Lögberg - 18.01.1934, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FÍMTUDAGINN 18. JANtJAR, 1934
ILosberg
Oeflí út hvern fimtudag af
f’BE COLUUBIA P R E 8 8 L I M I T B D
SStó Sargent Avenuc
Winnipeg, Manitoba
UtanAakrift ritstjórans.
SDXTOR LÖOBERG. 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG. MAN.
VerO IS.00 urn driO—Borgist fvrirfram
rtie "Lögrtterg” ls prínted and published by The Columbia
Preas, Limited. 695 Sargent Av«„ Winnipeg, Manitoba.
PBONE8 Hfl 327—88 328
Ólíkt viðhorf
1 góðærinu, meðan alt g’ekk, að heita
mátti eins og í sögu á sviði atvinnulífsins, var
bjart viðhorf í mannheimi; flest vinnufært
fólk var þá daglega að iðju, fékk lífvænleg
laun, og undi glatt við sitt. Jafnvel þó manni,
einhverra orsaka vegna, gildra eða miður
gildra, væri sagt upp vinnu, þurfti ekki langt
að leita eftir öðru starfi, fult eins vel laun-
uðu og jafnvel enn betur föllnu fyrir þann,
er í hlut átti, en því, er látið var áf. Eins og
nú hagar til, er því miður, engu slíku til að
dreifa; í kreppunnar hlóðgu spor, fetar ótt-
inn dag og nótt; óttinn við átvinnumissi, ótt-
inn við sílækkuð vinnulaun, óttinn við alls-
leysi og örbirgð.
Ekki þarf langt að leita til þess að ganga
úr skugga um, hve ískyggilegt viðhorfið í
þessu tilliti er. Það er síður en svo, að ótti
sá, er frá núverandi kreppu stafar, sé ein-
skorðaður við vinnulýðinn; hann hefir jafn-
framt náð slíkum heljartökum á iðjuhöldun-
um sjálfum, og það engan veginn að ástæðu-
lausu, er örðugt virðist að ráða grun í hverj-
ar afieiðingar geti háft. Það er óvissan,
þessi ömurlega einkasystir óttans, er farið
hefir herskildi um löndin, höggvið strand-
högg og tekið skatt áf lýðnum', skatt þann, er
til veiklunar leiddi, vantrausts á lífinu
sjálfu og skilyrðum þess til sjálfbjargar.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir
gamalt og gilt máltæki.
Mörgum hættir til að fella einhliða dóma
um afstöðu iðjuhölda til starfsmanna; er hin-
um fyrnéfndu þá alla jafna kent uip flest það,
er aflaga fer; fram hjá hinu er þó oftar en
skyldi lilaupið, að til grundvallar liggur
feykilega margþætt kerfi, skapað af reynslu
aldanna, er eitthvað raunverulegt hlýtur að
hafa til brunns að bera, þó ábótavant sé því
að vísu, eins og öllum mannlegum stofnunum.
Þegar gott er í ári, er að sjálfsögðu mik-
il eftirspurn eftir vinnukrafti; græðist þá
framleiðendum fé, en hinir, sem daglauna
njóta hafa sæmilega ofan af fyrir sér og sín-
um. Gengið er út frá því að sæmileg vinnu-
laun séu greidd, þó vitanlegt sé, því miður,
að í ýmsum tilfellum hafi þeir, er á slíkum
tímum mannaforráð höfðu, notað sér góðær-
ið til þess að ‘ ‘ undirborga” verkamönnum
sínum í von um aukinn og margaukinn per-
sónuhagnað.
Ávalt og á öllum tímum, er margt og
mikið ritað og rætt, um markað hinna ýmsu
framleiðslutegunda, og fer slíkt af ýmsum á-
stæðum að vonum. Mönnum hefir þó ekki ávalt
verið það ljóst, við hvað er átt, þá rætt er eða
ritað um markaði fyrir hinar og þessar teg-
undir framleiðslunnar; það virðist einhvern
veginn hafa farið fram hjá næsta mörgum,
að markaðurinn sé kaupandinn, eða fólkið
sjálft.
