Lögberg - 05.04.1934, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRIL 1934
Högberg
OeflB öt hvern fimtudag af
TBE COLVMBIA PKE88 LIMITED
695 Sargrent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
I
Utairáakrift ritstjórans.
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um árið—Borgist tyrirlram
The "Lögberg” is printed and published by The Colum-
bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PHOJÍE 86 327
Stórveldið Japan
Mikið er talað nú á dögnm um þá ihættu,
sem hvítum þjóðum stafi af Japönum og yfir-
gangi þeirra í ýmsum löndum. Fyrir svo sem
25 árum síðan varaði Þýskalandskeisari, Vil-
hjálmur II, stórveldin við þessari öflugu og
framsæknu þjóð, sem starfaði með þeim á-
setningi að ná undir sig allri Asíu.
Nú er svo komið að flestir óttast Japana
og það varla að ástæðulausu. Ekki er þó svo
að skilja að stórveldin séu ekki fær um að
verja sig, ef á þau væri sótt með vopnum.
Hitt er hættulegra, að Japanar eru að ná und-
ir sig verzlun um allan heim, sem áður féll í
hlut Bretlands, Þýskalands og Bandaríkja.
Mest kveður að þessu á Indlandi, og er nú
svo komið að baðmullarklæðnaðar verzlunin
er gjörsamlega að evðileggjast fyrir Lanca-
shire vefurum, en Japanar, sem framleitt
geta vöru ])essa með mjög lágu verði, eru að
ná þeim markaði. 1 Suður-Ameríku keppa
þeir einnig við Breta og hafa á síðustu árum
unnið svo á, að ótrúlegt virðist. Ekki er þó
nóg með það að Japanar hafi aukið verzlun
sína í Suður-Ameríku, heldur eru þeir um
leið að senda þangað innflytjendur í þúsunda-
tali. Rúmlega 150 þúsund japanskir innflytj-
endur hafa tekið sér bústað í Brazilíu, og
stunda þeir þar kaffi og hrísgrjónarækt, og
silki-iðnað. Brazilíumenn óttast þessa inn-
flutninga, eins og bæði Canada og Bandarík-
in, og vilja nú gjarnan stemma stigu við þeim.
Til tals hefir komið að banna innflutning
japanskra þegna með lögum. Þegar það
fréttist, snerist japanska stjórnin illa við, og
hafði í hótunum við Brazilíu. Svona mætti
lengi telja.
Japanar hafa þegar náð fótfestu í öllum
löndum, sem liggja að Kyrrahafinu, svo sem
í Kína, Astralíu, Indlandi, vesturströndum
Norður-Ameríku og einnig í Kyrrahafseyj-
unum. Nú eru þeir komnir alla leið til
Brazilíu.
tJtliter nú fyrir að Japan muni fáanlegt
til að semja við bæði Bandaríkin og Rússa,
um helztu ágreiningsmál þessara þjóða. Ef
svo verður gefst Japan meiri tími til að efla
iðnað sinn og verzlun, og með því verður ó-
friði varnað í bráð.
1 Manchukuo er að skapa$t voldug þjóð
undir handarjaðri Japana. Samt breytir það
engu um helsta vandamál þeiiTa, sem sé að
losna við fólk út úr landinu, því japönsku
eyjumar era of þéttbygðar og geta tæplega
framfleytt íbúum sínum. En Japanar vilja
' ekki flytja til Manchukuo, og stafar það að
mestu leyti af því, að kuldi er þar of mikill
á vetrum og lifnaðarhættir ólíkir því, sem
þeir eiga að venjast. Það er því fjarstæða
að álíta að nægilegt hafi verið að gefa Jap-
önum þetta landflæmi. Það cr aðeins byrj-
unin. Japan verður að leggja undir sig önn-
ur lönd, annaðhvort með vopnum eða verzlun.
Japanar hafa jafnan tekið Breta sér til
fyrirmyndar í flestum greinum. Þeir ætla,
margir hverjir, að land sitt eigi eftir að verða
bústaður voldugrar þjóðar, sem drotni yfir
Austurlöndum, og eigi sér nýlendur víðsvegar
á hnettinum.
