Lögberg - 29.03.1934, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ 1934
Högberg ,
OeflS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PREB8 LIMITED
695 Sarg-ent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáakrift ritstjórans.
EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO ja.OO um driO—Borgist fgrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Colum-
bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Lýðskólar í Manitoba
Fyrir nokkrum viknm síðan birtist hér í
blaðinu grein, með þessari fyrirsögn, eftir
Wilhelm Kristjánson, kennara að Manitou,
Man.
1 grein sinni mintist höfundur á lýðskóla.
hreyfinguna í Danmörku og þá blessun, sem
hún hefði haft í för með sér, fyrir danska al-
þýðu.
Margir men'tamenn, hér í landi sem ann-
ars staðar, munu hafa kynt sér lýðskólana
dönsku, >en það er aðeins nýlega að verulegar
umræður hafi orðið um þau mál hér í fylki.
Astæðan til þessa er sú að nokkrum kennur-
um og embættismönnum mentamáladeildar
Manitobafylkis gafst kostur á því, sumarið
sem leið, að ferðast til Danmerkur og kynna
sér skólafyrirkomulag þar í landi.
Foringi fararinnar var Andrew Moore,
eftirlitsmaður miðskóla þessa fylkis. Síðan
hann kom til baka, hefir hann flutt erindi
víðsvegar, bæði hér í borg og til sveita, um
lýðskóla Danmerkur. Ræður hans hafa vakið
talsverða eftirtekt og í einu tilfejli, að minsta
kosti, hefir verið gerð tilraun til þess að koma
í framkvæmt, í smáum stíl, þeim hugmyndum,
sem liggja til grundvallar fyrir lýðskóla-
fyrirkomulagi Dana. Hér er átt við lýðskól-
ann í Manitou, s>em getið er um í áminstri
grein Wilhelms, kennara, Kristjánssonar.
Það er kunnugra en frá þur-fi að segja,
að mentun allrar alþýðu er enn mjög ábóta-
vant. Lýðskólarnir vilja ráða bót á þessu
með því að veita þeim, sem ver eru staddir í
efnalegu tilliti, skilyrði til þess að afla sér
nokkurrar þekkingar, án þess að þeir þurfi að
sækja æðri skóla.
En það er ekki einungis að lýðskólamir
geti teitt mönnum nauðsynlega þekkingu,
heldur hefir þeim tekist betur en öðrum skól-
um að miða kenslu sína við þarfir nemenda.
Þeir eru því að mörgu leyti hentugri, sér-
staklega fyrir sveitafólk, heldur en miðskólar
og háskólar vorir, sem hafa það fyrir mark-
mið að útskrifa aðallega þá er um kenslustörf
vilja sækja, eða vel launuð embætti.
Tæpast þarf að taka það fram að lýð-
skólar koma aldrei í stað hinna svonefndu
æðri skóla, ef um undirbúning til sérnáms er
að ræða. Eins og nafnið ber með sér, eru þeir
aðallega ætlaðir alþýðu manna til sveita, en
þar hafa þeir svo glögglega sýnt ágæti sitt,
að varla geta um það orðið skiftar skoðanir.
Lýðskólahugmyndin mun eiga sér dýpst-
ar rætur í Danmörku, og mestu góðu hefir
hún komið til leiðar þar í landi. Skólum þess-
um má að miklu leyti þakka framfarir þær,
sem orðið hafa í búnaðarmálum Dana síð-
ustu 50 árin. Mentaða og framtakssama
bændastétt hafa þeir skapað, svo að hvergi í
víðri veröld er landbúnaður á hærra stigi né
sveitarlíf heilbrigðara. Öflug samtök meðal
bænda hafa veitt þeim efnalegt sjálfstæði í
fleiri tilfellum en annars staðar gerist. Alt
þetta hafa lýðskólarnir gert fyrir Dani.
Á íslandi hefir lýðskólahugmyndin einnig
rutt sér til rúms síðustu ár. Allmargir lýð-
skólar hafa verið reistir í sumum helstu sýsl-
um landsins. Best þektir eru Laugavatns-
skólinn í Árnessýslu, Laugaskólinn í Reykja-
day í Suður-Þingeyjarsýslu og Reykholts-
skólinn í Reykholti í Borgarfirði. Eng-
inn, sem til þekkir mun neita því að skólar
þessir, þótt ungir séu, hafi unnið þarft verk
og mikið í þágu íslenzkrar bændastéttar.
