Lögberg - 11.01.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.01.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN u. JANÚAR, 1934 Hogberg OefiB út hvern fimtudag af T B E C O L U M B I A P R E 8 8 L I M 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritatjórans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG. MAN. VerO $8.00 um drið—Borgist fvrirfrnm The “USgberg" is printed and published b> The Columbía Preas, Limited, 695 Sargent Ave.. Winnipeg. Manitoba. PHONE8 S6 327—86 328 Vaxtakjör Með því að renna augunum, þó ekki nema endrum og eins, yfir fjárhagsskýrslur canadisku þjóðarinnar, og þá ekki hvað sízt þær, er að hinni efnalegu afkomu Vesturfylkj- anna lúta, verður það ljóst, hve alvarlegur þrándur í götu hin háu vaxtakjör eru fyrir fjárhagslegri viðreisn almennings. Nokkur vafi getur leikið á því, hvort skuldir þess op- inbera verði nokkurntíma greiddar að fullu; um það verður þó ekki vilst, að hinir háu vext- ir gera afborganir höfuðstóls margfalt erfið- ari en ella myndi verið hafa. Velferð þjóð- arinnar í heild, krefst þess, að mál þetta verði tafarlaust, tekið til alvarlegrar yfirvegunar, af hálfu þeirra, er með völdin fara. í hvert sinn og mál þetta er nefnt á nafn, berst almenningi til eyrna hátíðleg aðvörun gagnvart samningsrofi frá bankastjórnum, hinum og þessum embættismönnum hins opin- beía, og ekki hvað sízt frá forsætisráðgjaf- anum, Mr. Bennett sjálfum. Vitaskuld er það rof á samningi að lækka vexti. Mr. Bennett er hvltur í hvert sinh og hann með sigurbrosi lýsir yfir því, að canadiska þjóðin hafi aldrei brugðist neinum af sínum f járhagslegu skyld- um. Hefði Mr. Bennett komist ofurlítið öðru- vísi að orði, og það gat hann auðvehllega gert, án þess að halla á nokkurn minsta hátt máli, • og sagt eitthvað á þessa leið: “Við knýjum heldur síðasta skildinginn út úr fátækasta gjaldandanum en að veðbréfaeigendur (flest- ir auðugir einstaklingar, eða voldug félög), missi nokkurs í af vöxtum sínum,” er engan veginn óliugsanlegt að hyllingarhótin hefði orðið nokkuð á annan veg. Eins og nú hagar til með þjóðinni, við alla þá margvíslegu örðugleika, sem hún á , afli að etja, virðist ekki ósanngjarnt, að eig- | endur veðbréfa, leggi að minsta kosti sinn skerf til þeirrar mikiu fórnar, er þjóðinni hef- ir verið falið að inna af hendi. Ekki verður um það deilt, að löggjafar- stofnanir vorar hafi til þess fult vald, að lækka peningavöxtu, ef svo býður við að horfa; þær geta auðveldlega lækkað þá niður í 4 af hundraði, og hærri vextir ætti heldur ekki undir nokrkum kringumstæðum að vera greiddir af innanlands veðbréfum; spari- sjóðsvexti mætti og lækka úr 2lA niður í 2 af hundraði. Lækkaðir vextir af húsalánum og búgarða, þola heldur ekki lengur bið. Ekki skal því bót mælt að gengið sé á gerða samninga þjóða á milli, þó í því tilliti tíðkist nú hin breiðu spjótin í seinni tíð. Bandaþjóðirnar rufu hátíðlegan afvopn- unarsamning við Þýzkaland; meginþorri Norðurálfuþjóðanna rauf samninga sína um greiðslu á stríðsskuldunum við Bretland og er hið sama að segja um afstöðu flestra þeirra gagnvart greiðslu skulda sinna við Bandaríkin. Svo að segja hvert einasta ríki í Suður-Ameríku hefir þverneitað að greiða skuldir sínar við önnur lönd, og nákvæmlega það sama gildir um Rússland. Canada og Bandaríkin liafa, ásamt flestum öðrum þjóð- um, lækkað laun 'embættismanna !sinna og stjórnþjóna og gengið með því á gerða samn- inga. Báðar hafa þjóðir þessar horfið frá gulltryggingu, og með því rofið samninga um að veltufé skyldi trygt með gulli. Þetta, sem nú hefir sagt verið, bendir til þess, að þegar um almenna kreppu er að ræða, þá beri að skoða þjóðasamninga í því ljósi, er bezt tryggir hag fjöldans. Þingið í Ástralíu af- greiddi nýverið lög, er ákváðu lækkun vaxta á innanlands veðbréfum. Þýzkaland gerði hið sama með forsetaúrskurði. Það er síður en svo að canadisku þjóðinni sé það hugleikið, að vanrækja greiðslu skulda sinna. Og til þess að fyrirbyggja að til slíks komi, skilst henni að lækka beri vexti á skuld- um þjóðarbúsins, og jafna útgjaldabyrðinni eftir gjaldþoli, sem allra nákvæmast niður. — Inntak þessarar ritgerðar er úr tímarit- inu Country Guide. Eldsvoði og drenglund Á síðastliðinn gamlársdag, vildi það ó- happ til í þorpinu Árborg, að íbúðarhús þeirra Mr. og Mrs. I. C. Eiríksson brann til kaldra kola; hjónin, og fjögur kornung börn þeirra, björguðust af, en af innanstokksmun- unum varð engu bjargað. Góðhjartaðir ná- grannar skutu þegar skjólshúsi yfir þessa fátæku fjölskyldu, er nú stóð öldungis uppi á hjarni. Vér spurðum oss fyrir um atburð þenna hjá hr. Gísla Sigmundssyni kaupmanni á Hnausum, sem jafnframt á sæti í sveitar- ráði Bifrastar. Skýrði hann oss frá því, að svo skjótt og drengilega hefðu bygðar- búar komið til liðs við Eiríkssons-fjölskyld- una, að fá dæmi myndu til annars eins. — Gamlársdaginn bar upp á sunnudag. Tveim dögum síðar voru nágrannar og vinir þeirra Eiríkssons-hjóna búnir að kaupa handa þeim gott íbúðarhús, ásamt þægilegum innanstokks- munum, og koma öllu fyrir þar sem hið eldra hús hafði staðið. Dáði Gísli það mjög, hve j samtaka fólk hefði verið, án tillits til þjóð- I ernis, um að hlaupa undir bagga með þeirri fjölskyldu, er hér um ræðir. Einkum og sér í lagi fanst honum mikið til um árvekni og ósérplægni hr. Elíasar Elíassonar í Árborg, í sambandi við þetta mál, í f jársöfnun og öðru. Síðastliðinn þriðjudag hittum vér allra snöggvast að máli oddvita Bifrastar, B. J. Lifman, er þá var staddur hér í borginni. Tjáði hann ogs að þess myndi hann langminn- ugur verða, hversu drengilega samsveitung- um sínum hefði tekist til um úrlau.sn þessa máls. Sagði hann oss meðal annars, að há- öldruð, efnalítil hjón í Árborg, hefðu orðið fyrst til þess áð senda þeim Eiríkssonsrhjón- um verðmæta sendingu, eftir að óhappið vildi til. Ennfremur lét hann þess getið, að gáf- aðri og góðri konu þar í þorpinu, hefði farist þannig orð, að dýrmætasta gjöf sín um ný- afstaðnar hátíðir, hefði verið fólgin í því, að mega eiga örlítinn þátt í því með samsveit- ungum sínum, að stvðja að efnalegri viðreisn þessarar fátæku fjölskyldu, og glæða með henni bjartari nýársvonir. AÖ lokum gat Mr. Lifman þess, að Sveinn kaupmaður Thor- valdsson í Riverton, hefði af sinni alkunnu rausn, sent þeim Eiríkssons-hjónum vandaða eldavél að gjöf í hið nýja og óvænta heimili þeirra. T. Eaton verzlunarfélagið sendi og þessari bágstöddu fjölskyldu, all-verðmæta gjöf, er framkvæmdarstjóri bíladeildar þessa volduga félags, íslendingurinn T. Stone, mun hafa átt frumkvæði að. Veturinn í Manitoba er ekki ávalt mjúk- ur á manninn, og þá sízt af öllu á þeim, er ekki á skýli yfir höfuðið; mikið má þó draga úr biturleik hans með drengskaparverki eins og því, sem getið er um hér að fráman. Heimkynni hins dýrðlega sólseturs Eftir David Stewart, M.D.L.L.D. “Vertu hjá mér, halla tekur degi.” Söngurinn laðaði mig inn í stórt, þægi- legt og viðkunnanlegt herbergi; það var upp- ljómað af ylgeislum morgunsólarinnar. Ung kona sat við hljóðfærið; þrjátíu eða fjörutíu gamalmenni —- karlar og konur — stóðu eða sátu umhverfis hana; og allir sungu. Sumar raddirnar höfðu, pf til vill, tapáð fínasta hljómblænum, því raddböndin hlýða lögum náttúrunnar eins og alt annað: þau slitna og lýjast við langa notkun. Sterkum karlmannsröddum í hópnum hef- ir ef til vill skeikað í nákvæmni, eins og þeim er hætt við, sem aftur eru orðm'r böm. Sumar nótur kunna að hafa verið í hærra lagi og aðrar í lægra, hjá vissum einstaklingum. En hafi þetta átt sér stað, þá gætti þess ekki sök- um samræmis og hæðar söngsins í heild sinni. Allir sungu; ekki rétt til málamynda eða til þess að sýnast, heldur sungu þeir fullum hálsi og með sýnilegri nautn, þótt stundum væri söngurinn nokkuð skjálfraddaður. Augu flestra gamalmennanna fylgdu lín- unum í sálmabókunum, sem voru gamlar og slitnar, eins og hendurnar, sem á þeim héldu. En sumir kusu helzt hina innri sjón og lok- uðu augunum með sýnilegri lotningu—sex þeirra höfðu ekki séð dagsljós um langan tíma. Forstöðukonan, góðleg og glaðleg, stjórn- aði söngnum og stóð hjá fyrirrennara sínum, sem í fimtán ár hafði leitt þetta silfurhærða heimilisfólk, og reynt að gœta þess að það steytti ekki sína veiku fætur við steini, þang- að til hennar eiginn fætur kendu þreytu og þörfnuðust hvíldar. “Með hraða lífs vors stutti dagur dvín.” Það var eins og gyðja hinnar björtu morgun- sólar signdi þessi öldnu börn og setti ljós- kórónu á silfurgráu höfuðin; hrukkóttu and- litin ljómuðu í þeirri dýrð, sem einungis er möguleg þar sem jarðnesk og liimnesk fegurð taka höndum saman. Skjálfandi raddir söngfólksins lækkuðu eftir því sem lengra leið á sálminn. Unga konan las biblíugrein og að því búnu hneigðu allir höfuð sín í lotningu og lásu sam- eiginlega bænina fögru, sem stíluð er til al- föðursins: “Gef oss í dag vort daglegt brauð.” Hví skyldi ekki sá, er sendi hrafn- inn með fæSu til sveltandi spá- mannsins, geta fundið menn og kon- ur með göfugar sálir og gjöfular hendur til þess að miðla daglegu brauði ásamt daglegri gleði meðal þessara gömlu barna? Annar sálmur var sunginn, og að því búnu las fyrverandi forstöðu- konan blessandi bænarorð í lágum rómi og lotningarfullum. Þessi hálfa klukkustund við morgunbænir á heimilinu Betel, sem stofnað var og bygt á Gimli, handa gömlu íslenzku fólki, á upptök sín og rætur í gömlum og hjartfólgnum sið. Bæði heiina á íslandi—ættjörð þessa fólks—og í þess nýja heim- kynni hefir þessi guðsþjónusta í heimahúsum lengi tíðkast á afskekt- um stöðum, þar sem strjálbygt er og langt til kirkju; það var nokkurs konar heimiliskirkja, þar sem alt heimilisfólkiðl safnaðist saman til bænagerða. Næst hinni himnesku blessun kemur blessun mannlegrar góðvild- ar og náungans kærleika. Hver við- staddur einstaklingur meðal gamal- mennanna gengur með vingjarnlegu brosi til allra hinna, tekur í höndina á hverjum fyrir sig og segir: “Góð- ar stundir!” Að þessari athöfn afstaðinni er farið inn í borðsalinn til þess að drekka morgunkaffið, en á leiðinni er skeggrætt um hitt og annað. Hvernig á því stendur að pönnu- kökur eru sjálfsagðar með kaffinu sérstaklega á þvottadögum, það er mér óljóst; eg fékk engar upplýs- ingar um það, og býst viS að það verði mér framvegis óráðin gáta. En það hefi eg ásett mér, að hvenær sem eg fer að sjá þetta heimili, skal það vera að morgni dags á þvotta- degi. Þarna voru alls konar pönnu- kökur; ekki aðeins algengar lummur, sem tíðkast á hverju canadisku heimili, heldur einnig hinar alveg sérkennilegu íslenzku pönnukökur, sem fyrst eru sykraðar og síðan vafðar upp í vindlinga. Að því er sjálfan þvottinn snert- ir, má geta þess að hann blakti á heilli tylft af snúrum á bak við hús- ið í hressandi golunni, sem stóð beint af Winnipegvatni. Morgunbænir fara fram á heim- ilinu klukkan hálftíu og kaffi er drukkið klukkan tíu. Samt er það ekki svo að skilja að þetta sé fóta- ferðartími gamla fólksins; nei, það er árvakrara en svo. Þegar það lýkur upp augunum á morgnana er byrjað með þvi að færa því heitt kaffi í rúmið, og klukkan hálfátta safnast það saman til morgunverðar. Eins og áður var frá skýrt er svo drukkið morgunkaffi klukkan tíu; miðdagsverður er hafður klukkan tólf, síðdegiskaffi klukkan þrjú, kveldverður klukkan sex, og um háttatíma er komið með mjólkur- glas inn í herbergi hvers um sig. Gamalmennaheimilið á sjö kýr. Mjólk er góð og heilnæm fæða undir lok lífsleiðarinnar, ekki síður en í byrjun hennar—og í raun réttri á allri leiðinni, ef vér aðeins gerðum oss grein fyrir því. í byrjun hverrar máltíðar í mat- stofunni flytur forstöðukonan bæn, síðan segir húsmóðirin við alla borð. gestina: “Gjörið þið nú svo vel!” Á eftir morgun- og síðdegis-kaffi er lesið upphátt úr bókum eða fréttablöðum fyrir þá, sem blindir eru og aðra, 'sem hlusta vilja—æsk- an þjónar ellinni. Þannig er hinn langi andvökudagur hárrar elli gerð- ur margbreytilegur; hann líður því leiðindalaust; meira að segje. með áhuga og ánægju. Þannig er alt gert ljúfara og léttara og auðveldara að bera þá byrði, sem ellin leggur á herðar. Það er gert með vingjarn- legri kurteisi og samúðlegri hug- ulsemi. Og svo vinna gamalmennin—auð vitað einungis þegar þeim sýnist. Ekki er fyr búið að drekka morgun- kaffið en rokkarnir eru teknir fram —hér um bil hálf tylft af rokkum; og prjónarnir ganga kvikt milli gömlu fingranna, sem liprir eru og æfðir í þeirri list. Sumar hendurn- ar eru þó orðnar svo lúnar og fingrastirðar að prjónarnir hreif- ast seint og hægt. Karlmennirnir kemba ullina og vinda bándið í KIDNEY í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdðmum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrír 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. hnykla. Að telja öll reifin af öll- um kindunum í öllum f járhópunum, sem á þessu heimili eru unnin í vetl- inga og peysur, væri nógu langt og svæfandi verk til þess að lækna svefnleysi alla æfi manns. Ein áköf og iðin prjónakonan er aðeins níutíu og tveggja ára gömul. Þá má ekki gleyma nautnastund- um reykinganna; gamla fólkið—já, jafnvel sumt af kvenþjóðinni—sit- ur oft lengi í djúpum, alvarlegum og friðsælum hugieiðingum og reyk- ir pípur sínar—á þeim stundum er oft spunninn sá þráður, sem hvorki þarf til vél eða rokk—þráður langra frásagna og endurminninga. Og svo er lesið, eins og fyr var frá sagt. Það er eitt allra skemtilegasta starf- ið, sem þessi öldruðu börn leysa af hendi. Setustofa er á hverri hæð í byggingunni og gott bókasafn í hverri setustofu. Að sumrinu þykir ánægjulegt að sitja á daginn og langt fram á kvöld úti á svölunum, þar sem vatnið blas- ir við. Heimili þessa gamla fólks horfist í augu við austurhimininn bæði frá jarðrænu og sálrænu sjón- armiði. Líf heimilisins er miklu fremur helgað sólaruppkomunni en sólarlaginu. Byggingin er frammi við götuna og blasa við henni skipa- bryggjur, þar sem bátar flytja að landi ógrynnin öll af f iski; er þetta svo nálægt að þegar vindur stendur á land berst fisklyktin alla leið upp á svalirnar. Menn sjást að verl^i, sem eru að negla saman ótölulegan fjölda af kössum til þess að raða fiskinum í; og framhjá heimilinu skríður járn- brautarlestin, sem flytur fiskinn til fjarlægra verzlunarstaða. Frá svölunum getur gamla fólkið auðveldlega séð út yfir þorpið, þar sem alt er á ferð og flugi og allir eitthvað að starfa. Það horfir at- hugult og hugsandi á ungu börnin, þegar þau koma heim frá skólanum. Á sólbjörtum sumardögum sitja þessi gömlu börn í verðskulduðum heiðurssætum og horfa með athygli á hinn óbrotna en dýrðlega leik dag- legs lífs. Stundum eru hinir tíðu gestir frá gamalmennaheimilinu komnir í sæti sín í þessu leikhúsi um leið og skuggatjöld næturinnar lyft- ast og fingur morgunsólarinnar flétta gullna geislabrú yfir rósrauð- an vatnsflötinn. Stundum eru þeir jafnvel þar þegar fölbleikur mán- inn leggur silfraðar leiðir sínar yfir dimmhlátt djúpið. Þau eru gestir, þessir gömlu menn og þessar öldr- uðu konur—þau eru heiðursgestir. Sum þeirra borga með sér, stundum örlítið, ef til vill af ellistyrknum sínum; mörg þeirra geta alls ekkert borgað. Þetta er eina, íslenzka gamalmennaheimilið í Norður Ame- ríku, og þangað eru velkomin ís- lenzk gamalmenni hvaðan af landi sem þau eru; aðgönguskilyrðin eru engin önnur en þau að þörf sé þreyttum hvíldar að kveldi. Þar er fólk frá Saskatchewan, frá Alberta, frá Norður Dakota, frá Ontario, en eðlilega flest frá Manitoba. Islend- ingar í Vesturheimi hafa bygt þetta myndarlega heimili og halda því við á eiginn kostnað ; þeir sjá um það að hinir öldnu gestir geti lifað eins á- hyggjulausu lífi og hamingjusömu og frekast er unt. Fimm eða sex þeirra, sem nú eru á heimilinu, komu frá íslandi til Manitoba í stóra hópnum 1875. Þá voru bygðir nokkurs konar fleka- bátar til flutninga norður eftir Rauðánni, yfir vatnið og alla leið til fyrirheitna landsins. Þegar þessir menn lentu seint um haustið, stað- næmdust á gaddfreðinni jörðinni og horfðu upp í helkaldan vetrarhim- I ininn, mætti ætla að þeim hefði fall- ist hugur; en því fór fjarri; þeir höfðu takmarkalausa trú á framtíð sinni og óbilandi kjark, sem meðal annars sést á því, að þeir nefndu hið nýja framtíðarheimili sitt Gimli, sem þýðir himnaríki eða bústaður guðanna. Þessir fáu einstaklingar, sem eftir lifa, muna enn þann dag í dag eftir því þegar lent var hinum klunnalegu landnemaskijitim seint um haustið. Þeir minnast þess þeg- ar hrúgað var upp í flýti bráða- byrgðarskýlum er sízt voru ásjáleg; þeir muna