Ekki er það skemtilegt umhugsunarefni,
en margt hefir skeð, sem ólíklegra þótti.
Gyðingar róa að því öllum árum, að spilla
fyrir verzlun Þjóðverja um ailan heim. Á-
stæðan er auðvitað sú, að Hitler heíir látið
ofsækja Gyðinga herfilega, og hafa þeir því
tekið þetta ráð.
Eitthvað hefir Gyðingum orðið ágengt í
þessu efni, því nú hafa ýmsar stærstu verzlan-
ir í New York borg hætt við að kaupa inn
þýzkar vörur. Stærsta deildavörubúð í
heimi, Macy’s í New York, er ein af þessum.
FjárhagSíSkýrslur Þýskalands sýna að
verzlunarhalli þeirra við útlönd hefir numið
34 miljónum marka yfir febrúarmánuð þessa
árs, en sama |nánuð í fyrra var verzlunar-
hagnaður þeirra 30 miljón mörk.
Þetta stafar þó aðallega af því að gengi
marksins hefir lækkað allmikið síðastliðið ár,
en ekki af hinu, að minna hafi verið keypt af
vörum þeirra.
Getum vér hagnast á stríði?
Ef að annað stríð byrjaði á næstunni,
myndi strax batnal í ári. Svo segja speking-
arnir. Ef að ófriður skylli á, fengju allir
nóga atvinnu og greiða sölu fyrir framleiðslu
sína. Hver einasta verksmiðja tæki aftur til
starfa, landshornanna á milli og alt gengi að
óskum. Og nú heyrum við hvaryetna, á
kaffi húsum, á járnbrautarvögnum og öðrum
þeim stöðum þar sem menn eru samankomnir,
að ekki þurfi nú annað til víðreisnar landinu
en að ófriður blossi upp einhversstaðar á
hnettinum. Lesið til dæmis þetta:
“Miljónir manna ganga nú atvinnulaus-
ir. Það er verra en nokkuð stríð. Spyr þú
hermennina, sem til Frakklands fóru. Þeir
geta svarað. Þeim leið betur í skotgröfunum
en þeim líður nú við fátækt og atvinnulevsi.
Hver óskar eftir stríði? Vissulega enginn.
En hjá ófriði verður hvert sem er ekki komist.
Ef til vill yrði stríð ekki eins hryllilegt og
vér höfum ætlað. Stríð hafa jafnan haft efna-
lega velmegun í för með sér.’’
Þessa málsgrein er að finna í ritgerð
einn, sem birtist nýlega í fjörutíu stórblöðum
Bandaríkjanna.
Eða lesið þér þetta; það er tekið úr
sunnudagsræðu: “Stríð er það eina, sem
komið getur hveitiverðinu upp í tvo dollara
fyrir mælinn.”
Þetta sannar að mönnum er gjarnt, á
erfiðistímum sem þessum, að gleyma því hve
hræðileg stríð geta verið. Stjórnir landanna
eru sífelt að reyna hitt og þetta, til að ráða
bót á vandræðunum, en ekkert dugar. Menn
verða trúlitlir á framtíðina. Lífið vjerður
mörgum erfið byrði að bera og loks fara þeir
að hugsa að margt geti verra verið en ófrið-
ur. Þessi hugsunarháttur er hættulegt fyrir-
brigði og það sem verra er, hann stafar af
misskilningi og er á engu bvgður. Ófriður
getur ekki á nokkurn hátt bætt liag vorn.
Hvernig hefir það orsakast, að stríð, sem
gerði oss ríka 1915, getur nú aðeins gert ilt
verra? Svarið er auðfengið.
Þegar stórþjóðir Evrópu tóku upp vopn,
árið 1914, þá batnaði strax í ári fyrir okkur.
1 tvö ár hafði alt gengið örðuglega. Iðnaður
og verzlun voru í kaldakoli. Alt í einu skifti
um til hins betra. Með hverju skipi frá
Evrópu komu erindrekar stríðslandanna til
að kaupa af oss vörur. Yerksmiðjurnar tóku
aftur til starfa; alt stóð í blóma enn einu
sinni.
En athugum nú þetta nánar. Umboðs-
menn Evrópu komu hingað með péninga í
vösunum. 1 þá daga voru þær þjóðir ríkari
en vér. Vér vorum þá fremur fátæk þjóð.