Hér í landi, sem og reyndar annarsstað-
ar, er sá flokkur manna, er lifir á daglaunum,
eða kaupi, langfjölmennasti flokkurinn; það
er þessi flokkur þjóðfélagsins, er langmest
kaupir af varningi verksmiðjueigandans, og
greiðir fyrir hann af launum sínum. Séu
launin ósanngjarnlega lág, hefnir það sín
grimmilega á verksmiðjueigandanum, eða
vinnuveitandanum sjálfum; hann situr uppi
með, sökum rýrnaðrar kaupgetu verkamanns-
ins, óseldan varning, er hann að öðrum kosti
hefði getað losast við.
Yaranlegar umbætur, hverrar tegundar
sem eru, ganga jafnaðarlegast hægt fyrir sér.
Það fer enginn á handahlanpi út úr kreppu
yfirstandandi tíma, og inn í varanlega vel-
sæld; það verða engin risaskref stigin í því
tilliti fyrst um sinn; en miði hvert spor, sem
stigið er, í áttina áfram og upp á við, þó smátt
sé, er full von um jafnvægi hlutanna með tíð
og tíma.
Vinnuveitandinn hefir ákveðnar og al-
varlegar skyldur að inna af hendi í þessu
sambandi; eigi aðeins gagnvart sjálfum sér,
heldur og fólkinu í heild; hann má ekki vísa
veginn með því að bera utan á sér einkenni
örvæntingar og ótta, þó ekki blási sem allra
byrvænlegast; hann verður að láta þjónum
| sínum skiljast, og sanna það með dagfari, að
j hann beri heill ]>eirra fyrir brjósti; að liags-
| munir eins séu óaðskiljanlegir frá hagsmun-
í um annars; það er slíkur skiiningur er al-
i menningur sízt má án vera um þessar mundir,
I og það jafnvel ekki mikið síður, en pening-
I anna sjálfra. Sá, sem tapar hugrekki, tapar
j öllu. Það eru ekki allir sterkir á svellinu;
það er mikið undir daglegu atlæti komið,
livemig þeim, sem þannig er ástatt með reið-
ir af. Það er óútreiknanlegt hver áhrif örv-
unaryrði geta haft, sé þau í tíma töltíð; hitt
er og jafnauðsætt, hve ónærgætni getur -haft
ill eftirköst.
Þó mjög sé nú víða breytt til batnaðar, að
því er vinnukjör áhrærir, ber því þó eigi að
neita, að enn verði hér og þar þrælkunar-
merkja vart. Þar sem svo hagar til, verður
afleiðingin ekkí nema*á einn veg; tap á tap
ofan.
Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði.
Enginn maður hefir nokkuru sinni verið það
sterkur á svellinu, að hann væri að öllu leyti
sjálfum sér nógur, og þarfnaðist eigi sam-
úðar samferðamanna sinna. Að öðrum kosti
mvntli hann hafa orðið að kaldrænni vinnu-
vél, er líkt og flestar aðrar vélar, ljúka sögu
sinni í nislabyngnum.
Meðan gott var í ári, og flestir unnu fyr-
ir lífvænlegu kaupi, var djúp það, er staðfest
var milli verksmiðjueigandans og þjóna hans,
hvergi nærri eins háskalegt og nú á sér stað,
])ó grundvallað væri það að jafnaði á lághvöt-
um yfirboðara-hrokans. En eýis og nú er
komið, þegar svo að segja hvor aðilinn um
sig, vinnuveitandinn og þjónninn, berst í
bökkum, þá er það nokkurn veginn sýnt, að
baráttan skal háð á jafnsléttu, þar sem aðstað-
an er svipuð á báðar hliðar.
Stóriðju nútímans má líkja við tannhjól;
bili, þó ekki sé nema ein tönn, tefst fyrir um
hina æskilegu, reglubundnu starfsemi hjóls-
ins. Og nú hefir viðhorf það, er kreppan hef-
ir skapað, skipað þannig til, að verksmiðju-
eigandinn verður til þess knúður, að sætta sig
við margfalt minna en áður; sætta sig við að
vera tönn á meðal tanna, hvort sem honum
fellur betur eða ver, í hjóli daglegrar iðju,
hvort sem hún veitir mikið í aðra hönd, eða
það gagnstæða. Hann verður að láta sér
skiljast, að til þess að þiggja, verður hann
fyrst að gefa.
