Lögberg - 08.02.1934, Page 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR, 1934
POLLYANNA ÞROSKAiT
Eftir ELEANOR U. PORTER
----------«------------------
XXVII.
Pollyanna sigrar.
Þannig liðu vetrardagarnir. Janúar og
febrúar voru nú liðnir og marzrvindarnir
lömdu utan gamla húsið og feyktu til glugga-
blæjunum og hristu hliðgrindurnar, svo alt
lék á reiðiskjálfi.
Pollyönnu leið ekki vel þessa daga, enda
var Polly frænka 1 slæmu skapi. sem ekki
bætti úr skák. Henni var nú líka vorkunn,
gömlu konunni, svo lieilsulítil sem hún var.
Ennþá vonaðist Pollyanna eftir að fá
verðlaunin. EHíki átti hún samt lengur von á
fyrstu verðlaununum, en gerði sér góðar
vonir um að lireppa eitthvað af þeim smærri.
Ilún skrifaði hverja söguna eftir aðra, sem
útgefendurnir sendu jafn harðan til hennar
aftur, J>angað til hún var farin að efast um
að hún væri í rauninni mikill rithöfundur.
“Það var annars heppilegt að Polly
frænka vissi ekkert um þetta,” hug«aði
Pollyanna. “Ekki þarf hún að liafa áhyggj-
ur út af því sem hún veit ekkert um.”
Allar liugsanir Pollyönnu snerust nú um
gömlu konuna, sem adíð varð erfiðari með
hverjum degi sem leið, en það var mjög vafa-
samt hvort henni skyldist hvílík byrði hún
var orðin.
Svo var það einn daginn seint í marz að
alt þunglyndi gömlu konunnar braust fram.
Pollvanna vaknaði snemma þennan morgun
og leit til veðurs. Loftið var drungalegt og
hún varpaði öndinni mæðilega. Samt herti
hún upp hugann og hljóp svngjandi niður
eldhús stigan til að útbúa morgunverðinn.
“Kannske að Polly frænka yrði nú
hressari, ef eg byggi til reglulega góðar kök-
ur með morgunkaffinu,’’ hugsaði hún.
Hálftíma seinna bankaði hún svo á dyrn-
ar hjá frænku sinni.
“Svo þú ert þé komin á fætur svona
snemma og búin að gera upp á þér hárið.’’
“Mér var ómögulegt að sofa, svo eg varð
að fara á fætur,” stundi gamla konan upp.
“Þú varst ekki komin, svo eg varð að gera
upp á mér hárið án þinnar hjálpar.”
“Mér datt ekki í hug að þú myndir vera
komin á fætur svona snemma, ” sagði Polly-
anna. “En það gerir nú minst til. Eg veit
þú verður glöð þegar þú sérð hvað eg er bú-
in að gera í morgun. ”
‘ ‘ Ó, ekki trúi eg því. Hver getur annars
verið glaður, eins og veðrið er leiðinlegt í
dag. En það regn.” Gamla konan stundi
ma;ðilega og gretti sig um leið.
“Já, en sólin skín aldrei bjartar en ein-
mitt eftir svona regn,” sagði Pollyanna,
“Komdu nú 0g borðaðu. Þú mátt til að
bragða kökurnar, sem eg bakaði í morgun.”
Það þurfti nú samt meira en góðar kökur
til að koma þeirri gömlu í gott skap þennan
morguninn. Það virtist alt hjálpast að til að
ergja Polly frænku. Þakið var farið að leka
eftir allar þessar rigningar 0g svo kom frem-
ur leiðinlegt bréf í póstinum. Pollyanna, sem
ætíð reyndi að gera gott úr Öllu, hafði orð á
því að betra væri þó að þakið læki ofurlítið
en að eiga ekkert þak yfir höfðinu, og betra
hefði verið að fá bréfið. heldur en að eiga alt
af von á því, og kvíða fyrir komu póstsins á
hverjum degi.
