Lögberg - 29.03.1934, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ 1934
•jr,...,, iiit \r ... . . ... »1
- ~— — —----—— — —
Ur bœnum og grendinni
«------- - - -—- - -——- ———-—- —♦
G. T. spil og dans, verður hald-
ið á föstudaginn í þessari viku og
þriðjudaginn í næstu viku í I.O.G.T.
húsinu á Sargent Ave. Byrjar
stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu.
1. verðlaun $15.00 og átta verð-
laun veitt, þar að auki. Ágætir
hljóðfæraflokkar leika fyrir dans-
inum.—Lofthreinsunartæki af allra
nýjustu gerð eru í byggingunni. —
Inngangur 25C.—Allir velkomnir.
Heklufundur í kvöld, fimtudag.
Mr. B. S. Thorvardsson frá Akra,
N. D., er staddur í borginni þessa
dagana.
TIL LEIGU—þrjú herbergi í
góðu húsi, 631 Victor St. Herberg-
in fást meÖ öllum húsbúnaði, ef þess
er óskað, einnig með gas-stó og
heitu vatni.—Mrs. Louisa Benson.
Góð stúlka óskast til húsverka.—
Mrs. E. S. Gíslason, Ste. 41 Thelmo
Mansions, phone 33 755.
Sérstaklega hefir verið vandað
til söngs við páska-guðsþjónustur
Eyrstu lútersku kirkju. Mrs. S. K.
Hall syngur einsöngva bæði við
morgun- og kvöld-messurnar.
John J. Arklie, R.O., augnlæknir
verður staddur i Baldur Hotel á
föstudaginn 6. apríl, að Árborg
Hotel á þriðjudaginn 10. apríl og
að Lundar Hotel á föstudaginn 13.
apríl.
Kvenfélag Eyrsta lúterska safn-
aðar, deildir Nr. 3 og 4, halda sölu
á heimatilbúnum mat, einnig svunt-
um og húskjólum, í búðinni á mót-
um Sargent og McGee St., laugar-
daginn 31. marz (næsta laugardag),
frá kl. 3 til 10 e. h.
Mr. A. S. Bardal verður staddúr
að Mountain, N. D., með hljómplöt-
ur sínar og myndir 2. apríl. Söfn-
uðurinn að Mountain stendur fyrir
samkomu þessari, sem haldin verð-
ur í samkomuhúsi bæjarins. Að-
gangur 30C fyrir fullorðna og 15C
fvrir börn; veitingar ioc.
Ársfundur íþróttafélagsins Fálk-
inn verður haldinn í Goodtemplara-
húsinu miðvikudaginn 4. apríl, kl.
8 e. h.
Kantatan “Þitt ríki komi,” eftir
Björgvin Guðmundsson, verður
sungin af söngflokki Fyrsta lúterska
safnaðar við hátíðarguðsþjónustuna
á föstudaginn langa.
Þessi áhrifamikla og fagra kan-
tata er að þessu sinni tekin fram
yfir verk nafnkunnra, enskra tón-
skálda, sem áður hafa verið sungin
við þetta tækifæri.
Fyrir einum átta árum síðan var
kantata Björgvins sungin hér í borg,
og fékk þá almennings lof.
Einsöngva og tvísöngva syngja
að þessu sinni þau Mrs. Lincoln
Johnson, Miss Emily Bardal, Dr.
B. H. Olson, Mr. G, A. Stefansson
og Mr. George Sigmar.
“Snurður hjónabandsins,” gaman-
leikur í þremur þáttum, verður
sýndur 6. apríl í I.O.G.T. Hall,
Lundar, Man., Leikurinn byrjar kl.
9 e. h. Inngangseyrir 25C.
Jónas Oliver, Baldur, Man., kom
til borgarinnar á mánudaginn, frá
Reykjavík, P.O., þar sem hann hef-
ir dvalið í vetur. Liðan manna segir
hann góða þar vestan við vatnið.
Mr. Grímur Grímss.on, dómari,
frá Rugby, North Dakota, kom til
borgarinnar á laugardaginn, og
dvaldi hér nokkra daga.
Mrs. R. R. Phipps, 255 Morley
Ave., Winnipeg, lagði á stað til Los
Angeles á miðvikudaginn, í heim-
sókn til bróður síns, sem þar býr.
