Lögberg - 01.03.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.03.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1934. POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR II. PORTER XXXII. KAPITULI. Annar Aladdin. John Pendleton hafði í mörgu að anúasl áður en hann gat lagt af stað. Hann skrifaði tvö bréf í mesta flýti, annað til Pollyönnu, en hitt til Mrs. Oliilton. Þessi bréf fékk hann þjónustu sinni, Susan, með þeim umælum, að þeim yrði komið til skila eftir að hann væri á brott. Um þessi bréf vissi Jimmy ekkert. Þeir félagar voru næstum komnir til Bos- ton, þegar Pendleton sagði við Jimmy: “Drengur minn, eg ætla að biðja þig bón- ar, eða réttara sagt er það tvent, sem þú ættir að gera fyrir mig. I fyrsta lagi, að minnast ekki neitt á þetta leyndarmál við Mrs. Carew fyr en seinnipartinn á morgun; hin bónin er sú, að þú lofir mér að sjá hana fyrst. Eg verð eiginlega málsvari þinn og þú kemur ekki fram á sviðið fyr en svo sem ldukkan fjögur. Ert þú til með þetta!” Já, eg er til með það,” sagði Jimmy. ' “Eg er vel ánægður með þessa ráðstöfun. Eg var farinn að kvíða því að þurfa að færa þetta í tal við Mrs. Carew. og mér þykir vænt um kað þú vilt gera það.” “Gott og vel. Þá reyni eg að ná tali af frænku þinni í gegnum símann, og þá getum við mælt okkur mót.” Eins og hann hafði lofað kom Jimmy ekki fyr en klukkan fjögur næsta dag, til Mrs. Carew. Hann var jafnvel þá svo feiminn, að hann gekk' tvisvar hringinn í kring um húsið, áður en hann fékk sig til að g’anga upp tröpp- urnar og hringja dyrabjöllunni. Þetta breytt- ist samt skjótt þegar Jimmy hafði heilsað Mrs. Carew, sem með sínu þýða viðmóti tókst strax að jafna geðshræring hans. Samt grét Mrs. Carew ofurlítið og John Pendleton greip til vasaklútsins, en þetta leið fljótt hjá og fagnaðarglampinn í augum þeirra gaf til kynna hve ánægð og sæl þau voru. “Mér finst það svo göfugmannlegt af þér að vilja ekki láta Jamie vita neitt um þetta,” sagði Mrs. Carew eftir stundar þögn. “Já, Jimmy—eg ætla alt af að kalla þig Jimmy, eins og þú getur skilið, það fer þér líka betur—víst er það fallega gert af þér. Samt fellur mér það hálf illa. Mér hefði þótt svo vænt um að geta kynt júg öllum sem framda minn. “Já, Ruth frænka, eg—” John Pendle- ton hrökk við og Jimmy þagnaði um leið. Hann sá Jamie og Sadie Dean standa í dyr- unum. Jamie var náfölur. Hann horfði á þau til skiftis. “Er þetta mögulegt, Ruth frænka—er þetta mögnlegt?” Jimmy og Mrs. Carew hvítnuðu í fram- an, en John Pendleton gekk hratt yfir stofu- gólfið á móti Jamie. “Já, Jamie; því ekki það? Eg ætlaði að segja þér þetta hvort sem var. (Jimmv greip andann á lofti, og’ ætlaði að þagga niður í Pendleton, en hætti þó við þegar Pendleton leit til hans). “Mrs. Carew er rétt búin að lofa því að verða konan mín, og þar sem Jimmy kallar mig John frænda, þá er ekki nema sjálfsagt að hann kalli Mrs. Carew, Ruth framku.” Jamie hrópaði upp yfir sig af fögnuði, og Jimmy var na^stum búinn að eyðileggja alt saman með 'því að láta í ljós undrun sína og ánægju með þessar fréttir. Allir horfðu nú á Mrs. Carew, sem þarna sat sótrauð og vandræðaleg. John Pendleton sneri sér að Jimmy og hvíslaði: “Svo eg tapa þér þá ekki heldur, þrjóturinn þinn. Við eigum þig bæði.” Nú gekk langur tími í hamingjuóskir, en þegar þeim var lokið, sngri Jamie sér að Sadie Dean og sagði: “Sadie, eg ætla að segja þeim tíðindin núna.” Allir gátu séð á roðanum, sem færðist í kinriar hennar. hver tíðindin myndu vera. Nú varð að óska þeim til