Lögberg - 08.02.1934, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR, 1934
5
fRA ISUNDI
gerlarannsókn
A ELLIÐAARVATNI
Þann 17. desember birtist í Morg-
unblaðinu bréf frá borgarstjóra
Reykjavíkur, til nefndar, er kosin
var í vetur til að reka á eftir fram-
kvæmdum í vatnsveitumálinu.
Þar skýrði borgarstjóri frá því,
að rannsókn stæði yfir á því, hvern-
ig Elliðaárvatnið væri. En áður en
þeirri rannsókn væri lokið, yrði ekki
hreyft við því, að nota Elliðaárvatn
í vantsæðar bæjarins, og rannsókn
hefði sýnt, að það væri fyllilega
forsvaranlegt.
Rannsókn Niels Dungal.
Nýlega hefir Niels Dungal pró-
fessor lokið við að rannsaka Elliða-
árvatnið “kabteriologiskt.” Árangur
rannsóknarinnar er sá, hefir Dungal
tjáð blaðinu, að Ellivaárvatnið sé ó-
nothæft sem neysluvatn, nema það
sé sótthreinsað.
I fyrnefndu bréfi borgarstjóra
frá 17. des., segir hann, að reynisl
Elliðaárvatnið ónothæft, þá verði
undinn bráður bugur að því að setja
upp hreinsistöð við Elliaárnar, til
þess að sia það og sótthreinsa.
Má því ganga að því vísu, að
undinn verði bráður bugur að þessu.
Vatnsmiðlun.
En úr því ekki er hægt að grípa
til Elliðaárvatnsins nú þegar, verða
bæjarbúar á vatnsleysissvæðinu að
krefjast þess, að framvegis verði
viðhöfð vatnsmiðlun sú í Austur-
bænum, sem reynd var fyrir jólin
og gafst vel. Um vatnsmiglunina
átti blaðið tal við Valgeir Bjönsson
bæjarverkfræSing nýlega.
Hann sagði, að miðlunin gæti
komið að góðum notum ef bæjar-
búar í Austurbænum stilla í hóf
vatnsnotkun sína.
Fyrir jólin var 3 daga lokað fyrii
vatnið í lægri hverfum Austurbæj-
arins frá kl. 2—5 síðd. og varð þá
ekki vatnslaust i efri hverfum bæj-
arins.
Milli jóla og nýárs var aldrei lok-
að fyrir vatnið í lægri hverfunum—
enda þurfti þess ekki með.—Mbl.
LANDSKJALFTAR 1932.
Þess er getið i ársyfirliti þvi um
veðurfar á íslandi 1932, sem Veður-
stofan hefir samið og gefið út, að
landskjálftamælarnir hér hafi sýnt
97 hræringar á árinu. Þess er jafn-
framt getið, að 83 þessara hræringa
hafi átt “upptök á íslandi eða í
námunda við það.” “Mest kvað að
landskjálftum 2. nóvember; varð
þá vart 34 hræringa, og þessu næst
17. april, 20 hræringa. Flestir áttu
landskjálftar þessir upptök á
Reykjanesskaganum eða þar í nánd,
7 á Suðurlandi. 70—120 km. frá
Reykjavík, þar af 4 í janúar. Um
upptök 3 hræringa þ. 29. sept. er eigi
annað kunnugt, en að þau voru 135
km frá Reykjavik. Af 14. land-
skjálffum, sem konru lengra að, áttu
4 Cx3- febr., 14. apríl og 2. og 5.
ágúst) upptök suðvestur í Atíants-
hafi 1000—1200 km. frá Reykja-
vík, en upptök hinna 8 voru fjar-
lægari.” <
Flestir voru landskjálftakippir
þessir vægir og vafalaust hefir allur
almenningur alls ekki orðið var við
suma þeirra eða jafnvel meirihlut-
ann.—Visir.
RADIOVITI 1
VESTMANN AE YJ UM
Siðari hluta þessa mánaðar er
gert ráð fyrir að radioviti taki til
starfa í Vestmannaeyjum. Þá tima
dags, sem loftskeytastöðin er að
starfi, má kalla á hana (kallmerki:
^ • F. V.) og lætur hún þá í té mið-
unarmerki. Þegar engin gæsla er á
stóðinni (á virkum dögum kl. 21 til
Id. 8 og á helgidögum kl. 20 til kl.
10) mun stöðin senda út miðunar-
tnerki siðustu 10 mínútur hverrar
klukkustundar.—Vísir.
