Lögberg - 11.01.1934, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.01.1934, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN u. JANÚAR, 1934 * 7---;-------: -------- ——* Ur bœnum og grendinni * -----——-------—------— --—+ G. T. spil og dans á hverjum þriöju- og föstudegi í I.O.G.T. hús- inu, Sargent Ave. Byrjar stundvís- lega kl. 8.30 aÖ kvöldinu, $25.00 og $23.00 í verðlaunum. Gowler’s Or- chestra. Sunnudaginn 31. des., 1933, voru þau Ragnar Bjarnason og Halldóra Aöalbjörg Maxon, bæÖi frá Sel- kirk, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 480 Clifton St. hér í borg. Hjónavígsl- an fór fram á heimili Mr. og Mrs. Larson, sem eru tengdaforeldrar systur brúðgumans. Brúðurin er dóttir Sæmundar og Rakelar Maxon, en brúðguminn er sonur Þórðar og Vigdísar Bjarnason. Aðstandend- ur beggja brúðhjónanna voru við- staddir. Mjög rausnarleg veizla var haldin að lokinni vígslunni. Heimili hrúðhjónanna verður í Winnipeg. Jólagjafir til Betel ' Lyngdal og Bjarnason, Gimli—1 kassi af eplum og 2 kassar af Jap- anese Oranges. H. P. Tergesen — 60 pund af hangikjöti og hálfur kassi oranges. Anderson Bros., Selkirk — 60 pund hangikjöt. - Dr. B. J. Brandson — 12 turkeys, 200 pund. Kristinn Lárusson, Gimli—jóla- tré. Fyrir þetta er innilega þakkað. /. Jóhanneson, féhirðir. 675 McDermot, Wpg. Á miðvikudaginn þann 3. þ. m., lézt að 426 Langside Street hér í borginni, Herdís Björnsson Bray, ekkja eftir Jóhannes Björnsson, sem látinn er fyrir þrjátíu árum. Var Var hún áttatíu og sjö og hálfs árs að aldri, þrekkona hin mesta, ljóð- ræn mjög og vel að sér um margt. Hún lætur eftir sig eftirgreind börn: Bertha, ógift, heima; Mrs. M. Wood; Mrs. W. J. Crooks; Mrs. J. M. Bankes; Mrs. J. Fre- chette, og Gunnlaugur á íslandi Herdís heitin var ættuð frá Haukadal í Dalasýslu, en maður hennar af Skógaströnd. Fluttust til þessa lands í stóra hópnum svo- nefnda, 1876. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn þann 6. þ. m. Dr. Björn B. Jónsson, stýrði kveðjuathöfninni í kirkjunni með aðstoð séra Rúnólfs Marteins- sonar. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 14. jan., eru fyrir- hugaðar þannig, að morgunmessa verður í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., siðdegismessa í kirkju Víðinessafnaðar, kl. 2 e. h., og kvöldmessa kl. 7, í kirkju Gimli- safnaðar. Mælzt er til að fólk f jöl- menni. Mr. og Mrs. Jóhannes Davíðsson frá Leslie, Sask., hafa dvalið í borginni undanfarandi. Kom Mr. Davíðsson hingað til þess að leita sér lækninga. Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Dr. Tweed verður á Gimli föstu- daginn þann 19. þ. m., verði bílveg- urinn þangað fær. Séra Jóhann Friðriksson messar á Lundar næsta sunnudag, þ. 14. jan. kl. 2.30 e. h. Mr. og Mrs. Friðbjöm Friðriks- son frá Glenboro, voru stödd í borginni um síðustu helgi. Mr. Guðmundur Johnson frá Mountain, N. Dak., var staddur í borginni fyrripart vikunnar. Siðastliðinn laugardag lézt hér í borginni, kona Helga Sigurðssonar trésmiðs, eftir langvarandi vanheilsu. Jarðarför hennar fór fram mið- vikudaginn 10. þ. m. frá útfarar- stofu A. S. Bardal. Dr. Rögnvald- ur Pétursson, með aðstoð séra Fil- ipps