Lögberg - 28.12.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBÉR, "1933.
5
Fædd 4. janúar 1838, dáin 25. nóvember 1932
Sumar sálir eru hljóðar og þöglar; þær starfa, lifa og líða
í kyrð og ró; taka lítinn þátt í galsa og glaumi, en hafa hugann
bundinn við þau störf, sem eru grundvöllur allra staría —
heimilis- og uppeldisstörfin; þær verja öllum kröftum sínum
andlegum og líkamlegum, til þess að hlúa og hlynna að þeim
reit, sem þær hafa tekið að sér að rækta—vernda og verja þau
blóm, sem þar vakna og vaxa. Þær þekkja engin hnitmiðuð
stundastörf, heldur er oft og einatt klipið af tíma svefns og
hvíldar til þess að geta lokið trúlega öllu því sem nauðsyn kref-
ur og kallar.
Þannig hafa margar íslenzkar konur verið—sérstaklega á
landnámsárunum.
Ein þeirra var Elín Ögmundsdóttir Scheving.
_ Hún var fædd að Bíldsfelli í Grafningi í Árnessýslu 4.
janúar 183S. Var faðir hennar Ögmundur bóndi Jónsson, en
móðir Elín Þorláksdóttir kona hans frá Flögu í Skaftafells-
sýslu. Hún giftist séra Lárusi Scheving Hallgrímssyni; var
faðir hans Hallgrímur kennari við Latínuskólann, fyrst á
Bessastöðum og síðar í Reykjavík. Þau voru átta (8) ár í
hjónabandi og var Elín 32 ára þegar hún misti mann sinn.
Lengst bjuggu þau á Vogsósum en síðar að Stakkavík;
varð þeim f jögurra barna auðið og voru þau þcssi: Elín Kristín,
dó heima á íslandi 15 ára gömul; Ögmundur, sigldi til Suður-
landa og hvarf án þess að til hans spyrðist; Valgerður, gift
Gísla Gíslasyni frá Bitru í Flóa; tók hann sér nafn konu sinnar
og kallaði sig Scheving; og Lára, er gift var Ásmundi Free-
mann verzlunarmanni; á hún nú heima skamt frá Winnipeg,
ásamt syni sínum, Lárusi Scheving.
Vestur um haf fluttist Elín árið 1887 með Láru dóttur
sina; var hún í för með Jóni bróður sínum, en hann var faðir
þeirra Jóns J. Bíldfells, fyrverandi ritstjóra Lögbergs, Ög-
mundar járnbrautarmanns í V innipeg og Gísla bónda í Foam
Lake, Sask.
Systkini Elínar, auk Jóns, voru þessi: Valgerður, móðir
Ögmundar Sigurðssonar skólastjára og Kristjáns fyrverandi
ritstjóra Lögbergs; Ingigerður kona Kolbeins í Gölt í Gríms-
nesi; Sigríður kona Sigurðar í Bræðraborg við Reykjavík (en
sonur ?eirra er Sigurmundur læknir Siguðsson á Islandi) ;
Ólafur faðir þeirra bræðra Ingvars og Ögmundar Olsons og
Ögmlndur bóndi á Öxnalæk í Ölvesi.
Jafnvel þegar heinnlisfaðirinn er í broddi fylkingar þarf
kjark og hugrekki til þess að yfirgefa ættjörð sína og þjóð,
vini og vandamenn og flytja i ókunna heimsálfu; en til þess
þarf þó margfalt meiri kjark þegar um einstæðingsekkju er að
ræða með barn í eftirdragi. Sérstaklega mætti ætla að óhjá-
kvæmileg barátta fyrir lífinu hefði vaxið Elínu Scheving í
augum þegar tillit er tekið til þess að hún heyrði til þeirri
stétt manna á íslandi, sem kalla mátti að baðaði í rósum i sam-
anburði við kjör alþýðunnar. En' hún lét sér enga framtíðar-
erfiðleika fyrir brjósti brenna, heldur lagði ótrauð og hugheil
út í baráttuna þegar hingað kom og vann hér baki brotnu.
Frú Scheving hafði um tima á hendi greiðasölu í Winni-
peg, en flutti síðar út á land og barðist þar um langt skeið með
dóttur sinni og barni hennar. Var hún hjá henni til dauðadags
og andaðist 25. nóvember 1932, svo að segja hálf tíræð. Síðustu
árin höfðu ellimörk og þreyta lagt hana í rúmið og naut hún
þá umsjár og aðhlynningar dóttur sinnar með þeirri alúð og
nákvæmni að orð var á gert.