Þannig leið allur fyrri hluti dagsins, og
morgunverkin voru ekki búin fyr en komið
var langt fram á dag. Þetta átti nú ekki al-
•veg við Polly frænku, sem alt víldi gera
stundvíslega og eftir föstum reglum.
“Sérðu ekki að klukkan er orðin hálf
fjögur og þú ert ekki farin að búa upp rúm-
in,” sagði gamla konan.
“Hvað ætli það geri til; hún er þó ekki
orðin fjögur enn þá. En nú skal eg flýta
mér. ’ ’
“Sjálfsagt liggur nú ekki mikið á,” sagði
Pollv frænka með háðbros á andlitinu.
“En við megum ekki fara of mikið eftir
klukkunni,” sagði Pollyanna. “Annars er
klukkan manni oft til skemtunar, það lærði
eg á heilsuhælinu. Þegar eg var við einhvern
starfa, sem mér féll vel í geð, )>á starði eg á
stóru vísana, svo að tíminn liði ekki eins
fljótt. Aðra daga þegar alt gekk illa eða eg
hafði miklar þrautir, þá horfði eg á sekúndu-
vísinn og mér fanst þá að tíminn liði miklu
fljótar. í dag horfi eg á sundavísinn, því nú
vil eg ekki að tíminn líði of hratt. ” Og Polly-
anna skaust út úr dyrunum áður en frænka
gamla gat nokkru sv'arað.
Eín dagurinn var lengi að líða og Polly-
anna var orðin dauðþreytt um kveldið.
Polly frænka tók eftir því að Pollyanna var
venju fremur fölleit, og varð nú áhyggjufull
út af útliti hennar.
“Hvað er þetta, barn. En hvað }>ú lítur
illa út. Hvað eigum við að gera. Það væri
nú ekki annað eftir en að þú yrðir veik líka.”
“Hvaða vitleysa, eg er ekkert veik; en
eg er orðin ákaflega lúin. ’ ’ Pollyanna fleygði
sér á legubekkinn og andvarpaði. “En mér
þykir vænt um að vera svona lúin. Eg er
himinlifandi glöð,” bætti hún við.
“Glöð!—ekki nema það þó! Þú ert glöð
yfir hverju sem er. Aldrei hefi eg þekt aðra
eins stúlku. Mér er farið að leiðast þetta
raus. Þér finst að alt gæti verið verra en
það er. Jæja, það er gott að þú ert ánægð
með lífið, veslingurinn. Þetta gengur nú alt
of langt, samt sem áður.”
Pollyanna brosti góðlátlega, en Mrs.
Chilton sneri við henni bakinu og sagði ekki
meira. Annars hefði henni ef til vill grunað
að Pollyanna byggi nú yfir einhverju, sem
hún ekki vildi útskýra nánar.
Næsta morgun var enn rigning og köld
norðaustan gola, sem hvein í þakinu. Polly-
anna dró gluggablæjuna til hliðar og horfði
út. Hún brosti ósjálfrátt þegar henni kom í
hug áinn nýji ásetningur. “Nei, í dag má eg
ekki láta frænku sjá að eg gleðjist yfir
neinu,” hugsaði hún. Hún hafði ekki mikið
fyrir morgunverðinum, en fór strax upp í
herbergið til frænku sinnar.
Mrs. Chilton var enn í rúminu. “Það er
víst sama regæið í morgun. ”
“Já, það er sama leiðinda veðrið. Hver
ósköp ætla þetta að verða, ’ ’ sagði Pollyanna.
“Það hefir rignt hvern einasta dag þessa
viku. Þetta gerir mann brjálaðan áður en
lýkur. ”
Polly frænka starði á frænku sína en
Pollyanna starði út um gluggann.
“Ætlarðu á fætur í dag.”