Péturssonar, jarðsöng. Eimreiðin Rétt um það leyti er Lögberg var fullbúið til prentunar þessa viku, barst því í hendur Eimreiðin, júlí— september heftin, í einni bók. Inni- hald er sem hér segir: Sveinn Sigurðsson: Við þjóðveg- inn. Sigfús Blöndal: Lofsöngur. Einar Frimann: Austf jarðaþokan, ( verðlaunasaga). Axel Munthe: ICaflar úr bókinni um San Michele. Sigurður Sigurðsson frá Arnar- holti: Listin—Kona (tvö kvæði). Jochum M. Eggertsson: Kolbeins- ey (með 4 myndum). Hallfreður: Vormorgunn. Sigurður Sigurðsson frá Arnar- holti: Endurminningar um Bjarna Jónsson frá Vogi. Snæbjörn Jónsson: Getur Esper- anto kept við enskuna ? Arnór Sigurjónsson: Gróðrar- stöðin á Sámsstöðum. Gabriele d’Annunzio: Hlutafé- lagið Episcopo. Frá landamærunum, ýmsar sagnir um dularfull fyrirbrigði, ritsjá o. fl. FRÁ ÍSLANDI íslenzk sœnska félagið “Svíþjóð” hélt skemtifund að Hótel Skjald- breið í fyrrakvöld. Er það orðinn siður hjá félaginu að halda hátíðleg- an Luciadaginn, sem er 13. des. Luciadagurinn er haldinn hátíðleg- ur i Svíþjóð og byrja hátíðahöldin með þeim hætti, að stúlka klædd hvítum kirtli með ljósakranz á höfð- inu, kemur með kaffi til heimilis- fólksins. — Með degi þessum er tal- ið í Svíþjóð að jólin byrji. Á fund- inum hélt frú Brekkan stuttan fyrir. lestur, lesin voru upp nokkur kvæði á sænsku, dregið um málverk eftir frú Gretu Björnsson, dans o. fl. Nýja Dagbl. 15. des. Akjósanlegt eldsneyti í kvaða veðri sem er MONOGRAM CQAL Lump or Cobble $5.50 Stove...............$4.75 Ekkert aukreytis fyrir kol þó þau sé í pokum WOOD’S COAL COMPANY, LTD. 590 Pembina Highway 45 262 - PHONE - 49 192 l West End Order Office: W. Morris, 679 Sargent Avenue PHONE 29 277 Ársfundur íslendingadagsins 1933 var haldinn þann 6. þ. m. Lagði nefndin þar fram skýrslur og reikninga yfir ár- ið. Bar fjárhagsskýrslan með sér, að tekjur höfðu verið á árinu $1,391.43 en útgjöld $1187.40 og því í sjóði $204.03. Sex menn voru kosnir í nefndina til tveggja ára; þessir: Th. Hansson, Fred Swanson, Ásbj. Eggertsson, Jón Ásgeirsson, séra J. P. Sólmundsson, Guöm. Ey- ford. Dr. A. Blöndal, sem starfað hefir í nefndinni síðastliðin þrjú ár, bað um lausn frá að vera í nefndinni þetta ár. Fundinum þótti ekki gott að tapa honum úr nefndinni og sízt voru þeir nefndarmenn sem starfað hafa með Dr. Blöndal þessi ár á- nægðir yfir því tapi. Öllum mun þó hafa skilist, að það er erfitt fyrir lækni að starfa í svona nefnd, sem útheimtir mikinn tíma. Þó gat rit- ari nefndarinnar þess að Dr. Blön- dal hefði sótt alla nefndarfundi á árinu. Fundurinn varð því við til- mælum doktorsins, en það skapaði eitt autt sæti í nefndinni, sem kjósa varð í, og hlaut hr. Sveinn Pálma- son kosningu, svo nú skipa nefnd- ina fyrir 1934, auk þeirra, sem áð- ur er getið, þeir: Dr. J. T. Thorson, G. S. Thor- valdson, Jochum Ásgeirsson, G. P. Magnússon, Björn Pétursson, Sv. Pálmason. Nefndin tekur strax til starfa og hefir sinn fyrsta fund á fimtudags- kvöldið i þessari viku. Ákveðið var á þessum fundi að halda hátíðina að Gimli næsta sum- ar. Ritari. Jólahugleiðing (Framh. frá bls. 1) í guðdómlegri dýrð. Þess vegna var jólaboðskapurinn fyrst þessi: S já eg færi