Hér vestra, í Sléttufylkjunum þremur
sérstaklega, gætum vér margt lært af Dönum I
og Islendingum í þessu efni. Landbúnaður !
er hér helzta atvinnugrein og hagur lands og
þjóðar undir því kominn að hann sé á s«m
föstustum grundvelli. 1 Manitoba höfum
við til margra ára haft stóran og vandaðan
búnaðarskóla. Hann hefir í liðinni tíð gert
ómetanlegt gagn, og heldur eflaust áfram að
starfa landi og lýð til farsældar. En það er
með hann, ein og aðra okkar hærri skóla, að
tiltölulega fáir eiga kost á að hagnýta sér þá
fræðslu, er hahn hefir að bjóða. Miðskóla-
mentun hefir ætíð verið undirstaðan, sem
bygt hefir verið ofan á í skóla þessum, og öll-
um þeim fjölda, er engrar eða lítillar ment-
unar hefir notið er því varnað að sækja þang-
að landbúnaðarfræðslu eða almenna þekk-
jjlgh.
Lýðskólarnir, aftur á móti, gera ekki
hærri kröfur til byrjenda en að hann kunni
að lesa og skrifa og hafi einhverja námshæfi-
leika af náttúrunnar hendi. Þeir veita til-
sögn í undirstöðuatriðum bókvísinda og al-
mennra fræðigreina. Þeir leggja mikla á-
herslu á það er að gagni má koma hversdags-
lega. Þeir leggja minna upp úr skriflegum
prófum heldur en skilningi á námsgreinum.
(Menn vita að hægt er að læra greinar úr
kenslubókum utan að og þannig að standast
próf, án þess þó að hafa nokkurn veriílegan
skilning á viðfangsefninu).
Að þessu leiti eru lýðskólarnir öðrum skól-
um fremri.
Hins og getið er hér að framan hofir of ur-
lítil byrjun verið gerð hér í fylkinu, með
stofnun lýðskólans í Manitou. Skólinn er
opinn öllum frá 18 ára aldri, hvort sem þeir
hafa áður gengið í skóla, eða ekki. Kennar-
ar miðskólans og kennaraskólans þar í bæ
hafa umsjón með kenslunni og flytja fyrir-
lestra um ýms efni fyrir nemendum. Fylkis-
stjórnin hefir veitt byggingu kennaraskólans,
sem nú er ekki lengur starfræktur, til afnota,
og kerinarar allir vinna kauplaust. Kostnað-
ur, sem þessu fylgir er þar aMeiðandi sama
sem enginn. Hér gefst því hverjum sem er
kostur á uppfræðslu í almennum námsgrein-
um, og er þar með lögð góð undirstaða að
aukinni mentun, eftir því hvað hvern fýsir
að nema.
Meðan fjárhagur manna er jafn erfiður
og nú, er ekki við því að búast að lýðskólar
verði reistir í sveitum hér vestra, en með því
að hagnýta sér þau tæki, sem fyrir hendi eru,
svo sem gert hefir verið í Manitou, má nokkru
góðu til leiðar koma. Nú eru erfiðir tímar
fyrir höndum hvað bændur snertir. Bezt
gætu þeir mætt þeim erfiðleikum með öflugum
samtökum, en þau samtök byggjast aðallega á
meiri þekkingu og meiri skilningi á þeim
vandamálum, sem ráða verður fram úr. Lýð-
skólarnir gætu orðið einn þátturinn í viðreisn
sveitalífsins.
Wilhelm Kristjánsson, kennari, hefir vakið
hér máls á þýðingarmiklu atriði. Ef til vill
verða fleiri til að láta í ljós skoðun sína á máli
þessu, sem hér hefir lítillega verið tekið til
umræðu.
Vélarnar og atvinnuleysið
Ýmsir halda því fram að nýjar uppfynd-
ingar og nýjar vélar hafi skapað atvinnuleys-
ið og að ekki verði við það ráðið nema aftur
sé breytt til um vinnubrögð, þannig að mann-
aflið komi í stað vélanna.
