Lögberg - 12.04.1934, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRIL 1934
Walter Scott
( Aldarminning)
Eftir prófessor Richard Beck
Framh.
II.
Æfi Walters Scott var atburða-
rík; er saga hans því hin fróðlegasta
og skemtilegasta; hér verður aðeins
litast um af hæstu hnjúkunum.
Hann var fæddur í Edinborg 15.
ágúst 1771. Hann var af góðu bergi
brotinn, átti kyn sitt að rekja til
hreystimenna og sveitahöfðingja;
taldi hann sér sæmdarauka mikinn
að slíkum forfeðrum og bar ávalt
ríka ættrækni í brjósti. Faðir hans
var lögfræðingur, iðjumaður hinn
mesti, ráðvandur og siðavandur,
hinn nýtasti maður í sinni stétt.
Móðir skáldsins var dóttir háskóla-
kennara í Edinborg, gáfuð og vel
að sér, stálminnug og fróð um
marga hluti. Voru miklir ástúðleik-
ar með henni og Scott og kvaðst
hann eiga henni mikla fræðslu að
þakka. “Fjórðungi bregður til fóst-
urs.” Mun mega segja, að Scott
hafi erft frá föður sínum atorku þá
og reglusemi, er auðkendu hann æfi-
langt, en frá móður sinni fróðleiks-
hneigð og áhuga á fornum fræðum.
Átján mánaða gamall veiktist
Scott háskalega og var æ síðan halt-
ur á hægra fæti. Veikindi þessi urðu
honum þó óbeinlínis heillasending.
Til heilsubótar var hann sendur upp
í sveit til afa síns, sem bjó búi sínu
i Tweed-dalnum fagra og söguríka.
P>rátt náði Scott þar góðri heilsu;
ennþá meir var um það vert, að þar
glæddist ást hans á skotskum þjóð-
sögum, og þjóðsöngvum, og drakk
hann þar í sig, þegar á æskuárum,
firnin öll af slíkum fróðleik, en
þau fræði mótuðu stórum rithöf-
undarstarfsemi hans. Tólf ára q<5
aldri var hann búinn að safna mikl-
um fjölda gamalla þjóðsöngva og
var orðinn kunnur sem snjall sögu-
maður. Á þessum árum í Tweed-
dalnum—hann dvaldi þar langvist-
um þangað til hann var kominn á
áttunda ár—varð hann einnig gagn-
kunnugur skotsku sveitalífi og al-
þýðu, sem hann Iýsir svo réttilega
og snildarlega i ýmsum skáldsögum
sínum. Dvöl hans í sveitum uppi og
ferðalög víða um héröð opnuðu augu
hans fyrir margbreyttri náttúrufeg-
urð Skotlands og fyltu hjarta hans
brennandi ættjarðarást.
Scott gekk á gagnfræðaskóla og
háskóla í Edinborg. Hann var eng-
inn framúrskarandi námsmaður, en
las kynstrin öll utan námsgreinanna,
einkum hverskonar æfintýrasögur,
þ j óðkvæði og sögurit; úrvalsrit
ýmsra hinna fremstu ensku skálda
las hann einnig kappsamlega og
margt erlendra ágætisrita, því að
hann var tungumálamaður góður.
Auðsætt er, að með þessum víðtæka
bóklestri sínum var Scott að leggja
grundvöllinn að framtíðaritstörfum
sínum, engu miður en með frjósamri
sveitadvöl sinni. Útivera og iþrótt-
ir voru honum mjög að skapi á
skólaárunum og fylgdi það honum
alla æfi; fegurð náttúrunnar heillaði
hann og göngufarir voru honum
yndi og eftirlæti; einnig' var hann
hestamaður mikill og veiðimaður.
Glaðlyndi hans og örlæti öfluðu
honum vinsælda meðal skólabræðra
hans og þá ekki síður sagnaforði
hans og fágæt snild i frásögu.
Scott nam lögfræði undir hand-
leiðslu föður síns og á Edinborgar-
háskóla, en lítt var hann hrifinn af
því námi, rækti það þó með sam-
viskusemi og varð síðar velmetinn
lögfræðingur og sýslumaður. Kom
honum lögfræðiþekkingin að góðu
haldi við skáldsagnagerðina eins og
rit hans bera ótal merki.
