Lögberg - 29.03.1934, Side 1
47. ARGANGUR
WINNIPEG* MAN., FIMTUDAGINN 29. MARZ 1934
NÚMER 13
FRA ISLANDI
Roosevelt íorseti býður ósigur í
neðri málstofunni
FRÖNSK KVEDJA
TIL ISLANDS
Franska skáldið Romain Rolland,
sem hlaut Nobelsverðlaun á árun-
um, er einriig kunnur tónlistarfræÖ-
ingur og hefir skrifa?5 margar bækur
um tónlist, meðal annars æfisögur
Reethovens, Hándels og annara tón-
snillinga, enda var Romain Rolland
um eitt skeið prófessor í tónlist við
Sorbonne-háskólann í París og
Nobelsverðlaunin hlaut hann fyrir
skáldsöguna “Jean Christophe’’ sem
lýsir æfi tónskálds og heimsfræg
Varð. Nýlega skrifaði hann eftir-
farandi bréf:
Villenuve (Vaud), i. des. 1933.
Kæri herra Jón Leifs,
Eg þakka yður hjartanlega lögin
fyrir söng og píanó, sem þér voruð
svo góður að láta forleggjara yðar
senda mér og eg samfagna yður
vegna þeirra. Þau sýna karlmann-
legan frumleik (mále originalité) ;
fallandinn og hljómarnir eru hvort-
tveggja í senn mjög gamlir og mjög
nýir, það er stundum hægt að segja:
miðaldalegir og framtíðarlegir —
með undirtónum úthafsins. Þetta
er algerlega norræn tónlist,—eins og
hún á að vera. Eg heilsa hinni miklu
eyju, sem endurhljómar í yðar list.
Yðar einlægur,
Romain Rolland.
SAMVINNUB YGGINGARNAR
Daglega er nú unnið við sam-
vinnuhúsin, eru um 40 menn, sem
vinna þar við gröft kjallaranna og
steypu. Byrjað er að steypa kjall-
araveggi nokkurra húsanna.
N. Dagbl. 3. marz.
FRA HAFNARFIRÐI
Nýlega voru þeir Ásgeir G. Stef-
ánsson framkvæmdarstjóri bæjar-
útgerðarinnar í Hafnarfirði og Gísli
Jónsson skipaeftirlitsmaður í
Reykjavík sendir til útlanda, til þess
að litast um eftir hagkvæmu skipi
handa bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Þeir hafa nú fest kaup á botnvörp-
ungnum Ingólfi Arnarsyni, er var
hér við land fyrir nokkrum árum.
Kaupverð skipsins er 575 stpd. Skip-
ið er smíðað árið 1920 og er af
sömu gerð og botnvörpungurinn
Tryggvi gamli. Skipstjóri skipsins
verður Þorsteinn Eyjólfsson, áður
1. stýrimaður á Maí og fór hann út
með Gullfossi síðast, ásamt x. vél-
stjóra, til Englands til að sækja
skipið. Bæjarstjórnin samþykti
kaupin á fundi sínum síðastliðinn
þriðjudag. Skipið hefir nú verið
skirt upp og hejtir Júní, og er vænt-
anlegt hingað eftir miðjan þennan
mánuð, og ve'rður þá gert út á salt-
fiskveiðar. Botnvörpungurinn Maí
er farinn á veiðar og eru allir botn-
vörpungarnir úr Hafnarfirði þar
með farnir á veiðar.
—N. Dagbl. 3. marz.
BJÖRGUNARSKIP A
VBSTFJÖRÐUM
Á síðastliðnu ári var stofnaður
björgunarskútusjóður fyrir Vest-
firði. Fyrstu tillög voru gjöf frá
skipverjum á togurunum “Leikni”
°g “Gylfa” á Patreksfirði, að upp-
hæð kr. 650.00 og gjöf frá kvenfé-
laginu “Hugrún” í Haukadal, og
eigendum linuveiðarns “Fjölnis” á
Þingeyri, að upphæð kr. 418.00, sem
voru ágóði af skemtiferð, sem kven-
félagið fór til Norðdals í Arnar-
firði síðastliðið vor á nefncfu skipi,
er eigendurnir lánuðu ókeypis. Al-
mennur áhugi er nú vaknaður á
Vestf jörðum fyrir því, að koma upp
björgunarskútu fyrir fjórðunginn.