Þessi skoðun er hin mesta f jarstæða, og
á engum rökum bygð. Að taka upp aftur
gamla starfshætti væri að eyðileggja fram-
tíð þeirra þjóða, sem nú standa fremstar að
tekniskri þekkingu og siðmenningu. Allar
tilraunir í þá átt að hamla verklegum fram-
förum er áreiðanlega spor stigið í öfuga átt.
Það er ekki einungis að vélarnar geti bætt
hag manna og létt af þeim óþörfu erfiði, ef
rétt er með þær farið, heldur má sanna að
uppfyndingar síðari ára hafa veitt fleiri
mönnum atvinnu en annars hefði orðið.
Dr. R. A. Millikan, eðlisfræðingurinn
nafnkunni, sem Nobels-verðlaunin hlaut fyr-
ir nokkrum árum, hefir lagt fram greinilegar
skýrslur þessu til sönnunar. Hann byggir
niðurstöður sínar á manntalsskýrslum Banda-
ríkjanna. Skýrslur þessar sýna að tala þeirra,
er arðbæra atvinnu (gtainful employment)
stunduðu árið 1900 var 34 af hundraði. Árið
1930, sem þó var kreppuár, nam tala þessara
manna 40 af hundraði hverju.
Á þessu tímabili varð algjör breyting á
vinnubrögðum í öllum greinum iðnaðar og
verzlunar, sökum nýrra, hagkvæmra upp-
fyndinga. Einnig spáir Millikan að vísindin
eigi enn eftir að gera nýjar uppfyndingar og
skapa um leið aukna atvinnu.
Mörg dæmi má nefna, sem sanna þá stað-
hæfingu að vélarnar eigi ekki sök á atvinnu-
leysinu og öllum þeim vandræðum, er af því
hljótast. Til dæmis er sagt að um 2y2 miljón
manna starfi að framleiðslu bíla og viðhaldi
þeirra. Hér eru þó ekki taldir þeir, sem vinna
við þær iðnaðargreinar, er óbeinlínis tilheyra
bíla-framleiðslu, svo sem stál, gler og gúmmí
iðnað. Arið 1900 var talið að tæp miljón
manna störfuðu að framleiðslu hinna eldri
farartækja. Smíði flugvéla og annað þeim
iðnaði skylt veitir um 50 þúsund manns at-
vinnu. Við starfrækslu og smíði útvarps-
tækja vinna um 94 þúsund manns. Við raf-
magns iðnaðinn starfa um ein miljón manna.
Kvikmyndaiðnaðurinn hefir veitt um 400
þúsund manns atvinnu. Við talsímann vinna
um 350 þúsund manns. Þannig mætti lengi
telja.
Óhætt mun því að segja að allar fram-
farir síðustu áratugi, og sú efnalega velmeg-
un, er þeim hefir fylgt, sé að mestu leyti vís-
indunum að þakka.
Þrjú einsöngslög
Höf. Áskell Snorrason — Otgef.:
Félagsprentsmiðjan.
Söngur hefir verið um hönd hafð-
ur á íslandi frá landnámstíð og sum
af þjóðlögunum hafa lifað á vörum
þjóðarinnar frá ómunatíð. En þrátt
fyrir það hefir vart verið um nokkra
verulega söngment að ræða fyr en
nú á síðari árum, að undanteknu
því, sem kann að hafa verið á
kirkjuskólum í kaþólskri tíð. Hafa
verið gefin út, siðari árin, tónverk
frumsamin, eftir allmarga íslenzka
höfunda og bætist árlega við. Að
undanteknum Jóni Leifs hafa is-
lenzku tónskáldin ekki mikið feng-
ist við að ryðja nýjar brautir né
leita að nýjum tóna samstæðum.
Mörg islenzku lögin hafa náð þjóð-
arhylli, og eru heima á íslandi svo
að segja á hvers manns vörum.
Auðvitað eru íslenzkar tónsmíðar
misjafnar að gæðum, en flestar hafa
þær dálítið sérstæðan þjóðlegan blæ,
og þar með er lagður grundvöllur að
islenzkri músík er túlki íslenzka
menning og samræmist íslenzkum
hugsunarhætti og staðháttum.
Nýverið bárust mér “Þrjú ein-
söngslög’ ’ eftir Áskel Snorrason.
Það er, að eg held, það fyrsta, er á
^prent hefir komið eftir hann. Má
hiklaust segja að það er mjög vel
á stað farið. Þessi lagaflokkur er
að efni í raun og veru samstæð ’neild
og vel fallin til að syngjast sem slík.
Höf., auðsjáanlega, skilur ágætlega
hvernig á að skrifa fyrir röddina og
eins píanóið. Tónaleiðslurnar eru
eðlilegar og óþvingaðar, stíllinn lát-
laus og laus við tilgerð. Það er auð-
séð á frágangi öllum, að höf. er
ljóst hvað hann vill, og hann kann
og veit hvernig hann á að koma
hugsunum sínum í búning. Að
þessi lög nái hylli almennings tel
eg vafalaust. Lögin eru þýð og
fremur draumkend; minna öll á
friðsælt íslenzkt sumarkveld. Hulda
skáldkona, er svo snildarlega hefir
kveðið um íslenzka sveitasælu og
sumardýrð, og Áskell Snorrason eru
bræðrabörn og uppalin í sama daln-
um heima. Á æskustöðvum þeirra,
i Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu,
er sú indælasta sumardýrð og frið-
ur er eg þekki. Silfurtær áin lið-
ast milli grænna hlíða, fjalldrapi,
lyng og ylmandi bjarkir klæða dal-
inn og heiðina á bak við. Ljóðin, er
höf. hefir valið við lögin bera vott
um hvernig það umhverfi hefir mót-
að hugsunina. Fyrsta lagið “Nætur-
gali” (Ben. Gröndal) byrjar þann-
“Hjá silfurbláu sundi,
við suðrænt ölduhljóð,
þar byggir fugl á blómgum meið
og býr til fögur Ijóð.”
Og lagið fylgir Ijóðinu. er lipurt,
viðkvæmt, en þó sem söknuður búi
á bak við. I því og næsta lagi “Dag-
ur er liðinn,”(St. Thorst.) er
stemning heiðríks vorkvölds, hrifn-
ing líðandi stundar, túlkuð með
skilningi og viðeigandi látleysi. Það
er þróttur í hendingunni: “Ljós-
geislum' tendrast lífsvonin glaða,
lýs vorri sál er burt þú flýrð.” Ann-
ar blær er á síðasta laginu, “Kvöld”
(Ben. Gröndal). Það er engu síður
sungið út úr islenzku eðli, en þar
slær höf. á strengi saknaðar og inn-
fædds þunglyndis Islendingsins, því
landinn veit að: “Ekkert er hér fætt
á foldu, farsælt líf, er böl ei slær.”
Yfir þessu lagi er íslenzkur þjóð-
lagablær, það er líka eina lagið skrif-
að í moll, én sá tónstigi hefir jafn-
an verið okkur íslendingum kær.
Vestur-íslendingar fá tækifæri að
heyra lögin nú bráðlega, því söngv-
arinn Sig. Skagfield hefir í hyggju
að syngja þau í útvarpið. En hing-
að til hafa landar hér haft mjög lítið
tækifæri að kynnast nýrri tónsmíð-
um landa heima. R. H. Ragnar.
Vikadrengurinn: Gesturitin á nr.
ii6 segir, að það hafi lekið á sig
í rúminu í nótt, svo að hann hafi
orðið holdvotur.
Gestgjafinn: Skrifið þér þá eitt
bað—krónu og fimtíu—á reikning-
inn hans.
Til athugunar og
fróðleiks
í frétta bréfi frá Betel, rétt ný-
lega, er minst meðal annars á gaml-
an vistmann þar, og það um hann
sagt, að hann sé “allvel hress og
glaður í huga en fætur farnar að
bila.” í prentuninni er orðinu
“farnir” breytt í- “farnar”: “fætur
farnar að bila.” Orðið fótur er
karlkyns orð og getur aldrei orðið
kvenkyns, hvorki í eintölu né í fleir-
tölu. Eg minnist á þetta sökum þess
hve mjög algengt það er, bæði í ræðu
og riti hér vestan hafs, að fara rangt
með þetta orð. Fólk segir lang oft-
ast “fæturnar,” rétt eins og um fleir-
tölu kvenkynsorðs væri að ræða, en
ekki “fæturnir,” sem er rétt mál.