Hálfþrítugur varð Scott fyrir sár-
um vonbrigðum í ástum. En sjálfs-
virðing hans, einhver allra sterkasti
þátturinn í skapgerð háns, varnaði
því að hann léti sorgina koma sér á
kné. Hann var einnig svo skapi far-
inn, að hann hampaði ekki instu hug-
hræringum sínum á /gatnamótum.
Rúmu ári síðar kvæntist Scott konu
af frönskum ættum, Charlotte Car-
penter að nafni, og fór vel á með
æim. Þau áttu barnaláni að fagna,
óó fæstir niðja þcirra vrðu langlíf-
ir; heimilisprýði þeirra og gestrisni
var viðbrugðið að verðleikum.
Framan af árum áttu þau heima í
nágrenni Edinborgar.
Jafnframt lagastarfinu fór Scott
snemma að fást við ritstörf, en þeim
er best lýst í sérstökum kafla. Árið
1799 var® hann sýslumaður (sher-
iff) í Selkirkshíri; það var sæmi-
lega launuð staða, og þar sem fáar
embættisskyldur hvíldu honum á
herðum, veittist honum gott næði
til fræði-iðkana og ritstarfa. Nokkr-
um árum siðar settist Scott að á
fögru sveitarbýli í Tweed-dalnum,
á bernskustöðvum sínum. Undi
hann þar vel hag sínum og vann af
kappi að samningu og útgáfu fjölda
bóka, auk sýslumannsstarfanna, þau
átta árin, sem hann var þar. Árið
1806 varð Scott hæstaréttarritari í
Edinborg; var það hálaunuð staða,
en hann naut ekki þeirra launa fyr
en sex árum síðar. Á hinn bóginn
seldust rit hans ágætlega og varð
honurn það drjúg tekjulind.
Fyrir því keypti hann stóreignina
Abbotsford við Tweedfljótið, skamt
frá Edinborg, og fluttist þangað bú-
ferlum vorið 1812. Bætti hann og
prýddi jarðeignina með mörgu móti
og miklum fjárútlátum, bygði þar
höfðingjasetur tígulegt í miðaldastil,
skreytti það allskonar forngr.ipum
og fleiri veggjaprýði, og bjó þar við
rausn mikla. Varð honum slíkur
höfðingsskapur að vonum ærið
kostnaðarsamur, en ekkert minna
hæfði rikilæti hans og eðallund.
Ýmsir hafa orðið til að álasa Scott
fyrir það, hversu ríkmannlega hann
hélt sig á Abbotsfordárum sínum:
þykir sem þar lýsi sér slík auðs-
hyggja og heimshyggja hjá skáld-
inu, að illa sæmi höfðingja í ríki
andans. Vera má að ríkilæti Scotts
hafi verið úr hófi fram. En risna
hans í fornum stíl var í fullu sani-
ræmi við insta eðli hans. Hann lifði
í anda miðaldanna. í lífi sínu, alveg
eins og í skáldsögum sínum, var hon-
um það ríkast í hug, að endurvekja
riddaraskap og glæsileik liðinna tíða.
Einnig ól hann þá virðingarverðu
þrá í brjósti, að láta niðjum sínum
að erfðum sómasamlega föðurleifð.
Sá draumur Scotts rættist eigi nema
að nokkru leyti, en Abbotsford er
löngu frægðarljóma sveipað, og
sækir þangað fjöldi ferðamanna ár
hvert.
ZAM-BUK
hreinsar húðina af
Blettum og bólum
Eftir að hann fluttist til Abbots-
ford, vann Scott með söniu elju og
áður að ritsmíðum, en vanrækti þó
í engu opinber störf sín. Ljóðsög-
ur hans höfðu aflað honum slíkrar
víðfrægðar, að árið 1813 var honum
boðin Iárviðarskáldstignin, en þeim
sóma hafnaði hann, taldi skáldið
Southey betur að öndvegissessinum
kominn. Með útkomu skáldsagna
Scotts óx ritfrægð hans enn hröðum
skrefum og margskonar sæmdarvið-
tirkenningar hlóðust að honuni. Ar-
ið 1820 gerði Englakonungur Scott
að aðalsmanni (baronet) ; var skáld-
inu sú sæmd harla geðfeld, ekki síst
vegna þess, að forfeður hans fyr á
öldum höfðu verið í tölu aðals-
manna.