Elín Scheving var gædd mörgum þeim einkennum, sem
prýtt hafa þær konur, er mestar og beztar hafa verið uppi með
íslendingum: Hún var gestrisin með afbrigðum og rausnarleg
í hvívetna; stórlynd og geðrík, en hélt jafnan skapsmunum sín-
um mnan vébanda vits og stillingar, Hún var sjálfstæð í skoð-
unum og lét ekki hlut sinn í þeim efnum fyrir neinum, en gætti
þó sanngirni og hélt engu máli til streytu athugunarlaust.
Iíún var frábærlega frændrækin og vinföst, og minti i því
sem mörgu fleiru, á þær konur, sem lengst lifa í fornsögum
vorum.
Ágætlega var hún að sér í íslenzkúm bókmentum og skáld-
skap og kunni ógrynni af íslenzkum Ijóðúm; voru þau henni
sem mörgum öðrum andleg og heilbrigð næring á eyðimerkur-
förinni.
Þegar minst verður íslenzkra rausnarkvenna á Elín
Scheving að sjálfsögðu sæti meðal þeirra.
Sig. Júl. Jóhannesson.
ELIN SCIJEVING
Landnámssagan okkar á
enn þá gull i námum sínum;
stundum djúpt og levnt það lá,
leirnum varð að moka frá,
svo þér gæfist glögt að sjá
gildi þess í dómum þínum.
Það er satt að þessi og hinn
þóttust öllu gulli bjarga,
námugöngin út og inn
óðu þeir með lampann sinn. ----
Þar er vegur vandfarinn,
villugötur heimtu marga.
Hitt er sannað ljóst og leynt,
lært í skóla rannsóknanna:
gull, sem er í eldi reynt,
aðeins getur kallast hreint.—
Eins er mannsins gildi greint
glögt í eldi hörmunganna:
Elín Scheving ekki þarf
auglýsing né bautasteina:
hennar líf og hennar starf
hlutum við í systurarf.
Eilífð geymir—aldrei hvarf
andans gullið, brenda, hreina.
Ef í framtíð eignumst við
einhver söfn, er hlutlaus geyma
okkar bezta landnámslið:
lundþétt, trútt og fórngefið,
innra heitt með ytri frið,
Elín Scheving þar á heima.
Sig. Júl. Jóhanncsson.
Gullneminn í Klondyke
Eg þekki af reynslu tímans tafl,
tilburðanna hafið.
Það alt með sínum skarpa skafl,
fær skuld á svip minn grafið.
Með hetju elding hugurinn
hlekki bræðir nauða.
Það er sagt að svanurinn
syngi bezt í dauða.
Klondyke mína hvessir sjón
krafta beinum gefur.
Að treysta afli líkt og ljón
lífsins dómur krefur.
s. 1. aldamót, þegar hæst stóð gull-
námið í Klondyke. Þá bárust heim
til íslands fréttir um það að fundist
hefðu tveir menn dauðir úr hungri
og kulda en með gullbyrði á baki, og
og litlu síðar hin fréttin, sem einn-
ig er getið í kvæðinu, að 42 menn
fórust í snjóflóði á þeim slóðum.
Breka glóðir, þ. e. gull, 8. vísa.
Frosti og Þviti eru dvergaheiti og
eru þeir hér látnir geyma gullið inni
í frosnum fjöllum, 14. vísa. I 15.
vísu er gullnáminu líkt við að gráta
Baldur úr Helju, Baldur var átrún-
aðargoð í heiðni, svo sem gullið er á
vorum dögum.
Heróp berst um heljarslóð
hörgul Klondyke fjalla.
Að sækja fram í svelnismóð
og sigra eður falla.
Lífið hefir ei langa töf,
letrið sést á steinum.
Margur fyrir gull fékk gröf,
sem gömlum skýlir beinum.
Höf.
Til kvenfélagsins
að Vík
á fimtíu ára afmæli þess.
10. okt. 1933
Með fé í pyngjum fundust tveir
fallnir af sárutn nauða.
Helja svipýrð lék um leir,
ei leit á gullið rauða.
Hvískruðu andvörp gjafir, gjald!
gull fyrir líf má velja.
Auðurinn hefir ónýtt vald,
upp kvað drotning Helja.
Af breka glóðum barst út nafn,
borguð fengist glíma.
Annan tilburð sagna safn
segir frá þeim tíma.
Þrumdi fall í grýttum gnúp
gnötraði veldi fa:nna.
Hengja sprakk og heljarhjúp
huldi flokk einn manna.
Aðrir komust alla leið
yfir fallinn valinn.
Þyrnispor um skapaskeið
skulu aldrei talin.
Á eyðimörk er harðlæst hurð
hefir sú gull að baki.
Veltum grjóti, veltum urð,
veltum Grettistaki.
Það sést enn, sem þektist fyr,
þú ert maki tveggja.
Lemur fjallsins læstu dyr
létt er í höndum sleggja.
Þar skella fleiri á skálaþil
en skjaldvör flagð og Glámur,
verður margur vættur til
að verja gullsins námur.
Frosta og Þvita búum bál,
þeir branda eggjar devfa.
Gildir enn hið gamla mál
að gjörningum þeir dreifa.
Það skal fyr en rökkur rís
reist á jarðar hvelju.
Við bjartan loga, berg og ís
Baldur gráta úr Helju.
Á virki logar, stál og steinn
sterkum sindra neistum.
Bergið klýfur fagur fleinn
fyrir hamri' reistum.
Högg frá höggi bergmál ber
bergs í hvelfdu gjótum.
Lífæð f jallsins opnuð er
inst að hjartarótum.
Er missir gullsins svona sár?
Sjáðu hvar það rennur!
Fimbul klakinn fellir tár
þá fyrsti eldur brennur.
Tölum fátt um táraflóð
það tafli raskað getur.
Oft er heitust Heklu glóð
þá harðastur er vetur.
X’eitt af náð er þyngsta þraut
og þrek, sem að skal spyrna,
Að lífið finni frægðarbraut
falda bak við þyrna.
Sigurjón Bergvinsson.
Þetta kvæði var ort skömmu fyrir
“Hvað er svo glatt, sem góðra systra
fundur,
Er gleðin skín á sigurhýrri brá,”
Og þegar endurminninganna undur
Á elfu tímans hraða líður hjá,
Og þess er minst að gegnum storma
stríða
í stórsjó lífsins siglt var tíðum
halt;
En sýndi leiðir sigurs Faðir tiða
Og sá um knör, þó farið reyndist
valt.
Þiö félagssystur fjalla undir hliðum
Nú fimm um áratugi hafið strítt,
Og siglt um haf á fáki marar fríðum
Og fengið leiði bæði stritt og blítt.
Þið horfið nú á liðnar farnar leiðir
Og lofið hann, sem gaf í brjóstið
þor;
Vér horfum fram, og birtu vonin
breiðir
Og boðar gróðursæld við ykkar
spor.
Þið fimti’ ár til frægöar hafið unnið
Að fögrubygðar heill á sæmdar
braut,
Og fallegasta félagsþráðinn spunnið
í faldinn sveitar jafnt í sæld og
þraut.
Þið bygðar eigið sæti sólar megin
Og sveig um enni fvrir trygð og
dáð,
Og ykkur börnin sveitar syngi fegin
Og saga risti lof, er verði’ ei máð.
Og vér, sem nú með ykkur öllum
fögnum,
Er eigið þennan mikla gleðifund,
Vér byggjum ei á sögu-tómum sögn-
um,
En sjáum vitnin, ykkar hjarta’ og
mund.
Vér þökkum ykkur heilum meður
huga.
HiS helga starf, er lyfti vorri
sveit,
Og biðjum ykkur Drottinn æ að
duga
Til dáða hans í kirkju vorrar reit.
En brautryðjendum mærum má ei
gleyma,
Er merkið höfu fyrst í vorri bygð.
1 kirkju Drottins heilar áttu heirha
Og honum>vildu þjóna’ af trú og
dygð.
Þær reistu bautastein, er æ mun
standa
Sem stuðlabergið traust á íslands
grund,
þó ættu Fróða mjöl ei milli handa,
En meir en gull í sinni kristnu
lund.
Því lotning með þeim höfði viljum
hneigja
Og huga klökkum minnast þeirra’
í kvöld,
Og láta minning sannleik þann oss
segja,
Að sigúrinn ét trúrra iðjugjöld.
Þess strengjum heit, ei fánann láta
falla,
Sem félag kvenna dregur upp við
hún,
En veita lið meS einum hug oss alla
Og orku trúar, dýrri sigurrún.
N. S. Th.
Kvæði það, eftir séra N. S. Thor-
láksson, sem hér fylgir með, sendi
hann kvenfélaginu á Mountain í
sambandi við fimtíu ára afmæli fé-
lagsins, sem haldið var hátíðlegt með
samkomu 10. okt. 1933. Kvenfélag-
ið fékk leyfi til að birta þetta kvæði,
og gjörir það nú á þessum tíma, til
þess að það skuli þá líka vera eins
konar jóla og nýárskveðja frá kven-
félaginu, til þeirra meðlima félags-
ins, frá fyrri árum, sem nú búa í
fjarlægö en bera þó ávalt trygð og
kærleik í huga til félagsins.
Þróun
Prédikun eftir sr. Björn Magnússon
á Borg.
Eitt af auðskildustu og fegurstu
listaverkum Einars myndhöggvara
Jónssonar er að triínu viti myndin
Þróun. Sýnir hann þar dýr, liggj-
andi 1 svefnmóki, en upp við það
húkir risi hálfboginn, og teygir
hægri hendi aftur fyrir sig á háls
dýrinu. En fyrir framan risann
stendur maður mikill og beinvaxinn,
og hofir fram; styður hann hægri
hendi á öxl risanum, en vinstri arm-
ur risans hvílir með kreptum hnefa
á herðum hans. En í vinstri hendi
heldur maðurinn hnetti, og er á
honum reistur kross, og maður
hangandi á krossinum; en bak við
krossinn krýpur mannvera og styð-
ur olnboganum fram á hann, er hún
lvftir höndum sínum sem í bæn.
Þessi mynd þyki mcr skýra lj j-
lega þróun mannsins frá hinu
lægsta, dýrslega stigi, gegn um hið
trega og jarðbundna stig frum-
mannsins, sem varla lyftir huga sín-
um frá jörðu og bundinn er af hinu
dýrslega eðli sínu og gegnum stig
hins upprétta og framsækna, ment-
aða manns, sem horfir ótrauður
fram á við og ýtir sér upp og fram
en er þó haldið niðri af hinu lága
eðli, er hvílir sem þungur hrammur
á herðum hans. Og þó ber hann uppi
heim framtíðarinnar, sem þróunin
stefnir til, með fullkomnun mann-
verunnar í sameiningu við guðdóm-
inn, fyrir þjálfun hans og hreinsun
< skírn þjáninga og sjálfsfórnar,
eins og lesa má út úr verunni biðj-
andi, sem hallar sér fram á kross-
inn. Þannig hefir mér lesist úr
þessu ljóði myndskáldsins mæta,
svo að eg sé þar bæði hvert þróunin
stefnir og einnig nokkra leiðsögn
um, hvernig að henni verði stuðlað.
Þróun er að vísu gamalt orð, sem
að líkum lætur, þar sem einstakling-
arnir þróast sífelt fyrir augum
manna; og nokkuð snemriia munu
hugsuðir hafa tekið að bendla rás
alheims og mannkyns við það hug-
tak; en þó var svo lengi vel, að það
átti ekki upp á háborðið hjá vís-
dómsmönnum um þau svið, og er
enda svo enn sumstaðar. Á grund-
velli hinna gömlu og þráfaldlega
misskildu eða ofskildu sköpunar-
sagna, er skýrðu frá því, hvernig
heimur og menn hefðu orðið til, nær
á svipstundu í því sama ástandi, sem
þeir nú eru. eða hvað menn snertir,
miklu fullkomnara ástandi, hafa
menn forðast að tala um þróun
heims og manns, og allra sízt nefnt
framþróun. Á grundvelli sköpunar-
sagna 1. Mósebókar bygði Kirkjan,
eða máske réttara: háspeki miðalda,
þá kenningu, að mannkynið, sem þá
var aðeins 2 menn, hafi uppruna-
lega verið gott og fullkomið, — og
meira en það, öll náttúran hafi ver-
ið góð og fullkomin. En maðurinn
féll; honum var útskúfað fyrir fult
og alt til eilífrar glötunar, nema
þeim fáu, sem notið gátu sérstakrar.
yfirnáttúrlegrar ráðstöfunar til
frelsunar. Og öll náttúran spiltist
líka, inn kom dauði, spilling, sorg
og sársauki: alt fyrir fall Adams
og Evu. “Heimur versnandi fer,”
er inntak þeirrar heimsmyndar, sem
rikti undir áhrifum miðalda-háspek-
innar og misskilinnar bibliuskýring-
ar.
Sigurður Halldórsson
Mynd þessi er af manni þeim, er
nýlega var getið um i Lögbergi í
greinarkorni er nefndist “Níræður
öldungur.” Er hann faðir Halldórs
skrautgripa kaupmanns i Reykjavík.
Þessi níræði öldungur er móður-
bróðir Halldórs Hermannssonar
prófessors við Cornell háskólann.
Eg gat þess að menn með frjálsa
og djarfa hugsun hefðu nokkuð
snemma tekið að ræða um þróun
heimsins og mannsins, og átti eg
þar við framþróunarkenningu þá,
sem sér í liðinni tíð og framtíð sí-
felda breytingu til batnaðar, frá ó-
fullkominni byrjun til æ meiri full-
komnunar. Eg hefi séð þess getið.
að fyrst hafi menn orðið þess varir
meðal vestrænna þjóða hjá griskum
speking á 5. öld fyrir Krists burð,
eða um líkt leyti og Gyðingar fluttu
heim frá Babýlon og skráðu sköp-
unarsöguna i 1 kap. 1. Mósebókar.
Síðan rekur þessi kenning upp höf-
uðið öðru hvoru, en er altaf kveðin
niður jafn-ótt, a. m. k. eftir að hið
gagnstæða var talið rétt samkvæmt
vitnisburði Bibliunnar ög Kirkjunn-
ar. (Er það eitt sorglegt dæmi þess,
hve þröngsýn fastheldni innan
þeirrar stofnunar, er boða átti sann-
leikann, varð til að bæla niður sanna
upplýsingu). En á 18. og 19. öld
gerast þær raddir æ háværari, er
boða framþróun frá lítilli byrjun til
mikillar fullkomnunar. Má nefna
tvö andans stórmenni, sem létu þá
skoðun í ljósi: Skáldspekinginn
Goethe og rökvitringinn Kant. En
það var fyrst með útkomu lítillar
bókar árið 1859, að framþróunar-
kenningin hefur sigurför sína, þrátt
fyrir alla mótstöðu. Það ár birti
Charles Darwin rit sitt um uppruna
tegundanna, sem gerði grun nokk-
urra vísindamanna að alment hag-
nýtanlegri vissu.
Þróunarkenning Darwins hefir
að vísu lifað sitt fegursta. Þótt
hann hefði hið skarpa auga náttúru-
skoðarans og rökfestu og staðfestu
til að draga ályktanir af þekkingu
sinni og láta þær uppi, þótt þær færu
í bága við hina ríkjandi heimsskoð-
un, þá brast hann samt langsýni til
að sjá langt fram úr hugsanaheimi
samtíðar sinnar. Andlegt umhverfi
hans var vaxandi efnishyggja, bygð
á framgangi raunvísindanna og nærS
á baráttu þeirri við mótstöðu og
tregðu hinna andlegu stofnana. Sú
framþróun, eða breytiþróun, sem
hann boðaði, var bygð á rannsókn
efnisins, og sá aðili, sem réð stefnu
hennar, var barátta einstaklinganna
um efnisgæðin. í þeirri baráttu hélt
sá velli, sem hæfastur reyndist.
Þannig breyttist kynstofninn sífelt,
fyrir náttúruval, til batnaðar. Og
á sama hátt, taldi hann. að nýjar
tegundir hefðu orðið til fyrir að-
löðun einstaklinganna eftir um-
liverfi sínu. Þannig væri maðurinn
orðinn til fyrir blint náttúruval;
hann væri síðasta stig þróunarinn-
ar, og tiltölulega mjög ungur í sögu
jarðlífsins. Taldi hann apana vera
þau dýr, sem næst honum stæðu, og
forfeður þeirra, þótt tengiliðinn
bantaði þar á milli.
Siðan hefir á mörgu gengið. bæði
meö og móti. Vér þurfum ekki að
taka tillit til þeirra fordómafullu
andmæla, sem ekki vildu rannsaka
Framh. á bls. 8.