað í sérstak-
lega gerða pappakassa, sem ein-
angra svo vel fyrir hita, að skyrið
■helst frosið í 10 daga, og jafnvel
eftir 3 vikur er hitinn ekki yfir
2—4°. Það má því segja að brota-
laust sé að senda það þvert á
land, sem vera skal, og er það
mikill kostur.
Eg hefi fengið sýnishorn af
þessu frosna skyri frá Espholin.
Mér þótti það ekki allkostar senni-
legt, að skyrið skemdist ekkert af
frostinu', en víst er um það, að
betra skyr hefi eg aldrei bragðað.
Sama sögðu allir, sem borðuðu
það. Eg þykist viss um, að I. E.
hefir hér fundi, örugga aðferð
til þess að koma skyrinu óskemdu
og ósúru til útlanda, og mætti þar
verða ótakmarkaður markaður
fyrir skyr, ef alt gengi sem bezt.
Nú er eftir að vita hve giftusam-
lega honum tekst að selja skyr
sitt, hvort innflutnirígstollur eða
aðrar torfærur rísa upp. Honum
hefir tekist að semja við mikla
matsölustaði í Lundúnum um söl-
una, og sýnist það álitleg byrjun.
Nú langar I. E. til þess að nota
frystistöð sína til fleira en að
frysta skyr. Hann hefir og reynt
að frysta nýjann fisk. Er fiskur-
inn glænýr og tárhreinn skorinn
niður í hæfilega stór stykki í eina
máltið handa heimili; gagnsærri
gljáhimnu er vafið um hann og
síðan eru stykkin hraðfryst. Þessi
fyrsti fiskur virtist svo igóður, sem
glænýr fiskur getur orðið, og má
það ótrúlegt heita, ef ekki er unt
að fá mikinn markað fyrir hann
erlendis. Þá hefir hann og fryst
lifur og m'áske önnur matvæli og
lætur vel af.
I. E. bauð mér að skoða frysti-
stöð sína á Norðurstíg 4. Þrifan-
legt var þar umhorfs og öllu hug-
vitssamlega komið fyrir, en ei!gi að
síður er húsið ekki svo gott og
fullkomið sem vera skyldi. Ef til-
raun hans tekst vel og varan selst
sæmilega erlendis, þá kemst stöð-
in bráðlega í húsakynni, sem
henni séu samboðin. Hér er að
ræða um þýðingarmikla nýjung í
atvinnuvegum vorum, sem vel
mætti verða auðsuppspretta fyrir
oss, Eg fæ ekki betur séð, en að
þessi byrjun sé svo álitleg, að
ekkert mjegi til spara til þess að
hún geti náð vexti o!g viðgangi.—
(G. H.)—Morguríblaðið.
Svalt jólaveður
Á jóladaginn var óvenju svalt
veður hér í borg, 39 stig neðan við
zero. Var það kaldasta jólaveður í
sögu borgarinnar, að því er dag-
blöðunum segist frá.
Atta menn drukna
Siglufirði 4. des.
Á sunnudaginn leituðu fimm bát-
ar af Siglufirði, að trillubátum þeim,
sem vantaði á laugardaginn.
Vélbáturinn “Haraldur” fann bát
þann, sem vantaði frá Siglufirði
austur í Eyjafjarðarál. Var bátur-
inn marandi i kafi og mannlaus.
Tók “Haraldur” bátinn og dró
hann til Siglufjarðar.
Er talið, að slysið hafi þannig
viljað til að alda hafi skollið yfir
bátinn og sprengt seglið, sem yfir
hann var strengt, en báturinn þá
fylst af sjó og honum hvolft, en
komist á kjöl aftur, eftir að menn-
irnir voru viðskila við bátinn. Af
vélinni varð séð, að báturinn hefði
verið á fullri ferð, er slysið bar að
höndum.
Af bátnum frá Bæjarklettum
fann vélbáturinn “Gunnar” brak úr
vélaskýli, bensíndunk og línukrók.
Á Sigluf jarðarbátnum druknuðu:
Þorleifur Þorleifsson frá Staðar-
hóli, einn hinna gömlu hákarlaskip-
stjóra héðan, ekkjumaður, er átti
uppkomin börn. Þorvaldur sonur
hans um þrítugt og Hartmann Jón-
asson 18 ára, báðir ókvæntir. — Á
bátnum frá Bæjarklettum fórust:
Jónas Jónsson frá Móhúsi, Jóhann-
es yngri Jóhannesson frá Vatns-
enda, Jóhann Eggertsson frá Ósi og
Eggert sonur hans. Jóhann og
Jónas frá konum og börnum.
En auk þess tók út Jóhann bónda
Jónsson frá Glæsibæ, af bát, er
komst af. —Mbl.
Áátand og horfur
í Paleálína
Fyrir nokkru var bjrt grein hér í
blaðinu um ástand og horfur í Pale-
stina. Þar var þess m. a. getið, að
leiðtogum Araba mundi mjög um að
kenna óeirðir þær, sem orðið hefði
í landinu, og ennfremur, að mót-
þróinn gegn innflutningi Gyðinga
væri ekki á rökum bygður. — Við
þetta er vert að bæta, að í London
Daily Mail er litið nokkurum öðrum
augum á þessi mál en í grein þeirri,
sem stuðst var við í fyrnefndri
grein í Vísi. Daily Mail telur, að
Arabar hafi haft fylstu ástæður til
umkvartana sinna og mótþrói þeirra
sé réttlætanlegur. Arabar eru, að
sögn blaðsins, 73% af íbúatölu
Palestina, Gyðingar aðeins 13%.