“Dag skal að kveldi lofa.” Árið
1826, þegar frægð Scotts og lífs-
hamingja virtust standa sem traust-
ustum fótum, skall á honum það
reiðarslag, sem, óbeinlínis að minsta
kosti, flýtti fyrir dauða hans. Prent-
unarfélög þau og bókaútgáfu, sem
hann hafði um langt skeið verið
hluthafi í, þó eigi væri það á vit-
orði almennings, urðu gjaldþrota.
F.kki var nóg um það. Stormar and-
streymisins blésu að Scott úr fleiri
áttum. Nokkrum mánuðum síðar
varð hann fyrir þeirri þungu sorg
að missa konu sína. En Scott var
ekki svo gerður, að hann léti áföll
þessi buga sig. Mótlætið stælti hann
og efldi til dáða. Ekki verður hér
rakin hin, margþætta fjármálasaga
Scotts; en það mun mála sannast,
að hann hafi verið áhættusamur um
skör fram og ekki sem hepnastur í
vali verslunarfélaga sinna og trún-
aðarmanna. Samkvæmt þágildandi
gjaldþrotalögum hefði hann auð-
veldlega getað komist hjá að greiða
skuldir verslunarfélaga þeirra, sem
hann var riðinn við ; en hann neitaði
harðlega að taka þann kost. Sjálfs-
virðing hans var alt of rík til þe->s.
að hann gæti skotist undan réttmætri
ábyrgð, að hans dómi. Skuld sú,
sem hann tók sér á herðar að greiða,
nam miljónum króna að nútíma
verðlagi. Hófst hann þegar handa
að grynna á stórskuld þessari með
ritstörfum sínum; hann hafði jafn-
an verið afburða afkastamaður og
nú vann hann af því ofurkappi, að
slíks eru fá dæmi. Sást það nú
glegst hversu ástsæll Scott var; vin-
ir hans og aðdáendur brugðu þegar
við og vildu hlaupa undir bagga
með honum, hjú hans og þjónar
voru fús á að vinna honum kaup-
laust fremur eii skiljast við hann.
En Scott hafnaði öllum tilboðum
um fjárstyrk. Og á næstu fimm
árum vann hann það þrekvirki, að
borga kringum þriðjung skuldar-
innar. Ðyrðin varð honum þó að
lokum of þung. Hann var farinn
að lýjast, kominn fast að sextugu.
og hann lagði alt of hart að sér við
ritstörfin. í febrúar 1831 fekk
hann snert af slagi. Hrörnaði hann
nú svo andlega og líkamlega, að
hann var með öllu ófær til verka.
Hann ferðaðist suður á ítalíu sér til
heilsubótar, en það var um seinan;
hann dvaldi þar aðeins skamman
tíma og fekk engan bata. Fregnin
um dauða Goethes olli honum
hrygðar og hann fyltist heimþrá.
Eftir að hann var heim kominn,
hrestist hann um stundarsakir, en
lífsþrótturinn var á förum. Nokkr-
um mánuðum síðar andaðist hann
21. september 1832. Hann var lagð-
ur til hinstu hvíldar meðal forfeðra
sinna í Dryburgh klausturkirkju á
stöðvum þeim, sem hann unni. Hon-
um entist ekki aldur til að gjalda
nema þriðjung stórskuldarinnar,
sem hann hafði svo drengilega tekist
á hendur, en fimtán árum eftir
dauða hans, höfðu tekjurnar af rit-
um hans goldið hana að fullu.
Skjöldur skáldsins var hreinn, eins
og hann hafði viljað vera láta.