“Nú, já, eg býst við því. En hvað er að
þér barn, ertu sérlega lúin. ”
“Já, eg er fjarska lúin í morgun. Svo
fékk eg ekki hálfan svefn. Er það ekki ótta-
legt að verða andvaka.”
“Ég ætti nú að vita eitthvað um það.
Ekki gat eg sofið væran dúr eftir klukkan
tvö. Svo er nú þakið, það lekur líklega enn.
Hvenær ætli við getum látið gera við það.
Ertu búin að tæma föturnar, sem þú settir
undir lekann. ”
“ Já, og nú er það farið að leka á öðrum
stað. Það verður tilhlakk. ”
“Hvað er þetta. Það fer bráðum alt að
leka,” sagði Polly frænka.
Pollyanna var komin á fremsta hlunn
með að segja að þá mætti gera við það alt í
einu, en gáði að sér í tæka tíð.
“Það væri ekki ólíklegt. Það er á góðum
vegi með að verða ónýtt. Eg er annars búin
að fó nóg af öllu þessu stríði. ’ ’ Og í þessu fór
Pollyanna út úr herberginu.
“Skyldi Polly frænku ekki gruna að
þetta sé alt látalæti.” hugsaði Pollyanna um
leið og hún fór niður stigann.
Polly frænka horfði á eftir henni og
skildi hvorki upp né niður í þessu.
Svo leið allur dagurinn. Pollyanna fann
að öllu: eldurinn logaði ekki; vindurinn reif
niður gluggatjöldin og þakið fór að leka í enn
öðrum stað. Hún fékk bréf í póstinum og fór
þá að hágráta, en ekki gat Polly frænka feng-
ið að vit hvert efni bréfsins var.
Þetta gekk seinast svo langt að gömlu
konuna fór að gruna að Pollyanna væri ef til
vill að leika á sig. Það var samt ekki fyr en
seint um kveldið að Polly frænka varð þess
fullviss að Pollyanna gerði þetta af ásettu
ráði. Og þegar Pollyanna byrjaði á nýjan
leik að kvarta og barma sér, þá fanst henni
nóg komið.
“1 öllum bænum hættu þessum leik,
Pollyanna. Eg verð að játa að þú berð sig-
ur úr býtum, og þú mátt víst mín vegna gleðj-
ast yfir að svo fór.
“ Já, en þú sagðir-------”
“Já, já, en eg segi það, ekki framar.
Þetta hefir verið óttalegur dagur. Þetta gæti
eg ekki þolað til lengdar. ” Gamla konan
roðnaði ofurlítið og stamaði af geðshrær-
ingu. “ Svo er mér farið að skiljast að eg hefi
verið þér erfið þessa daga — en nú vil eg
reyna—reyna — — — Fáðu mér klútinn
minn, Pollyanna,” sagði Polly frænka og
reyndi að byrsta sig ofurlítið.
Pollvanna stökk á fætur 0g gekk til
frænku sinnar. “En Polly frænka, eg ætlaði
eg ætlaði ekki að særa þig. Eg var bara að
gera að gamni mínu. Mér datt ekki í hug að
þér félli þetta illa. ”
“Auðvitað ekki,” sagði Polly frænka
með áherzlu, eins og hún vildi ekki að Polly-
önnu grunaði að sér væri þetta viðkvæmt.
“Heldurðu eg viti það ekki. Heldurðu eg hefði
tekið því svona, ef eg hefði haldið að þú vær-
ir a(5 setja ofan í við mig. Heldurðu—”
hún lauk ekki við setninguna. Pollyanna tók
gömlu konuna í fang sér 0g þrýsti henni að
sér.
XXPIII.
Jimmy og Jamie.
Það voru fleiri en Polyanna, sem ekki áttu
sjö dagana sæla þennan vetur. Jimmy Pen-
dleton, sem nú var í Boston, átti erfitt með
að gleyma þýðu röddinni hennar Pollyönnu,
og bláu augunum hennar, og hvernig sem
hann reyndi, þá gat hann ekki varist því að
láta sig dreyma um hana. Honum fanst, að
ef það væri ekki fyrir þá hjálp, sem hann gat
veitt Mrs. Carew, þá hefði hann ekkert að
lifa fyrir. En jafnvel á heimili Mrs. Carew
var þó umhugsunin um Jamie lionum óþægi-
leg.
