Lögberg - 28.12.1933, Side 4
4
LÖGBERG, ÍGMTUDAGINN 28. DESEMBER, 1933.
Hogberg
OeflB flt hvern fimtudag af
THtt COLXJMBIA PRE88 LIMITED
695 Sargent Avenue
Wlnnipeg, Manitoba.
Utan&akrift ritatjðrans.
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Terfl $S.OO •* áriO—Borgist fyrirfram
n»e "Lösberg” ls printed and published by The Columbia
Prees, Limited, 695 Sargent Ave.. Winnipeg. Manitoba
PHONEB 60 327—86 328
Straumhvörf
Svo má segja að enn einu sinni hafi vitar
hverfanda árs sloknað út, og að innan skamms
verði nýtt ár hringt inn í staðinn.
Minningar, ýmist svipljúfar, eða sorgum
blandnar fylgja gamla árinu úr hlaði. Hið
komandi ár bíður ennþá fram undan, og
þar af leiðandi er flest á huldu um þá atburði,
er það kann að fela í skauti sínu; þó mæna
þangað miljónir manna og kvenna björtum
vonaraugum, því öllum er ljóst að hvernig svo
sem lukkuhjól þess snýst, þá verður það samt
engu að síður óendanlega mikilvægur dropi í
framtíðarinnar mikla meginsæ,—dropi, sem
haf framtíðarinnar má með engum hætti án
vera. Sérhvert ár hlýtur ósköpin öll af ó-
ráðrium draumum í vöggugjöf; hvemig fram
úr þeim ræðst, verður óneitanlega að allmiklu
leyti undir oss sjálfum komið; hvernig, og
með hvaða hjartalagi að vér sinnum þeim
hinum mörgu, mikilvægu málefnum, er oss
verða falin, og úrlausnar bíða.
Við áramót þau, sem nú fara í hönd, sem
og reyndar við öll önnur áramót, blasa hinar
ýmsu hliðar lífsins vafalaust næsta misjafnt
\úð augum einstaklingsins:
“Einum lífið arma hreiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Veikt og sterkt í streng er undið
stórt og smátt er saman bundið. ”
Ganga má út frá því sem vísu, að ýmsir
felli sölt saknaðartár nú um áramótin, um
leið og náttvængjuð sorgin flögrar yfir heim-
ilum þeirra, sökum örbirgðar, ástvinamissis,
slysa, eða annars mótlætis; slíkt skal verða
hlutskifti hins komanda árs, ef alt skeikar
að sköpuðu, að veita öllum þeim, er líkt er
ásatt með, lífstein þann, er fægja skal og
endurgræða sárin.
Heima á Fróni mun afkoman efnalega
hafa verið í betra meðallagi; veðrátta hag-
stæð, og afurðir lands og sjávar selst við
sæmilegu verði; mun því annað ekki með
sanni sagt, en að framtíðarhorfur þar séu
j’firhöfuð góðar, þótt kreppunnar kenni þar
vafalaust eitthvað á vissum svúðum.
Hér með oss, er Canada byggjum, hefir
á margan hátt verið hart í ári upp á'síðkastið,
og verður óhagstæðri verðáttu þó ekki um
kent; en margvíslegt öfugstreymi á sviði við-
skiftalífsins, lágvirði hinna ýmsu fram-
leiðslutegunda og þar af leiðandi hörgull á
gjaldmiðli, hefir sorfið, og sverfur enn,
þröngt að. Atvinnuleysið er enn ískyggi-
lega víðtækt, þó fremur muni nú horfur á að
veigameiri tilraunir í >á átt að ráða bót á því,
muni gerðar verða á næstunni, en við hefir
gengist síðustu árin; hefir biðin verið löng,
og mjög reynt á þolrif þjóðarinnar.