Nokkrum dögum fyrir andlát sitt,
kallaði Scott Lockhart tengdason
sinn til sín og ávarpaði hann á þessa
leið; “Vinur minn, vertu góður
maður—vertu dygðugur — vertu
guðrækinn—vertu góður maður. Það,
eitt veitir þér nokkra huggun þegar
þú liggur á banabeði þínum.”—Orð
þessi eru næsta eftirtektarverð, af
því að þau lýsa mæta vel mannin-
um Walter Scott. Á meðlætisdög-
unum, þegar honum var hlaðinn
hver lofkösturinn eftir annan, hafði
hann sýnt það, að hann var mörg-
um mannkostum búinn. Þegar hann
var veginn á vog þungra rauna, sást
það samt fyrst hversu mikill maður
hann var. Hetjulund hans og dreng-
skapur skörtuðu þá fegurst; sálar-
gull hans skírðist í deiglu hinnar
sáru lífsreynslu. Byron hafði rétt
að mæla, er hann sagði, að Scott
væri jafn aðdáunarverður sem mað-
ur og rithöfundur. Og Carlyle, sem
annars hafði lítið dálæti á skáldsög-
um Scotts, kvað svo að orði, að í
honum birtist manndómur hinnar
bretsku þjóðar á átjándu öld í heil-
brigðustu mynd sinni.
Eg minnist ekki svo Scotts á síð-
ustu árum hans, sigur-árum hans,
að mér komi ekki í hug ramrnís-
lenzka og kröftuga lýsingin hans
Gísla Brynjólfssonar á karlmanns-
lundinni:
“Að bíða þess, sem boðið er,
hvort blítt er eða strangt;
og hvað sem helst að höndum ber,
að hopa aldrei langt,
en standa eins og foldgnátt fjall
í frerum alla stund,
hve mörg sem á því skruggan skall,—
sú skyldi karlmannslund.”
—Frh.
TOGARASKIPSTJÓRI
DÆMDUR
Skipstjórinn á þýska togaranum
“Regulus,” sem “Óðinn” tók fyrir
veiðar í landhelgi, hefir verið sekt-
aður um 19,700 krónur. Afli og
veiðarfæri skipsins upptækt. Skip-
stjórinn hefir áfrýjað dómnum til
Hæstaréttar og sett veð fyrir sekt-
inni. Fór togarinn héðan í gær.
—Mbl. 17. marz.
Elsti læknir Evrópu, dr. Giovanni
Gartein, dó nýlega í Tezo d’Aqileia
í ítalíu, 107 ára gamall. Hann
gegndi læknisstörfum í 77 ár og var
kunnur sem læknir langt út fyrir
landamæri Italíu. — Fálkinn.
Fimtánda ársþing þjóðræknisfélagsins
Tilnefndir: Dr. Rögnv. Pétursson, J. P.
Sólmundsson, HlaSgerður Kristjánsson.
Jóhann P. Sólmundsson tók þá til máls
um A. liðinn á dagskránni, er tfjallaði um
kirkjulegt samband við Island. Gat hann
þ>ess, að hann hefði hreyft þessu máli S
þingi hins Lúterska kirkjufélags s. I. sumar
og einnig á þingi Sambandssafnaða, og
kvaðst hann vona að málið yrði tekið til
umræðu á þessu þingi. Séra Guðm. Ámason
gerði tillögu studda af Gisla Árnasyni að
þessu máli sé vísað til væntanlegrar sam-
vinnumálanefndar.
Samþykt.
Var þá fundi frestar til kl. 4 og 45 mín-
fltur.
pegar klukkuna vantaði 10 mlnútur I 5
byrjaði dr. Rögnv. Pétursson á erindi slnu:
“Upphaf Vesturferða og Pjóðminningarhá-
tíðin I Milkwaukee 1874.” Var húsfyllir og
flutti ræðumaður erindi sitt með snild sem
hans er vandi. Var það ítarlegt og fróð-
legt og er óskandi að almenningur fái að
sjá það á prenti áður en langt um líður.
Að loknu erindi bað Á. P. Jðhannsson þing-
heim að votta ræðumanni þakklæti sitt fyr-
ir þetta snjalla erindi með því að rlsa á
fætur, og var það gert með lófaklappi.
Var þá kl. orðin 6 og frestaði forseti fundi
til kl. hálf tíu næsta morguns.
Fundur settur kl. 10 f. h. af forseta. Slð-
asta fundargerð lesin og samþykt.
Var þá lesin fjármála- og bðkasafns-
skýrslur Frðns, sem hér fylgja:
Crtgjöld:
Borgað I húsaleigu ................3 65.00
Borgað I kennaralaun .............. 246.00
Kostnaður við Mðtið ................ 47.39
Kostnaður við skemtifundi ........... 7.00
Auglýsingar ......................... 9.00
Ritföng, bækur og frímerki og prent-
un fyrir Mðtið ................. 12.90
Innköllunarlaun .................... 13.11
Borguð gömul húsaleiga ............. 20.00
Meðlimagjöld ....................... 45.80
Eldsábyrgð á bðkasafni .............. 6.60
$472.80
Inntektir:
1 sjóði frá fyrra ári ..............$ 65.50
Samskot á fundum .................... 14.99
Meðlimagjöld ....................... 108.55
Tillag frá aðalfélaginu ............ 150.00
Inntektir af mðtinu ................ 148.50
Keslugjöld frá nemendum .......i.... 5.25
Gjafir til Mðtsins ................... 6.67
$499.46
Útgjöld ............................. 472.80
f sjóði .............................$ 26.66
Skýrsla hókasafnsins
Bækur safnsins I ár........... 641
Bœkur safnsins I fyrra......... 608
Safnið aukist á árinu um...... 55 bækur
Bækur I útlánsstandi ............ 586
Bækur I útlánsstandi I fyrrá.... 563
Fleiri bækur I útlánsstandi 23 að tölu.
Safnið aukið á árinu að verðlagi,
33 bðkum bætt við safnið ..........$28.00
Bækur bundnar ..................... 10.55
Alls aukið að verðlagi .............$38.55
Bækur bundnar á árinu ................. 12
Inntektir á árinu ..................$79.13
Útborgað á árinu ...................$78.55
1 sjðði I banka ...................$ .58
Meðlimatala ....................... 49
Húsaleiguskuld ....................,$32.00
S. B. Benediktsson gerði tillögu og Ari
Magnússon studdi að skýrslurnar séu við-
teknar. Samþykt.
pá tðk Ásm. P. Jðhannsson til máls um
auglýsingar I Tlmaritinu. Mintist hann á
erfiðleika að safna auglýsingum síðustu ár-
in. Mæltist hann til að þeir er styrktu fé.
lagið með auglýsingum I Tlmaritinu fengju
að njðta viðskifta íslendinga, og einnig að
fðlk mintist á Tlmaritið við augiýsendur, ef
þeir ættu viðskifti við þá.
Las hann upp iista af auglýsendum og
endurtðk beiðni slna að Islendingar létu þá
njðta viðskifta sinna.
Skýrsla ÚtbreiSslunefndar
Nefndin, sem skipuð var til þess að íhuga
útbreiðslumálin leyfir sér að leggja fram
eftirfylgjandi tillögur:
I.
Að stjðrnarnefndin hlutlst til um það,
eftflr þvl sem fjárhagsástæður leyfa, að
menn séu sendir tii að heimsækja þær deild-
ir, sem nú eru starfandi eða starfandi hafa
verlð, ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Og
að þetta sé gert I samráði við deildirnar að
þvl er tlma og annað þesskonar snertir.
Geti nefndin ekki annast heimsðknir, þá að
minsta kosti hafi hún bréfaskifti við deild-
irnar.
II.
Að stjðrnarnefndin hlutist til um það, að
samin sé ítarleg bðkaskrá yfir þær bækur,
sem nú eru I eign félagsins, I þvl augnamiði
að deildunum sé gefinn kostur á að fá að
láni þær bækur, sem kunna að vera til i
fleiri eintökum en einu, ef þær ðska þess.
III.
Að stjðrnarnefndin reyni að hjálpa lestr-
arfélögum, sem vilja panta bækur frá ís-
landi, til þess að framkvæma það, með því
að gerast milliliður milli bðkakaupenda hér
og útgefenda heima, eftir þvl sem ástæðui
leyfa.
IV.
Að stjðrnarnefndin fari þess á leit við
lestrarfélög út um bygðir Islendinga, að þau
gerist meðlimir félagsins undir þeim lögum.
sem nú eru til um inngöngu slíkra félaga,
eða gerist deildir I félaginu með venjulegum
hætti.
V.