Jimmy var þess fullviss að Jamie og
Pollyanna elskuðust, og honum fanst sér ó-
mögulegt að etja kapp við hann, vesalinginn;
þar af leiðandi reyndi hann ekkert til að ná
ástum hennar eða láta hana vita um þann
hlýhug, sem hann bar til liennar. Hann þoldi
alls ekki að heyra um Pollyönnu talað, og
þegar Jamie eða Mrs. Carew, sem bæði skrif-
uðust á við liana, töluðu um æfi liennar hjá
Polly frænku, þá neyddi hann sig til að hlusta
á samtal þeirra og reyndi að breyta umtals-
efninu sem fyrst.
Honum var ómögulegt að hugsa sér
Pollyönnu nema sem sína eigin og þó hann
hefði ímyndað sér að burtför sín til Boston,
þar sem hann nú stundaði nám, myndi verða
sér hugarléttir, þar sem hann yrði }>ó í ná-
lægð við liana, þá komst hann að raun um
það, að svo var ekki.
Sér til fróunar hafði Jimmy starfað með
lífi og sál að velferðarmálum Mrs. Carew,
henni til mikillar ánægju.
Þannig leið veturinn og nú var vorið
loksins komið. Vorgolan og sólskinið endur-
lífguðu allan jarðargróður og ilmur nýút-
sprunginna rósa og sóleyja fylti loftið. En
J>rátt fyrir alt þetta var Jimmy í slæmu skapi
og alt af þungbúinn.
“Ef þau bara vildu opinbera trúlofun
sína, svo eg vissi fyrir víst að mér er ekki til
neins að hugsa um hana meir,” sagði Jimmy
við sjálfan sig. “Bara eg vissi eitthvað fyrir
víst.
Ein 11 dag seint í aprílmánuði fékk hann
ósk sína uppfylta að nokkru leyti.
Klukkan 10 ó laugardagsmorgun kom
liann í heimsókn til Mrs. Carew. Mary J)jón-
ustustúlkan tók á móti honum með sinni vana-
legu hæversku. “Mrs. Carew átli von á þér
herra, hún kemur strax. ” Jimmy gekk inn í
setustofuna en hrökk við þegar hann sá Jamie
liggjandi fram á stofuborðið eins og hann
væri að fram kominn. Hann ætlaði að snúa
við sem fljótast en Jamie lyfti þá upp höfð-
inu og kallaði til hans.
“Hvað er þetta Carew, gengur nokkuð
að. Hefir nokkuð komið fyrir.
“Komið fyrir!” hrópaði kryplingurinn.
“Getur þá ímvndað þér að þú hefðir verið í
fangelsi alla æfi 0g dyrunum væri alt í einu
hrundið upp. Getur þú hugsað þér, ef þú
gætir á þessari stundu farið til stúlkunnar,
sem þú elskaðir 0g beðið hana að giftast þér.
Getur þú hugsað þér annað eins. Nei, eg er
ekki brjálaður. Eg verð að segja þér það
alt saman. Eg verð að segja þér það alt
saman. Má eg segja þér það?”
Pendleton rétti úr sér eins og hann ætti
von á höggi. Hann var orðinn náfölur, en
röddin var styrk og róleg. “ Já, vinur minn,
segðu mér það alt saman.”
En Carew hafði ekki beðið eftir leyfi, og
hann bar ótt á: “ Þér finst það ef til vill ekki
mikils um vert. Þú ert hraustur og frjáls. Þú
hefir þínar brýr og þína framtíðardrauma.