Bæði ritstjórar og jafnvel góðir
prentarar leiðrétta oft stafsetning á
aðsendum greinum og skyldi þeim
þakkað fyrir það sem ber. Skil eg
og vel, að þessi breyting á orðinu
“farnir” var gerð af góðum huga,
þó svona tækist til. — Annars var
prentunar frágangur á greininni
mikið fremur góður, eftir því sem
gerist nú alment. Og athugasemd
um þessa litlu misfellu hefði eg alls
ekki gert, ef það væri ekki fyrir
það hve margir eru sífelt að flaska
á því, að fara rangt með þetta vel
þekta íslenzka orð.
I von um að eg móðgi nú engan
með þessari einföldu athugasemd,
er eg, yðar með vinsemd,
Jóhann Bjarnason.
# * *
Til nánari athugunar og
meiri fróðleiks
Þjssi umrædda prentvilla er með
afbrigðum meinleg og verðum vér
a?f kannast við þá yfirsjón vora,' þótt
ekki viljum vér játa að hún hafi til
orðið í leiðréttingar skyni.
Þegar vér nú hugsum um prent-
villur og þá einnig ritvillur minn-
umst vér annars orðs, sem þó er
máske ekki eins algengt að skakkt
sé ritað, og það er orðið “efldur.”
Þetta orð kemur fyrir í umræddri
fréttagrein; þar stendur í handriti
höfundar að maðurinn hafi verið
“fíl-elfdur.” Orðið mun vera kom-
ið af “afl” eða sögninni “að efla”
og skrifast því efldur. Þetta leið-
réttum vér í prentuninni og tökum
nú við því þakklæti, sem beint er
að ritstjórum og prenturum, sem
leiðrétta ritvillur, því vér erum eins
og landinn, sem “þótti lofið gott.”
Ritstj.
Úr bænum
“The Road to the City,” heitir
leikurinn, sem nemendasamband
Jóns Bjarnasonarskóla ætlar að sýna
þann n. og 12. apríl. Leikurinn er
hinn skemtilegasti, og er vel undir-
búinn af hálfu leikenda.
Mr. Hjörtur Hjaltalín frá Moun-
tain, N. D., kom til borgarinnar um
helgina. Hann fer heimleiðís aftur
,á laugardaginn.
Jón Bjarnason Academy—Gjafir:
Ófeigur Sigurdsson,
Red Deer, Alta...........$10.00
Mrs. Tngibjörg Walterson,
Gardar, N. Dak........... 5.00
Sigurdur Eyólfson, Árborg.. 1.00
Hrólfur Sigurdson, Árnes, Man.
(í minningu um fyrri konu
hans, Kristínu, er dó fyrir
15 árum síðan, 23. marz
1919) ................... 10.00
Mrs. Ásdís Hinriksson, Gimli 5.00
Sveinn Sveinsson, Gimli .... 5.00
Margrét Árnason, Gimli .. 1.00
Mrs. S. B. Bergman, Gimli 1.00
Mrs. Guðrún Goodman, Gimli 1.00
Með vinsamlegu þakklæti,
S. W. Melsted, gjaldkeri.
FYRRUM OG NÚ
Um bygðir menn þjóta á bifreiðum
nú,
með brunandi ferð eins og örin;
en alment hér fyrrum menn keyrðu
með kú,
og komust, þó seint gengi förin.
Samt er sá galli við bifreið á braut,
hún hilar, ef forug er lautin,
svo út úr þvi verður oft angist og
þraut,
en ætíð það slörkuðu nautin.
G. J.
Hún gat ekki unnið
fyrir gigtar verk
En Dodd’s Kidney Pills gerðu hana
alheilbrigða
Mrs. Lessard hefir nú ætíð öskju
við hendina.
Delmas, Sask., 29. marz (Einka-
skeyti).
“í sex mánuði kvaldist eg af
gigt,” segir Mrs. Noe Lessard, vel
þekt kona hér í bænum. “Hendur
mínar og fætur bólgnuðu svo að eg
gat ekki unnið. Eg tók tólf öskjur
af Dodd’s Kidney Pills og nú er mér
alveg batnað. Eg hefi ávalt öskjur
við hendina.”