Nefndin er þeirrar skoðunar að nú síðari
árin hafi ekki nðg verið starfað að útbreiðslu
félagsins. pess vegna vill hún leggja til, að
stjðrnarnefndin ledti sér allra mögulegra
upplýsinga. um möguleikana, sem fyrir hendi
eru til útbreiðslu, einkanlega I þeim bygð-
um, sem engar deildir hafa, með það fyrir
augum, að auka félaginu krafta. til þess að
tryggja tilveru þess meðal fðlks vors I fram-
tíðinni.
VI.
pingið viðurkennir að íslenzku vikublöð-
in hér I Winnipeg hafa gert allmikið að þvi
að styðja pjððræknisfélagið og málefni þess.
og er þeim þakklátt fyrir það. En að hinu
leytinu álltur það, að þau gætu meira gert
I því efni, og vill vinsamlegast mælast til,
að þau láti ekkert tækifæri ðnotað, tll þess
að efla Islenzka Þjððrækni fyrir vestan hafið.
Sömuleiðis vill þingið beina þeim tilmælum
til allra þjððrækinna Islendinga hér I álfu,
að þeir styðji útgáfur blaðanna, sérstaklega
með þvl að kaupa og borga þau.
Winnipeg 21. febrúar 1934.
Virðingarfylst,
Jðn Jðhannsson
Páll Guðmundsson
J. P. Sðlmundsson
Matthildur Frederiekson
Guðmundur Árnason.
Tillaga Ari Magnússon, A. Eggertsson
studdi að nefndarálitið sé tekið lið fyrir lið.
Samþykt.
1. liður: S. B. Benediktsson gerði tillögu
og A. Olson studdi, að liðurinn sé samþykt-
ur eins og lesinn. Samþykt.
2. liður: Dr. Rögnv. Pétursson lagði til
og Árni Eggertsson studdi að sé liður sé
samþyktur eins og lesinn. Samþykt.
3. liður: S. Vilhjálmsson gerði tillögu og
Hlaðgerður Kristjánsson studdi að liðurinn
sé samþyktur eins og lesinn. Samþykt.
4. liður: Dr. Rögnv. Pétursson lagði til
og S. Vilhjálmsson studdi að 4. liður sé sam-
þyktur eins og lesinn. Samþykt.
5. liður: A. Eggertsson gerði tillögú og
S. Vilhjálmsson studdi að þessi liður sé
samþyktur eins og lesinn. Samþykt.
6. liður: Um þennan lið urðu talsverðar
umræður. Á. P. Jóhannsson mæltist til að
nefndin tæki þenna lið aftur til Ihugunar og
gerði viðauka I þá átt að pjððræknismönn-
um að kaupa og borga tslenzku blöðin og
sérstaklega væri æskilegt að uppvaxandi og
yngri Islendingar gerðust áskrifendur. Dr.
Rögnv. Pétursson sagði að íslenzku blöðin
væru að gera þarft þjóðræknisstarf og bæri
að þakka þeim verk þeirra I þá átt, og
hvetja þau að halda áfram því starfi. Mint-
ist hann einnig undir þessum lið á hvað
Htilfjörlegar og lauslegar umgetningar birt-
ust I ensku blöðunum um islenzk mannalát
og annað viðkomandi Islendingum. Vonað-
ist hann til að þetta kæmi til umræðu undir
Nýjum málum. Einnig tðk til máls J. P.
Sðlmundsson, séra Guðm. Árnason, S. B.
Benediktsson, Jón Jðhannsson og S. Vil-
hjálmsson. Tóku þeir allir I sama strenginn
um þjððræknisstarf íslenzku vikublaðanna
og nauðsynina á að hvetja fólk til að kaupa
þau og nota. Tillögu gerði Á. P. Jðhannsson
og J. P. Bólmundsson studdi að nefndin
taki þenna lið aftur til Ihugunar. Samþykt.
Las þá Árni Eggertsson upp lista af bók-
um er Margrét Vigfússon hafði nýlega gefið
Pjóðræknisfélaginu. Forseti gat þess að
þetta væri virðingarverð gjöf og mundi þetta
verða tekið upp undir nýjum málum. Var
þð kom að hádegí og frestaði forseti fundi
til kl. 1.30.
Fundur var settur af forseta kl. 2 e. h.
