Lögberg - 05.04.1934, Side 5

Lögberg - 05.04.1934, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1934 5 Heima og að heiman (Sögur ömmu) Ræsivellir var stærsta jöröin í sveitinni. StóÖ bærinn undir heið- arbrekku. Var landrými mikið til heiðarinnar og búfjárhagi ágætur. Engjarnar voru fram og niður frá bænum og entu við á, sem féll þar til sjávar. Árbakkarnir voru mun hærri en engjarnar, hafði áin hlað- ið upp bakkana í leysingu, flæddi hún stundum.yfir landið að vorinu, og stóð vatnið á enginu fram eftir öllu sumri í pollum eða keldum. Kom það fyrir að skepnur fórust i þessum ófærum. Varð rnikið af enginu að vera óslegið. Þá tók sig til maður, Grímur að nafni; réðist hann til ábúðar á jörð- inni og keypti hana síðar. Ruddi hann skarð í árbakkann og ræsti fram engið þegar lækkaði í ánni; gerðist nú gott engið og jókst hey- fengur stórum. Gerðist nú Grímur við góð efni, og fénaði hans fjölgaði árlega. Réði hann til sín vinnufólk. Reif hann niður bæinn og húsaði að nýju; sömuleiðis peningshús eftir þörfum. Voru hús öll stærri en áður og vönduð mjög að efni og frágangi. Breytti Grímur nafni bæjarins og kallaði hann Ræsivelli. Seinna urðu Ræsivellir kirkjustaður, lá jörðin að þjóðbraut og þótti vel í sveit komin ; áttu margir þar leið um; voru sam- komur allar og íundir sjálfsagðir að Ræsistöðum. Það er langt siðan að þessir at- burðir gerðust. Afkomendur Gríms hafa setið jörðina mann fram af manni. Alt hafa það verið'mætir menn og tekið mikinn og góðan þátt í velferðarmálum sveitarinnar. Grímur hét bóndinn, sem nú bjó á Ræsivöllum. Var hann sjötti eða sjöundi maður frá Grími hinum gamla; höfðu þeir f lestir heitið Jónar eða Grímar, afkomendur hans. Vigdís hét kona Gríms. Börn áttu þau tvö, Kristin og Sigríði. Grimur var myndarmaður i hvi- vetna, smiður á tré og járn, og grenjaskytta með afbrigðum. Hann var búsýslumaður og fengsæll til að- dráttar, og hélt margt vinnufólk. Enn voru hús mörg og stór á Ræsivöllum, en farin að hrörna; bæjarþil gisin og upplituð og tekin að hallast fram. Stofa var á bænum, mikil og forn; var hún almennur veizluskáli sveitarinnar. Hún var þiljuð innan með traustum eikarborðum; reka- . viðar borð voru í lofti og veggjum. Hafði eitt sinn verið blátt mál á veggjum og lofti, en var nú að mestu horfið. Gluggar tveir, litlir, voru á framstafni, var fremur skuggsýnt innanhúss. Alt var með hrörnunar- svip. Mundu fornveggir þessir hafa getað sagt frá mörgu; þeir stóðu ellidimmir, þögulir og þung- búnir og birtu engum leyndardóma sina. Stofugögn voru ekki mörg. Skatthol stóð við vegg gegnt dyr- um, borð og stólar nær miðju gólfi og legubekkur í einu horninu. Tvær eða þrjár myndir voru festar á vegg- ina. Spjald var þar líka í umgjörð með máðu skrifletri; varð því ekki lesið. Innihald þess tilheyrði lið- inni kynslóð, var horfið með henni og gleymf.— Nú gengu í garð erfið ár; hafís- inn lagðist árlega við land, og olli grasbrests til lands og ,aflaleysis til sjávar. Ár þessi lögðust eins og farg yfir þjóðina. En það farg “þrýsti fjöður fólgins lífs og dulins kraftar.” Það virtist svo, þvi nú komu í ljós ýmsar nýjungar. Þjóð- in eignaðist dagblöð og tímarit, sem ræddu um þjóðleg velferðarmál. Félög voru stofnuð til þess að hrinda af stað hagsmunalegum fyr- irtækjum. Kaupfélög risu upp um land alt; gullið enska streymdi inn og bankar voru opnaðir til greiðari viðskifta. Vistarband var afnumið og erfiðisfólk streymdi að sjónum. Og útflutningar hófust til Ameríku. Landbúnaði fór fram á ýmsan hátt, líka uxu örðugleikarnir; þarfir urðu fleiri og stærri, vinnufólk varð lausara fyrir í vistum og kauphærra. Mjög misjöfnum augum litu menn framtíðina; Var margur ugg- andi fyrir framtíð sína og sinna. Frá Ameríku tóku að berast sög- ur um mikla landkosti, um mörg tækifæri og vellíðan. Þar kom, að margan tók að fýsa að flytjast þang- að og yrkja upp á nýjan stofn fyrir sig og sína. Grímur fylgdist vel með straum- hvörfum þeim, sem áttu sér stað. Framtíðin virtist honum bæði björt og dimm. Ekki var hann ugglaus, þegar hann hugsaði um framtið barna sinna. Hann bjó við góð efni, en það, út af fyrir sig, trygði ekki framtíð barna hans. Landnám var heimilað þeim, sem vildu taka sér bústað í hinu mikla víðlendi Vest- irheims. Það fór að vega salt fyrir Grími, hvort betra mundi að sitja áfratn á föðurleifð sinni, eða leita landkosta vestan hafs. Grimur ræddi þetta við nágranna stna; löttu hann flestir fararinnar. Tengdir ættingja og nágranna, ljúf ar endurminningar, þægilegt jarð- næði, skemtileg sveit og fólk; alt tók þetta í sama strenginn. Aftur voru örðugleikar: Útsvör gcrðust há og fóru vaxandi, vax- andi örðugleikar við vinnufólkshald, vaxandi útgjöld við búskapinn og erfitt árferði, og ýmislegt fleira gerði það að verkum, að Grím tók að fýsa til burtfarar, og leita gæf- unnar undir frjálsara félagslegu skipulagi. Taldi hann betur trygða framtíð barna sinna á þann hátt. Sagði hann að hann vænti ekki sjálfum sér neins hags af því að breyta til, en hitt gerði hann sér von um, að á þann hátt fengi hann betur trygt framtið börnum sinum, og þá var það vel til vinnandi. Þar kom, að Grimur lét skrásetja sig og sina til útflutnings á komandi vori. Risu þá og fleiri upp og vildu breyta til á sömu leið. Grímur fór nú að leita fyrir sér með það, að selja föðurleifð sína og búslóð. Kom þá til hans maður, Þorsteinn að nafni, félítill; falaði hann jörðina með áhöfn allri. Þor- steinn var kominn fyrir stuttu frá útlöndum, þar sem hann hafði stundað nám við búnaðarskóla. Ekki hafði hann sjálfur gjaldeyri, en ættingjar hans hlupu undir bagga með honum, og gátu útvegað honum lán til þess að borga mikið niður í jörð og búi; það sem eftir stæði skyldi borgast í jöfnum niðurborg- unum ár frá ári. Grímur losaði sig við alt á þennan hátt, sem hann vildi selja, nema reiðhest sinn. Reiðhestur Gríms var hinn mesti kjörgripur; jarpskjóttur að lit, þol- inn og góðgengur. Grímur hafði alið hestinn upp á töðu og mjólk; Reyndist hesturinn Grími auðsveip- ur þjónn, vinur og lífgjafi. Grímur vildi ekki skiljast við hann fyr en undir það síðasta. Gaf hann vini sínurn og náfrænda, Jóni í Svartár- tungu, Skjóna með öllum reiðtýgj- úm. Lofaði Jón því að fara vel með hann og láta hann aldrei bresta neitt í fóðri eða hirðing; reyndist Jón hestinum vel; lifði Skjóni allmörg ár eftir þetta. Þegar Grímur haf^ði losað sig við jarðnæði og bú, fluttist hann með skyldulið sitt og fékk sér húsnæði í kaupstaðnum, og beið skips. Grírn- ur varði biðtímanum ti! þess að binda enda á viðskifti sín, og kveðja ættingja og vini f jær og nær; var hann vel kyntur af mörgum og frændmargur. Loksins fréttist að skipið væri væntanlegt á hverri stundu. Það kom morguninn eftir og átti að leggja af stað um miðaftan þann sama dag. Kepptust menn við að kornast um borð. Grímur fékk sig fluttan tíman- lega og fékk úthlutaðan aðseturs- stað fyrir sig og sína. Brá hann sér þá i land til þess að kasta síðustu kveðju á kunningja og ástmenni. Kom hann aftur um borð góðum tíma fyrir burtfararstund skipsins. Það voru allmargir farþegar fyrir. Menn voru farnir að heilsast og kynnast. Litið gaf Grímur sig á tal við menn. Hann gekk fram eftir skip- inu, fékk sér sæti afsiðis og virtist i þungum þönkum.— Framh. Kaflar úr sögu Eftir Birkirein Framh. Samt stóðu þeir sig allvel lengi fyrst og voru flokkarnir jafnir, þegar hinn tiltekni tími var liðinn. Þá var spilað lengur og töldu þá Golden Eagles 4 vinninga, en Glenboro 2. Á laugardagskveldið voru þrír flokkar enn ósigraðir, Fálkar, Golden Eagles og Gimli. Þá var aftur varpað hlutkesti um hver skyldi sitja hjá, og hreptu Fálkar | það aftur. Gimli og Golden Eagles spiluðu því fyrsta leikinn. Flestum þótti lík- legt að Gimli myndi nú tapa, þar sem Golden Eagles höfðu marga vel- þekta hockey-leikara héðan úr borg. Það fór þó öðru vísi en ætlað var, og unnu Gimli með 7 á móti 5, eftir að leikið hafði verið 20 mínútur fram yfir ákveðinn tíma. Nokkr- um sinnum lá við að slagsmál yrðu, en því varð afstýrt. Undruðust menn hvað drengirnir frá Gimli stóðu $ig vel. Næst þurfti Gimli-flokkurinn að spila á móti Fálkunum, og voru hin- ir fyrnefndu orðnir þreyttir eftir leikinn við Golden Eagles, en Fálk- ar ólúnir. Þessi leikur fór þannig að Fálkar unnu með tveimur á móti einum, og hlutu þannig “Hornið,” sem er hinn fallegasti gripur. Allir voru leikirnir góðir og sumir ágætir. Þjóðræknisfélagið er að vinna þarft verk í þágu unglinganna með þessari árlegu samkepni. Ó- neitanlega væri þó skemtilegra ef fleiri fslendingar tæki þátt í leikjun- um, en verið hefir þessi síðustu tvö ár. ------------------------ Þær höfðu bollalagt tíðindi dags- Lag'es tvisvar. í alt höfðu Golden ins aftur og fram; þá sagði Elín: “Mið langar til að spyrja þig að leyndarrriáli ?” “Hvað er það ?” spurði Borghild- ur hálf hissa. “Veiztu til að Árni hafi skrifast á við nokkra stúlku, þar vestra?” Borghildur hristi höfuðið. “Nei, eg er alveg saklaust af því að vita nokkuð um hans hagi, frá því sjónarmiði.” Alt í einu skaut því eins og eld- ingu inn í huga hennar, að hann hafði skrifað bréfið fyrir Marías. Henni fanst það ekki alls kosta drengilegt af honum, af því hann var svo mikill vinur föður hennar. Hana setti hljóða er atvik þetta kom í huga hennar, því það hafði valdið henni svo mikils geigs. “Eg hefi aldrei heyrt það nefnt,” sagði hún, en raddblærinn var öðru- vísi en áður, “að hann hafi verið í vinfengi eða bréfavnðskiftum við nokkra stúlku, þessar vertíðir, sem hann var í mínu nágrenni.” Elín horfði á hana og misskildi hik hennar og breytan raddblæ. “Þú veist eitthvað, sem að þú vilt ekki segja mér.” “Eg veit ekki neitt,” sagði Borg- hildur, og hvesti röddina og horfði á Elínu, eins og til að hrista þessa þoku úr huga hennar. “Á eg að segja þér nokkuð, Borg- hildur ?” “Hvað er það?” “Eg heyrði einhvern slæðing um það að hann hefði verið að líta eftir þér.” .Elín sagði þedta góðlátllega og með viðmóti, sem sýndi að hún legði ekkert upp úr þessu, en gerði það fremur til þess að vita hvað Borg- hildur segði. Borghildur hnyklaði brýrnar. “Það er nóg til af ‘slæðingnuin,’ Elín.” “Þeir eru enn fleiri á vörum manna en draugarnir, sem öll draugatrúin hefir skapað.” “Árni hefir aldrei talað um neitt alvarlegra heldur en hana Öldu, þeg- ar hann bauð mér hana í heimsókn- ina til föður míns í vor.” “Hann gerði það vel, en eg er viss um að eg naut þar vináttu hans við föður mínn og svo þess, að eg var ókunnug hér. Ástir í minn garð hafa honum aldrei dottið í hug ; það get eg sannfært þig um, Elín.” “Eg veit það,” sagði Elín. “Við sáum það öll strax í vor, eft- ir að þú komst, að um ekkert var að ræða ykkar á milli. En—” Hún þagnaði. “En hvað?” spurði Borghildur rólega. “Það gekk maður fram hjá hon- um einu sinni þegar hann var að skrifa bréf. Hann sá að það var til stúlku og—hélt helzt að það hefði verið til þín.” Framh. Algeimurmn Þú ómælis vídd, ó, þú veglausa auðn, sem að verðandi skapaðir alsherjar mátt; þó að undrun oss veki’ öll þau til- veru tákn í tröllslegri algeimsins nátt. Og vér dáum hið síkvika sólnanna smíð um sveiflandi alrúmsins hæð, en sjáum aldanna raðir frá ómuna tíð, og útskaga búandans smæð. Undrun orkað fær: alheims rúmið f jær! Ó, sú alvalds-náð, sem að björt og og svo blíð er blessunar- streymandi -æð. NUGA-TONE STYRKIR LÍFFÆRIN Séu ltffæri yðar 'ömuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. Pað hefir hjálpað mljénum manna og kvenna í slðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fðlk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst I lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. eða Ódeilissmæð, ómælisstærð, vér sízt fáum skilið til fulls halds, því fávitrum jafnan oss feilar að sjá vor forlög og allsherjar valds. í myrkrinu’ er jarðlífsins fánýta fálm þó friðþæging dauða og lífs, því vor síglaða von er um sigursins hjálm, mót sækni hins lamandi kifs. Þá efumst vér þrátt, þá sefumst vér brátt, því vor æferska von er um öryggis- hjálm og arfinn hins eilífa lifs. M. 'ingimarsson. er miklu stærri og luralegri heldur en hann hafði imyndað sér, en ljón °g tígrisdýr alveg eins og hann hafði haldið. Mest brá honum þegar hann sá giraffann. Aldrei hafði honum komið til hugar að nokkur skepna gæti litið þannig út. Hann stóð langan tíma fyrir utan búrið og veltist um að hlátri, þvi að honum fanst gíraffinn svo ótrúlega hlægi- legur.—Mbl. Fálkarnir vinna hockey- samkepnina Samkepnin um “Horn” Þjóð- æknisfélagsins var háð á fimtudags- og laugardagskveld í vikunni sem leið. Fálkarnir báru sigur úr být- um, með því að sigra Gimli, á laug- ardagskveldið. Fimm flokkar tóku þátt i sam- kephinni: Fálkar, Gimli, Golden Eagles, Glenboro og Pla-Mors. Ætlast var til að Selkirk-flokkurinn kæmi, en svo varð þó ekki. Þá var varpað hlutkesti, og fór það þannig að Gimli spilaði á móti Pla-Mors og Glenboro á móti Golden Eagles. Fyrsta leikinn unnu Gimli af Pla- Mors, einn á móti engum. Gimli flokkurinn spilaði af kappi og sótti jafnan á. Þegar dróg að leikslok- um töldu þeir einú sinni, og dugði það til. Næsta leik spiluðu Glenboro og Golden Eagles. Auðséð var að Glenboro-drengirnir voru þreyttir eftir margra vikna erfiði. Þeir voru nýbúnir að spila við Dauphin, Car- man og fleiri og skorti mikið á að þeir léki jafn vel og þeirra er vani. Serkjagrafir Márarnir voru yfirstétt á Spáni í margar aldir. Þeir fluttu úr fjar- lægum löndum, sunnan og austan við Miðjarðarhaf, venjur, sem voru sér- kennilegar fyrir hin heitu lönd, sem þeir komu frá. Ein af þeim eru Serkjagrafirnar. í kirkjugörðum á Spáni eru víða stórbyggingar úr steini, þar sem geymdar eru jarðneskar leifar hinna framliðnu. Eftir byggingunni miðri liggur steinveggur, nokkurra metra hár, og skiftir henni i tvo jafna hluta. Veggur þessi aðskilur grafhólfin. Það eru steinhólf, hæfilega stór til að rúma eina líkkistu. Oftast eru 4—5 hólf hvert yfir öðru, og mið- ast hæð byggingarinnar við þaj5, að ekki sé mjög erfitt að lyfta kistun- um inn í efstu hólfin. Vegna hit- ans á Spáni er með lögum fyrir- skipað, að jarðarför fari fram innan sólarhrings frá andláti mannsins. Þá er líkið sett í mjög þunna og ódýra kistu, miklu veigaminni heldur en tíðkast hjá norrænum þjóðum. Síð- an leggur líkfylgdin af stað, og er venjulega fámenn. Tveir eða fleiri prestar fylgja. Kirkjugarðarnir eru nú hafðir utan við borgirnar. Þegar þangað kemur, er kistunni lyft af vagninum, og ýtt inn i gröf- ina. Steinsmiður lokar grafarmunn- anum með hellu, sem fellur í opið, og er fest með steinlími, svo að gröfin er nærri loftheld. Hin eigin- lega dánarminning fer fram nokkr- um dögum síðar i kirkju hlutaðeig- andi ættar. Þangað safnast ættingj- ar og vinir, og þar er haldin sorgar- guðsþjónusta, misjafnlega vegleg, eftir því sem aðstaða ættingjanna leyfir. Hinn sterki sólarhiti nær til lík- anna í múrgröfunum og veldur því, að þau leysast skjótt í sundur, og eftir verður hismið tómt. Þar sem umkomulausir menn eiga í hlut, eru grafirnar opnaðar eftir nokkur ár, hismið tekið og grafið í kirkjugarð- inn þar sem múrgrafirnar eru, en ný líkkista er sett í staðinn. En þeir, sem betur mega, borga nógu vel fyrir, að leifar þeirra megi vera í friði meðan múrveggirnir standa. Norrænu þjóðirnar fela leifar hinna dánu í faðmi moldarinnar. Einar Jónsson hefir sýnt í einni af höggmyndum sínum, hvernig mold- in faðmar lífið. En á Suðurlöndum er klettagröfin heimkynni hinna dánu. Suður við strendur Mið- jarðarhafsins endurtekur sig 2000 ára gömul sögusögn nýja testament- isins. Sá, sem kveður lifið, er flutt- ur í klettagröf og grafarmynninu lokað nieð steini.—J. ]. — Dvöl. MERKILEG DÝR 29 ára gamall maður í Englandi sem hafði verið blindur frá fæð- ingu, var nýlega skorinn upp og fekk þá fulla sjón. Þótti honum þá margt merkilegt af því, sem fyrir augu bar, en þó þótti honum ein- kennilegast að koma í dýragarðinn Hafði hann oft komið þangað áður og reynt að gera sér i hugarlund hvernig dýrin voru í hátt. Fíllinn BlLA UMFERÐ Breska samgöngumálaráðuneytið skipaði fyrir nokkru nefnd til þess að athuga það slit, sem verður á vegum vegna bílaumferðar, og hvort hraður akstur eða hægur mundi meir valda slitinu. — Hefir nefnd- in komist að þeirri niðurstöðu, eftir ítarlegar rannsóknir, að eftir því sem bilarnir aki hraðar, eftir því slíti þeir vegunum minna. Rannsóknum þessum er haldið á- fram til þess að athuga á hvern hátt sé hægt að draga úr hinum mikla viðhaldskostnaði vega.—Mbl. SKÓSLIT EFTIR LYNDIS- EINKUNINNI I frönsku kvennablaði er sagt frá því, að hægt sé að lesa lyndisein- kunn kvenna eftir því, hvernig þær slíti skóhælunum. Slit á ytri brúnum hælanna veit á léttúð, en séu skórnir gengnir inn á við, veit það á hverflyndi. Sé skór- inn genginn út á við á hægra fæti, én inn á við á vinstra, er það merki um vöntun á sjálísgagnrýni.—Mbl. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Akra, N. Dakota .B. S. Thorvardson ! ' Árborg, Man Arnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis : Cavalier, N. Daketa Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sask J. G. Stephanson Darwin, P.O., Man Edinburg, N. Dakota.... ! Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. H. Garðar, N. Dakota Gerald, Sask ! Geysir, Man Gimli, Man F. O. Lvngdal Glenboro, Man Hallson, N. Dakota Hayland, P.O., Man Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man • Húsavík, Man Ivanhoe. Minn Kandahar, Sask Langruth, Man t. Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota. Minn • Mountain, N. Dakota... Mozart, Sask Oak Point, Man Oakview, Man • Otto, Man Point Roberts, Wash •. S. T. Mýrdal Red Deer, Alta ! Revkjavík, Man Riverton, Man G. Sölvason Seattle, Wash T. 1. Middal Selkirk, Man W. Nordal ! Siglunes, P.O., Man. .. J. K. Jonasson ! Silver Bay, Man ! Svold. N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg'Beach, Man.. Winnipegosis, Man Wynyard, Sask V, •

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.