SKOSKU NAUTGRIPIRNIR,
sem einangaðir eru í Þerney, eru nú
allir sjúkir orðnir af hringormi (i
húðinni). Er það algengur naut-
gripasjúkdómur í Skotlandi, vægur
talinn, en smitnæmur, og erfitt eða
jafnvel ógerlegt að útrýma honum.
Dýralæknar telja, að sjúkdóms þessa
hafi aldrei orðið vart á nautgripum
hér á landi. Fullnaðarákvörðun
hefir eigi verið tekin um það hvort
gripunum verður slátrað eða ekki,
en líklega verður þó ofan á, að það
verði gert, því að ella er 'hætt við
að veikin berist út og verði eigi
upprætt. Gripirnir eru sitt af
hverjum stofni, 4 tarfar og ein kýr,
og eru þeir eign ríkisins. Voru þeir
fluttir hirígað til lands til kynbóta.
—Visir.
MINNIN GARSJÓÐ U R
KNUD RASMUSSEN
Stauning forsætisráðherra hefir
tilkynt að í ráði sé að skipa nefnd
til þess að undirbúa sjóðstofnun til
minningar um Knud Rasmussen.
Er tilætlunin að safna fé í hann í
Danmörku, íslandi og Færeyjum og
meðal Dana, sem búsettir eru i öðr-
um löndum.—Visir.
“IMPERIALIST,”
breski botnvörpungurinn, sem áður
var gerður út í fimm ár frá Hafn-
arfirði, stundar saltfiskveiðar hér
við land í vetur. Hefir Geir Zoega
útgerðarmanni í Hafnarfirði verið
falið að ráða á hann íslenzka skips-
höfn. Hefir hann ráðið fyrir skip-
stjóra Ólaf Ófeigsson, bróður
Tryggva Ófeigssonar, sem áður var
með skipið, og ræður Ólafur 27 Is-
lendinga með sér.—Vísir.
SVANIRNIR A
TJÖRNINNI
Enn þá eru þeir á Tjörninni svan-
irnir okkar, óvængstýfðir, frjálsir
og fleygir. Á lítilli vök syðst í suð-
urenda Tjarnarinnar synda þeir og
taka við brauði, sem góðir vinir
þeirra gefa þeim.
Þeir virðast ekki óneyddir ætla að
yfirgefa æskustöðvarnar, því að þeir
12 svanir, sem nú eru á Tjörninni
munu allir vera fæddir þar og upp-
aldir. Og þá er fyrst veruleg á-
nægja að svanahjörð á Tjörninni,
ef þeir með öllu óvængstýfðir og
ófjötraðir vilja eiga þar heima, og
er óskandi að engir verði til að
styggja þá eða hrekkja, nú þegar
vökin þeirra þrengist við frost og
hríðar.
Eg var að óska þess er eg heim-
sótti þá á nýársmorgun, að vatnsæð
með heita vatninu, sem rennur út í
klóakrörin eftir að hafa hitað upp
Landsspítalann og fleiri hús, lægi
þarna út í Tjörnina, svo að opin vök
héldist þar allan veturinn fyrir svan-
ina okkar, sem nú er sýnt að vilja
helst ekki hverfa þaðan burt. Og
vel gæti eg trúað að sú ósk ætti eftir
að rætast.—Dýravinur.—Mbl.
DÓMUR
var kveðinn upp 5. janúar yfir
Hallgrími Pétri Holm Aðalsteins-
syni bílstjóra, sem ók á Jónatan
Þorsteinsson kaupmann og varð
honum að bana. Var bilstjórinn
dæmdur í 30’daga einfalt fangelsi,
skilorðsbundið, og sviftur ökuleyfi
um 6 mánaða skeið. Hann áfrýjaði
dómnum.—Mbl.
SlLDARLEIT
Nýlega gerðu Svíar merkilegar
tilraunir í Kattegat um að finna síld
með bergmáls-mæli. Mælitækið
reyndist ágætlega og fundu menn
stórar sildartorfur, þar sem engum
hafði áður dottið í hug að neitt væri
fiskakyns.—Mbl.
Leifur hepni
SVAR TIL. PRÓF. HALLDÓRS
HERMANSSONAR.
Eftir J. J. Myres.
I síðasta heftinu af Tímariti
Þjóðræknisfélags Islendinga er
greinarkorn eftir Próf. Halldór
Hermannsson með fyrirsögninni
“Leifur hepni.” Segir hann að rit-
stjórinn, séra R. Pétursson, hafi
beðið sig að skrifa um Leifsmálið í
tilefni af því að Bandaríkin gáfu
íslandi líkneski af Leifi, í sambandi
við þúsund ára afmæli Alþingis.