Málið hefir verið rætt í blöðöm
vesturlands og í fiskifélags- og
slysavarnadeildunum þar.—N. Dgb.
OR VESTMANNABYJUM
Þar liggja tvö saltskip, og er ann-
að þeirra með salt til Gunnars Ól-
afssonar og Co., og kaupfélagsins
Fram, en Kveldúlfur og Óskar Sig-
urðsson eiga farminn í hinu skipinu.
Bátar hafa róið alment í Eyjum
undanfarna daga og aflað frá 500
upp i 2,200 fiska á bát. 2—3 bátar
hafa ekki getað róið sökum þess að
sjómenn tantar.—Kvöldskóla iðn-
aðarmanna í Vestmannaeyjum er
nýlokið eftir M/2 mánaðar starf.
Skólinn var hvorttveggja í senn:
iðnskóli og almennur kvöldskóli, og
þótti það gefast vel. 25 nemendur
sóttu skólann. Tekið var próf í
þessurn námsgreinum: íslenzku,
stærðfræði, teiknun, bókfærslu,
dönsku, ensku og handavinnu. For-
stöðumaður skólans var Halldór
Guðjónsson kennari. Skólanum lauk
með samsæti; sem nemendur héldu
kennurum sínum, prófdómendum,
skólanefnd og fleirum. Skólinn er
rekinn með tillagi nemenda og styrk
úr ríkissjóði. Hæstu einkunn við
próf hlaut Björn Guðmundsson,
9.2 í aðaleinkunn.—N. Dgb. 3. marz.
LISTAMANNASTYRKURINN
Mentamálaráðið hefir úthlutað fé
því, sem á fjárlögum 1934 er veitt
til skálda og listamanna. Þessir
fengu styrk: Þórarinn Jónson tón-
skáld 800 kr., Tómas Guðmunds-
son skáld 700 kr., Axel Atnfjörð
tónlistarnemi 500 kr., frú Gunnfríð-
ur Jónsdóttir myndhöggvari 500 kr.,
Höskuldur Björnsson málari 500 kr.,
Jón Engilberts málari 500 kr. Karl
Runólfsson tónskáld 500 kr., María
Markan söngkona 500 kr., Þorvald-
ur Skúlason málari 500 kr.
—N. Dagbl. 2. marz.
AÐALFUNDUR MJÓLKURBOS
FLÓAMANNA
var haldinn 1. marz á Skeggja-
stöðum Til búsins voru fluttir um
2 miljón lítrar af mjólk, og var það
svipað og árið áður. Bændur fengu
útborgað 16.6 aura fyriF mjólkina
að meðaltali. En verð mjólkurinnar
er miðað við fitumagn hennar. Með-
alfita var 3.64% og er það lítið eitt
meira en árið áður. Úr stjórn bús-
ins gengu Ágvist Helgason í Birt-
ingaholti, Sigurgrímur Jónsson í
Holti og Þorgeir Bjarnason á Hær-
ingsstöðum. Voru þeir allir endur-
lcosnir. — N. Dagbl.
12,000 KRÓNUM STOLID
Upp komst í gær, 2. rnarz, að 12
þús. krónum hefði verið stolið af
seðlaforða útibús Landsbankans við
Klapparstíg. I fyrrakvöld flutti
Tngvar Sigurðsson seðlaforða úti-
búsins, 145,600 kr., niður í Lands-
banka, svo sem venja er að gera á
kvöldin. Setti hann peningana, sem
voru í tösku, inn í einn af peninga-
skápum bankans. Hann sótti pen-
ingana aftur í bankann í gærdag,
en þegar hann fór að telja pening-
ana í útibúinu, vantaði eitt búnt með
kr. 12,000,00. Þannig vildi til að
í því búntinu, sem horfið var, voru
gamlir og næsturn ónýtir seðlar, sem
átti að eyðileggja.
Mál þetta var þegar kært og er
nú í rannsókn.—N. Dagbl. 3. marz.
LÆKNISHÉRADIÐ A
BLÖNDUÓSI.
Um það hafa sótt: Magnús
Ágústsson Kleppjárnsreykjum,
Guðmundur Guðmundsson Reyk-
hólalæknishéraði, Páll Kolka Vest-
mannaeyjum, Lárus Jónsson Siglu-
firði, Haraldur Jónsson Breiðumýri
og Einar Guttormsson kandídat, sem
nú er í Kaupmannahöfn.—N. Dgb.
KOMMUNISTAR I
WASHINGTON
Fregnir frá Washington herrna
að rannsókn verði bráðlega hafin til
að komast að raun um hvort Komm-
únistar séu í ráðum með forseta,
honum óafvitandi.
Upphaf málsins er það, að Dr.
W. A. Wirt, yfirmaður barnaskóla
í Gary, Indiana, sendi bréf til rteðri
málstofu þingsins, þar sem hann
segir að nokkrir Kommúnistar eigi
nú sæti í meðráðanefnd forsetans,
og séu þeir viljandi að tefja fyrir
öllum nauðsynlegum umbótum í
þeirri von að stjórnin taki allan iðn-
að og alla verzlun í sínar hendur.
Ekki munu þeir margir, er nokk-
uð mark taka á þessum staðhæfing-
um, en rétt þykir að rannsaka málið,
þar sem mikiíj umtal hefir orðið út
af þessu. Hvort að sérstök þing-
nefnd verður skipum, eða dóms-
málaráðuneytinu verður falin rann-
sóknin, er enn óvíst.
Það er haft eftir Thornas Schall,
senator frá Minnesota, að dauða-
dómur væri hæfileg refsing á þá,
sem sekir yrðu fundnir.
Eins og kunnugt er hafa margir
ætlað að ýmsir af prófessorum
þeim, sem forsetinn hefir sér til
stuðnings, séu mjög róttækir um-
bótamenn. Þessu hefir margsinnis
verið neitað, en þrátt fyrir það virð-
ast menn óánægðir með prófessor-
ana, sem alt til þessa hafa verið á-
litnir að vera færari um að grúska
í bókum, en að fást við opinber
mál.
Hvað svo sem uppvíst verður, er
líklegt að stjórnin verði fyrir ó-
þægindum af rógburði þessum.
FRÁ SAMBANDSÞINGINL{
Hon. W. L. Mckenzie King fór
fram á það i sambandsþinginu að
betra eftirlit væri haft með útbýt-
ingu þeirra peninga úr rikissjóði,
er ætlaðir væru til styrks atvinnu-
lausra manna.
Mr. King segir að bæði fylki
og sveitarfélög hafi, síðustu ár,
dregið sér stórfé með því að gefa
ófullkomnar skýrslur yfir notkun
þess fjár, sem þeim var ætlað til
hjálpar atvinnulausum mönnum.
Þá sagði Mr. King að stjórnin
misbrúkaði það vald, sem hún hefði
tekið sér samkvæmt þeirri bráða-
birgðarráðstöfun, sem gerð var um
f járveitingar til atvinnulausra. Með
þeirri ráðstöfun var stjórninni veitt
leyfi til að eyða þeim peningum eins
og henni sýndist að þinginu óspurðu.
Foringi frjálslynda flokksins mót-
mælti einnig þeirri stefnu stjórnar-
innar að ganga í ábyrgð fyrir ýms
stórfélög, gagnvart bönkunum.
Nefndi hann í því sambandi 60 mil-
jón dollara ábyrgð, sem stjórnin
gekk í fyrir Canada Kyrrahafsbraut-
ina.
Á bóndabýli einu, skamt frá
Bowsman þorpinu í Manitoba, kom
upp eldur í fyrradag og brunnu þar
inni kona og sex börn hennar, það
elzta 13 en hið yngsta 2 ára.
Heimilisfaðirinn, Mr. Gillespie að
nafni, og elsti sonur hans, voru að
kveikja upp eldinn að morgni dags,
og komst hann í steinolíu-geymi,
sem þegar sprakk og skvettist olían
yfir mennina báða. Föt drengsins
stóðu þegar í björtu báli, en föður
hans tókst að kasta honum út um
glugga og í snjóskafl, er þar var
fyrir utan. Samt logaði enn í föt-
um drengsins og hljóp þá faðirinn
eftir ábreiðu til að slökkvá logann.
Þetta tókst, en á meðan hafði
kviknað í húsinu og stóð það nú í
björtu báli.
í þessu bar þarna að nokkra
ferðamenn, sem um brautina fóru,
VERKFALLI AFSTÝRT
í síðustu viku var útlit fyrir að j
stórkostlegt verkfall yrði hafið af !
starfsmönnum bíla-iðnaðarins.
Þeirri hættu mun nú afstýrt í
bráð og munu vinnuveitendur hafa
slakað allmikið til, eftir ósk Roose-
velts forseta.
Baráttan, að þessu sinni, var á
milli hins öfluga verkamannasam-
bands, American Federation of
Labor og forstöðumanna bíla-iðn-
aðarins, sem alt til þessa hafa neit-
að að viðurkenna rétt verkamanna-
félaganna. Bæði Ford og General
Motors, sem sterkust eru á þessu
sviði, hafa ætíð samið við starfs-
menn sína án tilhlutunar verka-
mannafélaga (unions). Gegn þessu
hefir verkamannasambandið barist
í mörg ár, árangurslaust.
Snemma á þessu ári var sýnilegt
að bíla framleiðsla myndi aukast til
muna á komandi sumri, og því meiri
hagnaðarvon fyrir félögin. Afstaða
verkamanna var því sérstaklega góð,
þar sem verkfall myndi að likindum
stöðva alla framleiðslu þegar verst
•gegndi. Félögin aftur.á móti sáu
að nú var um að gera að slaka ekki
til svo að þeir rnistu ekki yfirráðin
i hendur verkamannasamtakanna.
Báðir málsaðilar voru harðsnúnir
og hefðu eflaust látið til skarar
skríða, hefðu þeir verið einráðir.
Þegar hér var komið skarst
Bandaríkjastjórnin í leikinn. Nefnd
var skipuð til að rannsaka öll deilu-
málin og var Robert Wagner, sena-
tor frá New York, gerður að for-
manni hennar. Wagner er talinn
maður einbeittur og réttsýnn, og
tókst honum að afstýra vandræðum
með hjálp General Hugh Johnsons,
yfirmanns viðreisnarráðsins.
'Samkomulag fékst með því, að
stórfélögin viðurkenna nú rétt
verkamannafélaga að semja um
kaup innan hverrar verksmiðju sér-
staklega. Aftur á móti neita þau
að semja við verkamannasamband-
ið, eða viðurkenna rétt þess til af-
skifta um iðnaðarmál.
RIDDARARNIR FRÁ
MALTA
Riddararnir frá Malta (Knights
of Malta) héldu allsherjar mót í
Rómaborg fyrir viku síðan. Það
var fyrsta allsherjarmót, sem regla
þessi hefir haft siðan 1788.
Mörgum í Róm varð starsýnt á
þessa skrautlegu riddara. Þeir voru
klæddir svörtum silkiskikkjum með
hvítum krossum, en yfir þeim voru
þeir í skósíðum, svörtum hempum.
Riddararnir höfðu komið til Róm
til að heilsa upp á páfann og Musso-
lini og Victor Emmanuel, konung,
og um leið að fara pilagrímsför til
kirknanna í Róm, áður en árið helga
(Holy Year) væri liðið. Það endar
á mánudaginn eftir páska.
og komu þeir strax til hjálpar. Mr.
Gillespie, áem vissi af konu og börn-
urn í eldinum gerði margar tilraunir
til að þjóta inn í eldinn, en var varn-
að þess af aðkomumönnum, þar sem
föt hans voru rennblaut af olíu, og
því bráður bani vis að leita inn-
göngu. Konan og börnin komust
hvérgi út og dóu í eldinum.
