Lögberg - 01.03.1934, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.03.1934, Blaðsíða 8
8 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1934. + ♦ ----— ——.—— ------- - - Ur bœnum og grendinni ————- - - - - -...- ... - —.—h TILMÆLI. Lögberg vill mælast til þess að vinir blaðsins, fjær og nær, sendi þvi allar þær fréttir, sem almenning kann að varða. Fréttir úr borginni og hinum ýmsu bygðum íslendinga eru lesendum ætíð kærkomnar og vill blaðið gjarnan prenta eins mikið af þeim og rúm leyfir í það og það skiftið. G. T. spil og dans á hverjum þriðju- og föstudegi í I.O.G.T. hús- inu, Sargent Ave. Byrjar stundvis- lega kl. 8.30 að kvöldinu. $31.00 í verðlaunum. Gowler’s Orchestra. Heklufundur í kvöld, fimtuclag. Jón Sigurðsson félagið, I.O.D.E. mætir að heimili Mrs. J. B. Smith, 101 Academy Road næsta þriðju- dagskveldið 6. marz, kl. 8 e. h. Þeir Sveinsons bræður frá Argyle, Jón, Sveinn og Albert, voru í borg- inni nokkra daga síðustu viku. Kristján Féldsted frá Lundar, og dóttir hans Kristjana, komu til borg- arinnar á rriánudaginn. Guðmundur Pálsson frá Ashern, Man., fyrrum bóndi við Narrows, Man., kom til borgarinnar á mánu- daginn. Hann er nú áttræður að aldri, en vel hress enn þá. Mr. og Mrs. Th. Thordarson frá Gimli, voru í borginni um síðustu helgi. Halli Skaptason frá Ashern, Man., kom til borgarinar á mánudag- inn. Séra S. S. Ólafsson, frá Princé- ton, Minn., kom til borgarinnar í síðustu viku. Sat hann á þjóðrækn- isþingi en hélt heim til sín á fimtu- daginn var. Móðir hans, Mrs. Anna Olafsson býr hér í borg, að 662 Simcoe St. Jón Halldórsson, frá Lundar, Man., kom til borgarinnar á mánu- daginn og fór til baka á þriðjudag. Þing Þjóðræknisfélagsins var haldið í síðustu viku. Það byrjaði á þriðjudagsmorgun, og var því slit- ið á fimtudagskveld. Þingið var allvel sótt og samkomur “Fróns” og “Fálkans” ágætlega, enda vandað til beggja. — Embættismenn voru kosnir þeir Jón J. BSldfell, forseti; Richard Beck, varaforseti; Bergthor Johnson, skrifari; Dr. A. Blöndal, varaskrifarí; Árni Eggertsson, gjald keri; Ásmundur P. Jóhannsson, vara-gjaldkeri; Guðman Levi, fjár- málaritari; Páll S. Pálsson, vara- f jármálaritari og Sigurður W. Mel- sted bókavörður. Menn þessir skipa um leið framkvæmdarnefnd félags- ins. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA •Guðsþjónustur sunnudaginn 4. marz verða með venjulegum hætti: ensk messa kl. 11 f. h. og ís- lenzk messa kl. 7 um kvöldið. Á föstunni eru sérstakar guð- ræknisstundir hvert miðvikudags- kvöld,—íslenzk bænastund kl. 7.30 og ensk bænastund kl. 8.30. Sunnudaginn 4. marz messar séra H. Sigmar í Gardar, N. Dak., kl. 2 e. h. Séra Jóhann Bjarnason. messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 4. marz, og á þeim tíma dags er hér segir: í gamalmennaheimilinu Bet- el kl. r.30 f. h., og í kirkju Gimli- safnaðar kl. 7 að kvöldi.—Til þess er mælst, að fólk f jölmenni. Prentvilla varð í kvæði G. Th. Oddsons “Til Þorskabíts,” sem birt- ist ísíðasta blaði. í fyrstu línu þriðja erindis stendur “Engill biður þér, bezti vinur,”, á að vera “Egill býður þér bezti vinur.” Villan er slæm, og vill blaðið gjarnan leiðrétta hana. Dr. A. V. Johnson, tannlæknir, verður í Riverton á þriðjudaginn 6, marz. Mrs. C. P. Paulson, Gimli, býst við að hafa “Silver Tea” í húsi sínu fimtudaginn þ. 8. marz, frá kl. 3 til 6 síðdegis og frá kl. 8 til 12 að kvöldi. Ágóðinn rennur i sjóð kvenfélags Gimlisafnaðar.—Vonast Mrs. Paulson til þess, að margir úr Gimli-bæ og nágrenni heimsæki sig þennan tiltekna dag, þ. 8. marz næst- komandi. Þessi börn og ungmenni voru sett í embætti fyrir vfirstandandi árs- f jórðung í stúkunni “Gimli”, No. 7, I.O.G.T.: F.Æ.T.—Maria Josepson 7E.T.—Clara Einarsson V.T.—Anna Árnason K.—Guðrún Thomson D.—Elanor Stevens A.D.—Lorraine Einarsson R.—Margrét Torfason A.R.—Evelyn Torfason F. R.—Amila Stevens G. —Grace Jónasson V.—Harold Helgason. Samkepni í upplestri á næstunni. Vorgróðurinn sýnilegur. Alt sprikl- andi í fjöri. Meðlimatala 80, og 30 í vöggudeild. Dr. Tweed verður i Ásborg, Man., fimtudaginn 8. marz. Hr. Sigurður Skagfield söng í útvarpið síðastliðið föstudagskvöld. Mr. Ragnar H. Ragnar aðstoðaði. Væntanlega syngur Mr. Skagfield aftur næsta föstudag (2. marz) kl. 8.30 frá Richardsons stöðinni No. 1390. Menn ættu ekki að missa af því að hlusta á þennan ágæta söng- mann. Takið eftir auglýsingunni i þessu blaði um þau kostaboð, sem nú eru fáanleg, ef þér kaupið Lögberg, eða .útvegið nýjan kaupanda. Jón Bjarnason' Academy—Gjafir A. P. Jóhannsson, Wpg. . .$100.00 A. Frederickson, Wpg....... 5.00 Rev. H. Sigm'ar, Mountain. . 5.00 í umhoði skólaráðsins votta eg hérmeð vinsamlegt þakklæti fyrir þessar gjafir. Á. IV. Melsted, gjaldkeri skólans. Bffore Látið hár vaxa með McGregor aðferðinni. Stöðvar hárlos og nemur á brott flösu (dandruff) 3 mánaða forði fyrir $5.00 Sendið pantanir yðar til After Dr. FLORENCE McGREGOR 39 STBELE BLOCK, Winnipeg, Man. Samkepnin um “Millennial Hockey Trophy” Þjóðræknisfélags- ins hefir dregist vegna þess að ekki var hægt að fá Olympic skautaskál- ann þá daga, sem búið var að á- kveða. Samkepnin verður samt haldin bráðlega og verður þá aug- lýst. Þrír flokkar hafa þegar gefið sig fram til samkepninnar. íslands-kvöld verður haldið i Labor Hall á Agnes St, fimtudags- kvöldið í þessari viku. Dr. Sig Júl. Jóhannesson flytur stutt erindi um skáldið St. G.‘Stephansson. Konur koma fram í íslenzkum búningi; ís- lenzkur söngur, hljóðfærasláttur og dans. B'yrjar kl. 8. Aðgangur 15C. Mr. og Mrs. Stefán Sigmar og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro komu til borgarinnar á þriðjudags- kvöldið. Séra Jóhann Fredriksson frá Lundar, Man., var á borginni fyrri- part vikunnar. Hann flutti guðs- þjónustu í Keewatin á sunnudaginn var, og var nú á heimleið. SMAVEGIS Hreppstjóri hafði fengið gamla of þjófgefna kerlingu til þess að meðganga það, að hún hefði stolið smjörsköku úr búri nágrannakonu sinnar. En þegar kerla kom fyrir sýslumann þrætti hún í líf og blóð. —Eg skil ekkert í því hvernig þér hafið fengið kerlingarskrukkuna til að meðganga, sagði sýslumaður við hreppstjórann. —E sagði bara að þetta hnupl mundi hafa stafar af unggæðings- skap. Og því gat hún kerla ekki neitað.—Lesb. Mbl. Bílstjórinn (hefir verið að tala við mann, sem hann ók yfir, en kem- ur nú aftur að bílnum og segir við konu sína) : Hann stígur víst aldrei í fæturnar framar. Konan: Hvað segirðu ? Hvers vegna heldurðu það ? —Hann sagði þsð sjálfur. Hann sagði að það væri alt of áhættumik- ið,—Lesb. Mbl. —Eg ætla að kaupa sápu, segir strákhnokki, en það verður að vera sterk lykt af henni. —Vill mamma þín það? —Nei, en eg vil það, ,svo að mamma geti fundið það á lyktinni að eg hefi þvegið mér, og láti mig ekki vera að þvo mér aftur og aftur. —Lesb. Mbl. SIR EDWARD ELGAR LATINN Eitt af frægustu tónskáldum Bireta, Sir Edward Elgar dó á föstu- daginn, 23. febr., 77 ára að aldri. Sir Edward var fæddur í Wor- cestershire á Englandi 1857, sonur fátæks organista þar í sveit. Hann varð fyrst frægur fyrir tónverk sitt “The Dream of Gerontius.” Önnur fræg verk eftir hann eru “Pomp and Circumstance” og hin ófullgerða “Third Symphony.” Sir Edward Elgar var sæmdur hinni veglegu “Order of Merit”, og fekk þar að auki maklega viður- kenning, sem mikið tónskáld og á- gætur maður. Lýðskólar í Manitoba (Framh frá bls. 1) undir átján með samþykki stjórnar- nefndar aðeins. 7. Fastlega er haft í huga að starfræksla skólans sé alvarleg og fræðandi, fijemur en gamanleikur. Mr. Rowe, sem kennir stjórn- fræði, er lögmaður, og kann vel að skýra stjórnarskrá landsins og þing- höld. Mrs. Edwards, sem kennir bók^ mentir, var fyrrum barnaskólakenn- ari. Hún hefir sagt ágrip af æfi- sögum skálda og rithöfunda, og les- ið og útlagt verk þeirra; til dæmis Bliss Carman, Lampman, Pauline Johnson og ísabel Vallancy Craw- ford. Má af þessu sjá að hún hefir stranglega haldið sér að canadiskum bókmentum. Er það gott til byrj- unar, en ekki má gleyma, til lengdar, stórskáldum umheimsins. Mrs. Atchison lætur allan hópinn fylgja sér í söng. Hún hefir einnig haldið sér að canadiskum fræðum, að mestu leyti, og hefir sagt frá höfundum “The Maple Leaf,” “When You and I Were Young, Magie,” “O Canada,” “Way Up in Muskoka,” “Canadian Boat Song,” o. fl. Mr. Vrooman er maður víðlesinn, vel greindur og fyndinn, og segir mjög vel frá því, sem er að gerast í umheiminum. Líkamsæfingar eru eins og í mið- skólum gerist. Þess má geta, að Mr. Jarman, eftirlitsmaður líkamsæf- inga við fylkisskólana, gaf ungu fólki hér í þorpinu kost á kenslu í vetur, þegar hann sinti ^tarfi sínu við skólann. Hann myndi sjálfsagt gera slíkt hið sama annarsstaðar. Svo hefir Dr. David Stewart, yf- irmaður Ninette hælisins, gefið kost á sér að halda fyrirlestra, heilsu- fræðislegs efnis. Skólinn byrjaði með sextiu og | þremur nemendum, og má segjh að þeir væru á aldrinum átján til átta- tíu og eins. Færðist talan upp nær áttatíu, en að meðaltali sækja skól- ann um fjörutíu nemendur. Ekki hefir unga fólkið verið eins stað- fast og vonast var til, og verður úr því að bæta. Þó hefir kensla verið á háu stigi. Sá, sem þetta skrifar, álitur að fjörugar umræður með líkum hætti og í Oxford Debating Union myndi bæta úr. Þar kapp- ræða kannske sex á hvora hlið. Leiðtogar flytja ræður, og einn fylgimaður frá hverri hlið, en hinir tala stutt, vanalega minútu. Nóg eru umræðuefnin. Líka mætti fá sérfræðinga til að halda fyrirlestra. Vafalaust eru mörg ungmennafé- lög, sem gert hafa þarflegt verk, og er ekki verið að halda því fram að Manitou-aðferðin sé sú eina mögu- lega. Kringumstæður verða að ráða, og þeir, sem vinna. Samt álítur sá, sem þessar línur hefir ritað, að vel mættu íslenzkar sveitir, og bæjar- fólk íslenzkt gefa málefni þessu vandlegan gaum. Fyrir utan ofan- greint starf, myndu skólar þessir geta haldið á lofti—skipað í viðeig- andi hásæti til langs tíma—íslenzk- um bókmentum. Því ekki lesa kafla úr Njálu, og leggja út af, eða kvæði, bæði forn og ný? Hvað segir fólk að Lundar, Árborg, Riverton, Gimli, Selkirk, Winnipeg, Elfros og Wvn- yard? Hvað segir Þjóðræknisfé- lagið'? Wilhelm Kristjanson. Manitou, 19. febr., 1934. Ræða (Framh. frá bls. 2) telja, en eg læt hér staðar numið vegna þess að eg vil ekki þreyta ykkur um of. En þrátt fyrir þessar miklu breytingar og framfarir, hafa báð- ar þessar kynslóðir, sem eg hefi sagt frá, átt því láni að fagna að alast upp á íslandi, þessu undralandi, sem hvergi á sinn líka í heiminum, að fjölbreytni og náttúrufegurð. Eg get ekki stilt mig um að drepa á helstu einkenni íslands: Alin upp við þessa einkennilegu og töfrandi náttúru hefir hin gáf- aða, íslenzka þjóð alt af haft tæki- færi til að hugsa og skilja, enda hefir hún alt af haft brennandi löngun tii að fræðast hvernig 1 sem högum hennar hefir verið háttað, jafnvel þó hún hafi stundum átt að búa við “ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða,” eins og eitt skáldið okkar sagði. Af þessum ástæðum er það, að ísland á fleiri stórskáld og önnur andleg stórmenni, en nokkur önnur þjóð, samanborið við fólksfjölda. Þetta kann nú sumum að virðast mont, en geta þeir þá bent á nokkra þjóð, sem skarar fram úr íslend- ingum? Menn verða að muna það að öll íslenzka þjóðin er ekki nema helmingur íbúatölu WSnnipegborg- ar. En þrátt fyrir þessa afarlágu íbúatölu hafa þó helztu menningar- METROPOLITAN NOW PLAYING GRETA GARBO «n uQueen ChrístínaM ADDED ATTRACTION A Trip Through Iceland Presenting Scenes of The Homeland þjóðir heimsins stofnsett sérstakar háskóladeildir (University Facul- ties) í íslenzkum fræðum. Og víða i þessum stóru og mentuðu löndum eru íslenzkir háskólakennarar, og sumir þeira þykja jafnvel skara fram úr. Máli mínu til sönnunar Svo koma alir hverirnir, eldfjöll og eldgýgir, hraunbreiður og hraun- hellar, gjár og klettar, sléttur, dalir, drangar og standberg, jöklar og vörn, ár og lækir, svo skiftir þús- undum, með óteljandi fossum. Að sumrinu eiga sumir kost á að sjá miðnætursólina í allri sinni dýrð, en að vetrinum blika hin stórkostlegu norðurljós. Það, sem ferðamenn taka Jielst eftir, eru hinir afar fallegu og marg- breytilegu litir í íslenzku landslagi, og hvað loftið getur verið tært, hvað fjöllin eru margbreytileg að lögun og litum, t. d. hefir Esjan, sem er fjall nálægt Reykjavík, verið kölluð “þúsund lita fjallið.” þarf eg einu sinni ekki að fara lengra en ilæknaskólann hérna í Winnipeg. AS öllu þessu athuguðu finst mér vel þess vert fyrir alla þá, sem eru af íslenzkum ættum, að muna það og kappkosta að tileinka sér það bezta, sem til er hjá íslenzku þjóð- inni. enda á eg enga ósk betri að færa ykkur, landar mínir hérna vestanhafs, heldur en þá, að þið reynist eins framsæknir og takið eins miklum framfcrum hérna í nýja landinu, eins og landarnir í garnla landinu hafa tekið á síðustu 50 ár- um og munu gera á næstu hálfri öld. Ó. J. Ófeigsson. ÆTTATÖLUR peir menn og konur, sem af ís- lenzku bergi eru brotnir geta fengið samda ættartölu sina gegn sanngjörnum ómakslaunum með þvi að leita til min um það. GUNNAR POR8TEINSSON P.O. Box 608 Reykjavik, Iceland. 224 NOTRE DAME AVE. Winnipeg, Man. Phonb 96 647 MEYERS STUDIOS LIMITED Largest Photographie Organiza- tion in Canada. STUDIO PORTRAITS COMMERCIAL PH0T0S Family Groups and Children a Specialty Open Evenings by Appointment LAFAYETTE H0LLYW00D Studios Studios I8D PORTAGE Av. SASKATOON Winnlpeg, Man. Sask. We SpeciaUze in Amateur Developing amd Printing AUÐVITAÐ ERU giftinga leyfisbréf, hringir og gimsteinar farsælastir I gull og úrsmíða verzlun CARL THORLAKSON 699 SARGENT AVE., WPG. Sími 26 406 Heimas. 24 141 Viking Billiards OG HÁRSKURÐARSTOFA 696 SARGENT AVE. Knattstofa, ferskt tóbak, vindlar og vindlingar.—Soft Drinks. GUÐM. EIRIKSON, Elgandl Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annacrt greiðlega um alt, iem aB flutningum lýtur, smAum eða mtór- ! um. Hvergi sanngj&rnara verð. HeimiU: 762 VICTOR 8TREET | Slmi: 24 600 Distinguished Citizens Judgea, Former Mayors, Noted Educatlonista, Ectitors, Leading Lawyers, Doctors, and many Prominent Men of Affairs—send their Sons and Daughters to the DOMINION BUSINESS COLIÆGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after full and painstaking enquiry and investigation, select the Dominion Business College as the school in which their own sons and daughters are to receive their training for a business career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. I The DOMINION BUSINESS COLLEGE today offers you the best business courses money can buy, and that at a cost that brings it easily within your reach. An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- minion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good investment to secure a Dominion Train- ing—but today, more than ever/it is important that you secure the best obtainable in order to <compete worthily in the years to come. Our Schools are Located 1. ON THE MALL. 3. ST. JOHNS—1308 Main St. 2. ST. JAMES—Corner 4. ELMWOOD—Cómer College and Portage. Kelvin and Mclntosh. JOIN NOW Day and Evening Classes You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect 3 Confidcnce. I i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.