yður mikinn fögnuð! Berum við nú gæfu til þess, að auðgast við þessa samfundi? Enn mætum við, hin fátæku, jólabarn- inu, sem vill gefa okkur allan sinn auð. Getum við gengið ósnortin framhjá og setið áfram í fátæktinni ? Viljum við ekki að minsta kosti reyna að eignast, eins og skáldið segir, “eitt hálmstrá herrans jötu frá?” Vissulega viljum við það, mildi og guðdómlegi frelsari! Úr undirdjúp- unum mænum við til þín og reynum jafnvel að rétta fálmandi hönd til þín á þinni miklu og dýrlegu fæð- ingarhátíð. Frammi fyrir þér vilj- um við kveikja okkar litla ljós óg syngja okkar veiku sálma. Þú tek- ur viljann fyrir verkið, þú sem elsk- aðir okkur að fyrra bragði svo mik- ið, að þú gerðist fátækur til þess að við yrðum auðug! Fálkinn, 16. des., 1933. Silfurbrúðkaup Hinn 8. des. s. 1 áttu silfurbrúð- kaups-afmæli sitt þau hjónin Mr. og Mrs. Sigvaldi B. Gunnlaugsson við Brú í Argylebygð. Þessa var minst á mjög viðeigandi hátt af þeim mörgu vinum, sem þau eiga í bygð- inni, því að kveldi þess 8. des. tók fólkið að hópast heim á hið mynd- arlega heimili Josephsons hjónanna. (Er Mrs. Josephson systir Mrs. Gunnlaugsson.). Innan skamms var heimilið fult af glaðværu og kátu íslenzku og ensku fólki, sem auð- sæilega hafði það eitt í huga að gleðjast með glöðum, gleðjast með silfurbrúðhjónunum. Öllu var hag- anlega fyrir komið. Hófst þar næst minningin með því að sungnir voru brúðkaupssálmar og bæn flutt að presti safnaðarins, þegar að heið- urshjónin höfðu verið til sætis leidd eftir hljóðfalli brúðgöngulags Men- delsohns. Mr. O. Anderson frá Baldur var samkvæmisstjóri þetta kvöld og und- ir hatis leiðsögn varð hvert manns- barn að syngja, enda sýndust menn fúsir til þess þetta kvöld. Eftir að nokkrir söngvar höfðu verið sungnir talaði prestur safnaðarins fáein orð til heiðursgestanna og af- henti þeim silfurborðbúnað mjög vandaðan frá vinunum, sem þarna voru staddir og einnig frá nokkrum, sem vegna f jarlægðar gátu ekki sótt mótið. Einnig afhenti hann þeim frá móður silfurbrúðgumans, silfur- skeiðar í sama stíl og hinn annar borðbúnaðurinn var. Frá kvenfé lagi Fríkirkjusafr.aðar, sem silfur- brúðurin hefir svo stöðugt tilheyrt og starfað með, eins og kringum- stæður og kraftar hafa leyft, var þeim afhent peningagjöf sem lítill vottur þakklætis þess. er kvenfélag- ið vildi henni og þeim báðum sýna á þessari gleðistund. Ef til vill var hugljúfasta gjöfin klukka sú, er börnin gáfu foreldr- um sínum. Það var slagklukka með hljómríkum tónum, sem minná átti foreldrana á að börnin eiga sína ljúfustu kærleikstóna ofna saman við alt það sem foreldrarnir hafa fyrir þau gert. Inn á milli afhendinga þessara gjafa söng allur hópurinn viðeigandi íslenzk söngva, en að þessu loknu fluttu bæði silfurbrúðguminn og silfurbrúðurin hugnæmar þakklætis- ræður til vinanna allra nær og f jær. Var svo slitið skemtiskrá þeirri er sérstaklega hafði verið undirbúin, með því að allir sungu sálminn nr. 313 “Til hvers er að byggja sér hús eða höll, ef hann eigi byggir, sem reist hefir fjöll, o. s. frv.” Óskuðu því næst allir heiðursgestunum til hamingju og blessunar. Voru þá fram bornar ríkulegar veitingar, en á eftir þeim hófst