En mér er J>etta fyrir öllu. Mér gefst tæki-
færi til að starfa. Nú veit eg að eg hefi
hæfileika t)U einihversi Hlustaðu. Eg hefi
unnið verðlaun. Eg fékk bréf í dag. Þrjú
Jmsund dala verðlaun fyrir smásögu, og um
leið tilkynningu frá stóru útgáfufélagi um að
þeir ætli að gefa út fyrstu bókina mína. Alt
þetta var í póstinum í morgun. Finst þér
nokkur furða þótt eg sé hálf brjálaður af
kæti.”
“Eg óska þér hjartanlega til hamingju,
Carew. Víst er það engin furða þótt þú sért
í góðu skapi,” mælti Jimmy vingjarnlega. ”
“Þakka þér fyrir, vinur minn. Skilur
}>ú hvað þetta er mér mikils virði. Nú er eg
sjálfstæður, ná get eg launað Mrs. Carew öll
gæðin í minn garð. Hún getur nú verið upp
með sér að umkomulausa kryplingnum, sem
hún tók að sér. Nú get eg sagt stúlkunni, sem
eg elska, að eg sé fær um að sjá fyrir benni.”
Nú var Jimmy orðinn náfölur, samt gat
hann sagt: “Víst getur þú það, vinur minn.”
“Ef til vill ætti eg ekki að minnast ó það
við hana, að minsta kosti ekki strax,” sagði
Jamie, sem nú varð aftur raunalegur ó svip-
inn. “Eg get ekki enn komist af án þessara”
—og nú benti hann á hækjurnar, sem lágu
upp við stofuborðið.
“Samt get eg ekki gleymt þeim degi,
sem eg fyrst sá hana í skógarrjóðrinu í fyrra
sumar. Mér dettur oft í hug livað eg yrði
vanmátta, ef hún lenti í nokkrum háska.”
“En Carew--------”
Carew lyfti upp hendinni.
“Eg veit hvað þú ætlar að segja. Þú get-
ur ekki skilið þetta. Þú ert ekki upp ó hækj-
urnar kominn; það varst þú, en ekki eg, sem
bjargaðir henni. Síðan hefir mér ætíð fund-
ist að svona myndi það ætíð verða með mig
og—Sadie.
“Sadie!” hrópaði Jimmy.
“Já, Sadie Dean. Því horfirðu svona á
mig. Vissirðu ekki að eg hefi verið ástfang-
inn af henni. Hefi eg getað leynt því fyrir
ykkur allan þennan tíma?”
“Ekki hefir mig neitt grunað að minsta
kosti,” hrópaði Jimmy frá sér numinn af á-
nægju. “Svo það var þá Sadie Dean. Eg
óska þér til hamingju.”
“Það er of snemt ennþá að óska mér til
hamingju. Eg hefi ekki talað um það við
hana ennþá. En hún hlýtur að vita það. Það
vita allir nema þú. Eín hver hélst þú að það
væri?”
Jimmy liikaði ofurlítið. “Hvað eg — eg
hélt það væri Pollyanna.”
Jamie brosti og þurkaði varirnar. “Polly-
anna er ágæt stúlka og mér þykir mjög vænt
um hana, en ekki eins og Sadie, svo býst eg
við að einhverjum öðrum myndi finnast það
koma sér við.”
“ Jimmy sótroðnaði eins og feiminn ungl-
ingur.
> “Heldurðu það?”
“Auðvitað. John Pendleton.”
“Hvað eruð þið að tala um John Pendle-
ton. ” Mrs. Carew kom nú inn í stofuna og
brosti vingjarnlega.
“Ekkert, eg var bara að segja að John
Pendleton myndi ekki kæra sig um að aðrir
en hann elskuðu Pollyönnu,” sagði Jamie.
“Pollyanna og John Pendleton!” Mrs.
Carew settist í hægindastólinn, og ef að þess-
ir ungu menn hefðu ekki verið svo niður-
sokknir í sínar eigin hugsanir, þá liefðu þeir
séð að henni brá kynlega við þessi orð.