Eftir svo sem ár voru stríðsþjóðirnar búnar
að tæma ríkishirzlurnar, en þá tóku þær til
láns frá alþýðunni og miklum hluta af því fé
var varið til að kaupa vörur af oss.
Þegar vér fórum sjálfir í stríðið jókst
velgengnin enn meir. Miljónir manna gengu
í herinn og skapaði það um leið aukna atvinnu
fyrir þá, sem ekki fóru þangað. Kaup hækk-
aði stórkostlega. Nú þurftum vér einnig að
taka til láns, til að standast stríðskostnað-
inn. Vér héldum áfram að lána Evrópu, sem
nú var orðin fátæk. Meirihluti fjárins var
notaður til að kaupa vörur af oss. En mest
af fé þessu var tekið að láni. Það var fengið
með því að selja Veðbréf stjórnarinnar.
Stríðinu er lokið. Velgengnin er horfin.
Skuldirnar eru enn óborgaðar. Evrópa skuld-
ar oss s'em ríki, næstum 10 biljónir dollara,
og einkalán umeinar 17 biljónir eru enn úti-
standandi.
Hugsum okkur nú að Evrópu þjóðirnar
færi enn í stríð, hvaða áhrif myndi það hafa
á þetta land? Kæmu erindrekar þeirra aftur
með peningana í vösunum til að kaupa af oss ?
Auðvitað ekki. Allar þessar þjóðir eru nú
næstum gjaldþrota. Stríðslánin eru enn ó-
borguð, nema hjá Þjóðverjum og Riíssum, er
eyðilögðu þau, með því að fella gildi peninga
sinna. Það, sem við lánuðum Evrópu, er ó-
borgað, og nú er okkur sagt að það verði
aldrei borgað. Er þá líklegt að vér yrðum
beðnir um meiri lán ? Evrópu þjóðirnar eiga
j ekki lengur peninga og lánstraust þeirra er
þrotið. Hvaða hagnað hefðum vér þá af því
að til ófriðar drægi? Vér yrðum bara fyrir
sárum vonbrigðum. Stríð myndi eyðileggja
þá litlu milliþjóða verzlun, sem nú er. %
Ef vér aftur á móti reyndum að hlaða
upp enn stærri skuldabyrði, þá yrði öll ver-
öldin gjaldþrota innan skamms tíma.
Annað stríð myndi brátt stöðvast vegna
fjárskorts, og það, sem byrjaði sem stríð,
myndi enda með allsherjar byltingu og
stjórnleysi. Það yrði eyðilegging vor og
siðmenningar vorrar. Láti því enginn sér
detta í hug að hægt sé að losna við kreppuna
með því að stofna til ófriðar.
—Grein þessi er eftir velþektan blaða-
mann í Bandaríkjunum, John T. Flynn.
Walter Scott
( Aldarminning)
Eftir prófessor Richard Beck
I.
Á liðnu hausti var þess minst með
hátíðahöldum viða um lönd, að 21.
september voru hundrað ár liðin frá
dauða Walters Scotts, skáldsagna-
meistarans víðfræga og ástsæla.
Hann naut meiri lýðhylli en nokk-
urt annað samtíðarskáld hans; og
þrátt fyrir nýjan tíðaranda og breytt-
an bókmentasmekk eru skáldsögur
hans ennþá víðlesnar, ekki sist á
Englandi og Skotlandi, þar sem ó-
dýrar útgáfur þeirra eru hvarvetna
á boðstólum. Svipuðu máli mun
gegna um vinsældir þeirra í Vest-
urheimi, og ekki er Scott heldur
gleymdur utan landamæra enskrar
tungu. Leiti menn vitnisburðar
bókavarða og bóksala, mun það
sannast, að hann á sér enn þá þús-
undir lesenda og aðdáenda um allan
hinn mentaða heim. Nýjar útgáfur
rita hans koma alt af öðru hvoru á
markaðinn, og vart myndi því svo
farið, ef engir keyptu þær. Rit-
frægð Scotts er bersýnilega langt
frá þvi, að vera, “fallin í gleymsku
og dá.” Hann er einn hinna til-
tölulega fáu “útvöldu” í ríki bók-
mentanna, en þar var hann braut-
ryðjandi á tveim sviðum. Slíkra
úrvalsmanna andans er maklegt og
holt að minnast á merkum tímamót-
um. Vér íslendingar höfum auk
þess sérstaklega ástæðu til þess að
heiðra minningu Scotts á þessum
aldahvörfum í sögu hans. Hann
hafði mikla ást á fornum fræðum
vorum, teygaði djúpt af lindum
þeirra, og dró athygli enskumælandi
manna að þeim. Hitt er ekki síður
merkilegt, að Scotí hafði mikil áhrif
á Jón skáld Thoroddsen, þann
manninn, sem með sanni má kalla
föður íslenzkrar skáldsagnagerðar á
seinni öldum. Á því vel við, að
víkja nokkrum orðum að sambandi
Scotts við íslenzkar bókmentir að
fornu og nýju, en stiklað verður
aðeins á stærstu steinum.
Ungur tók Scott trygð við hin
fornu fræði vor. Innan við tvítugt
samdi hann ritgerð um siðu og háttu
norrænna þjóða, sem þótti lýsa víð-
tækri þekkingu á viðfangsefninu og
miklum áhuga á fræðirannsókn-
um#). Einnig sést það af bréfum
Scots, að þegar á næsta ári er hann
farinn að sökkva sér niður i hið
víðkunna rit Thomasar Bartholins:
“Um orsakir hugrekkis Dana að
fornu,” merkisrit á latfnu um nor-
ræna menningu og bókmentír, ásamt
útdráttum úr fjölda íslenzkra forn-
sagna á frummálinu og i latneskri
þýðingu. Fjöldi tilvitnana í ritum
Scotts bera þess órækan vott, að
hann hefir alla æfi haft mestu mæt-
ur á Bartholin. Auk þess vitnar
hann í fleiri latnesk rit um norræn
fornfræði, svo sem bækur Þormóðs
Torfasonar (Torfaeus), einkum
útgáfu hans af Hrólfs sögu kraka.
Scott var einnig kunnugur stæling-
um Thomas Grays af íslenzkum
fornkvæðum og þýðingu A. S.
Cottle á Sæmundareddu (1797);
ennfremur skrifaði Scott langan og
skarplegan ritdóm um þýðingar Wil-
liams Herberts af islenzkum úrvals-
ljóðum, og loks endursagði hann
Eyrbyggju fyrir hið fræga rit Mal-
lets: “Skýringar á norrænum forn-
fræðum.” Skráin yfir bækur Scotts
í Abbotsford ber einnig vitni áhuga
hans á norrænum fræðum ; hann átti
kringum fimtíu bindi rita um Norð-
urlönd, meðal þeirra allmargar ís-
lenzkar fomsögur á frummálinu og
í þýðingum. Má benda á það hér,
að Scott mun hafa skilið talsvert i
íslenzku, enda gerði móðurmál hans
honum tiltölulega létt fyrir að kom-
ast niður í Norðurlandamálum;
mestan fróðleik sinn um norræn efni
#)ítarlegasta frásögn um kynni
Scotts af norrænum fræðum er að
finna í ritgerðinni: “Scott and
Scandinavian Literature,” eftir Paul
R. Lieder, Smith College Studies in
Modern Languages, Vol. 11, 1920—
21, bls. 8—57. Sjá einnig: Conrad
H. Nordby, The Influence of Old
Norse Literature upon English
Literature, New York, 1901.
1 meir en þriSjung aldar hafa Dodd’s
Kidney Pills verið viðurkendar rétta
meðaliS við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum öðrum sjúkdömum. Fást hjá
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
sótti hann samt í latneskar og ensk-
ar þýðingar, sér í lagi hinar fyr-
nefndu; eigi er þvi heldur að neita,
að þekking hans á norrænum fræð-
um er harla ónákvæm, þó honum
takist sumstaðar allvel að lifa sig
inn í norrænan hugsnnarhátt.