Grein þessi er ekki löng, aðeins sex
blaðsíður, en að mínu áliti er hún
eitt það sérkennilegasta ritsmíði,
sem eg hefi séð á íslenzku.
Eg hefi lesið greinina vandlega til
þess að reypa að finna þar eitthvað
vel sagt eða einhverja uppbyggilega
staðhæfingu. Vet getur það verið
misskilning mínum að kenna að mér
hefir ekki tekist þetta. Aftur er
þar fjölda margt, sem að óefað
hefði verið betur látið ósagt. Hér
andar svo kalt til Leifs-málsins og
Islendinga yfirleitt, að maður er al-
veg hissa að sjá grein þessa í Þjóð-
ræknisritinu.
Reyndar er leiðinlegt að vera að
auglýsa greinina með þvi að gera
hana að umtalsefni í almennu blaði.
Hún er allareiðu búin að fá of mikla
útbreiðslu og væri bezt gleymd.
En af því að mál þetta snertir
sérstaklega Bandaríkin er líklega ó-
hjákvæmilegt að Bandaríkjamaður
láti til sín heyra, ella myndi mega
segja að vér samþyktum alt, sem
höfundurinn segir, sem þó mun
mjög fjarri sanni-.
Reyndar skrifar H. H. eins og sá
sem vald hefir og lætur Bandaríkja
íslendinga ekki getið í þessu tilliti,
svo það má ráða það af greininni
að Leifs líkneskis málið komi okkur
ekki við. Þetta gerir nú að vísu
ekkert til nema að því leyti að sá
missilningur gæti komist inn hjá
þeim sem ókunnugir eru að skiln-
ingur okkar sunnanmanna væri rétt
túlkaður af H. H., og að hann væri
að láta í ljós aðeins þær skoðanir,
sem ríkjandi eru.
Væri eg samt, til dæmis, sam-
þykkur H. H. myndi eg hafa losnað
við þá fyrirhöfn að þurfa að mót-
mæla honum. Það er ekki geðfelt
að þurfa þess, því hann er sá maður.
sem eg hefi borið traust til og haft
mikið álit á dómgreind hans og
þekkingu. Það var þessvegna ekki
sársaukalaust fyrir mig að lesa þessa
grein og verða fyrir þeim vonbrigð-
um, er sá lestur hafði í för með sér.
Það er eins og að missa gamlan vin.
Manni finst maður verða svo hissa
hvað þessi góði og vel mentaði ís-
lendingur getur ritað ógætilega um
málefni þau, sem manni eru kær og
álítur miklu skifta. Auðvitað hefir
hann sama rétt á sannfæringu sinni
eins og eg og aðrir, en það ætti ekki
að gleymast að gera aðeins þær stað-
hæfingar, sem eru á rökum bygðar,
ekki sízt þar sem rökin eru hand-
hæg og auðsýnileg.
Mun þá liggja fyrir að rökræða
þessar mótbárum nokkuð frá mínu
sjónarmiði og leggja svo málin
undir dóm þeirra, sem kæra sig um
að reyna að lesa ofan í kjölinn.
Eg vil samt taka það fram fyrst,
að þó eg mótmæli mörgu því, sem
H. H. segir i þessari grein sinni, þá
er það alls ekki fyrir neinn virðing-
arskort á honum persónulega, eða
vegna þess að eg að öðru leyti vilji
reyna að lítilsvirða hann á nokkurn
hátt, eða önnur verk hans eða skoð-
anir. Það sem hér um ræðir verð-
ur að skoðast sem einskorðað við
þessa áminstu grein, eins og hann
hefir frá henni gengið og hún kem-
ur mér fyrir sjónir. Eg er fús að
biðja velvirðingar, ef eg misskil hér
nokkuð eða rangfæri.
H. H. byrjar grein sína á þessa
leið:
“Ritstjóri þessa tímarits hefir
farið fram á það við rnig, að eg
skrifaði eitthvað um Leif Eiríks-
son í tilefni af líkneski því, sem
Ameríku-menn gáfu íslandi í sam-
bandi við þúsund ára afmæli alþing-
is. Eg hefi áður skrifað í þetta
| tímarit um Vínlandsferðirnar og
hefi litlu þar við að bæta. Það er
því bezt að rekja hér í stuttu máli
sögu Leifs hér í Ameríku — ekki
hvernig hann fann landið, heldur
hvernig menn hafa litið á frásagn-
irnar um hann sem fyrsta uppgötv-
ara Ameríku, og hvaða sæmd minn-
ingu hans hefir verið sýnd vegna
þess.”
Út á þetta gengur svo fyrri part-
ur greinarinnar. Segist H. H.
styðjast hér að nokkru leyti við
grein eftir Elarry Sundby-Hansen,
sem birt var í “American Svandi-
navian Review,” 11. bindi 1923
(Leif Ericson Conquering Ame-
rica), og leynir það sér ekki, þvi
frásögnin öll ber norsk eyrnamörk,
sem enginn getur vilst á.
Er hér mikið talað um þann
dugnað, sem Norðinenn hafi sýnt i
því að gera minningu Leifs Eiríks-
sonar fræga með því að halda fram
frásögnunum um Ameríku fund
hans. Er 'hér sagt satt og rétt frá,
að öðru leyti en því að frásögnin
verður of einhliða vegna þess að
aðallega er bent á það sem Norð-
menn hafa gert, en minna sagt frá
starfi annara þjóða manna hér, í
þessa átt, sem er þó rriikið og alls
ekki létt á metaskálunum. Ekki er
heldur hægt að lesa það út úr frá-
sögn H. H. að Norðmenn hafi ver-
ið neitt eigingjarnir í þessu máli
eða reynt að ganga of langt í því
að gefa Noregi og Norðmönnum
heiðurinn. Hann virðist ekki geta
séð þá hlið málsins, og er þá ekki
hægt að ætlast til að hann segi frá
henni. En íslendingum þeim, sem
fylgst hafa með málum þessum í
Bandaríkjunum síðastliðin 50 ár,
hefir þó varla dulist þetta og hafa
Norðmenn liklega all oft rriint oss
á málsháttinn “að það er enginn
annars bróðir í leik. Auðvitað eru
hér heiðarlegar undantekningar, og
er B.urtness þingmaður ein sú heið-
arlegasta.
Amerískir sagnfræðingar og rit-
höfundar, sem þó cru .ekki af norsku
bergi brotnir, hafa lagt mikla stund
á það að koma því til leiðar að
Leifur fengi sinn hluta af heiðr-
inum fyrir landafundinn, án þess
þó, auðvitað, að skerða þar með
heiður Columbusar. Hefir þeim
fundist, og það líklega réttilega að
hér væri nógur heiður fyrir báða
þeirra svo hver fengi sinn skerf, og
á seinni árum hefir sú stefna rutt
sér mjög til rúms. Enda er sá hugs-
unarháttur all-rótgróinn hér að í
veröld þessari sé nóg rúm fyrir alla.
Styngur þetta í stúg við það, sem
áður var, að gefa Columbusi einum
heiðurinn. Hér er því ekki að ræða
um það að ganga fram hjá Colum-
busi, heldur þvert á móti, að leið-
rétta það, að áður var gengið fram
hjá Leifi í sögu Ameríkumanna.
Þessvegna er staðhæfing H. H.
um það, að Leifi hafi verið haldið
fram einmitt upp á kostnað Colum-
busar ekki einungis óþörf, heldur
óréttlát, vegna þess, að sannleikur-
inn er sá að það var einmitt verið
að halda fram Columbusi á kostnað
Leifs Eiríkssonar. Þetta vildu
Ameríku-nlenn vera svo hreinskilnir
að leiðrétta, aðeins vegna þess, að
sannleikurinn er sagna beztur, og
situr sízt á íslendingi að liggja þeim
á hálsi fyrir það, og að sýnast full-
ur vandlætinga út af því. Ekki má
búast við að Bandaríkjamenn séu
svo sjóndaprir að þeir sjái ekki
þegar H. H. hefir slík endaskifti á
frásögninni. Jafnvel alþýðumenn
eru svo kunnugir málavöxtum að
þeir taka ekki slíku með þökkum
hversu lærðir og vel metnir, sem
menn þeir eru, sem slá slíku fram.
H. H. gefur það fyllilega i skyn
að íslendingar eigi Norðmönnum
einmitt að þakka þann heiður, sem
ísland hefir fengið í sambandi við
mál þetta. Munu þetta vera fréttir
til vor, sem höfum alið allan okkar
aldur í Ameríku og ættum að vera
málavöxtum nokkuð kunnugir.
Frekar munu það hafa verið annara
þjóða menn, sem hafa vakað yfir
velferð íslands og íslendinga i þessu
máli og sem hafa orðið til þess að
ísland hefir fengið verðuga viður-
kenningu og lætur það ef til vill
nokkuð að likum. Það er mannleg-
(Framh. á bls. 7)
VIÐAR ER REYKJANES . . .
(Framh. frá bls. 1)
—Þá verðum við að reyna að
yrkja ákvæðavísu, svo að eitthvað
komi í netið.
—Jæja„ sagði Hjörtur, sem er
maSur hraðyrkinn, þegar sá gáll-
inn er á honum. Eigum við að
snara af einni ferskeytlu um laxinn?
—Hvað heldurðu að ferskeytla
dugi til að auka vatnið í ánum og
stefna laxi i hyljina? Ekki má það
vera ódýrara en hringhenda.
—Jæja, við skulum þá hafa það
einhvers konar hringrím, sagði
hann.
Eftir nokkra stund kom ákyæða-
vísan saman sett í rímnastíl:
Elfur vaxi oss til hags.
Afli dagsins stækki brátt.
Drottinn, lax ef drögum strax,
dýrðarbi;ags þú vænta mátt.
—Lítt er eg trúaður á kraft þess-
arar vísu, sagði Hjörtur.—Lítil von
er um silung, engin um lax.
—Heitum þá á einhvern dýrling,
að hann smali silunginum í netið.
—Skulum við þá heita á Sankti
Pétur, sagði Hjörtur, — því að
engan veit eg fisknari meðal dýrl-
inganna.
Var þá kveðin ríma til Sankti
Péturs og var þetta í:
Ef þú hvetur örleik þinn,
ef þú metur kveðskapinn,
Sankti Pétur, silunginn -
sendu í netið, góði minn.
Við vorum nú komnir niður að
ánum. Hjörtur blakaði við hesti
sínum og kvað:
Beint að ánni ber mig hross,
brátt eg vörpu greiði.
—Botnaðu nú, sagði hann.
Satan gamla, sagt er oss,
sjaldan bregðist veiði.
—Þetta eru nú skammir, svaraði
Hjörtur.
—Þú átt leikinn og getur svarað
fyrir þig.
—Þá kvað hann:
Hlakkar kölska eðli æst
yfir stórri veiði,
er þú verður úti næst
uppi’ á Dygðaheiði.
Áður en eg fengi tíma til að
svara, vorum við komnir að hylnum,
þar sem bændurnir vildu kasta net-
inu.
Nú er það skemst af að segja,
að við fengum engan laxinn, en eftir
langan tima og margar tilraunir á-
netjuðust fjórir smá-silungar. Hef-
ir því dýrlingnum, hinum mikla
fiskimanni, þótt skömm til skáld-
skaparins koma, sem eg raunar lái
hontim ekki.
5-
Maður er nefndur Kristján;
hann býr í Svansvík. Liggur sá
bær beint á móti Arngerðareyri,
handan fjarðar, og eru þaðan um
8 km. út að sundskálanum á Reykja-
nesi.
Daginn, sem eg ætlaði frá Arn-
gerðareyri, kom Kristján yfir á bát
sínum. Flutti hann mig um f jörð-
inn, er hann fór heimleiðis aftur.
Lentum viS i Svansvík síðla dags.
Þá var komin stórrigning og veður
fremur hvast. Hugði eg ekki gott
til glóðarinnar, að ganga út á
Reykjanes. En svo var Svansvík-
urfólkinu fyrir að þakka. að til þess
kom ekki, því að húsfreyjan lánaði
mér gæðing sinn og bóndinn reiddi
mig út að sundskála. Hefði eg lif-
að á þeim tíma, þegar menn lýstu
velþóknun sinni eða vanþóknun í
stökutn, kveðnum undir rímnahátt-
um, myndi eg sagt hafa:
Þannig kann úr Svansvik sann
sannan, manna’ kveða’ í rann.
Gestur hrestur fékk þar flest,
flestum bestan alinn hest.
En nú lifði eg ekki á rímnaöld-
inni, svo að eg þakkaði fyrir mig á
venjulegu hversdagsmáli, og gekk
til sundskála.
Þeir dagar, sem eftir voru af
námsskeiðinu, breyttu dvölinni held-
ur til hins verra, því að nú varð lít-
ið um sólskin.