Margar konur eiga full erfitt með
húsverk sín, jafnvel þótt þær séu
heilar heilsu. Hversu miklu erfið-
ara hlýtur það þá að vera ef þær
eru veikar.
Þannig var ástatt fyrir Mrs. Les-
sard. Hún var samt nógu skynsöm
til að fara eftir reynslu annara og
nota Dodd’s Kidney Pills. Þær bættu
henni alveg á skömmum tíma.
Havea G00DGARDEN
M lenUjcfE\ei JVi tcEat- omx uthinq Eresh- 'f&L
W Big Uversize Packt iYDEN SE 0nll3-4' EDSj
PACKET lO*
Melra en 150,000 ánægðir við-
skiftavinir 3Önnuðu aftur, árið
sem leið, að McFayden fræið er
pað bezta. Margir höfðu áður
borgrað 5 til 10 cents fyrir pakk-
ann og héldu að minna mætti ekki
borga til að fá gott útsæði. Nú
er óþarfi að borga meira en 2%,
3, eða 4 cents fyrir flestar teg-
undir af fræi.
Lágt verð eru þð ekki beztu
meðmælin með McFayden fræinu,
heldur gæði þess.
Frækornið er lifandi, og því
fyr sem það kemst til þeirra, sem
það nota, þess betur vex það og
dafnar.
Breytingar á útsæðislögum
heimta nú að útsæði sé merkt
með ártali og mánaðardegi. Jletta
gerði okkur ekkert. Alt okkar
útsæði er nýtt.
Ef að McFayden fræið væri
sent til kaupmanna 1 stórum
kössum, þá ættum vér jafnan
mikið af þvl fyrirliggjandi á
hverju sumri.
Ef svo þessu fræi væri hc^it,
myndum við skaðast og yrðum
því að hækka verðið á útsæðisfræi
okkar.
Ef við aftur á mðti geymdum
það, yrði það orðið gamalt næsta
vor, en gamalt fræ viljum vér
ekki selja.
pess vegna seljum vér fræið
beint til ykkar.
BIG 25c Seed Special I
Tíu pakkar af fullri
stærð, frá 5 til 10 centa
virði, fást fyrir 25 cents,
og þér fáið 2 5 centin til baka með
fyrstu pöntun gegn “refund cou-
pon,” sem hægt er að borga með
næstu pöntun, hún sendist með
þessu safni. Sendið peninga, þð
má senda frímerki. Safn þetta er
falleg gjöf; kostar lltið, en gefur
mikla uppskeru. Pantið garð-
fræ yðar strax; þér þurfið þeirra
með hvort sem er. McFayden
hefir verið bezta félagið slðan
1910.
NEW-TESTED SEED
Every Packet Dated
BEETS—Detroit Dark Red % oc.
Sows 23 ft. of row.
CARROTS—Chantenay Half Long
% oz. Sows 25 ft. of row.
CUCUMBER—Early Fortune, %
oz. suffícient for 100 plants.
LETTUCE—Grand Rapids, % oz.
Sows 50 ft. of row.
ONION—White Portugals Silver
Skin % oz. Sows 15 ft. of row
ONION—Yellow Globe Danvers,
% oz. Sows 15 ft. of row.
PARSNIP—Sarly hort Round, %
oz. Sows 40 ft. of row.
RADISH—Frenoh Breakfast, Vi
oz. Sows 2 5 ft. of row.
SWEDE TURNIP — Canadian
Gem„ % oz. Sows 75 ft. of row.
TURNIP—Wihte Summer Table,
% oz. Sows 50 ft. of row.
það nf/jasta og bezta. peir, sem
vilja það nýjasta og bezta vilja
eflaust kynna sér nýjustu teg-
undir af Sweet Corn, Early Beans
og Stringless Beans, sem búnað-
arskðli Manitoba hefir ræktað og
reynst hefir oss ágætlega.
GEFINS—Klippið út þessa aug-
lýsingu og fáið stðran pakka af
fallegasta blðmafræi gefins.
Mllcill sparnaður í þvi að senda
sameiginlegar pantanir.
McFayden Seed Co. Winnipeg