MEN’S CLUB
Þriðjudagskvöld, 3. apríl, verður
haldinn fundur í fundarsal kirkj-
unnar kl. 8 e. h. Á þessum fundi
verður aðal ræðumaður séra Rún-
ólfur Marteinsson; ætlar hann að
gefa yfirlit af æfisögu Jóns Sig-
urðssonar. Meðlimir eru beðnir að
fjölmenna nú sem áður. Mönnum
Selkirk safnaðar hefir verið boðið
á þennan fund. Veitingar verða tjj
sölu á eftir fyrirlestrinum.
Mannalát
Á sunnudaginn 3. des. 1933, and-
aðist á South Bend General Hospital,
Kristján Atlason, eftir nokkuð
langvarandi sjúkdómsstríð. Kristján
Atlason var fæddur í Ey í Land-
eyjum í Rangárvallasýslu á íslandi
20. maí 1866. Foreldrar hans voru
Atli Jónsson og Guðrún .Halldórs-
dóttir. Hann fór frá Islandi árið
1893. Kom til Quebec 22. júlí. Fór
þaðan til Pembina, N. D., þar sem
hann bjó um 8 ár. Flutti árið 1901
til South Bend, Wash., þar sem
hann hefir átt heima siðan. Kristján
Atlason tilheyrði tveimur félögum,
“Fraternal Order of Eagles” og
Modern Woodman of America” og
var góður félagsmaður og vinsæll.
Hann var skyldurækjnn faðir og
ástrikur eiginmaður. Hann var gift-
ur Guðfinnu Magnúsdóttur frá
Hemlu, sem lifir nú mann sinn á-
samt 4 börnum þeirra hjóna:
Magnús, kvæntur og býr í Santa
Monica, Calif.; Allan, kvæntur og
býr í LaFayette, Ind.; Albert og
Rose heima hjá móður sinni. Út-
förin fór fram á miðvikudaginn 6. j
des. 1933 frá útfararstofu LeRoy |
Chambers í South Bend, að við-
stöddum félagsbræðrum hins látna,
vinum og vandamönnum. Rev.
Theodore Gulhaugen, norskur lút-
erskur prestur, flutti líkræðuna.
Blessuð sé minning hins látna.
R. A.
HJÓN AVÍGSLUR
Þriðjudaginn 20. marz voru gefin
saman í hjónaband Karl A. O.
Grahn og Josephina Christene Aust-
fjörð, bæði frá Hecla, Manitoba.
Athöfnina framkvæmdi séra Björn
B. Jónsson og fór hún fram að 774
Victor St.
Gefin voru saman í hjónaband,
þriðjudaginn 20. marz, Viggo M.
Thomsen og Marbjörg Rosie Doll
frá Hecla, Man. Hjónavígslan fór
fram að 774 Victor St. Séra Björn
B. Jónsson gifti.
Oscar Josephson frá Glenboro og
Lára Vilhelmina Björnsson frá
Cypress River voru gefin saman í
hjónaband mánudagskvöldið 26.
rnarz. Fór sú athöfn fram að
heimili Mrs. G. Jóhannesson, 739
Alverstone St. Dr. Björn B. Jóns-
son framkvæmdi vígsluna.
Þann 17. marz voru gefin saman
í hjónaband Fred R. Blacksmith,
verzlunarmaður í San Diego og
Miss Margaret L. Scheving, skóla-
kennari í sömu borg. Brúðguminn
er af þýskum ættum, en brúðurin
er dóttir Einars og Sigríðar Schev-
ing í San Diego. Heimili ungu hjón-
anna er 2444 Howard St., San
Diego, California.
Heiðurssamsæti það, sem haldið
var í Marlborough Hotel á mánu-
dagskvöldið var, fyrir íslenzku
“Curler”-ana, tókst hið bezta. For-
seti var Dr. Ágúst Blöndal, og
stjórnaði hann samsætinu af mestu
lipurð.
Mr. Wjalter Lindal, K.C., forseti
Falcon Athletic Association, mælti
fyrir minni sigurvegaranna, en Leo
Johnson svaraði fyrir þeirra hönd.
Hann sagði að viðtökur þar eystra
hefðu verið hinar beztu og ferðin í
allastaði hin skemtilegasta. Þakk-
aði hann einnig þann heiður, sem
sér og mönnum sínum væri sýndur
með samsæti þessu.
Aðrir ræðumenn voru þeir Mr. J.
G. Johannsson, kennari, er mælti
fyrir minni íslendinga hér (Our
Icelandic Community), og Dr. B. J.