hamingju og gleðin óx um lielming, og allir voru í bezta skapi. Jimmy fór þá að finnast nóg komið og sér hálfvegis ofaukið. Þið get- I ið óskað hvert öðru til hamingju, en hvað verður um mig ? Bara að ein manneskja væri hér viðstödd þá skyldi eg einnig hafa fréttir að segja.” “Bíddu svolítið, Jimmv,” sagði Pendle- ton. “Eg ætla að reyna að vera Aladdin og núa lampann. Mrs. Carew, má eg hringja á Mary ?” “Já, auðvitað,” sagði hún. Allir störðu undrandi á Pendleton. Skömmu síðar kom Mary í dyrnar. “Er ekki M iss Pollyanna nýkomin hing- að?” “ Jú, herra. Húnkomáðan.” “Segðu henni að gjöra svo vel að koma hingað.” “Er Pollyanna komin,” hrópuðu allir. Jimmy brá litum. “Já, eg skrifaði henni fáeinar línur og var svo djarfur að biðja hana að koma hing- að og dvelja nokkra daga hjá þér, Mrs. Carew. Mér fanst að hún mætti til með að létta sér svolítið upp. Þjónustustúlkan mín lítur eftir Mrs. Chilton á meðan. Svo skrifaði eg gömlu konunni líka.” Pendleton horfði á Jimmy. “Eg hélt að hún myndi lofa henni að koma, eftir að hafa lesið bréfið, og það hefir hún gert, því hingað ér Pollyanna komin.” Það var satt, því Pollyanna stóð í dyr- unum feimnisleg og brosandi. ‘ ‘ Elsku Pollyanna ! ’ ’ Jimmy gekk á móti henni, tók hana í fang sér og kysti hana. “Ó, Jimmý, sérð þú ekki alt þetta fólk.” “Hvað gerir það til. Eg hefði kyst þig á fjölförnustu götu borgarinnar, ” sagði Jimmy. “En horfðu á alt þetta fólk; finst þér að við þurfum að óttast það.” Pollyanna leit í kringum sig. Út við einn gluggann stóðu þau Jamie og Sadie Dean, og sneru bakinu að hinum, og við annan glugga voru þau Jolin Pendleton og Mrs. Carew og virtust ekki taka eftir neinum. Pollyanna brosti og Jimmy fanst hann mega til að kyssa hana aftur. Ó, Jimmy, er þetta ekki dásamlegt alt saman. 0g Polly frænka veit nú allan sann- leikann og er nú svo ánægð. Annars held eg hún hefði gefið sitt samþykki hvort sem var. Hún var farin að kenna svo mikið í brjósti um mig. Eg er svo óstjórnlega hamingjusöm. Alt hefir farið svo vel.” Jimmy tók hana í fang sér. ‘ ‘ Guð gefi að við megum ætíð verða ham- ing'jusöm. ’ ’ “Það verðum við alt af, eg er viss um það,” sagði Pollyanna. ENDIR. Grunaður (Smásaga frá Berlín) Eftir IIan Bensson. Sportpalazt var troðfult af fólki. Þegar litið var upp á svalirnar og hringpallana, sem iðuðu í skæru hvítu ljósi eins og fuglabjarg á heitum sumardegi, fanst manni eins og þess- ar þúsundir manna á þúsundir ofan stæðu ekki föstum fótum, heldur héngi oð iðuðu í höfgum klösum í titrandi loftinu. Achtung! hrópaði S.A.-f oringinn og hin- ar fjórar. raðir brúnskyrtuliðanna, sem tveir og tveir saman mynduðu raðir eftir aðal- göngum salsins, réttu úr sér. 1 sama bili heyrðust fyrstu trumbudunurnar og lúður- hljómarnir framan úr anddyrinu. Allir í salnum spruttu upp og tíu þúsund handleggir voru réttir upp, 10,000,12,000,16,000, og með- an herdeildin þrammaði inn með silkifána og gullsaumuð merki, flugu “heil”-kveðjurnar um loftið eins og neistar úr jötnabáli. Brún- liðsmennirnir fánasveitarinnar voru sérstak- lega myndarlegir menn, en vængliðinn í öft- ustu röð, stór og herðabreiður maður, þjálf- aður af íþróttmn. og með ungt, veðurharið andlit var nærri því enn aðsópsmeiri en nokk- ur hinna. Það var Kurt Becker. Þegar fundurinn var úti og fánarnir komnir í gevmslu fór hann ásamt nokkrum kunningjum inn á veitingastofuna, sem hann vandi komu sína á, til að skeggræða um það, sem gerst hafði um kvöldið, yfir einu ölglasi. Þeir höfðu setið j)arna og rabbað svo sem stundarfjórðung og lyftu nú glösunum í þriðja skifti til að drekka skál Goebbels, þessa fádæma ræðumanns, nafntogaða galdramanns og aðdáanlega æringja—þegar tveir grá- klæddir menn komu upp að diskinum og spurðu nftir S-A.Hmanninum Kurt Becker. Og undir eins og hann, sem sat rétt hjá, heyrði nafn sitt nefnt gekk hann til fundar við gest- ina. Þeir báðu hann að ganga með sér út fyrir; liann fór með þeim og áður en honum gæfist tími til að spyrja, sýndu þeir honum leynilögregluskírteini sín og báðu hann koma með sér á Alexanderplatz. Þegar á leynilögreglustöðina kom var Becker leiddur inn í stofu þar sem sátu tveir fulltrúar í glæpalögreglunni, Buntschuh og Zeis. Þeir sneru sér umsvifalaust að mál- efninu: —Einn af fyrstu dögunum í marz, segir Buntschuh, ók fallegasta Mercedes-bifreiðin í Þýskalandi yfir landamærin tékknesku við Teschen-Bodenbach. Við hlið bílstjórans sat þjónn og voru báðir í viðhafnarmiklum ein- kennisbúningum. Vitið 'þér hver sat aftur í vagninum? Becker hristi höfuðið. —-Willy Munzenberg! —Eg þekki hann ekki, sagði Becker. —A það að tákna, að þér vitið ekki hver maðurinn er, Willy IVIunzenberg, kommúnista þingmaðurinn og ritstjpri “Die Welt am Abend?” En þá þekkið þér máske bílstjór- ann, sem átti sök á því, að þetta lævíslega til- tæki tókst og að Willy Munzenberg komst heill á húfi úr landi ? —Hefi ekki hugmynd um hann, svaraði Becker með sömu ró og stillingu og hann hafði sýnt frá upphafi, eftir að þessi óvænti atburður hófst. —Þér voruð bílstjórinn, sagði fulltrú- inn, og þér vitið máske líka hvaða refsing lögin leggja við því, að hjálpa eftirlýstum glæpamanni til að flýja. Hún er ekki smá. Kurt breytti ekki svip. Það var ekki einu sinni neina gremju á honum að sjá, yfir til- hugsuninni um, að maður í S. A. einkennis- búningi skyldi vera sakaður um svona þorp- arabragð. —Yður er eins gott að meðganga undir eins, sagði Buntschuh fultrúi, því að öll sann- anakeðjan er óslitin. Þér hafið fyrrum verið bílstjóri hjá------■, Buntschuh nefndi nafn stóriðjuhölds í borginni. —Það er alveg rétt, svaraði Kurt. —Það er vagninn lians, sem notaður var til þessarar ferðar, einn dag, er hann var sjálfur að heiman. Núverandi bílstjóri iðju- höldsins hefir meðgengið, að þér hafið fengið vagninn lánaðan þennan dag, undir því yfir- skyni að þér ætluðuð að nota hann í þarfir nazistaflokksins. Hvað segið þér við því? —Þetta hlýtur að vera misskilningur, sagði Kurt rólega,—mætti eg láta yfirheyra mig um þetta augliti til auglitis við bílstjór- ann? Buntsschuh vissi, að sannanakeðjan var því miður ekki óslitin og hann vissi, að það var ekki hægt að leiða þessa tvo menn saman. Bílstjórinn hafði ’ekki haft Becker grunaðan, hann hafði yfirleitt alls ekki verið yfirheyrð- ur, því að þegar loks hafði tekist að komast að ])ví hvaða vagn Munzenberg notaði til flóttans, þá var þessi bílstjóri farinn úr vist- inni hjá iðjuhöldinum, og enginn vissi, hvað af honum hafði orðið. Það voru aðrir af starfsfólki iðjuhöldsins sem töldu sig hafa séð Becker sækja vagninn. —Þér viljið með öðrum orðum velta sönn- unarskyldinni y£ir á mig', svaraði Buntschuh, en það verður nú ekki, Becker minn góður. Eg krefst þess þvert ámóti af yður, að þér komið með sýknunarsönnun—sannið okkur að þér hafið ekki verið í Teschen-Bodenbach þennan umraxlda dag—of yður er það mögu- legt. Þetta var 2. marz. Hvar voruð þér þann dag? —Allan 2. marz var eg úti í borginni að dreifa um nazista-úvörpum í tilefni af ríkis- þingkosningunni þann 5. sama mánaðar. —1 hvaða hluta borgarinnar var það ? —Eg fór hús úr húsi í Knesebeck-, Bleib- treu-, Wieland- og Lefbnizstrasse. —Hvernig ætlið þér að fara að sanna það ? —Þér getið spurt S.A.