Tilvitnanir í goðafræði og bók-
mentir Norðurlanda eru dreifðar
um f jöldamörg skáldrit Scotts; hér
sem annarsstaðar var það hið stór-
felda, yfirnáttúrlega og æfintýra-
lega, sem laðaði að sér huga hans;
honum verður tiðrætt um dverga,
völvur og berserki. Langmest gæt-
ir þó áhrifanna frá norrænum bók-
mentum í þessum ritum Scotts:
ljóðsögunni “Harold the Dauntless”
(Haraldur hugrakki) og skáldSög-
unni “The Pirate” (Sjóræninginn).
í Haraldi hugrakka tók höfundur-
inn sér fyrir hendur að lýsa nor-
rænum víking, að hætti fornra
skálda; kvæðið er kröftugt á köfl-
um, en æði mikilla öfga kennir í lýs-
ingunni. Skáldsagan Sjóræninginn
gerist í Orkneyjum, en Scott hafði
ferðast um þær stuttu áður en hann
ritaði sögu þessa. Inn í frásögnina
fléttar hann ýmsar gamlar sögu-
sagnir, sem hann hafði heyrt af
vörum eyjaskeggja, og tilvitnanir í
norræn fræði. Hinn norræni andi
birtist þó einkum í kvæðunum í sög-
unni; víkingslundin kemur þar víða
fram í kröftugri mynd. Kvæðið,
sem seiðkonan Norna þylur mitt í
æðisgangi stormsins, ber mikinn
svip af “Völuspá.”
Ofangreind dæmi eru næg sönn-
un þess, að Scott hafði lifandi áhuga
á norrænum fræðum, og hélst svo
fram á efri ár hans Þó verður vart
sagt, að áhrifa frá forníslenzkum
bókmentum gæti í frásagnaraðferð
hans. Áhugi hans á þeim fræðum
bar engu að síður merkilegan og
víðtækan árangur. Heill hópur
enskra skálda, samtímamenn og vin-
ir Scotts, meðal þeirra lárviðarskáld-
ið Southey, urðu, á einn cða annan
hátt, fyrir áhrifum af norrænum
bókmentum og breiddu út hróður
þeirra.
Skal þá horfið að sambandi
Scotts við ný-íslenzkar bókmentir;
þeim bárust frjóvgandi straumar frá
ritum hans. í mjög eftirtektar-
verðri ritgerð: “Jón Thoroddsen
og den islandske nutidsromans op-
hav” (Nordisk Tidskrift, 1926, bls.
76—83), hefir dr. Sigfús Blöndal,
bókavörður, Ieitt gild rök að þvi, að
Jón skáld Thoroddsen hafi orðið
fyrir áhrifum frá þeim skáldsögum
Scotts, sem lýsa skotsku sveitalifi og
skotsku alþýðufólki. Sýnir dr.
Blöndal fram á, að þeim Thorodd-
sen og Scott svipar saman í ýmsum
greinum, einkum í lýsingum þeirra
á alþýðufólki. I bréfi til Gísla
skálds Brynjólfssonar, sem Blöndal
vitnar í, gefur Thoroddsen beint í
skyn, að Scott hafi verið honum
fyrirmynd í skáldsagnasmíðinni. En
eins og Blöndal bendir á, þá var
Thoroddsen alt of frumlegt skáld
til þess, að hann færi í smiðju til
Scotts eða nokkurs annars; honum
varð dæmi hins skozka skáldsagna-
meistara hvatning til sjálfstæðra
ritsmíða, andleg vakning.
Framh.
SUETAN MURAD II.
855 (1450
Ó, ástmær fagra kom, ó, kom
með guðveig sem í gær;
og hörpu þinnar himin söng,
er hjartanu gleði fær.
Að lifa 0g njóta mest eg met
á meðan lífsrós grær;
því sú kemur stund um gleymda gröf
að gnauðar vorsins blær.
BAKIiTI
(Sultan Ahmed I.)
1026 (1617)
Ó, að eg mætti árla vorsins ilm mér
finna í sál!
Ó, að eg mætti hlynskógs heyra
himneskt þrasta mál!
Ó, að í söngsins silfur óm eg sælu
hlyti á ný,
og næturgala kæran klið, að kæfa
sorgum í!
Ó, mér er vorsins koma kær, þá kvöl
er liðin hjá,
er allir skoða örlög sín og ástir nýjar
fá!