Brandson, er svaraði.
Þeir Frank Thorolfson, Niel Bar-
dal og Jimmie Snare skemtu með
hljóðfæraslætti, og karlakór skemti
með söng. Þessir voru í kórinu:
Jón Marteinsson, Victor Bardal,
Halli Bardal, Ásgeir Bardal, Arnor
Ingjaldson, Larus Melsted, Magnus
Paulson og Jón Bjarnason.
Nefndin, sem stóð fyrir undirbún-
ingi þessa samsætis á þökk skilið
fyrir dugnað sinn og áhuga.
Dr. Tweed, tannlæknir, verður
að hitta á Gimli föstudaginn 6. apríl.
Messuboð
HATÍÐA-MESSUR
1 Fyrstu lútersku kirkju
Skírdag:
Kl. 8 e. h.—Altarisgöngu-guðs-
þjónusta (íslenzk).
Föstudaginn langa:
Kl. 7 e. h.—Guðsþjónusta og
Cantata, “Komi ríki þitt” eftir
Björgvin Guðmundsson.
Páskadag :
Kl. n f. h.—Ensk hátíðarguðs-
þjónusta (yngri söngflokkurinn).
Kl. 7 e. h.—íslenzk hátiðarguðs-
þjónusta (eldri söngflokkurinn).
Séra Jóhann Bjarnason messar
væntanlega í kirkju Mikleyjarsafn-
aðar á páskadaginn, þ. 1. apríl, kl.
2 e. h.—Fólk í Mikley er beðið að
láta fregn þessa berast um eyna og
að fjölmenna við messuna.—
Séra Jóhann Fredriksson messar
i Lúters söfnuði á föstudaginn
langa kl. 2 e. h. og á Lundar á
páskadaginn kl. 2.30 e. h.
Áætlaðar messur um páskaleytið í
prestakalli séra Sigurðar Ólafsson-
ar: föstudaginn langa í Geysir,
kl. 2 síðd. (ársfundur); Föstud.
langa, Árborg, kl. 7 síðd.; Páskadag,
Riverton kl. 2 síðd.
Á páskadaginn verða messur sem
fylgir í prestakalli séra H. Sigmar:
Vídalíns kirkju kl. 11 f. h.; Gardar
kl. 3 e. h.; Mountain kl. 8 e. h.
Hátíðamessa boðast hér með í
kirkju Konkordía safnaðar á páska-
daginn kl. 1 e. h. Þess er óskað að
allir, sem mögulega geta, hjálpist að
að gera athöfn þessa sem uppbyggi-
legasta.—S. S. C.
Páskamessur í Argyle
Baldur kl. 9 að morgni
Grund, kl. 11 fyrir hádegi
Brú, kl. 2 eftir hádegi.
Glenboro, kl. 7 að kvöldi.
BÓKASAFN “FRÓNS”
Nú er prentuð bókaskrá til út-
býtingar fyrir meðlimi safnsins.
Listar þessir eru eign safnsins og
til láns aðeins til meðlima.
Ákveðið hefir \erið, til hægðar-
auka fyrir fólk, að hafa safnið
opið fyrst um sinn, á sunnudögum
frá kl. 2 til 4 og á miðvikudags-
kvöldum frá kl. 7 til gl/2.
Ef einhverjir finna hvöt hjá sér
til að gefa safninu bækur, hvað fá-
ar sem þær eru, þá verður það þakk-
samlega þegið.
Það er ósk og von nefndarinnar
að sem flestir noti safnið, og hjálpi
eftir möguleikum að efla það og
auka.
Deild Nr. 5 í kvenfélagi Fyrsta
lúterska safnaðar, heldur Silver Tea
á heimili Mrs. Jón Blöndal, 909
Winnipeg Ave., föstudaginn 6.
apríl eftir miðdag og að kveldinu.
Góð skemtun.
Hockey samkepnin um hinn fall-
ega bikar Þjóðræknisfélagsins, hefst
í kveld (fimtud.) kl. 7.30 í Olympic
skautaskálanum. Leikið verður á
fimtudags og laugardágskveld.
Fimm flokkar taka þátt í sam-
kepninni: Fálkarnir, sigurvegararn-
ir í fyrra; Pla-Mors, einnig frá
Winnipeg; Glenboro, einn af beztu
hockey-flokkum þessa fylkis, utan
Winnipeg; Gimli og Golden Eagles,
hockey-flokkur úr norður-bænum.