Nú var þegar simað eftir lækni,
frá næsta heimili og kom hann von
bráðar. Hann bjó um brQnasár
drengsins og föður hans í snatri og
var hinn fyrnefndi síðan fluttur á
spítalann í Swan River, sem er um
tíu mílur frá Bowsman. Læknar
hafa von um að drengurinn lifi; er
hann þó mikið brendur. Faðir hans
er ekki hættulega meiddur.
Bowsman er lítið þorp vestur
undir landamærum Saskatchewan,
um 250 rnílur norðvestur af Winni-
peg.
Fyrir nokkru siðan samþykti neðri
málstofa Bandaríkja þingsins að
auka eftirlaun til hermanna og kaup
allra þeirta, er stjórnarstörfum
gegndu.
Þegar frumvarp þetta var lagt
fyrir forsetann, neitaði hann því
staðfestingar og sendi það aftur til
þingsins. Á þriðjudaginn kom það
til þingsins aftur, en þingmenn gerðu
sér hægt um hönd og samþyktu
frumvarpið á ný með miklum meiri-
hluta atkvæða eða 310 á móti 72.
Forsetinn bar því við að með
auknum útgjöldum á þessum svið-
um myndi ómögulegt að fylgja á-
ætluðum fjárlögum og kæmi það
ruglingi á ráðstafanir stjórnarinn-
ar.
Þegar sendiboð forseta voru lesin
í þinginu varð dauðaþögn og varð
brátt sýnilegt að þingmenn undu
því illa að forsetinn skyldi neita um
Þessi fræga regla var stofnuð á
krossfara-tímabilinu, og á bæði langa
og merkilega sögu. Einu sinni var
þetta spítala-regla, síðan hermanna-
regla, og um eitt skeið stjórnaði
hún eyjunni Malta.
Allir meðlimir reglunnar eiga að
vera af aðalsættum, kaþólskir í trú
sinni, og með óskemt mannorð.
Yfirmaður reglunnar er nú ítalsk-
ur prinz, Loduvico Chigi Albani.
Yfirmaður hennar í Bandarikjun-
urn er Morgan Joseph O’Brien, um
eitt skeið háyfirdómari í New York.
MERKUR FORNLEIFA-
FUNDUR
Frægastur allra fornminjafræð-
inga í Bandaríkjunum er Dr. James
Henry Breasted, sem er formaður
Austurlanda deildar háskólans í
Chicago. Hann hefir siðari ár haft
allmarga af mönnum sínum við
rannsóknir í Litlu-Asíu og Arabíu.
í fyrra fundu þeir gamlar vatns-
leiðsluþrór (aqueducts), sem Sen-
nacherib á að hafa látið byggja.
Enn merkari fundur er þó leir-
tafla ein lítil með allskonar línum,
sem helst líkjast hrafnasparki. En
þeir, sem rúnirnar geta ráðið segja,
að á þessari smátöflu sé að finna
nöfn og ártöl 95 assýriskra konunga.
Taflan fanst undir sorphaug i
hallarrústum Saragon II, föður
Sennacheribs. Þeir feðgar ríktu
um 700 árum fyrir Krists burð.
Áður vissu menn lítið um konunga
þessa mikla ríkis. Ef til vill hefir
Sennacherib gleymt töflu þessari
þegar hann flutti til Nineva eftir
dauða föður síns.
Þegar búið er að skoða töfluna
vandlega og mynda hana, verður
hún send til eigandans aftur, sem er
stjórnin i Iraq.
STJÖRNARLÁN TIL RUSSA
Sænska stjómin hefir ákveðið að
veita Rússum lán, sem nemi 100
miljónum króna, með 5)/2% vöxt-
um. Þetta er í fyrsta sinn að nokk-
ur stjórn hefir veitt lán til Rúss-
lands, beinlínis, síðan Kommúnistar
komust þar til valda.
Peninga þessa nota Rússar til að
kaupa vörur af Svíum, svo sem stál,
járn, rafmagnsvélar af ýmsu tægi,
o. fl.
Blaðinu barst nýlega bréf frá Mr.
G. Goodman, sem lengi hefir dvalið
í Honolulu-borg á Hawaii eyjunni.
Hann segir að eyjarskeggjum þar
líði nú allvel og njóti þeir góðs af
stjórn Roosevelts forseta. Þurka
segir hann svo mikla á eyjunni, að
til vandræða horfi. Fróðlegt væri
að heyra oftar frá þeim Islending-
urn, sem svo afskektir búa, eins og
þessi maður.
staðfestinguna. Þá var gengið til
atkvæða og fór atkvæðagreiðslan
fram með hávaða og hlátri, þegar
sýnt var að frumvarpið yrði sam-
þykt í annað sinn.
Nú er eftir að vita hvað efri mál-
stofan gerir í þessu máli. Ef að
nógu mikill meirihluti fæst í senat-
inu, verður frumvarpið að lögum,
þrátt fyrir gerðir forsetans. Enn
er óvíst hvað senatið kann að gera,
en margir álíta að það fylgi for-
setanum að þessu sinni. Kosningar
til þings fara fram í haust og mun
það hafa ráðið nokkru um gerðir
þingsins, þar sem talið er að lög
þessi nái beinlínis og óbeinlínis til 10
nriljón manna. Það er nokkur
styrkur að svo stórum hóp, er til
kosninga kemur.
Það er nú komið á daginn, að
þingið ætlar sér ekki að láta forset-
ann einráðann úr þessu.
SEXTIU ARA ÁÆTLUN
Mussolini hefir nýlega gert hag-
stæða samninga við Austurríki og
Ungverjaland, og þannig bætt af-
stöðu sína allmikið, svo framarlega
að ekki verði snögg stjómarskifti í
þessum löndum.
Að þessu loknu lýsti Mussolini því
yfir að hann hefði í hyggju að auka
enn meir hag lands síns.
í ræðu sinni sagði hann meðal
annars: “Nú á dögum eru allar
þjóðir að gera áætlanir fyrir fram-
tíðina. Eg vil leggja fyrir yður
eina slíka áætlun, ekki til fimm ára
eða tíu, heldur til sextíu ára. Þegar
henni er lokið, verða Italir orðnir
voldugasta þjóð heimsins.”
“Til norðurs og vesturs er lítið
fyrir oss að gera. Framtið vor ligg-
ur í austrinu og suðrinu, í Asíu og
Afríku. Italía liggur nær þessum
álfum en nokkuð annað stórveldi. .”
“Vér erum í vináttu við Austur-
ríki og Ungverjaland. Samkomu-
lagið við Jugoslavíu er þolanlegt,
en hreint ekki meira. Afstaða vor
gagnvart Frökkum er heldur betri
en verið hefir.”
“Það er heimska að ímynda sér
að hægt sé að liggja á Þjóðverjum
til lengdar. Það er hættuspil að
reyna það.”
SKIP BRENNUR
Bándaríska herskipið Fulton, (eitt
af smæstu skipum flotans) með 187
manns um borð, eyðilagðist af eldi í
vikunni sem leið; var það á sigl-
ingu við strendur Kína.
Kviknað hafði út frá olíuvélum
skipsins og stóð miðbik þess í björtu
báli á skammri stundu. Þó tókst
að senda neyðarskeyti áður en út-
varpstækin brunnu. Nokkrum sjúk-
lingum varð komið í björgunarbáta,
en allir aðrir hörfuðu undan eld-
inum fram í stefni skipsins. Þetta
var um klukkan 6.35 e. h.
Fáein skip voru á ferð á þessum
slóðum og sneri flutningaskipið
Tsinan og breska beitiskipið Wis-
hart til hjálpar.
Herskipið, sem var miklu hrað-
skreiðara, komst til Fulton um kl.
8 e. h., og var þá mikið farið að
rökkva. Sarnt tókst, með af-
burða sjómensku, að leggja Wishart
upp að stefni Fulton og stukku þá
skipverjar yfir á björgunarskipið.
Undir morgunn var hver einasta
sála, að meðtöldum skips-ketti, kom-
in úr hættu. Nokkrir af mönnun-
um meiddust lítillega, en enginn
hættulega.
Þykir björgun þessi hið mesta af-
reksverk.
Kona og sex börn farast í eldi