Mjög aukinn innflutningur Gyðinga
hlýtur því að hafa alvarlegar afleið-
ingar í för með sér, að áliti blaðsins.
“Það er hvergi hægt að koma inn-
flytjendunum fyrir nema á svæðum,
þar sem unt er að stunda búskap, og
þar sem Arabar hafa verið flæmdir
á brott, svo Gyðingar gæti k.omist
að. Verði ekki unnið að því að
sinna réttlátum kröfum Araba mun
ástandið fara versnandi. Bretar eiga
það á hættu, að spana Múhameðs-
trúarmenn alment upp á móti sér,
ekki einvörðungu í Palestina og ná-
grannalöndunum, heldur og í Ind-
landi, ef þeir taka ekki tillit til krafa
Araba.”
Frá Rússum
Samkvæmt skýrslum, sem birtar
hafa verið yfir fyrstu níu mánuði
yfirstandandi árs hefir framleiðsl-
an á verkamann í þungaiðnaðinum
rússneska aukist mikið, en jafn-
framt er um mikla framför að ræða
að því er framleiðslugæði snertir.
Framleiðslu aukningin miðað við
sama tímabil í fyrra nemur 9.6% í
þungaiðnaðinum. — Mikla eftirtekt
vekur í Rússlandi hve framleiðslu-
geta einstakra verkamanna hefir
aukist, eða frá 16—50%. Þykir
því augljóst, að svo sé nú komið,
að rússneskir verkamenn séu komnir
yfir örðugasta hjallann, á þeirri leið,
að verða færir í að stjórna og vitna
skýrslur um þessi efni í verksmiðj-
unum í Stalingrad og Gorki bif-
reiðarverksmiðjunum. Aukning sú,
sem að framan var nefnd, í þunga-
iðnaðinum, var minni en stjómin
hafði gert ráð fyrir. Samkvæmt
áætlunum átti framleiðslan að auk-
ast um 21 % á þessu ári.
Vöxtur íslenzkra skólabarna. .Dr.
Gunnlaugur Claessen sagði frá því í
útvarpserindi sínu i fyrrakvöld, að
samkvæmt athugunum Ólafs Helga-
sonar læknis, og eftir athugun á 4
þúsund skólabörnum í Reykjavík,
væri þau að vexti og þyngd fremri
börnum á sama reki í barnaskólum
í Osló og Kaupmannahöfn. Taldi
líeknirinn þetta koma heim við at-
huganir Guðm. prófessors Hannes-
sonar á sínum tíma um mælingar
fullorðinna karlmanna hér á landi,
en samkvæmt þeim eru íslendingar
hærri vexti en aðrir Norðurlanda-
búar.
Prestskosning fór fram að Barði
í Fljótum 10. þ. m. og hlaut prest-
urinn, sem þar er settur, Guðmund-
ur Benediktsson öll atkvæðin.
Hvítabandið hefir fengið leyfi hjá
stjórnarráðinu til þess að starfrækja
sjúkrahús hér í bænum, með því
móti að taka ekki berklasjúklinga
eða aðra, sem hafa næma sjúkdóma.
Metúsalem Stefánsson búnaðar-
málastjóri fór fyrir nokkru til Nor-
egs til þess að kynna sér eftirlit
refaræktarbúa og skipulag í refa-
ræktarmálum Norðmanna.—Einnig
fór hann til London á skinnamarkað
þar.
Samvinnuútgerðarfélag hefir ver-
ið stofnað á Eskifirði. í fyrra á
þinginu fékk félagið ríkisábyrgð
fyrir 120 þúsund króna láni tij þess
að kaupa fyrir skip og byrja rekst-
ur. — Félagið er nú að láta smíða
4 mótorbáta, 3 i Danmörku og einn
í Noregi. Er búist við að þeir verði
búnir um nýár. Stærð þriggja bát-
anna er 17—20 tonn, en einn bát-
urinn er 50 tonn. — Framkvæmdar-
stjóri er ráðinn Jón Jóhannsson
skipstjóri héðan úr Reykjavík.
Tíminn 4. des.
Utvarpsræða konungs
Á sunnudaginn var hafði Kalund-
borgarstöðin nokkra útvarpsþætti,
sem ætlaðir voru fyrir Dani og Is-
lendinga I Vesturheimi. Kristján
konungur flutti þar ræðu. Leiknir
voru þjóðsöngvar þjóðanna. Paul
Reumert leikari las upp.
Washington 4. des.
Útvarpsávarp Kristjáns konungs
X. til íslendinga og Dana, sem bú-
settir eru í Ameríku heyrðist vel
þar sem til hefir spurst.
Nokkrir hlustendur í Reykjavík
hlustuðu á útvarp þetta frá Kalund-
borg.
Mbl. 5. des.
Atvinnideysi minkar að miklum mun
á Bretlandi.
Tala atvinnulevsingja var þ. 20.
nóvember 2,280,017. Nemur fækk-
unin frá því í fyrra mánuði 18,736
og fyrir einu ári voru atvinnuleys-
ingjar 519,789 fleiri en nú. At-
vinnuleysingjar eru færri nú í Bret-
landi en nokkru sinni frá því í okt.
1930.