Lögberg - 08.02.1934, Side 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR, 1934
7
Niður í kolanámu
í dag ljómar sólin yfir borg og
lendum, svo vítt sem augu sjá.
Skozka mistriÖ, sem er svo ein-
kennandi fyrir þennan hluta lands-
ins og hvílt hefir yfir Edinborg
undanfarna daga, er horfiÖ, en
magnmikil geislahlýjan umvefur
“réttláta og rangláta,” því enn hef-
ir skipulagning á notkun náttúru-
gæÖanna ekki náð því stigi, aÖ sól-
skinið sé selt.
Og það sér líka á. Uppi í grasi
vafinni, iðgrænni kastalabrekkunni
er krökt af fólki. ÞaÖ eru at-
vinnuleysingjarnir, öreigarnir, sem
hafa rríargir hverjir ekkert skýli yfir
höfuð, enga matbjörg og leppa eina
á likamanum fyrir föt. Þeir liggja
nú í hópum um brekkuna alla, teygja
úr dofnum limum og velta sér á
ýmsar hliðar í svefnrofunum. Það
er gott að hvilast þarna í mjúku
grasinu.
Að baki rís hár og dökkur berg-
veggur kastalans, ágætlega skýrt
tákn þess valds, sem Bretinn hefir
löngum beitt, m. a. til þess að við-
halda bilínu milli ræflanna þarna í
brekkunni og annara stétta manna,
er eiga bústaði beint ámóti, hinum
tnegin garðsins, þar sem sum mestu
skraut- og stórhýsin blasa við aug-
um.
Það hlýtur að vera einhver gá-
leysis-vanræksla, að þessi há-kon-
servatíva borg skuli ekki fyrir löngu
hafa lokað hliðum þessa fagra garðs
fyrir öllum “óverðugum” eins og
þeim, sem hér teygja skítuga skank-
ana beint framan í augun á ráðandi
auðstéttinni.
En nú er ekki lengur til setu boð-
ið. Eg hefi dvalið hér um þriggja
vikna tíma og afráðið að halda
lengra suður á morgun.
Aðeins eitt á eg eftir áður. Það
er, að koma niður í kolanámu.
Dag nokkurn, er eg var á heimleið
úr einum barnaskóla borgarinnar,
fylgdist með mér 9 ára drengsnáði
—að loknu námi þann dag. Faðir
hans lians var námumaður og vann
að kolagreftri alllangt utan við
borgina.
“Heldur þú að náman hrynji
nokkurn tíma ofan á hann pabba
minn?” spurði litli stubburinn mig
eftir að hafa sagt mér langa sögu
af daglegum störfum sínum heima
fyrir. “Afi dó af námuslysi,” bætti
hann við, svona til skýringar á
spurningunni.—
Þetta samtal varð til þess, að eg
leitaðist fyrir um leyfi til að sjá
venjulega kolanámu. Og til þess
var nú þessi síðasti dvalardagur hér
ákveðinn.
Eitt af mörgu, sem vekur áthygli
lítt kunnugs íslendings i Skotlandi
°g Englandi, eru verksmiðju- og
námahverfin og háir, sóti stokknir
teykháfar, sem nær hvarvetna blasa
við augum, þegar ferðast er um hin
frjósamari svæði þessara landa.
Annað, sem gesturinn festir jafn-
snemma auga á og jafnan stendur
í beinu sambandi við þessa staði, eru
firnaháar dyngjur eða haugar af
grjóti, mold og sandi, sem helzt
líkjast ógrónum eldvörpum að út-
Mti og lögun.
Að öðru leyti eru a. m. k. sum
þessi námahverfi engin augljós
tákn mikillar, víðtækrar starfsemi
~fyr en inn i þau kemur. En
djúpt 1 iðrum jarðar, hundruðum
metra undir yfirborðinu, undir hús-
um og torgum, lækjum og ám og
jafnvel undir sjónum fer fram sú
starfsemi í uppgrefti járns og kola,
sem ekki sízt heíir skapað heims-
veldinu brezka viðáttur þess og
völd.
Um miðaftanleytið legg eg af
stað ásamt ungum verkfræðinema
úr borginnj, sem eg hafði kynst uppi
1 Hálöndum fyrir rúmri viku og nú
bauðst til þess að verða leiðsögu-
maður minn.
^ ið komum til námunnar undir
kvöld, þegar þungur ilmur iðja-
grænnar jarðar !á um lendur og
skoga. Um 1000 verkamenn
starfa þar í þrem flokkum nótt sem
dag, og er vinnutíminn 8. klst. Bú-
staðir þeirra lágu í nánd við nám-
una, ein- og tví-lyft hús úr brend-
um tígulsteini, sem kolafélögin eiga
—°g leigja.
Námustjórinn var hinn skraf-
hreyfnasti og kunni á ýmsu skil, er
snerti náttúru íslands og iðnaðar-
möguleika. Hann fylgdi okkur til
verkstjórans og kvaðst vona, að við
kæmuin heilu og höldnu upp aftur.
/ fatin sagði það raunar brosandi, er.
að baki því duldist alvara þeirrar
vitundar, að líf námumannanna
væri í meiri og stöðugri hættu en
flestra annara.
Því næst var að fara úr jakka
og taka af sér hatt og hálskraga. I
staðinn fer maður í síða kápu,
hnepta að hálsi, og setur upp námu-
mannahúfu. Framan á hana er
hengdur litill lampi, sem brennir
karbid, og að því búnu er haldið af
stað.
Öðrum megin námuopsins eru
stórir vélaskálar, þar sem unnið er
bæði með afli rafmagns og kola.
Yfir námuopið sjálft er reistur
skáli, opinn í báða enda. Á miðju
gólfsins er ferhyrnt op, sem ligg-
ur niður í göngin. Yfir er ýmis
konar vélaútbúnaður, í tengslum við
höfuð-aflstöðvarnar ofanjarðar.
Að neðan gengur iyfta upp til yfir-
borðsins með kolavagnana, er renna
síðan á teinum og dráttarbrautum
þangað, sem eldsneytið er geymt.
Verkstjórinn gengur fyrstur í
lyftuna, og við á eftir. Okkur er
sagt að halda þétt um járnstengur
yfir höfðum okkar. Svo slær glaum-
há bjalla þrjú slög, og um leið er
lyftan í hreyfingu. Hún sígur nið-
ur í kolsvart djúpið og er á næsta
augabragði á fleygiferð. Engin
glæta er sjáanleg, og eg get ekki
varist hrollkendum geig fáein
augnablik. En það skiftir þó ekki
nema stuttri stundu. Lyftan hæg-
ir ferðina, en á okkur, sem ekkert
getum eygt ná miðað við, verkar
sú hraðbreyting þannig, að okkur
finst sem við förum allhratt upp á
við aftur. Svo birtir fyrir augum,
ferðin stöðvast, og við erum komnir
niður í 700 feta djúp jarðgöng.
Hér er bjart af fjölda rafljósa og
allhátt undir loft. Á tv,ær hendur
eru stórir vélasalir með gildum raf-
straumaleiðslum út í námagöngin.
Þau eru múruð innan og með boga-
dregna hvelfingu og um það bil
3K m- breið. Eftir þeim liggur
tvöfalt vagnspor. Og jafnskjótt og
inn kemur í þau, liggja frá þeim
hliðarálmur á báðar hendur. Enn
sjást ekki aðrir menn að vinnu en
þeir, sem vélanna gæta og fáeinir
aðrir, er taka kolavagnana jafnótt
og þeir koma að innan og ýta þeim;
tveimur í senn, inn í lyftuna. Milli
sporbrautanna liggur gildur vír-
strengur, sem dregur vagnana aft-
ur og fram.
Það er að eins skamt komið inn
göngin, þegar ljós öll þrýtur og
kveikja verður á lömpunum í húfuni
okkar. Göngin þrengjast og lækka;
hér er bergið nakið til beggja handa,
en undir lof'tið eru lagðir stálbjálk-
ar, sem hvíldu á gildum stoðum, og
reft á milli. Sumsstaðar eru þeir
bognir, jafnvel brotnir, undan ofur-
þunga jarðlaganna. Hér sézt enginn
maður að vinnu, en dauft vagn-
skrölt og vélahljóð berst með veggj-
unum. Á ýmsurn stöðum rennur
vatn frani úr berginu eða drýpur úr
þaki, og á gólfi eru göngin þakin
seigri kolaleðju, sern tekur í skó-
varp.
Við sjáum aðeins örfá fótmál
fram undan okkur. Hin litla ljós-
glæta frá lömpunum druknar í þessu
reginmyrkri undirdjúpanna. Og ó-
vönum er lamparnir óþægilegir. Við
hvert fótmál slást þeir til eftir
hreyfingum líkamans og valda
þrautum í höfði og augum.
Að all-langri stundu liðinni er
beygt inn i einn af hinum mörgu
hliðargöngum og staðnæmst við
langa röð vagna, er hvíla á teinum
Fylgdarmaðurinn bendir niður í
einn þeirra og býður okkur bros-
andi að “taka sæti.” Hér er að
taka þeim þægindum sem bjóðast,
hispurslaust. Við komumst naum-
lega fyrir í vagninum með því að
sitja flötunt beinum. Að því loknu
snertir verkstjórinn þráð, er ligg-
ur nteð öðrum hliðarveggnum, og
samstundis erum við á ferð inn í
þröng göng og skáhöll niður á við.
Hraðinn eykst, og nakið bergið yfir
höfði manns er ægilega nærri. Vagn-
K-A.UPIÐ AVAL.T
LUMBER
bjft
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
VVINNIPEG, MAN. PHONE 95 551.
I húsasundunum hafast við hópar
manna, sem horfa sljóum hirðuleys-
isaugum á alt og ekkert. Það eru
NUGA-TONE ENDURNÝJAR
HEILSUNA
NUGA-TONE styrkir
lítfæri, eykur matarlyst,
hin einstöku
skerpir melt-
menn ,sem stórum eru ver settir en inguna og annað þar að iútandi. Veitir
þeir, sent strita í iðrum jarðar.
röðin fram undan sýnist nema við
loftið í göngunum, og þótt eg liggi
nær flatur, þjóta klettanybburnar
fram hjá ekki spannarlengd frá
hauskúpunni. Ein ógætileg hreyf-
ing—og kolavagninn væri orðinn
að líkkistu.
Mér finst þessi ferð ætla seint að
enda. Þó kemur þar, og nú erum
við á botni námunnar, röskum i ioo
fetum undir yfirborði jarðar.
Hór er auðsýnilega verið að vinna.
Alt umhverfis heyrist vagnaskrölt
og véla, rekuglamur og hakahögg,
og við og við glórir í daufar ljóstýr-
ur á lömpum námumanna. Hér er
aftur orðið sæmilega hátt til lofts
og göngin þur, en andrúmsloftið er
eitthvað óviðfeldið, og eg hefi orð
á því. — “Við dælum því niður,”
er svarið.
Alt í einu heyri eg mjúkt, hreim-
þýtt hnegg rétt við hliðina, og á
sama augabragði flýgur mér í hug
saga frá bernsku minni, — saga
um íslenzka hesta. sem seldir voru
til Englands — til námuþrælkun-
ar. Eg heyrði þá sagt, að þeir yrðu
svo skelfdir við hið nýja, ókunna
og hræðilega umhverfi, að á eng-
an hátt yrði við þá tjóað fyr en
stungin væru úr þeim bæði augun.
Það fer um mig ískaldur hrollur
við endurminninguna, og eg spyr í
flýti, hvor hér séu íslenzkir hestar.
Um leið opnast hurð, inni sjást
fjórir básar og hestur í hverjum.
Þeir eru allir jarkir, bústnir og
þriflegir, auðsýnilega vel fóðraðir
og hirtir. Það er bjart hjá þeim
og hlýtt eins og annarsstaðar hér
niðri, og þeir teygja humrandi flip-
ana að verkstjóranum' og virðast
kunna lífinu vel. Þeir <eru ekki ís-
lenzkir—sem betur fer, verður mér
að hugsa, en þó líkir á vöxt og útlit.
Ef til vill rnuna þeir eigi eftir
iðgrænu graslendi heimkynna sinna
norður á Hjaltlandi, sólhlýju og
mynda hálfgildings fjöll kringum
námurnar.
Mér virðist seín í þessum ömur-
legu undirdjúpum sé unnið af
undraverðum þrótti. Ef til vill á
koma hins dugmikla verkstjóra ein-
hvern þátt í því. Annars fer þarna
fram eins konar ákvæðisvinna. Að
meðaltali eru losaðar 1170 smálestir
kola á sólarhring, og kaupið er sem
næst einni krónu á klukkustund.
Við setjumst utan í einn kola-
bynginn, og verkstjórinn sýnir ýms-
ar tegundir eldsneytisins. Hann
handleikur þessa svörtu gljáandi
mola næstum því með innileik, líkt
og bóndi, sem ber að vitum sér ang-
andi töðufangið, þegar hann er að
bjarga því undan yfirvofandi skúr.
.Umhverfis glóa hinar daufu ljósa-
týrur, eins og örlitlir, blaktandi
blossar í regingeimi myrkursins.
Skuggum stritandi manna í hinum
erfiðustu stellingum bregður fyrir.
Svart, drjúpandi vatn úr jarðlögun-
um yfir höfði manns seitlar niður
eftir hálsi og herðum. Tilviljun
ein réði, hvort ókunnugum yrði
nokkurntima auðið útgöngu án ann-
arar leiðsagnar. Og hver sá, sem
hér stígur niður, á það óvisara en
við flest störf önnur að koma heill
frá verki.
Eg fer að bera saman í hugan-
um störf og lífskjör þessara manna
við algengustu vinnubrögð heima.
Og í hugsunarleysi augnabliksins
verður mér að fagna því, að engar
nárnur sem þessi skuli finnast á ís-
landi. Vitanlega er slik gleði fjar-
læg hagrænni skynsemi, en myrkrið
og saggafult drungaloft þessa
þrönga og litt vistlega undirheims
ásamt vitund urn margs kyns hættur
sveipa staðinn og störfin geigkend-
um ömurleikablæ. Mér finst sem
sálarlíf og hugsanamáttur kolagraf-
aranna hljóti að kyrkjast og þverra
undir ofurmagni slíkra þrengsla og
vöðvunum nýtt starfsþxek og stuðlar að
, almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað.
Menn, sem horfa öfundaraugum til er annað brást. Nokkurra daga notkun
veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf-
sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta
kolanemanna og vildu fegnir sæta
hverju handarviki, er þar byðist. En
þeir fá ekkert. Þeir heyja stríð við
það, sem öllu námamyrkri er ægi-
legra: atvinuleysið og skortinn.
Litlu seinna ber sporvagninn okk-
ur aftur inn til borgarinnar, burtu
frá hinu ömurlega, lífshættulega, en
mikilsverða starfi djúpt í fylgsnum
foldar. Vagninn er knúinn og lýst-
ur sams konar orku, sem lá og ligg-
ur bundin þúsund fetum undir
haddi jarðar.
Og eg get ekki annað en fylst
hlýjum, samúðarfullum hug til þess-
ara manna, sem við smánar-kjör
eyða til þess æfi sinni og orku að
brjóta slíkan aflgjafa úr skauti
jarðlaganna, etja við örðugleika,
hættur og myrkur, sem jafnvel hið
hjartsýnasta hraustmenni
bugast af—að lokuin.
Ritað í Edinborg í júlí 1931.
Hallgr. Jónasson.
—Iðunn.
NUGA-TONE.
angan blómskrýddra haga, víðáttu- i slíkrar dimmu, dag frá degi, ár eftir
miklum sjóndeildarhring og fullu ’ ár.
frelsi. Eg veit það ekki, og leið- ' Það er enginn asi á fylgdarmann-
myndi
sögumaðurinn gefur ekkert ráðrúm
til slikra heilabrota.
Enn þrömmum við um löng göng
og mörg, en hér eru kolalögin aug-
ljós i veggjunum, misþykk og mis-
góð, alt írá. y2 metra þykt til rúm-
lega 1V4 m. Á einum stað finn eg
tvo litla kolamola, sem eru ein-
kennilegir í laginu; við nánari að-
gæzlu reynast þeir vera steinrunnin
skeldýr, sem enn halda fullri lögun.
En nú erum við komnir þangað,
sem kolin eru unnin. Alt í kring
blika ljóstýrur í húfum námumann-
anna. Vatnið drýpur niður úr lágu
rjáfri, og þar sem kolin eru
brotin, eru verkamennirnir nær
því á f jórum fótum; flestir
þeirra eru unglegir eða miðaldra að
sjá, klæddir ermalausum bolum ein-
um að ofan, þar sem ekki rennur
vatn, ella í olíustökkum. Þeir brosa
vingjarnlega við okkur, þegar við
erum að bograst fram hjá þeim yfir
háar kolahrúgur eða í gegnum ör-
þröng opin milli námuganganna. Og
í þessu glórulausa myrkri, sem víð-
ast er, og ömurleik umhverfisins,
finst mér sem einhver hyldjúp, hríf-
andi hlýja leggi mér inn að hjarta-
rótum frá brosum þessara stritandi
manna.
Hér er verið að höggva allbreitt
berghaft milli tveggja geila. Á ein-
um stað er komið fyrir stórum raf-
magnsbor, sem borar og ristir sund-
ur kolahöftin. Svo er kolunum
rrtokað upp í eins konar sjálfhreyfi-
rennu, og skilar því upp í flutnings-
vagna, sem ganga á teinum og ýtt
er af tveimur mönnum þangað, sem
vírstrengir og vélaafl ná til þeirra.
Þessir vagnar fara aðra leið upp i
efri hluta námuganganna en þá, sem
við komúm niður. Samtímis er svo
stöðugur flutningur upp á yfirborð-
ið af grjóti, kolablendingi og ruðn-
ingi, sem rýma þarf burtu og sums-
staðar er á góðum vegi með að
og þjóðræknisrit Islendinga varð
fyrst til þess að birta tíðindin. Það
á svo sem ekki að þurfa annað til
þess að sanna þessa staðhæfingu en
að Mr. Burtness hafi lagt frum-
/
varpið fyrir kongressinn, og hann
sé af norrænu bergi brotinn, þó
hann reyndar sé fæddur og uppal-
inn hér í Norður Dakota og þegar
foreldrar hans konni hingað flutt-
ust þau ekki lengra að en úr ná-
grannaríki.
Það er samt sá hængur á þessu,
að sögusögn Burtness er alt önnur
um þetta atriði, og myndi eg taka
sögusögn Burtness sjálfs fram yfir
ummæli H. H. um þetta atriði, þó
eg annars vissi ekkert um málið.
Það er ekki nema sanngjarnt að á-
lita að hann sé sinuin hnútum
kunnugastur. Alkunnugt er það að
Burtness hefir hvað eftir annað
sagt í ræðu og riti að verk þetta
liafi unnið verið fyrir íslendinga og
að íslendingar hafi fyrst hreift
þessu máli við sig og beðið sig
hjálpar til að koma því í fram-
kvæmd. Enda er það á vitund ís-
lendinga hér, að þeir höfðu áfram-
og óslitinn afskifti af
Leifur hepni
(Framh. frá bls. 5]
ur breiskleiki að vilja skara eld að
sinni köku. Enda má lesa það út
úr grein H. H. að Norðmenn hafa
ekki sofið á vaktinni og eg hefi
aldrei láð Norðmönnum það. Eg
hefi þó persónulega orðið að rnæta | haldandi
margri grimdarlegri atlögu frá þéim , þessu máli, og ekki veit eg að Burt-
út af þessum málum, aðeins vegna ness hafi nokkurn tima gefið ann-
þess að eg er af íslenzku bergi brot- ag í skyn. Allir, sem pólitik eru
inn og hefi aldrei hirt um að leyna kunnugir vita lika að þingmenn
því. Samt er því heldur ekki að þurfa mjög á atkvæðum að halda,
leyna að skilningur þeirra á þessum J Qg þar sem Norðmenn skiftu hundr-
uðum í kjördæmi Mr. Burtness,
fyrir hvern einn Islending, er auðséð
hvað freisting það hefði getað ver-
ið fyrir hánn að gefa löndum sín-
um, Norðmönnum, heiðurinn, og
kaupa þar með atkvæði þeirra. En
Mr. Burtness er ekki þannig inn-
rættur. Hann forðaðist líka að
inurrl. Hann situr hljóður og virð-
ist horfa á okkur til skiftis. Hann
vill gefa hinum ókunnu, forvitnu
aðkomumönnum tóm til þess að
, skapa sér hugmynd um þá afarþýð-
I ingarmiklu starfsemi, sem fer fram
1 hér niðri, fyrst við á annað borð
j æsktum þar eigin sjónar. Og því
er líkast, sem hugsanir hans leiðist
yfir í vitund mina.
Treystið þið ykkur—segir svip-
ur hans—að ganga í spor þessara
kolamanna? Munduð þið þola
þetta myrkur, þessi þrengsli? Gæt-
uð þið lifað hér niðri þriðjung af
þroskaaldri ykkar—og verið samt
nýtir heintilisfeður og þjóðfélags-
þegnar ?
Stuttu seinna höldum við aftur
af stað í áttina ti! uppheima—um
ný göng. Hér og þar eru hurðir
feldar að stöfum. Þær eru til þess
að hindra framrás eiturlofts, sem
myndast kynni í einum eða öðrum
hluta námuganganna. Eftir all-
langa stund komum við aftur að
vagnaröðinni, sem flytur okkur og
verkamennina upp í efri hluta jarð-
ganganna, og að lokum skilar lyft-
an okkur fram í dagsljósið eftir nær
3 stunda ferð um völundarhús und-
irdjúpanna.
Alt til þessa hafði eg aðeins kynst
undirheimúm æfintýranna með ið-
grænuin völlum og sléttum. sólhýrri
birtu og bláklæddum álfkonum.
Hér sá eg í fyrsta sinn undirheim
veruleikans, mikilsverðan, en þung-
búinn, fullan af sótsvörtu myrkri
og hráslaga, en aflgjafa elds og
birtu og margvíslegra starfshátta í
þágu nlannanna.
Á heimleiðinni liggur vegurinn
gegnum þorp námumanna. Sólin
glóir yfir skógarásunum í vestri og
kastar daugu, rauðu geislagliti
framan i andlit kolanemanna, sem
halda heimleiðis til svefns og hvild-
ar.
málum sýnist að hafa breyst mikið
á seinni árum og orðið bróðurlegri
og réttlátari, svo ekki er laust við
að H. H. sýnist orðinn á eftir tím-
anum, jafnvel frá sjónarmiði Norð-
manna nú í þessum hluta lándsins.
Má líklega telja þeim það til hróss
eins og margt fleira.
Sögulega er ekki mikið á fyrri gjöra nokkra tilraun í þá átt. Þetta
hluta greinar þessarar að græða. En er á almennings vitund hér, en eðli-
þó að maður eiginlega fræðist ekki lega munu Canada- og Austur-ís-
um svo sem neitt, væri þó þessi lendingar lítið vita um þetta. H. H.
partur meinlaus, ef að hann væri j sýnist heldur ekki vera þessu kunn-
ekki aðeins einhliða og einstreng- i ugur. Mætti það sýnast sem sönn-
ingslegur inngangur að þeim kyn- un á því, að Bandaríkja íslending-
legu og óvingjarnlegu staðhæfing- j ar hafa ekki reynt að vera hlut-
um, sem seinni hlutinn er fullur af, | drægir þegar kemur til þess að eigno
og sem sýnist eiga sérstaklega illa sjálfum sér heiðurinn. Óhlutdrægn-
við, þar sem verið er að ræða mál ir menn munu þó lita svo á að þegar
þetta í sambandi við heiðursgjöf þá, tekið er tillit til fólksf jölda og orku,
sem Bandaríkin voru að sæma Is- Iþá hafi þó ekki íslendingar legið á
land með. liíSi sínu eða reynst eftirbátar Norð-
Það er bezt að taka orðrétt upp manna í því að hugsa um heiðurs
úr greininni: íslands þessu viðvíkjandi.
“Það er ljóst af þessu stutta yfir-
liti, hvað mikið Norðmenn hafa
gert til að halda minningu Leifs á
lofti, og þá er síðast en ekki sízt
að telja, að það er einmitt þeim að
þakka, að Ameríku-menn sýndu ís-
landi þann sæmdar- og viðurkenn-
ingarvott að gefa þeim líkneskjuna
af Leifi. Það var norski Ameríku-
niaðurinn Mr. Olger B. Burtness,
kongressmaður frá North Dakota,
sem lagði frumvarp fyrir kongress-
inn um þetta og gekst fyrir því, að
það yrði samþykt.”
Hér er H. H. að komast að efn-
inu. Nú fermaður fyrst að skilja
innganginn. Jæja, hann er ekki
myrkur i máli og er það kostur.
Eigingjarnir eða sérplægnir eru
Norðmenn ekki, eftir þessu. Mað-
ur blátt áfrarn fer að fyrirverða sig
ef manni hefir svo mikið sem dott-
ið slíkt i hug. Meiri sjálfsafneitun
en þetta getur þó enginn sýnt. Þeir
hafa viljað eiga Leif sjálfir og við
höfum stundum verið þau flón að
halda að þeir vildu taka hann frá
okkur. En nú er H. H. búinn að
uppgötva að það er einmitt Norð-
mönnum að þakka að Bandaríkin
sýndu íslandi þann sæmdar- og við-
urkenningarvott að gefa því likn-
eski af Leifi. Það tekur íslending-
inn að vera ötull og fyndinn. Mað-
ur hefði haldið að Norðmenn sjálf-
ir hefðu nóga kænsku til þess að
geta uppgötvað þetta afreksverk
sitt. En það er þó ekki því að
heilsa. H. H. á. eflaust heiðurinn
fyrir að hafa fyrstur sagt frá þessu.
Sem eðlilegt er er örðugt að vitna
í heimildir um þetta, sem að Is-
lenzkur almenningur hefir aðgang
að. Þó skal vitna hér í ræðu þá, er
Mr. Burtness, þingmaður, flutti að
Mountain, N.D., á 50 ára afmæli
íslenzku bygðarinnar í Norður
Dakota og sem þúsundir hlustuðu
á. Skýrði Mr. Burtness þar sem
oftar frá því, að hann væri íslands-
og íslendinga-vinur vegna þeirra á-
hrifa, fyrst og fremst, sem hann
hefði orðið fyrir í háskóla, frá ís-
lenzkum bekkjarbræþrum sinum.
Einnig skýrði hann frá því að Miss
Thorstína Jackson hefði fyrst vak-
ið máls á Leifs Eirikssonar líknesk-
is hugmyndinni. ( Sjá “Minningar-
rit um 50 ára landnám íslendiga i
Norður Dakota,” bls. 110). Mörg-
um og lofsamlegum orðum fer Mr.
Burtness um íslendinga í þessari
ræðu, enda er hann hér talsmaður
stjórnarinnar og erindreki forseta
Bandaríkjanna, sem sendi mjög vin-
gjarnlegt og samúðarfult heillaóska-
bréf, sem var méira en Austur-ís-
lendingum hugkvæmdist að gera á
þessari mestu hátíð, sem haklin hef-
ir verið af Vestur-íslendingum. Það
vakti eftirtekt að Austur-íslending-
ar gleymdu okkur þá, og ef til vill
er það ekkert undarlegra þó H. H.
gleymi okkur í sambandi við Leifs
líkneskis málið. Enda hefði mér
ekki dottið í hug að finna að því,
nema vegna þess að hann þakkar
Norðmönnum þetta eingöngu.
(Framh. í næsta blaði)