hversu litlar og óhentug- ar vistir þeir höfðu; kvað svo mikið að því að hungurvofan lagði hend- ur á fólkið og það dó í hópum saman af skyrbjúg; þeir minnast þess þeg- ar bóluveikin skildi eftir fingraför sin á flestum landnemanna og tíund- aði—nei, deyddi miklu meira en tí- unda part alls nýlendufólksins á fyrsta árinu. Margt af gamla fólkinu hefir aldrei farið langt í burt frá þessu gamla landnámshéraði; fæst af því talar enska tungu; verður því ís- lenzkan að sjálfsögðu að vera aðal- málið á heimilinu; sömuleiðis eru þar aðallega íslenzkar bækur, islenzk blöð og tímarit. Sum gömlu börnin eru jafnvel upp með sér ef þau geta sagt já og nei, eða góðan daginn á ensku. Nálega sextiu ár eru nú liðin síð- an land var numíð á þessu svæði; það var árið 1875; síðan hafa börn íæðst og þroskast, sömuleiðis börn þeirra og barnabörn. Nú hafa þau dreifst í allar áttir og skipa alls kon- ar stöður víðsvegar um þetta megin- land. Þegar eg tar a"ð telja upp öll dag- legu störfin á heimilinu gleymdi eg að minnast á bústörfin og heimsókn- irnar. Á stofnuninni eru engin svefnloft, nema hin bjarta og hent- uga sjúkrastofa; heldur eru þar svefnherbergi með einu rúmi í, eða tveimur, eftir því sem hverjum fell- ur betur. Gömul hjón, sem lifað hafa súrt og sætt saman, hafa þarna sameiginlegt heimili. Allir eru þar nágrannar og taka þátt í hinu ágæt- asta félagslífi, en samt hefir hver einstaklingur sinn eiginn bústað út af fyrir sig, jafnframt samkvæmis- stöðunum. Ein gamla konan bauð mér inn í herbergið sitt til þess að sýna mér hvað huggulegt það væri; sömuleiðis bauð mér einn gamli maðurinn inn til sín og sýndi mér hversu fagurt væri útsýnið úr glugg- anuin sínum. Rétt við gluggann stóð lítil, gömul, íslenzk kista, sem hann hafði með sér yfir hafið fyrir fimtíu og átta árum. Þarna er því sameiginlegt stórt heimili margra smærri heimila, og heimsóknir á víxl eru meðal helztu skemtananna. Börn ellinnar eru venjulega—og eðlilega — ekki eins auðsveip eða sveigjanleg og börn æskunnar. En söngurinn, kaf fidrykkjan, bæna- gjörðin við máltíðir, kveðjurnar, heilsanirnar, handtökin, hin siðprúða framkoma, spuninn og prjónastörf- in, reykingarnar, bókasöfnin, sagna- lesturinn; hin vistlegu herbergi, svalirnar, strætið úti fyrir og höfn- in og vatnið svo nálægt að það getur stundum svo að segja smelt votum froðukossi á kinnar gömlu fiski- mannanna; friðar og eindrægnisand- inn, sem allsstaðar er auðsær— alt þetta miðar að því að mýkja og milda, slípa og slétta, allar ójöfnur; en skapa samúð og umburðarlyndi. Öll þessi margvíslegu, heimilislegu smáatriði segir forstöðukonan að fyrirrennari sinn hafi fundið upp til þess að ala upp heimtufrekju í gömlu börnunum. Og hún brosir góðlát- lega þegar hún segir þetta. En það dylst engum að undir nýju stjórn- inni er öllu þessu haldið áfram. Nýja forstöðukonan er öllum þeim hæfileikum gædd, sem til þess þarf að stjórna slíku heimili. Hún er æfð við sjúkrahjúkrun og stjórn á spítölum; hún hlaut aukaæfingu sem hjúkrunarkona á Frakklandi í stríðinu mikla; hún talar og skilur íslenzka tungu og hefir djúpan skilning á sálareinkennum þjóðar sinnar; hún er gædd hjarta kærleik- ans og umburðarlyndisins og heila skilnings og speki—síðast, en ekki Framh. á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.