Þetta ætti að verða ágæt sam-
kepni, sérstaklega, vegna þess að
Glenboro mun verða Winnipeg-
drengjunum skæður keppinautur, og
verður gaman að sjá viðureign
þeirra.
FRA LUNDAR
Vertiðinni er lokið. Allir fiski-
menn eru búnir að draga upp net
sín og flestir eru komnir heim af
vatninu.
Bærinn úir og grúir af brúnum,
veðurbörðum, karlmannlegum fiski-
mönnum, sem eru að gera upp ver-
tíðarreikninga sína. Sumir eru
unglingar á tvítugsaldri, þó með
myndarlegt alskegg, hraustlegir og
æfintýralegir.
Vertíðin hefir leikið stóran hóp
AKTÝGI
AF NfJUSTU OG BEZTU GERÐ
Vönduð hringa-beizli, aktaumar, þumlungs breiðir o'g vel
sterkir, kragar og brjóstólar úr góðu leðri ll/2 þumlungur á
breidd. Kviðgjörðin úr tvöföldu leðri tvístungin. Hrygg-
gjörðin 3% þml. á beidd, fóðruð með þykkum, bláum flóka.
Sprotar og hringjur H/2 þml. á breidd. Klafarnir úr stáli
með 1 þml. sprotum. Dráttarólarnar úr tvöföldu, sterku
leðri, 2 þmLá breidd.
Þessi aktýgi, meS ölluim útbúnaði, kosta aðeins $26.85
Múlar úr svörtu, vönduðu. leðri,
með sex hringjum. Leðrið
tvöfalt, 1J4 þml. á breidd
saumað með sterku hör-
garni. Vigta um 21/, pd.
hver. Verð, einn fyrír....$1.10
Hringa-beizli, k j á 1 ka-ólar
7/8 þml., 1 1-8 yfir hnakk-
ann. Augnhlífar tvöfald-
ar og tvísaumaðar. Vigt
um 21/, pd. Verð.$1.50
Sútað leður, vigt 17 til 20 pd.
Verð, pundið .....36c
Aktaugar (traces), tvöfald-
ar með sterkum hringjum,
7 hæl-hlekkir, leðrið þre-
falt frá klafa til kvi^Sgjarð-
ar. Vigt um 17 pd. Parið $8.50
Aktaugar úr tvöföldu leðri, 2 þml. á breidd, sterkir
hringir, þrefaldar frá klafa til kviðlgjarðar, 7 hæl-
.hlekkir. Vigt um 20 pund. Verð, parið..'............$11.00
Vandaðir kragar, annaðhvort leður fóðraðir eða með
klæðisfóðri. Þyngd um 8 pund. Verð, einn á............$2.85
Hryggjarbönd, 3% þml. á breidd, fóðruð með góðum
flóka, sprotarnir tvöfaldir, ll/2 þml. á breidd. Þyngd
13/4, pund. Verð, eitt fyrir...........................95c
Klafaólar (Breast straps), 11/, þml. á breidd, járn-
varðar. Þyngd um % pund. Verð, hver.....................45c
Brjóstólar (martingales) 11/, þml. á breidd, með sterk-
um leður hólkum. Þyngd um % pund. Verð, hver...........50c
K. A. KNIGHT CO. LTD.
Manufacturers and Wholesale Jobbers in
Hamess, Horse Collars, Riding Saddles, Cream Separators,
Stoves, Ranges and Furniture
579 to 595 McDERMOT AVE., WINNIPEG Phone 86 075
“Yðar gamla veröld er horfin og
lcemur ei aftur. Reynið að sœtta
yður við þá nýju, sem þér verðið
að dvelja í.”
STÓRKOSTLEG KJÖRKAUP!
Prátt fyrir hækkandi verS, bjóð-
um vér fjölbreytt úrval, 117 mis-
munandi tegundir vorklæðnaðar,
bæði úr alull og ullar kendum
dúkum.
Alfatnaðir og yfirhafnir sniðn-
ar eftir máli.
petta verð getur ekki iengi
haldist! pað getur hækkað án
fyrirvara!
Kaupið nú. $10 CA
Verð ........
Fáið yður 'nýjar buxur, tilsniðn-
ar, við gamla jakkann og vestið.
Verð $5.50 og hærra.
Ágæt föt—vel sniðin
$17.50 og þar yfir
Firth Bros. Ltd.