Endurnám bújarða og
nýbýlarækt
Það er ekki langt um liðið síðan sá félags-*
skapur, er Back-to-the-Land Association
nefnist, hóf göngu sína hér í landi; voru það
framsýnir athafnamenn, er frumkvæði áttu
að stofnun hans, með það fyrir augum, að
ráða að einhverju leyti bót á því hinu ægilega
atvinnuleysi, er spenti borgarlýðinn heljar-
greipum. Og þó félagsskapur þessi sé enn1
ungur, og vafalaust að ýmsu leyti hvergi
nærri eins áhrifamikill sem skyldi, þá verður
þó ekki um vilst, að hann þegar hafi miklu
góðu til vegar komið, og að með honum hafi
óneitanlega verið stígið all-mikilvægt spor í
rétta átt; víst er og um það, að engin aðferð
til úrlausnar á atvinnuleysinu, mun sigur-
vænlegri til frambúðarþrifa, en sú, að leita á
ný til skauts jarðar, og neyta þar brauðs síns
í sveita síns andlitis.
Að því er blaðinu Winnipeg Evening
Tribune segist frá, hafa fram að síðastliðn-
um áramótum, 13,166 manneskjur tekið sig
upp úr hinum ýmsu borgum, fyrir atbeina
þess félagsskapar, er hér um ræðir, tekið
sér bólfestu á eyðijörðum, eða lagt fyrir sig
nýyrkju. Nokkurs fjárhagslegs stuðnings af
hálfu sambandsstjómarinnar, hafa þessir
Birkibeinar notið, meðan þeir voru að koma
sér fyrir, og njóta enn, þó margir þeirra séu
nú í þann veginn að verða, eða séu þegar
orðnir sjálfbjarga menn. Nytsamlegri at-
vinnuleysisstyrk, mun tæpast unt að láta í
té, en þann, sem hér hefir verið vikið að.
Samkvæmt þeim ákvæðum, er hér koma
til greina, hafa 3,420 nýbyggjar tekið sér ból-
festu víðsvegar um sveitir Quebecbylkis, 2,358
í Saskatchewan 1,996 í Manitoba, 1,663, í
Alberta og 279 í British Columbia.
Um þessar mundir stendur yfir í Ottawa
fundur, þar sem stjórnarformenn hinna ein-
stöku fylkja eru mættir, til þess að bera upp
vandamál sín við sambandsstjórnina, og fá
úr þeim greitt, að svo miklu leyti, sem auðið
verður. Lang alvarlegasta málið, sem þar
kemur til umræðu, er að sjálfsögðu atvinnu-
leysismálið, eða hvernig fram úr því verði
ráðið, þannig, að sem allra varanlegustu haldi
megi koma. Vonandi er að hugmyndinni um
endurnám bújarða og nýbýlarækt verði þar
ekki skipað á óæðra bekk.
Kaflar úr bókinni
um San Michele
Eftir Axel Munthe
Kóleran í Neapel
Ef einhvern skyldi langa til að fá
ai5 vita um dvöl mína í Neapel, þá
er bezt fyrir hann að lesa þar um í
“Bréfum frá borg í sorg”, sé unt að
ná i eintak, sem er reyndar ekki lík-
legt, þvi að þessi litla bók er löngu
uppseld og gleymd. Eg hefi sjálfur
einmitt verið að lesa með talsverðri
athygli þessi “Bréf frá Neapel” eins
og bókin hét upphaflega á frummál-
inu, sænskunni. Eg gæti ekki skrif-
að slíka bók nú, þótt líf mitt lægi
viS. ÞaS er heilmikiS af barnaleg-
um ofsa í þessum bréfum, einnig af
sjálfsáliti, aS eg ekki segi sjálfs-
þótta. Eg hefi sýnilega veriS tölu-
vert upp meS mér af því aS þjóta
alla leið frá Lapplandi til Neápel,
einmitt þegar allir reyndu aS forSa
sér úr borginni. Eg skýri frá því
meS talsverSu stærilæti, hvernig eg
var á ferli dag og nótt í sýktu fá-
tækrahverfunum, þar sem alt var
morandi í lús, hvernig eg lifSi á
skemdum ávöxtum og svaf í óþrifa-
legri krá. Alt er þetta dagsatt, og eg
hefi ekkert aS afturkalia; lýsing mín
á Neopel, þegar kóleran geysaSi þar,
er nákvæm—eins og borgin leit út
í augum ákaflynds manns.