reglulegt skemti- kvöld, sem stóð fram á nótt. Mr. og Mrs. Gunnlaugsson Eafa búið í bygðinni allan sinn búskap; alið upp mörg börn, sem eru nú að leitast við að brjóta sér braut til mentunar, þrátt fyrir erfiða tíma. Þetta mót sýndi að hjónin eiga vin- sældum að fagna, því ekki munu færri en átta tugir manna hafa ver- ið staddir þarna; ef til vill fleiri, því hart er að telja þegar heimilið á eins mörgum herbergjum á að skipa sem þetta. Fjöldi bréfa og skeyta bárust heiðursgestunum í til- efni af hátíðisdegi þessum í lífi þeirra. Voru skeytin öll þrungin af innilegum árnaðaróskum og þökk og minningum. Viljum við taka undir allar þessar óskir með f jöldanum og árna Mr. og Mrs. Gunnlaugsson hamingju og blessunar á þeirra ó- förnu æfibraut. FAEIN ÞAKKARORÐ Til allra þeirra mörgu vina, ætt- ingja og barna, f jær og nær, sem á einn eða annan hátt tóku þátt í að gjöra silfurbrúðkaupsdag okkar af slíkum hamingjudegi, sem hann varð með því að veita okkur veizlu, gefa okkur gjafir og senda skeyti, og bréf, ásamt öllum þeim hamingju- óskum, sem okkur hafa borist. Til allra þeirra viljum við af hjarta flytja innilegasta þakklæti og biðj- um Guð að blessa ykkur og heimili ykkar í bráð og lengd. Virðingarfylst, Mr. og Mrs. S. B. Gunnlaugsson. Heimkynni hins dýrð- lega sólseturs (Framh. frá bls. 4) sízt, er hún rík af djúpri samúð, sem henni hefir aukist af eigin reynslu; því árum saman var hún svo að segja blind og svift þeirri dýrð, er sjóninni fylgir. Hver gæti mögulega verið betur til þess kjör- in að ganga i njóðurstað fimtíu sál- um, sem orðnar eru börn í annað sinn? Formaður stjórnarnefndarinnar er frægur skurðlæknir, sem þekkir hvert einasta mannsbarn á heimilinu. Þegar hann heimsækir gamla fólkið með spaugi og vingjarnlegum orðum eða ryfjar upp eitthvert sérstakt at- riði úr æfisögu hvers um sig, þá má með sanni kalla hátíðisdag á Betel. Mér var sagt að hann kæmi aldrei þangaÖ án þess að skoða með hinni mestu ánægju smíðisgrip, sem hann hefir sjálfur búið til í kjallaranum. Sökum þess að Manitobavatn er ná- lægt hundrað fetum hærra en Win- nipegvatn, og neðanjarðarsambönd eru á milli vatnanna, eru á Gimli si- gjósandi uppsprettubrunnar svo að segja á hverjum gatnamótum. Og þessi læknir, sem er formaður stjórnarnefndarinnar hefir blátt á- fram knúið aflið í gosbrunni til þess að snúa hjóli og dælu, sem stöðugt fyllir stóreflis vatnskassa uppi á þakherbergi; þar fæst alt vatn, sem stofnunin þarf; þetta er regluleg sjálfhreifivél; þaðan fæst einnig nægur og stöðugur kuldi i kæliker fyrir öll matvæli. Það er svei mér engin furða þótt læknirinn brosi á- nægjulega þegar hann horfir á á- rangur starfa sinna. Eg kvaddi forstöðukonuna við dyrnar og hún fór inn aftur til “blessaðra gömlu barnanna” eins 'og hún kallar þau. Þegar eg fór fram hjá skólanum á leiðinni til Betel, heyrði eg og sá drengi og stúlkur leikandi, hoppandi og hlæjandi, og eg hugsaði með sjálfum mér: “Hér er fólk, sem fagnar og heyrir til sólaruppkomu hins nýja dags.” Og eg sagði: “Góðan morgun!” Eg reikaði um göturnar, þar sem önnum kafnar húsmæður unnu sín daglegu störf; þar sem karlmenn röðuðu fiski, strituðu og störfuðu, seldu og keyptu ; og eg hugsaði með sjálfm mér: “Hér er fólk hádeg- isins.’ ’ Og eg sagði: “Góðan dag- inn!” Burn Coal or Coke For SatisfaEtory Heating DOMINION (Lignite)— Lump $6.25 per ton Cobbíe 6.25 ” ” MURRAY (Drumheller)— Sto. Lump $10.50 per ton Stove 10.25 ” ” FOOTHILLS— Lump $12.75 per ton Stove ......• 12.25 ” ” MICHEL KOPPERS COKE— Stove .... $13.50 per ton Nut 13.50 ” ” McCurdy Supply Company Limited 49 NOTRE DAME E. Phones: 94 309—94 300 Viking Billiards OG HÁRSKURÐARSTOFA 696 SARGENT AVE. Knattatofa, tóbak, vlndlai og vindlingar. Staðurinn, þar sem íslendingar skemta sér. Eg hélt áfram að heimili brosandi andlita og friðsælla daga; heimili starfs og hvíldar; heimili kurteisi og glaðværðar, og eg hugsaði með sjálf- um mér: “Hér er heimkynni hins friðsæla sólarlags.” Og eg sagði: “Gott kvöld.” Gamalt fólk þreytist og fagnar hvíldinni eftir langan dag. Á hverju ári slitnar lífsþráður sumra gömlu barnanna í friðsælum svefni, og þá er sagt: “Hann (eða hún) kennir nú hvorki framar þrauta né þreytu; hann (eða hún) hefir nú yngst aftur í nýjum og betri heimi!” Presturinn kemur og sunginn er trúar- og friðarsálmur: “Með hraða lífs vors stutti dagur dvín, Ó, drottinn eilífðanna, gæt þú mín.” Svefnstundinni síðustu er ekki samfara nokkur sorg eða kvíði, heldur horfa þessi gömlu börn blátt áfram og eðlilega út í myrkrið og segja eins og þau hafa sagt svo oft áður: “Góða nótt!” Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. AUÐVIT’ ERU giftinga leyfisbréf, hringir og gimsteinar l'arsælastir I gull og úrsmíða verzlun CARL TH0RLAKS0N 699 SARGBNT AVE., WPG. Síml 25 406 Heimas. 24 141 HEMSTITCHING Ieyst af hendi flótt og vel. Pant- anir utan af landi afgreiddar með mjög litlum fyrirvara. 5c | yardið Helga Goodman 809 ST. PAUL AVB., Winnipeg (áður við Rose Hemstitching) Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, ae>m a8 flutnlngum lýtur, améum «ða atúr- ,um. Hvergi sanngjarnara verð. HeimiU: 762 VICTOR STRBBT Slml: 24 500 Distinguished Gitizens Judgea, Former Mayors, Noted Educationista, Editors, Leading Laicyers, Doctors, artd many l’rominent Men of Affairs—send their Sons and Daughters to the DOMINION BUSINESS COLLEGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after full and painstaking enquiry and investigation, select the Dominion Business College as the school in which their own sons and daughters are to receive their training for a business career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. The DOMINION BUSINESS COLI.EGE today offers you the best business courses money can buy, and that at a cost that brings it easily within your reach. An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- minion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good investment to secure a Dominion Train- ing—but today, more than ever, it is important that you secure the best obtainable in order to compete worthily in the years to come. Onr Schools are Located 1. ON THE MALL. 3. ST. JOHNS—1308 Main St. 2. ST. JAMES—Corner 4. ELMWOOD—Comer College and Portage. Kelvin and Mclntosh. JOIN NOW Day and Eveniné Classes You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.