41 7j/2 portage ave.
Gegnt Power Bidg.
ROY TOBEY, Manager.
Talslmi 22 282
“The Road to the City”
A Comedy Drama (under direction
of Miss Dora Henrickson)
Will be Presented by the
J. B. A. Alumni Association
at the
Good Templars Hall
Cor. Sargent and McGee
Wednesday and Thursday
APRIL llth and 12th
at 8 o’clock p.m.
Tickets obtainable from members or
at Box Office, 50 cents
misjafnt; sumir hafa fiskað vel og
aðrir miður. Sumir hafa hagnast
vel en aðrir tapað.
Brautirnar hafa verið þaktar sleð-
um, með alls konar skrani, plönk-
um, tómum kössum, netjum, fata-
drasli o. s. frv. Allir eru að flytja
sig og eru fegnir að komast heim.
Við óskum þessar hetjur okkar
velkomnar heim til sín.—F.
Dr. A. V. Johnson verður stadd-
ur í Riverton á þriðjudaginn 3. apríl.
ÆTTATÖLUR
peir menn og konur, sem af ís-
lenzku bergi eru brotnir geta
fengið samda ættartölu sína gegn
sanngjörnum ómakslaunum með
þvf að leita til mln um það.
aUNNAR POR8TEIN88ON
P.O. Box 608
Reykjavik, Iceland.
AUÐVITAÐ ERU
giftinga leyfisbréf, hringir og
gimsteinar farsælastir 1 gull og
úrsmlða verzlun
CARL TH0RLAKS0N
699 SARGENT AVE., WPG.
Sími 25 406 Heimas. 24 141
224 NOTRE DAME AVE.
Winnipeg, Man.
Phone 96 647
MEYERS STUDI0S
LIMITED
Largest Photographic Organiza-
tion in Canada.
STUDIO PORTRAITS
C0MMERCIAL PH0T0S
Pamily Groups and Children
a Specialty
Open Evenings by Appointment
LAFAYETTE H0LLYW00D
Studios Stndios
189 PORTAGE Av. SASKATOON
Winnipeg, Man. Sask.
We SpeciaUze in Amateur
Developing and Printing
Murphy’s
715|/2 Ellice Ave.
PHONE 37 655
SPECIALIZING IN
Fish and Chips per Order 15c
Fish per Order 5c
Chile Con Carne per Order 16c
Salishury Snacks lge. lOc small 5c
Orders Delivered Anywhere
11. a. m. to 12.30 a.m.
CURB SERVICE
Open Sundays from 4 p,m.—1 a.m.
Visit the New Modern
BEAUTY SAL0N
(George Batchelor)
Assisted by fully experienced
Operators Only
FEATURING
Guaranteed Croq., Push Up
$1.50
OPENING SPECIALS
Finger Wave or Marcel.35c
With Shampoo .......60c
Other Waves at $250—$7.50
COQUETTE BEAUTY SAL0N
285 EDMONTON ST.
First Door North of Portage
MISS L. BACKMAN
MISS A. PETERSON
Formerly with the New York
Hairdressing Parlor.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast grelðlega um alt, sem aS
flutnlngum lýtur, imlum eða atór-
um. Hvergi sanngjarnara verð
Heimill: 762 VICTOR STRBET
Slml: 24 500
Distinguished Citizens
Judges, Former Mayors, Noted Educationists, Editors, Leading
Laicyers, Doctors, and many Prominent Men of Affalrs—send their
Sons and Daughters to the
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
When men and women of keen discernment and sound judgement,
after fuU and painstaking enquiry and investigation, select the
Dominion Business College as the school in which their own sons
and daughters are to receive their training for a business career,
it can be taken for granted that they considered the many ad-
vantages offered by the Dominion were too important to be over-
looked.
The DOMINION BUSINESS GOLLEGE
today offers you the best business courses money can buy, and that
at a cost that brings it easily wlthin your reach.
An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It
is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do-
minion Training that singles on J out for promotion in any modern
business office.
It has always been a good investment to secure a Dominion Train-
ing—but today, more than ever, it is important that you secure
the best obtainable in order to eompete worthlly in the years to
come.
Onr Schools are Located
1. ON THE MALL. 3. st. JOHNS—1308 Main St.
2. ST. JAMES—Corner 4. ELMWOOD—Corner
College and Portage. Kelvin and Mclntosh.
JOIN NOW
Day and Evening Classes
You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect