Lögberg - 12.04.1934, Blaðsíða 6
6
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 12. APRIL 1934
Maðurinn frá Indiana
Eftir BOOTII TARKJNGTON
Harkless svaf í litlu húsi rétt hjá skrif-
stofu blacSsins. Hann kvaddi William við
hliðið. “Eg gleymi >ekki strax framkomu
þinni í kveld. Þú svndir mikið hugrekki.”
“Eg átti leið þarna um, þegar ráðist var
á þig,” sagði Todd og geispaði, því hann var
orðinn syfjaður.
“Ætlarðu ekki í rúmið?”
“Nei, ekki strax. Bg þarf að vinna eitt-
hvað fram eftir.
“Jreja, sagði hinn, “mér er }»á bezt að
halda heimleiðis.”
Harkless stóð nokkra stund á tröppun-
um. Honum fór að detta í hug að framkoma
sín í kveld hefði verið dálítið barnaleg. Hann
hafði hlegið að öllum sköpuðum hlutum og
kvatt alla með handabandi, að minsta kosti
fjórum, fimm sinnum.
“Eg hlýt að vera orðinn ástfanginn.
Tunglið gerir menn stundum hálf brjálaða.”
Hann gekk inn og tók til starfa—eða svo
fanst honum hann gera.
7. KAPITULT.
Nœsta morgun
Sólin skein inn um gluggann til Harkless,
þar sem hann svaf í rúminu. Hann vaknaði
með bros á vörunum og lá nokkra stund graf-
kyr og undraðist hversvegna liann skyldi hafa
vaknað brosandi. Þannig hafði það verið
þegar liann var drengur, sérstaklega á af-
mælisdeginum hans og eins á jólunum, og
4. júlí. Nú var aðeins sýningardagur í Platt-
ville, en samt hlakkaði hann til eins og dreng-
ur. Það hlaut að stafa af einhverju öðru.
Morgungolan lék sér við gluggablæjurn-
ar og angar úr vafningsviðnum strukust
mjúklega við rúðurnar. Fuglarnir sungu í
trjánum framan við gluggann. Utan af göt-
unni heyrðist hlátur og köll og hundagelt.
Alt þetta gerði Harkless létt í skapi, hann
stökk fram úr rúminu og hrópaði á þjóninn
sinn.
Hann kom strax fram í dyrnar og rak
svartan hausinn inn í herbergið. Zen hét
hann, og var aldraður svertingi; andlitið
hrukkótt og ekki beinlínis frítt, ' en hárið
hrokkið og farið að grána. “Góðan daginn,
herra, ” sagði Zen. “Eg er búinn að dæla
það barmafult, herra minn.” Hann átti við
baðkerið, karlinn. Svo fór hann út.
Nokkru seinna hevrði Z<cn, þar sem hann
sat á tröppunum, að Harkless var farinn að
þvo sig í kerinu, og söng um leið fullum rómi.
Þetta leist karli ekki á. “Skyldi 'hann nú
ætla að flytja sig héðan, ” hugsaði Zen gamli.
“Hvað yrði þá um mig, vesalinginn. ” Zen
þótti mjög vænt um Harkless og óttaðist það
rnest, að hann færi einhvern tíma frá Platt-
ville.
Aðalstræti og “ferhyrningurinn” var
orðið fult af fólki. ótal kerrur og vagnar
voru að koma utan af landsbygðinni og
streymdu nú um götur bæjarins. Sumt voru
stórir, rauðir og bláir vagnar, dregnir af
stríðöldum folum og glampaði á skrokkana.
Eldra fólkið sat í sætinu að framan, en allir
krakkarnir sátu í vagnkassanum og gægðust
yfir borðin. Aðrir óku í smærri kerrum með
einum hesti fyrir, og enn aðrir komu í göml-
um vögnum, sem múlasnar gengu fyrir. Þetta
voru flest svertingjar. Þeir komu með fá-
eina aura í vasanum til að kaupa sér melónur
og eplalög við fyrstu hentugleika. Allir höfðu
með sér körfur fullar af mat, til að gæða sér
á yfir daginn. Neðan undir vögnunum héngu
pokar með heyi handa skepnunum. Hund-
arnir komu á eftir lestinni og gáfu hver öðr-
um hornauga. Hér og*þar hlupu folöld, með
mæðrum sínum og störðu með stórum, for-
vitnislegum augum á alt, sem fram fór.
Bændasynir af betra tæginu, komu með
unnustur sínar í léttivögnum og óku hratt.
Þeim þóttá vagnarnir hægfara og hleyptu
fram hjá þeim, þegar færi gafsL Hestarnir
þeirra voru léttfættir og fjörugir, og eigend-
urnir toguðu í aktaumana af öllum mætti, til
að tapa ekki valdi yfir gæðingunum. Þessir
ungu bændasynir voru klæddir sínum beztu
fötum og unnustur þeirra sínum fínustu kjól-
um. Hattarnir voru skrevttir ljósbláum borð-
um og samlita borða höfðu þær um mittið.
Um hálsinn höfðu þær rauðar kórals-festar.
Andlit þeirra voru uppljómuð af ánægju og
alt af öðru hvoru litu þær niður fyrir sig, tií
að sjá hvmrt kjóllinn færi ekki vel.
Alstaðar var kæti og fögnuður. Allir
voru hlæjandi og kölluðust á þegar þeir mætt-
ust. Hvert mannsbarn úr Carlow-sveit var
að safnast til Plattville, hópar manna úr ná-
lægð og fjarlægð. Rykskýin, sem morgungol-
an þyrlaði upp hér og þar á veginum, gáfu til
kvnna að enn annar vagn væri á leiðinni.
Dibb Zane, sem hafði þann starfa að
bera vatn á göturnar þegar þær gerðust of
rykugar, hafði unnið frá því ag birti um
morguninn, en ekkert dugði. Hann ók vatns-
tunnunni sinni eftir Aðalstræti, hvað eftir
annað, en í hvert sinn sem vagn fór um veg-
inn, þá þyrlaðist rykið upp aftur, og karlinn
sótbölvaði og steytti hnefana, þótt enginn
gæfi því gaum.
Harkless sá alt þetta út um -gluggann
sinn, en liélt áfram að syngja. Svo fór hann
að leita, í kistunni sinni, eftir viðeigandi
klæðnaði. Hann tók loks upp snjóhvítar
strigabuxur og gráan slopp, úr öðru hólfi tók
hann ljósan stráhatt með marglitum borða. I
kistunni höfðu þessi föt legið í mörg ár. Nii
tók Harkless þau og skoðaði vandlega, síðan
bustaði hann þau og lagði þau svo á rúm-
stokkinn. Þar næst rakaði hann sig vandlega,
greiddi hár sitt og bustaði og klæddi sig svo
mqð mikilli nákvæmni. Loks var hann orð-
inn ána;gður með útlit sitt og gekk út úr hús-
inu.
Zeii gamli, eða Xenophon, eins og hann
hét fullu nafni, starði á eftir Harkless. Svert-
in^inn fórnaði höndum til ihimins: ‘ Guð
minn góður,” hrópaði hann. “Ekki ætlar
hann þó að ganga í trúðaflokkinn- Hann
skyldi þó ekki vera orðinn brjálaður. Það er
mikið ólánsmerki, ef maður tekur til að
svngja á undan morgunmatnum. Þetta veit
á eitthvað ilt, það er eg hárviss um. ”
Búningur Harkless vakti almenna eftir-
tekt, þegar hann kom út á götuna. Póstmeist-
arinn og systir hans, Miss Tibbs, hlupu út úr
búðinni til að geta séð hann betur. “Er hann
ekki fallegur og tilkomumikill ? ” sagði Miss
Tibbs.
“En hvað á þetta að þýða að klæða sig
svona, ” spurði bróðir hennar. “Edtthvað
nafn munu þau hafa, þessi einkennisföt. Gott
ef eg sá ekki mynd af þeim einhversstaðar.
Hún var víst á þessum tennis-kassa, sem við
settum upp í búðarglugganum.”
“Tennis er víst einhver leikur, eða svo
sagði bókin.”
“Það voru engin kjörkaup að minsta
kosti, ” svaraði póstmeistarinn.
Þegar Harkless kom yfir að gestgjafa-
húsinu, gekk gamall og vesaldarlegur maður
í veg fyrir hann. Hann hafði stóran strá-
liatt á höfðinu og gráan klút um hálsinn.
Þetta var maðurinn hennar Mrs. Wimby.
Hann, eins og aðrir, nefndi konu sína með
hennar fyrra nafni.
“Eg hefi verið að leita að þér, ritstjóri
góður,” sagði maðurinn. Röddin var veik
og aumingjaleg. “Mrs. Wimby sendi þér
nokkrar rósir, og Cynthia er nú að raða þeim
á borðið þitt. Mér líður nú svona eftir hætti,
en konan er svo lasburða að hún treysti sér
ekki að koma á sýninguna. Við sáum eitthvað
af Krossgötumönnum fara um veginn í morg-
un, á leið til bæjarins, og okkur datt í hug að
láta þig vita það. Eg veit svo sem að þú gerir
ekkert jneð þessar fréttir. Það er eins og
hún sagði: ‘Hann er of mikill maður til að
hræðast. Þessir stóru menn halda alt af að
enginn geti unnið þeim mein. ’ En hún segir
þér að fara varlega,—segir hún konan mín.
Svo sá eg Bob Skillett og bróður hans hérna
framan við ráðhúsið; það þá eg með mínum
eigin augum. Ed Wyatt er hér líka, hann er
nú kominn úr útlegðinni aftur, þrjóturinn, og
lætur ekki mikið á sér bera; en betra væri að
liafa gát, á þeim, piltunum.”
Maðurinn staulaðist burt, og Harkless
v’eifaði hendinni til hans, vingjamlega.
Harkless borðaði vanalega einn á morgn-
ana, því hann fór seinna á fætur en nokkur
annar maður í Plattville. fStundum að vetr-
inum kom hann ekki að borðinu fyr en klijkk-
an var orðin átta). Þennan morgun sá hann
að vöndur af hvítum, ilmandi rósum stóð á
borðinu. Hann leit upp og brosti við rauð-
hærðu stúlkunni. “Þakka þér fvrir, Oharm-
ion,” sagði hann, “þetta var fallega gert.”
Stúlkan roðnaði og svaraði engu. Hún
lézt vera að banda við flugum með vendinum
sínum. Eftir nokkra þögn sagði hún: “Það
var engin fyrirhöfn.”
Svo sátu þau nokkra stund án þess að
segja orð. Loks varð Harkless litið upp og
sá að Cynthia starði á sig og sýndist hvorki
vita í þennan heim né annan. Hún sá að horft
var á sig og leit undan.
“Ætlar þú ekki að drekka úr kaffiboll-
anum?” sagði hún; svo beygði hún sig nær
Harkless og hvíslaði: “Sérðu að Eph Watts
situr fyrir aftan þig?”
Yzt úti í horni sat maður við lítið borð,
og át morgunverð sinn, af og til leit hann í
blað, sem lá á stól við hlið hans. Maðurinn
var stór og feitur. Föt hans vom ný og tals-
vert áberandi, en þó fremur þokkaleg. Augun
voru blá og einbeittnisleg, en báru þó vott um
óheilbrigða lifnaðarhætti; skegg hafði hann
á efrivör og var það farið að grána. Þessi
maður var Mr. Bphraim Watts, og var vel-
þektur fjárglæframaður. Hann hafði yfir-
gefið Plattville fyrir 'þremur árum, eftir ósk
y'firvaldanna, en var nú kominn heim aftur.
Harkless hafði átt mestan þátt í því að Watts
var rekinn úr bænum. Samt sem áður var
ritstjóranum hreint ekkert illa við manninn,
sem að mörgu leyti var meinleysis-grey.
Þegar Harkless var búinn að borða, gekk
hann yfir til Watts og heilsaði honum.
Cynthia stóð á öndinni og hélt víst að Watts
gripi til skammbyssunnar. Svo varð þó ekki,
heldur rétti hann fram höndina, og leit, hálf
vandræðalega á ritstjórann.
“Mérþvkir gaman að sjá þig, Mr. Watts.
Vonandi ertu hadtur við peningaspil og ann-
að þvílíkt. Annars verð eg líklega að senda
þig burt aftur, strax fvrir hádegi. Hvernig
líður þér annars ? Þú ert feitur og sællegur. ’ ’
“Mér hefir aldrei verið kalt til þín, Mr.
Harkless,” svaraði hinn. “Þú breyttir ef-
laust réttilega í því að reka mig héðan fyrir
þremur árum síðan. Nú er eg alveg hættur
að spila fjárhættuspil, en hefi fengið umboð
frá stóin félagi til að leita olíu hér um slóðir.
Það er ekkert ólöglegt við það, og eg vildi
síður að amast væri við mér þess vegna. Svo
græða engir meira en bændurnir, ef olía finst
hér í sveitinni.”
hendi sinni nokkra stund og sýndi Harkless
það. Það var hvítt fiðrildi og hann spurði
hvernig hægt væri að þekkja það frá hend-
inni, sem á því héldi.
“Sjáum til,” sagði Helen og slepti fiðr-
ildinu. Þau liorfðu á það þangað til golan
náði undir gagnsæja vængina og hóf það á
loft. “Svo þú getur slegið mér gullhamra á
daginn ekki síður en í tunglsljósinu. Bf ekki
væri svona rykugt hérna myndi eg falla á kné
fyrir þér.”
Hún var með nokkrar bleikar rósir, næld-
ar við kjólinn. Harkless benti á þær, og
spurði hvort hún vildi gefa sér eina þeirra.
“Mér sýni.st þú vera með fallega rós í
barminum.” Hún leit snöggvast til hans og
brosti gletnislega. Ritstjórinn þakkaði ham-
ingjunni að hann hefði klætt sig í beztu fötin
sín og sett upp stráhattinn.
Hún hélt áfram: “Rósin þín er sérstak-
lega falleg: annars ætti eg ekki að tala svona
við .þig; eg, sem þekki þig ekki neitt.”
“Þér ætti að vera óhætt að tala kunnug-
lega við mann, sem þú hefir bjargað frá
dauða. ’ ’
“Eða mann, sem hefir hlaupið langa leið
með mig í fangdnu,” bætti hún við og hló.
Þau stóðu þarna augnablik. Helen tók eina
rósiha og hélt henni upp að vörunum.
“Þú getur fengið þessa.—í skiftum.”
“ Já, góði minn,” sagði Harkless og hló,
“þér er velkomið að leita að olíu. Mér þótti
slæmt að þurfa að amast við þér um árið. Nú
ætti alt að ganga betur. Þú mátt grafa alla
leið til Kína, eftir olíu, ef þér sýnist svo.
Veðrið er annars makalaust gott í morgun.”
‘ ‘ Eg skal geyma þér nokkra hluti í olíu-
félaginu,” sagði Watts um leið og hinn gekk
t il dyranna. Hann sneri sér við, kinkaði kolli
til Watts. A leiðinni út mætti hann Cynthiu
aftur. “Þú ættir að festa eina rósina í jakka-
hnesluna þína. ’ ’
“Vilt þú festa hana fyrir mig, Charm-
ion?” sagði Harkless.
“Því getur þú ekki nefnt mig réttu
nafni ? ’ ’ spurði Cynthia og leit undan.
“Því þá það?” Harkless leit á hana
forviða.
“Þú ættir ekki að hlæja að mér alt af.”
“Eg bið afsökunar Cynthia,” sagði
Harkless með alvörusvip. ‘ ‘ Eg hefi ekki gert
það viljandi. Mér datt aldrei í hug að þér
félli það illa. Vilt þú ekki festa rósina?”
Hún varð aftur glaðleg á svipinn og tók
eina rósina. Hendur hennar voru stórar og
skjálfti á þeim. Rósin datt á gólfið. “Eg get
víst ekki gert svo mikið sem þetta,” sagði
Cynthia, og flýtti sér út. Harkless tók rósina
'af gólfinu og festi hana í barm sinn. Hann
gat aldrei skilið hvers vegna Cynthia var
svona undarleg; þessi rauðhærða stúlka var
einkennilegasta manneskjan í Plattville.
Harkless gekk út úr stofunni og lagði á stað
til dómarans.
XXX
Þegar hann kom að stóra steinhúsinu sá
hann mann sitja í stól í garðinum framan við
húsið. Þegar garðshliðið opnaðLst, leit liann
við og sá Ilarkless að þetta var Mr. Lige
Willets. Hann var klæddur í brún, fín föt
og var ætíð brosandi. Willett var mjög hrif-
inn af Minnie Briscoe og talinn henni sam-
boðnastur af öllum Plattville búum.
“Stúlkurnar koma bráðlega,” sagði Wil-
lett. Honum varð starsýnt á klæðnað Hark-
less. Þeir heilsuðust vingjamlega. “Mér
var sagt að bíða hérna,” bætti hann við.
Rétt í þessu skrjáfaði í silkikjólum
stúlknanna í dyrunum, og komu þær nú niður
tröppumar. Lige Willett horfði undrandi á
Harkless. Aldrei hafði honum fundist hann
sérlega fallegur maður, fyr en nú, er hann
gekk ámóti Miss Sherwood og tók í hönd
hennar. “Góðan daginn,” sagði Harkless,
og hneigði sig djúpt.
Þau gengu öll af stað. Minnie og Mr.
Willett á undan. Harkless vissi ekki hvort
þau voru gangandi eða akandi, eða hvort, þau
svifu í loftinu alla leið að ráðhúsinu. Ilon-
um fanst Helen jafnvel enn fallegri en kveldið
áður. Þá fanst honum hún líkust því að hún
'væri prinsessa úr einhverri æfintýrasögu, en
í dag, þegar sólin skein á Ijósbrúnt liárið og
glampaði í gráu augunum hennar, fanst hon-
um engu líkara en að einhver himnesk dís
hefði stigið niður til jarðarinnar. Aldrei
hafði Harkless orðið svona hrifinn af nokk-
urri veru.
í bænum var uppi fótur og fit. Þau
gengu meðfram veginum utan við mannþröng-
ina. Helen náði í stórt fiðrildi, sem baðaði
sig í sólskininu á laufblaði; hún hélt því í
Hann beygði sig niður og hún festi bleiku
rósina þar sem hin hafði verið. Hún þurfti
ekki að spyrja hver hefði fest hana þarna,
það var auðséð af fráganginum. “Hver fær-
ir þér þessar ilmandi rósir á hverjum
morgni?” spurði 'hún glettnislega.
“Mr. Wimby, eg skal benda þér á liann
síðar. Þú mátt til að sjá hann, og Mr. Bod-
effer líka. Hann er elzti íbúi Plattville og sá
geðvesti.”
“Ætlarðu að kynna mig þeim?”
“Nei, þá myndu þeir vilja tala við þig og
taka þig frá mér. Það dygði hreint ekki.”
Helen hló dátt og þau gengu á stað. Hún
hélt á hvítu rósinni í hendinni.
Allur mannfjöldinn var nú kommn sam-
an á Aðalstræti og í ferhyrningnum. Ráðhús-
ið var troðfult og sáust ótal andlit í hverjum
glugga, því þaðan var betra að sjá til trúða-
flokksins þegar hann fór um göturnar. Þeir,
sem ekki komust í gluggana, uðu að halda sig
á gangstéttinni. Hér og þar sást karlmaður
með ungabarn á öðrum handleggnum en
sloppinn sinn á hinum. A eftir ihonum kom
konan og héngu krakkarnir í pilsum hennar.
Krakkamir voru, þegar hér var komið, orðin
óhrein um munninn af of miklu sælgætis áti,
og hendur þeirra ataðar, svo að fingurnir
sýndust vera grónir saman.
Ótal prangarar voru þarna samankomnir
með vörur sínar og hrópuðu þeir hver öðram
hærra, til að draga athygli að sínum varn-
ing. Alls konar svaladrvkkir voru á boðstól-
um og kostaði aðeins fáeina aura hvert glas.
Ungu mennirnir með kærustur sínar við hlið
sér, keyptu eins mikið og þeim var mögulegt
að drekka. Þegar það var búið stóðu kær-
ustupörin nokkra stund og glottu vandræða-
lega, eins og sá, sem veit að hann hefir látið
tæla sig til að kaupa einhvern óþarfa.
Sá prangarinn, sem mest lét til sín heyra
var sá, som seldi skartgripi sína á einu götu-
horninu. Hann hafði stóran vagn með tjaldi
yfir, og á vagninum stóð hann allan daginn
og öskraði: “Komið hingað góðir menn og
konur! Bestu kjörkaup, sem nokkur getur
fengið. Hér er 18 karata gullhringur, úr
skýrasta gulli frá Californiu, með honum læt
eg silkivasaklútinn, ágætasta skrifpappír,
penna og ritblý—alt saman fyrir 25 cents-
Hver vill kaupa? Enginn veit hve lengi við
kunnum að lifa. Lífið er eins og skuggi, sí-
breytilegt. Kaupið nú, meðan tími er til!
Eg og mitt fólk erum Sjöunda dags Advent-
istar, sem viljum losna. við okkar veraldlegu
f jársjóðu, áður en sá mikli og tignarlegi erki-
engill, Gabríel, birtir ásjónu sína á degi dóms-
ins,— aðeins 25 cents. Sama verð, hver sem
kaupir, maður, kona, piltur eða stúlka, eða
barn í vöggu; gæfa og hamingja handa öllum
fyrir sama sem ekkert verð!”
Eftir götunum hlupu ótal smástrákar,
berfættir og óhreinir. Þeir höfðu stolist úr
rúmum sínum, nóttina áður til að gægjast inn
í tjöldin, sem sýn|ingarflokkarnir vom að
setja upp. Nú þóttust þeir \dta miklu meira
en aðrir og litu hver til annars með háðs-
glotti, þegar einhver bóndasonur stóð undr-
andi hjá “circus”-vögnunum og glápt-i eins
og naut á nývirki á alt, sem fram fór. Bæjar-
strákarnir vissu að þeir yrðu allir flengdir,
þegar heim kæmi, fyrir að stelast úr rúmun-
um um hánótt, en hverjum degi nægir sín
þjáning, og strákarnir kærðu sig kollótta.