-mennina Schu- bert og Leincke úr 6. riðli; eg var samferða ]>eim mestan hluta dagsins, þeir fóru í húsin öðrumeg'in götUnnar en Bulcke félagi minn og eg hinum megin, en nú er Bulcke einhvers- staðar í Austur-Prússlandi. —Vitið þér hvað Schubert og Kleincke eiga heima? spurði Buntschuh og leit upp eftir að hafa skrifað eitthvað hjá sér. —Nei, on það er hægt að fá að vita það á yfirmannastofu 6. riðils. —Hve longi hafið þér verið S. A.-máður? —Síðan 31. júlí. —Og hve lengi hafið þér verið í flokkn- um? —Síðan 31. marz. —Má eg fá félagsskírteini yðar, það er víst Iiollast að við athugum það dálítið nán- ar; mér dettur sem sé ekki í hug að trúa, að þér hafið verið nazisti svona lengi—ef þér vfirleitt eruð það. Faðir yðar hefir árum saman verið socialisti og meira að segja at- hafnamikill í þeim flokki. Nú farið þér í lögreglufangelsið fyrst um sinn, meðan við athugum hvort fjarverusönnun yðar dugir. Buntschuh hafði hringt og annar lög- reglumannanna, sem höfðu sótt Kurt á veit- ingaskálann, kom inn, úr hliðarhorberginu. —Viljið þér skila Becker í fangelsið, lion- um verður haldið eftir um sinn, vegna gruns, som á honum hvílir. Við höfum gott lag á vinnunni hérna, bætti lögreglufulltrúinn við og sneri sér að Becker—ef alt gengur að ósk- um getum við látið yður vita um árangurinn eftir tvo tíma. Kurt Becker fleygði sér niður á fletið í klefanum og sofnaði bráðlega. Annaðhvort var samvizka hans glöð og góð oða þá að taugar hans voru úr stáli; en hvort heldur var þá sigraði þreytan. Buntschuh efndi lof- orð sitt. Klukkan var nýslegin tvö þegar Becker var vakinn og leiddur inn til fulltrú- ans. —Þessir tveir menn, sem þér hafið vitn- að til, virðast vera trúverðugir og hafa báðir staðfest framburð yðar. Eg neyðist til að láta yður lausan; en eg segi yður það hrein- skilnislega, að grunur minn á yður er ekki borfinn (>nn. Við höldum eftir félagsskírteini vðar og eg fyrirskipa yður, að koma hér og gera vart við yður hjá lögreglunni á hverjum degi klukkan tólf á hádegi, þangað til öðru- vísi verður ákveðið. Ef þér gerið það ekki þá verðið þér sóttur. Við verðum nofnilega að komast að hinu sanna í þessu Munzenberg- máli. Það getur hugsast að mér skjátlist, og að þér séuð heiðarlegur og hughraustur S. A.- liðsmaður, eins og þér lítið út til að vera; en eg segi yður afdráttarlaust og hreinskilnis- lega: Eg hefi yður í huganum, Kurt Becker! Með þessum orðum var Kurt látinn fara. Og hann fór án þess að mæla orð; en fótatak lians var ]>ungt og klunnalegt. 1 gangin fyrir utan heyrðist hvernig fætur hans drógust eftir steinflísunum. Voru það hin sektarþungu skref mannsins, sem vissi sig sekan, eða var það aðeins eðlilegt máttleysi eftir langt og ertitt dagsverk og eftir liugarhræring og geð- æsingu kvölds, sem hafði verið enn þá lengra en dagurinn? Þegar hurðin hafði lokast eftir honum, sagði Buntschuh við Zeis samverkamann sinn, er sat andspænis honum. Eg liefi þegar lagt gildru fyrir strákinn. Eg hefi búið Wetzel út eins og umrenning og sigað honum á hann. Ef Wetzel leikur hlut- verk sitt vel, þá gengur hinn í gildruna undir eins. Aður en Becker komst upp að járnbraut- arstöðinni, var hann stöðvaður af ósviknum umrenningsræfli, fyrir framan hús eitt í smíðum—skrifstofuhöll, sem þegar liafði ver- ið stevpt up í 7. hæð—stöðvaður þar í skugg- anum, undir girðingu úr timbri, sem gerð hafði verið fyrir framan húsvegginn. —Pst! hvíslaði sá ókunni og leit varlega í kringum sig. — Rauðir saman, félagi! Eg hefi séð 'þig hjá Schulze félaga nokkrum sinn- um. Við höfum hérna inni dálítið upplag af bréfum frá prentstað K.P.I).—þú gætir hjálp- að mér að dreifa þeim út. Sá ókunni kastaði höfði í áttina að húsinu sem í smíðum var og Becker elti hann yfir mjóan plankarenning, sem greiddi götuna yfir jarðfallið við múrinn, inn í húsið. Þar sá Becker lieilan hlaða af umslögum. —Nú, þarna eru þau þá félagi, sagði hann og glotti. Og hinn maðurinn var í þann veg- inn að s,etja upp samskonar glott, en fékk í síima vetfangi svo öflugt liögg á vangann, að hann hné meðvitundarlaus aftur á bak og lá þarna meðvitundarlaus á steingólfinu. Becker leit kringum sig, alt var hljótt, ókunni maður- inn hafði augsýnilega verið svo óvarkór, að ætla sér að fara að starfa af eigin ramleik. Kurt hlustaði eina mínútu enn, en fór svo og flýtti sér að rannsaka salakynnin. Til liægri við anddyrið hafði veijið grafinn kjallari, rúmlega þriggja metra hár, en ekki var kom- inn stigi niður í liann að svo stöddu. Stæltum armi tók Kurt manninn meðvitundarlausa og fleygði þessu máttlausa flykki ofan í dimt djúpið; það hevrðist eins og þunginn félli niður á hrúgu af hefilspónum. Becker náði í sporvagn og ók til Neukölln. TTann steig út úr vagninum á Hermannsplatz og gekk öruggum skrefum upp Hermanns- strasse'; þar hvarf liann inn í hús til vinstri liandar. Hann hringdi bjöllunni á fimtu hæð; ■þrjú stutt og eitt langt; svo heyrðist urr, eins og þegar köttur er að mala. Fyrir innan spurði rödd:—Hver þar? og Kurt hvíslaði nafn forsætisráðherrans í Prússlandi. Þegar hann var kominn inn fyrir fleygði hann sér niður á stól og skellihló. T litlu íbúðinni þar sem dagsbirtan var farin að gægjast inn um rifurnar meðfram ]>ykku gluggatjöldunum, hitti hann Schubert og Klienicke og nokkra unga menn, án ein- kennisbúnings í viðbót; ennfremur grann- vaxna konu á fimtugsaldri. Hann varð að segja þeim frá’því, sem ó daga hans hafði drífið og þau ráðguðust um hvað gera skyldi. Þetta hafði verið ónæðissöm nótt og samtalið lognaðist smátt og smátt vit af og lenti í löng- um geispum; alla langaði mest tikað lialla sér og fara að sofa. En vinnan kallaði. A borð- inu lágu 6 matarbögglar vandlega umbúnir í prentpappír—gömul eintök af “Der Angriff ” —og bundið utan um moð seglgarni. Eftir stærðinni að dæma var maturinn vel úti lát- inn—en S.A.-liðar eru líka alkunnir fyrir góða matarlyst. Alstaðar umhverfis heyi'ðust vckjara- klukkurnar glamra í leiguíbúðunum, hurðun- um var skelt og verkamennirnir skunduðu af stað til dagsverksins. Fámenni hópurinn }>arna í lierberginu dreifðist líka og hver fór með sinn nestisbýgg- ul, sumir upp á loft og bakdyramegin út að nágrannahúsunum í Biebrichsstrasse, aðrir laumuðust. kjalaragangana út í eitthvert hús- ið við Flug'hafenstrasse, sumir skutust gegn- um port og bakhýsi ])angað til þeir lentu í Meinzerstrasse. Konan, sem hafði íbúðina á leigu gekk sjálf réttu dyrnar út í Hermann- strasse. Englnn lifandi sál gat vitað, að þessir menn höfðu hittst hjá henni. Þeir dreifðust hér og hvar um borgina. Klukkan mun hafa verið nálægt hálf fimm. f Kurt Becker gekk Hermannstrasse endi- langt út að Hringbrautarstöð. Þar tók hanh leiðina til Papestrasse og skifti þar um vagn, til Wilmerdorf-Friedenau. Hann labbaði nið- ur Kaiserallé, engin hræða var komin á kreik,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.