Frá náttúrunnar hendi, er Canada auð-
ugt land af margskopar fríðindum. Það er
því þyngra en tárum taki, að í landi, sem
þannig er ástatt með, skuli tugir þúsunda
vinnufærra manna og kvenna, sitja auðum
höndum, og hafast eigi að. Þeir menn, er
frumkvæði eiga að varanlegri viðreisn á þess-
um sviðum, hvaða flokks sem þeir teljast til,
munu hasla sér ógleymanlegan völl í sögu
þessarar ungu, framsæknu þjóðar.
Að svo mæltu óskar Lögberg íslending-
um, hvar í heimi sem er, góðs og gæfuríks árs.
Megi ár það, er senn verður hringt inn, verða
vakandi vitni að bálför úlfúðar, tortryggni og
hefndarhugs, en greiða í þess stað sólskini
og sættaryú veg inn að sérhverju mannlegu
hjarta!
Þjóðbrautakerfið canadiska
Sú breyting hefir nýlega verið gerð á
framkvæmdarstjórn þjóðbrautakerfisins —
Canadian Xatiomil Railways, að fulltrúaráð,
skipað þrem mönnum, hefir yfirumsjón þess
með höndum fyrst um sinn; er þetta gert að
ráðstöfun sambandsstjórnarinnar. Forseti
fulltrúhráðsins er C. P. Fullerton, dómari, sá
er gegnt hefir forsetaembætti í hinu cana-
diska járnbrautarráði síðustu þrjú áfin og
getið sér hinn bezta orðstír. Mælist skipun
hans vel fyrir í þessa nýju ábyrgðarstöðu.
II.
Sitt af hverju
i.
Það er löngum sagt um okkur gömlu
mennina að við séum svartsýnir og tortryggn-
ir. Að við sjáum galla og missmíði á öllum
hlutum, og vekjum með því óánægju og von-
leysi. Vera má að þetta sé satt, að minsta
kosti að nokkru leyti. Það mun lengstum
hafa verið svo að eldri kynslóðinni er brugð-
ið um íhald og fastheldni við fornar venjur.
Þar á móti*hefir yngri kynslóðin þótt nýj-
ungagjörn, og hætt við að rasa fyrir ráð
fram. Hefir þar jafnan þótt vandrataður
meðalvegur. A þessum “síðustu og verstu
tímum” hagar mörgu á annan hátt en áður.
Það er svo fátt nú sem getur vakið glæsilegar
vonir, að enda unga fólkið er að mestu leyti
hætt að byggja loftkastala. Þeir af yngri
kynslóðinni, sem annars hugsa nokkuð um
framtíðjina, eru vondaufir og stefnulitlir.
Hvað er þá líklegra, en að við gömlu menn-
irnir séum svartsýnir? Að vísu fáum við
fögur orð frá stjómarvöldunum aí og til.
Okkur er sagt að nú sé að greiðast úr vand-
ræðunum, og hagur fólksins sé óðum að batna.
Með þessu á að kenna okkur að setja alt okk-
ar traust á stjórnina. Þaðan eiga allar um-
bætur að^ koma; þetta væri nú gott og blessað
ef maður sæi samtímis nokkrar umbætur til
hagsmuna fyrir bændur úr þeirri átt. En það
er öðru nær en svo sé. A þessu ári hafa af-
urðir bænda af gripabúum farið stórum lækk-
andi. Skattar og gjöld hafa farið hækkandi,
og verð á flestum búðarvörum hefir hækkað
að mun.
Útlitið er því ekki glæsilegt, enda eru
margir bændur daufir í dálkinn og vonlitlir
um framtíðina. En það dugar ekki að víla og
barma sér. Við vorum vanir miklum örðug-
leikum heima á gamla landinu, og stundum
verri en vð höfum við að stríða nú. En þeir
voru nokkuð á annan hátt. Þeir voru að
mestu leyti sprottnir af óblíðu náttúrunnar
og ónógum samgöngum við önnur lönd. Þá
dugði ekki að treysta á stjórnina, eða kenna
henni um það sem aflaga fór. Menn urðu að
treysta á sjálfa sig, og “duga eða drepast.”
Hér hagar mörgu á annan veg en heima.
Það er hvorki tíðarfar eða samgönguleysi,
sem kreppunni veldur, þar eru þau öfl að
verki, sem við ráðum ekki við. En þó mun
verða ráðlegast nú eins og fyr, að treysta
mest á sjálfan sig, minna á náungann, en
minst á stjórnina.
Hvað er þá eðlilegra en að athuga það,
sem aflaga fer hjá okkur heima fyrir, og
reyna að sneiða hjá skerjum þeim, sem við'
höfum rekist á að undanförnu,
Þeir mundu fara að hlæja, sveitungar
mínir, ef eg færi að kenna bændum að búa, og
tæki sjálfan mig til fyrirmyndar. Það veit
enginn betur en eg, að eg hefi aldrei búmaður
verið. En eg hefi séð og viðurkent í hverju
mér hefir verið mest ábótavant, og eg hefi
séð að það sama hefir hent marga aðra. Dæmi
mín og þeirra manna ættu því að geta orðið
öðrum til viðvörunar.
Gallarnir á búnaðarháttum okkar hafa, í
stuttu máli verið þessir: Yið eyddum of
miklu í góðu árunum áður en kreppan kom á.
Yið höfum samið okkur of mikið -að háttum
stórbæjabúa, með byggingar og ýmsa híbýla-
háttu. Við höfum lagt of mikla stund á að
fjölga gripum, en minna hugsað um að eiga
góða gripi, og að hafa sem mest afnot af
þeim. Við höfum ekki notað löndin okkar
eins vel til heimilisþarfa og búbóta, eins og
hægt hefði verið með litlum tilkostnaði. Við
höfum lagt of mikla peninga í bifreiðar og
ferðalög með þeim, síðasta áratuginn. — 1
öllu þessu hefi eg gjört mig sekan meira og
minna, og svo mun vera um fleiri bændur hér
um slóðir. Þeir, sem hafa sneitt hjá þessum •
skerjum, standa nú vel að vígi, o>g geta boðið
kreppunni byrginn um langan tíma.
Það hefir ekkert að þýða fyrir okkur að
víla og væla yfir kreppunni. Hún er ekki
okkur að kenna, og við getum ekki ráðið bót
á henni. Við hefðum að vísu getað verið bet-
ur undir hana búnir, en það þýðir ekkert að
æðrast um slíkt. Það eina* sem við getum er
að beita þoli og láta ekki bugast. Reyna að
læra af reynslunni og aka seglum eftir vindi.
Rennum huganum til landnámsáranna, ög þá
munum við finna örðugleika, sem ekki voru
betri viðfangs en kreppan. “Öll él birta um
síðir, ’ ’ og svo mun verða um kreppuna. Horf-
um því vongóðir fram í tímann, því alt er
breytingum háð í heimi þessum. Stjórnar-
farið í þessu landi þarf að breytast. Héraðs-
stjórnin þarf að breytast. Heimilisstjórnin
og heimilislífið þarf að breytast. 0g alt hlýt-
ur þetta að breytast áður en langt líður; að
minsta kosti þegar það er búið að kollhlaupa
sig. En vonandi er að breytingin komist á
áður en alt kemst í óefni.
Þá eru skólarnir okkar eitt, sem
eg vildi minnast á. Það er mikið
látið af þeim, og margbrotið og dýrt
er fyrirkomulag þeirra. Þó virðist
mér árangur af þeim lærdómi helst
til lítill. Barnaskólana þekkjum við
bezt sveitamenn. Þeir eiga að búa
börnin okkar undir að verða nýtir
menn í okkar hóp, því fátt af börn-
um okkar getur gengið mentaveginn,
og orðið embættismenn. En þetta
mishepnast í flestum tilfellum.
Börnin eru látin læra ósköpin öll af
reglum og hinum og þessum
lærdómi, en þeim er lítið kent
að hugsa, eða að hagnýta þenn-
an lærdóm. Þau eru ofþreytt
á námsgreinum, sem þau skilja ekki
til hlýtar og kunna ekki að hagnýta,
þau fá leiðindi á þessu, og inna það
af hendi eins og ógeðfelt skylduverk,
sem ekki verður hjá komist. Þegar
þau sleppa svo úr þessari prísund,
tína þau flestu niður, sem þau hafa
lært. Eg hefi að minsta kosti aldrei
orðið þess var, að börn, sem hafa
farið gegnum barnaskóla reyni
nokkuð til að halda við sig því,
sem þau hafa lært þar, þvi síður að
auka við það. Það er þvt annað-
hvort að þau álíta að þau séu búin
að læra alt, sem þau þurfa að læra,
eSa að þau hafa fengið svo mikla
óbeit á skólalærdóminum að þau á-
líta hann óþarfan og einskisvirði.
Hvorttveggja er jafn skaðlegt.
Skólarnir eiga að vekja mentaþrá
hjá börnunum, en ekki óbeit á námi
eða mentahroka. Að vísu eru margir
kennarar i sveitum ekki starfinu
vaxnir, sem varla er von. Elestir
eru þeir unglingar, sem nýlega eru
komnir gegnum þessa sömu skóla, og
svo eru þeim settar svo strangar
reglur með kensluna að þar má engu
breyta. Greindari börnin verða að
bíða eftir þeim tornæmu, og hafa
því ekkert að gjöra tímum saman;
en á skólanum verða þau að vera.
Það hlýtur líka aS vera ofætlun ein-
um kennara að kenna mörgum börn-
um á öllum aldri, allar þær náms-
greinar, sem fyrirskipaðar eru, svo
vel sé.
Námsgreinarnar eru máske ekki
of margar, en of umfangsmiklar og
erfiðar. Skólatíminn of langur (9
mánuðir). Börnin eru ofþreytt á
svo löngum tíma. Þar sem langt er
að sækja skóla, eins og víða er í
sveitum, geta börnin ekki byrjað
skólagöngu fyr en þau eru 6—7 ára,
og falla þó oft margir dagar úr
vegna tíðarfars. Þessi börn hafa þvi
ekki lokið námi fyr en þau eru 15—
16 ára. Er það mjög viðkvæmt
fyrir efnalitla foreldra að missa þau
frá vinnu allan þann tíma. Auk
þess missa börnin tækifæri til að
venjast vinnu og læra vinnubrögtS,
og fá því fremur ógeð á vinnunni.
Þau dragast frá heimilislífinu, og
missa samúð og samvinnu með for-
eldrunum, og líta smáum augum á
alt, sem heima gerist. Auðvitað eru
hér heiðarlegar undantekningar, en
þetta mun, þvi miður, vera það al-
menna.
Það má vel vera að þessi tilhög-
un á barnaskólum gefist betur í bæj-
unum en i sveitum. Þar eru skólar
fullkomnari, og margir kennarar,
sem kenna hver sínum flokki. En
hvergi munu þeir koma að góðum
notum. Það er of mikið kent á
barnaskólunum af því sem fremur
heyrir til æðri skólunum. ÞaS kem-
ur þeim að engum notum, sem ekki
eiga kost á framhalds skólagöngu.
En þau börn eru fá af hundraði.
Það sýnist því misráðið að búa öll
börn undir háskólamentun, aðeins
vegna þeirra fáu, sem geta haft þess
not.
Að sönnu fara allmargir unglingar
úr sveitum á miðskóla í bæjunum, en
sárfáir á æðri skóla. Fáir þeirra,
hygg eg, að fari þangað af þrá eftir
meiri þekkingu. Þeir munu vera
fleiri, sem þrá bæjarlifiS og skemt-
anir þær, sem þar bjóðast, og svo
vinnulitla daga, að loknu námi.
Margir þeirra uppgefast við námið
á miðri leið, en reyna svo að fá sér
hæga atvinnu í bæjunum. Sveita-
vinrrn forðast þeir í lengstu lög.
Takmarkið fyrir flestum þeirra er
námi ljúka, er að verða barnakenn-
arar. Það er hæg atvinna, og hefir
verið allvel launuð. En nú eru
kennarar orðnir miklu fleiri hér i
fylkinu en þörf er á, svo ekki er
það lengur álitleg atvinna.
Barnaskólarnir eru því alls ekki
hentugir, sízt fyrir sveitabörn. Þeir
veita ekki hagnýta mentun. Þeir
draga unglingana frá heimilunum,
og vekja hjá þeim ótrú og andúð
móti sveitalífinu.
Hvernig á þá að ráða bót á þessu ?
Ekki þarf að búast við að slíkar
umbætur komi frá stjórninni, nema
að um þær sé beðið. Það erum við
sjálfir sem verðum að koma með á-
kveðnar tillögur í þá átt. Engir
væru til þess færari en reyndir
kennarar, eftir samráði við sveitar-
ráðin. Kæmu margar slíkar tillög-
ur fyrir þingið, færi varla svo að
þeim yrði ekki gaumur gefinn.
III.
Eg hefi ætíð verið þjóðræknis-
félaginu hlyntur og hefi reynt að
vinna því gagn eftir megni; en því
miður að eg er orðinn vondaufur
um framtíð þess.
Eg las nýlega fyrirlestur eftir Dr.
Sig. Júl. Jóhannesson, er hann hélt
á Frónsfundi í vetur. Margt er þar
vel sagt og maklega, þótt sumt kunni
að vera athugavert. Mest furðaði
mig á því hvað fáir sóttu fund þann,
eftir þvi sem Dr. S. J. segir, aðeins
fáeinir gamlir menn, en þvínær engir
af yngri kynslóðinni. Eg hefi stað-
ið í þeirri trú að miðstöð þjóðrækn-
isfélagsins væri í Winnipeg, og að
þar ætti það sitt sterkasta vígi. Þar
eru flestir okkar mentamenn saman-
komnir, yngri og eldri. Þar virðast
öll skilyrði til að halda uppi vakandi
félagsskap, og ólikt hægra en i
strjálbygðum sveitum. Þar er haldið
uppi barnakenslu í íslenzkri tungu á
hverjum vetri, og félagsskapur
margháttaður. En ef Dr. S. J. seg-
ir rétt frá, þá ber þetta alt litinn á-
rangur. Það gefur manni illan grun
ef yngri kynslóðin tekur lítinn eða
engan þátt í þessum félagsskap. Það
ber varla við að okkar ungu menta-
menn skrifi i íslenzku blöðin, eða
hafi nein veruleg afskifti af íslenzk-
um málefnum. Sumir þeirra geta
ekki talað eða lesið islenzku. Blöðin
1
okkar eru i þann veginn að horfalla.
Prestarnir eru farnir að prédika á
ensku jöfnum höndum. Unga fólk-
ið kann vist flest íslenzku, en þaS
notar hana aðeins í viðlögum. Lestr-
arfélögin íslenzku eru víða lögð nið-
ur, en hin eru aðeins hjarandi. ís-
lenzkar bækur seljast ekki hér, svo
flestir bóksalar heima eru hættir að
senda þær hingað. Innflutningur að
heiman er hættur, og engar líkur til
að hann aukist aftur. Mikilhæfir
mentamenn og ættjarðarvinir flytja
heim hver um annan þveran, þvi
þeir sjá ekki verkefni hér fyrir
sanna íslendinga. Það er auðvelt
að sjá hvert þetta stefnir. Þegar
gömlu mennirnir sem lærðu málið
heima eru liðnir undir lok, og ís-
lensku blöðin dauð þá verður ís-
lenzkan lögð niður. Fjöldinn allur
kann hana ekki, en þeir fáu sem
kunna hafa engin tækifæri til að
nota hana.
Þetta verður nú líklega kallað
svartsýni af sumum. Betur svo
væri. Geti einhver sýnt mér með
rökum að svo sé, þá mundi það
gleðja mig stórlega.
Vogar, 20. des. 1933.
Guðm. Jónsson
frá Húsey.
The Meaning of
Loyalty Month
By Rev. F. E. Malott, D.Ð.
Chairman Winnipeg Presbytery,
United Church of Canada.
The month of December has been
chosen by the Churches of Winni-
peg as Loyalty Month. It is pecu-
liarly fitting that the month in
vvhich Christmas comes should be
chosen to stress some of life’s higher
values and direct attention to the re-
lation between Home and Church
and how each can best help the
other.
We are at the season of the year
when God sent His Son into the
world as his last and greatest re-
presentative. The coming of the
Christ-child is the greatest event öf
history. The changed calendar is
the permanent evidence of this.
God’s thought of the human race
led him to make a supreme effort
to redeem and save mankind. The
coming of the Christ was a mani-
festation of God’s love and loyalty
to the human race. We can show
our love and loyalty to God by our
attitude toward Jesus Christ.
The call of loyalty is primarily a
call to loyalty to a person, rather
than an institution. It is a call to
Loyalty to Jesus C.hrist. It is also
a call to loyalty to all persons, for
Christ demonstrated the supreme
value of personality. There are,
however, institutions with which
our highest interests are inseparably
linked and these are the Home and
the Church. The primary institu-
tion is of course, the Home and the
Child in the Home claims our love
and our loyalty. The birth of the
babe of Bethlehem meant the birth
of a new love and a new interest in
infancy and childhood. It gave a
new meaning to family life. It is
fitting that wí face our duty to
children in the light of our duty to
Christ and His Church. The other
great institution with which our in-
terests are bound up is the Church.
The Church is not a superfluous in-
stitution, something that we can
ignore and leave out of the count.
It is so bound up with life’s higher
values that its elirhination from the
community would be disastrous.
Almost as disastrous is the indif-
ference to the Church manifested by
many people in Christian communi-
ties. The disintegration of the
home that had been one of the
noticeable features of our present-
day civilization, has been preceded
by a slackening of interest in the
Church.
It is just because of a growing
apathy and indifference on the part
of many toward the services of
Worshiþ- and the work ■ of the
Church that “Loyalty Month” was
instituted. The call comes today
to the whole community, to a new
loyalty to the worship and work of
the Church. This will mean attend-
ance upon at least one service each
Sunday of the month by all the
members of the family. Some
families have l’neir religion in
mother’s name. The Home is not a
one-person institution. The Church
and the Home are inseparably linked
up. Loyalty to the Church means
filling the family pew again. It
means a deeper and inore intelligent
interest also in the work of the
Sunday School and fuller co-opera-
tion between parents and teachers
in the religious life of the child. It
should mean also that religion ,will
take its place as an every-day topic
of conversation in the Home and
freedom between all the members
of the family circle, in discussing
the higher values of life.
Observing one month as Loyalty
Month does not mean, however, that
all other months may again become
“Disloyalty Months.” The hope is
that a month of regular Church-
going will re-establish the good habit
and bring such new life and new
interest to many, that all months will
be “Loyalty Months.”
We are at the end of 1933. Look-
ing back we may discover inany dis-
loyalties in our lives, but 1934 will
give us a new chance to show our
appreciation of God’s redeeming
love in sending Jesus Christ into the
world, by a new consecration to
Christ and the Church.
Hveitirækt í Turkestan
Sovétstjórnin skipaði í fyrra
nefnd til þess að rannsaka ræktun-
arskilyrði í Pamirfjöllum í Turk-
estan. Nefndin hefir nú komist
að þeirri niðurstöðu, að ræktunar-
skilyrði séu þarna mjög hagstæð,
því að hún hefir látið rækta þar
hveiti í 12,000 feta hæð, og hefir
tekist vel. Stjórnin hefir því á-
kveðið að láta byrja þarna hveiti-
ræktun í stórum stíl.—F.Ú.