Jamie hélt áfram: “Já, auðvitað. Vor-
uð þið blind í alt fyrrasumar. Hann var alt
af með henni.”
‘ ‘ Eg sá ekki að hann skifti sér meira af
henni en öðrum, ” sagði Mrs. Carew liálf
vandræðalega.
“ Nei! Hann var oftast með Pollyönnu. ’ ’
Jamie var nú orðinn ákafur.
“Manst þú ekki líka þegar við vorum að
tala um hvort John Pendleton myndi ekki
gifta sig', og Pollyanna roðnaði og sagði að
hann myndi einhverntíma hafa ætlað sér það.
Þá datt mér straj í hug að eitthvað væri ó
seiði. ’ ’
“Jú, eg man eftir þessu. Það i'yfjast
upp fyrir mér núna. Eg var alveg búin að
gleyma því,” sagði Mrs. Carew.
“Eg held eg geti útskýrt þetta alt sam-
an,” mælti Jimmy. “Johnn Pendleton varð
einu sinni ástfanginn. Hann elskaði móður
Pollyönnu.”
“Móður Pollyönnu!” hrópuðu hin bæði
í einu.
“Já, þetta var fyrir mörgum ánxm. Hún
elskaði liann samt aldrei og giftist síðan öðr-
um; föður Pollyönnu. Hann var prestur.
“Ó. þessvegna hefir hann aldrei gifst.”
Mrs. Carew liallaði sér áfram í stólnum og
dró þungt andann.
“ Já, svo þið sjáið að þetta er alt ímynd-
un að John Pendleton sé ástfanginn af Polly-
önnu. Það var móðir hennar, sem hann elsk-
aði.” Jimmy var nú farið að líða*betur, en
Jamie þóttist viss í sinni sök.
‘ ‘ Er þetta ekki einmitt sönnun fyrir mínu
máli,” sagði hann. “Hlustið þið nú á: Hann
elskaði móðurina, en fékk hennar ekki. Nú
er liann orðinn hrifinn af dótturinni og vill
eignast hana. ’ ’
“En hvað }>ú eid hugmyndaríkur,
Jamie,” sagði Mrs. Carew. “Svona kemur
aðeins fyrir í skáldsögum. Stúlkan er alt of
ung fyrir hann. Hann ætti að giftast full-
orðinni konu—ef hann giftist á annað borð,”
bætti hún við og roðnaði ofurlítið.
V^st ætti liann að gera það, en hann
elskar unga stúlku. Hafið þið ekki tekið eft-
ir því líka að hún minnist á bann í hverju
bréfi, og í sínum bréfum talar hann ekki um
annað en Pollyönnu.”
. Mrs. Carew var nú staðin á fætur.
“ Jú, eg hefi tekið eftir þessu öllu saman,
—en samt”—hún lauk ekki við setninguna, en
gekk út úr herberginu.
Þegar hún kom aftur skömmu seinna, sá
hún sér til undrunar að Jimmy var farinn.
“Hvað er orðið af Jimmy, eg liélt að
hann hefði ætlað að fara með okkur í skóg-
argildið. ’ ’
“Eg stóð í þeirri meiningu líka,” sagði
Jamie, en strax og þú varst farin, fór hann
að afsaka sig og þóttist endilega þurfa að
fara burt úr borginni í nokkra daga. Ann-
ars heyrði eg ekki vel hvað hann var að segja.
Eg var að hugsa um alt annað,” og Jamie
rétti Mrs. Carew bæði bréfin, sem hann hafði
fengið um morguninn.
Mrs. Carew varð frá sér numin þegar
hún hafði lesið bréfin. “Eg er svo upp með
mér af þér, Jamie.” Andlit Jamie var upp-
ljómað af ánægju. Mrs. Carew lagði hendina
á öxlina á honum og grét af fögnuði.