En lýsingin af sjálfum mér er
hvergi nærri eins nákvæm. Eg hafSi
geð í mér til aS skrifa, aS eg hefSi
ekki veriS hræddur viS kóleruna,
ekki hræddur viS dauSann. En eg
laug. Eg var ofboSslega hræddur
viS hvorttveggja frá því fyrsta til
hins siSasta. í fyrsta bréfinu lýsi
eg því, er eg steig—seint um kvöld
út úr tómri lestinni, þar sem nærri
var liSiS yfir mig af karbóllykt —
út á mannlaust torgiS, hvernig eg
mætti á götunni löngum röSum af
vögnum og kerrum, hlöSnum lik-
um á leiS til kólerugrafanna, hvernig
eg dvaldi alla nóttina rrteSal deyj-
andi manna i ömurlegum fondaci
fátækrahverfanna. En þar er eng-
in lýsing á því, aS eg hafi tveim
stundum eftir að eg kom, skundaS
til baka á brautarstöSina og spurt i
ákafa eftir, hvenær lest færi næst
til Rómaborgar, til Kalabríu, til Ab-
ruzzi, til einhvers og einhvers staS-
ar, því fjarlægari, þeim mun betri,
ef eg aSeins losnaSi sem fyrst úr
þessu helvíti. Ef nokkur lest hefSi
veriS til, mundu “Bréfin frá borg í
sorg” aldrei hafa orSiS til. En eins
og á stóS fór engin lest fyr en á há-
degi daginn eftir, því aS samgöngur
allar viS borgina, þar sem drepsótt-
in geysaSi, höfSu svo aS segja fall-
iS niSur. ÞaS var ekkert annaS aS
gera en aS fá sér hressandi sund um
sólarupprás viS Santa Lucia og
hverfa svo rólegri i skapi, en þó
skjálfandi af ótta, út í fátækra-
hverfin aftur. Um kvöldiS var boSi
mínu um aS gerast sjálfboðaliSi á
kóleruspítalanum Santa Maddalena,
tekiS. Tveim dögum síSar hvarf eg
burt af spitalanum, því aS þá hafSi
eg komist aS raun um, að rétti staS-
urinn fyrir mig væri ekki meSal
deyjandi sjúklinganna á spítalan-
um, heldur hjá deyjandi fólkinu í fá-
tækrahverfunum.
Hversu alt hefSi reynst léttara og
auSveldara, hugsaSi eg, bæSi fyrir
sjúklingana og mig, ef dauSastríS
þeirra hefSi ekki veriS svona lang-
vint, svona hræSilegt! Þarna Iágu
þeir klukkutímum saman, dögum
sarúan í stadium algidum, kaldir eins
og lík, meS uppglent augu og gal-
opna munna, aS öllu útliti eins og
þeir væru dauSir, en þó enn á lífi.
Fundu þeir nokkuS til ? Skildu þeir
nokkuS ? Betur að svo hafi ei veriS,
vegna þeirra fáu, sem enn gátu
gleypt teskeiS af ópíum, sem sjálf-
boSaliSarnir frá Croce Bianca komu
meS af og til og heltu í flýti í munn
þeim. Þessi inntaka gæti alténd orS-
iS til aS gera út af viS þá, áSur en
hermennirnir og hálfdrukknir graf-
ararnir kæmu um nóttina til aS
safna þeim öllum í eina kös í gím-
aldiS á Composanto dei Colorosi.
HvaS voru þeir margir, sem lentu
lifandi í þá kös? Eg býst viS þeir
hafi skift hundruðum. Þeir litu
allir eins út; sjálfur átti eg oft erfitt
meS aS segja um, hvort þeir voru
dauSir eSa lifandi; tíminn var naum-
ur; þeir lágu tugum saman í hverju
hverfi. Fyrirskipanirnar voru
strangar, alla varS aS heygja aS
nóttunni.
Eftir aS drepsóttin komst i al-
gleyming þurfti eg ekki lengur aS
kvarta yfir þvi, hve dauSastríSiS
væri langvint. Nú féllu menn unn-
vörpum á götunni, eins og elding
lostnir, voru hirtir af lögreglunni,
fluttir á kóleruspítalann og dauöir
eftir fáeinar klukkustundir. Leigu-
vagnstjórinn, sem aS morgni ók meS
mig í fartinni út í Granatello-fang-
elsiS hjá Portici og átti aS aka meS
nýg aftur til Neapel, lá dauSur í
vagni sínum aS kvöldi, þegar eg kom
að gá aS honum. Enginn vildi neitt
með hann hafa í Portici. Enginn
fékst til aS hjálpa mér til aS ná
honum út úr vagninum. Eg varS
aS gera svo vel aS klifra upp í sætiS
og aka honum sjálfur heim til
Neapel. Enginn vildi hafa neitt meS
hann aS gera þar heldur. Eg varS
aS gera mér aS góSu aS aka meS
hann ala leiS til kólerugrafanna, og
þar losnaði eg loksins viS hann.
Oft var eg svo breyttur á kvöldin,
þegar eg kom heim i krána, aS eg
fleygði mér i rúmiS eins og eg stóS,
án þess aS afklæSast—og jafnvel án
þess aS þvo mjér. HvaSa gagn var
aS því aS þvo sér úr þessu óhreina
vatni, hvaða gagn var aS því að sótt-
hreinsa sig, þegar alt og allir i kring
um mann var smitaS, maturinn, sem
eg lagði mér til munns, vatniS, sem
eg drakk, rúmiS, sem eg svaf í,
sjálft loftiS, sem eg andaSi aS mér!
Oft var eg of hræddur til aS fara
í rúmið, of skelkaSur til aS vera
einn. Þá hljóp eg aftur út á götu,
leitaði uppi einhverja kirkjuna og
dvaldi þar þaS sem eftir var næt-
urinnar. Santa Maria del Carmine
var uppáhalds-náttstaSur nxinn. Á
bekk í vinstri hliSarstúku þessarar
gömlu kirkju hefi eg sofiS einhvern
værasta blund, sem eg man. Nóg
var af kirkjunum til aS sofa í, þegar
eg þorSi ekki heim. Allar kirkjur
og kapellur í Neapel, en þær skiftu
hundruSum, stóSu opnar alla nótt-
ina, þéttskipaSar óttaslegnu fólki
meS áheit sín, logandi kertaljósin,
og áttu allir hinir mörgu helgu
menn og madonnur fólksins ekki sjö
dagana sæla, því aS í sjúkravitjun-
um voru dýrlingarnir i hundraSatali
nætur og daga, hver í sinu hverfi.
En vei þeim, sem ditfSist aS gera
vart viS sig í hverfum keppinaut-
anna. Sjálf hin heilaga Madonna
della Colera, sem þó hafSi bjargaS
borginni í drepsóttinni mjklu 1834,
var hrópuS niSur fyrir fáum dög-
um viS Bianchi Nuovi.
En það var ekki kóleran ein, sem
eg var hræddur við. Eg var líka frá
fyrstu stundu til hinnar síSustu
hræddur viS rotturnar. Þær virtust
gera sig eins heimakomnar í fondaci,
bassi og sotteranei fátækrahverf-
anna eins og mannaumingjarnir, sem
lifðu þar og dóu. Sannast aS segja
voru þetta yfirleitt óáleitnar og
skikkanlegar rottur, aS minsta kosti
þegar lifandi menn áttu í hlut; þær
ræktu samvizkusamlega sorphreins-
araköllun sina, sem þær höfSu erft
alt frá dögum Rómverja hinna
fornu, og voru hinir einu meðlimir
bæjarfélagsins, sem áttu þaS víst
aS fá fullan kviS. Þær voru eins
tamdar og kettir og álika stórar.
Einu sinni rakst eg á gamla konu,
sem var ekkert nema skinniS og
beinin, því sem næst nakin og lá á
myglaSri hálmdýnu í hálfdimmum
skúta. Mér var sagt, aS þetta væri
“vavama” þ. e. amman. Hún var
lömuS og steinblind og hafði legiS
þarna árurri saman. Á óhreinu hell-
jsgólfinu sátu einar sex gríSarstór-
ar rottur á hækjum sinum í kringum
morgunverð, sem ekki verSur meS
orSum lýst. Þær horfðu á mig hin-
ar rólegustu og hreyfðu sig ekki um
þumlung. Gamla konan rétti fram
beinaberan handlegginn og hrópaSi
hásri röddu: “Pane! Pane!”
En þegar heilbrigSisnefndin hóf
þaS fánýta starf aS sótthreinsa götu-
ræsin, breyttist ástandiS, og ótti
minn varS aS skelfingu. Miljónir
af rottum, sem lifaS höfðu óáreitt-
ar í ræsunum síSan á dögum Róm-
verja, herjuSu um allan lægri hluta
borgarinnar. ÖlvaSar af brenni-
steinsreyknum og karbóllyktinni
æddu þær um fátækrahverfin eins
og óSir hundar. Þær líktust ekki
neinum rottum, sem eg hafSi áSur
séð, voru alveg hárlausar meS á-
kaflega langt rautt skott, grimdar-
leg, blóðhlaupin augu og hvassar
svartar tennur, álíka langar og í
hreysiköttum. Þó aS þær væru
barSar meS staf, þá sneru þær bara
aS manni og læstu sig í stafinn eins
og bolhundar. Aldrei á æfi minni
hefi eg verið eins hræddur viS nokk-
urt dýr eins og eg var viS þessar
óSu rottur, því aS eg er viss um aS
þær voru óSar. Alt Basso Porto-
hverfiS var skelfingunni ofurselt.
Strax fyrsta daginn voru yfir hundr-
aS rnanns, karlmenn, konur og börn,
skaSbitiS af rottunum og flutt á
Pellegrini-spitalann. Allmörg smá-
börn voru bókstaflega étin upp til
agna. Eg gleymi aldrei nótt einni
í fondaco í Vicolo della Duchessa.
HerbergiS, sem einna helzt liktist
helli, var huliS rökkri, því að hvergi
var ljós, nema dálítil olíutýra fyrir
framan madonnu-myndina á veggn-
um. HeimilisfaSirinn var dáinn
fyrir tveim dögum, en lík hans lá
ennþá undir fataræflum á gólfinu,
því aS fjölskyldunni hafði tekist aS
fela það fyrir lögreglunni, sem leit-
aði að líkunum og fluttu þau til
grafar. Slík felr.brögS voru dag-
legir viðburSir á fátækrahverfunum.
Eg sat á gólfinu viS hliSina á dótt-
ufinni og barSi frá mér rotturnar
meS stafnum minum. Líkami henn-
ar var þegar orSinn kaldur, en hún
hafSi þó enn meðvitund. Allan tím-
ann meSn eg sat þarna, heyrSi eg,
hvernig rotturnar bruddu sundur
sinar og hold af líki föSursins. Loks
fékk þetta svo á mig, að eg réðist
að líkinú og reisti þaS á fætur í einu
horninu. Þarna hallaðist þaS nú
eins og gömul standklukka upp viS
vegginn. En brátt réðust rotturnar
af mikilli græðgi aftur á líkiS og
rifu í sig fætur þess og handleggi.
Þá var mér öllum lokiS. Nær dauða
en lífi af skelfingu æddi eg á dvr.—
Framh.
Þektir tónar
Þeir bárust að eyra mér ljóshratt og
létt,
eins og leiftur um myrkþrungna
nótt,
er svífur um húmdjúpiS, lýsir upp
leið,
—þaS lýsir, en hverfur svo skjótt.
Að hjartanu fluttii þeir hressandi yl,
er hálffreðiS, aflvana sló.—
Og ljósheimi minninga luku þeir
upp,
sem lengst inn i huganum bjó.
AS bládjúpi tónanna brosfagurt reis
mitt bernskunnar hjartkæra land.
MeS laufgrænar hlíðarnar ljósroS-
inn tind
og leikandi öldu viS sand.
Eg fossniðinn heyrði og fuglanna
kvak,
og friðsælt var kvakiS og lágt.
Og vondraumur æskunnar vaknaði
og sveif
út í vorloftiS fagurt og blátt.
Og einlæg var gleðin í grátklökkum
hug,
Hann grét og hann dansaði og hló.
er skýhallir bernskunnar brostu’
honum mót
yfir breiSum og glampandi sjó.
En skammvinn er gleSin, hér skiftir
um lag
og skuggi um huga mér fer,
því háróma ”jazziS” nú hlymur í
sal,
og hlustirnar rífur Og sker.
Eg þögull, einmana i þrönginni
stend
en þagnaS er tónanna mál.
Og útlegðar nákuliö napurt og sárt
Mér næðir um klæðlausa sál.
H.