Síðasta fundargerð lesin og samþykt.
Lfigíji Útbreiðslumálanefridin fram álit
sitt- með breyttum og endurbættum 6. lið.
Hlaðgerður Kristjánsson lagði til og Sig.
Vilhjálmsson studdl að 6. liður sé samþykt-
ur eins og lesinn. Samþykt. Síg. Vilhjálms-
son lagði til og A. Eggertsson studdi að á-
litið sé viðtekið I heild með gerðum breyt-
ingum. Samþykt.
Frœðslumál
Nefnd sú, er skipuð var til að fhuga
frœðslumálín, og leggja fram nefndarálit,
leyfir sér hér með að gera eftirfarandi til-
lögur:
1. Að pjóðræknisfélagið haldi áfram að
styðja af alefli kenslu og uppfræðslu barna
og unglinga I íslenzkri tungu, sögu og bðk-
mentum; og vinni áfram að þvl, að börn
og unglingar séu látin iðka upplestur Is-
lenzkra kvæða og smásagna, og söng á
Islenzku, bæði I heimahúsum og á samkom-
um hinna ýmsu félagsdeilda.
Viðbðt við fyrsta lið:
Jafnframt vill nefndin, fyrir hönd Pjðð-
ræknisfélagsins, þakka hjartanlega, hið ó-
sérplægna og ágæta starf kennaranna við
laugardagsskóla pjóðræknisfélagsins, og
þeirra annara, sem stutt hafa það starf,
hvetja aðrar deildir félagsins til slílts skóla.
halds út um bygðir.
2. Að stjórnarnefnd félagsins leiðlieini
einstaklingum og deildum um val og útveg-
an hinna hentugustu IsllenzkV-a kenslu-,
lestrar- og söngbóka, þeira, sem mest eru
við liæfi Islenzkra barna og unglinga vestan
hafs.
3. Að þá um ra-ðir börn og unglinga,
sem hafa eigi not af fræðslu um Islenzk
efni á Islenzku, þá séu foreldrar og deildir
hvött til þess, að vekja athygli slíkra barna
og unglinga á íslanai, sögu þess, bókment-
um og menningu, með því að fá þeim I
hendur valin rit um Þau efni á enskri tungu.
Getur það vel orðið til þess, að þeim ung-
monnum vakni löngun til íslenzku náms; að
minsta kosti er full ástæða til að ætla, að
sllkur lestur auki þeim eigi aðeins þekk-
ingu á Islenzkum efnum, heldur glæði jafn-
framt hjá þeim virðinguna fyrir Islenzkum
verðmætum og hugsjónum og hlýhug þeirra
til Islands.
Leyfir nefndin sér að benda á það, að til
eru á ensku máli allmörg ágæt rit um íslenzk
fræði, við hæfi bæði unglinga og fullorðinna,
og margt góðra þýðinga af íslenzkum ritum.
Leggur nefndin einnig til, að bókasafn pjóð-
ræknisfélagsins afli sér, eftir föngum, sem
flestra sllkra rita til útláns meðal félags-
manna. Álítur nefndin hreint ekki ðlíklegt,
að hlutaðeigandi útgáfufélög myndu láta
bðkasafninu I té mörg rit vessi við vægu
verði, eða jafnvel ðkeypis, ef það væri skýrl
frarn tekið, að félagið væri að hvetja félags-
menn og deildir til að afla sér sllkra rita.
Loks vill nefndin leggja til, að skipuð
verði milliþinganefnd til að semja á Islenzku
skrá yfir hinar beztu og handhægustu bæk-
ur á ensku um íslenzk efni. Sé á skrá þeirri
lýst heiti, útgefanda og verði ritanna, og
verði hún prentuð annaðhvort I Tímariti
pjóðræknisfélagsins, eða I Islenzku viku-
blöðunum.
21. febrúar 1934.
Richard Beck
Hjálmar Gíslason
john Ásgeirsson.
Nefndarálit lesið af prðf. Richard Beck.
Útskýrði hann einnig álitið til hlltar, og
hugmyndir nefndarinnar.
S. B. Benediktsson lagði til og Asm. P.
Jðhannsaon studdi að álitið sé tekið lið fyrir
lið. Samþykt.
I