Sér óskar skáldið æsku sinnar enn
að stíga spor,
á meðal rósa löngun fær að lifa eilíft
vor.
Úr tyrkneskum ljóðum, þýtt úr
ensku af A. B. Benedictssyni.
Maður var spurður um veikan
hest, Tivernig honum liði. “Honum
líður nú ekki vel,” sagði maðurinn,
“því að hann er búinn að missa
jórtrið.”
Ha5aG00DGARDEN
I PlentuofEyenithinq
tcfat-Fresh-
ændfoE,
\ t^\Á/7/V> Á5/L
B/g Oversize Packets
MÍFAYDEN SEEDS
0„il, 3V4'
PFR PACKET
*** PAV 5* ANP 4
Meira en 150,000 ánægðir við-
skiftavinir sönnuðu aftur, árið
sem leið, að McFayden fræið er
það bezta. Margir höfðu áður
borgað 5 til 10 cents fyrir pakk-
ann og héldu að minna mæt,ti ekki
borga til að fá gott útsseði. Nú
er óþarfi að borga meira en 2%,
3, eða 4 cents fyrir flestar teg-
undir af fræi.
Lágt verð eru þó ekki beztu
meðmælin með McFayden fræinu,
heldur gæði þess.
Frækornið er lifandi, og því
fyr sem það kemst til þeirra, sem
það nota, þess betur vex það og
dafnar.
Breytingar á útsæðislögum
heimta nú að útsæði sé merkt
með ártali og mánaðardegi. petta
gerði okkur ekkert. Alt okkar
útsæði er nýtt.
Ef að McFayden fræið væri
sent til kaupmanna I stðrum
kössum, þá ættum vér jafnan
mikið af því fyrirliggjandi á
hverju sumri.
Ef svo þessu fræi væri hent,
myndum við skaðast og yrðum
þvf að hækka verðið á útsæðisfræi
okkar.
Ef við aftur á mðti geymdum
það, yrði það orðið gamalt næsta
vor, en gamalt fræ viljum vér
ekki seija.
pess vegna seljum vér fræið
beint til ykkar.
BIG 25c Seed Special j
Tfu pakkar af fullri
stærð, frá 5 til 10 centa
_ virði, fást fyrir 25 cents,
; þér fáið 25 centin til baka með
yrstu pöntun gegn “refund cou-
on,” sem hægt er að borga með
æstu pöntun, hún sendist með
essu safni. Sendið peninga, þð
íá senda frímerki. Safn þetta er
illeg gjöf; kostar lftið, en gefur
íikla uppskeru. Pantið garð-
-æ yðar strax; þér þurfið þeirra
íeð hvort sem er. McFayden
efir verið bezta félagið sfðan
910.
NEW-TESTED SEED
Every Packet Dated
BEETS—Detroit Dark Red % oc.
Sows 23 ft. of row.
CARROTS—Chantenay Half Long
Yt oz. Sows 25 ft. of row.
CUCUMBER—Early Fortune, %
oz. sufficient for 100 plants.
LETTUCE—Grand Rapids, % oz.
Sows 50 ft. of row.
ONION—White Portugals Silver
Skin % oz. Sows 15 ft. of row
ONION—Yellow Globe Danvers,
% oz. Sows 15 ft. of row.
PARSNIP—Sarly hort Round, %
oz. Sows 40 ft. of row.
RADISH—French Breakfast, Y*
oz. Sows 25 ft. of row.
SWEDE TURNIP — Canadian
Gem„ Yt oz. Sows 75 ft. of row.
TURNIP—Wihte Summer Table,
% oz. Sows 50 ft. of row.
pað nýjasta og bezta. Peir, sem
vilja það nýjasta og bezta vilja
eflaust kynna sér nýjustu teg-
undir af Sweet Corn, Early Beans
og Stringless Beans, sem búnað-
arskóli Manitoba hefir ræktað og
reynst hefir oss ágætlega.
GEFINS—Klippið út þessa aug-
lýsingu og fáið stóran pakka af
fallegasta blómafræi gefins.
Mikill sparnaður i því aö senda
sameiginlegar pantanir.
McFayden Seed Co. Winnipeg