Það bar helst til tíðinda að dansk-
ur skordýrafræðingur, S. G. Heding
að nafni, kom þangað. Var hann
sendur af dýrafræðisafni í Höfn,
þar sem hann er starfsmaður. Hann
talaði um alt milli himins og jarðar,
en einkum þó um skorkvikindi.—
Hann kannaðist við flesta þá menn
islenzka, er fást við dýrafræði eða
önnur náttúruvísindi, kvaðst hann
þekkja Árna Friðriksson persónu-
lega og rómaði hann mjög.
Samdægurs því að námsskeið-
inu lauk og Djúpbáturinn flutti
okkur, serrt þar vorum, til ísafjarð-
ar, fór Heding yfir til Arngerðar-
eyrar. Þaðan ætlaði hann að ferð-
ast eitthvað um fjöllin og dalinn í
kring, ef hann mætti rekast á sjald-
gæfar pöddur, er hann reyndar drap
á eitri strax og hann náði í þær.
Það sagðist hann gera til þess, að
likami þeirra öðlaðist eilift líf í
vísindunum — og mun það rétt
vera. —Mbl.
WOOD-WOOL
er nafn á nýrri vöru, er við framleiðum, og til þess er höfð að
stoppa með veggi og loft á húsum.
WOOD-WOOL stopp er búið til úr viði, ,þannig, að hann er táinn I
næfur þunnar agnir og sfðan blandaður Calcium.
WOOD-WOOL innibyrgir hita og útilokar kulda 14.14 prócent betur en
mosi, sem hér er seldur til þess fyrir hátt verð.
VVOOD-WOOIj endist jafnlengi og húsið ef ekki kemst að þvl vatn, en
þolir þó nokkurn raka.
VVOOD-VVOOIj hefir þann kost fram yfir mosa og mbrg önnur efni, sem
alment eru höfð f stopp á húsum, að f þvf geta ekki kviknað pöddur
eða melur, ekki heldur geta mýs né rottur haldist þar við, vegna þess
efnis, sem það er blandað tCalcium). petta Calcium ver einnig við-
inn (stoppið) fúa og rýrnun.
VVOOD-VVOOIj er sérstaklega hentugt f loft (plastered ceiling) vegna
léttleika, er það nálægt hálföðru pundi á hvert ferfet með 3%-4
þuml. þykt. Heimildir fyrir þvf, sem hér hefir verið sagt eru fengnar
frá skýrslum Sambandsstjórnarinnar og Manitoba háskélans, sömu-
leiðis frá verkfræðingi þeim, er hefir haft WOOD-WOOL til rann-
séknar.
VVOOD-VVOOIj er selt fyrir miklu lægra verð en nokkurt annað stopp.—
prjátfu cent pokinn og nægir hann f gott stopp á 10 ferfetum eða 3
cent á fetið á lofti (ceiling).
VVOOD-VVrOOIj stopp borgar verð sitt efnalega á hverju ári og í mörgum
tilfellum tvisvar sinnum, svo mikið sparar það í eldivið; auk þess
hefir það þau þægindi f för með sér að jafnheitt verður f öllu húsinu.
VVrOOD-VVrOOIj ver hitanum að komast inn á sumrum engu sfður en út á
vetrum. pau hús, sem vel eru stoppuð með VVOOD-VVOOIj verða
aldrei mjög heit á sumrin.
\V<)OI>-VVOOf< hefir nú þegar verið sett f mörg hús, og hafa eigendur
þeirra tjáð okkur bréflega að þeir álfti VVrOOD-VVOOIj það bezta,
léttasta, hreinasta og ódýrasta stopp er þeir þekki. Segja þeir að það
spari eldsneyti að stórum mtin en hafi þó gert heimilin sfn miklu
notalegri og jafnari að hita. »
VVOOD-VVOOIj stopp er framleitt og blandað undir nákvæmu eftirliti og
getum við þvf látið ábýrgð fylgja hverri pöntun svo það að alt
reynist eins og við lofum.
Verkfræðingur með sérþekkingu í þessum efnum er sendur til fólks í bæn-
um og Veitir hann því ráðleggingar um það, hvernig VVOOD-VVOOIj
stopp eigi að setjast í hús, þannig að það komi að sem beztum notum.
pessar leiðbeiningar geta allir fengið sem þeirra æskja.
Utanbæjaffólk getur skrifað eftir upplýsingum og sýnishorni af—
VVOOD-VVOOIj
THORKELSSONS
BOX MANUFACTURERS LTD.
WINNIPEG, MAN SIMI 22 191
Soffanías Thorkelsson, framkvœmdarstjóri.
Heimilis simi 27 224